Dagur - 17.06.1964, Side 7

Dagur - 17.06.1964, Side 7
t Indriði Pálmason MINNINGARORÐ LAUGARDAGINN 23. maí var til moldar borinn að Möðruvöll- um í Hörgárdal Indriði Pálma- son frá Hofi í Arnarneshreppi. Hann andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri hinn 15. s. m. Með því að það fórst fyrir að ég gæti fylgt Indriða til grafar vildi ég í þess stað minnast hans nokkrum orðum. Hann var fæddur að Hofi 18. des. 1910, þar sem bjuggu for- eldrar hans, hjónin Elín Indriða- dóttir og Pálmi Magnússon. Ólst hann þar upp hjá foreldr- um sínurri með stórum systkina- hópi, var sjálfur elztur 10 syst- kina. Haustið 1927 geysaði á þessum slóðum lömunarveikifaraldur. Varð Indriði fyrir barðinu á þeim sjúkdómi, þá á 17. ári. Náði hann sér þó allvel að nokkrum tíma liðnum, en var æ síðan máttlítill í öðrum fæti. Tel ég víst, að þessi veikindi og eftirköst þeirra hafi ráðið miklu um það, hvaða starfsbraut Indr- iði valdi, hafi honum ekki þótt vænlegt að feta í slóð feðra sinna og gerast bóndi, ef ekki nyti þar við fullrar líkamsorku. Því er það, að harin ræðst til skrifstofustarfa hjá Kaupfélagi Eyfirðinga í ársbyrjun 1930 og er þar nær samfleytt í 20 ár, eða til ársloka 1949. Á þessu tíma- bili stundaði hann þó nám í Verzlunarskóla íslands í tvo vetur, innritaðist haustið 1933 og útskrifaðist úr skólanum vor- ið 1935. — Er Indriði hætti störfum hjá Kaupfélagi Eyfirðinga fór hann til Dalvíkur og stundaði þar skrifstofustörf hjá Netjamönn- um h.f. og Dalvíkurhreppi þar til á s.l. ári að hann réðst aftur til Kaupfélags Eyfirðinga. Ekki entist honum aldur til lang- dvalar þar, hafði um árabil átt við nokkra vanheilsu að stríða, sem ágerðist nú æ meir og varð að lokum hans banamein. Indriði kvæntist ekki en læt- ur eftir sig einn son, Ólaf, sem nú er nær tvítugu. Ég, sem þessar línur rita, var samstarfsmaður Indriða um all mörg ár hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Var þar starfandi margt mætra manna og kvenna, sem unnu vel en héldu þó uppi glað- værð og gamansemi í ríkum mæli. Ekki var það margt, sem auga og eyra nam ekki, ef á því var hægt að finna einhverja spaugilega hlið, og kviðlingar, af ýmsum gerðum og gæðum, fuku títt manna á milli. Hef ég frá þessum árum mjög skemmti- legar minningar, en því get ég þessa hér, að Indriði á einna mestan þátt í því, að þær eru mér svo hugleiknar. Hann var vel greindur maður, eins og komizt er að orði, snjall hagyrð- ingur og gamansamur, hafði þó skap, sem gat sagt til sín eld- snöggt ef honum var misboðið. Að líkamsvexti var hann hár og föngulegur, stakk riokkuð við er hann gekk, en að öðru leyti gætti ekki þess áfaljs, er hann fékk ungur og áður getur, í augum okkar, sem urrigengumst hann daglega og kynntumst þeim gjörvileik, seni hann var gæddur. Og þessvegna fannst mér stundum Indriði vanmeta sig um of vegna þessa — að mínum dómi smávægilega lík- amsgalla, en um slíka hluti eru aðrir vart dómbærir, og mun hver bezt vita sjálfur og kunna að meta hvers hann er megnugur. Eins og ég hef drepið á var Indriða létt um að gera vísu og mikið kunni hann af kveðskap. Var ekki ótítt að heyra kjarn- yrta vísu raulaða yfir talna- og tilfærslum, og var þá gjarna tekið undir við næsta skrifborð. Ýmislegur þjóðlegur fróðleikur og þjóðlegt skemmtiefni var að skapi hans. Voru honum vel kunnar þjóðsögur og ævintýri og átti létt með að vísa til þeirra þegar slíkt hentaði. Er mér þetta sérstaklega minnis- stætt og hvarflar það að mér, að þessi menningarþáttur sé sterkari í Arnarneshreppi en annarsstaðar á íslandi. Ég er mjög þakklátur fyrir kynnin við þennan látna góð- kunningja minn. Honum munu ekki verða hlaðnir háir bauta- steinar né um hann ritaðar stórar bækur. En í hugum þeirra, sem hann þekktu bezt, eru minningar geymdar, sem gleðja og ylja, og gaman verður að endurvekja, er fundum ber saman seinna. Móður Inðriða, syni hans og systkinum færi ég hlýjar sam- úðarkveðj ur. Gísli Konráðsson. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). orðin dagleg og vekja naumast eftirtekt, nema um dauðaslys sé að ræða. Þar er lítið til vam- ar gert. — Annarsstaðar geta menn litið í eigin barm, hver í sínu umhverfi. Munu þá allir geta séð, að umferðarmálum er ekki sinnt nógu mikið og hætt- unni þar með boðið heim. Eftir- liti og fræðslu er ábótavant. □ FRA ORLOFSNEFND AKUREYRAR ORLOFSNEFND húsmæðra á Akureyri mun starfa í sumar líkt og undanfarin sumur. Að Löngumýri í Skagafirði verður orlofsdvöl 1 til 2 vikur og hefst 10. júní n. k. Einnig verður vikudvöl að Reykjahlíð í Mývatnssveit í byrjun september. Þær húsmæður, sem óska eft- ir orlofsdvöl á öðrum hvorum staðnum, tali við einhverja af eftirtöldum konum, sem veita allar nánari upplýsingar milli kl. 10 og 12 f. h. Laufey Sigurðardóttir, sími 1581. Viglín Sigurðardóttir, sími 2761. Margrét Magnúsdóttir, sími 1794. Ingibjörg Halldórsdóttir, sími 1807. Tilkynningar um örlofsdvöl á Löngumýri þurfa að berast nefndinni fyrir 5. júlí n. k. Orlofsnefnd Akureyrar. - FERÐAÞÆTTIR (Framhald af blaðsíðu 5). að troða hver öðrum um tær. Oft er tími til að setjast að te- drykkju og .skrafa, eða fá sér blund. Þeir skilja, að stundum er betra að flýta sér hægt og gefa sér tíma til að líta niður fyrir fæturna á sér. Þessu fólki er hægt að treysta, þótt það brosi minna framan í ókunnuga, en maður á víða að venjast, og það lumar á mörgum fi'óðleik. íslendingar geta margt lært af Færeyingum, sagði hin unga menntakona. Margar sögur eru um grinda- dráp Færeyinga. Grindhvalur- inn gengur oft í stórum torfum upp að eyjunum og er þá uppi fótur og fit og fjöldi manna tek- ui' þátt í að reka hvalina í land, með brauki og bramli. „Grinda- boðin“ hafa forgangsrétt, jafn- vel presturinn verður að stíga úr stólnum, ef hvalurinn er ann- arsvegar. Við sáum ekki grinda- dráp í þessari ferð, aðeins nokkra kunna staði, þar sem hvalir eru oft reknir á land. Á hverjum stað er sérstakur mað- ur'til að stjórna rekstrinum til lands, og er bátur hans undir sérstökum fána, sem allir þekkja. Sá maður, sem fyrstur kemur auga á hvalavöðuna, hef ur rétt til fundarlauna „finn- ingarhvalin." sem er stærsti hvalurinn í hópnum. Þegar grindin er komin á land gefur sýslumaður út einskonar skiptaseðla. Samkvæmt þeim fær hver sinn hlut. Nýtt kjöt og spik er hátíðamatur, en einn ig er kjöt saltað og vindþurrk- að og spikið þurrsaltað. Vísindin hafa staðfest, að hvalspikið, sem ekki er aðeins borðað með kjötinu, heldur einnig með brauði og fiski, er mjög vítamínauðugt og bætir verulega upp skort á mjólk og smjöri og grænmeti. í sambandi við þennan veiðiskap er jafnan efnt til mikillar hátíðar og dans að fram á morgun. E. Ð. □ RÚN 59646247 — Jónsiw.-. Kosning St.'.M.'. — Rós H&V. MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag kl. 10 árdegis. — Séra Halldór Kolbeins, fyrrv. prestur í Vestmannaeyjum, predikar. — Sálmar nr. 23, 354, 359, 5, og 684. — P. S. FRA FERÐAFÉLAGI SVARF- DÆLA. Kvöldferð út í Ólafs- fjarðarmúla n. k. laugardag kl. 8,30 e. h. Upplýsingar á skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Skipa götu 12. Sími 2720 (opin þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8—10 e. h.) og Bílaafgreiðslu KEA, Dalvík. F.U.F.-FÉLAGAR. — Akureyri. Vinsamlegast gerið skil á seldum miðum í happdrætti S.U.F. og F.U.F., sem fyrst. Ennþá er hægt að fá viðbót- armiða á skrifstofu flokksins, og þar verður tekið á móti uppgjöri á miðum milli 5 og 7 e. h., næstu daga. FRA SJÓSTANGAVEIÐIFÉ- LAGI AKUREYRAR. Áætluð sjóferð n. k. laugardag. Félag- ar láti skrá sig í síma 1152 eða 2952. VINNINGAR í Happdrætti Háskóla íslands 6. fl. — Akureyrarumboð 100.000 kr. vinningur nr. 14434. 10.000 kr. vinningar nr. 25596, 33188, 48285, 53943. 5.000 kr. vinningar nr. 2937 5671 7134 8040 13961 14783 17933 22097 23860 42008 53832 1.000 kr. vinningar nr. 1621 2949 3363 5207 5390 7004 7010 7114 7382 8283 8838 8976 11706 11894 11987 12254 12429 12691 13640 13957 14386 14426 14938 15557 17645 18041 19012 19430 20570 21677 22083 22234 22416 23008 23241 23552 24911. 25961 29006 29312 29319 31152 31188 31561 31572 31600 33164 33192 33431 33437 36451 37011 37023 40588 40599 41177 42610 42614 43914 44583 44587 44831 44891 45313 45323 46474 46805 46809 46994 46997 47452 47465 49051 49085 49175 51709 51715 51725 52984 53000 53232 53833 56203 57885 57922 58026 (Birt án ábyrgðar). □ I.O.G.T. Stúkan Brynja heldur fund í Bjargi fimmtudaginn 18. júní n. k. kl. 8,30 e. h. —• Venjuleg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga o. fl. — Að lokn- um fundi verður farið í stutt ferðalag. Eiður Sigtryggsson Steinkirkju KVEÐJA Heim í dalinn hugur leitar, hann þar finnur óðul sín. Yfir hinar gengnu götur gróður breiðir fagurt lín. En þegar brestur band sem [tengdi, tregasár er kveðja mín. Valda þökk og vinarkveðju, vil ég, frændi, senda þér, hugann leiða að horfnum [stundum, heiðríkju þar yfir ber. — Það fær skapast þáttur [vígður, þar sem góður maður fer. Trúlega hvert verkið vannstu, vandaðir hvem pennadrátt, unnir söng og sumaryndi, sýndir það á prúðan liátt. Við ættargarð og æskuslóðir ætíð varstu í fullri sátt. Vinur sannur bama og blóma — bjart er víst um þeirra stig, sem að því að gleðja og græða gefa jafnan vilja sig. Far nú heill til fegri heima — friður drottins blessi þig. Móðir jörð í möttli grænum móti þér sitt breiðir skaut, skógur angar skarti búinn, skreyta blómin grand og laut. Kveður viðlag vögguljóðsins vorið — er þú gengur braut. Jómnn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum. STRÆTISVAGNAR H.F. á Akureyri em að taka tvo nýja Volvo-bíla í notkun þessa dagana. Þeir verða notaðir sem strætisvagnar í bænum og til hópferða, annar þeirra m. a. í fastar áætlunarferðir: Akureyri—Mývatnssveit. Yfirbygg- ing nýju býlanna var gerð af Bílasmiðjunni í Reykjavík. — Vagnarnir rúma hver um sig 38—45 farþega í sæti og um 70 í stæði innanbæjar. Framkvæmdastjóri Strætisvagna h.f. er Jón Egilsson, og stendur hann framan við nýja bQinn hér á myndinni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.