Dagur - 17.06.1964, Qupperneq 5
4
5
'm
% .
TD |
mm
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Bitstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
SKULDIRNAR VIÐ
ÚTLÖND
MÖRGUM er í fersku minni aðal-
rök ríkisstjórnarinnar fyrir „við-
reisninni“ fyrir 4—5 árum: Að þjóð-
in væri svo sokkin í skuldir út á við,
að hún stæði á barmi gjaldþrots. Á
þessari staðliæfingu voru hinar ill-
ræmdu „viðreisnar“-ráðstafanir
byggðar, sem nú liafa gengið sér til
húðar. Þær hafa haft í för með sér
gífurlegu aukningu dýrtíðar og þar
með fall hinnar íslenzku krónu á
undanfömunt árum.
Framsóknarmenn lýstu því yfir á
sínum tíma, að staðhæfingar stjórn-
arinnar um skuldirnar erlendis og
hættu þá, sem af þeim væri talin
stafa, væru ýktar. Að þar væri ekki
hætta á ferðum, heldur væri hér um
fyrirslátt einn að ræða. En „viðreisn-
arstjórnin" sat við sinn keip og gerði
það að meginþætti í áróðri sínum,
að vinstri stjórnin hefði leitt þjóð-
ina út í ógöngur nteð skuldasöfnun
erlendis.
Nú er kominn tími til að spyrja:
Hefur núverandi stjórn, undir for-
ystu Ólafs Thors og Bjama Benedikts
sonar, tekizt að lækka þessar skuld-
ir?
Spurningunni er auðvelt að svara,
því fyrir liggja glöggar upplýsingar
í Fjármálatíðindum og ársskýrslu
Seðlabankans. Útkoman er þessi:
í árslok 1958, um það levti sem
vinstri stjórnin fór frá völdum, áttu
bankarnir inni erlendis 228,5 millj.
kr. Þ. e. gjaldeyrisaðstaðan var hag-
stæð, sem þeirri upphæð nam. Lán
til langs tíma voru 2227,6 ntillj. kr.
Skuldir þjóðarinnar erlendis, að frá-
dregnunt inneignum, voru 1999,1
ntillj. kr.
f árslok 1963 áttu bankarnir inni
erlendis 1311,3 millj. kr. Lán til
langs tíma voru 3167,6 millj. kr. og
stutt vörukaupalán 491 millj. kr.
Skuldir þjóðarinnar, umfram inn-
eignir, voru 2347,3 millj. kr. — eða
348,2 millj. kr. hærri en í árslok
1958.
Rétt er og skylt að geta um birgð-
ir útflutningsvara í landinu um
þessi tvenn áramót. Þær voru í árs-
lok 1958 metnar á 600 millj. kr. en
í árslok 1963 á 681 millj. kr. Munur
þessi skiptir ekki verulegu máli í
sambandi við upphæð erlendra
skulda.
Skuldir þær, sem hér er um að
ræða við útlönd, eru að sjálfsögðu í
erlendum gjaldeyri og er hann hér,
bæði árin, reiknaður á núverandi
gengi gjaldeyrisins í íslenzkum
krónum (dollarinn á kr. 42,95 og
annar gjaldeyrir tilsvarandi).
Núverandi skuldir við útlönd eru
ekki liættulegar fyrir þjóðina. Skuld-
irnar við útlönd 1958 voru það ekki
heldur. „Viðreisnin“ var því byggð
á röngum forsendum. □
Séð frá Bæ út Sauravog, allt til Tindliólma, er rís úr hafi við minni fjarðarins.
(Ljósmyndir E. D.)
Ferdafyættir
ur
Bær var fyrrum á Tindhólmi,
en nú er þar engin byggS. Sag-
an segir, að eitt sinn hafi örn,
sem átti hreiður uppi á efstu
gnípunni, gripið barn á bænum
í klærnar og flogið með það til
hreiðurs síns. Bóndinn sá það,
og lagði þegar til uppgöngu og
náði barninu lifandi. Þótti það
vasklega gert, því þar er ekki
auðgengið. Utsýni frá Bæ er í
senn hrikalegt og fagurt.
Hvar sem farið er um Fær-
eyjar, heilsar glaður fugl, svart-
ur með hvíta bringu. Það er
tjaldurinn. Hann er „vorboðinn
ljúfi“ þar í landi. Um hann seg-
ir:
„Tjaldur, vær vælkomið til
[okkum heim
frá ókendum, fjarskotnum
[londum... . “
Tjaldurinn er hugrakkur og
dálítið heimaríkur og ver hreið-
F
æreyjum
ur sitt með harðfengi.
Umhverfis eyjarnar og í
björgunum er mjög mikið af
mörgum tegundum sjófugla, i
raun og veru allt fullt af fugli.
Ungfuglinn fjær landi á þessum
árstíma, en fullorðni fuglinn,
sem í björgunum verpir, annast
ásetuna og matar síðan hina
háværu og ofboðslega gráðugu
og bráðþroska unga, unz þeir
eru fleygir. Lundinn, skeglan,
langvían, álkan og hvað þeir
nú heita allir saman. Dag og
nótt ber bjargfuglinn ungum
sínum fæðu, sem að miklu leyti
er smásíld og fiskaseyði af
ýmsum tegundum öðrum. Oft
má sjá fuglinn með margar
síldar í nefinu í einu og mun
þurfa nokkurn hagleik og snar-
ræði til að slíkt megi takast.
Sagt er, að ef svo ber til að
hrynji úr varpbjörgum, þá vilji
fuglinn ekki verpa á öðrum
Framan við kirlcjuna í Miðvogi eru merkar rústir varöveittar.
stöðum, þótt nægilegt rúm sé
til beggja hliða í björgunum,
heldur sitji hann á sjónum, þar
sem bjargið hrundi, og verpi
eggjum sínum í sjóinn næsta
varptíma, já jafnvel líka þar
næsta sumar.
Súlan er þó e. t. v. merkileg-
asti fuglinn í Færeyjum. Hennar
varpstaður er á Mykineshólma.
Hreiðrin standa þétt. í súlu-
byggðinni eru fornar venjur í
heiðri hafðar og sambúðarhætt-
ir hinir sérkennilegustu. Þessi
fagri fugl er á lengd við gæs,
flýgur hátt og hratt, sér bráð-
ina í sjónum úr mikilli hæð og
steypir sér svo þráðbeint og
með ofsahraða niður og hremm-
ir hana. Vængina leggur hún að
hliðunum til að auka ferðina
niður. Súlan stígur ekki fæti á
aðra eyju en „sína eigin.“
Og ekki má gleyma æðarfugl-
inum, sem þar, eins og hér, er
augnayndi og arðgefandi.
Fuglatekja er víða góð og
margir snjallir sigmenn eru í
Færeyjum. Bæði er þar um að
ræða egg og fugl og veiðiaðferð-
irnar margs konar, svo og
geymsla matvælanna og notkun
þeirra.
Auk tjaldursins, fannst mér
mest bera á svartþrestinum á
landi. En hann heldur
sig mest við mannabústaði og
gerir sér hreiður á sillum húsa-
í trjám og í sprungum. Það er
fjörugur fugl. Skógarþröst sá
ég engan og ekki heldur grá-
þröst. Lómur sést endrum og
eins.
Hérar lifa villtir í Færeyjum
og eru ofurlítið veiddir, en ref-
ir eru engir. Rottur eru á sum-
um eyjanna, en mýs á öðrum.
Minkarækt hafa færeyingar
stundað um nokkurt skeið með
ágætum árangri. Einn minkur
hefur sloppið úr girðingu, en
var skotinn. Skilyrði til minka-
ræktar í Færeyjum eru talin
töluvert betri þar en í Dan-
mörku. Danir selja minkaskinn
fyrir 650 milljónir danskra
króna á ári. Þeir undrast mjög,
hvers vegna íslendingar rækta
ekki mink til að hagnast á, í
stað þess að banna minkaeldi.
Sömu skoðun hafa Færeyingar
þeir, sem ég átti tal við um
þetta. Á íslandi er þó langtum
betra að fullnægja fóðurþörf-
inni, sögðu þeir. Já, sinn er sið-
ur í landi hverju, en einkenni-
legur siður er það í landi, sem
sjálft framleiðir hið ágætasta
minkafóður, að banna að nota
það innanlands til framleiðslu
loðskinna.
Þótt sumur séu fremur svöl
í Færeyjum eru þau nægilega
löng til kornræktar, a. m. k.
bygg- og hafraræktar. Kornrækt
hefur um langan aldur verið
stunduð þar. Kartöflur rækta
Færeyingar á sérstakan hátt.
Þeir rista grasrótina ofan af
kartöflulandinu. Þeir hvolfa
þökunum síðan yfir útsæðis-
kartöflurnar í beinum og falleg-
um röðum, láta gjarna eitthvað
áburðarkyns umhverfis ústæð-
ið, áður en þökunni er hvolft
yfir. Svo vaxa grösin upp úr.
Um haustið eru þökurnar lagð-
ar í sitt fyrra far og verður þar
grösugt næsta ár.
Hér hefur ekki verið sagt
frá sjávarútveginum, enda er
þess minnst þörf, því íslending-
ar þekkja hann bezt. Allir
muna eftir færeysku skútunum,
sem hingað komu til landsins
ár eftir ár. Nú er skútuöldin
liðin.
Á síðustu árum hefur skipa-
kosti Færeyingar fleygt fram
og sækja sjómennirnir jöfnum
höndum á grunnmið heima á
smáum, hraðskreiðum trillubát-
um, sem á fjarlæg mið á stærri
skipum, svo sem Grænlands- ag
Nýfundnalandsmið. — Ýmislegt
bendir til þess, að skip og veið-
arfæri séu betur hirt þar en
hér.
I FERÐALOK.
íslendingar hafa fremur lítið
rækt frændsemina við Færey-
inga. Er það miður, því gagn-
kvæm aukin kynni ættu að
verða báðum hagkvæm. Sam-
Hún hafði bitið saman tönnum og einbeitt öllum huga sínum að
hinu gamla og eina áhugamáli sínu og markmiði. Það skyldi fyrst
um sinn vera hennar eina og aðal-umhugsunarefni. Og þannig verður
það líka að vera, eigi þetta að geta orðið að raunveruleika! Og
henni er ljóst, að þetta markmið hennar má ekki ruglast né bregðast
sökum þessarar fáránlegu óvissu í tilfinningum hennar gagnvart
Haraldi og Jörundi!
Iðunn iðrast þess í rauninni, hve lítið hún fékk gert fyrir foreldra
sína, meðan hún var heima. Dagarnir höfðu flogið svo hratt. En
hún hafði þó talað mikið við móður sina. Samt hafði hún ekki kom-
ið sér að því að segja móður sinni frá sínu mesta og heitasta áhuga-
máli. Á það vill hún ekki minnast, fyrr en hún hefir fengið tækifæri
til að reyna sig og sýna hæfileika síria á þeim vettvangi. Og ef
draumar hennar og vonir rættust, myndi það gleðja foreldra hennar.
Trúin á hæfileika dótturinnar myndi þá ef til vill milda þann gamla
og sára sökunðinn, er Kristinn var svo ungur og sorglega sviptur
þeim.
Iðunn er þess fullviss, að forlögin muni fleyta henni að ákveðnu
márki. Þetta hefir búið svo lengi í huga hennar, en aldrei jafn-skýrt
og sterkt sem eftir komu hennar aftur hingað til borgarinnar, og
eftir að hún kynntist Haraldi Gilde. Þá varð þessi hugsjón henni
einskonar helgidómur.
Eftir að Iðunn hafði heimsótt foreldra sína, hafði hún hreyft
þessu áhugamáli sínu við Harald, er hún hafði boðið honum heim
til sín eitt kvöld í fyrsta sinn. Björg hafði gert sér eitthvert erindi
til að skjótast burt á meðan. Henni skiidist, að Iðunn myndi viíjá
vera ein heima.
Meðan þau Haraldur spjölluðu saman, hafði Iðunn sagt honum
frá ákvörðun sinni um að fara með þeim til Italíu, og skýrt honum
frá þesari hugsjón sinni, sem hún hafði engum áður sagt. Hún var
ekki fjölorð um þetta, sagði aðeins að.hún vonaði að geta sameinað
og mótað hugsanir sínar, svo að úr því yrði heil og samræm skáld-
saga með rætur í norsku þjóðlífi. Og hún vonaðí og bjóst. við að.
allar hennar hugsanir myndu verða skarpari og skýrari, færi hún
í langferð og sæi allt úr fjarðlægð.
Samtímis spratt þó upp í huga hennar vafi og gagnrýni á eigin
hugsanir: Gæti hún ekki allt eins vel skrifað slíka bók hér heima,
þar sem hún er, eða heima á læknasetrinu, eða kannski — kannski
á Hellulandi? Jú, það gæti hún sennilega. Hún veit því, að það er
Haralds vegna, sem hún leggur upp í langferð þessa, ef satt skal
segja. Það myndi semsé hafa truflað frið hennar og hugarjafnvægi,
ef Haraldur færi, án þess hún yrði með. — Þann frið sem henni er
nauðsynlegur í hugmyndaheimi sínum, eigi bókin raunverulega að
verða bók! —
— Það mun gleðja mömmu mikið, að þú ferð með okkur, hafði
Haraldur sagt eftir á.
Iðunni hafði kólnað dálítið í huga. Var það aðeins vegna mömmu
sinnar, sem hann óskaði þess, að hún færi með þeim?
— En þú þá, gleður það þig líka? hefði hún sagt. Orðin höfðu
hangið í lausu lofti á milli þeirra stundarkorn. Hún hefði ekki átt
kvæmt sögunni eru íslendingar
og Færeyingar af sama stofni,
flúðu undan ofríki Noregskon-
unga á sinni tíð og byggðu ey-
löndin Færeyjar og ísland. Hin-
ar nýju eyþjóðir fluttu með sér
margþætta menningu, einkum
frá Noregi, þar sem fjöldi land-
nemanna var upprunninn. Af
þeirri rót og lífsskilyrðunum í
nýjum löndum spruttu samfé-
lagsvenjur, sem enn í dag gilda,
margar hverjar.
Bæði löndin glötuðu sjálf-
stæði sínu og urðu skattlönd er-
lendra konunga. íslendingar
öðluðust fullt sjálfstæði á ný,
eftir langa og linnulausa bar-
áttu. Færeyingar eru enn í kon-
ungssambandi við Danmörku
en hafa heimastjórn og eigið lög
þing.
Stór hluti íslenzku þjóðarinn-
ar svalt í harðærum og féll úr
hor, aðrir flúðu land. Slíkar
11 L dCL
hormungar gengu eKki yt
eyjar, þótt oft væri hart í ári.
Báðar lifðu þjóðirnar á landbún-
aði og fiskveiðum, bjuggu við
ónógar siglingar og lifðu mjög
frumstæðu lífi öldum saman.
Afreksmenn, illvirkjar og einn-
ig göfugir menn löngu liðinnar
tíðar lifa enn á íslandi, því að
saga þeirra og óteljandi manna
annarra, og einnig erlendra,
voru skráðar á bækur. Saga
Færeyja og frændþjóðar okkar
þar var að litlu leyti skráð. Engu
að síður skópu Færeyingar sína
eigin menningu, sem á okkar
tímum sér glögg merki í alhliða
framförum, skáldskap og list'-
um, góðum skólum, en fyrst og
fremst í mörgum þáttum dag-
legs lífs.
Ritmál Færeyinga er fárra
áratuga gamalt. Áhugasamir
fræðimenn björguðu því, e. t. v.
á síðustu stundu, með gömlu
Um borð í Helga.
Pétur Gautur.
Frá vinstri: Benedikt, Stefán, Jóhann og
AUÐHILDUR FRÁ VOGI:
GULLKA BORGIN
47
danskvæðin að leiðarljósi. Hin-
ir gömlu Ijóðaflokkar, sem börn
námu af foreldrum sínum kyn-
slóð fram af kynslóð, og voru
sungnir undir dansi í hverjum
mannfagnaði, öld eftir öld og
enn þann dag í dag, urðu þann-
ig merkur þáttur í sjálfstæðis-
baráttunni, sem enn stendur.
Færeyingar áttu sínar þjóð-
hetjur. Allir kannast við Magn-
ús Heinason og Nólseyjar-Pál,
svo dæmi séu néfnd.
En í svipmyndum þeim, sem
fréttamaður bregður upp eftir
snögga ferð, verður að sjálf-
sögðu engin tilraun gerð til að
rekja þá miklu sögu, sem býr
að baki þjóðlífi Færeyinga í
dag, og margþættri menningu.
En vel má á það minna, að Fær-
eyingar eru okkur skyldastir og
þeir hafa meiri áhuga á að
rækja frændsemi við okkur, en
við við þá.
Fljótt á litið virðast Færey-
ingar líkir íslendingum um
margt. Þó munu þeir e. t. v.
lágvaxnari og þreknari, örlítið
dekkri yfirlitum, rólyndir eru
þeir, en þrautseygja þeirra og
þolinmæði er víða þekkt. Hér á
landi er það í frásögur fært, ef
sjómaður af færeysku skipi lend
ir í ryskingum eða öðrum vand
ræðum, svo fátítt er það og svo
ólíkt sjómönnum annarra Norð-
urlandaþjóða í íslenzkum höfn-
um.
Færeyskir dansar og hinir
mörgu söngvar og kvæðabálk-
ar eru sérstæðir og hluti af lífi
Færeyinga. í þeim lifir sagan
og einnig margur boðskapur í
ÞRIÐJA GREIN
Hugo var góður leiðsögumaður.
léttara formi, með ævintýrum
að ívafi.
Sænsk-íslénzka stúlkan, sem
fyrr var getið, og nú fæst við
rannsóknir á vissu efni í fær-
eyskri sögu og atvinnuháttum,
tjáði mér, að fyrst er hún kom
til þessa fólks, sem hún átti að
skrifa um, hafi hún ekki áttað
sig á háttum þess. Henni fannst
fólkið framúrskarandi dauft,
dult og innilokað. En nú er ég
farin að skilja það betur, sagði
hún. Og um leið er ég líka far-
in að meta það. Rólyndi þess og
æðruleysi er hrein sálubót. Hér
eru menn ekki í kapphlaupi um,
(Framh. á bls. 7).
að segja þetta, hugsaði hún eftir á, og sá eftir þvi. Og augu Haralds
höfðu fyrst vikið undan. Loks leit hann beint framan í hana aftur.
— Það gleður mig, Iðunn, að þú ferð með okkur, sagði hann
stillilega.
Orð hans runnu eins og sólhýr bunulækur um hana alla. Þau
hituðu henni, svo að blóðið hljóp i kinnar henni. Og nú verður hún
að spyrja sjálfa sig: Hvernig gátu þessi látlausu orð Haralds gert
hana svo heita og sæla? Á hún nú loksins að trúa þvi, að tilfinn-
ingar hennar gagnvart Haraldi séu djúpar og eigi varanlegan hita?
Hún sleppir ekki hugsuninni. Það vill hún ekki. En hugsun hennar
hleypur þó yfir í annað spor: Blandar hún ekki þessum tilfinningum
sínum saman við vináttu? Hefir ekki Jörundur eignast heitustu
tilfinningar hennar fyrir langa-löngu? Er það aðeins hún, sem ekki
getur áttað sig á sjálfri sér, heldur vafrar fram og aftur í sinni
eigin óvissu? En þetta ekki aðeins skáldskapur í henner eigin
huga, þetta tvídrætti Jörundar og Haraids samtímis? -------------
Það liggur við að Iðunn hafi gleymt frúnni, sem hún er að leggja
andlitsgrímuna á. Hendur hepnar liggja kyrrar sinn hvoru megin
vanga frúarinnar. En nú taka hugsanir Iðunnar í taumana. Hún
finnur á sér, að nú verði hún að flýta sér með eitthvað. Komast að
fastri niðurstöðu og fullri vissu um tilfinningar sínar. Nú, áður en
hún fer burt úr borginni, sem sent hefir Harald í veg fyrir hana, og
hann beint hugarórum hennar á fastan grunn og styrkt trú hennar,
að Almættið hafi vissa áætlun með hvern einstakling. Hún minnist
þess, sem Björg sagði:
— Bara að ég gæti trúað eins og þú, Iðunn, að allt hafi sinn
tilgáng í þessum heimi.
—— Já, gætu allir trúað því, þá myndi lífið ekki virðast jafnerfitt
og illt fyrir einstaklinginn. Og samtímis býst ég við, að fólk myndi
athuga lífið betur og tilveruna alla, yfirleitt, finna dýpri verðmæti
i öllu því, sem virðist svo erfitt og torvelt að skilja, jafnóðum og
það skeður, hefði Iðunn svarað Björgu. Þetta var hennar eigin ör-
ugga trú og sannfæring. —---------
Iðunn fer aftur að handsama andlit frúarinnar, án þess að lita
ofan á það. En hún finnur að frúin horfir forvitnum augum upp á
hana. Hún heyrir litlu klúkkuna á arninum í biðstofunni slá eitt. Þá
hádegishléið runnið. Og fyrir hana verður það langt hádegishlé, —
langt inn í óvissa framtíð. Með þessu klukkuslagi er lokið veru
heimar í Fegrunarstofnun Villa Rossí!
Annars hefði Rossí sagt, að það væri alls ekki nauðsynlegt fyrir
hana að vinna í Stofnuninni fram á siðustu stundu. En Iðunn vildi
samt gera það. Hún hafði gengið frá öllum farangri sínum daginn
áður. Og henni fannst fjarstæða að ganga iðjulaus og bíða burtfarar-
tímans. Eða var það nokkuð annað, sem hún óttaðist, til dæmis að
hugurinn myndi kannski beina henni þangað, sem hún sízt vildi fara
núna, — til Hellulands og til Jörundar, til raddarinnar hans síðast,
er hún talaði við hann.
Hún hafði ekki fengið bréf frá Jörundi síðan. Og hún hefir heldur
ekki getað skrifað. Æ, Guð minn góður! Hvers vegna eiga nú þessar
hugsanir að gagntaka hana á ný? En er það samt nema eðlilegt,
meðan Jörundur fyllir hug hennar og hjarta meira en hún vill kann-
ast við?
Nú er snyrtingu frúarinnar lokið. Hún fer sér hægt með að klæða
sig. Oðru hverju gefur hún Iðunni hornauga. Loks getur Iðunn dregið
frá flauelstjaldið. Frúin gengur fram að dyrunum, en nemur svo
staðar og snýr sér að Iðunni:
— Og þér ætlið í útlandaferð? segir hún.
— Já, svarar Iðunn og brosir lítið eitt. í
Frúin færir sig upp á skaftið:
— Og ég hefi heyrt, að herra Rossí sé líka að fara héðan, segir
hún.
— Já, það er rétt. Rossí fer líka i kvöld.
Iðunni er full-ljóst, að með þessu svari fleygir hún sér upp i slúð-
urkjafta borgarinnar, er þessi forvitna frú fær að vita, að herra
Rossí og ungfrú Falk fara samtímis úr bænum i kvöld! En snögg
gleðikennd sprettur samt upp hjá Iðunni. Hún telur víst, að skitn-
asta slaðrið um Rossi muni verða heldur meinlausara, þegar kven-
maður er með í leiknum. Þá er eins og bregði upp í öllu kjaftæðinu
snefli af rómantik! Og hvað ætli það geri henni, þótt dálítil klíka
þykist vita, að hún sé kvenmaSurinn! Hún er engin víðkunn persóna.
Og nafn hennar mun grátt gleymast. Þess vegna getur hún brosað
ofurlítið. —
En einhvern tíma skal borgin hérna fá vitneskju um, hversvegna
hún kom hingað, og hversvegna hún fór héðan aftur. — Þá skulu
bæjarbúar fá að heilsa upp á sjálfa sig — í bókinni hennar! Og þá
minnast þeir kannski nafnsins hennar á annan hátt. Já, hún vonar
að skáldsagan hennar nái að berast um landið allt „frá afdal að
yztu ey / og tendri ljósið hjá manni og mey. . . .“ Og verði bókin
hepnar þess megnug, þá veit hún með vissu, að lífið hefir gætt hana
heitt-þráðri náðargjöf, sem hún ætlar að nota og beita allt til síð-
ustu taugar og tætlu til æviloka! Og í huga hennar sprettur upp brot
úr stefi, sem hún las eitt sinn hjá frú Gilde:
Ég finn svo sterkt hve lífið hrópar hátt mig á
að sigla frjáls um úthöf öll með stormfyllt segl við rá!
4h
Framhald.