Dagur - 11.03.1964, Síða 2

Dagur - 11.03.1964, Síða 2
2 (Ljósmynd: E. D.) MITT” Kista skaldsins komin heim að Mööiuvöilum. ' (Framhald af blaðsíðu 4). Víst er það, að veldi hans varð hvoiki sviplegt eða vaegu verði goldið þó að það kæmi skjótt. Það var ósvik- ið gullið, sem liann gaf. Hann var barnungur þegar hann tók flugið. Hann var tímamótaskáld og falslaus listamaður þótt hann hefði engu aukið liæð sína síðan. Hann vann sér ekki vinsæld- ir með neinum ódýrum brögðum. Hann sigraði sak- ir meðfæddra yfirburða. Hann hefði allavega sigrað, fyrr eða síðar, hvernig sem för hans hefði greiðzt. Heyndarmál hans er hið óskýrða og óskýranlega stað- reynd, sem heitir andagift, náðargáfa, útvalning. En það hlutskipti fær enginn án þess að vera kvaddur til átaka. I»að íylgja því alltaf skilmálar að fá í vöggugjöf stóra stærð, sem er kölluð til þess að auðga marga. — Enginn fær að sækja á djúp- mið andans án þess að kynn- ast stormum og sterkum öld- um. Havíð þekkti, að þar er ekkert auðveit, sem einhvers er vert. Hann lét ekki frægðar- ljóma eða lýðhylli depra hina innri heitu glóð. Köll- unin var heilög, gagnvart henni var hann auðmjúkur og sjálfur jafnan smár. Á efri árum sínum sagði hann: Þjóð minni og skapara mín- um á ég allt að þakka. Hann hélt áfram að knýja hörpu SÍÐASTLIÐINN fimmtudag var fundur haldinn í ÆFAK. Var sá fundur nær eingöngu helgaður minningu Davíðs skálds Stefánssonar frá Fagra- skógi. Fyrst flutti formaður stutt erindi um skáldið og las upp úr verkum þess og einnig las Þórgunnur Snædal upp. Að lokum risu allir fundarpnenn. úr soetum í virðingarskyni við hið látna þjóðskáld. (Frétt frá ÆFAK). sína í langdrægt hálfa öld, eignast ný ítök, vaxa og vinna ítrekaða sigra. Hver ný bók var nýtt fagnaðar- efni þeim mörgu, sem hrif- ust af honum ungir. Og það var allt annað en lítil- vægt, sem hann bætti við sig, við liróður sinn og auð- legð bókmenntanna, með síðustu ljóðabókum sínum. Hann, sem forðum kom svo fagur og altýgjaður út í morguninn, hann var einnig ferskur og lífsreifur í skini hallandi geisla. Sköpunar- gáfa hans var ung og frjó. Og enn yirtist, sem við liefð- um ekki alheimt af lionum unaðsgjafir og andans svöl- un, að hann ætti enn nokk- uð ógert, sem við mættum ekki rnissa. En nú er harpan fallin úr hendi hans og hljóðnuð að fullu og þjóðin kveður skáldið sitt og veit það jafnframt, að vér, sem kveðjum hann í dag, verð- um kvaddir með öllu á sín- um tíma, hann aldrei. Skáld- ið hnígur en hverfur ekki með kypslóð siimi. Davíð heldur áfram að lifa. Hann mun lieilsa þeim, sem enn eru óbornir, og eiga opna leið að huga Jæirra. Og margir munu J>ar hitta skáldið sitt, þar sem hann er. Skáldperlurnar í ljóðum hans munu sindra meðan sólir rísa og hníga. Nafnið hans mun verða eitl af þeim, sem ískmd hvfslar í þökk og móðurgleði. Mér er skvldast að minnast Jress, hvað kirkja Islands á að þakka Ðavíð frá Fagraskógi, Hann var of mikiil og sannur maður til }>ess að láta tízku eða öfug- streymi í aldaríari gera sig daufan á bergmál eilííðar- innar, í barmi mannsins, eða blindau á blikið af }>eim draumi, sem hóf sig hæst. Þegar á fyrsta spretti — meðan lífsnautn hins unga, glæsta fullhuga er áköfust og jörðinni Líkust að fyrir- heitum, kemur fram hjá honum trúarhneigðin, til- beiðsluþörfin. Triiarlegt, kristið ívaf er í ýmsum fyrstu ljóðum hans. Stjöm- urnar eru gleðitárin, sem féllu af augum guðs, er J>au sáu fögnuð hinnar fyrstu jarðnesku móður, eða / J>eg- ar sólin dvelur bak yið drungaleg ský / þá er hún að gráta með guði yfir því / hve myrkrið er elskað mann- heimum í. Hann yrkir um Jóliannes skírara. flann yrkir um fagra sveininn, sem fæddist í fjárhúsjötunni. TrúarJ>el- ið segir til sín pg leitar jafn- an á, og fæðir síðar af sér sumt, sem er í flokki J>ess áhrifamesta, sem fram hefur komið af trúarljóðum um áratugi og á ég J>ar ekki við ísland eitt. — Áp himins er- um við húsvillt börn / og heimurinn allur minni------. Lotning Davíðs fyrir þyí, sem háleitast pr og heilagt fyrir kristnum erfðum }>jóð- arinnar fyrir bæninni og barnsins trú, var heit og djúp. Ðýpst laut hann Kristi sjálfum. Kristi krossins. — Eg kveiki á kertum mínum / við krossins helga tré. — — Það mun lengi loga á J>eim kveikjum, sem liann tendr- aði þar. □ N ý k o m n a r: SKÍÐAPEYSUR fallegt tirval. O VERZLUNiN DRÍFA Sími 1521 Til fermingargjafa: PEYSUR í mjög fjölbr. úrvali. VERZLUNIN DRÍFA Sími 1521 r (Framhald af blaðsíðu 5). ankomnir við dögurð að venju. -— Þar á meðal var móðir með barn. — Það var lítil telpa og hún var bækluð, — gat ekki gengið. — Við matborið veitir Davíð því athygli, að telpan var þrásinnis að biðja móður sína að fara með sér í kirkju. — En móðirin sinnti ekki þessari beiðni. — En Davíð, sem kenndi í brjósti um telpuna, kvaðst vera fús til að fai-.a með benni. — Og það gerði hann, — bélt á henni í fanginu, hlýddi messu þennan dag. — Og bæklaða barnið ,sá ósk sína rætast. — Þegar Davíð kom heim á hófelið eftir messu- gjörðina, orti hann sálm/ , t t t Ég minnist á atvikið úr lífi skáldsins ekki aðeins til þess að segja frá, hvernig þessi gullfagri sálmur varð til, — heldur vegna þess, að það lýsir þeim innra manni, hjartalaginu, sem .hann átti. — Þannig var Davíð. — Hann var mikill barnavinur og þar, í þeirra hug og sál, sá hann himnana opna. Einu sinni sagði hann um skáldskap yfirleitt: „Allir, sem verðskulda að nefnast skáld, unna þjóð sinni, vilja frelsi hennar og annarra, en hata of- ríki og kúgun. Þess vegna hlýt- ur það að vera eðli skáldsins að yilja göfga og bæta, fegra og friða.“ — Og þetta skín svo skært úr orðum hans: „Kjörinn til kraftaverka er kærleikurinn einn.“ t t t Þegar hann gekk til starfs við það að skapa listaverk sín, — þá gekk hann til fundar við Drottin. — Um þetta atriði hef- ir hann sjálfur sagt: „Yfirleitt er mér allt annað en ljúft að ræða um skáldskap minn. Um hann tala ég við Guð og samvizkuna. — Helzt ekki aðra.“ Hlutverk spámannsins er að leysa úr gátum tilverunnar, þeim er leystar verða. — Og hæfileikinn birtist í því að þeir leggja það ljóst fyrir, sem þeir flytja. — Þetta, að opna augu annarra fyrir þvi, sem hinum megin býr, — að baki snýr, og framundan er, — að samansafna geislum, gera bjart, — hreint og tært, að ljóminn frá perlum lífs- ins sjáist úr djúpinu. — Þetta gerði Davíð. — Hann færði oss gleði með ljóðum sínum, — kom svo skemmtilega að óvörum, — kenndi pss, víkkaði sjóndeildar- hringinn, hækkaði sjónarmiðin, f t t j Og hér átti Davíð heima. —- Og Akureyri verður alltaf mina ug þess að hafa átt þá báða, séra Matthías og Davíð. — Vér fengum að njóta samvista við þetta höfuðskáld þjóðarinn- ar. — Þegar talað er um fagran spng er oft sagt: „Ég heyrði séra Geir Sæmundsson syngja,“ —- og á sama hátt verður sagt óborinni kynslóð: „Ég heyrði Davíð Stefánsson. lesa upp.“ — Akureyrarbær sýndi skáld- inu þann mesta sóma, sem hann. getur í té látið, — að kjósa hann. heiðursborgara sinn. — Og þann heiður bar Davíð með miklum sóma, eins og allan virð ingarvott, sem honum var sýnd- ur. — t t t í i f ræðunni á 100 ára afmælinu sagði Davíð, að rétt væri fyrir bæinn að hyggja að því, að hér yrði reistur háskóli í frömtíð, og honum væri ætlaður staður í landareign bæjarins. Háskólabyggingin býður síns tíma, en sjálfur háskólinn er reistur, það andans musteri, sem gerir menn hámenntaða, og þann háskóla hefir Davíð hyggt upp með verkum sínum. Hann éi' kennarinn, sem með orðgnótt og lífsspeki leiðir les- andann hærra upp frá efninu til andans. í gegn um móðu og mistur leiðir hann oss að fótum meist- arans, sem bar hið þunga tré.—• Því þar lærði hann sjálfur það, sem hann vissi um hinztu rök- in og Guð og mann. — Líf Davíðs er eins og helgur dagur, — pg það, sem hann nú skilar landi eg þjóð að loknu dagsverki, helgur dómur. . . . □ BLUSSUR Glæsilegt úrval. Útsaumaðar SKYRTUBLÚSSUR BLÚSSUR hvítar, langerma livítar og mislitar. Verð frá kr. 268.00. Ermalausar, Dökkar stutterma, SKYRTUBLÚSSUR % ermar. Ermastuttar BLÚSSUR VERZLUNIN ÁSBYRGI GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.