Dagur - 27.06.1964, Blaðsíða 2
Áfengið er liinn mikli hölvaldur
segir Skúli Þorsteinsson
NÝLEGA var Skúli Þorsteins-
son framkvæmdastióri Ung-
mennafélags fslands hér á ferð.
Hann var á fundi með forráða-
mönnum Uhgmennasambands
Eyjafjarðar og sat ársfund Hér-
aðssambands S.-Þingeyinga.
Blaðið átti stutt Viðtal við
Skúla og fer það hér á eftir.
Hvað eru margir félagar inn-
an UMFf, Skúli?
í Ungmennafélagi íslands eru
nú 17 héraðssambönd, með nær
200 félög innan sinna vébanda.
Átta félög eru beint í UMFÍ án
milligöngu héraðssambands. —
Ungmennafélagar á öllu land-
inu eru nú rétt um 12 þúsund.
Hvernig finnst þér starfsemi
félaganna ganga?
Hin einstöku héraðssambönd
og félög starfa nokkuð mismik-
ið. Sums staðar er starfið með
ágætum. T. d. sinna mörg ung-
mennafélög leikstarfsemi all-
mikið og virðist sá liður fara
vaxandi hjá þeim og er það vel,
því það er merkur þáttur í fé-
lags- og menningarlífi viðkom-
andi bvggðarlaga.
Hvað er helst fyrirliugað á
íþróttasviðinu?
Verið er að undirbúa æfinga-
miðstöðvar hjá Ungmennasam-
bandi Skagafjarðar á Sauðár-
króki og í Reykjaskóla fyrir
Héraðssamband Strandamanna
og Ungmennasamband Vestur-
Húnvetning* Á þessum nám-
skeiðum verður lögð höfuð-
áherzla á íþróttir og félags-
störf.
En næsta landsmót?
Undirbúningur að landsmót-
inu á Laugarvatni er í fullum
gangi. Svæðakeppni í hand-
knattleik og knattspyrnu fer
fram í sumar. Þrjú fremstu lið-
in mæta svo til úrslita á lands-
mótið. Landsmótið á Laugar-
vatni 1965 verður skipulagt á
svipaðan hátt og síðasta lands-
mót að Laugum.
KEFLVÍKINGAR
EFSTIR í I. DEILD
FJÓRIR leikir hafa farið fram
með stuttu millibili í Knatt-
spyrnumóti íslands, I. deild. —
Urslit hafa orðið þessi:
Valur vann Akranes 1:0.
KR vann Fram 1:0.
Fram vann Þrótt 1:0.
Keflavík og Þróttur jafnt 0:0.
STAÐAN í I. deild er nú þessi:
Keflavík 4 3 1 0 12:6 7
KR 4 3 0 1 9:5 6
Akranes 5 3 0 2 11:10 6
Valur 5 2 0 3 14:14 4
Þróttur 5 113 5:10 3
Fram 5 10 4 11:17 2
framkværadastj. UMFÍ
Er unnið eitthvað að starfs-
íþóttum hjá UMFÍ?
í sumar verða haldin nám-
skeið í starfsíþróttum að til-
hlutan UMFÍ hjá viðkomandi
samböndum í Borgarfirði,
Skagafirði, Eyjafirði, S.-Þing-
eyjarsýslú, Árnes- og Rangár-
vallasýslum.
Er unnið að framkvæmdum í
Þrastaskógi?
Já, nú er unnið við íþrótta-
leikvanginn í skóginum og er
gert ráð fyrir að hann verði
fullgerður í sumar. Eins og áð-
ur voru gróðursettar þar nokk-
ur þúsund trjáplöntur í vor.
Hafin er byggins veitingaskála
á gamla hótelgrunninum, Þrast-
arlundi.
Hugmyndin er að í framtíð-
inni verði miðstöð ungmennafé-
laganna í Þrastarskógi.
Hvað segir þú um unga íólk-
ið og æskulýðsmálin?
Það er mikið rætt og ritað
um slæma hegðun ungmenna á
skemmtistöðum og á almanna-
færi og því miður ekki að
ástæðulausu. Rétt er þó að gera
sér ljóst, að það eru oft tiltölu-
lega fáir einstaklingar, sem
vandræðum valda, ráða svip og
skapa andrúmsloft. Áfengið
veldur hér öllu. Það er hinn
mikli bölvaldur. Eldri kynslóð-
in á hér nokkra sök. Hbnni ber
því að veita hinum ungu hjálp
og leiðsögn eftir beztu getu
Heilladrjúgt hygg ég að væri að
hvetja æskufólkið sjálft, til þess
að leita úrbóta og leggja á ráð
um reglusemi og bætta sam-
komumenningu.
Sjálfsagt má setja ákveðnari
reglur um meðferð áfengis og
hafa strangara eftirlit en nú er
og mun það til bóta. Hin já-
kvæðu viðbrögð munu þó heilla
drýgst: Öflugri félagsstarfsemi
almennings í þágu uppeldis- og
menningarmála, meifi aðstoð til
æskulýðsfélaga, aukin félags-
starfsemi í skólum landsins,
endurskoðun og samræming á
námskröfum og námstilhögun á
á öllum skólastigunum. Hinn
uppeldislegi þáttur skólastarfs-
ins nýtur ekki þeirrar viður-
kenningar og aðstoðar, sem með
þarf, til þess að æskilegur ár-
angur náist. Hin beina fræðsla
ræður ríkjum. Ungmennin eru
ekki miður gefin nú en áður
var, en aðstæður hafa breytzt.
Nú er fleira, sem glepur og
tælir. Það er meiri vandi en
áður að rata rétta leið, að velja
og hafna. Það þarf sterk bein
til þess að þola góða daga. Unga
fólkið er glæsilegt og kjark-
mikið. Ég trúi á sigur þess og
bjarta framtíð. Ég treysti þyí,
að ungmennafélögin stuðii að
því að sú trú rætist. □
Námskefð I frjálsíþróitum
Kennari verður Vilhjálmur Einarsson
FRA og UMSE efna til nám-
skeiðs í frjálsum íþróttum á
Akureyri og í Eyjafjarðarsýslu
dagana 28. júní til 2. júlí. Kenn-
ari verður hinn 'þekkti frjáls-
íþróttamaður Vilhjálmur Ein-
arsson.
Æfingar fara fram sem hér
segir:
Fyrir drengi innan 14 ára.
Sunnudagur 28. júní kl. 4 e. h.
Akureyri.
Mánudagur 29. júní kl. 4 e. h.
Akureyri.
Þriðjudagur 30. júní kl. 4 e. h.
Akureyri.
Fimmtudagur 1. júlí kl. 4 e. h.
Akureyri.
Fyrir 14 ára og eldri.
Sunnudagur 28. júní kl. 9 e. h.
Akureyri.
Mánudagur 29. júní kl. 9 e. h.
Laugaland, Eyjafirði.
Þriðjudagur 30. júní kl. 9 e. h.
Akureyri.
Miðvikudagur 1. júlí kl. 9 e. h.
Árskógur.
Fimmtudagur 2. júlí kl.-9 e. h.
Akureyri.
Vess skal getið að allar æfing-
VILHJÁLMUR EINARSSON
vann silfurverðlaun í þrístökki
á Olympíuleikunum 1956. —
Hann leiðbeinir nú á Akureyri
og í Eyjafirði.
arnar á Akureyri fara fram á
íþróttasvæðinu.
•Það er forráðamönnum frjálsra
íþrótta á Akureyri og í Eyja-
firði mikið gleðiefni að Vilhjálm
ur Einarsson skuli sjá sér fært
að koma og leiðbeina á þessu
f r j álsíþróttanámskeiði.
Er þess að vænta að frjáls-
íþróttafólk noti sér þetta góða
tækifæri og sæki æfingar vel. □
Kvöldferðir um bæinn og héraðið
á vegum ferðaskrifstofanna á Akureyri
SÚ nýbreytni verður tekin upp
í sumar af ferðaskrifstofunum
hér á Akureyri, að farnar verða
kynnisferðir um bæinn og nær-
liggjandi byggðarlög.
Tilgangur þeirra er sá, að
gera ferðafólki dvölina hér
ánægjulegri og um leið eftir-
minnilegri þegar heim kemur.
Einnig gefst Akureyringum
kostur á að fara í ódýrar kvöld-
ferðir.
Tilhögun verður þessi:
Skoðunarferðir um bæinn
undir stjórn leiðsögumanns, alla
virka daga nema laugardaga,
frá kl. 13,30 til kl. 15,30.
Kvöldferðir þrisvar í viku:
Þriðjudagskvöld, farið um
Svalbarðsströnd, Dalsmynni,
Fnjóskadal og Vaðlaheiði.
Fimmtudagskvöld, farið um
Eyjafjörð að vestan fram í Leyn
ingshóla eða upp á Hólafjall, og
til baka aftur að austan.
Laugardagskvöld, farið út
með Eyjafirði að vestan, hring-
ferð um Svarfaðardal, stanzað
á Dalvík, síðan haldið út í Ól-
afsfjarðarmúla, horft á sólsetrið
og síðan haldið til Akureyrar.
Allar þessar ferðir hefjast kl.
20,00 og taka 3—5 klst. Leið-
sögumaður verður ávallt með,
sem mun sýna sögustaði og
segja frá því umhverfi, sem ekið
er um. (Fréttatilkynning).
LJósið við veginn
ÞAÐ er rétt um ár síðan við
hittumst mörg að Skógum í
Fnjóskadal. Tilefnið var kveðju-
athöfn um húsfreyjuna, Stein-
unni Sigurðardóttur. Þá var þar
tilkynnt, að heimilisfólkið að
Steinkirkju hefði afhent sóknar-
presti framlag til sjóðsstofnun-
ar, er verja ætti til kaupa á
Ijóskrossi, er æ skyldi upplýst-
ur vera á Hálskirkju og birtan
hans minning um þau Skóga-
hjón, Steinunni og Indriða Þor-
steinsson.
Ég man hve þessi gjöf gladdi
mig, því hún sagði svo margt á
látlausan hátt: Við sem höfum
átt leið um Vaðlaheiði í misjöfn-
um veðrum, við höfum vitað
um Ijósið, sem undir heiðinni
lýsti. Við þekktum fyrirgreiðsl-
una þar, ylinn þar, þegar við
komum lúin úr baráttunni við
veður og ófærð. Gerðist myrkr-
ið nærgöngult við heimili okk-
ar í veikindum eða öðrum raun
um, þá fengum við og að
finna ylinn af eldi fyrirgreiðsl-
unnar, hjálpseminnar, er í Skóg-
um brann. Þolinmæði og skiln-
ingur þeirra hjóna, er bjuggu
mörg ár í sambýli við börnin
okkar, hann var samur Við sig,
hvort sem gamlir viðir hússins
kveinkuðu sér undan lífsfjöri
barnanna, eða þau komu í síma
herbergið niðurlút og feimin og
báðu um hjálp t. þ. a. komast £
samband við pabba og mömmu.
Já, við fundum það oft, að
heimilið í Skógum var ljós við
veg okkar dalbúa og þeirra er
um dalinn okkar fóru. Því veit
ég ekkert fegurra en tengja
minning húsráðendanna ljósinu
í tákni hans, sem mestan hefur-
bróðurkærleikann sýnt.
Því minni ég á þetta nú, a&
það er metnaður minn, að þess-
ari sjóðsstofnun verði ekki
gleymt, og að í myrkri næsta
vetrar verði Ijósvin, er minning
þeirra hjóna sé tengd. Vilt þú
hjálpa til þess — þú sem fyrir-
greiðslunnar nautzt — hjálpa til
þess að ókomnar kynslóðir viti
það, að þú manst þann eld, er
í Skógum brann, fyrir þig?
Framlögum til sjóðsins mun
blaðið taka á móti, svo og sókn-
arpresturinn séra Friðrik A.
Friðriksson, Hálsi.
Þakklátur vegfarandi.
Gjöf til héraðsskóla í Eyjafirði
Á FUNDI Héraðssambands ey-
firzkra kenna, sem haldinn var
í félagsheimilinu Sólgarði' í
Saurbæjarhreppi hinn 4. júní
s.l., komu fræðslumál héraðsins
mjög til umræðu og þau miklu
vandræði, sem orðin eru á því,
að koma börnum til framhalds-
náms í skóla gagnfræðastigsins.
Töldu konurnar, að brýna nauð
syn beri til, að hafizt yrði sem
fyrst handa um byggingu heima
vistarskóla í héraðinu og beindi
þeirri ósk til fræðslumálastjórn-
ar, að hún beiti sér fyrir, að lög
verði sett um héraðsskóla í
Eyjafirði.
Til að sýna vilja sinn í þessu
máli lögðu fjögur kvenfélög í
Eyjafirði innan Akureyrar:
Kvenfélögin Aldan og Voröld í
Öngulsstaðahreppi, kvenfélagið
Hjálpin í Saurbæjarhreppi og
kvenfélagið Iðunn í Hrafnagils-
hreppi, fram nokkrar fjárhæðir
hvert, alls 50 þúsund krónur,
til þessarar skólastofnunar, og
verður þessi upphæð lögð í sér-
stakan sjóð, sem varið verði til
skólans á þann hátt sem Héraðs
sambandinu og væntanlegri
framkvæmdanefnd kemur sam-
an um.
Jafnframt skorar Héraðssam-
bandið á önnur félagasamtök í
sýslunni að sýna einhug í þessu
máli og leggja því lið fjárhags-
lega, hvar sem þessum skóla
verður fundinn staður.
Stjórn Héraðssambands Ey-
fyrzkra kvenna,
Sigríður Einarsdóttir,
Jónína Björnsdóttir,
Gunnhildur Kristinsdóttir.