Dagur - 13.06.1964, Blaðsíða 8

Dagur - 13.06.1964, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT VINNA í Mradtryslihúsí KKA á UaiVik. (L]ósmynil: G. P. K.) menn Minnzt 20 ára afmælis Húsmæðraskólans Frostasiöðum 1. júní. Tuttugu ár eru nú liðin síðan fröken Ingibjörg Jóhannsdóttir brá á það ráð, að stofna kvennaskóla á föðurleifð sinni, Löngumýri í Skagafirði. Rak hún hann síðan sem einkaskóla um 18 ára skeið, af. einstakri atorku og ósér- plægni. Húsaði hún staðinn smátt og smátt svo þar er nú hýbýlakostur orðinn mikill og myndarlegur, leiddi heitt vatn handan úr Reykjarhóli til upp- hitunar skólanum og fram- kvæmdi þar ýmsar umbætur aðrar. Fyrir tveimur árum af- henti svo Ingibjörg þjóðkirkj- unni skólasetrið til eignar og umráða ásamt töluverðu landi þar umhverfis. Hefir hinn nýi eigandi ákveðið að reka skól- ann eftirleiðis sem eins vetrar skóla svo sem háttað er rekstri annarra húsmæðraskóla hér- lendis. í sambandi við skólauppsögn- ina s.l. laugardag var á stór- mannlegan hátt minnst tvítugs- afmælis stofnunarinnar. Lét fröken Ingibjörg það boð út ganga, að allar fyrrverandi námsmeyjar frá Löngumýri væru velkomnar þangað þenn- an dag og ekki nóg með það, Karlakór Akureyrar J syngur á Vestfjörðum KARLAKÓR AKUREYRAR er nú í söngför um Vestfirði. Lagt var af stað í gærmorgun og í gærkveldi söng kórinn í Bjarkar lundi. Áætlað er að halda tvær söngskemmtanir á ísafirði, einá á Flateyri, Þingeyri og Patreks- firði. Áformað er að koma heim að kveldi n. k. þriðjudags. í för þessari taka þátt um 50 manns, þar af 32 'söngmenn og konur þeirra. Söngstjóri er Áskell Jónsson, einsöngvari Jóhann Daníelsson og fararstjóri Árni Böðvars- son. □ heldur einnig allar þær náms- meyjar frá Staðarfelli, sem nutu handleiðslu hennar meðan hún var þar forstöðukona. Sem vænta mátti þekktust fjölmarg- ir nemendur Ingibjargar þetta höfðinglega boð hennar og var nokkuð á fjórða hundrað manns statt á Löngumýri þennan um- rædda dag. Hófst svo hátíðin kl. 6 s.d. með kvöldverðarboði. Að borð- haldi enduðu hófust ræðuhöld og talaði fyrstur sr. Gunnar Gíslason í Glaumbæ, síðan sr. Ingólfur Ástmarsson, biskubs- ritari, sem flutti ávarp og kveðju frá biskupi, Jóhann Sal- berg Guðmundsson, sýslumað- ur, sr. Helgi Tryggvason í Mikla bæ, Halldóra Eggertsdóttir, námsstjóri, Pála Pálsdóttir í Hofsósi, formaður Kvenfélaga- (Framhald á bls. 2.) Ýmsar Iréltir al Langanesi Langanesi 11. júní. Enn er þorsk afli mjög lítill hjá Þórshafnar- bátum. Sauðburði er lokið, að heita má. Bændur eru að ljúka við að bera tilbúna áburðinn á tún sín, en eins og áður var frá sagt, drógst mjög að ein áburð- artegundin kæmi hingað. 25 kúa fjós og tilsvarandi hey- hlöðu er verið að byggja á Sæ- túni í Sauðaneshreppi og hlöðu- byggmgar standa yfir á þrem bæjum í Þistilfirði. Nokkur íbúðarhús eru í smíðum á Þórs- höfn og unnið er að húsi pósts og síma, sem áður var byrjað á. Ekki reyndist unnt að halda áfram byggingu mjólkurstöðvar kaupfélagsins, og engar fram- kvæmdir við höfnina, svo sem vonir stóðu til. En þar á eftir að bæta við fjórum kerum eða 40 metra lengingu bryggjunnar. Einnig bíða framkvæmdir við smábátahöfnina. Hafnir eru mjólkurflutningar frá 13 bændum til Vopnafjarðar. Um lítið mjólkurmagn er enn- þá að ræða. Vegalengdin er um 80 km og hefur Guðbjörn Jó- (Framhald á bls. 2). Fjórir síldarbátar frá Skagaströnd Skagaströnd 11. júní. Trillurnar, sem héðan róa fá lítinn afla. Of- urlítið veiddist af smásíld út hjá Hvammstanga og var síldin flutt á bílum hingað og fryst til beitu. Helga Björg er farin á síld og verið er að búa Keili, Húna og Húna H. á síldina. H. HERFERÐ SÚ, sem Fegrunar- félagið og margir aðrir aðilar, liófu gegn sóðaskap og illri um- gengni í Akureyrarbæ, hefur borið góðan árangur. Það var ekki vinsælt verk að taka mynd- ir af ruslahaugum og hvers kyns ófögnuði við heimili manna og vinnustaði, og birta þær. En samanlagður áróður og vaxandi skilningur almennings á þessum málum, varð til svo mikils gagns, að ónotaleg orð reiðra manna gleymast. Á miðvikudag halda bæiar- búar hátíð, í tilefni af merkis- degi sögunnar og minnast um leið 20 ára afmælis lýðveldis- stofnunarinnar. Og þeir þurfa ekki að bera kinnroða fyrir útlit bæjar síns í heild, því yfirleitt er hann hinn snyrtilegasti og umgengni til fyrirmyndar, þeg- ar á heildina er litið. Á MÓTI FRJÁLSUM IvOSNINGUM? f Alþýðumanninúm 11. júní rekur Bragi raunarsögu flokks manna sinna sem voru í trún- aðarstöðum kaupfélaga, en eru það ekki lengur. Með tilliti til þess, að hvergi þekkjast lýðræð- islegri kosningar en innan sam- vinnufélaganna, og að þar ræð- ur afl atkvæða en ekki fjár- magns eins og í hlutafélögunum, er dómurinn um þessa nefndu vini Braga óumdeilanlegur. — Fólkið kaus aðra en Braga þótti gott — aðra, sem það treysti betur. Það er allt og sumt. Það er að vísu leiðinlegt fyrir menn í trúnaðarstöðum að tapa trausti þess fólks, sem þeir eiga að vinna fyrir. En sárir og von- sviknir Alþýðuflokksmenn verða að skilja það eins og aðrir, að innan samvinnufélag- anna er ekki kosið til lífstíðar, svo er lýðræðislegum kosning- um fyrir að þakka. Það er svo mál Braga og hans flokks, hvort þeim þykir henta að auglýsa vantrú fólksins á mönnunum, sem fólkið vildi ekki kjósa, svo sem gert er í áðurnefndu tölu- blaði Alþýðumannsins. Eða á að skilja skrif Alþm. svo, að hann sé á móti frjálsum kosningum? ÞREYTUMERKI ÍHALDSINS fslendingur ver tveim grein- um í blaði sínu í gær, til að svara smáklausu í Degi um hræsnisfulla og þreytulega grein forsætisráðherra til unga fólksins, þar sem hann biður FRÁ VESTMANNAIIOFN í stöðvarinnar til hægri. Færeyjum, sem frá var sagt í síðasta blaði. Vatnsleiðslan til raf- (Ljósmynd E. D.) það nú að ráða flokknum heilt í mikilsverðum málum. Ritstjóri fslendings er mjög sár yfir þreytumerkjunum á grein Bjarna Ben. og segir að Her- mann hafi verið þreyttari í vinstri stjórninni! Ef karl- mennska og þol er reiknað út frá því, hve Bjami og meðhjálp arar hans sitja fastir í ráðherra- stólum, hefur hann mikla yfir- burði, enda lífsviljinn nær óskiljanlegur, eftir að fyrirætl- anir og opinber lofarð hafa í nær öllum atriðum mistekizt, nema í því að sitja. Sé hinsveg- ar miðið við lýðræðislegar leik- reglur, sem lieiðarlegir menn, eins og Hermann Jónasson, fara eftir, ætti núverandi stjóm undir forsæti Bjarna Benedikts sonar, að vera staðin upp og horfin fyrir Iöngu. Stjórn, sem ekki efnir heit sín við kjósend- ur, á að víkia samkvæmt við- tekaum lýðræðisvenjum. ÞAR ER ÍGERÐ UNDIR Bankamálin á Akureyri hafa mjög verið á dagskrá í umræð- um almennings siðustu vikum- ar. Heiðarlegt, duglegt fólk, sem vissulega á fulla heimtingu á nokkurri fyrirgreiðslu peninga- stofnana, ef það getur gefið góða tryggingu, hefur margt farið bónleitt til búðar, með fyrstu og síðusiu orð bankastjór anna í eyrum: „Engir peningar til.“ En jafnframt hefur það orðið vitni að því, hvernig nokkmm mönnum er lánað gengdarlaust — án mikilla tryggmga, að því er virðist. Útlánastarfsemi bankanna virðist ekki háð þeim reglum um sjálfsagða fyrirgreiðslu við almenning, sem gera verður kröfu til í siðuðu þjóðfélagi. Nokkur orð í Degi um þetta mál, fyrir fáum vikum, virðast hafa komið mörgum úr jafn- vægi, samanber „yfirlýsingar“ bankaráðs og bankastjóra. Þær sýna, svo ekki verður um villst, ásamt illyrðum í íslendingi, að með umræðum um bankamál- in á Akureyri, var þreifað þar á, sem ígerð er undir. Væntan- lega verður þrýst ofurlítið meira á ígerð þessa innan skamms. VANDAMÁL, SEM SUMIR VILJA ÞEGJA UM Einu sinni var hér í blaðinu lítilsháttar rætt um hnupl í kjörbúðum. En það fyrirkomu- lag verzlana liefur hvarvetna átt við það að stríða, að hnupl- að væri meiru þar, en í öðrum verzlunum, hvort sem þær eru á íslandi eða í öðrum löndum. Vandamálið er alþekkt. Ritstjór ar annarra blaða á Akureyri sáu þarna tækifæri, sem þehn fannst sér samboðið, stukku upp á kassa og hrópuðu, að Dagur þjóíkenndi bæjarbúa. — Þessi dónalega og óábyrga afstaða þeirra, sem vart mun eiga sinn líka í blaðamennsku, fékk hljóm grunn hjá einstaka manni, sem (Framhald á blaðsíðu 2.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.