Dagur - 15.01.1964, Blaðsíða 1

Dagur - 15.01.1964, Blaðsíða 1
AUGLÝSIÐ í DEGI - því allir lesa Dag Símar 1166 og 1167 Dagur XLVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. janúar 1964. — 4. tbl. Nýir KAUPENDUR r Dags! Askriftarsím- ar 1166 og 1167. Tveir Yestmannaeyjabáiar sukku á síldarmiðunum fyrir sunnan r Þeir hétu Hringver og Agústa - Mannbjörg varð Á SJÖTTA tímnum á mánu- dgsmorguninn, 13. þ. m. sukku tveir síldarbátar írá Vestinanna r Á MÖRGUM undanförnum ár- um hefur ráðhúsbygging í R-vík verið á dagskrá, og a. m. k. 16 tillögur komið fram um staðar- val. Loks er þetta stórmál höfuð- borgarinnar komið að fram- kvæmdastigi með endanlegu góðu samkomulagi, að því er virðist. Líkan af ráðhúsinu er nú til sýnis, og staðsetning kunngjörð. Byggingin er 8 hæðir og á hún að rísa í norðurenda Tjamar- innar, við Vonarstræti. Fjar- lægja þarf nokkur hús, svo sem Iðnó og Búnaðarfélagshúsið. Kosnaðaráætlun er 120 millj- ónir króna. □ eyjum á Síðugrunni; Hringver VE 393, 126 tonna stálbátur, 3ja ára gamall og eikarbáturinn Ágústa VE 350, 65 smálesta, smíðaður 1930. Mannhjörg varð. Veður var gott og bátar nærri til aðstoðar. Bátarnir höfðu báðir fengið mikla veiði er slysin bar að höndum. Á Hringver var verið að háfa stórt kast og lestin var orðin nær full af síld, er bátur- inn lagðist á hliðina og sökk eftir 10—15 mínútur. Nokkur undiralda var, og talið er að farmurinn hafi kastast til í lest- inni. Mikill leki kom að Ágústu, ennfremur biluðu vélar hennar. Þótt hér verði ekki rakin atriði í sambandi við hina horfnu báta eða giftusamlega björgun skips- hafnanna, liggur það í augum uppi hversu farið hefði hér í úfnum sjó. Og enn verður efst í huga öryggisleysi sjómanna, jafnvel á nýjum eða nýlegum sæmilega stórum bátum — í góðu veðri. Hvað þá í roki og hafróti? □ í GÆR fór fram fyrri umræða um hina nýju fjárhagsáætlun Akureyrarkaupstaðar fyrir yfir standandi ár. Gjöld og tekjur bæjarsjóðs eru áætluð 58.757.100 krónur, sem er rúmlega 29% hækkun frá fyrra ári. Utsvörin hækka um rúmlega 32% og eru þau áætluð 36.2 millj. í stað 27.3 millj. í fyrra. Og aðstöðugjöldin, sem eru áætluð 10 millj. nú, voru 7.5 millj. á liðnu ári, og er hækk- unin því 33%. Bæjarstjóri hefur sent blað- inu samanburðartölur hinna veigameiri kostnaðar- og tekju- liða bæjarsjóðs, samkvæmt nýju fjárhagsáætluninni og áætlun- H------------------T-—------- F ramsóknarf élögin á Akureyri halda almennan fund um fjárhagsáætlun bæjar- ins í húsnæði flokksins, Ilafnar- stræti 95, kl. 8.30 annað kvöld, fimmtudagskvöld. Frummæl- andi verður Stefán Reykjalín. inni fyrir árið 1963, þrei' á öðrum stað í dag. Norður frá Akureyri eru margar víkur og vog :ir, lygnar löngum og vel skýldar, með sandfjöru. Hér er mynd af Sílabási, sem er skanrmt sunnan við Krossanes. Þaðan voru áður gerðar út nokkrar trillur. Enn standa skúrar og hlaðið naust. (Ljósm.: J. I.) Berklafaraldur gekk yfir í Ak- ureyrarkaupstað á síðastl. ári Sautján hafa veikst frá því í sumar - Héraðs- læknir, Jóhann Þorkelsson, ritar greinargerð Útsvörin á Akureyri hækka m 32% og eru áætluð 36 millj, kr. Fjárhagsáætlun kaupstaðarins fyrir árið 1964 var til fyrri umræðu í bæjarstjórn í gær og birtast blaðinu í □ VEGNA ÞEIRRA berklasmit- ana, sem liér hafa orðið síðast- liðið sumar og haust þykir rétt að biðja blöð bæjarins að birta eftirfarandi greinargerð: Þegar menn verða fyrir berkla smitun í fyrsta sinn líða 6—8 vikur frá því smitun á sér stað, þangað til menn verða berkla jákvæðir (þ. e. þangað til berkla próf kemur út). Ef menn sýkj- ast við þessa smitun koma fyrstu sjúkdómseinkennin fram um svipað leyti og berklaprófið verður jákvætt, eða þó stundum nokkru síðar. Þessi fyrstu sjúk- dómseinkenni eru vanalega hita hækkun og stundum nokkur Málsmetandi menn o. fl. leggja landbúnaðinn í einelti UNDANFARID hafa nokkrir menn, sumir með eigi lítil mannaforráð, sumir búfróðir að mennt, tekið sér fyrir hend- nr hver af öðrum að gera lítið úr þjóðhagslegu gildi íslenzks landbúnaðar og leggja þennan atvinnuveg á vissan liátt í einelti. (Sjá nánar í leiðara blaðsins í dag). Má þar nefna, dr. Björn Sigurbjörnsson, Gylfa Þ. Gíslason og nú siðast Gunn- ar Bjamason. En liverskonar blindu eru mennirnir slegnir, er þeir ákæra landbúnaðinn fyrir litla framleiðni og að fólk, sem við hann starfar, væri betur komið á öðrum stöðum, og við önnur störf. Er ekki dýrtíð í þessu landi? Hvað kosta þær vörur og sú þjónusta, sem aðrar stéttir framleiða fyrir þjóðina? Hvað kostar íbúðarhúsnæðið í höfuðborginni? Græða íslendingar á því reiknislega, að framleiða áburð og sement innanlands, eða aörar iðnaðarvösur? Er ríkiskerfið tiltölulega ódýrt fyrir þetta litla þjóðfélag og svo frv? Væri mönnum kannski sama þó að þetta ríkiskerfi yrði aftur staðsett suður á Sjálandi, eins og það einu sinni var, ef það yrði þá ódýrara í rekstri á þann hátt? □ hósti og sézt þá oft jafnframt við gegnlýsingu eða röntgen- myndun nokkur þétting í lungnarótareitlum eða lungum. Frá því í sumar og til þessa dags hafa veikst hér 17 manns af berklum og allir verið lagðir á Kristneshæli. Af þessum sjúkl ingum eru 4 fullorðnir og 13 börn. 2 hinna fullorðnu hafa verið berklaveikir áður en sjúk dómur þeirra verið óvirkur um árabil þar til á árinu 1963 að hann tekur sig upp aftur og verður smitandi. Börnin hafa flest smitast af sama sjúklingn- um og öll náðst þegar, er berkla próf hefir komið út hjá þeim eða fyi-sta sjúkdómseinkenni gert vart við sig. Frá engu þessara barna hefir stafað hin minnsta smithætta og því aldrei verið um neina berkla hættu að ræða í samband við skólaveru né dvöl barna í leik- skólanum. Smitanir sem þær, er að ofan greinir geta komið fyrir hversu öflugar sem berklavarnir eru. Ráðin til úrbóta er að rekja sem allra nákvæmast feril smitber- ans og rannsaka það fólk sem smitberinn hefir verið í snert- ingu við og fylgjast nákvæm- lega með því næstu mánuði eft- ir að smitberinn hefir verið tek- inn úr umferð, svo ekki verði um nýjar nýsmitanir að ræða. Þetta hefir verið gert hér með góðu samstarfi lækna og al- mennings við Heilsuverndar- stöðina, enda er nú orðið svo langt síðan aðalsmitberinn náð- ist úr umferð að ástæða er til að ætla að tekist hafi að ná fyrir þennan berklafaraldur, enda þótt að sjálfsögðu sé ekki alveg útilokað að einhver ný tilfelli eigi eftir að koma. Ýmsir hafa spurt um hvort ekki hafi verið ástæða til að (Framh. á bls. 2). „Jósafaf æfður að Laugarborg LEIKFLOKKUR úr Kvenfél, Iðunn og Ungmennafél. Fram- tíðin í Hrafnagilshreppi hefif undanfarið æft sjónleikinn Jósafat eftir Einar H. Kvaran. Efni leiksins er mestmegnis tek- ið úr skáldsögunni Sambýli, sem mai'gir kannast við. Leikstjóri er Ágúst Kvaran. Leikendur eru Jón Heiðar Kristinsson, Ytra-Felli (Jósafat) Valgeir Axelsson, Torfum (Gunnsteinn læknir) Sigríður Schiöth, Hólshúsum (Frú Finn- dal) Alda Magnúsdóttir, Hvammi (Gríma) Hreiðar Eiríksson, Laugarbrekku (Grím ur) Jón Hallgrímsson, Holtsseli (Láfi) Magnús Guðlaugsson, Hvammi (Siggi litli) Elín Hall- dórsdóttir, Árbæ (Hjúkrunai'- konan) Mai’grét Schiöth, Hóls- (Framhald á blaðsíðu 2). ÍSINN ER VEIKUR AKUREYRARPOLLUR er nú ísi lagður og freystar mjög skautafólks. En ísinn er enn of veikur og því stórhættulegur. Foreldrar og lögregla þurfa að taka höndum saman og forða börnum frá yfirvofandi slysum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.