Dagur - 27.06.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 27.06.1964, Blaðsíða 7
7 Ýmsar fréttir af sýslufundi Skagfirðinga j (Framhald af blaðsíðu 8.) manna nefnd er hafi forgöngu um, að sett verði samþykkt um veiði- og fiskirækt fyrir þann hluta vatnasvæðis Héraðsvatna, sem enn hefur enga samþykkt sett sér. Sýslunefnd hafði borizt erindi frá sýslumanni Húnvetninga, f. h. sýslunefndar þar, sem m. a. fjallaði um möguleika á því að koma á samvinnu milli sýslu- og bæjarfélaga í Norðurlands- kjördæmi vestra um viðræður um sameiginleg hagsmunamál kjördæmisins og kjósi hvert sýslu- og bæjarfélag í kjördæm- inu tvo menn af sinni hálfu til þeirra viðræðna. Varð sýslu- nefndin við því. Fyrir fundinum lá skýrsla byggingafulltrúa sýslunnar, Ingvars G. Jónssonar um bygg- ingarframkvæmdir í Skagafirði á liðnu ári og samkvæmt henni hafa þessar byggingar helztar verið í smíðum: 1 samkomuhús, 34 íbúðarhús, 4 geymsluhús, 7 þurrheyshlöður, 6 votheys- geymslur, 9 fjós, 6 fjárhús, 3 hesthús, 1 gróðurhús og 1 skila- rétt. Samkvæmt tilkynníngu frá bæjarfógetanum á Akureyri, liefur Sveinn Stefánsson frá Tunguhálsi í Skagafirði, nú bú- settur á Akureyri, gefið 100 þús. kr. til sjóðsstofnunar, er beri nafnið Landgræðslusjóður Hofs- afréttar, — til minningar um foreldra sína, Sigurlaugu Olafs- dóttur og Stefán Guðmundsson og bróður sinn, Stefán og konu hans. Vottaði sýslunefnd Sveini Stefánssyni alúðarþakkir fyrir þessa stórhöfðinglegu gjöf. Geta má þess, að á árinu 1963 voru 76 refir og 210 minkar lagðir að velli í Skagafirði og nam herkostnaðurinn krónum 221.875,10. Tekjur sýslusjóðs Skagfirð- inga fyrir árið 1964 voru áætlað- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). an nýr maður tók við for- mennsku í Sjálfstæðisflokknum hefur hann lagt sig í framkróka til þess að ná sem beztri sam- vinnu við kommúnista, eins og fram kom í sanmingunum í nóv- ember og desember í fyrra og í samkomulaginu við Alþýðu- bandalagið fyrir skemmstu, en það taldi Morgunblaðið einhver mestu og beztu tíðindi í tveggja áratuga sögu lýðveldisins. Og þannig mætti lengi telja.“ □ ar kr. 1.378.590,00 en gjöld kr. 1.363.924,00. Helztu gjaldaliðir eru: Kostnáður við stjórn sýslu- mála kr. 96 þús., til sjúkrahúss Skagfirðinga kr. 563 þús., til byggingar bókhlöðu á Sauðár- króki kr. 160 þús., til héraðsskól- ans í Varmahlíð (sundlaug) kr. 100 þús., til læknisbústaðar í Hofsósi kr. 90 þús., til bygging- arfulltrúa kr. 53 þús., vegna eyðingar refa og minka kr. 37 þús., ljósmæðralaun kr. 30 þús., til skógræktar kr. 30 þús., laun lögregluþjóns kr. 30 þús., til Tónlistarfélags Skagfirðinga kr. 20 þús., til Búnaðarsambands Skagfix-ðinga kr. 20 þús., til hér- aðsbókasafns kr. 15.700,00, til Ungmennasambands Skagafjarð ar kr. 10 þús. og til nætursíma- vörzlu á Sauðárkróki kr. 10 þús. — mhg r - Vegaþjónusta FIB (Framhald af blaðsíðu 8). reiðaeigendur. Um þessar mund ir er að því unnið að auka mik- ið viðgerðarþjónustu með samn ingum við fleiri verkstæði um að veita bifreiðum aðstoð yfir umferðarmestu helgar sumars- ins. Það kom greinilega í ljós s. 1. sumar að mikill skortur er á talstöðvarmiðstöð á Akureyri. Á hverju ári fer mikill fjöldi tal stöðvabifreiða um Akureyri en engin almenn talstöðvarmiðstöð er fyrir hendi til aðstoðar og þjónustu við þessar fjölmöi-gu bifreiðir. Þá má nefna það, að bifreið Bifreiðaeftirlits ríkisins á Akureyri er ekki búin talstöð og stafar það m. a. af því, að engin talstöðvarmiðstöð er fyr- . ir hendi. Stjórn FÍB hyggst nú berjast fyrir því að talstöðvar- miðstöð verði sett upp á Akur- eyri sem fyrst og stuðla þannig að auknu öryggi á vegunum. En til þess að félagið geti auk- ið vegaþjónustuna og komið ýmsum hagsmunamálum bif- reiðaeigenda til leiðar, verður félagatalan að aukast. FÍB hef- ur í því skyni sent um 350 bif- reiðaeigendum á Akureyri og nágrenni bréf ásamt upplýsing- um um félagið og réttindi þau, sem meðlimir þess njóta. Þá fylgir einnig hefti af Ökuþór, málgagni FÍB. Inntökubeiðnum verður veitt móttaka hjá aðal- umboðsmanni FÍB á Akureyri, Ólafi Stefánssyni, C/o Almenn- um Tryggingum h.f., Davíð Kristjánssyni, starfsmanni hjá Áfengisverzlun Ríkisins og í Bifreiðaeftirlitinu. □ -)• * Minar beztu þakkir sendi ég ykkur öllum, sem glöddu mig rneð gjöfum og heillaúskum á sextugsaf- -t ¥ 0 4 mœlinu. — Lifið heil. i-j' * * I I s ! © * <■ ANTON SÖLVASON. e- I- -t © i •í- © I I I Með þessum fáu orðum vil ég þakka af hfarta öllum cEttingjum og vinum, sem glöddu mig með gjöfum og skeytum og heimsóknum á 90 ára afmœli minu. — Guð blessi ykkur öll. INGA JÓHANNESDÓTTIR, Garði, Crrimsey. FYRIRSPURNIR NORÐAN við Gránufélagsgötu er barnaleikvöllur (annar en leikskólans á Iðavelli). Nú vil ég bera fram þær spurningar, hvort hann sé búinn þeim tækj- um, sem þar eiga að vera í sum ar, og hvort lögreglan hefur vald til að vísa börnum út af vellinum, á þeim tíma, sem úti- vist barna er leyfð? Jóhannes Ólafsson. - Við ferðumst ein- falt og ódýrt (Framhald af blaðsíðu 8). búið að slíta barnsskónum. Aft- ur á móti er Ferðafélag Svarf- dæla ungt, stofnað 16. júní 1963. Formaður þess er Þórir Jónsson skólastjóri. í því felagi munu vera 140 meðlimir. Farnar hafa verið skemmtilegar gönguferð- ir á nærliggjandi fjöll, einnig efnt til ferðar til Hríseyjar og nú síðast til Grímseyjar með 115 þátttakendum. Vinna félögin sameiginlega að ferðunum? Já, félögin styðja hvort ann- að, t. d. í sambandi við pantan- ir farmiða, upplýsingar o. fl. — Næsta laugardag er kvöldferð út í Múla. Stórar ferðir í sumar? Auk kvöldferða og styttri ferða, svo sem að Skeiðsvatni á hestum, sem Svarfdælingar sjá um, og eru ódýrar ferðir, er svo 11 daga ferð 11. júlí. Farið verður um Kjalveg og síðan austur um sveitir, Landmanna- laugar, Eldgjá, Þórsmörk og fleiri merkir staðir verða skoð- aðir og í bakaleiðinni ekið norð- ur Sprengisand. Hvað kostar slík ferð? Um 2000 krónur. Þar er inni- falið kaffi, súpur og mjólk. Far- gjöldin eru alltaf sem næst kostnaðarverði. Við höfum t. d. fjallabíl Gunnars á Dalvík, sem tekur 27 farþega og svo fáum við minni bíla eftir þörfum. Skemmtir fólk sér vel í slík- um ferðum? Yfirleitt eru ferðirnar skemmti legar. — Áföngum reynum við að stilla í hóf til þess að fólk þreytist sem minnst, og þegar haldið er kyrru fyrir, nota þeir, sem þreyttir eru, tímann til að hvílast á meðan aðrir ganga á fjöll. Margt fólk fer með okkur aftur og aftur. Of margir standa í þeirri trú, að langar ferðh- séu mjög erfiðar. En reynslan er sú, að fólk á áttræðisaldri og jafn- vel níræðisaldri, hefur farið með okkur og ekki orðið meint af. Hinn 23.—26. júlí verður Brúarjökulsferð. Farið verður upp frá Möðrudal. Það verður fróðlegt að sjá hin miklu um- brot, sem þar urðu í vetUr. — Annars eru ferðirnar okkar aug lýstar í ritinu Ferðum. Okkar ferðalög eru yfirleitt miðaðar við það fólk, sem ferð- ast vill einfalt og ódýrt og til þeirra staða, sem aðrir skipu- leggja síður ferðir til, jafnvel um nýjar slóðir, segja þau Hólmfríður og Gunnar að lok- um, og þakkar blaðið svör- in. E. D. FRÁ ORLOFSNEFND. — Þær húsmæður, sem óska eftir or- lofsdvöl að Löngumýri í Skagafirði, frá 10. júlí n. k., þurfa hið fyrsta að sækja um það til einhverrar eftirtal- inna----Laufey Sigurðardótt- ir, sími 1581. Viglín Sigurðar- dóttir, sími 2761. Margrét Magnúsdóttir, sími 1794. Ingi- björg Halldórsdóttir, sími 1807. FRJÁLSÍÞRÓTTAfólk. Munið námskeiðið með Vilhjálmi Einarssyni. — Sjá nánar íþróttaþátt. NONNAHÚSIÐ opið kl. 2—4 síðdegis, daglega. MINJASAFNIÐ! Opið frá 1,30 til 4 e. h., alla daga, nema mánudaga. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. MATTHÍASARSAFMÐ opið kl. 2—4 e. h. alla daga, nema laugardaga. ^AmisIióhasafmíi er opið alla virka daga, nema laugar- daga, kl. 4—7 e. h. KVÖLDFERÐ verður í kvöld (laugardag) frá Ferðaskrif- stofunni Sögu, um Svarfaðar- dal, Dalvík og út í Ólafsfjarð- armúla. — Sjáið nánar aug- lýsingu í blaðinu. Minningarsjóður um frú Ragnheiði Hjalta- dóttur SJÁLFSBJÖRG, félag fatlaðra á Akui-eyri og nágrenni, hefur stofnað minningarsjóð um frú Ragnheiði Hjaltadóttur, er lézt á s.l. sumri. Ragnheiður var mjög virkur félagi í Sjálfsbjörg, starfaði þar mikið og lét sér m. a. mjög annt um föndurstarf- semi félagsins. Hefur minningar sjóðnum því verið ákveðið það hlutverk að verða til eflingar föndurvinnu hjá félaginu, m. a. með því að standa straum af kostnaði við kennslu eða leið- beiningar á vegum félagsins í þeim greinum, sem til föndurs teljast. Hefur félagið lagt fram kr. 5.000,00 sem stofnframlag til sjóðsins og jafnframt ákveðið að hafa kaffisölu einn dag ár- lega og láta hagnaðinn renna í minningarsjóðinn. Þess er einn- ig vænzt, að sjóðurinn hafi nokkrar tekjur af gjöfum og áheitum. Er ákveðið að það fé, sem sjóðnum kann að herast fyrir 1. nóv. n. k. verði talið stofnfé sjóðsins, og vill sjóðs- stjórnin vekja athygli þeirra, sem myndu vilja styrkja sjóð- inn á því, að æskilegt væri, að sem flestar gjafir bærust fyrir þennan tiltekna tíma og teldust stofnfé og gefendurnir í hópi stofnenda. í stjórn sjóðsins eru: Adolf Ingimarsson, Sveinn Þorsteins- son og Heiðrún Steingrímsdótt- ir, og veita þau móttöku gjöfum til sjóðsins. - Tíunda kjörbúð KEA (Framhald af blaðsíðu 1) Verzlunin er búin öllum ný- tízku tækjum og áhöldum, svo sem Levin-kæliskápum og kjöt- afgreiðsluborðum, Hugin-mjólk urafgreiðslutækjum o. fl. Mun útibú þetta, sem er 9. kjörbúð Nýlenduvörudeildar KEA á Akureyri, mjög auð- velda verzlun fyrir hina vax- andi byggð á Suður-brekkunni, en auk alls kyns matvæla mun þar einnig fást nokkrar bús- áhaldavörur og ýmis smávarn-' ingur. Kjörbúðarstjóri er Jens Ólafs son, sem verið hefur starfsmað- ur í Kjörbúðinni í Brekkugötu 1. (Fréttatilkynning). ÖRN SMÁRI ARNALDSSON læknir, gegnir störfum mín- um til 15. júlí n. k. Heimilis- fang hans er Þingvallastræti 22. Sími 1542. — Jóhann Þor- kelsson. HEILSUVERNDARSTÖÐ AK- UREYRAR: Eftirlit með þung- uðum konum fimmtudaga kl. 4—5 e. h. — Ungbamaeftirlit miðvikudaga og annan hvern mánudag kl. 1—2 e. h. Þarf að pantast í síma 1977 og 1773. — Hvorttveggja þetta fer fram í Hafnarstræti 81, neðsta hæð. — Berklavarnir: Þriðjudaga og föstudaga kl. 2—3,30 e. h. og bólusetningar fyrsta mánudag hvers mánað- ar kl. 1—2 e. h. — Hvort- tveggja í húsnæði Berklavarn arstöðvarinnar við Spítala- stíg. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Ágúst Þor- leifsson, sími 1863. SL YS A V ARN ARFÉLAG ÍS- LANDS. Áheit kr. 500,00 frá V. Á. Með þökkum móttekið. — Sesselja. - Raflínustaurar rísa (Framhald af blaðsíðu 8). Annars hefur meiri hluti veið- innar undanfarið verið silung- ur. Nú er enn gert ráð fyrir. að setja seyði í ána, en þau eiga að vera eldri og þroskaðri en hin fyrri og því miklar vonir um að þau lifi og dafni. Allt veiðisvæði árinnar er trúlega ekki öllu minna en 70 til 80 km og mætti efalítið auka það að verulegum mun með því að gera nokkra fossa fiskgenga. Formaður „Fiskiræktarfélags Svarfdæla“ er Þorgils Gunnl- augsson bóndi á Sökku, en for- maður „Fossa“ Baldvin Jóhanns son útibússtjóri, Dalvík. Q NYLON allar stærðir komnar aftur SÍÐBUXUR PRJÓNAJAKKAR MARKAÐURINN Sími1261

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.