Dagur - 22.02.1964, Page 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Þrjár árásir
HIN pólitíska barátta á íslandi er
hörð og oft hlífðarlaus, flokksbönd
of sterk fyrir frjálsa hugsun og eðli-
lega notkun kosningaréttarins og til
þess að líta raunhæft á gerðir manna,
góðar eða illar. Jafnvel stórsvik er
horft á gegnum flokksgleraugun, svo
sem atburðir síðustu tíma sanna.
Það vill svo til, að sagan geymir
þrjú stórmál af pólitískum toga, þar
sem reynt liefur verið að smeygja
snörunni á þrjá forystumenn úr
röðum Framsóknarflokksins.
Allir fullorðnir minnast þess, þeg-
ar höfuðandstæðingar Framsóknar-
manna fengu Helga á Kleppi til að
dæma Jónas Jónsson frá Hriflu geð-
veikan og úrskurða hann á klepp.
Jónas var þá foringi Framsóknar-
manna, mikilvirkur, hugsjónaríkur
og djarfur, og átti hvassari penna en
aðrir menn. Jónas sló vopnin
úr liöndum árásaraðila svo í minn-
um er haft og hefur verið við beztu
heilsu síðan, bæði andlega og líkam-
lega, á fjórða áratug. Næsta fórnar-
lambið var Hermann Jónasson, ung-
ur og vaskur foringi Framsóknar-
manna. Mjög einkennilegri áðferð
var beitt við hann: Menn, sem voru
búnir að afplána refsingu voru
fengnir til að rétta upp þrjá fingur
og sverja æðarfugladráp á Hermann.
Réttarhöldin urðu fræg og enduðu
með algerri sýknun og gáfu um leið
skuggalega mynd af lægstu baráttu-
aðferðum til að ryðja mönnum úr
vegi. En allt er þegar þrennt er, og
enn var gripið til þess ráðs að svipta
mikilhæfan forystumann samvinnu-
manna, sein jafnframt var Framsókn
armaður, ærunni. Þessi maður var
Vilhjálmur Þór.-Vegna máls ógæfu-
manns í forstjórastöðu hjá Olíufélag-
inu, sem nú er búið að dæma af
Hæstarétti, var málsrannsókn látin
fara fram og stóð yfir mánuði og
missiri. Glefsur úr rannsóknum voru
birtar í blöðum, nafn Vilhjálms Þór
ætíð nefnt í fréttum af óreiðu lijá fé-
laginu, honum vikið frá bankastjóra
störfum um skeið og leift var af
æðsta valdi Iandsins að brjóta upp
bankahólf hans vestur í Bandaríkj-
unum, svo sem einungis er leyft í
lýðræðislöndum Jiegar um stórhættu-
lega glæpamenn er að ræða. (Þar
fundust $ 3!). En allan tímann,
sem rannsókn stóð, var Vilhjálmur í
snörunni og fréttaflutningurinn mið
aður við að eyðileggja mannorð hans
að fullu. Hæstiréttur fann, að öllu
þessu loknu, ekki sök hjá Vilhjálmi
þór. En öll málsmeðferðin á hinum
pólitíska vettvangi er blettur á ís-
lenzkum stjórnmálum. Nú þarf rétt-
vísin í þessu landi ekki að fást við
pílitískar snörur, og íhaldið hefur
um nóg að hugsa í bráð. □
ORÆFARABB
INNGANGSORÐ
ÞEGAR maður liggur nær farlama í
rúmi sínu á sjúkrahæli og getur ekkert
aðhafst, leitar hugurinn víða á fornar
slóðir og kærar.
Hjá mér urðu Mývatnsöræfin fyrir
valinu. Þar hefi ég farið margar ferð-
irnar milli norðurbrúnar Vatnajökuls
og Ásbyrgis. Og með klökkum huga
Greinarhöfundur Guðni Sigurðsson.
kvaddi ég síðast þessar fögru töfraslóð-
ir, hina geisi-miklu öræfavíðáttu, sem
hefir orðið mér svo kunn og kær á
fjöldamörgum ferðum í hópi góðra
ferðafélaga og skemmtilegra.
í þakkarskyni hripa ég nú í áföngum
— og rúmliggjandi, þessa slitróttu
kafla, sem ef til vill geta orðið gömlu
ferðfélögunum til sameiginlegrar
ánægju, og til leiðbeiningar fyrir nýja
ferðamenn um þessar öræfaslóðir.
Jafnframt því að nefna allar þessar
hæðir meðfram ánni, má minnast á
hina toppmynduðu hnjúka, sem allir
standa á jafnsléttu, nema einn, og skal
ég nú nafngreina þá alla, því þeir vekja
sterkan grun um, að allir hafi þeir
myndast, þegar ísinn var að eyðast af
hálendinu. Mun ég nú byrja syðst, en
þar eru Upptyppingar, og þeir eru tveir,
með stuttu millibili, fyrir sunnan Herðu
breiðavötn, en hinir eru fyrir norðan
þjóðveginn, og heitir sá syðsti Sand-
botnafjall, svo Jörundur og Eilífur, en
hann situr í hálendinu norðan við Eilífs
vatn. Sá fjórði þarna nyrðra er Einbúi.
Þegar litið er yfir öræfin í heild,
virðast þessir toppmynduðu hnjúkar
ekki eiga neitt skylt við aðal-myndun
fjallanna. Þeir standa þarna einangrað-
ir, hver frá öðrum sem óráðnar gátur.
En þó mun nú reynast kleift að sanna
uppruna þeirra með því að skreppa
austur í Kringilsárrana og athuga topp-
myndaða hnjúkinn, sem þar er, og sjá
hvort hann muni ekki eitthvað skyldur
hinum á Mývatnsöræfum, þótt aldurs-
munur sé mikill. — Það leynir sér ekki,
að hann hefir orðið eftir, þegar Jökull-
inn bráðnaði og gekk til baka, og með
tímanum geta þeir orðið fleiri af slíku
tagi.
Erfitt mun að vísa á bug athugunum
í þessu efni, því merkin eru svo glögg
og augljós. Sé athugaður jarðvegurinn
í Grjóthálsinum og borinn saman við
jarðveginn í fellunum meðfram ánni,
mun fremur lítið bera þar á milli. Ég
ætla aðeins að minnast á Einbúa sök-
um afstöðu hans á öræfunum. Það er
augljóst, að hann er kominn til ára
sinna, því svo virðist sem hann sé eldri
en hraunin umhverfis hann, annars
hefði hann ekki getað myndast. Hann
er sérstaklega vel í sveit settur, þar
sem hann sézt úr mikilli fjarlægð, bæði
til austurs og norðurs. En þar sem
hraunið hefir runnið í kringum hann,
hlýtur hann að vera miklu eldri en
það, — og þannig getur verið með þá
alla.
Nú er ég staddur við upptök Jökuls-
ár, þar sem hún kemur undan Jöklin-
um. Þarna er hún ekki vatsmikil, en
þó dálítið drjúg með sig. Virðist hún
bera það með sér, að einhvern tíma
hafi hún látið til sín taka! Þegar á 17.
öld kom í hana eitt hið mesta jökul-
hlaup, sem sögur fara af. Þá lagðist stór
hluti af Keldulrverfi í auðn. Engjar sem
voru sameign allrar sveitarinnar, urðu
að gráum sandi, og er sumt þannig enn.
Ég held nú ferð minni áfram um
eyðilegt land og hrjóstugt. Ekkert hljóð
heyrist nema niður árinnar. Ég kem að
síðasta gljúfri hennar, þar sem Ferða-
félag Akureyrar lét brúa síðastliðið
sumar, það er að segja með lausabrú,
og er það geysimikil samgöngubót fyrir
þá, sem vilja sjá og skoða nágrenni
Kverkfjalla.
Ég held áfram ferð minni niður með
ánni. Landið er alveg gróðurlaust. Ég
er kominn að öðru gili, sem ekki er
nema 3—4 metra breitt. Þarna brýzt
áin í gegnum, en bergið er allt slípað
og gljáandi af ægilegum boðaföllum
árinnar. Það er ekki hollt að standa
lengi á bergbrúninni og horfa ofan í
umbrot árinnar. Þau vilja seiða mann
til sín, enda eru klappirnar gljáfægðar
og ekki gott að standa þarna til lengdar.
Nú breytist landið mikið, og við tek-
ur illfært hraun. — Við ferðafélagar
komum fyrst að hrauni þessu, áður en
nokkuð var farið að hugsa til vegar
í gegnum það. En við lögðum þá samt
út í það, losuðum steina og grjót og
ruddum okkur þannig braut. Gekk það
furðu vel, en við vorum lengi á leið-
inni. Um kvöldið komum við til Herðu-
breiðarlinda. Fagurt var þar að vanda,
og léttur niður Lindanna rann saman
við þungan róm Jökulsár, sem nú er
búin að fá Kreppu og Kverká í sam-
félag við sig og gerist nú all voldug.
II.
f HERÐURBREIÐARLINDUM
Við höfum tjaldað á bökkum Lindár,
þar sem hún rennur lygn og tær fram
milli blómskrýddra bakka sinna. Sól
er gengin til viðar, en síðustu geislar
hennar blika á brúnum Herðurbreiðar
og spá góðum degi að morgni.
Ég hugsa mér að vakna fyrir sólar-
upprás og taka þátt í hinni helgu gúðs-
þjónustu í ríki náttúrunnar, er sól rís
snemma yfir víðáttuveldi öræfanna.
Ég vakna svo snemma, að hin ný-upp-
risna Morgungyðja er að strá fyrstu
geislum sínum upp yfir Dimmafjall-
garðinn. Ég geng upp á hraunið, sezt
þar á stein og litast um. Fjöllin skarta
sínu fegursta. Herðurbreið ber sannar-
lega með réttu nafnið „Drottning öræf-
anna“ þennan morgunn. Loftið allt er
fagurtært og hreint, jökulhettan eins
og fagurrauður rúbínsteinn, sem Oræfa
drottningin hefir skreytt krónu sína
með þennan dásamlega morgun og ó-
gleymanlega.
Nú rennir hin „fósfingraða morgun-
gyðja“ vagni sínum upp á öræfahimin-
inn, og ómar hinnar gullnu hörpu henn-
ar berast um geiminn og sameinast
þungum árniðnum og léttu hjali Lind-
anna, sem spretta upp undan hraun-
inu.
í sömu svipan kemur sólskriSjustegg-
ur fljúgandi og setzt á stein rétt hjá
mér. Hann er með nefið fullt af maðki
og flugum. Nú tæmir hann allt þetta á
flatan steininn og tekur að syngja svo
yndislega og morgunfagnandi, að mér
finnst ég hafi aldrei áður heyrt jafn
fagran söng. Þetta er fegursti lofsöng-
ur hans til skapara himins og jarðar.
Samstundis hefst hinn fegursti svana-
söngur suður á vötnunum, og ómur-
inn berst frá fjalli til fjalls, unz hann
hverfur út í geiminn.
Ég sit hljóður um stund, því ég er
mjög snortinn af þesari undurfögru
hljómkviðu öræfamorgunsins. Og mér
virðist sem sé, að hvergi hérlendis,
nema í Herðubreiðarlindum, gefi að
heyra jafn fjölbreyttar raddir náttúr-
unnar: Þungur niður Jökulsár blandast
margrödduðum söng Lindanna, og
mestu söngsnillingar fuglanna taka und
ir á meðan sól rís.
Ég ákvað að fara suður að Vötnun-
um til að sjá hina fögru hljómsveit,
sem þar myndi vera, og ég varð heldur
ekki fyrir vonbrigðum. Glæsilegur
svanahópur synti þar á vatninu. Spegl-
aðist dásamleg mynd þeirra í logntæru
vatninu, ásamt mynd Herðubreiðar,
sem náði miðja vegu út á vatnið.
Þarna var mjög fagurt um að litast,
þótt umhverfið væri aðeins hraun. Mik-
ill fjöldi annarra fugla var þarna sam-
ankominn. Mér var óskiljanlegt, hvern-
ig þeir gætu aflað sér fæðu á þessum
slóðum, því fyrir kemur að vatnið
hverfur með öllu, og -þá.er ekkert eftir
nema harður hellubotninn.
Ég ásetti mér nú að labba umhverfis
vatnið og athuga, hvernig þar væri um-
horfs. Þarna var víða gras í vatnsvik-
um, sem fuglar gátu kroppað, og á ein-
um stað hitti ég stóran sólskríkjuhóp,
sem tíndi rykmýið í óða önn, og þá
varð ég steinhissa! Slíkt hélt ég ekki
fyriifynndist á þessum slóðum. Enginn
lækur í vatnið, en einn úr því, svo að
vatn kernur þá upp um botn þess frá
fjarlægum leyni-slóðum. En um ryk-
mýið er helzt að geta sér til, að leir
hlýtur að vera hér einhvers staðar í
botni, sem lirfan lifir í yfir veturinn,
og kviknar svo á vorin, þegar vatnið
þiðnar.
III.
HERÐUBREIÐARHRAUN
Hraun þetta er mikið og torfært, og
ókleift að koma bíl yfir það, nema með
mikilli aðgerð. En þannig liggur í þessu,
að er hraunið rann, hefir það runnið
þangað, sem Lindá rennur nú, og snar-
stöðvast þar, og eru þar nú lóðréttir
klettar með falllegum hvömmum á
milli. En svo hefir álma teygt sig niður
með einhverri hindrun, að því er virð-
ist, bæði að norðan og sunnan, svo
þarna hefir myndast tangi, sem nefnd-
ur er „Lindarhorn“.
Þarna var það sem við „ferðafélagar“
réðumst á hraunið og brutum veg í
gegnum það suður í næsta hvamm, sem
alltaf hefir verið farinn síðan.
Það var Jökulsá, sem knúði Ferða-
félag Akureyrar til að ryðja veg þarna
í gegnum hraunið. Hún hljóp í Lindá,
svo hún varð ófær bílum, og varð því
að ganga margra km. vegleysu. Þurfti
því að bregða skjótt við, ryðja veg og
stífla ána, enda var það gert hiklaust,
svo að nú geta allir komist leiðar sinn-
ar suður að Kverkfjöllum og austur í
Hvannalindir.
En hér var ekki við lambið að leika.
(Framhald á blaðsíðu 7).
Úr Hólmatungum.
Dettifoss í vexti.
í Herðubreiðarlindum.
I.
JÖKULSA A FJÖLLUM
Ég hefi lengi haft í huga að skrifa
nokkrar línur um „Jökulsá á Fjalli“,
eins og hún hefir komið mér fyrir sjón-
ir á ferðunum mínum mörgu á hennar
slóðum. Og þær liggja harla víða, furðu-
legar, og fjölbreyttar. Er ég orðinn þess-
ari á og umhverfi hennar svo kunnug-
ur, að ég tel mér muni óhætt að láta
gamminn geysa fram í smá-sprettum,
þar sem greiðfært er.
Allir kannast við Vatnajökul, því
hann mun vera nafnkunnasti jökull á
Norðurlöndum, og þótt víðar sé leitað.
Liggur hann um þvert aðal-hálendi ís-
lands og skiptir landinu í tvennt, bæði
um landslag og tíðarfar, svo tæplega er
sambærilegt.
Jökulsá á Fjöllum kemur undan
Dyngjujökli, sem er hluti af Vatna-
jökli, og rennur fyrst til austurs, unz
hún tekur stefnu til norðurs, og heldur
henni síðan til sjávar. En ofraun mun
flestum að segja með vissu, hve lengi
hún hefir fengið að halda núverandi
stefnu sinni. Árgljúfrin vestan við Upp-
typpinga sýna það og sanna, að stefnan
norður fjöllin hefir verið vestar, en hún
nú er. En sé stefnan tekin frá þessum
gljúfrum norður fjöllin um Tjaldavatn
og Grænulág og gegn Grjóthálsi að
Hafragili, þá er hægt að hugsa sér það
svona. Og ýmsar menjar hefur jökull-
inn skilið eftir sig á þeim tíma, sem
hann hefir verið að eyðast, bæði stórar
og smáar, og er þar til að nefna allar
hæðirnar meðfram ánni. Er Vaðalda
þeirra fremst, en grjótið í öllum þessum
hæðum er meira og minna ísnúið.
Vilji einhvér rengja þetta, mætti
benda á að athuga veggina í fjallakof-
anum, sem byggður er austan í Mið-
felli, því þeir eru hlaðnir úr nokkuð
jöfnu kollóttu ísnúnu grjóti.
Eyvindarkofi í Herðubreiðarlindum.
Hellirinn í Hólmatungum.
Onei, — hún getur víst hvorki sagt þessari stúlku eitt né annað
í þessa átt. Hún tekur því krús með allra beztu handsmyrslunum
og smyr hendur stúlkunnar vel og rækilega. Stúlkan lítur þakk-
látlega upþ á Iðunni, en þó spurnaraugum.
— Nei, þetta kostar ekkert! segir Iðunn. Henni skilst óðar, að
stúlkan óttast kostnaðinn. — Stúlkan er búin. En í huga sínum er
Iðunn ekki búin með hana. Þar birtist hún enn skýr og ómáð,
löngu eftir að hún var farin. Og Iðunn mótar hana og myndar eftir
eigin höfði. Stúlkan verður ný og lifandi vera í hugmyndaheimi
hennar, meðan viðskiptakonurnar streyma út og inn í deildina henn-
ar. — ——
Um hálf sex leytið gengur Iðunn upp garðstiginn að húsi frú
Gilde. Skínandi hvít múrbygging blasir við í geysistórum garði
miðjum. Iðunn er eftirvæntingarfull og talsvert spennt vegna þess-
arar heimsóknar hjá frú Gilde. Það er ekki ugglaust a hðeimsækja
timbraða konu, ef til vill enn í vímunni.
Húsþernan opnar, þegar Iðunn hefir hringt.
— Ég kem frá Villa Rossí, segir Iðunn. Frú Gilde býst við mér.
— Gerið þér svo vel, segir þernan og horfir fast á Iðunni. — Ég
skal fylgja yður upp! Hún tekur við kápunni, sem Iðunn réttir
henni. Þær ganga síðan upp tvö þrep og koma inn í glæsilega for-
höll. I einu horninu stendur dökkt og alvarlegt spínet lokað. Fögur
málverk prýða veggina. Ljós eru ekki kveikt á skrautlegu ljósa-
krónunni í lofti forhallarinnar, svo að þar er hálfrokkið. Kvöld-
bjarminn úti sendir granna geislateina inn um franskan glugga í
enda forhallarinnar, og feiknmikil pálmablöð teigja sig upp með
glugganum báðum megin. Fyrir utan gluggann liggur breitt garðs-
þrep, sem snýr út að fegursta hluta garðsins. Þung silkitjöld aðskilja
forhöllina frá stofunum hvoru megin.
Iðunn beitir vel augunum, og nú ganga þær upp breiðan hvít-
lakkaðan stiga upp í aðra hæð hússins. Þykkur stigarenningur rauður
deyfir fótatak þeirra, svo ekkert heyrist. Frú Gilde fær því ekki
borgið flöskunni í tæka tíð. Iðunn er komin inn að rúmi hennar,
áður en frú Gilde fær áttað sig.
Iðunn á bágt með að verjast brosi, er hún sér skína í flöskubotn-
inn fram undan koddanum. En frú Gilde er samt ekki verr á sig
komin, en að hún getur brugðið fyrir sig dálitlum leikaraskap. Hún
hallar höfði og dregur djúpt andann:
— Æ, góða bezta, hve það er gott, að þér skylduð koma! segir
hún og snýr sér að Iðunni. Þér megið trúa því, hve mér er illt í
höfðinu í dag. Mér finnst ég vera til einskis nýt. Nú verðið þér að
vera svo væn að nudda mig duglega og lengi. Ég treysti yður, skiljið
þér. Treysti yður, ungfrú, — æ, hvað var nú annars nafnið yðar?
— Falk, segir Iðunn og setur frá sér tösku sína á náttborðið við
rúmið.
— Falk? Já, auðvitaö, já! Ungfrú Falk, nú verðið þér að sjá um
mig. Munið, að ég treysti yður og fel mig í fyllsta trausti í mjúku
hendurnar yðan. Frú Gilde strýkur hendi um hár sér.
— Æ, mér finnst ég vera svo afskaplega léleg. Ég sé á yður, að
þér eruð mér sammála. Hún þrífur handspegil á rúmsendanum. —
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
j GULLNA BORGIN j
Þér sjáið hrukkurnar þær arna, ungfrú Falk? Þér getið alveg út-
máð þær algerlega. Þér getið það! Ég veit að þér getið það!
Iðunn kemur varla að orði í þessu mælskuflóði. Hún opnar tösk-
una og tekur upp úr henni ýmislegt af því, sem hún þarf á að halda.
— Við verðum að tala dálítið saman fyrst. Frú Gilde veifar
hendi og bandar Iðunni frá sér, þegar hún ætlar að fara að bera
nuddsmyrslin á hana. — Setjið yður niður! Æi, hve það er heitt
hérna inni, alveg kæfandi heitt! Viljið þér gera svo vel að opna
glugga ofurlítið fyrir mig? Æ, þakk’ yður fyrir! þetta var dásam-
legt. Ég verð sem ný manneskja af svona fersku lofti!
Frú Gilde hlær ofurlítið. Og hláturinn eykst og magnast. Hann
gusast fram á milli votra vara hennar. Iðunn brosir ofurlítið. En
alvaran sígur yfir hana, því meira sem frú Gilde hlær. — Ég get
ekki að því gert, ungfrú Falk. Ég verð að hlægja. Hláturinn ryðst
fram að innan, skiljið þér. Hlæið þér líka! Hlæið nú, manneskja!
Iðunn reynir að halda við brosi, en það tekst ekki. Alvaran nær
tökum á henni, svo að hún getur ekki einu sinni brosað. Hún tekur
jafnvel að óttast þetta hlátur-brjálæði frú Gilde.
Loksins þagnar hláturinn. Frú Gilde fellur máttlaus aftur ofan í
rúmfötin. Ennþá skelfur munnur hennar, og augun eru full af bliki.
Hún liggur kyrr og starir á Iðunni.
— Sú sem væri jafn ung og falleg og þér! segir hún þungum
rómi.
— Æ, árin standa nú ekki í stað hjá neinum, svo að þér þurfið
ekki að hryggjast af því, frú Gilde.
—— Ég skal segja yður nokkuð, ungfrú Falk, þessi árin, sem þér
nefnið, eru ægilegustu óvinir mínir! Þau laumast í kringum mig,
læðast að mér og gera mig aumingjalegri og ófríðari með hverjum
degi frá ári til árs. Ég verð meir og meir aðeins einskonar umgerð
af sjálfri mér, af því sem eitt sinn var. Líkaminn missir sínar ungu
og föstu línur. — O, er það ekki hræðilegt að hugsa til? Er ekki
eins og þig langi til að kreppa hnefana í örmegni þínu og orkuleysi,
að þú megir biðja Almættið að láta árin nema staðar umhverfis
þig. Ekki hlaupa svona á harða spretti og skilja aumingja mann-
skepnuna eftir eins og visið blóm, er senn verður varpað á sorp-
hauginn.
— Já, en einstaklingurinn er þó ekki einn um það að verða að
lúta aldrinum, segir Iðunn. Maður getur huggað sig við það, að
allir verða að feta sömu slóðina á enda.
— Það er sannarlega léleg huggun að vita, að hver dagurinn flyt--
ur mann og aðra nær leikslokunum, svarar frú Gilde.
— En samt virðast víst allir þrá framtíðina, skunda mót ókom-
inni ævi, án þess að gera sér Ijóst, að það eru sjálf leikslokin, sem
þeir þrá. Þrá aðeins að halda áfram hvern daginn af öðrum, líkast
því að þeir séu á langri ferð og þrái áfanga, eða lendingarstaðinn.
— Það er víst satt, sem þér segið núna. Frú Gilde lætur nakta
arma sína falla þungt ofan á silkisængina. En svo bætir hún við:
— Aldurinn er ekki öllum jafn mikilvægur og verðmætur. Ófríðri
konu finnst aldurinn sennilega ekki sérlega harðhentur. Andlits-
drættir hennar fríkka hvorki né ófríkka sökum aldursins. Hún jafn-
vel fríkkar með aldrinum. — Þannig er fallegri konu ekki farið.
Lítið aðeins á dásamlega falleg blóm. Meðan þau eru frísk og
lifandi ertu hrifin af fegurð þeirra og þreytist aldrei af að dást
að þeim. En svo einn daginn fara þau að visna. blómblöðin falla
hvert af öðru, og við þér blasir sorgarsjónin, visnuð blóm. Þú þolir
varla að líta á þau, vegna þess að þú hafðir séð þau í fegursta
blóma. Mér finnst ég sjálf vera eitt þessara visnu blóma. — Ég sé
að þér ætlið að andmæla mér, en það skuluð þér ekki gera. Ég
veit svo vel að þetta er svona.
— Ég var leikkona, eins og þér kannski vitið. Og ég hefi hlotið
og notið mikils fagnaðar áheyrenda og vinsælda. Myndir af mér
birtust öðru hverju í margs konar blöðum. Ég hefi hlotið geysimikið
hrós fyrir leik minn og útlit á leiksviði. Ég var kornung og síhækk-
andi, er ég giftist í fyrra skiptið einum samherja minna. Hann var
ungur og jafn ákafur og ég sjálf að afla sér frægðar og frama. En
einn góðan veðurdag komst ég ekki hærra á leikhússhimininn. Þá
skildust leiðir okkar hjónanna fyrir fullt og allt. Við vorum barn-
laus, og ég tók tilboði um að leika í nágrannalöndunum um hríð.
— Jæja, ég fór þangað, og dvölin þar gerði mig harða og tilfinninga-
lausa. Ég hafði þá aðeins eitt mark og mið: Að halda stöðu minni
í þeirri hæð, sem ég þá hafði náð, og hrapa ekki ofan þaðan. —
Þér getið eflaust ekki trúað því, hve það reyndi á mig að halda
áfram svo hátt uppi. Og þá varð ég þess brátt vör, að fyrir leik-
konu er útlitið jafn mikils virði og leiklistin sjálf. Á þessu hvor-
tveggja veltur svo að segja allt. Ekki þó beinlínis þannig, að þú
þurfir endilega að vera falleg. Heldur hitt, að þú sért alltaf þannig
upplögð að þú leikir aðeins á rétta strengi. Bros þitt verður að
vera jafn bjart og hlýtt andlitsd'rættirnir jafn styrkir, og augun jafn
björt og lifandi, og líkaminn allur jafn stæltur og sprækur, þótt
þú sért dauðþreytt og uppgefin á sál og líkama.
— Ég hélt þetta út um hríð. En loks varð mér þetta ofraun. Starf
mitt og starfstími varð óslitið span og spenningur daga og nætur,
frá leikhúsi til samsæta og skemmtana. Og svo til viðbótar strit
mitt og barátta við að varðveita útlit mitt í hæð við leik minn.
Þá varð nú ekki mikið um svefn og hvíld fyrir mig. Ég fór að
hressa mig á víni öðru hverju, og mér leið þá betur um hríð. Allt
virtist bjartara og léttara á næstunni. Og á því reið einmitt mest.
Eftirköstin hugsaði ég ekkert út í. Og úrslitaraunin kom brátt í
Ijós. Framhald. ,