Dagur - 05.02.1964, Blaðsíða 4

Dagur - 05.02.1964, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. SAMSTARFI HAFNAÐ ÞEGAR núverandi stjórnarflokkar löeðu fram „viðreisnarplögg" sín á öndverðu ári 1960, og gerðu grein fyrir áformum sínuin um nýtt „efna- hagskerfi“, leizt mörgum mönnum utan j>ings og innan ógiftusamlega á Jiá stefnu, sein þar var boðuð. Framsóknarflokkurinn var henni andvígur þegar í upphafi, enda þótt hann viðurkenndi, að þá eins og oft ast áður s.l. tvo áratugi, gaeti verið þörf á opinberum ráðstöfunum á þessu sviði. Framsóknarflokkurinn lagði til á Alþingi, að hætt yrði við afgreiðslu á efnahagsmálafrumvarpi ríkisstjórn- arinnar, sem berýsnilega var glæfra- spil, en að allir jiingflokkarnir tækju upp samstarf sín á milli í Jiví skyni að reyna að koma sér saman um lausn á þeim vanda, sem fyrir lá í efnahagsmálum. En þingmenn stjórnarflokkanna töldu sig }>á, eftir nýfenginn meiri- hluta á þingi á grundvelli stjórnar- skrárbreytingar, báðum fótum í jötu standa og kærðu sig ekki um neitt samkomulag. Þeir þóttust geta leyst vandann einir, samkvæmt formúlum Iiagfræðibóka, sem byggðar eru á staðháttum háþróaðra iðnaðarlanda, sem eiga Jjjóðarbúskap sinn í miklu minna inæli en við íslendingar „und- ir sól og regni“. Af íslenzkri reynzlu á Jiessu sviði undanfarna áratugi, höfðu Jieir sýnilega ekkert lært, sem jieir töldu mark á takandi. Þeir fóru að eins og byggingameistari, sem teiknar stórhýsi án Jiess að vita hvar J>að á að standa. í stað þess að reyna samkomulags- mtiguleikann hóf ríkisstjórnin árið 1960 stórfelldari verðmætatilfærzlu í Jijóðfélaginu en menn hafði órað fyrir. Hækkaði á árunum 1960—1961 verð erlends gjaldeyris meira en 160%. Stórhækkaði vexti bæði af föstum og lausum lánum. Hækkaði innflutningstolla yfirleitt í samræmi við gengisbreytinguna og lagði á hundruð milljóna í söluskatti á við- skipti innanlands. Bannaði með lög- um verðtryggingu kaupgjalds með vísitölu. Svaraði kauphækkun, sem samið var um ári síðar, með nýrri gengisbreytingu. Allar voru Jicssar aðgerðir svo ólióflegar, að illa hlaut að fara. Hlutfallið milli stofnkostnað ar og atvinnutekna var skekkt og stjóm ríkisins skaut sér undan því að taka ábyrgð á verðlagsþróuninni í landinu. Allir ættu að sjá í hvert óefni er nú komið enda beinlínis viðurkennt af stjórnarflokkunum, ef ekki í orði, }>á á borði með Jieim bráðabyrgða- ráðstöfunum, (Framh. á bls. 7) Ný fiskiskip á annað hundrað 1963-64 En 21 skip fórst sl. ár og mörg orðin gömul í ÍSLENZKA fiskiflotanum voru á ofanverðu sl. ári 850— 860 skip fyrir utan opna vél- báta, en mörg orðin gömul. Rúmlega 30 fiskibátar voru flutt ir inn frá útlöndum sl. ár og álíka margir í smíðum um ára- mótin, en rúmlega 20 fórust á árinu. Elztu skip flotans eru frá 19. öld. Skipasmíði innanlands þarf að auka. Skipainnflutningur 1963 Á árinu 1963 voru flutt til landsins 31 fiskiskip, smíðuð er- lendis og mun kaupverð þeirra hafa verið hátt á þriðja hundrað millj. kr. Þessir rúmlega þrír tugir skipa munu skiptast þann- ig eftir skráningarstöðum: Siglufjörður ...........1 Dalvík ................. 2 Grenivík ...............1 Eskifjörður ............ 1 Stöðvarfjörður .........1 Breiðdalsvík .......... . 1 Hornafjörður............ 1 Vestmannaeyjar .........1 Þorlákshöfn ............1 Grindavík ..............2 Sandgerði ..............4 Keflavík................ 3 Vogar á Reykjanesi .... 1 Hafnarfjörður ..........3 Reykjavík ..............4 Akranes ................ 1 Þingeyri................1 Bolungavík .............1 ísafjörður ........... 1 Hér er yfirleitt um stór fiski- skip að ræða. Algengt verð á skipi 8—10 millj. kr. Út á þessi skip mun Fiskveiðasjóður lána allt að 67% af virðingai'verði, en algengt er, að hinar erlendu skipasmíðastöðvar veiti 7 ára lán, sem greidd verða af Fisk- veiðasj óðsláninu. Skipasmíði innanlands Á þessu sama ári er talið, að 8 þilskip stærri en 12 rúmlestir hafi verið smíðuð innanlands, 14 minni þilfarsbátar og 10—20 opnir vélbátar til fiskveiða. Kostnaðarverð stærri þilfars- bátanna mun hafa verið 75—80 þús. kr. pr. tonn með vél, en kostnaðarverð minni þilfarsbáta að jafnaði nokkru lægri og kostn aðarverð pr. tonn í opnum vél- bátum 50—60 þús. kr. með vél. Út á þilfarsbáta smíðaða innan- lands má lána allt að 75% af kostnaðarverði, en út á súðbyrð inga mun vera lánað hlutfalls- lega minna en aðra báta. Nú um áramótin er talið, að 32 fiskiskip hafi verið í smíðum erlendis eða svipað og á sl. ári og 13 þilfarsbátar af ýmsum stærðum innanlands. Hér á Akureyri eru bátasmíðar stöð- ugt stundaðar. í Vestmannaeyjum er 160 rúmlesta skip í smíðum, 80—90 rúmlesta skip í Neskaupstað, 140 og 20 rúmlesta skip í Hafnar- firði, og 160 rúmlesta stálskip í nýju stálskipasmiðjunni í Arnar vogi milli Kópavogs og Hafnar- fjarðar. í Stykkishólmi eru tvö skip í smíðum, 30 og 60 rúmlest- ir, á Seyðisfirði 10 rúmlesta skip, og á Fáskrúðsfirði 2 skip 10—20 rúmlestir. Skip í smíðum erlendis um ára- mótin Skipin, sem voru í smíðum erlendis um áramótin, munu skiptast þannig eftir væntanleg- um skráningarstöðum: Siglufjörður ........... 2 Dalvík ..................1 Akureyri ............... 2 Reyðarfjörður .......... 1 Vestmannaeyjar ..........3 Grindavík .............. 1 Sandgerði .............. 1 Keflavík ................1 Hafnarfjörður ...........5 Reykjavík ...............7 Akranes ................ 2 Ólafsvík.................2 Stykkishólmur ...........1 Patreksfjörður ..........1 Súgandafjörður...........1 Bolungavík ..............1 Skipstapar á sl. ári Upplýsingar þessar hefir Dag- ur fengið hjá ýmsum mönnum, sem kunnugir eru á því sviði, sem hér er um að ræða. Þess er svo jafnframt að geta, að sam- kvæmt athugun, sem blaðið hef- ir gert, hefir 21 fiskiskip farist á árinu, sem leið, þar af 8 stórir fiskibátar (50—130 rúmlestir), 10 minni þilfarsbátar og 3 opnir vélbátar. Rúmlega 60 litlir vél- bátar eru nú 20 ára og eldri, og 40 stærri fiskiskip eru 40 ára eða eldri samkvæmt skipaskrá i sjómannaalmanaki. Á fyrsta mánuði ársins, sem nú er nýbyrjað, hafa þrír stórir fiskibátar sokkið á síldveiðum fyrir sunnan land, sem kunnugt er og voru tveir þeirra nærri nýir. Fjöldi fiskiskipa 1953 og 1963. í skipaskrá, sem birt er í sjó- mannaalmanaki fyrir 1964, og gerð er í október eða nóvember 1963, eru skráð fiskiskip talin sem hér segir: Togarar 44. Hvalveiðiskip 8. Fiskiskip (bátar) yfir 100 rúml. 122. Þilfarsbátar undir 100 rúml. um 680. Opnir vélbátar eru ekki tald- ir í þessari skipaskrá, en ætla má, að slíkir bátar, sem að stað- aldri eru notaðir til fiskiveiða séu um fimm hundruð á öllu landinu. Fyrir 10 árum (1953) voru togarar samkvæmt sömu heim- ild 53, hvalveiðiskip 4, fiskibát- ar yfir 100 rúml. 51 og þilfars- bátar undir 100 rúml. 511. Sam- anburður á heildarrúmlestatölu fiskiflotans fyrr og síðar hefur áður verið birtur hér í blaðinu. Gömul skip. Samkvæmt skipaskránni virð ast rúml. 20 skip í fiskiflotanum vera 50 ára og eldri, og tvö frá öldinni sem leið. Blíðfari (hét áður Atli), stálskip, skráð í Hafnarfirði, 79 rúml. er smíðað í Noregi árið 1897; Milly, 45 rúml, eikarskip, skráð í Reykja vík, er þó eldra, smíðað í Grims by í Englandi árið 1883. Fyrir 2 árum var á skipaskrá eikar- skipið Aðalbjörg, 41 rúml., skráð í Höfðakaupstað, smíðað sama ár og Milly (1883) í Yar- mouth í Englandi. Á árinu 1963 var strikaður út af skipaskrá aldursforseti fiskiflotans, stál- skipið Vísundur (hét áður Njörður), 93 rúml. smíðað í Kaupmannahöfn 1875, árið eftir að Kristján konungur IX. kom hingað „með frelsisskrá í föður- hendi“. Þetta skip er talið end- urbyggt 1946 og um það leyti . sett í það ný Ruston-mótorvél. Vísundur bar síðast umdæmis- stafina RE 280. □ Leikstarfsemi á Grenivík FYRIR NOKKRU hitti ég ritstjóra Dags á skrifstofu sinni, og minntist hann þá á það við mig, að ég léti sig vita, ef eitthvað vel væri gert, nóg væri um fregnirnar af slysum og óförum manna, en hitt vildi stundum gleymast, það sem gert væri gott og til mannbóta horfði. Þá datt mér í hug, að leikstarfsemi á Grenivík hefir ekki verið getið sem skyldi, hvorki í blöðum né annars stað- ar, og er þó hér um merka menningarstarfsemi að ræða, þar sem fólk hefir lagt á sig næstum að kalla takmarkalaust erfiði, í þeim eina óeigingjarna tilgangi að halda þessari starfsemi gangandi. Leikstarfsemi á Grenivík og í Höfðahverfi er ekki nýtt fyrir- brigði, heldur stendur á göml- um merg, þó aðstæður og geta hafi ef til vill ekki alltaf verið í jöfnu hlutfalli við viljann. Síðan 1958 hafa að jafnaði ver- ið tekin til meðferðar 1—3 leik- rit á ári af jafnmörgum aðilum. Undanfarin 3 ár hafa svo Kven- félagið Hlín og íþróttafélagið Magni haft samvinnu um leik- starfsemi og sýnt eitt vandað leikrit á ári. Vegna þröngs húsa kosts hafa leiksýningar þessar ekki verið mikið auglýstar. Þessi þrjú leikrit hafa verið: „Orrustan á Hálogalandi," „Frænka Charles" og nú síðast „Aumingja Hanna“ eftir Kenn- eth Horn. Leikstjórn á tveimur síðast nefndum leikritum hefir verið í höndum Steinunnar Bjarnadóttur leikkonu, og má fullyrða, að með því hafi leik- starfsemi á Grenivík tekið al- gerum stakkaskiptum. Leikritið „Aumingja Hanna“ er gamanleikur, eins og vera ber, hann lísir lífi og viðbrögð- um fjölskyldunnar Vilton. Þetta er ósköp venjulegt millistétta- fólk, hjón með tvær uppkomn- ar dætur, og hjá þeim er einnig móðir frú Vilton, frú Simmons, öldruð kona. Vilton hjónin hafa látið það henda sig, að gera upp á milli dætra sinna, hampa ann- arri og kúga hina. Þegar leikrit- ■ ið hefst, ríkir mikil eftirvænt- ing í fjölskildunni, Betty, eldri dóttirin, hefir boðið í heimsókn ungum og ríkum manni, Basil Gilberts, beinlínis til að krækja í hann. En skömmu áður en þessi mikilvægi gestur kemur, gerir yngri systirin, Hanna, upp reisn, og hótar því að ná í mannsefnið frá Betty. Þessi til- drög skapa spennuna í leikinn, sem er mikil allt til enda. Eins og áður segir, leikstjórn- in var í höndum Steinunnar Bjarnadóttur, og hefir hún átt. við ótrúlega mikla örðugleika að etja. Sviðið í skólahúsinu á Grenivík er mjög lítið og þröngt, svo það er erfitt að koma þar fyrir fjórum mann- eskjum, þannig að svo virðist að þær séu í rúmgóðri dagstofu, hvað þá sex og sjö í einu. Það er einnig erfitt að skapa eðlileg- an samleik og hraða hjá leikur- unum, sem flestir eru lítt eða óvanir leik á sviði. En þetta tókst, og það var mestur styrk- ur þessa leiks. Staðsetningar leikara voru nákvæmar og hrað inn mikill, svo spennan, sem þarf að halda uppi slaknaði aldrei. Fyrir þetta á leikstjór- inn skilið mikið hrós. En það orkar ætíð tvímælis hvort það sé rétt, að leikstjóri hafi einnig með höndum aðalhlutverkið. Hanna, í höndum Steinunnar, var leikin af miklum krafti. Andstæðurnar í skapgerð henn- ar voru mjög dregnar fram í dagsljósið og ýktar, stundum dálítið um of. Hin systirin, Betty, var leikin af Guðrúnu ísaksdóttur. Betty vera þriðja árið í röð, sem Guð- rún leikur, og henni hefur stöð- ugt farið fram. Framsögn henn- ar er orðin nokkuð góð, og hún hefir sæmilegt vald yfir hreyf- ingum sínum og látbrögðum. Vilton-hjónin voru leikin af þeim Arnbjörgu Halldórsdóttur og Haraldi Höskuldssyni. Þau sýndu ágætan samleik og tókst vel að sýna þessi yfirborðs- kenndu og grunnhyggnu hjón. Sérstaklega vakti leikur Harald ar athygli, en hann hefur aldrei áður á svið kornið. Árangur lians verður að sjálfsögðu að skrifast á reikning leikstjórans, og vil ég endurtaka það, það er furða hve S. B. tókst að vinna úr þeim efniviði, sem hún hafði yfir að ráða, og við þær aðstæð- ur, sem hún bjó. Það hlutverk, sem þó vakti mesta athygli og kátínu, var frú Simmonds, amma þeirra systr- anna. Þar kom til, að hlutverk- ið er mjög skemmtilegt frá er frek og spillt af eftirlæti, og hendi höfundarins, amma er að tekur engum breytingum í leikn vísu gömul í sjón, en hún er um eins og Hanna. Þetta mun (Framhald á blaðsíðu 7). Jakob Jakobsson stud. odont. KVEÐJA FRÁ K. A. FYRIR RUMRI VIKU spurð- ust þau hörmulegu tíðindi hing- að til Akureyrar, að Jakob Jakobsson stud. odont., Skipa- götu 1, hefði farizt af slysförum í Þýzkalandi. Snart sú helfregn næman streng í mörgu brjósti, því að Jakob átti velvild og vin- arhug allra þeirra, er honum kynntust. Jakob Jakobsson fæddist á Grenivík 20. apríl 1937, sonur hjónanna Matthildar Stefáns- dóttur Stefánssonar útvegs- bónda þar, og Jakobs skipa- smiðs Gíslasonar frá Ólafsfirði Jóhannessonar sjómanns þar og barnakennara. Á fyrsta ári flutt ist Jakob með foreldrum sínum til Akureyrar og átti þar heima síðan. Um fermingaraldur inn- ritaðist hann í Menntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúd- entsprófi úr stærðfræðideild 1957. Síðan lagði hann stund á tannlaekningar í Erlangen í Þýzkalandi og var kominn fast að lokaprófi, er hann lézt. Jakob Jakobsson var ágæt- lega íþróttum búinn, enda lands kunnur fyrir afburði sína í knattspyrnu. Mátti og segja, að það væri ættaríþrótt, er faðir hans, bræður og frændur eru kunnir afseksmenn á því sviði. Hann tók mjög ungur að iðka þá íþrótt í Knattspyrnufélagi Akureyrar, og aðeins 17 ára gamall hóf hann að keppa í meistaraflokki. Bar öllum sam- an um, að hann væri í hópi okk- ar allra beztu knattspyrnu- manna, enda jafnan í úrvalsliði Akureyringa, þegar hann gat því við komið vegna náms síns. Árið 1957 var hann valinn í landslið gegn Frökkum og Belg- um, en gat þá ekki háð þá — Ojæja annars: Satt að segja þarf hún þess líka sjálf að koma heim á helgum. Það léttir dálítið fjárhag hennar að fá ofurlítið búsílag hjá þeim heima. Allt þess háttar er svo dýrt í bænum. Já, það segja einnig bæjarbúar, þegar þeir koma í sveitina: — Það er minnstur vandinn fyrir ykkur í sveitinni. Hér hafið þið nærri allar ykkar nauðsynjar heima fyrir, en við í bænum verð- um að kaupa allt þetta dýrum dómum. Jú-JÚ. Þetta stæði víst allt fallega heima, sneri það aðeins ekki þannig við, að bóndinn þarf á skildingunum að halda til að greiða öll sín útgjöld og skyldur. Nei, bæjarbúar bera ekki mikið skynbragð á erfiðleika bóndans. En um það hefur hún því miður heyrt svo allt of mikið frá bernskuárunum. Heima hefir pabbi hennar barmað sér seint og snemma og í si- fellu yfir fjárhagsvandræðum þeirra. Sigríður man ekki til þess, að pabbi hennar hafi nokkru sinni verið ánægður með neitt þess háttar. Sæti fjölskyldan öll heima um helgar og spjölluðu um daginn og veginn, beindi faðirinn brátt samræðunum að fjárhagsmálum heim- ilisins. Hversu hann hefði orðið að erfiða og þræla öll þessi ár án þess að bera nokkuð úr býtum. Og þá varð hann svo hávær og stór- orður, að enginn annar kom þar orðum að. Mamma hennar varð þá svo þögul og fyrirferðarlítil og döpur á svipinn. Stundum áræddi hún þá að leggja orð í belg og segja fáein orð. Hún nefnir t. d. alla timburstokkana, sem þau hefðu selt góðu verði, og nefnir einnig fleiri góðar tekjur, en hnýtir um leið skýlu- klútnum fastar undir hökuna. Æjá, móðir hennar hefir einnig sitt að segja, og margt sem hún gæti rætt um og vildi gjarnan gera það. Sigríði er allt þetta full-ljóst. En hvað getur hún gert. Faðir hennar grípur óðar fram í og stöðvar tal þeirra. — Nei, hefir nokkur heyrt annað eins bull! Hvað er að tala um skóginn núna. Það er eins og að hjala um snjóinn í fyrra. Sigríður mundi einnig ýmislegt, sem faðir hennar hefði sagt í annað sinn við áþekkt tækifæri: Hann nefndi heilmörg dæmi þess, hve allt sem hann hefði tekið sér fyrir hendur, hefði mistekizt. Meðal annars var það merin hans. Hefði hún kannski ekki kastað eintómum hestfolöldum þau tuttugu árin, sem hún hefði verið hér á bænum! Það er engu líkara, en að ég sé til þess fæddur og í heiminn borinn, að erfiði og vonbrigði skuli vera hlutskipti mitt og ill örlög. Þannig hefði faðir hennar lokið ræðu sinni að þessu sinni. — Talaðu ekki svona, Þorgils, hafði afi gamli sagt úr sæti sínu undir einum glugganum. — Það er syndsamlegt að tala svona. Þú ættir miklu fremur að þakka Drottni, sem stjórnar hefir öllu svo vel hérna hjá okkur og fyrir okkur öll, svo að við höfum verið heilsuhraust til þessa dags, og ekkert að okkur amað. Æjá. Sigríður hefði fundið á sér, að afi gamli hefði rétt fyrir sér í þetta sinn. En samtímis hefði hún satt að segja verið sammála föður sínum. Hún hafði svo lengi hlustað á sífelldan harmasöng hans út af fjárhags-örðugleikum þeirra og öllu þess háttar, að það var orðið henni og þeim systkinum svo tamt og svo auðvelt að taka í sama strenginn. AUÐHILDUR FRÁ VOGI: GULLNA BORGIN 10 keppni vegna stúdentsprófs. Þá var hann síðar varamaður í landsliði, og 1961 lék hann í liði íslendinga í landskeppni við Englendinga. Þá varð hann og á skömmum tíma mjög snjall golfleikari. Hafði hann óvenju- lega næmt skyn á öllum knatt- leikum, og var umfram allt vit- ur knattspyrnumaður og prúð- ur á leikvelli. Ég minnist þess ekki að hafa séð hér á íþrótta- vellinum öllu laglegri tilþrif en hans, þegar honum tókst bezt upp. Með þessum kveðjuorðum viljum við vinir hans og félagar í K. A. votta minningu hans virðingu okkar og þakka honum af alhug þann vegsauka, sem hann ávann félagi sínu, bæ sín- um og föðurlandi. Veit ég og, að ég mæli þau orð fyrir munn allra þeirra, er meta kunna afrekslund, drengskap og prúð- mennsku. Þá viljum við votta aðstand- endum hans öllum, og eink- um móður, föður og systkinum, sem þyngstum harmi eru slegin við fráfall hans, dýpstu samúð okkar. Sem fyrr er okkur öll- um óleysanleg ráðgáta, þegar vaskir menn eru burt kvaddir í blóma lffsins, „en á bjartan orð- stír aldrei fellur, umgjörðin er góðra drengja hjörtu." Góðan dreng, sem svo sviplega er horf- inn, kunnum við ekki betur að kveðja en með þessum línum úr harmljóði Tómasar Guðmunds- sonar: Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir, sem ung á morgni lífsins staðar nemur, og eilíflega, óháð því, sem kemur, í æsku sinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. Gísli Jónsson. Heyra lánamál landbúnaðarins undir Gylfa Þ.? ÞEGAR alþingismenn hafa nú undanfarið gert fyrirspurnir til ríkisstjórnarinnar um lánamál landbúnaðarins, og þá einkum í sambandi við afurðalán Seðla- bankans, hefur þeim æfinlega verið beint til Ingólfs Jónsson- ar, landbúnaðarráðherra, en hann orðið fyrir svörum og lát- ið á sér skilja, að hann hefði með höndum viðskipti um þau mál. En í umræðum á Alþingi s.l. þriðjudag, lýsti Gylfi Þ. Gísla- son því yfir, að lánamálin í heild og sér í lagi afurðalánin, heyrðu undir sitt ráðuneyti. Gylfi Þ. Gíslason hefur ekki farið dult með skoðanir sínar á bændastéttinni og landbúnaðin- um, svo sem frægt er orðið. Ekki mun hinn síðasti boðskap- ur, sem hér var sagt frá, verða bændum mikið gleðiefni. □ En hún man einnig, að faðir hennar hefði svarað afa gamla á þennan hátt: — Þú fylgist ekki lengur með því, sem hér er um að ræða, pabbi gamli, og þá áttu ekki að láta annað eins bull út úr þér! I þetta sinn hafði Sigríður blygðast sín sökum orða föður síns. Hún hafði séð, hve afi gamli tók þetta sér nærri, lokaði sig inni í eigin huga og mælti ekki orð framar þetta sunnudagskvöld. Og móð- ir hennar hefði gengið snögglega fram úr stofunni. Hún sagðist ætla að ganga út og gefa kálfunum. Það hefði svosem ekki orðið neitt úr neinu, það sem eftir var kvöldsins. Látlaust nöldur föður þeirra og ruddalegt svar hans til afa gamla, — allt þetta hafði í skyndi breytt sunnudeginum í gráan hversdagsleika. — En voru annars ekki á sama hátt nær allir sunnu- dagarnir, sem Sigríður var heima? Var nokkur einn öðrum betri? Henni fannst að raunverulega væri, eins og allir heima biðu sunnu- dagsins sem eins konar lokadags til reikningsskila einstaklings á öllu því, sem þeir hefðu borið fyrir brjósti alla virka daga vikunnar. Núorðið var ástandið heima á þann veg, að því er Sigríði fannst, að nokkurs helgifriðar varð þar eigi notið á nokkurn hátt. Eitt sinn fyrir löngu hefði þetta verið á allt annan veg. Þá hefði afi lesið húslestur, og allt heimilisfólkið, piltar og stúlkur, hefði setið umhverfis í stofunni og hlustað á lesturinn. Eftir á var sálmur sunginn, og þá sungu allir með. Engum þótti leiðinlegt, þótt hús- lestrarstundin yrði næsta löng. Þó gat skéð, að hún og systkinin yrðu dálítið óþolinmóð, en sátu samt alveg stillt til loka. Að árdegislestrinum loknum var sannarlega sunnudagur eftir á. Þá var hvíld, og hversdagsstörfin langt að baki. Þannig hefði þetta áður verið á gamla ættar-óðalinu að Stóra-Ási. Sigríður finnur sting í brjósti, er henni verður hugsað til Stóra- Áss og verður samtímis litið út um lestargluggann á nakið flatlend- ið með endalausa akrana gaddfreðna um hávetur, og bændabýlin lágu með glugga nærri því niður við jörð. Og grásteinsgarðana á alla vegu umhverfis akur og engi og milli bæja. Maður gæti orðið trylltur af bræði út af öllum þessum grásteini og dauðlangað til að sópa honum öllum á sjó út og gróðursetja skóg í staðinn! Skóg! Guð minn góður! Hve nú var orðið langt síðan Sigríður hafði séð almenilegan skóg! Hún gat ekki kallað skóg þessa gisnu smá-lundi, sem lestin þýtur framhjá. Nei, skógur, það er greni og fura, og laufskógur umhverfis bæi og byggð og uppeftir öllum hlíð- um. Þar standa grenitrén í þéttum breiðum með hundruð af skrauf- þurrum frækjúkum neðan í greinunum. Skógur? Já, það var skógur umhverfis Stóra-Ás! Sigríður nemur staðar í hugarrás sinni og gælir við endurminn- ingarnar innan úr firðinum. Hún reynir að hugsa sér eitthvað skemmtilegt, sem sópað get á brott leðindakenndinni, sem er að síga yfir hana. Nú er senn komið að því, að lestin bruni inn á „hennar“ stöð. En hugur hennar vill ekki nema staðar við þær skemmtilegu endur- minningar, sem hún reynir að rifja upp fyrir sér. Hugur hennar dvelur aftur á móti látlaust við daginn þann, er þau fluttu frá Stóra- Ási fyrir fullt og allt. Þann dag voru systkinin fjögur gagntekin eft- irvæntingu um þennan nýj bæ, sem þau áttu að flytja til. Bæjar- ins sem lá úti við reginhafið — og landfastur sjálfri borginni! Þess- um stóra, dásamlega bæ, sem þau hefðu kbmið í nokkrum sinnum við sérstök tækifæri. Hvorki Sigríði né Marteini bróður hennar skildist fyllilega, hve alvöruþrungið það væri að flytja að heiman og yfirgefa ættaróðalið inni í firðinum, og voru þau þó komin ýfir fermingaraldur. Sú mikla nyjung sem nú beið þeirra framundan, hafði harðlæst greip sinni um vit þeirra og vilja. Nú áttu þau að setjast að skammt frá borginni, og það var nú engin smáræðis hamingja það eitt. Þau vildu hvorki sjá né heyra alvöru þá, sem nátengd var búferlum þessum. Enda var varla við því að búast, svo lengi hafði faðir þeirra rætt og rabbað og rekið látlausan áróður sinn fyrir fjöl- skyldunni, hvílíkir kostir og kjaramunur biðu þeirra allra á nýja staðnum. Þar skyldi nú verða búskapur í lagi! Það yrði nú eitt- hvað annað en hérna langt inni í fjörðum, afskekkt og utangátta á allan hátt! — Aldrei skulu krakkarnir mínir þurfa að slíta sér út á þrælkuninni hérna, hefði faðir þeirra sagt svo oft um þær mundir. Og héðan verðum við að fara! Með þeim orðum lauk hann jafnan ræðu sinni. Faðir þeirra gat ekki séð né hugsað sér aðra æskilega lausn mála en eignast jörð sem allra næst borginni. Því nær því betra! Þá gæti maður losað sig við afurðir sínar jafnóðum, og svo, — já, það var ekkert smáræði, hve framúrskarandi gott og kostaríkt allt myndi verða! Pabbi hafði einnig frá svo mörgu að segja, hve gott fólk ætti í borginni, og hve lítið það þyrfti á sig að leggja í sam- anburði við sveitafólkið. Þar þyrfti ekki annað en sitja á skrifstofu stund úr degi, og fyrir það fengju menn ríkulega launagreiðslu um hver mánaðamót. — Eða þá að standa og spjalla og spóka sig fyrir innan búðarborðið! í borginni væru allir fínt fólk. Þar þyrfti eng- inn að vinna sæmilegt dagsverk. — Já, í borginni ættu allir þeir að vera, sem þangað gætu komizt! Og faðir þeirra lét jafnvel í ljós, að eiginlega hefði hann aldrei unað sér við búskap og sveita- vinnu. Sigríður minntist þess, að að afi gamli hefði heyrt allar þessar hrókaræður pabba. Og afi hefði orðið svo alvarlegur og mæddur á svipinn. — Æ jæja, jæja, Þorgils, hefði hann sagt. Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.