Dagur - 15.02.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 15.02.1964, Blaðsíða 8
8 . ................................. iimmiimmiimmmiiiiimmiiiiimiimmmmimmmmmmiimmmmmiiimmmmmmiiiiimmimirmiiiimimmmmmmimiimmiimiiiiiiimiimmiiimiimiiimmiiiii,; | ÖSKUDAGURINN er mikill hátíðisdagur barnanna á Akureyri. Þessi mynd er af einum „öskudagsflokknum.“ Ljósmynd: E. D.) 5 Landbúnaðarvörurnar seldar fyrir 3 ntilljarða kr cg sjávarafli landsmanna fyrir 3.5 milljarða kr. r ........... ' Leiklisfarlíf á Norðurlandi í VETUR HEFUR verið óvenjulega mikið leiklistar- starf á Norðurlandi, bæði í kaupstöðum og kauptúnum og einnig í sveitum, þar sem aðstaða er fyrir hendi. Eftir því sem blaðið hefur komizt næst, hafa 15 sjón- leikir verið æfðir nú í vetur á svæðinu frá Blönduósi til Húsavíkur og margir þeirra verið sýndir. Mjög margir sjónleikir, sem hér um ræð- ir, eru töluvert veigamiklir og vandmeðfarnir, og leikfé- lög hinna ýmsu staða hafa fengið lærða leikara eða æfða leikstjóra til leiðbein- inga á hverjum stað. Giska má á, að á þriðja hundrað karlar og konur á nefndu svæði hafi leikið og aðstoðað við leiksýmngar þessar — allir auðvitað kaup laust nema leikstjóramir, að leikurum á Akureyri undan- skildum. Svo sem á þessu má sjá, er hér breyting á orðin og gleðileg, á skemmtanalífi fólksins, sem ber að þakka. Knaffspyrnudómarar á Akureyri MIKILL er hlutur sjávaraflans í útflutningi og gjaldeyrissköp- un, enda ekki með sannindum á móti því mælt. í því sambandi eru nefnd 90% eða jafnvel meira af heildarútflutningi landsins. Um þetta er ekki deilt. Og í slík- um samanburði hverfur elsti og annar aðal undirstöðuatvinnu- vegur þjóðarinnar, landbúnað- urinn, í skuggann. í vitund fólks ins, sem alltaf er minnt á, að útflutningur sjávarútvegsins sé 90% af allri útflutningsfram- leiðslunni, er verðmætasköpun landbúnaðarins harla lítil. En lít um nú nánar á þetta. Formaður Stéttarsambands- ins, Gunnar Guðbjartsson bóndi í Hjarðarfelli, sagði nýlega á bændaklúbbsfundi á Akureyri, efnislega: Hver bóndi skilar 250 þús. kr. verðmæti í búvörum. Hver sjó- maður á land afla, sem að verð- mæti var 300 þús. kr„ síðasta ár. Heildarframleiðsla landbúnað arins 19G4 er áætluð 1570 millj. kr. Síðasta ár var verðmæti sjáv arafla, kominn á land, 1700 millj. kr. að verðmæti. En þegar búið var að vinna sjávaraflann, salta síldina, búa þorskinn til útflutnings o. s. frv., var verðmæti hans 3.5 milljarð- ur króna, en söluverð búvar- anna, þegar búið var að vinna þær, var 3 milljarðar. Þegar þessar tölur eru hafðar FYRSTA FLUGVÉLIN LENDIR í HRÍSEY TRYGGVI Helgason flugmaður lenti á tveggja sæta kennslu- flugvél sinni á Hríseyjarflug- velli í fyrradag. En þar hefur ekki lent flugvél áður. Sáð var í flugvöllinn í Hrísey haustið 1962. Flugbrautin er 370 m löng og 20 m breið. Hríseyingar eru byrjaðir með þorskanet og einnig sjómenn á Árskógsströnd og vona menn að veiðarnar beri þá meiri árang- Ur en verið hefur undanfarnar vikur, □ í huga, sezt bezt, hve þýðingar- mikil landbúnaðarframleiðslan er. Gunnar Guðbjartsson sagði einnig frá því, að meðaltekjur allra stétta í landinu hefðu, árið 1962, verið 131 þús. kr., brúttó. Brúttótekjur viðmiðunarstétta landbúnaðarins (sjómanna, iðn- aðarmanna og verkamanna) voru hinsvegar 126.100.00 krón- ur. Tekjur bænda voru þetta ár taldar 99 þúsund krónur. Voru því bændur tekjulægsta stétt þjóðfélagsins. En í sam- bandi við þessar 99 þús. kr. tekj- ur bændanna er það að athuga, að veigamiklir kostnaðarliðir búanna fengust ekki nema að nokkru samþykktir í verðlags- grundvellinum, þ. e. fóðurbætir og áburður, ýmsir minni sannanlegir kostnaðarliðir bú- anna ekki heldur. Þegar þessir og fleiri sannanlegir kostnaðar- liðir eru dregnir frá 99 þús. kr. tekjum bændanna, verða ekki eftir nema um 70 þús. krónur, sem hændum er ætlað að lifa af, móti 126.100,00 króna tekjum þeirra stétta (sjómanna iðnaðar- manna og verkamanna), sem SPJÖLL EINS og hlaðið minntist á sl. miðvikudag, hópuðust tugir ungl inga saman á Akureyri á göt- um bæjarins fyrr í vikunni og varð þeim í nokkru áfátt í hegð- un. Munu flokkadrættir milli bæjarhluta hafa einhverju um það ráðið, að leiða unglinga þessa, sem vöru á aldrinum 12— 15 ára, til nokkurra hnippinga. Á mánudagskvöldið lenti slík- um fylkingum samaii á kirkju- lóðinni. Strákar voru vopnaðir spýtum, slöngubyssum og fl. og hófu þar bardaga. Þeir hafa sennilega ekki gert sér grein fyrir því, að þeir voru staddir á helgum stað, því þeir frömdu þau spjöll á sjálfri kirkjunni, að brjóta dýrmæta myndarúðu í kórnum, með grjótkasti, senni- lega úr slöngubyssu. landslög ákveða til viðmiðunar, þegar verð búvara, og þar með tekjur bænda eru ákveðnar, haust hvert. Af öllu þessu sézt, hve mjög er gengið á rétt bændanna. Þá vantar nær 40% tekna sinna, sem þeim eru ætlaðar sam- kvæmt lögum. Árið 1960 voru laun bænd- anna reiknuð út, samkvæmt 20 búreikningum, víðsvegar af land inu. Samkvæmt því fengu bænd ur kr. 12.00 á klukkutímann. Þá var Dagsbrúnarkaupið milli 21 og 22 krónur. Hlutfallið er ekki ósvipað nú, enda kemur þetta (Framhald á blaðsíðu 7). Bújörðin Dagverðar- eyri er ekki til sölu GUNNAR Kristjánsson bóndi og oddviti á Dagverðareyri hef- ur beðið blaðið að geta þess, að gefnu tilefni, að jörðin Dagverð- areyri sé ekki til sölu, og að sala á jörðinni hafi ekki verið rædd. Frásagnir blaða, þar sem að þessu er vikið, eru því úr lausu lofti gripnar, sagði Gunnar. □ Rúða sú er brotin var, var elsta myndarúða kirkjunnar. Hún er forn og úr kirkju í Eng- landi, sem eyðilagðist í loftárás í síðustu heimsstyi-jöld — eina heila rúðan, sem í rústunum fannst —. Hún var með brennd- um helgimyndum um ævi frels- ai’ans, og allar þær myndarúð- ur, sem nú skreyta Akureyrar- kirkju og síðar voru settar upp, eru skreyttar táknmyndum í stíl við hina fornu helg'imyndarúðu. Lík stóð uppi í kirkjunni, þeg- ar þetta vildi til og hrundu gler- brotin yfir kistuna og köstuðust þó sum miklu lengra. Kirkjuvörður hafði síðar tal af mörgum þeix-ra, sem hittust á kirkjulóðinni umrætt kvöld, en afhenti síðan málið í hendur lögreglunnar. KNATTSPYRNAN á enn vax- andi vinsældum að fagna meðal almennings. Sennilega þó óvíða meiri en á Akureyri. Það sýnir hin feiknamikla aðsókn, sem á síðustu tímum er jafnan að íþróttavellinum, þegar knatt- spyrnuleikir fara fram. En það er oft svo, að þegar leikir eru ákveðnir og þær þrautir yfirstígnar, sem oft eru undanfari flokkakeppninnar, þá vantar dómarann. Akureyringar Að sjálfsögðu var hér um ó- viljaverk að ræða, sem enginn vildi gjört hafa. En engum dylst að hér sannast áþreifanlega hve fátt mönnum er heilagt, að virð- ingarleysið fyrir öllum og öllu er um of. Síðustu daga hefur eru fremur fátækir í þessu efni, verða að fá menn að, bjargast við hvern sem er og eru víst aldrei aflögufærir. (Frh. á 7) FÁ MEIRA í NETIN Dalvík 14. febrúar. Tveir af þeim bátum, sem róið hafa, eru búnir að taka netin. Björgvin kom af togveiðum í morgun með 35 tonn. Björgúlfur er á veiðum. □ mátt sjá fjölda manns leggja leið sína að Akureyrarkirkju og virða fyrir sér vegsummerkin. Steinninn, sem braut helgan dóm hitti mörg hjörtu safnaðar- ins, og hann vitnar um leið um skort á uppeldi hinna mörgu unglinga, sem gleymdu prúð- mannlegri hegðun á heilagri jörð. Sjálfsagt er nú runninn víga- móðurinn af unglingum þeim, sem hér eiga hlut að máli. Á margan hátt er æskufólk á Ak- ureyri til fyrirmyndar, einnig þeir, sem gættu þess ekki hvað þeir gjörðu sl. mánudag. Sumir unnu fermingarheit sitt í kirkj- unni í fyrra, aðrir gera það í vor. Þeir sem skilja hvað gerst hefur — hafa líka tekið út refs- inguna. Q FRAMIN Á KÍRKJUNNI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.