Dagur - 04.03.1964, Blaðsíða 8
8
i:
ÚR GAMANLEIKNUM „Góðir eiginmenn sofa heima,“ sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi í
gærkveldi. Frá vinstri: Ragnheiður Júlíusdóttir, Ólafur Axelsson, Jóhann Ögmundsson, Eggert
Ólafssoií og Árni Böðvarsson. (Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson)
Samþykkl FUF um stóriðju
YMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNAÐÁRÞINGI
r
NÚ HAFA verið samþykktar á
Búnaðarþingi ýmsar ályktanir,
sem geta, ef þær ná fram að
ganga á Alþingi og við ríkis-
stjórn, haft mikil áhrif á bættan
hag íslenzks landbúnaðar.
Má þar nefna:
Girðingar.
Frumvarp til girðingarlaga
unnið af nefnd, skipaðri af Bún-
aðarfélagi íslands og vegagerð
ríkisins. Búnaðarþing gerði á
því nokkrar breytingar, sem að
mestu gengu í þá átt að girðing-
ar yrðu tryggari varzla gegn á-
gangi búfjár, en var í frumvarp
Stuðningur við frumbýlinga.
Frumvarp til laga um breyt-
ing á lögum um stofnlánadeild
landbúnaðarins frá landbúnaðar
nefnd neðri deildar varðandi fé-
lagsbúskap.
Svohljóðandi ályktun sam-
þykkt með 21 samhlj. atkv.
Búnaðarþing leggur til við
Alþingi, að landbúnaðarráð-
herra skipi fimm manna nefnd
til að athuga, hvemig bezt verði
fyrir komið stuðningi við bænd
ur með of lítil bú, við frumbýl-
inga í búskap og þá bændur,
sem reyna vilja nýtt búrekstrar-
skipulag, svo sem samvinnubú-
skap, hlutafélagsbúskap eða á
öðrum félagslegum grundvelli.
Eftirtaldir aðilar tilnefni menn
í nefndina: Búnaðarfél. fslands,
Stéttarsamband bænda tvo,
landbúnaðarráðherra skipi einn
mann, án tilnefningar. Nefndin
skili tillögum um þetta mál í
frumvarpsfoi’mi fyrir næsta Al-
þingi.
Efnarannsóknarstofa á Akur-
eyri.
Um stofnun efnarannsóknar-
stofu á Akuréyri var samþykkt
eftirfarandi ályktun:
Búnaðarþing mælir með og
leggur áherzlu á, að komið
verði á fót efnarannsóknarstofu
á Akureyri vegna jai’ðvegsrann-
f F
Upp ti! selja" í Svarfaðardal
Svarfaðardal 1. marz 1964. Enn
er hér bezta og blíðastá veður
á degi hverjum. Oftast þýtt.
Auð jörð og sumarfæri á veg-
um. Hefur svo lengst af verið,
siðan ótíðinni í nóvember lauk.
Aðeins tvisvar komið hríðarskot
SiMASKAK
AÐFARANÓTT s.l. sunnudags
þreyttu nemendur Laugaskóla
og Reykjaskóla í Hrútafirði
símaskák á 12 borðum. Stóð
skákin frá kl. 9 á laugardags-
kvöld til kl. 5 á sunnudagsmorg
un. Reykjamenn unnu með 6V2
á móti 5V2. □
HJÚKRUNARKONUR Akur-
eyri. Næsti fundur verður hald-
inn 9. marz að Hótel Varðborg,
á venjulegum tíma.
en stóð stutt í bæði skiptin.
Undanfarið hefur ungmenna-
félagið æft sjónleikinn „Upp til
selja“ og var frumsýning á
honum í gær. Var hann þá sýnd
ur tvisvar fyrir fullu húsi í
bæði skiptin. Það má óhætt full
yrða, að þrátt fyrir ónóga þjalf-
un, hafi leikurinn í heild tekizt
mjög vel. Einkum þegar tekið er
tillit, til þess, að flestir leikend-
urnir eru ungt fólk, sem ekki
hefur komið fram á „fjalirnar“
áður.
Jón Björnsson, Dalvík, málaði
leiktjöld og hefur tekizt það
með ágætum, svo sem vænta
má. Ólafur Tryggvason annað-
ist hljómlist og Helga Þórsdótt-
ir sá um búninga.
Leikurinn verður sýndur aft-
ur í kvöld og um næstu helgi
og ef til vill oftar, ef góða tíðin
helst. G. V.
sókna og telur eðlilegt og sjálf-
sagt að hún fái kr. 300 þús. af
afmælisgjöf S. í. S. samkvæmt
því, sem gert er ráð fyrir í álykt
un stjórnar Búnaðarfélags ís-
lands frá 19. nóv. 1962.
Full rafvæðing landbúnaðarins.
Út af erindi Búnaðarfélags
Fljótsdalshéraðs var samþykkt
svofelld ályktun.
I. Búnaðarþing ítrekar áskor-
un sína til Alþingis og ríkis-
-stjórnarinnar, að fela Raforku-
ráði og raforkumálastjóra að
ganga frá framkvæmda- og
kostnaðaráætlun um rafvæð-
ingu allra heimila í landinu, er
miðist við, að rafvæðingunni
verði að fullu lokið fyrir árslok
1968. Ennfremur skorar Búnað-
arþing á AÍþingi að heimila að
fil þessara framkvæmda verði
tekið lán, erlent eða innlent, að
því leyti sem fjárveitingar ekki
duga.
II. Búnaðarþing leggur á-
herzlu á, að Alþingi ákveði
sama söluverð á raforku um allt
land.
F óðuriðnaðarverksmið ja.
Ályktun um heymjölsverk-
smiðju:
Búnaðarþing mælir með sam-
þykkt þingsályktunartillögu, er
(Framhald á blaðsíðu 5).
Á FUNDI Félags ungra Fram-
sóknarmanna á Akureyri -s.l.
mánudag var samþykkt éin-
róma eftirfarandi ályktun:
„Fundur í Félagi ungra Fram-
sóknarmanna á Akureyri, hald-
inn 2. marz 1964, leggúr áherzlu
á að framkvæmdúr verði yfir-
lýstur vilji Alþingis, samkvæmt
þingsályktun dagsettri 22. marz
1961, um að hraða fullnaðar
áætlun um virkjun Jökulsár á
Fjöllum, og athugun á hagnýt-
ingu á orku til framleiðslu á út-
flutningsvörum, og úrræðum til
fjáröflunar í því sambandi.
Bendir fundurinn einnig á sam-
þykktir, sem gerðar voru á
fundi fulltrúa frá Norður- og
Austurlandi, haldinn á Akur-
eyri 8. júlí 1962, um þessi mál.
Þá vekur fundurinn athygli á
því, að ennþá er ekki nýttur
nema lítill hluti af virkjunar-
möguleikum í Laxá í Suður-
Þingeyjarsýslu og verði það
tekið til athugunar áður en
fullnaðarákvörðun verður tek-
in um stórvirkjunarframkvæmd
ir. Til þess að flýta fyrir því að
ráðist verði í stórvirkjun fall-
vatna á íslandi, svo aðstaða
skapist til framleiðslu á ódýrri
orku fyrir lendsmenn, lýsir
fundurinn þeim vilja sínum, að
sem fyrst verði athugað um
möguleika til samningagerðar
um byggingu og starfrækslu
aluminiumverksmiðju hér á
landi. Verði í þeim samningum
unnið að því að verksmiðjan
verði staðsett á Norðuiiandi, til
þéss að efla og auka fjölbreytni
atvinnulífsins í þeim landshluta,
og skapa þannig meira jafnvægi
milli byggða landsins. í sa'mning
úm um starfrækslú verksmiðj-
unnar verði í hvívétna - gætt
hagsmuna íslendinga, sérstak-
lega hvað viðvíkur notkun inn-
lends vinnuafls, þjálfun á inn-
lendum tæknifræðingum við
framleiðsluna, öryggisráðstöfun-
um, skattgreiðslum og kaupum
á rekstrarvörum. Nauðsjmlegt
er að öllum þingflokkum verði
gefið tækifæri til að fjalla um
erlenda fjárfestingu hér á landi
og fylgjast með þeim umræð-
um, sem fram fara hjá stjórnar-
völdunum um þessi mál.“ □
Mótmæli Þingstúku
ÞINGSTÚKAN á Akureyri
mótmælir eindregið framkom-
inni breytingartillögu, við áfeng
islögin, sem nú er flutt á Al-
þingi, þess efnis, að aldurstak-
mark þeirra, er rétt hafa til
áfengiskaupa, verði lækkað úr
21 árs aldri í 18 ára aldur.
Telur Þingstúkan fráleitt að
verða við óskum vínveitinga-
staðanna, í þessu efni, og stuðla
með því að stóraukinni áfengis-
nautn unga fólksins. □
A-sveit umf. Svarfdæla. (Frá vinstri) Jón Jónsson, Gunnar Jóns-
son, Stefán Jónsson og Jón Jónsson.
SÍÐASTA umferð var spiluð í
Laugarborg s.l. sunnudag. Ein-
úm leik var frestað, imill
B-sveita umf. Reynis og Þor-
steins Svörfuðar, en sá leikur
breytir engu um röð fjögurra
efstu sveitanna. Þetta var annað
Bridge-mótið, sem UMSE
gengst fyrir og tóku sjö sveitir
þátt í því. Mesta öryggi í keppn
inni sýndi A-sveit umf. Svarf-
dæla. Sveitin vann alla sína
leiki og tapaði aðeins einu stigi.
Vann nú sveitin, í annað sinn,
farandbikar þann sem Angantýr
Jóhannsson útibússtjóri á
Hauganesi gaf til keppninnar.
Sveitina skipa þessir menn, Jón
Jónsson frá Böggvisstöðum og
þrír synir hans, Stefán, Jón og
Gunnar. — Keppnisstjóri var
Helgi Indriðason Dalvík. —
Stigin standa nú þannig að
óloknum áðurnefndum leik:
A-sveit umf. Svarfdæla 35,
A-sveit umf. Reynir Árskógs-
hreppi 25, Sveit umf. Frámtíð
Hrafnagilshr. 18, B-sveit umf.
Svarfdæla 18, A-sveit umf. Þor-
steinn Svörfuður Svarfaðardal
11, B-sveit umf. Þorsteinn Svörí
uður 11 og B-sveít Reynis 5. □
23. F. M. var stoínað í Hrísey
ungmennafélag, sem hlaut nafn
ið Narfi. Stofnendur voru 20,
en búist er við að margir gangi
í það á næstunni. Foi’göngu um
félagsstofnunina hafði sóknar-
presturinn í Hrísey sr. Bolli
Gústafsson. Eins og önnur ung-
mennafélög mun Narfi beita sér
fyrir fjölbreittu æskulýðs- og
íþróttastarfi á félagssvæðinu.
Ungmennafélag hefur ekki starf
að í Hrísey fyrr, en þar var áð-
ur íþróttafélag, sem lagðist nið-
ur fyrir nokkrum árum. Það er
gleðiefni að hugsjón ungmenna-
félaganna skuli nú hafa fest
rætur í Hrísey. Nú eru starf-
andi ungmennafélög í öllum
hreppum Eyjafjarðarsýslu að
Grímsey undanskilinni. Hina
fyi’stu stjórn umf. Narfa skipa:
Sigurjón Jóhannsson formaður,
Árný Kristinsdóttir ritari og
Friðbjörn Björnsson gjaldkeri.
Þess má geta að fyrir stuttu
eru stofnuð í Hrísey, Æskulýðs-
félag sem starfar á vegum
kirkjunnar, og skátafélag. □
AKUREYRINGAR!
VEGNA peningagjafa, sem þeg-
ar liafa borizt til viðgerðar á
Kirkjurúðunni, vildi ég koma
þeirri tillögu á framfæri, að haf-
in verði alnienn frjáls samskot
og þannig á auðveldan hátt
hægt að bæta liið átakanlega
tjón. Engan munar um að
gefa sem svarar verðgyldi eins
bíómiða. — Sóknarprestarnir
munu taka á móti gjöfum,
ásamt blöðum bæjarins.
Kirkjugestur.