Dagur - 11.03.1964, Qupperneq 7
1
I Fagraskógi. —Haldið úr lilaði nieð jarðneskar leifar þjóðskáldsins. (Ljósmynd: E. D.)
(Framhalcl af blaðsíðu 8).
um og björtum degi hallar að
kvöldi?
t t t
VÉR sjáum það ekki nú, hver
komið getur í stað hans. En
sjálfur efaðist hann ekki um,
að hann kæmi:
„Þá rís ég úr sæti,
l.æt söðla hestinn,
sáttur við dauðann.
Blessa feðranna
fornu tungu
og faðma gestinn.
Bendi hpnum á bekkinn auðan
og byrðina. þungu.
Hann skal lífið
og hörpuna erfa.
Mitt er að hverfa."
Svo auðmjúkur var D.avíð!
En hann hyerfur ekki. Hann er
einn af þeim ódauðlegu. Verk
hans lifa, og sjálfur lifir hann
með skapara sínum og guði í
þeirri veröld, sem æðri er vor-
um skilningi.
i_ t t t
VEGNA þeirra örlaga, sem bú-
in eru öllu holdi, gat hann.ekki
lifað hér miklu lengur sér til
fagnaðar. Erfitt hefði verið að
hugsa sér hann, þennan æsk-
unnar Appollón, beygðan af
elli, hruman eða sjóndapran.
Guði sé lof, sem gefur sínum
ástvinum fararleyfi, áður en
húmar of mjög að kveldi.
Flýt þér vinur í fegri heim!
t t t
VÉR höfum staldrað hér við,
aðeins til að þakka Guði fyrir
samferð þessa ágæta bróður,
Ég mæli þar ekki aðeins fyrir
munn yðar, sem honum voru
nákomnastir og unnu honum
mest. Ég segi þetta fyrh- munn
vor allra. Oss er öllum þannig
innanbrjóts, eins og vér hefðum
misst bróður sem oss var óend-
anlega kær og við vorum stolt
af.
Hér yiljum vér þvf þakka hon-
um, og ættingjarnir sérstaklega,
ást hans og tryggð við þennan
stað, sem bera mun ljóma af
nafni hans í aldir fram. Gleði
FAR HEILL! Bak við móðuna
miklu rís mannlegur andi hæst.
Vér hlutum þá gæfu að gista
var ávallt að nærveru hans, og
bróðurtryggð hans var þeim
dýrmæt og ógleymanleg. Á
þetta jafnt við um alla ættingja
hans hvar sem þeir búa. Ollum
ættingjum sínum sýndi hann
gróandi jörð um skamma stund,
en bíðum þar aðeins byrjar
um blikandi hnattasund.
Þetta var þín trú, og þetta er
einnig vor trú. Þess vegna biðj-
sömu rækt og vinarhug frá því
fyrsta til hins síðasta. Ykkur vil
ég líka flytja kveðjur hans og
þ.akkir.
Nú er skipið hans komið að
landi, gnoðin, sem siglir fyrir
fannhvítum seglum út yfir haf-
ið lífs og dauða. Þannig kveður
hann sjálfur:
Kærar þakkir, faðir, ég krýp
[við þína gröf.
Kærar þakkir, móðir, af öllu
--- [mínu hjarta.
Kærar þakkh', systir, fyrir
[hverja þína gjöf.
Kærar þakkir, bróðir, fyrir
[svipinn hreina og bjarta.
t t t
um vér Guð að greiða þína för
út yfir hin blikandi sund, og
inn í eilífðina.
Guð blessi þennan stað og þá
sem hér búa. Guð blessi alla vin
ina þína, bæinn þinn og sveit-
ina. Hann gefi að ennþá
berist um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Almáttugur guð blessi þig og
gefi þér og þínum fagnaðarríka
veröldbak við skugganu og.ráð-
gátuna.
Hann mýki trega hugans, gefi
vonunum byr og kveiki kær-
leikans eld.
Honum séu þakkir að eilífu.
Amen. □
Massey-Ferguson
ER VINSÆLASTA DRÁTTARVÉUN HÉR Á LANDI. —
alhliða notkunarmöguleikar frá slætti til
JARÐVINNSLU TRYGGJA ÁNÆGJU HVERS EIGANDA. —■
FULLKOMNASTI FYLGIÚTBÚNAÐUR, S. S. LYFTUTENGD-
UR DRÁTTARKRÓKUR, TVÖFÖLD KÚPLING. SEM LEYFIR
GÍRSKIPTINGAR ÁN STÖÐVUNAR DRIFTENGDRA VINNU-
TÆKJA EÐA VÖKVADÆLU, SJÁLFVIRKUR ÞRÝSTISTILLI-
ÚTBÚNADUR, HÁ LJÓS, TENGIBÚNAÐUR FYRIR
STURTUVAGNA, 6 STRIG ALAGA DEKK FRAMAN OG
AFTAN O. M. FL.
VERÐ AÐEINS UM KR. 95.000. AUK SÖLUSKATTS
□ RÚN 59643117 = 5
I. O. O. F. — 1453138J/2
I.O.O.F. Rb. 2 114311814 —
MESSAÐ verður í Akureyrar-
kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e.
h. Síra Hallgríms Péturssonar
minnzt, en í ár eru 350 ár lið-
in frá fæðingu hans. Sálmar:
148, 467, 203, 232. B- S.
FÖSTUMESSA verður í Ak-
ureyrarkjrkju í kvöld (mið-
vikudagskyöld). Sungið verð-
ur úr Passíusálmunum og hin
fagra litanía. B. §.
TIL viðgerðar á kirkjurúðunni,
kr. 200,00 frá kirkjugesti. Til
Strandarkirkju kr. 100,00 frá
G. A. og.til Akureyrarkirkju
frá Ástu Jónsdóttur kr.
1000,00 — Beztu þakkir —
P. S.
GJAFIR í kirkjurúðuna: Frá 1.
sv. Stúiknadeildar Æ. F. A.
K. 32.50. Smára Grímssyni kr.
100, Ragnari Tryggvasyni kr.
100, Guðmundi Stefánssyni
kr. 25 (allt ungt skólafólk).
Frá hjónum, sem ekki vilja
láta nafns getið kr. 1000, og
frá ungum hjónum kr. 200,
Þá hefur Akureyrarkirkju
borizt 100 kr. áheit frá Jóni
Péturssyni, Skúlag. 66 Rvík.
Hjartanlegustu þakkir. Birg-
ir Snæbjörnsson.
®ÆFAK — Fundur
í drengjadeild á
fimmtudag 12. marz
IVIÖÐRUV ALLAKL AUSTURS-
PRESTAKALL. — Messað á
Möðruvöllum sunnudaginn
15. marz kl. 5 e. h. Hallgríms-
minning. Séra Birgir Snæ-
björnsson. Athugið breyttan
messutíma. Sóknai'prestur.
DRENGJAFUNDUR að Sjónar
hæð n. k. mánudagskvöld kl.
6. Allir drengir yelkomnir.
STÚKAN ísafold Fjallkonan nr.
1, heldur fræðslu og skemmti
kvöld að Bjargi laugardaginn
14. marz kl. 8,30 síðdegis. —
SAMFELLD DAGSKRÁ. —
Félagsvist, dans, hljómsveit
leikur. — Aðgangseyrir kr.
25,00 við innganginn. —
Nefndin.
I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99
heldur fund að Bjargi fimmtu
daginn 12. marz kl. 8,30. Inn-
taka nýliða. Framhaldssagan.
Bingó. Kaffi og kvikmynda-
sýning.
MUMÐ erindi Óla Vals Hans-
sonar í Sjálfstæðishúsinu í
kvöld (miðvikudag) kl. 9 e. h.
Kvikmyndasýning, frjálsar
umræður. Allir velkomnir. —
F egrunarf élagið.
GJAFIR til elliheimilisins í
Skjaldarvík. Gamalt áheit kr.
200,00. Frá ónefndri konu kr.
100,00. Beztu þakkir. Stefán
Jónsson.
Til fermingargjafa:
GREIÐSLU SLOPP AR
NÁTTFÖT
UNDIRKJÓLAR
SKJÖRT
GJAFAKASSAR
o. fl. o. fl.
VERZLUNIN DRÍFA
Sími 1521
HJÓNAEFNI. Nýlega opinber-
uðu trúlofun sína ungfrú Ól-
öf Jónsdótth', Hrafnagilsstr.
21, og Þorsteinn Árelíusson,
Hafnarstræti 96, Akureyri.
ÞAKKARAVARP. Börn, sem
eru sjúklingar á Kristneshæli
og f-engu peningpsendingu frá
Öskudagsflokki Huldu og
Gunnhildar, flytja beztu þakk
ir fyrir gjöfina.
FRA WNGEYINGAfélagmu- á
Akureyri. Fyrirhugað er, að
koma upp bazar á vegum fé-
lagsins. Félagar eru hvattir
til að styðja þetta m.ál og gefa
hluti á bazarinn. Nánar verð-
ur auglýst síðar, hvert hlutum
sþal komið Bgzarnefndin.
' inn. Fundur á morgun
(fimmtud. 12. marz) kl.
12.05 í Sjálfstæðishúsinu
(uppi).
OSKILALAMB
í haust var mér dregið
lamb, sem ég ekki á, með
mínu marki: Gagnbitað
bægra; sýlt og gagnbitað
vinstra. Réttur eigandi
vitji andvirðisins til und-
irritaðs og greiði áfallinn
kostnað.
Jórunn Sigurðardóttir,
Frostastöðum, Skagaf.
ÍBÚÐ TIL SÖLU
Neðri bæðin í Skólastíg 9
er til sölu.
Sírni 2362.
HERBERGI ÓSKAST
Ungur maður óskar eftir
bei'bergi til leigu.
Helzt fæði á sama stað.
Uppl. í síma 1683.
ÍBÚÐARHÚS Á
HÚSAVÍK!
Ibúðarhiis til sölu. Hag-
kvæmir greiðsluskilmálar.
Sigurjón Jónasson,
Húsavík, sími 52.
GREIÐSLUSLOPPAR
lítil númer
TÖSKUPOKAR
VASAKLÚTAKASSAR
PÚÐAR, mjög fallegir
NÝJAR KÁPUR
á hverjum mánudegi.
Athugið verð og gæði.
MARKAÐURINN
Sími 1261