Dagur - 01.07.1964, Side 7

Dagur - 01.07.1964, Side 7
7 Fjórðungsmól hestamanna Fjöldi manna og liesta, en veður illt á laugard. UM 150 hross voru reynd eða sýnd á fjórðungsmóti hesta- manna í Húnaveri um síðustu helgi. Þar var slegið upp tjald- borg, því margt var um mann- inn. Veður var hig versta á laug ardaginn, fyrri mótsdaginn, og spillti það ánægju viðstaddra. En síðdegis á sunnudaginn var komið glampandi sólskin og fóru þá fram kappreiðar og sýn- ing góðhesta. Blaðið hefur ekki fengið úr- slit í einstökum greinum þessa móts í heild, en birtir nokkur: í keppni alhliða góðhesta sigr- aði Draumur Magna Kjartans- sonar Árgerði, en beztur klár- hestur var Fölskvi Sigurðar O. Bjönrssonar. I 250 m hlaupi sigr aði Gola Péturs á Krossastöðum og í 300 m sigraði Grámann úr Reykjavík. í 800 m sigraði Þröst ur Ólafs Þórarinssonar, Hólmi. LEITARSTOÐ TIL AÐ FINNA KRABBAMEIN ) (Framhald af blaðsíðu 8). f Prófessor Níels Dungal segir, að krabbamein í legi kvenna hefði færzt í vöxt frá aldamót- um og væi'i algengur sjúkdóm- ur í öllum menningarlöndum. Það væri og algengara í Reykja vík en úti á landi. Krabbamein í legi ætti sér jafnan langan að- draganda unz það brytist út. Mjög auðveldlega væri hægt að greina það löngu áður, hvort krabbamein væri að myndast og mætti þá nema meinið burt án nokkurs sársauka. Enginn vandi væri að ráða við það á byrjunarstigi. Áætlað er, að þessi hjálp nái til allra kvenna á íslandi, þeim að kostnaðarlausu. Alma yfirlæknir segir, að sé krabbamein í legi uppgötvað á byrjunarstigi, væru horfur á lækningu 100%. Hún leggur í'íka áherzlu á, að konur leiti til stöðvarinnar, sem er til húsa í Suðurgötu 22 í Reykjavík. □ ! Frá Eiðaskóla ALÞÝDUSKÓLANUM á Eið- um var slitið laugardaginn 30. maí við athöfn í Eiðakirkju. Sóknarpresturinn, sr. Einar Þ. Þor&teinsson, flutti hugvekju og nemendur sungu undir stjórn söngkennara skólans, Magnúsar Kristinssonar. Þórarinn Þórarinsson, skóla- stjóri, flutti skólaslitaræðu, skýrði frá starfsemi skólans og úrslitum prófa, afhenti verð- laun og viðurkenningar og ávarpaði nemendur. Skólinn starfaði með svipuð- um hætti og áður, nema hvað nú var í fyrsta sinn starfræktur 4. bekkur í skólanum til undir- búnings fullgildu gagnfræða- prófi, og nám í verknámsdeild miðskóla var miðað við fram- haldsnám í iðnskóla. Sýning á handavinnu, teikningum og vinnubókum nemenda var hald in nokkru fyrir skólaslit í sam- bandi við brottför nemenda úr neðri bekkjum skólans. Prófum luku 120 nemendur, þar af 11 í gagnfræðadeild og 18 í landsprófsdeild miðskóla og af þeim hlutu 15 framhalds- einkunn, þ. e. meðaleinkunn 6 eða þar yfir í bóklegum grein- um. Hæsta einkunn á gagnfræða prófi hlaut Guðný Kristjáns- dóttir frá Stöðvarfirði 8,29. Er hún fyrsti gagnfræðingurinn sem útskrifast eftir fjögurra ára nám í Eiðaskóla. Á landsprófi hlaut hæsta eink unn Stefán Vilhjálmsson frá Brekku í Mjóafirði 9,10 í lands- prófsgreinum, sem jafnframt er hæsta einkunn á landsprófi við Eiðaskóla. Á almennu miðskólapi'ófi urðu hæst Hei'borg Jónasdóttir frá Neskaupsstað úr bóknáms- deild 7,24 en Daníel Sigui'ðsson frá Halloi’msstað 7,36 úr verk- námsdeild. Við burtfararpi’óf eldri deild- ar varð hæstur Jón Atli Gunn- laugsson frá Setbergi í Fella- hreppi, með einkunnina 9,02 að meðaltali úr öllum greinum en í yngi’i deild Sigui-bergur Frið- riksson frá Vattai’nesi, 8,67 (9,04 í bóklegum greinum). Margt gesta var við skólaslit- in. — Skólinn er fullskipaður næsta skólaár og vísa varð frá fjölda umsókna. Framkvæmdir eru hafnar við framhaldsbyggingu skólahúss- ins, og senn er lokið fram- kvæmdum við sameiginlega vatnsveitu fyrir staðinn. SUMARLEYFI . Vér viljum vinsamlegast benda viðskiptavin um vorum á, að Prentverk Odds Björnsson- ar h.f. verður lokað vegna sumarleyfa frá 21. ágúst til 14. september n.k. PRENTVERK ODDS BJÖRNSSONAR H.F. HAFNARSTRÆTI 88 . AKUREYRI - Kjördmisþingið . . . (Framhald af blaðsíðu 5). innar um lagningu Strákaveg- ar og leggúr ríka áherzlu á, að undix’búningskramkvæmdum við vegagerðina verði hraðað sem allra mest. Jafnframt telur fundurinn sjálfsagt, að allar tekjur ríkis- sjóðs af bifreiðum og benzíni renni óskiptar til uppbyggingar vegakerfi landsins og viðhalds þess. 7) Þar sem í-afox’ka til heim- ilisnota er eitt af frumskilyrð- um fyrir því að byggð haldist í sveitum, gerir fundurinn kröfu til þess að framkvæmdum í raf- orkumálum verði hraðað svo, að öll heimili hafi fengið raf- magn fyrir 1968. 8) Fundurinn telur brýna nauðsyn bera á að bæta náms- aðstöðu unglinga í kjördæminu þannig að þeim sé a. m. k. gert kleift að ljúka þar lögboðnu skyldunámi. Jafnframt telur fundurinn eðlilegt að stefnt vei’ði að því, að í kjöi’dæminu verði byggður og stai’fi’æktur menntaskóli." Guðmundur Jónasson í Ási í Vatnsdal, sem lengst af hefur verið formaður Kjördæmissam- bandsins og gengt því stai’fi með mikilli prýði, baðst nú undan endui’kjöri í stjói-n og vottuðu fundai-menn honum þakkir fyr- ir ágæt störf. Magnús H. Gísla- son á Frostastöðum mæltist einnig undan endui’kosningu. í stað þeii’ra voi’u kjörnir þeir Olafur Svei’risson kaupfélags- stjóri á Blönduósi og Haukur Jörundsson skólastjói’i á Hól- um. Að öðru leyti skipa stjórn- ina þeir Jóhann Þorvaldsson kennari Siglufirði, Guttoi’mur Oskarsson gjaldkeri Sauðáx’- króki, Gústaf Halldórsson verk- stjóri Hvammstanga og frá fé- lögum yngri manna Benedikt Sigui-jónsson Siglufii’ði, Gunnar Oddsson Flatartungu, Páll Pét- ui-sson Höllustöðum og Bi-ynj- ólfur Sveinbergsson Hvamms- tanga. I miðstjói’n flokksins voi-u kjörnir: Bjarni Jóhannsson for- stjóri Siglufii-lði, Gísli Magnús- son bóndi Eyhildax’holti, Gutt- ormur Oskai’sson gjaldkeri Sauðái’kx’óki, Guðmundur Jón- asson bóndi Ási, Gústaf Hall- dórsson verkstjóri Hvamms- tanga og frá yngri mönnum þeir Gunnar Oddsson bóndi í Flatai’- tungu og Páll Pétursson bóndi Höllustöðum. Kvenfélag Akrahi'epps sá fundai’mönnum fyrir veitingum, að mikilli rausn og myndarskap. — mhg. - Kraftfóður og hæfi- legt magn afurða (Fi-amhald af blaðsíðu 5). Þá kemur takmörkun á notk- un innflutts kjarnfóðurs til gi-eina, hvernig sem henni yrði fyi'ir komið, því líklegt verður að telja, að það muni reynast heilladi’ýgra, þegar á allt er lit- ið, að hafa mjólkurkýrnar held- ur fleiri en færri og byggja mjólkux-framleiðsluna sem mest á innlendu fóðri. H. E. Þ. MESSAÐ í Akureyrarkii-kju n. k. sunnudag kl. 10,30. Sálmar nr. 579, 29, 420, 34 og 25. P. S. KNATTSPYRNAN! Leikur í júlímótinu (meistaraflokkur) milli KA og Þórs í kvöld — miðvikudag — kl. 8,30. KVÖLDFERÐ á fimmtudag! — Hringferð um Eyjafjörð. Far- ið fram í Leyningshóla. Lagt af stað frá Lönd & Leiðir kl. 8,30. — Þátttaka tilkynnist fyrir kl. 6 á fimmtudag. RANGT SÍMANÚMER. f síð- ustu blöðum hefur símanúm- er Ágústs Þorleifssonar dýra- læknis verið prentað 1863, en á að vera 1563. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. - Skozkir bændur og ríkisvaldið Nokkrar stökur VORVÍSUR Ljómar skart um lönd og sjá lifnar hjartans gleði, kynni. Vorið bjarta völdin á, veitir margt af auðlegð sinni. Sólin gyllir gi’óðurreit, glaðir söngvar hljóma. O, mig langar út í sveit í angan vors og blóma. Á SJÚKRAHÚSI Órt þó lækki æfisól og okkar fjölgi meinum. Veitir ennþá von og skjól, vor í hjartaleynum. TIL VINKONU Þó að oft sig ygli brá og ógni myrkrið svarta. Við skulum ti’eysta ætíð á, allt hið góða og bjarta. Dagný M. Benediktsdóttir. - Bílstjóri og þúsund þjala smiður (Framhald af blaðsíðu 2). Hvernig finnst þér veröldin og mannlífið? Mér finnst. veröldin ágæt, a. m. k. það sem að mér snýr. Ég hef verið svo lánsamur að kynn ast aðeins góðum mönnum um ævina. Og þetta slæma fólk, sem talið er eð sé svo mikið af, hef ég ekki rekist á. Ég hef alla ævi verið fátækur af veraldar- auð, en þegar ég hef þui-ft á hjálp að halda, hefur hún ætíð birzt mér í einhverri mynd. Mér hefur alltaf þótt vænt um landið mitt, sveitir þess og ör- æfi. Ég hef fundið sannasta gleði í skauti íslenzkrar nátt- úru. Unað hag mínum vel á há- lendi og heiðum uppi, með myndavélina mína að förunaut. Glaðst af hjarta yfir því að sveifla stöng við sti-eymandi ár og sitja á dorg á ísilögðum vötnum, Ég hef ekki kunnað að meta bæjai’lífið, en vil enda þetta spjall með ljóðlínum Sið- urðar á Arnai’vatni: „Blessuð sértu sveitin mín, sumar, vetui’, ár og daga.“ (Framhald af blaðsíðu 8). bóndi væri bezti viðskiptavinur bankanna. Þeir gætu fengið þar £1000 (222.000,00 ísl. kr.) án nokkurrar tryggingar, og víxla til skamms tíma fá þeir eftir þöi’fum. Þó er það skilyrði sett, að þeir færi búreikninga og skýrslu, sem sýni, hvaða bú- grein gefi mestan arð, enda fer það voxandi að bændur hafi eina aðalbúgrein. — Hvernig er aðstaða ríkis- valdsins til bænda? — Ríkið styður skozkan land- búnað mjög mikið. Það gi’eiðir Vá af öllum stofnkostnaði við byggingar, ræktun og fram- í-æslu, V2 af girðingai’kostnaði, V4 af áburði og mai’gt fleira. í hálendinu greiðir ríkið % a£ öllum byggingarkostnaði. Auk þess greiðir ríkið beinan styx-k á hverja holdakú, um 1500 ki\, á hvern kálf 1160 kr. og um 300 kr. á hvei’ja vetrarfóðrara á. Ríkið ábyrgist einnig lág- marksvei’ð fyrir ýmsar landbún- aðarvörur, m. a. ull og hvern gi'ip, sem kemur á markaðinn, bæði holdanaut og lömb. Þeir, sem selja á hærra vei’ði, njóta þess gi’óða sjálfir, og er skozka kerfið því fullkomnara en hér gerist. Ríkið greiðir enga beina styi-ki til mjólkui'framleiðslunn- ar, en ábyrgist lágmai’ksverð. Lágmarksverð það sem ríkið ábyrgist á koi’ni, er hæri’a en mai’kaðsverðið, og er þá sama, hvort bændui’nir selja koi’nið eða nota það sjálfir til fóðurs. — Hvað annað vakti sérstaka athygli þína? — M. a. tryggingakerfið þar í landi. Þeir hafa lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn og miklu víðtækari sjúki’asamlagsti’ygg- ingar en hér tíðkast. Bænda- efni hafa mjög góða aðstöðu til menntunar og fer um helming- ur þeirra í bændaskóla, enda ber búskapurinn þess merki, að flestir bændanna eru vel mennt- aðir. Einnig er athyglisvert, hversu litlu þeir þurfa að kosta til bygginga. □ GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ ODÝRIR, nýkomnir MARKAÐURINN Síml 1261

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.