Dagur - 06.05.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 06.05.1964, Blaðsíða 8
F 8 \ SMÁTT ÖG STÓRT Frá vinslri: Anna Björnsdóttir, Kristjana Jónsdóttir, Ragnliild- ur Steingrímsdóttir og litla stúlkan heitir Eva Þ. Haralds- dóttir. Myndin er tekin fyrir æf- ingu í fyrrakvöld. (Ljósm. E.D.) VIÐBÓTARSPURNINGAR TIL MAGNÚSAR Þar sem Magnús Jónsson al- þingismaður er ekki pennalatur maður, er rétt að víkja til hans nokrum spurningum til viðbét- ar þeim, sem fram voru bomar í síðasta tölublaði. En þær erH þessar: Er Magnús Jónsson ekki þeirr ar skoðunar, að Norður- og Austurland eigi sama rétt og Stór-Reykjavík til þess að kom- ið verði í veg fyrir skort á raf- magni til almenningsnota. Og er hann einnig þeirrar skoðunar að orkuframleiðsla án stóriðju- virkjunar myndi verða ódýrari sunnanlands en norðan? Er það satt, að áætlunum um mannvirkjagerð og stærð orku- vers við Búrfell hafi verið breytt mjög verulega síðan Ak- ureyrarfundurinn var lialdinn 1962, og ef svo er, í hverju eru þá breytingarnar fólgnar og af hvaða ástæðum hafa þær verið gerðar? Kallar Magnús Jónsson það „lireppapólitík“ að vinna að því, að ráðgerð stórvirkjun verði gerð á Norðurlandi? Ef svo er ekki, hvað á hann þá við með orðinu „hreppapóli- tík“ í ritgerð sinni í fslendingi, og áður er til vitnað, í þessum fyrirspurnum? DAGA STÓRMÁLIN UPPI? Síðustu fréttir að sunnan henna, að liorfur séu á, að Al- þingi ljúki fyrir hvítasunnu. Ráðagerðir stjórnarflokkanna um löggjöf í efnahagsmálun og um stórvirkjunarmál og stór- iðjumál á þessu þingi liafa þá að líkinum farið út um þúfur. Því ekki bólar enn á tillögum í þá átt. LANDSHAFNÍR OG AÐRAR IIAFNIR Framsóknarmenn liafa lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um bráðabirgðabreytingar á lögum frá 1946, um hafnar- gerðir og lendingarbætur. •— Leggja þeir til, að ríkisframlagiS til hafna verði hækkað úr 49% af framkvæmdakostnaðinum upp í 65%. Til eru svokallaðar landshafnir og greiðir ríkið þar allan kostnað eins og við þjóð- vegi. En fjöldi sveitarfélaga, þar sem ekki eru landshafnir, er skuldum vafinn og getur ekki greitt vexti og afborganir af svo háum uppliæðum, sem þar er um að ræða, enda engin von til þess, þar sem flest þessi mannvirki eru í smiðum og ekki farin að bera fullan árang- ur. Ríkið verður svo að borga af lánunum, og reynir nú í seinni tíð að reyta af söluskatts- hluta sveitarfélaga í staðinn, og er þessi framkvæmd öll gölluð. Nær er að hækka hreinlega rík- isframlagið. STJÓRNMÁLADAGSKRA ÚT V ARPSINS Hugboð Dags um, að eitthvað sé bogið við liina sakleysislegu — og í bili fremur vinsælu — stjórnmáladagskrá ríkisútvarps- ins, hefur nú hlotið staðfestingu á Alþingi. Fyrir nokkrum dögum kvaddi Skúli Guðmundsson sér hljóðs í sameinuðu þingi og beindi þeim tilmælum til menntamála- ráðherra, að hann láti taka til athugunar, hvort það samrým- ist lilutleysi útvarpsins að láta lesa í morgunútvarpinu forystu greinar úr tveim dagblöðum sama flokks, sem væri það sarna og að hafa tvöfaldan ræðutíma. Út af þessu spunnust umræður. Tóku þrír ráðherrar þátt í þeim og nokkrir aðrir þingmenn. Gísli Guðmundsson sagði að blöð í Reykjavík ættu ekki að hafa einkarétt til að láta rödd sína heyrast í útvarpi. Ef lesið væri úr blöðum, ætti jöfnum (Framhald á blaðsíðu 7). GUNNAR EYJÓLFSSON Ieikari frá Reykjavík. Frá vinstri: Steinn Karlsson, Kristján Kristjánsson, Árni Böðvarsson, Jón Ingólfsson, Sæmundur Andersson og Kjartan Ólafsson í búningsherberginu. (Ljósmynd E. D.) Galdra-Loftur verður frumsýnd- sýndur á Akureyri á föstudag Leikstjórinn er Ragnhildur Steingrímsdóttir Gunnar Eyjólfsson leikur Galdra-Loft GALDRA-LOFTUR, liið magnþrungna og rammíslenzka leikrit Jóhanns Sigurjónssonar skálds frá Laxamýri, verður frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri á föstudaginn, 8. maí n. k., undir Ieikstjórn Ragnhildar Steingrímsdóttur. Það er Leikfélag Akur- eyrar, sem þetta fræga, en vandmeðfarna verkefni, tekur til með- ferðar, og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Formaður LA, Jóhann Ög- mundsson, var svo heppinn að fá til samstarfs hinn kunna leik ara Þjóðleikhússins, GunnEy- Eyjólfsson, sem fer með aðal- hlutverkið, sjálfan Galdra-Loft. Með komu þjóðkunns leikara frá Þjóðleikhúsinu hingað norð- ur, er vonandi brotið blað í leikhúsmálum utan höfuðstað- arins, ef framhald getur orðið á slíkri aðstoð við leikfélög hinna ýmsu staða utan höfuðborgar- innar. Fimmtán leikendur eru í sjón BIFKEÍÐATJÓNIN VAXA STÓRLEGA TRY GGING AFÉLÖGIN hafa nú ákveðið að hækka iðgjalda- tryggingar af bifreiðum um 50 %. Ástæður eru taldar þær, að bifreiðatjónin vaxa með ári hverju, og verð- og kauphækk- anir, eykur stórlega viðgerðar- kostnað og alla þjónustu. Met- innflutningur var á bifreiðum á síðasta ári. Talið er, að á síðasta ári hafi orðið tap á öllum bifreiðatrygg- ingum í landinu. Er hækkun á ■tryggingagjöldunum bein afleið- ing þessa, en er að sjálfsögðu ekkert fagnaðarefni, fremur en aðrar hækkanir, sem dunið hafa yfir síðustu vikur og mánuði. 3SSSSSSSSSS333333S333>SSSSS33SSSS3S m--------> leiknum. Helztu leikendur auk Gunnars Eyjólfssonar eru: Ragnhildur Steingrímsdóttir, sem leikur Steinunni og Þói’ey Aðalsteinsdóttir, sem leikur Dísu biskupsdóttur. Anna Björnsdóttir leikur biskups- frúna og Kristjana Jónsdóttir vinnukonu. Guðmundur Magn- ússon leikur biskupinn, Guð- mundur Gunnai-sson í-áðsmann, Marínó Þoi-steinsson leikur Ól- af og Kristján Kristjánsson blinda manninn. Höfundurinn, Jóhann Sigui’- jónsson, gerðist ungur rithöf- undur á dönsku, fyi’stur íslend- inga, og hann varð fyrstur ís- lendinga til að öðlast Evrópu- frægð fyrir skáldverk sín. Eftir hann eru leikritin Fjalla Ey- vindur, dr. Rung, Bóndinn á Hrauni, Galdi’a-Loftur og Lyga- Mörðui’. Jóhann Sigurjónsson dó 1919 tæplega fimmtugur að aldri. □ INNBROT OG ÁFENGISSMYGL AÐFARARNÓTT sl. laugar- dags var brotizt inn í Fisk- búðina á Dalvík, en eigandi hennar er Þórarinn Kristjáns son. Innbrotsþjófurinn hafði á brott með sér peningakass- ann og voru í lionum nokkur þúsund krónur. Síðdegis á laugardaginn var handtekinn á Akureyri ungur maður úr Svarfaðar- dal og hefur hann nú játað á : sig verknaðinn, sem hann framdi undir áhrifum áfeng- is. — Honum var sleppt úr fangageymslu í gær. Tögreglan á Akureyri gerði í fyrradag áfengisleit í dýpkunarskipinu Gretti, sem nú er á Dalvík. Áfengi fannst ekki. En lögreglan handtók tvo menn af skipinu og setti í „steininn“ vegna áfengis-1 sölu þar ytra. í gær játaði annar fanginn bæði smygl og áfengissölu á Dalvík, m. a. seldi liann ung- lingum áfengi. Ilinn hefur ekki játað og situr ennþá inni. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.