Dagur - 15.02.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 15.02.1964, Blaðsíða 7
7 - Knattspyrnudómar- ar á Akureyri (Framhald af blaðsíðu 8). Á síðastliðnu sumri var stofn- að hér á Akureyri félag knatt- spyrnudómara og fleiri áhuga- manna, sem hyggjast vinna að því að leysa þennan vanda, í sambandi við knattspyrnuna. Um þessar mundir er verið að undirbúa dómaranámskeið, sem auglýst er í blaðinu í dag. Sennilega stendur það í fjói-ar vikur eða svo, og því hagað svo að sem flestir áhugamenn geti tekið þátt í því. Reynt verður að fá norður landsliðsdómara til að miðla af þekkingu sinni og reynzlu og auka áhuga fyrir kunnáttu í knattspyrnu, bæði dómaraefna og annarra. Nauð- synlegt er að þátttaka verði sem mest, því það kemur knatt- spyrnunni að góðum notum. Vonandi getur hið nýja félag knattspyrundómara lagt til dóm ara á hvern leik, sem hér fer fram, eftir því þurfa þykir og leyst úr þörf á öðrum stöðum einnig. Þótt Akureyringar hafi ekki marga knattspyrnudómara að státa af er þó þeirra á meðal einn alþjóða-knattspyrnudómari og gamall Olympíudómari. ÞÓtt hann sé kominn af hlaupaaldr- inum, hefur hann brennandi á- huga á knattspyrununni og mun í næsta blaði svara nokkrum spurningum blaðsins í sambandi við þessa íþrótt. En maður þessi er Höskuldur Markússon. □ KAUPMAÐUR einn hér í bæ kom að máli við blaðið í fyrra- dag. Eftir hæfilegan formála um það, að hann væri ekki vanur að troða hér gólf, hefði ekki í hyggju að ganga í Framsóknar- flokkinn og að stuttorðri lýs- ingu á ritstjóra Dags lokinni sagði hann: Veistu hvað er að gerast í Akureyrarbæ? Fólkið er að hætta að reykja sígarettur, fer yfir á pípuna eða hættir jafnvel alveg. Ég sel tóbaksvörur og veit því vel að þetta er rétt — og ekkert gleður mig meira. — Það er sjaldgæft að heyra kaup- menn fagna yfir því að missa spón úr aski sínum. Vissulega, sagði kaupmaður- inn, og man ég ekki til að mér hafi í annan tíma verið það gleðiefni að selja ekki vörur. En nú er stórkostlegt tækifæri, sem þarf að nota. ■Hvernig þá? Það er, að hefja allsherjar sókn gegn reykingum hér í bænum, sígaretturreykingum fyrst og fremst. Nú er rétta stundin. Almenningsálitið er á SÆTAFERÐIR í Skíðahótelið frá Lönd og leiðir: Laugardag kl. 13 og 15, sunnudag kl. 9, 10, 13 og 15. - Landhúnaðarvörurnðr (Framhald af blaðsíðu 8). skýrt fram á launaskýrslum Hagstofunnar, fyrir árið 1962. Enn sagði formaður Stéttar- sambandsins, að hann hefði reynt að gera sér tölulega grein fyrir því, samkvæmt þeim gögn- um, sem fyrir lægju, hve bænd- ur landsins skiluðu miklu af framleiðsluaukningu búvaranna á tímabilinu 1947 til 1963 til þjóð arbúsins, vegna aukinnar tækni Og þar með auknum framleiðslu afköstum. í ljós kæmi, að það væri um 40% — sem þeir ekki taka greiðslu fyr-ir —>. Neytand- inn getur nú keypt 140 kg. af kjöti og 140 kg. af mjólk ó móti 100 kg. árið 1947. Þennan 40% mismun fá bændur ekki greidd- an. Geri aðrar stéttir betur. Á þeim tíma, sem hér um raéðir hefur bændum fækkað um 23%. Þetta voru nokkur éfnisleg atriði úr framsöguræðu Gunn- ars Guðbjartssonar. Á ræðuna hlýddu 300 bændur úr Eyja- fjarðar- og Þingeyjarþingi. Eng- STÓRT RÚM IÞAKK- LÆTISSKYM VERKSMIÐJA ein í Bretlandi sendi Frakklandsforseta, sem er maður stór vexti, rúm eitt mik- ið og vandað í þakklætisskyni fyrir það, að hann kom í veg fyr ir inngöngu Bretlands í Efna- hagsbandalagið. í vetur. um dylst lengur, að sókn er haf- in í bændastétt landsins, til að hrinda órétti þeim, sem bændur hafa orðið að þola um árabil og þyngst hefur lagst á síðustu ár- in. Margir hafa tekið sér fyrir hendur að sætta bændur við •óróttinn og þeim hefur orðið vel ágengt fram að þessu. Og meðal þéttbýlisfólks falla upp- hrópanir um of hátt búvöruverð, góðan hag bænda, um að land- búnaðurjnn sé hemill á hag- vexti þjóðarinnar og jafnvel að 5000 bændur af 6000 bændum landsins séu umfram þörf. Landsþekktir ævintýramenn og óheillakrákur hafa í vetur kvatt sér hljóðs hvað eftir ann- að um landbúnaðinn og fengið fólk til að hlusta á einskonar dauðadóma yfir elsta og traust- asta atvinnuvegi þjóðarinnar. Dauðadómarnir hafa verið studdir hagfræðikenningu, bú- vísindum, og valdaaðstöðu í þjóðfélaginu. Þjóðin hefur hlust að, böðlarnir eflaust dyttað að verkfærum sínum, en sá dauða- dæmdi, bændastétt íslands, rís nú upp til varnar, undir nýrri forystu. Fundahöld víða um land og geysileg fundarsókn þar sem hið nýja viðhorf er tekið til með- ferðar, sýnir að nú hafa bændur þokað sér saman og munu áreið anlega standa í einni fylkingu er þeir sækja rétt sinn í hend- ur ríkisvaldsins og alþjóðar. Q hefur orðið móti' reykingum núna, og nú ættu allir að leggjast á eitt. Gegnsósaðir reykingamenn, sem ég þekki, eru þegar hættir og þakka sínum sæla, foreldrarnir eru farnir að fylgjast betur með böi’nunum en áður. Fjöldi ung- linga hefur horft á kvikmynd- ina af lungnakrabbanum og mun ekki gleyma henni í bráð. En hvar eru hin ýmsu félaga- samtök, sem sérstaklega vinna fyrir æskuna í þessum bæ? Nú er þeirra tími kominn, einnig kennaranna og prestanna, auk foreldranna. Leggjumst á eitt og segjum sígarettureykingum stríð á hendur, sagði kaupmað- urinn að lokum. Blaðið þakkar kaupmannin- um komuna og orð hans um reykingarnar. Q ÐYRALÆKNAVAKT. Vakt um helgina og næstu viku hefur Guðm. Knutsen. Simi 1724. NSU PRINZ 1963 TIL SÖLU. Uppl. í Kassagerð K.E.A. - BÚNAÐARÞING (Framhald af blaðsíðu 1). ráðherra, sagði m. a. í sinni ræðu, að ekki yrði lagt fram landbúnaðarfrumvarp það, sem Stéttarfélag bænda hafði látið undirbúa, og vænzt að flutt yrði á þessu þingi. Búnaðarþing hóf störf samdægurs. Q Sjóslysasöfnunin NEFND sú,sem sá um fjársöfn- un vegna sjóslysanna í apríl- mánuði s. 1. hefur nú lokið störf um, og þykir henni rétt að gera nokkra grein fyrir árangri söfn- unarinnar og ráðstöfun fjárins: Alls söfnuðust kr. 859.171,30 víðsvegar að af landinu. Eftir beiðni nefndarinnar til- nefndi Félagsmálaráðuneytið dr. Gunnlaug Þórðarson, til að annast úthlutun fjárins ásamt söfnunarnefndinni. Söfnunarfénu, ásamt vöxtum af því, hefir verið úthlutað, og við þá úthlutun giltu tvær regl- ur, að ákveðin upphæð, krónur 25.000,00, kom í hlut hverrar ekkju eða foreldra þeirra, sem ógiftir voru. Síðan kom í hlut hvei-s barns, innan 16 ára ald- urs, upphæð, sem svarar til kr. 135,00 á mánuði, þar til barnið hefir náð 16 ára aldri. Söfnunarnefndin þakkar af heilum hug allar þær gjafir, er söfnuninni barust og þann hlýhug og samúð, sem hvar- vetna kom fram í því sambandi. Með þakklátum huga hafa þeir, sem hér eiga hlut að máli, veitt gjöfum þessum móttöku og beðið söfnunarnefndina að flytja sínar innilegustu hjart- ans þakkir til allra hinna fjöl- mörgu gefenda. Um leið og söfnunarnefndin þakkar gefendum, biður hún þeim, er þessara gjafa skulu njóta, alls velfarnaðar og guðs- blessunar. Séra Sigurður Stefánsson, vígslubiskup. Séra Pétur Sigurgeirsson. Séra Birgir Snæbjörnsson. Séra Stefán V. Snævarr. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Séra Ingimar Ingimarsson. Leó Sigurðsson. Valdimar Oskarsson. GJAEIR í SJÓSLYSASÖFNUNINA Skipshöfnin á Dröfn, Dalvík kr. 5000 ■— Þorleifur Bergsson, Hofsá kr. 500 — Karl Karlsson og frú, Klaufnabrekknakoti kr. 300 — Þorsteinn Valgeirsson og frú, Hamri kr. 100 — Sigurjón Kristjáns- son og frú, frá Brautarhóli kr. 500 — Frá Biskupsskrifstofunni kr. 5000 — Vinur s:f., Dalvík kr. 3000 — Hafsteinn h.f., Dalvík kr. 5000 — Skipverjar á Hannesi Hafstein kr. 1650 — Valdimar Ósk- arsson, Dalvík kr. 2000 — E. M., Akureyri kr. 100 — Hjónin á Syðra-Hvarfi kr. 500 — Matthías Jakobsson og frú, Dalvík kr. 1000 — Guðmundur, Örn og Jóhann kr. 500 — Kvenfélag Sval- barðsstrandár kr. 20CÍ0 — Frá' Bi^kupsskrifstofunni kr. 6325 — Afhent af Jóhanni Kristjánssyni v/Eyfirðingafélagsins í Reýkjavík: Ágóði af skemmtun Eyfirðingafélagsins ó Hótel Sögu 22/5 kr. 45720 — Safnað af dagbl. Tíminn kr. 1000 — Safnað af Þjóðvilj- anum kr. 700 — Safnað af Alþýðublaðinu kr. 700 — Safnað af Vísi kr. 400 — Safnað af Morgunblaðinu kr. 5900 — Olíufélagið h.f. kr. 10000 — Olíufélagið Skeljungur h.f. kr. 5000 — Olíuverzlun ís- lands h.f. kr. 5000 — Samband ísl. Samvinnufélaga kr. 5000 — Samvinnutryggingar kr. 5000 — Gefjun-Iðunn kr. 2000 — Egill Guttormsson kr. 2000 — Ofnasmiðjan, Reykjavík kr. 1000 —Verzl- un O. Ellingsen h.f. kr. 2000 — Almennar tryggingar h.f., Póst- hússtræti 9 kr. 2500 — Hlíf Gestsdóttir, Langholtsvegi 8 kr. 100 — Þorgrímur Friðriksson, Grensárvegi kr. 100 •— Sveinn Sigursteins- son, vei'zl. Árnes kr. 100 — Jófríður Halldórsdóttir kr. 100 — Hall- dór Sigfússon kr. 100 — Guðrún Júlíusdóttir kr. 100 — Þorbjörg Sigurhjartardóttir kr. 100 — E. M. kr. 100 — Björn Sigurðsson, lögregluþjónn kr. 200 — Fanney Tómasdóttir kr. 500 — Starfs- fólk Burstagerðax'innar, Laugavegi 96 kr. 1050 — H.f. Eimskipa- félag íslands kr. 2000 — Hvannbergsbi'æður kr. 500 — Helga Níels- dóttir kr. 500 — Gunnlaugur Guðmundsson, Gunnlaugsbúð kr. 500 — Jónas Jónsson kr. 600 — Sigui-geir Stefánsson kr. 200 — Þorláksson & Norðmann h.f. kr. 1000 — Sig. Þ. Skjaldberg h.f. kr. 1000 —Þórður Þorsteinsson, Sæbóli kr. 1000 — Vei-zlunin Bi-ynja ■kr. 500 — Þ. Þ. kr. 500 — Örnúlfurkr. 2000— Austurbæjai’bíó h.f. kr. 1000 — T. O. Jóhannsson kr. 500 — Hótel Vík kr. 500 — Slipp- félagið í Reykjavík h.f. kr. 1000 — Alþýðubrauðgerðin h.f. kr. 1000 — Marteinn Einarsson & Co. kr. 500 — Ludvig Storr kr. 1000 — Málarinn h.f. kr. 500 — Cei’es h.f. kr. 500 — Helgi Magnússon & Co. ki’. 500 — Jes Zimsen kr. 500 — Hótel Saga kr. 1110 — Ad- olf Bjömsson kr. 200 — Þoi-móður Ögmundsson kr. 200 — Gunnar Davíðsson kr. 200 — Guðmundur Jónsson kr. 300 — Vei’zlunin Kjöt og Fiskur kr. 500 — B. R. kr. 1000 — Verzlunin Vík kr. 500 — Friðrik Þorsteinsson kr. 1000 — Vextir af innstæðu, meðan á söknun stóð kr. 1600. Q HJÓNAEFNI. Nýlega opinbei’- uðu trúlofun sína ungfrú Klai-a Guðmundsdóttir, skrif- stofustúlka hjá ÚÁ og Ketill Pétursson skipstjóri á Brím- bak. TIL SUMARBÚÐANNA við Vestmannsvatn kr. 250,00 frá öskudagsflokki. Afhent af Bai’böru Geii’sdóttui’. Beztu þakkii’. P. S. SÆTAFERÐIR í Skíðahótelið á laugai’dag kl. 13, á sunnu- dag kl. 9 — 10 — 13 frá Ferða ski’ifstofunni Túngötu 1. — Sti-ætisvagnar Akureyi’ar. TAKIÐ EFTIR! Saurnum SKERMA og SVUNTUR á barna- vagna og kerrur. Áklæði í mörgum litum. Sendum í póstkröfu. Öldugötu 11, Haínarfirði Sími 50481 STÚÐENTAFÖT Get saumað eft-ir máli nokkur jakka- eða snrok- ingföt. Hef enskt, fallegt, svart kambgarnsefni. Gunnar Kristjánsson, klæðskerameistari, Munkaþverárstr.æti 13 sími 1838. mmmm ÍBÚÐ QSKAST í VOR handa nriðaldra hjónunr. Uppl. í síma 2828. HERRERGI ÓSKAST til leigu nú þegar. Sími 1G06. ÍBÚÐ ÓSKAST Góð tveggja herbergja íbúð óskast til leigu í vor. Fyrirframgreiðsla kemur til greina. Svar nrerkt „Reglusöm" sendist afgr. Dags. HERBERGI ÓSKAST aiú þegar. Sími 2525. - ÁBYRGÐ FÉiAGS- STJÓRNA (Fi’amhald af blaðsíðu 4). skýringar dómstóla ber að virða og munu þær verða unrhugsunarefni nokkrum hundruðum manna um land allt, sem í stjórnum ýmsra ‘fyrirtækja sitja og lrafa setið þar, sem óábyrg- ari menn, en dómstólar við- urkenna. Hitt er svo annað nrál, hvort réttvísin lrefur látið eitt yfir alla ganga, þar sem misferli eiga sér stað, svo sem í hinum mörgu hlutafélögum, peningastofn- unum o. s. frv. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.