Dagur - 01.07.1964, Side 1

Dagur - 01.07.1964, Side 1
Dagur kemur út tvisvar í viku og kostar 20 krónur á mánuði. Dagur Símar: 1166 (ritstjóri) 1167 (afgreiðsla) Tvær flugvélar Tryggva Helga- sonar eru á heimleið Koma ef til vill til Akureyrar í k\ öld TVÆR flugvélar, scm Tryggvi Helgason flugniaðnr á Akureyri keypti í Bandaríkjunum og frá var sagt á sínum tíma, eru nú á heimleið. Tveir bandarískir flugmenn Síðdegis í gær fékk blaðið eru á hvorri þeirra og með þær fregnir, að vélarnar væru á þeim er Björn Sveinsson flug- leið til Grænlands og myndu virki. væntanlega lenda á Syðri- SALTSÍLDARVERÐ ÁKVEÐID VERÐLAGSRAÐ sjávarút- vegsins ákvað á fundi sínum á laugardaginn lágmarksverð á síld til söltunar og frysting- ar, það er síld, sem veidd er við Norður- og Austurland. Verð á síld til söltunar er kr. 230,00 fyrir liverja uppmælda tunnu, 120 lítra. Verð fyrir hverja uppsaltaða tunnu, með þremur lögum í hring, er kr. 313,00. Verð á síld til heilfrysting- ar er kr. 230,00 fyrir hverja uppmælda tunnu, 120 lítra.n Síldarsöllun hófsí í gærdag Um 50 Söitnnarstöðvar biðu söltunarleyfis SÍLDARÚTVEGSNEFND gaf s.l. mánudag út svofellda frétta- tilkynningu: „Síldarútvegsnefnd ákvað á fundi sínum 29. júní að heimila löggiltum síldarsaltendum norð- anlands og austan, söltun síldar frá kl. 12,00 á hádegi, þriðjudag inn 30. júní. Skilyrði fyrir sölt- un er, að síldin sé a. m. k. 20% feit og fullnægi einnig að öðru leyti stærðar- og gæðaákvæðum þegar gerðra samninga. Ennþá hafa samningar ekki tekizt við Sovétríkin." Gerðir hafa verið samningar um sölu á 300 þús. tunnum salt- síldar, þar af 200 þús. til Sví- þjóðar. í fyrra voru söltunarstöðvar norðanlands og austan 40 tals- ins, en talið er að síld vei’ði söltuð á 50 söltunarstöðvum í sumar. □. Straumfirði, á vesturströnd Grænlands, kl. 18,45. Næsti áfangi er svo þvert yfir Grænlandsjökul til Kulusuk. — Þaðan verður svo flogið í ein- um áfanga til Akureyrar. Ef veður verður hagstætt á þessari flugleið, gætu vélarnar komið í kvöld eða nótt til Akur- eyrar. Flugvélar þær, sem hér um ræðir, eru 8—10 farþega Beeh- craft C—45 vélar, eins og áður var frá sagt hér í blaðinu. □ Þrjár byrjuðu á slaginu Raufarliöfn 30. júní. Þrjár sölt- unarstöðvar byrjuðu kl. 12 í dag að salta — á slaginu tólf — en þá var fyrsta söltun leyfð. Það voru þessar stöðvar: Norður- síld, Hafsilfur og Óðinn. Útlit er fyrir að Borgir og ný söltun- arstöð, Síldin, fái síld til söltun- ar fyrir kvöldið. í gærkveldi var síldarverk- smiðjan búin að taka á móti 126 þúsund málum í bræðslu. Veður er nú gott og góð veiði í nótt. 60 skip fengu yfir 40 þús. mál. Margt um manninn. Hér er að verða mannmargt. Síldarstúlkurnar hafa komið í stórum hópum undanfarna daga og einnig karlar til margs kon- ar starfa. O 111 ■ 111111 • 111 ■ 11 ■ 11 ■ 111111 ■ ■ i m ■ ■ ■ i ■ 11 ■ 11 ■ 1111 ■ ■ i ■ i ■ ■ i ■ ■ 111M11 ■ ■ i ■ 11 ■ ■ 11 ■ ■ 111 ■ i ■ ■ 11 ■ 111 ■ 1111111 ■ i ■ 11111 ■ ■ i ■ 11 ■ ■ ■ ■ i ■ ■ i > Hans konunglega tign prins Philip, hertogi af Edinborg, — eigin- maður Elísabetar Englandsdrottningar. — Myndin er tekin í Buchingham-höll. (Ljósmynd: British Official Photograph) Hertoginn af Edinborg kemur í dag PHILIP PRINS, hertogi af Edinborg, og eigin- maður Elísabetar Englandsdrottningar, og for- seti Islands, herra Ásgeir Ásgeirsson, koma vænt- anlega til Akureyrar um kl. 7 í kvöld, eins og áður hefur verið tilkynnt. Frá flugvellinum verður ekið í Lystigarðinn, þar sem opinber móttaka fer frain. Forseti bæj- arstjórnar, Jón G. Sólnes, flytur ávarp og hertog- inn svarar. Lúðrasveitin leikur Jjjóðsöngva ís- lands og Englands. Síðan verður snæddur kviildverður í Sjálf- stæðishúsinu, en flogið að honum loknum til Mývatnssveitar og gist í Reykjahlíð. (Ekki Höfða eins og áður hafði verið ákveðið). Á morgun ætlar hertoginn, sem er áhugamað- ur um fugla, að skoða fuglalífið í Mývatnssveit fram eftir degi, en halda þaðan beint til Reykja- víkur, flugleiðis. Heimsókn Philips hertoga er ekki formleg, og fylgja henni ekki slíkar veizlur, sem við komu ýmsra annarra þjóðhöfðingja. Eigi að síður er lieimsókn þessi opinber og með henni goldin heimsókn forseta íslands til Englands í fyrra. Norðlendingar, sem aðrir landsmenn, munu fagna vel hinum tigna, erlenda gesti. Því auk ]>ess, sem hann er fulltrúi vinaþjóðar, mun hann, samkvæmt fréttum um hann, falla íslendingum velí geð. Hann er sagður liugrakkur maður og frjáls- mannlegur, hneykslar fólk stundum með hrein- skilni sinni, hefur brotið margar kreddur á bak aftur, er fágætum íþróttum húinn og lætur jafn- vel að stjórna slcipi sem flugvél. Sagt er að hann sé góður, heimilisfaðir og jafnan málsvari æskunnar. Einnig er sagt að hann veiti drottningunni, eiginkonu sinni, ómet- anlegan styrk í vandasömum störfum hennar. Að sjálfsögðu er margt rætt um mann þeirrar konu, sem tignust er talin meðal drottninga. Slíkir menn verða að sætta sig við satt og logið, sem útgefendur blaða og tímarita kunna að sjá hagnað í að birta. Þó er augljóst hve hertoginn nýtur mikilla og vaxandi vinsælda meðal þjóðar sinnar. Og hið vandasama hlutverk sitt virðist hann skilja vel. Þótt hann gangi ekki feti framar á opinbernm vettvangi en manni drottningar ber, stendur hann enganveginn í skugga hennar og er orðinn mikill áhriíamaður á ýmsum sviðum, einkum á sviði vísinda, iðnaðar og uppeldismála. Hin síðari árin, eftir að hann tók að gefa sig af alvöru að félagsmálum, er ræðum hans jafnan mikill gaumur gefinn. Enn hneykslar hann fólk, bæði í ræðum og samtölum — og hrífur þó margfalt fleiri. — Og nú vita menn það, sem menn ekki vissu, þegar hann var óbreyttur sjó- liðsforingi, að þar er maður, sem meinar J>að sem hann segir og veit hvað hann vill. Brúðkaup Jieirra Elísabetar, þá prinsessu, og Philips fór fram 1947 að 2000 boðsgestum við- stöddum, sem skipað var eftir aldri, til að forð- ast meting. Börn Jjeirra eru: Charles prins fæddur 1948, Anna prinsessa fædd 1950, Andrew prins fæddur 1960 og Edward prins fæddur 1964. Þau Elísabet drottning og Philip prins eru bæði afkomendur Kristjáns IX. Danakonungs. Viktoria Englandsdrottning var langa-lang-amma þeirra beggja. □

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.