Dagur - 01.05.1964, Blaðsíða 8
„SAKLAUSI SVALLARINN“ hefur verið sýndur fjórum sinnum á Reistará, við góða aðsókn.
Ungmennafélag Möðruvallasóknar sýnir leikinn. Á Reistará, eða Freyjulundi, hefur ekki verið
sýndur sjónleikur í 12 ár. — Frá vinstri: Helgi Helgason, Smári Helgason, Brynjar Ragnarsson,
Ragna Petersen, Þóra Jónsdóttir og Bára Magnúsdóttir. — Á myndina vantar Sigurð Þorbergs-
son, Vilborgu Petersen, Aðalheiði Ilelgadóttur og Fjólu Rósantsdóttur. (Ljósmynd J. St.)
Litlar framkvæmdir hjá Akur-
eyrarbæ á þessu ári
Stefán Stefánsson bæjarverkfræðingur svarar
nokkrum spurningum blaðsins um það efni
í SUMARBYRJUN eru fram-
kvæmdir jafnan á dagskrá,
bæði. hjá ríki, bæjum, hinum
ýmsu félögum og einstakling-
um. í þetta sinn tökum við að-
eins einn lítinn þátt til meðferð
ar. Stefán Stefánsson bæjarverk
fræðingur hjá Akureyrarkaup-
stað svarar nokkrum spurning-
um blaðsins um framkvæmdir
hjá bænum, sem hann hefur
umsjón með.
Verður mikið um nýjar gatna
gerðir í sumar hjá Akureyrar-
bæ?
Til gatna eru áætlaðar 5
millj. kr. í bænum á þessu ári.
Þar af til gangstétta um 200 þús.
kr. og til nýrra gatna 3,2 millj.
kr. Óvíst er hversu mikið verð-
ur malbikað. Olíumöl verður
sennilega ekki lögð hér í sumar,
en beðið eftir reynslu þess, sem
í því efni var gert s.l. sumar.
En olíumalarvegurinn, sem þá
var gerður lítur vel út og virð-
ist hafa tekizt mjög vel.
Hverjar - eru nýju göturnar,
sem byggðar verða í sumar?
Áshlíð, norðan Lögmannshlíð
ar, Skarðshlíð, norðan Lög-
(Framhald á blaðsíðu 7).
FLUGBRAUT A SURTSEY
til að auka aðdráttaraflið fyrir ferðamenn
HIÐ einstæða Surtseyjargos,
sem vakið hefur heimsathygli,
vilja ýmsir aðilar nýta sem
bezt til að auka ferðamanna-
strauminn til íslands. Surtsey
er um þessar mundir mesta að-
dráttaraflið hér á landi í sam-
bandi við ferðamenn. Þessvegna
telja margir, að með flugvallar-
gerð á nýju eyjunni, mundi
staðurinn vinsælasti viðkomu-
staður forvitinna útlendinga, og
mun sú ályktun hafa við rök að
styðjast.
Gullfoss og Geysir hafa hing-
að til verið auglýstir, sem und-
ursamlegustu náttúrufyrirbæri
þessa lands. En útlendingar,
MINNSTA SAMLACU)
M J ÓLKURS AMLAG kaupfé-
lagsins í Ólafsfirði er minnst
sinnar tegundar hér á landi.
Það tók síðasta ár á móti
347.532 lítrum mjólkur frá bænd
um í Ólafsfirði. Aðalfundur
samlagsins var haldinn 25. apríl
og lagði þá Valgeir Ásbjörnsson
fram skýrslu búsins fyrir síð-
asta ár. Meðalfita pijólkurinnar
var 3,869% og bændur fengu kr.
5,85 pr. 1. Frá því verði dregst
flutningskostnaður. □
sem ættu þess kost að stíga fæti
á gjósandi eldfjallaeyju, sem
er nýrisin úr sæ, myndu vart
hugsa sig lengi um, ef auðvelt
væri að komast þangað.
Lítill kostnaður er talinn við
flugvallargerð í Surtsey. Hitt er
svo annað mál, hvort trygginga-
félögin hafa eithvað við það
að athuga. □
AÐ GEFNU TILEFNI er hér
minnzt á eftirfarandi, sem sam-
þykkt var á síðasta flokksþingi
Framsóknarmanna í fyrravor:
„Frainsóknarflokkurinn vill,
að stefna íslands í utanríkismál-
um sé jafnan við það miðuð að
tryggja stjórnarfarslegt og efna-
hagslegt sjálfstæði landsins og
öryggi þess, og að Ieitazt sé viö
að skapa sem víðtækasta sam-
stöðu landsmanna um utanrík-
ismálin.
Flokksþingið telur, að fslend-
ingum beri að kappkosta góða
sambúð við allar þær þjóðir, er
þeir eiga skipti við. Það vill, að
þeir hafi samstöðu með vestræn
um þjóðum, m. a. með samstarfi
Nú er silungurinn feitur
Gunnarsstöðum 30. apríl. Lón
það, sem bærinn Syðra-Lón
dregur nafn sitt af, er lokað og
hefur ekki afrennsli til sjávar.
Þar hefur löngum verið bleikja,
en lítið eftirsótt sökum smæðar
og megurðar. En nú er breyting
á orðin og veiðist mikið af 3—4
punda spikfeitri bleikju í vatn-
inu. Ástæðan til þessarar breyt-
ingar er talin vera sú, að á síð-
ustu árum var kúabúi hleypt
upp á Syðra-Lóni, land rækt-
að allt niður að lóninu og hefui'
vatnið auðgast af lífrænum efn-
um úr búfjáráburði, einkum
þvagi, sem hleypt er niður tún-
ið. Breytingin á silungnum
í þessu vatni eða lóni gefur
ræktunarmöguleika til kynna,
þar sem smávötn eða tjarnir
eru fyrir hendi, er ekki botn-
frjósa á vetrum.
Á mánudaginn veiddist fyrsti
minkurinn austan Axafjarðar-
heiðar. Hann veiddist í boga við
Sandá. í haust og vetur sáust
minkaslóðir í snjónum.
Nýbofin er ær ein á Gunnars
stöðum og var tvílembd. Þessi
ær bar 10. sept. í haust. Það
lamb fylgir henni einnig.
Nú er hér öklasnjór, jafnfall-
inn, og þungfært á vegum. Ár
og lækir hafa bólgnað upp í
þesari hríð. Ó. H.
SMATT OG STÓRT
HLUTUNUM SNÚIÐ VIÐ
„ísjendingur“ prentar það
réttilega upp í gær, að verka-
mannakaup hafi hækkað um
55% á sama tíma og vöruverð
og þjónusta hækkaði um 84%.
En hann kann ekki að draga
aðrar ályktanir af þessu en þær
að „kaupgjaldið á hverjum tíma
ráði verðlaginu og dýrtíðinni,
hvort sem ritstjóra Dags líki
betur eða verr.“ Talsmenn „við-
reisnarinnar“ hafa alla tíð reynt
að skella skuldinni af óðaverð-
bólgunni á launþega. Þeir gera
það jafnvel með þær staðreynd-
ir í höndum, að verkalaunin
hækkuðu um aðeins 55% á
sama tíma og vöruverð ag þjón
usta hækaði um 84%. Þannig
snúa þeir hlutunum algerlega
við, enda dugar ekkert minna
til réttlætingar.
VERÐBÓLGAN MEIRI EN
KAUPHÆKKANIRNAR
Ríkisstjórnin liefur, því mið-
ur, ekki haft neinn hemil á
vexti dýrtíðarinnar, svo sem
allir vita og stjórnin sjálf við-
urkennir. Hún hefur hvað eft-
ir annað sjálf sprengt þá
ramma, sem settir liafa verið
með kaupgjaldssamningum.
Verðbólguvöxturinn hefur
verið langtum meiri en nemur
kauphækkununum. Þess vegna
hefur vinnufriðurinn verið svo
lítill, sem raun ber vitni.
NOKKRAR STAÐREYNDIR
Liklega veit ritstjóri íslend-
ings ekkert um, eða lætur sig
engu varða þær staðreyndir, að
fyrst var kaupgjald hækkað með
lagaboði um 5,4% (jan. 1959).
Síðan var gengislækkunin gerð,
okurvextir lögleiddir, söluskatt-
ur hækkaður og verðlagsbætur
afnumdar. Og hvað varðar. rit-
stjóra íslendings um svo lítil-
fjörlega staðreynd, að í nær tvö
og liálft ár var engin kauphækk
un gerð, en þá rýrnaði kaup-
máttur launa vegna mjög hækk
andi verðlags. Að þeim tíma
liðnum (júní 1961) var svo sam
ið um 10—12% hækkun launa
hjá verkafólki. Það var þá, sem
ríkisstjórnin gerði eitt sitt
mesta óhappaverk með því að
fella gengi krónunnar á ný. Þá
urðu auðvitað verðhækkanir á
öllum sviðum, og verðbólguþró-
unin liefur síðan sett svip sinn
á allt efnahagslíf þjóðarinnar í
vaxandi mæli. Á þetta hefur
ritstjóri íslendings horft og
þreifað á sjálfur. En ályktunar-
gáfa hans er ekki þroskaðri en
svo, að hann lætur sér særna að
fullyrða, að kaupgjaldið eitt
ráði verðlaginu í landinu!
i
„ALÞÝÐUMAÐURINN“
HREKKUR VIÐ
Alþýðumaðurinn birtir í gær
stefnu sína í verkalíðs- og
kaupgjaldsmálum! Virðist blað-
í varnarsamtökum þeirra.
í samræmi við þá stefnu, sem
lýst var yfir, þegar varnarsamn
ingurinn var gerður, vill Fram-
sóknarflokkurinn vinna að því,
að varnarliðið hverfi úr landi,
svo fljótt sem auðið er, og legg-
ur jafnframt á það ríka áherzlu,
að það er á valdi fslendinga
sjálfra, hvort liér dvelur varnar-
lið og hvernig vörnum landsins
er fyrir komið.
Framsóknarflokkurinn lýsir
sig andvígan því, að hér sé leyfö
staðsetning kjarnorkuvopna.
Flokksþingið minnir á það, að
íslendingar eiga — eins og
mannkynið allt — örlög sín und
ir því, að friður ríki í heimin-
um, og leggur þess vegna rnikla
áherzlu á, að fulltrúar íslands
á alþjóðavettvangi stuðli af
fremsta megni að sáttum þjóða
í milli, almennri afvopnun og
stöðvun tilrauna með kjarnorku
vopn.“ □
ið hafa hrokkið við vegna 1. maí
og minnst fyrri daga þegar Al-
þýðuflokkurinn barðist fyrir
rétti verkalýðsins og vann að
ýmsum góðum málum undir for
ystu hæfra manna. Þessi stjórn
málaflokkur var upphaflega
stofnaður gegn íhaldinu og pen-
ingavaldinu, en þjónar því nú
dyggilega, jafnvel svo, að Morg
unblaðið segir frá því í léttum
tón, að stefnuskrá flokksins
þekkist naumast frá stefnu Sjálf
stæðisflokksins, svo lítið beri á
milli! Undanfarið hefur Alþýðu-
flokkurinn og málpípur hans
þjónað íhaldinu með vinnukonu
tryggð af fyrstu gráðu, og er ut-
angátta í verkalýðsmálum. □
0&$><S><i»$><&&$><$>$><é><&i»M*&^^
Skáknámskeiði lokið
ÆSKULÝÐSRÁÐ og Skákfé-
lag Akureyrar efndu til nám-
skeiðs í skák. Er námskeiðinu
nýlokið. Þátttakedur voru 25 á
aldrinum 9—14 ára. Leiðbein-
endur voru: Júlíus Bogason,
Jón Ingimarsson o. fl. — Hér á
myndinni eru nokkrir nemend-
anna ásamt Júlíusi Bogasyni.O