Dagur - 10.06.1964, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1964, Blaðsíða 2
Nokkrir þátttakendur í sambandsráösíundinum vió sundlaugina að Laugalandi. Tveir Akureyringar kjörnir heiðursfélagar í. S. í. SAMBANDSRÁÐSFUNDUR íþróttasambands íslands var haldinn í Skíðahótelinu í Hlíð- arfjalli laugardaginn 6. þ. m. Er það í fyrsta skipti sem slík- ur fundur er haldinn utan Reykjavíkur. Gísli Halldórsson forseti ÍSÍ setti fundinn og stjórnaði hon- um. Lögð var fram skýrsla framkvæmdastjórnar fyrir tíma •bilið frá síðasta sambandsráðs- fnudi 8. des. s.l. í skýrslunni kom fram að íþróttasambandið hefur nú feng ið aukið fjármagn til starfsemi sinnar. Er ákveðið aS verja því fé m. a. til styrktar útbreiðslu íþrótta í landinu. Einnig munu sambandsaðilar fá aukinn fjár- Mótaskrá Í.B.A. fyrir JÚNÍ 6.— 7. Róðrarmót. 10. Knattspyrna.— Vormót II. flokkur. 14. Knattspyrnum. íslands. II. deild. ÍBÍ:ÍBA á ísafirði. 13. Fyrri hluti 17. júní móts í frjálsum íþrótt- um. 17. Síðari hluti 17. júní móts í frjálsum íþrótt- um. 21. Knattspyrnum. íslands. II. deild. XBA:KS á Ak- ureyri. 20.—21. Sundmeistaramót ís- lands á Akureyri. 28. Knattspyrnum. íslands. II. deild. ÍBA:Tinda- stóll á Akureyri. □ 17. JLNI MOTIÐ FYRRI HLUTI 17. júní-mótsins á Akureyri fer fram laugardag- inn 13. júní kl. 2 e. h. Verður þá keppt í eftirtöldum greinum karla: 200 m hlaupi, kringlu- kasti, 400 m hlaupi, stangar- stökki, 1500 m hlaupi og ein aukagrein verður, langstökk, □ f & Ármann Dalmannsson og Hermann Stefánsson. (Ljósmynd: H. S.) stuðning í samræmi við störf sín. ÍSÍ með aðstoð einstakrá héraðssambanda hafa þegar haf- izt handa um útbreiðslustarfið. Um miðjan þennan mánuð hefj- ast að Núpi og Laugum nám- skeið í íþróttum og félagsstarfi fyrir unglinga á aldrinum 12 til 16 ára, og í undirbúningi eru sams konar námskeið í Reykja- skóla, á Sauðárkróki og að Eið- um. Þessi námskeið standa í 10 daga hvort. Einnig ætlar ÍSÍ að starfrækja sumarbúðir fyrir börn í Reykholti í júní og júlí. Unnið hefur verið að út- breiðslu íþróttamerkisins. íþróttablaðið, sem ÍSÍ tók að sér, hefur komið reg’.ulega út, vel úr garði gert. Á sambandsráðsfundinum var tekin ákvörðun um fjárveiting- ar til útbreiðslustarfa sérsam- bandanna og gerðar tillögur um úthlutun kennslustyrkja. Sam- þykkt var að næsta íþróttaþing íþróttasambands íslands verði haldið í Reykjavík 19. og 20. september n. k. Sambandsráðsfundurinn sam- þykkti einróma að kjósa þá Ármann Dalmannsson fyrrver- andi formann íþróttabandalags Akureyrar og Hermann Stefáns- son fyrrverandi formann Skíða- sambands Islands heiðursfélaga I'SÍ — fyrir mikil og vel unnin störf í þágu íþrótta- mála á Akureyri og íþrótta- hreyfingarinnar í landinu í heild. En þessi viðurkenning mesta sæmd sem ÍSÍ veitir ein- staklingum. Þá var Magnús E. Guðjónsson sæmdur gullmerki ÍSf fyrir góðan stuðning við íþróttamann- virki á Akureyri. Voru þessar viðurkenningar kunngerðar í hádegisverðarboði í Skíðahótel- inu. íþróttaráð Akureyrar bauð fundarmönnum í síðdegiskaffi, íþróttabandalag Akureyrar í kvöldveizlu og Skíðaráð Akur- eyrar í kvöldkaffi. Voru þessi boð mjög ánægjuleg og án alls íburðar, sem vera ber. Ungmennasamband Eyjafjarð ar og íþróttabandalag Akureyr- ar buðu fundarmönnum í öku- ferð fram Eyjafjörð undir leið- sögn Ármanns Dalmannssonar. Var höfð viðdvöl á Laugalandi í Ongulstaðahreppi og skoðuð þar nýendurbyggð sundlaug, sem væntanlega verður vígð og tekin í notkun um næstu helgi. Fundarmenn voru mjög ánægðir með móttökur allar og dvöl sína hér, sérstaklega fannst þeim ánægjulegt að búa í hinu glæsilega Skíðahóteli. □ ÞING STÓRSTÚKU ÍSLANDS HALDIÐ Á AKUREYRI UM NÆSTU HELGI í TILEFNI AF 80 ára afmæli Góðtemplarareglunnar á íslandi verður Stórstúkuþing nú hald- ið hér í bæ, — á stofnstað Regl- unnar. Þingið verður sett laugardag-- inn 13. júní kl. 10 árdegis, í Oddeyrarskóla og lýkur með samsæti í Sjálfstæðishúsinu á mánudagskvöld. Ollum félögum Reglunnar er þar heimill að- gangur, ásamt gestum sínum og liggur áskriftalisti frammi í Oddeyrarskóla, sími 2886, og verða þar veittar allar nánari upplýsingar. Á sunnudagsmorgun verður hlýtt messu í Akureyrarkirkju kl. 10,30 f. h. Séra Birgir Snæ- björnsson predikar. Ef veður leyfir, verður gengið í skrúð- göngu frá Hótel Varðborg til kirkjunnar og er þess óskað, að sem flestir templarar, yngri og eldri, verði þar þátttakendur. í sambandi við þetta afmælis- þing leyfir undirbúningsnefndin sér að vekja sérstaka athygli allra velunnara Góðtemplara- reglunnar, á Afmælissjóði Stór- stúkunnar, sem ætlað er það hlutverk að efla bindindisstarf- ið í landinu. Sjóðurinn veitir viðtöku hvers konar áheitum og gjöfum, og væntir nefndin þess, að ýmsir vilji minnast hans í tilefni dagsins. í sambandi við Stórstúkuþing ið verður haldið þing Unglinga- reglunnar, sem hefst að Bjargi föstudaginn 12. júní kl. 10 f. h. og líkur þann sama dag. Eru allir barnastúkufélagar, sem í bænum verða, beðnir að mæta þar og koma í búningum. Gera má ráð fyrir að 60—70 fulltrúar, auk ‘margra gesta, sitji þetta afmælisþing. ( F r éttatilkynning ). - Rekstursafkoma F. í. jákvæði á liðnu ári (Framhald af blaðsíðu 1). (61.554) og fluttar voru 937 lest- ir af vörum (1109) og 117,4 lest- ir af pósti (126,9). Alls voru flug vélar félagsins á lofti 9.819 klst. Samanlagður fjöldi arðbærra farþega í innanlands- og milli- landaflugi varð því árið 1963, 90.993 og auk þess í leiguflugi 6.510. Samtals 97.503. Þá ræddi Orn forstjóri af- komu félagsins. Þrátt fyrir auk- inn tilkostnað á ýmsum sviðum skilaði félagið nú tekjuafgangi að upphæð kr. 260 þús. og höfðu þá eignir verið afskrifaðar um yfir 12 millj kr. Hagnaður af millilandaflugi varð 5,4 millj. kr. en tap á inn- anlandsflugi 5,2 millj. Miðað við fyrra ár batnaði afkoma innan- landsflugs um 1,7 millj. kr. Heildarvelta félagsins á árinu varð rúmlega 153,8 millj. kr. Starfsfólk félagsins var á ár- inu 350 manns. Á fundinum var samþykkt að greiða hluthöfum 10% ársarð. Endurnýjun flugflotans. Örn Ó. Johnson skýrði frá því, að undanfarið hefðu farið fram athuganir á flugvélakaup- um fyrir innanlandsflugið. — Hann upplýsti, að stjórn Flug- félags íslands hefði samþykkt að leita eftir kaupum á skrúfu- þotu af gerðinni Fokker Friend- ship. Viðræður við fulltrúa verksmiðjunnar hefðu farið fram, en ennþá væri of snemmt að segja um hvort af samning- um yrði. □ NÚERBJARNI | BEN. ÞREYTTUR MOGGINN birti í gær bréf, sem forsætisráðlierrann ritar jæsku Iandsins og skrifar ut- an á til félaga ungra Sjálf- stæðismanna. í bréfi þessu biður hann æskuna að „móta stefnu“ Sjálfstæðisflokksins og byrja á því að kenna flokknum, hvernig eigi að mennta ís- lenzka æsku. Nú er Bjarni þreyttur. Honum tekst með engu móti að dylja hræsnina í þessu bréfi. Út úr því skín daðrið og hræsnin. Hann er þarna eins og veiðimaður, sem rennir berum öngli. Forsætisráðherrann reikn- ar auðvitað með því, að æsk- una skorti lífsreynslu. En þó ! að hana skorti lífsreynsluna — eins og eðlilegt er — þó gleypir hún ekki þennan öngul sjálfselsku forsætisráð- ; herrans. □ ^------ ----------------7 Sund- og róðrarkeppni á Sjómannadaginn í SAMBANDI VIÐ hátíðahöld Sjómannadagsins á Akureyri fór fram keppni í nokkrum íþróttagreinum svo sem venja hefur verið. 1 kappróðri, 500 m, tóku þátt 10 sveitir, 4 drengjasveitir, 4 sveitir landmanna og tvær sveit ir sjómanna. í drengjaflokki vann sveit úr Róðrarklúbb ÆFAK á 2:31,5 mín. Sveit Slippstöðvarinnar vann keppni landmanna á 2:26,8, og sveit Árskógsstrandar vann keppni sjómanna á 2:25,7 mín. og er það annað árið í röð, sem þeir vinna þessa keppni. 25 m björgunarsund. Björn Arason 30,6 sek. Smári Thorarensen 30,8 sek. Birgir Aðalsteinsson 34,5 sek. 35 m stakkasund. Birgir Aðalsteinsson 42,6 sek. Björn Arason 47,4 sek. Smári Thorarensen 48,4 sek. Björn Arason hlaut Atlastöng- ina að þessu sinni fyrir saman- lagðan bezta árangur í báðum sundunum. Keppt var í 7x25 m skyrtu- sundi og vann sveit Björns Þór- issonar á 5:01,4 mín. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.