Dagur - 17.06.1964, Side 2
2
Sundlaugin á Laugalandi í Eyjafirði, vígsludaginn 14. júní s.l. (Ljósmynd: E. D.)
Ný siindlaug vígð í Eyjafirði
H. S. Þ. 50 ára á þessu ári
Frá aðalfundi Sambandsins að Laugum í S.-Þing.
S.L. laugardag var vígð og tek-
in í notkun ný útisundlaug að
Laugalandi í Ongulsstaðahreppi.
Er hún staðsett á sama stað og
gamla sundlaug ungmennafélag-
anna í hreppnum var. En hún
var orðin ónothæf. Byggingar-
framkvæmdir hófust 1961.
Stærð laugarinnar er l^l^xö
metrar og er hún fremur grunn.
Hún er öll útbúin eftir ströng-
ustu kröfum, sem gerðar eru til
kennslulauga. T. d. er komið
fyrir kastljósum, sem lýsa vatn-
ið vel upp og er mikið öryggi
í þeim útbúnaði.
í byggingunni norðan við
laugina sjálfa eru mjög rúmgóð-
ir búningsklefar með um 40
fataskápum. Einnig böð, snyrti-
herbergi, kennaraherbergi og
geymslur. Er fyrirkomulag og
frágangur allur hinn bezti, bæði
úti og inni, og samkvæmt upp-
lýsingum Þorsteins Einarssonar
íþróttafulltrúa ríkisins, mun
þetta vera einn bezt búni og
vandaðasti kennslusundstaður
hér á landi, utan kaupstaða.
Heitt vatn er leitt í laugina
frá Hól um 800 metra og virðist
hiti hennar nægilegur. Ekki
Keflvíkingar og Akur-
nesingar sigruðu
TVEIR knattspyrnuleikir fóru
fvam í I. deild um síðustu helgi.
Á Akranesi vann Akranes KR
4:2 og í Reykjavík vann Kefla-
vík Val 4:1. Keflavík hefur nú
tekið forystu í deildinni og telja
margir þá líklega til sigurs. —
Þeir hafa leikið þrjá leiki og
unnið þá alla. Q
ISFIRÐINGAR og Akureyring-
ar mættust s.l. sunnudag á gras-
vellinum á Akureyri í II. deild
íslandsmótsins í knattspymu.
Lið Akureyringa sýndi mikla
yfirburði, sérstaklega í seinni
hálfleik, en í heild var leikurinn
fremur lélegur. Akureyringar
léku undan norðan golu fyrri
hálfleik, en tókst þó ekki að
skora nema tvö mörk. í seinni
hálfleik náðu þeir sér betur
upp, enda mótstaða ísfirðinga á
þrotum. Komu nú mörkin hvert
af öðru, eða 6 alls, -og voru sum
þeirra glæsileg. Gátu þau orð-
ið mun fleiri, eftir þeim tæki-
færum sem gáfust. fsfirðingar
mun taka nema um 1% sólar-'
hring að endurnýja vatnið.
Þeir aðilar, sem stóðu að
byggingu þessa íþróttamannvirk
is og reka það í framtíðinni, eru
Húsmæðraskólinn á Laugalandi,
barnaskóli hreppsins og umf.
Ársól og Árroðinn, saman.
Bygginganefnd skipuðu sr.
Benjamín Kristjánsson, Jónas
Þórhallsson og Sigurgeir Hall-
dórsson. Verkfræðiskrifstofur í
Reykjavík sáu um teikningar,
en Þorsteinn Einarsson íþrótta-
fulltrúi hafði yfirumsjón með
framkvæmdum. Smiðir voru
Sigfús Hallgrímsson Ytrahóli og
Þórhallur Halldórsson Önguls-
stöðum. Gunnar Óskarsson sá
um múrverk. Friðrik Kristjáns-
son Kristnesi um innréttingar
og Raflagnadeild KEA um raf-
lagnir.
í tilefni af opnun sundlaugar-
innar var hreppsbúum og nokkr
um gestum boðið að vera við-
staddir. Við sundlaugina flutti
sr. Benjamín Kristjánsson ræðu
og rakti í stórum dráttum bygg
ingarsöguna og ræddi nokkuð
um sundmennt þjóðarinnar,
gildi hennar og hollustu. Einnig
las hann upp bréf frá Þorsteini
Einarssyni, sem ekki gat verið
viðstaddur vegna embættisanna.
Námsmeyjar úr húsmæðraskól-
anum kepptu innbyrðis í boð-
sundi og sömuleiðis var boð-
sundskeppni milli ungmenna-
félaganna í hreppnum.
Þegar gestir höfðu skoðað
íþróttamannvirkið, buðu umf.
Árroðinn og Ársól öllum við-
stöddum til myndarlegs kaffi-
samsætis í Freyvangi. Sr. Benja
mín stýrði samsætinú, en Jónas
komust að minnsta kosti í tvö
góð marktækifæri, sem þeir
voru óheppnir með að nýta ekki.
Úrslitin eru því ekki langt frá
að vera í samræmi við gang
leiksins. ísíirðingar voru svifa-
seinir og eru auðsjáanlega út-
haldslitlir, en nú virðist úthald
Akureyringanna í bezta lagi.
Steingrímur Björnsson átti nú
ágætan Ieik og var sá leikmað-
ur, sem mesta hættu skapaði.
Mörkin skoruðu Steingrímur 4,
Kári 1, Skúli 1, Valsteinn 1 og
Sævar 1. Áhorfendur voru marg
ir. Rafn Hjaltalín dæmdi leik-
inn. Línuverðir voru Páll Magn
ússon og Höskuldur Markússon.
Þórhallsson gerði grein fyrir
kostnaði í sambandi við sund-
laugina. Sveinn Jónsson formað-
ur UMSE flutti þakkir og árn-
aðaróskir frá Ungmennasam-
bandi Eyjafjarðar og Sigfús
Hallgrímsson færði byggingar-
nefnd þakkir fyrir ágætt sam-
starf.
Hugmyndin er að hafa sund-
laugina opna almenningi, utan
þess sem kennsla fer þar fram.
Dagur sendir íbúum Önguls-
staðahrepps hamingjuóskir með
þetta myndarlega og þarfa
mannvirki. Q
UM næstu helgi fer Sundmeist-
aramót fslands fram í útisund-
lauginni á Akureyri. Keppend-
ur eru alls 78, þar á meðal allir
beztu sundmenn landsins.
Tilhögun verður þessi:
Keppnisgreinar laugardaginn
20. júní, kl. 14,30:
100 m skriðsund karla.
50 m bringusund telpna.
100 m bringusund karla.
50 m baksund telpna.
100 m baksund kvenna.
200 m baksund karla.
100 m skriðsund drengja.
200 m bringusund kvenna.
200 m einst. fjórsund karla.
3x50 m þrísund drengja.
3x50 m þrísund telpna.
4x100 m fjórsund karla.
Keppnisgreinar sunnudaginn
21. júní, kl. 13,30:
100 m flugsund karla.
100 m bringusund kvenna.
100 m bringusund drengja.
400 m skriðsund karla.
Akureyri-Siglufjörður
næstk. simnudag
NÆSTI LEIKUR Akureyringa
í II. deild íslandsmótsins í
knattspyrnu fer fram næsta
sunnudag á grasvellinum á Ak-
ureyri. Koma þá Siglfirðingar
hingað og er þetta annar leikur
beggja liðanna í deildinni. —
Búast menn almennt við mun
meiri mótstöðu frá Siglfirðing-
um en fsfirðingar veittu s.l.
sunnudag. Þó ísfirðingar færu
með sigur af hólmi móti Sigl-
firðingum fyrir skömmu, þá er
það skoðun margra að Siglu-
fjarðarliðið sé mun sterkara. Q
LAUGARDAGINN 13. júní var
fimmtugasti aðalfundur HSÞ
haldinn í barnaskólanum að
Laugum í Reykjadal.
Mættir voru 33 fulltrúar
ásamt stjórn og endurskoðend-
um og Skúla Þorsteinssyni fram
kvæmdastjóra UMFÍ sem flutti
fundinum kveðjur stjórnar
UMFÍ og sagði fréttir af störf-
um hennar. Þá sátu og fundinn
nokkrir gestir úr héraði.
í skýrslu formanns HSÞ,
Óskars Ágústssonar, kom fram,
að starfsemi sambandsins hafði
verið mikil á s.l. ári. Einkum
var mikið starfað að íþróttamál-
um og með góðum árangri. Þó
hvatti hann til aukins starfs og
eggjaði fundarmenn lögeggjan
að sýna framtak og dug í tilefni
af fimmtíu ára afmæli sambands
ins, sem er á þessu ári.
Sambandið var formlega stofn
að 31. október 1914 og höfðu
forgöngu að stofnun þess, og
sátu í fyrstu stjórn þess, hinir
síðar kunnu félagsmálafrömuðir
Þingeyinga, Þórólfur Sigurðsson
Baldursheimi, Jón Sigurðsson
Ystafelli og Björn Sigtryggsson
Brún.
Á þessu fimmtíu ára tímabili
hafa skipst á skin og skúrir í
sögu sambandsins, en þó jafn-
an sótt fram á leið. En nú eru
ríkari í hugum manna hinir
mörgu sólskinsblettir á leið þess
og má þó segja að mestan ljóma
leggi af forgöngu þess að stofn-
un Laugaskóla.
100 m skriðsund kvenna.
100 m baksund karla.
50 m skriðsund telpna.
200 m bringusund karla.
200 m einst. fjórsund kvenna.
100 m baksund drengja.
3x50 m þrísund kvenna.
4x200 m skriðsund karla. Q
FYRRI HLUTI 17. júní-mótsins
á Akureyri í frjálsum íþróttum
fór fram á íþróttavellinum s.l.
laugardag. Keppendur voru fáir
nema í flokki 14 ára og yngri.
Árangur náðist sæmilegur í
nokkrum greinum miðað við
það sem hér gerist. Veður var
mjög gott. Mótstjóri Hallgrímur
Tryggvason.
Helstu úi-slit:
200 m hlaup. sek.
Reynir Hjartarson Þór 23,6
Haukur Ingibergs§on HSÞ 24,3
Friðrik Friðbjarnars. UMSE 24,3
400 m hlaup. sek.
Haukur Ingibergsson IISÞ 54,8
Marteinn Jónsson UMSE 55,0
Sig. V. Sigmundsson UMSE 61,7
1500 m hlaup. mín.
Vilhj. Björnsson UMSE 4:33,2
Baldvin Þóroddsson KA 4:35,2
Marinó Eggertsson UNÞ 4:36,2
Stangarstökk. m
Valgarður Sigurðsson KA 3,50
Valgarður Stefánsson KA 3,10
Starfandi er á vegum sam-
bandsins nefnd, sem standa á
fyrir hátíðahöldum í tilefni af
fimmtugsafmælinu. Munu aðal-
hátíðahöldin fara fram síðla
sumars.
Einnig er starfandi á vegum
HSÞ nefnd, sem sjá mun um
útgáfu afmælisrits, er mun hafa
að geyma ágrip af sögu félags-
ins og ungmennafélaga sýslunn-
ar. Mun verða til þess vandað
og það prýtt fjölda mynda, er
snerta starf og sögu HSÞ.
Meðal fjölmargra tillagna,
sem afgreiddar voru frá fundin-
um, var þessi:
„Aðalfundur HSÞ beinir þeim
eindregnu tilmælum til ung-
mennafélaga og annarra þeirra,
sem með opinber samkomuhöld.
innan héraðs hafa að gera, að
samræma reglur sínar um ald-
urstakmark. Einnig beinir fund-
urinn því til hinna sömu aðila,
að koma á skemmtunum fyrir
unglinga, þar sem áfengislögun-
um sé stranglega fylgt.“
Fundarmenn og gestir voru í
boði ungmennafélagsins jEfling'1
og voru móttökur allar og beini
hinn rausnarlegasti.
Undir kaffiborðum að álið-
inni nóttu voru ræðuhöld og
söngur. Þar flutti m. a. Ketill
Indriðason ræðu og minntist
ferðar á ungmennafélagsfund
fyrir 54 árum. Þá flutti hann
einnig frumsamið kvæði.
Stjórn HSÞ var öll endurkos-
in. Hana skipa Oskar Ágústsson
formaður, Vilhjálmur Pálsson
varaformaður, Eysteinn Sigurðs
son gjaldkeri, Sigurður Jónsson
ritari og Stefán Kristjánsson
meðstjórnandi. □
SJÖ ÍSLANDSMET
Á SUNDMÓTI í Reykjavík um
s.l. helgi, sem lialdið var til
heiðurs Jónasi Halldórssyni,
hinum gamalkunna sundkappa
og þjálfara, í tilefni 50 ára af-
mæli hans, voru sett sjö ný ís-
landsmet. Guðmundur Gíslasoit
ÍR setti fjögur þeirra og Hrafn-
hildur Guðmundsdóttir þrjú. Q
Kringlukast. m
Þóroddur Jóh.son UMSE 38,50'
Ingi Árnason KA 32,301
Sig. V. Sigmundss. UMSE 32,04
Langstökk (aukagrein). m
Friðrik Friðbjar nars. UMSE 5,95
Haukur Ingibergsson HSÞ 5,79'
Þóroddur Jóhannss. UMSE 5,66
Hástökk (14 ára og yngrj). m
Pálmi Matthíasson KA 1,25
Svavar Björr.sson UMSE 1,25
Halldór Jónsson KA 1,20'
Á þessu móti er keppt um
verðlaunabikar, sem BP gaf,
og veitist þeim einstaklingi, sem
vinnur bezta afrekið samkvæmt
stigatöflu. Eftir fyrri daginn.
hefir Reynir Hjartarson komið
út með bezta árangurinn, þ. e.
í 200 m hlaupi.
Seinni hluti mótsins hefst í
dag, 17. júní, kl 4 e. h. og eru
keppendur og starfsmenn beðn-
ir um að vera tilbúnir nokkru
áður. Q
r
Uiinu Isfirðinga með 8 mörkum gegn 0
Sundmeisiaramói Islands
á Akureyri um helgina
17. júní mótiS á Akureyri