Dagur - 10.06.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 10.06.1964, Blaðsíða 7
T JÓRUNN LJÓSMÓÐIR HÆTTIR STÖRFUM JÓRUNN BJARNADÓTTIR, Ijósmóðir Akureyrarbæjar, hef- ur nú sagt starfi sínu lausu frá 15. nóv. í haust. Alls hefur hún gegnt ljósmóð- urstörfum í 39 ár, fyrst um 5 ára skeið syðra, en óslitið síðan 1930 hér í bæ. Munu þeir því ófáir hér á Akureyri, og raunar víðar að, sem minnast ljósu sinnar með þakklæti og góðum óskum, nú er hún lætur af störf- um. Launakjör ljósmæðra hafá" alltaf verið bág, og hefur annað og æðra löngum orðið þeim hvatning til starfsins, en öryggi um afkomu og opinber laun, Og kunnugt er, að eftirlaun eru ekki há, og sízt ef þau eru ekki greidd full, enda þótt svo lang- ur starfsdagur sé að baki sem hér. Væri því vart til of mikils mælzt, að bæjarstjórnin á Ak- ureyri heiðraði þessa merku ágætiskonu með sérstökum heiðurslaunum, nú að æfistarfi loknu, eða að minnsta kosti, að hún héldi ljósmóðurlaunum sínum áfram. (Aðsent). - Frá aðalfundi Stétt- arsambands bænda (Framhald af blaðsíðu 1). kaupgjaldsmál bænda séu hald- laus í reynd. Leiðrétta verður útreikning framleiðslukostnað- arins. í þessu skyni verður afl- að sérstakra upplýsinga frá bændum til að styðjast við í sumar. Ennfremur er unnið að, að fá bændur til að færa rekst- ursreikninga. Stjórnin hefur unnið að mörg um málum á árinu, og m. a. lagt mikla vinnu í að útvega land- búnaðinum aukið rekstrarfé, en árangurinn hefur orðið of lítill. Bændur verða að láta veruleg- an hluta tekna sinna sem rekst- ursfé til þeirra aðila, sem vinna og selja vexti af því fé. Þetta verður að breytast á þessu ári. Afkoma bænda var með lak- asta móti s.l. ár, eftir þeim upp- lýsingum, sem þegar eru komn- ar fram, en skattaskýrslur eru ekki endanlega uppgerðar. Skuldasöfnun er talsvert mikil. Heildarskuldir bænda í Stofn- lánadeildum Búnaðarbankans voru við áramót um 605 millj. kr., en lausaskuldasöfnunin í kaupfélögunum jókst um 50 til 60 millj. og er nú um 250 millj. Stafar þetta af mjög ört hækk- andi verðlagi og óvenjumiklum vélakaupum. Misræmi eykst á milli bænda, eftir því hvort þeir voru búnir að rækta og byggja áður en verðlagið rauk upp, eða hafa staðið í byggingunni nú á verð- bólgutímunum síðustu. Þetta misræmi er nú farið að ógna sveitabyggð í sumum landshlut- um, sérstaklega á Austur- og Norðurlandi." □ - VAXANDI ÖLVUN Á AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1) jókst mjög. Þegar út úr bænum kom, jók hinn drukkni ökumað- ur enn hraðann og töldu lög- reglumenn að hann hefði kom- izt upp í um 120 km hraða á klst. Leikurinn barst út Kræk- lingahlíð, Arnarneshrepp og skammt norðan við Rauðuvík á Árskógsströnd var ökumaður- inn loks handsamaður. í baka- leiðinni til Akureyrar, komu lögreglumennirnir að bifreið, sem ekið hafði verið út af veg- inum nálægt Hofi í Arnarnes- hreppi. Stóð ökumaður ölvaður við bíl sinn og taldi allt í bezta lagi! S.l. mánudag hljóp 6 ára barn fyrir bifreið, sem ekið var fram an við Mjólkursamlagið. Bifreið in snerti barnið og kastaðist það i götuna. Hlaut það meiðsli, sem þó eru ekki talin vera mjög stórvægileg. □ MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10,30 árdegis. (í sambandi við þing Stór- stúku íslands). Sálmar nr.: 326, 304, 289, 318 og 681. B. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju á sunnudaginn kemur, kl. 2 e. h. Sálmar nr.: 511, 678, 314, 207 og 675. — Bílferð úr Glerárhverfi. — P. S. MÖÐRU V ALL AKL AU STURS- PRESTAKALL. Guðsþjónusta á Bakka sunnud. 14. júní kl. 2 e. h. Síra Birgir Snæbjörns- son þjónar fyrir altari. Ágúst Sigurðsson stud. theol. pred- ikar. Hátíðarguðsþjónusta á Möðruvöllum 17. júní kl. 11 árdegis. Síra Stefán Snævarr messar. MINJASAFNH), Akureyri. Op- ið alla daga frá kl. 13,30—16. Alveg lokað mánudaga. — Ferðamannahópar geta skoð- að safnið aðra tíma eftir sam- komulagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4 síðdegis, daglega. MATTHÍASARSAFNH) opið kl. 2—4 e. h. alla daga, nema laugardaga. MIÐVIKUDAGSÞÁTTURINN hans Dúa Björnssonar kirkju- garðsvarðar fellur niður að þessu sinni, vegna anna, segir hann. HRINGFERÐ! Lönd og Leiðir efna til kvöldferðar um Eyja- fjörð n. k. fimmtudag. Sjáið nánar í augl. í blaðinu í dag. LESSTOFA ísl.-ameríska fé- lagsins. — Þeir, sem búnir eru að hafa bækur, blöð eða hljómplötur umfram tilskilinn lánstíma, eru beðnir að skila sem fyrst og í síðasta lagi á laugardag. GJAFIR til Fjórðungssjúkra- hússins: Frá Kvenfélaginu Freyju í Arnarneshreppi kr. 1500,00, til kaupa á kertastjök- um og frá Hvöt kr. 1000,00, til Barnadeildarinnar. Innilegar þakkir. Ingibjörg. R. Magnús- dóttir. SÝNING AÐ BJARGI SAMBAND norðl. kvenna er 50 ára um þessar mundir og stendur nú yfir ársþing þess í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli. — í sambandi við afmælið hefur verið komið upp handavinnu- sýningu í félagsheimilinu Bjargi og verður hún opin í dag kl. 14 til 22 og er það síðasti sýningar- dagur. □ Frá Fegrunarfélaginu STJÓRN Fegrunarfélags Akur- eyrar skorar á bæjai'búa til sam starfs við hreinsun lóða og óbyggðra svæða, sem ekki hafa þegar verið hreinsuð. Sérstak- lega eru menn beðnir að losa og setja í hrúgur grastægjur sem vaxa með lóðagirðingum götu megin. Bifreiðar á vegum fé- lagsins munu aka á brott rusli, föstudag og mánudag n. k. — Nánari upplýsingar gefur Jón Kristjánsson, sími 1374. Onnur bæjarblöð eru beðin að birta ofanskráð. • □ HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Mar grét Hallsdóttir bókbands- nemi, Akureyri og Reynir Hjartarson prentnemi, Akur- eyri. Einnig ungfrú Þórhalla Þórhallsdóttir starfsstúlka á Elliheimili Akureyrar og Hjörtur Hjartarson sjómaður, Akureyri. HEILSUVERNDARSTÖÐ AK- UREYRAR: Eftirlit með þung- uðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ungbamaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðsta hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstudaga kl. 2—3,30 e. h. og bólusetningar fyrsta mánudag hvers mánað- ar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarn arstöðvarinnar við Spítala- stíg. ÖRN SMÁRI ARNALDSSON læknir, gegnir störfum mín- um til 15. júlí n. k. Heimilis- fang hans er Þingvallastræti 22. Sími 1542. — Jóhann Þor- kelsson. MINJASAFNIÐ! Opið frá 1,30 til 4 e. h., alla daga, nema mánudaga. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. I.O.G.T. Stúkan Isafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur fimmtu- daginn 11. þ. m. kl. 8,30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða, önnur mál. — Kaffi og kvik- mynd eftir fund. — Æ. t. FJÁRMARK Fjármark mitt er sem hér segir: Hálftaf aftan biti framan hægra. Sneitt frarnan biti aftan vinstra. Gunnlaugur Kárason, Litla-Árskógssandi, Árskógshreppi. TAKIÐ EFTIR! Hefi loftpressu og jarð- ýtu til leigu. Gísli Eiríksson, sími 1641. TRILLA TIL SÖLU 22 feta löng, 15 ha. mótor Uppl. í síma 2709. MÚGAVÉL Wicon-múgavél, sem ný, til sölu. Sími 1166. SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐAR- FJALLÍ. Opið daglega fyrir gistingu og greiðasölu. Borð og matpantanir í síma um 02. — Hótelstjóri. í'jSS' vlc'V vjcS' Q'þ- vcS' ýrý- & | | Innilegar þakkir til barna, tengdabarna og vinafyr- | * ir slieyti og gjafir á <90 ára afmœli mínu. | £ Guð blessi ykkur öll. i V V | KRISTBJÖRG JÓNSDÓTTIR, Brekku, X Glerárliverfi. X % f <£> | Þalika innilega heimsóknir, gjafir og heillaskeyti á sextugsafmceli mínu. — Lifið heil! f 4 PÁLL SIGURÐSSON, Klajyparstig 3, Akureyri. í- Jarðarför JÓHANNS JÚLÍUSSONAR, sem andaðist í Elliheimilinu í Skjaldarvík 3. júní sl., fer fram fra Lögmannshlíðarkirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 2 e. h. Vandamenn. Móðir okkar, KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR frá Stóra-Eyrarlandi, lézt í Fjórðungssjúkralnisinu á Akureyri 6. júní síðastl. Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 12. júní kl. 1.30 e. h. Blóin eru vinsamlegast afþökkuð. Bömin. DAVÍÐ JÓNSSON frá Sjávarbakka andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri föstu- daginn 5. júní. — Jarðarförin fer fram frá Möðruvöll- um í Hörgárdal laugardaginn 13. þ. m. kl. 2 e. h. Vandamenn. STEFÁN STEFÁNSSON, fyrrverandi bóndi á Svalbarði, er andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. þ. m., verður jarðsungin að Svalbarði laugardaginn 13. júní kl. 2. Elín Stefánsdóttir, Kjartan Guðmundsson. Innilegt þakklæti til allra, nær og fjær, sem auð- sýndu okkur samúð og vináttu við fráfall og jarðarför STEFÁNS STEFÁNSSONAR, jámsmiðs, Glerárgötu 2. Sigurlaug Stefánsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sveinn Stefánsson. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför SALÓME SIGURÐARDÓTTUR. Einnig þökkum við læknum og hjúkrunarkonum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, einstaka um- önnun og alúð. Kjartan Kristjánsson, böm og tengdaböm.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.