Dagur - 06.05.1964, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðannaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Yandi er að
skipta vega-
fénu
SUÐUR í þéttbýlinu við Faxafló-
ann fann ríkisstjórnin ráð til að
hraða vegagerð. Hún tók stórlán er-
lendis og hóf byggingu steinsteyptr-
ar „hraðbrautar" án þess að óska eft-
ir fjárveitingu hjá Alþingi. Þessi
vegur er 38 km eða eins og frá
Breiðumýri til Húsavíkur og er tal-
inn kosta um 240 milljónir króna.
Búið er að leggja um 100 milljónir
krýna í þennan veg. Næst var svo
tekið ríkislán til að byggja Ennisveg
á Snæfellsnesi, sem kosta mun um 15
milljónir króna. Og í fjárlögum
þessa árs er heimild til að taka 6
milljón króna lán í Strákaveg. Alls
staðar er liér um gagnlegar og nauð-
synlegar framkvæmdir að ræða. Allt
eru þetta dýr mannvirki.
En hér í kjördæminu er iíka um
óvenjudýrt mannvirki að ræða, þar
sem er Múlavegur. Þar kosta örfáir
kílómetrar margar milljónir. Ekki
verður annað séð, en að þetta kjör-
dæmi eigi fullan rétt á því, að þetta
dýra mannvirki verði gert fyrir láns-
fé, eins og liliðstæðar framkvæmdir
sunnar eða vestar á landinu, og að
ríkið útvegi lán, sem til þarf. Myndi
þá auðveldara að skipta hinni tak-
mörkuðu upphæð úr vegasjóði.
Á Tjörnesi er líka um að ræða
óvenjulegar framkvæmdir. Nokkur
breið og djúp gil þarf að brúa og er
einni brúnni lokið. Gilin eru brúuð
með mjög háum uppfyllinguin.
Þessar brýr eru taldar til vega og
greiddar af vegafé. Til þessara fram-
kvæmda væri ríkislántaka eðlileg.
Hálsaveg austan Raularhafnar ætti
líka að byggja fyrir ríkislán. Þetta
átti að verða vetrarvegur og þess
vegna var Iiætt við að leggja fé á
Öxarfjarðarheiði. En til að svo megi
verða, vantar ennþá milljónir. Hætt
er við, að ýmsum þyki þröngt fyrir
dyrum, ef ætlunin er að klípa af
þjóðbrautinni um byggðir austan
og vestan heiðar til þess að ljúka
þessum nauðsynjavegi á næstunni.
Endastöð þess vegar er nú mesta út-
flutningshöfn landsins. Mikil um-
ferð er um þennan veg á sumrin,
þegar hann er fær, og þyrfti þó að
vera miklu meiri, þegar búið er að
opna Hellisheiði milli Vopnafjarðar
og Fljóstdalshéraðs. □
Sumarbúðir við Vesfmannsvafn
Ný dráttarbraut og stálskipasmíðastöð
Skafti Áskelsson svarar spurningum blaðsins
trillúbátar að
FYRIR nokkrum missirum var
hér í blaðinu hafinn áróður
fyrir stálskipasmíði og fékk
það mál góðan hljómgrunn.
Ymsir menn, sem höfðu aðstöðu
til að vita meira um þetta mál,
en almennt gerist, lýstu hér
skoðunum sýnum um stálskipa-
smíði á Akureyri, og allir kom-
ust þeir að þeirri niðurstöðu, að
hér væri æskilegt að hefja ný-
smíði stálskipa, ásamt fullkom-
inni viðgerðarþjónustu stálskip-
anna, og að aukin smíði tréskip-
anna væri einnig hin mesta
nauðsyn.
Síðan hefur fallegum og traust
um fiskibátum, allt frá trillum,
upp í rúml. 100 lesta skipum
verið hleypt af stokkunum hjá
Skipasmiðastöð KEA, Slippstöð
inni, Nóa Kristjánssyni og fleiri
aðilum. Nýsmíðar þessar hafa
allar verið úr tré. Og á sama
tíma hafa verið keyptir inn í
landið fjöldi skipa og báta til
að endurnýja og auka fiskveiði-
flotann, auk stærri skipa.
Eins og nú standa sakir, eru
stálskipin orðin yfirgnæfandi í
flotanum. Á tveim stöðum hér
á landi hafa stálskipasmíða-
stöðvar risið upp, báðar á Suð-
Vesturlandi, og með aðsto'ðhins
opinbera. En hér á Akureyri
bíður enn bezta aðstaða lands-
ins til stálskipasmíða, viður-
kenndir og þrautþjálfaðir iðnað-
armenn bíða líka nýrra og
stærri verkefna og sjálft tæki-
færið bíður enn við vaxandi
þörf þó, vegna þess hverja meg-
instefnu fiskiskipasmíðarnar
hafa tekið. Með þetta í huga,
þörf Akureyrar fyrir vaxandi
iðnað og þörf Norðurlands fyr-
ir fullkomnari þjónustu í við-
gerðum og smíði fiskiskipa,
stærri og minni, sneri blaðið
sér um helgina til Skafta Ás-
kelssonar framkvæmdastjóra
Slippstöðvarinnar á Akureyri,
sem er einn af mestu áhuga-
mönnum bæjarins í þessum
málum, og hefur unnið að þeim
í kyrþey.
Við hittum Skafta í þriggja
hæða nýrri stórbyggingu við
Slippinn, þar sem verið er að
setja upp verkstæði, bæði fyrir
járn og tré, lagera, skrifstofur
o. fl. í Slippnum eru bátar til
viðgerðar. í smábátadokkinni
til hliðar eru
koma og fara.
Þetta er eini slippurinn á
Norðurlandi?
Það eru aðeins tvær dráttar-
brautir til hér á landi sem taka
500 tonna skip. Það er þessi
hérna, sem tekur 500 tonn og
dráttarbraut Marselíusar á ísa-
Skafti Áskelsson.
firði, sem einnig tekur upp í
500 tonna skip, og svo Reykja-
vík, sem tekur stærri skip. Vönt
un á dráttarbrautum er mjög
mikil, þar sem ný skip hafa
streymt inn í landið, og stærri
en áður.
Hvernig' er aðstaða á Akur-
eyri til að efla skipasmíðaiðnað-
inn?
Aðstaða er hvergi betri á
landinu og iðnaðarmenn eru
líka fyrir hendi, bæði í tré- og
járnverki, og í svo mörgum
greinum öðrum, sem nýsmíði
skipa þarf með.
Hér hafa lengi verið góðir
skipasmiðir.
Það hefur sýnt sig, að skipa-
smiðir á Akureyri hafa verið á
undan í byggingu tréskipa.
Hefurðu ekki liug á því,
Skafti, að byggja nýja dráttar-
braut?
Jú. Þessi 500 tonna dráttar-
braut hefur enga hliðarfærslu.
Það er því aðeins hægt að taka
upp eitt skip í einu. Það er álit
okkar hér, að þörf sé á nýrri
500 tonna dráttarbraut, sem
gæti tekið á móti flestum þeim
fiskiskipum, sem eru algengust
í dag, til viðgerða. Og þörfin er
brýn og úrbætur mega ekki
dragast á langinn. f nýrri drátt-
arbraut þarf að hafa hliðar-
færslur, svo að hægt sé að hafa
a. m. k. sex skip uppi í einu.
Tíminn milli vertíða er svo
stuttur að það er engin leið að
framkvæma stærri eða tafsam-
ari aðgerðir, nema í nýrri og
fullkominni dráttarbraut.
En livað viltu segja um ný-
smíði stálskipa?
Jafnframt því að bæta að-
stöðu alla til stærri og smærri
viðgerða, þurfum við líka
að fá aðstöðu til að hefja
stálskipasmíði, segir Skafti. Það
er nauðsyn að framkvæma þá
vinnu innanhúss. Til þess þarf
stórbygingu, sem auðvitað kost-
aði mikið fé. Sennilegt er, að
plötusmíðu og vélsmíði yrði þá
staðsett til hliðar við þá bygg-
ingu.
En vantar ekki stálskipa-
smiði?
Iðnaðarmenn okkar myndu
þjálfast fljótlega og yrðu fljótt
®færir um að leysa stálskipa-
smíði vel af hendi. Eðlilegt er,
að tréskipasmiðir fengju rétt-
indi til að standa fyrir stál-
skipasmíði. Þeir eru færir um
svo ótal marga hluti, sem sam-
eiginlegi^' eru við smíði allra
skipa, hvort sem þau eru úr
stál er að ræða. En það eru ein-
in er án efa auðveldari við-
fangs. Og að færa út teikningar
og „slá skip af“ er auðvitað al-
veg eins, hvort sem um tré eða
stál er að læra. En það eru ein-
mitt tréskipasmiðirnir okkar
hér á Akureyri, sem bera af, og
þeirra kunnáttu þarf að færa
yfir í stálið. Og sú hefur þróun-
in verið á Norðurlöndum, a. m.
k. í Noregi, að skipasmíðameist-
ararnir hafa margir farið yfir í
stálskipasmíðarnar, með ágæt-
um árangri og viðeigandi rétt-
indum. Skipaskoðunarstjórinn
hér á landi hefur svipaða skoð-
un á þessu máli. Svo þarf auð-
vitað að sérþjálfa einhverja
menn í vissum greinum, og það
ætti að vera auðvelt.
Stálskip eru nú byggð á tveim
stöðum í landinu?
Jú, við Arnarvoginn og í
Kópavogi. Hér er enn betri að-
staða. Bygging úr stáli er auð-
veldari en úr tré. Og við verð-
um einhvern tíma að byrja.
Hvað um peningahliðina?
Það eru nógir peningar til,
og ég trúi því ekki, fyrri en ég
tek á, að lánastofnanir setji
okkur stólinn fyrir dyrnar í
þessu efni.
Er búið að skipuleggja svæð-
ið hér við slippinn?
Nei, en það er unnið að því
núna. Norðan við slippadokk-
ina hérna, segir Skafti og bend-
ir út um gluggann, er nóg rúm.
Þessu svæði hérna í kring hef-
ur verið haldið auðu. Hér er
því ágætt athafnasvæði, rúm
fyrir nýja dráttarbraut og stór-
hýsi fyrir stálskipasmíðar með
tilheyrandi verkstæðum. Að-
staða er eins og bezt verður á
kosið.
Er ekki mikill áhugi í bænum
fyrir nýrri dráttarbraut og stál-
skipasmíðastöð?
Það er alvég sama við hvern
maður talar um þau mál. Áliugi
(Framhald á blaðsíðu 7).
EINS og undanfarin sumur mun
Þjóðkirkjan veita börnum tæki-
færi til þess að dvelja ákveðinn
tíma í sumarbúðum við holl við
fangsefni, leiki, föndur, söng
og andlegar iðkanir.
Er merkum áfanga náð nú í
sumar, þar sem teknar verða í
notkun nýjar sumarbúðir, sem
kirkjan hefur reist við Vest-
mannsvatn í Suður-Þingeyjar-
sýslu. Munu búðirnar verða
vígðar af biskupi, herra Sigur-
birni Einarssyni, þann 28. júní
n. k. En síðan hefjast sjálfar búð
irnar með flokki fyrir drengi,
sem byrjar 29. júní. Eru fyrst
drengjaflokkar í hálfan mánuð
hvor. En síðan eru tveir flokkar
fyrir telpur og hefst sá fyrri
þann 29. júlí. Eru þessar sumar-
búðir aðallega ætlaðar norð-
lenzkum börnum.
Sunnanlands verða búðir eins
og undanfarin sumur á Klepp-
járnsreykjum í Borgarfirði, og
munu þær hefjast í byrjun júní
með einum flokki fyrir bæði
drengi og telpur á aldrinum
8—10 ára. En þann 22. júní hefst
fyrri drengjaflokkurinn. En
tveir flokkar fyrir telpur verða
25. júlí til 21. ágúst.
Að undanskildum fyrsta
flokknum í búðunum að Klepp-
járnsreykjum er yngst hægt að
taka börn, sem fædd eru árið
1955.
Upplýsingar um búðirnar veit
ir æskulýðsfulltrúi við biskups-
embættið í Reykjavik milli kl.
1 og 3 í síma 12236 og tekur
hann einnig á móti pöntunum.
En sóknarprestarnir á Akur-
eyri og prófasturinn í Suður-
Þingeyjarsýslu taka á móti
pöntunum í búðirnar við Vest-
mannsvatn. (Frá Æskulýðs-
starfi Þjóðkirkjunnar).
Frá Barnaverndarfél.
BARNAVERNDARFÉLAG Ak
ureyrar hélt nýlega aðalfund
sinn. í skýrslu formanns kom
fram, að rekstur leikskólans
við Gránufélagsgötu hefur geng
ið vel, aðsókn mikil að skólan-
um og ekki alltaf hægt að full-
nægja eftirspurn. Á fundinum
ríkti áhugi á stofnun upptöku-
heimilis fyrir börn, því þörfin
fyrir slíkt heimili í bænum er
orðin næsta brýn. Mun það
verða næsta verk efni Barna-
verndarfélagsins að koma því á
fót.
Eiríkur Sigurðsson skólastjóri,
sem verið hefur formaður fé-
lagsins alls 11 ár baðst eindreg-
ið undan endurkosningu og var
sr. Birgir Snæbjörnsson kjörinn
formaður í hans stað. Fráfar-
andi formanni voru fluttar alúð
arþakkir fyrir ötult og óeigin-
gjarnt starf í þágu félagsins
fyrr og síðar. Aðrir í stjórn fé-
lagsins eru sr. Pétur Sigurgeirs-
son, Páll Gunnarsson, Hannes
J. Magnússon og Kristbjörg
Pétursdóttir. Q
BÆJARVINNA
Fokdreifum hefur broizt bréf
frá S. D. um bæjarvinnuna og
leiðréttir hann í upphafi þá mis-
sögn, að borið hafi verið ryk-
bindiefni í Hrafnagilsstræti,
heldur hafi það verið Spítala-
vegur allur. Síðan heldur hann
áfram:
Nú þurfa bílstjórar bæjarins
ekki framar að illskast út af
þessu rykbindiefni. Síðustu
tunnurnar af því eru komnar
út, og ekki hefur verið pantað
neitt af nýju. Geymdar eru ör-
fáar tunnur til að rykbinda síð-
ar framan við Pálmholt í Sum-
ar.
Það er og gleðilegt að tekinn
hefur verið upp sá háttur, að
aka sjó á götur bæjarins. Er það
haldbetra efni en vatnið og alls
ekki svo hættulegt bílum, sem
dónar í bílstjórastétt vilja vera
láta. Allt um það gat einhver
dóninn á einu viðgerðarverk-
stæðinu ekki stillt sig um það
hérna um daginn, að hengja
spjald með áletran á hlut sem
bærinn hafði þar til viðgerðar,
og var áletrun þessi sletta
til „saltpumpunnar“. Hefur að
vísu engin „saltpumpa“ verið
keypt hér í bæ, hvorki af opin-
berum aðilum né einstakling-
um, en skildist hvað meint var.
Ég álít að við skiptum ekki oft-
ar við saltpumpuhausa.
Skárra er að líta í hugarheim
þess, sem í Fokdreifunum heit-
ir X, þ. e. skakkur kross, og get-
ur því naumast verið kristinn.
Allt um það kemur hann inn á
tímabærar umbætur í hreinsun
gatna. Verður þó að taka tillit
til þess, að næturvinna er dýr-
ari, og er rykið því aðallega að
kenna samtökum okkar verka-
manna á daginn, hvað sem segja
skal um ryk nóttanna. Þetta
veit hver einasti lóuþræll og er
merkilegt að menn skuli vera
ófróðari. Kaup á nýjum tækjum
kosta peninga, og ekki hefur
sjálfstæðis-, framsóknar-, al-
þýðuflokks- og kommaíhaldinu
MYNDIN er af malbik-
un Aðalstrætis s.I. sum-
ar. Talið frá hægri er
fyrstur Axel Kristjánss-
son, þá Jón Hjaltalín,
Jörundur Jóhannesson,
Egill Eðvarðsson, Oli
Kristdórsson og Sigurð-
ur Draumland. Vantaði
þá aðalhöfðingjann, Jón
Vopna, liafði hann geng-
ið frá — en hann kom
aftur. — Myndina tók
Sigfús Hansen.
í bæjarstjórn vorri þótt girni-
legt að hækka útsvörin, úr því
sem komið er. Að vísu gleðilegt,
ef þetta er vottur þess að vald-
ið er farið að sjá að sér. Og til-
vinnandi að sýna ryk til sam-
lætis nýjum skilningi. En við
sjáum nú hvað setur, ef bitið er
vel á sanngirnis-öngulinn við
væntanlega kaupsamninga.
S. D.
KRIAN ER KOMIN
HINN 27. apríl sáust fyrstu
kríurnar í nágrenni Akureyrar.
En lítið ber á henni meðal þús-
unda hettumáfa, sem þekja
Leirurnai' og hafa í raun og
veru lagt undir sig varplönd
hennar.
Farfuglar eru þegar farnir að
undirbúa hreiðurgerð sína þótt
ennþá sé svalt í veðri. Þrestir
hafa þegar ungað út. Q
— Skilurðu það ekki, Iðunn, að þú verður að koma austur aftur,
koma heim í sveitina okkar og búa með mér í rúmgóðu, mannauðu
húsunum á Hellulandi!
Iðunn felur andlitið í arnikrika Jörundar. Hún veit, að nú verður
hún eitthvað að segja. Nú bíður Jörundur þess, að hún svari honum.
Hún verður! Þar liggur engin leið fram hjá. En hvað er það, sem
laumast að henni og lætur hana hika með svarið? Er það ekki ein-
mitt þetta, sem hún hefir óskað og þráð að heyra Jörund segja? Er
það ekki þetta, sem hún hefir beðið eftir? Ætti þetta ekki að vera
nægilega ákveðið fyrir framtíð hennar? Getur hún óskað nokkurs
annars frekar en að vita sig elskaða af þeim, sem henni sjálfri þykir
vænt um? Getur það verið, að hik og óvissa sæki á hana
núna?
Nei, hún vill ekki kalla það óvissu! Því hún veit með vissu, að
henni þykir vænt um Jörund og finnst hún vera óhagganlega tengd
honum á þessari stundu, já, enn sterkara en áður! En samt — samt
vill hún ekki bindast honum enn þá. Því að hún veit, að hanna skort-
ir enn mátt til að rjúfa öll bönd við Harald Gilde. Ekki fyrr en
hún kynnist honum nánar, já, fullkomlega. Hefir hann þá slíkt vald
yfir henni? Nei, í rauninni ekki! En það er eitthvað innra með henni,
sem andæfir því, að hún bindist Jörundi enn þá. Rödd sem segir
henni, að hún verði ekki ánægð með neitt, fyrr en hún hafi gert sér
allt þetta ljóst!
En hvernig er þessu annars þannig farið? Hún sem hefði bundizt
Jörundi hiklaust, hefði hann spurt hana fyrr, þegar þau voru bæði
saman inni í höfuðborginni? Er það þá þetta síðasta missiri, sem
hefir orðið henni svo örlagaríkt? Hefir dvölin hérna í bænum meðal
ókunnugra gerbreytt henni svo algerlega? Veitt henni nýtt skyn og
skilning á mannfólkinu, lífinu og öllu saman? Hefir það fært hana
nær því marki, sem hugarórar hennar leita að? Hún áræðir ekki að
trúa því. En hún vill fyrst reyna þetta enn um hríð í bænum hér
syðra.
Ef til vill mun tíminn framundan gera hana sterkari og öruggari
um réttdæmi á þeim, sem hún umgengst og lifir með. Þess vegna
getur hún ekki svarað Jörundi núna. Hún biður hann heldur ekki
að bíða. Hún segir aðeins þetta, að henni þyki vænt um hann, og að
hún óski einskis frekar en að vera hjá honum á Hellulandi. En innra
með henni er eitthvað sem andæfir tilhneigingunni að birida sig nú
þegar, og við þetta ræður hún ekki sjálf!
— En einhvern tíma? segir Jörundur og strýkur létt um hár
hennar.
—< Ef til vill einhvern tíma, — segir hún og tekur Við innilegum
(kossi Jörundar. Hún kyssir hann aftur og leggur í koss sinn allar til-
finningar sínar. Hann verður að trúa því, að henni þyki agalega vænt
um hann! — Kannski er það erfitt fyrir Jörund að trúa þessu. Og
kannski enn erfiðara fyrir hana sjálfa. Og ef til vill meiningarlaust
allt saman! En þyki Jörundi eins vænt um hana, og hún telur sig
hafa fengið sannanir fyrir, þá mun hann geta beðið eftir henni —
og tekið við henni, þegar hún kemur til hans! En fyrst um sinn skulu
þau bæði fá að standa frjáls og frí. Því bindist hún Jörundi núna,
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLNA BORGIN
S
35
myndi samvizka hennar andmæla því, fyrst hún gæfi honum ekki
allan hug sinn og hjarta!
Hún veit ekki, hve lengi þau hafa legið þarna þversum yfir lok-
rekkjuna. Hún veit aðeins, að það er óralengi, og að Jörundur held-
ur í höndina á henni. Þau segja örfá orð öðru hverju. Kyrrðin er
dásamleg. Næturblærinn er hættur að bæra rekkjutjöldin. Dagrenn-
ingin er óðum að nálgast
XVI.
Sigríður hefur nú alein haft íbúð þeirra þremenninganna á aðra
viku. Það hefir satt að segja verið dásamlegt. Hún hefir haft það
frjálst og frtt á alla vegu. Hvað gæti líka verið betra en að vera
algerlega frjáls og geta hagað sér eftir eigin höfði, án þess að aðrir
séu að gripa framí með aðfinnslur og allskonar gagnrýni.
Á hinn bóginn hefir satt að segja kannski orðið helzt til lítið
með svefn siðustu næturnar. Og hún hefir ekki verið vel upplögð
til vinnu sinnar í Snýrtistofnuninni suma morgna. Það hefir ekki
verið tækifæri til að hátta snemma á kvöldin. Alltaf hefir einhver
vinurinn hennar komið upp til hennar á kvöldin. Og sumir kannski
harla seint, já jafnvel eftir miðnætti.
Hún hefir þá orðið gröm við þá og talsvert byrst, en samt ekki
neitt harðneskjuleg í orði né æði. Hún þekkir þá svo vel, piltana
þá arna. Hún hefir verið með þeim á skemmtunum, og þeir eru
félagar hennar i skemmtiferðum og fríum. að væri því ekki viðeig-
andi að loka þá úti! Enda væru þeir alltaf svo kumpánlegir við
hana.
Það er annars skritinn munur á skoðunum ýmsra um viss málefni.
Sigríður minnist þess, að hún talaði eitt sinn við Iðunni um kossa
og þess háttar. Iðunn hafði fullyrt, að kossar væru annað og meira
en aðeins t. d. kveðja með handabandi. Þessvegna gæti hún ekki
hugsað sér að kyssa nokkurn annan pilt en þann, sem hún mæti
öllum öðrum framar. .
Þessu gat Sigrður alls ekki verið sammála. Hún kyssti heldur
ekki aðra pilta en þá, sem henni litist vel á. Þegar henni nú lízt
vel á marga! Hún er nú þannig gerð, að hún getur ekki tengst nein-
um einum sérstaklega. Hún gæti víst ekki orðið skotin í aðeins
einum pilti. Og hvernig færi þá ef hún trúlofaðist? Myndi hún geta
sætt sig við þann eina. Og fyrst hún er svona sveimhuga í þessum
málum, gæti vel farið svo, að þótt hún væri trúlofuð, sæi hún
kannski annan, sem henni litist enn betur á. Og þá sæi hún eftir að
vera bundin hinum!
Mamma hennar hafði svo oft sagt við hana, að hún ætti að halda
sig aðeins að einum og sama pilti. En hún mamma þekkir ekki til
þess, hve erfitt þetta er í borginni, þar sem um svo marga pilta er
að velja. Ekki getur hún gert að því, þótt hún verði skotin i hinum
og þessum. Vinkonur hennar sumar eru farnar að velja sér hver
sinn. — Það er nú gott og blessað! Gæti hún aðeins orðið svo
skotin í einum, að hún liti ekki við hinum! Jæja: Kannski lízt henni
nú betur á hann, sem hún væntir í kvöld en nokkurn hinna! Ef til
vill segir hann líka eitthvað sérstakt við hana í kvöld. Og kannski
hún hlaupi þá í það að trúlofa sig í hvelli.
Já, hún ætti víst alls ekki að sleppa þessum pilti frá sér. Henni
lízt bara vel á hann. Og það er gott atriði. Og þar næst er hann
sonur sæmilega ríks kaupmanns. Og ekki er hægt að loka augunum
fyrir þess háttar. Og hún minnist gamla máltækisins: — Bítast
jálkar við jötuna tóma! — Hún er ekki orðin tuttugu og þriggja ára
til ónýtis. Hún verður því að athuga málin nú skynsamlegar en
áður. Annars hefir hún alltaf ásett sér að giftast aldrei neinum
fátæklingi, og alls ekki inn á bændabýli! Nei, i hamingju bænum,
alls ekki!
Hefði Lárus, — nei hún vill alls ekki hugsa til hans.— En hefði
Lárus haft reglulega góða atvinnu í borginni — þá hefði hún litið
hann öðrum augum. — Nei, Lárusi hefir hún algerlega varpað á
glæ fyrir fullt og allt!
En hann sem hún' býzt við í kvöld — svei, hve hann er seinn!
En það er vist bara hún sem er óþolinmóð. Klukkan hefir enn ekki
slegið níu. Bara að einhver hinna peyanna komi nú ekki valsandi
upp í kvöld. Það væri slysalegt! Erlingur myndi ekki sætta sig við
það. Þá myndi hann halda, að hún hefði vina-heimósknir á öllum
timum sólarhringsins! — En í kvöld kemur Erlingur! Hann skal fá
kaffi og kryddvín. (Líkör: Munkaveig).
Sigriður lítur enn einu sinni yfir borðið. Hún hefði víst ekki átt
að kaupa líkörinn. Hann er skolli dýr. En það er svo snautlegt að
eða ekki. Hún þekir hann annars allvel, en æ-i, skyldi kjóllinn sá
arna fara henni nógu vel? Já, hann er vst alveg sæmilegur.
Æ-i, hún hefði átt að fá sér mikið af nýjum fötum fyrir haustið.
En hvaðan ættu peningarnir að koma? Hún átti ekki mikið eftir af
júlílaununum sínum. Kannski þó nægilegt fyrir einum silkisokkum.
Sigríður ætlar sér að verða borgar-dama. Og hún hugsar sér hátt.
hafa ekkert gott að bjóða upp á. Og svo varð hún áð gera mannamun.
fyrst Erlingur var væntanlegur! Annars veit hún ekki hvernig hann
er raunverulega, hvort hann er sérlega tiltektarsamur í hvívetna
Hún ætlar sér að ná í mann, sem hún er ánægð með, mann sem
hefir góða atvinnu, og er auk þess sæmilega efnaður.
Framhald.