Dagur - 01.08.1964, Blaðsíða 5
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
BUSKAPUR
Breta og
ísleudinga
ÞAÐ mun vera almenn skoðun, að
auðveldara sé að stunda sveitabúskap
í Bretlandi en á íslandi. Loftslag er
|>ar mildara en hér. Snjóalög yfirleitt
ekki lík þar á vetrum eða veður-
harka, að ekki sé hægt að beita sauð-
fé eða holdanautum. Af þessum sök-
um m. a. verður kostnaður við bygg-
ingar útihúsa tniklu minni þar en
hér. Ætla má, samkv. framansögðu,
að fóðrunin sé þar líka ódýrari en
hér.
OG nú kann líka einhver að segja
sem svo, að þessi góðu búskaparskil-
yrði segi til sín. Þessvegna sé kjöt-
verðið svo lágt í Bretlandi að greiða
þurfi útflutningsuppbætur á íslenzkt
kjöt, sem þangað cr flutt. Og ein-
hverjir kunna að hugsa sem svo, að í
landi hins milda veðurfars og búfjár-
ræktar á háu stigi, þurfi ríkisvaldið
ekki að hafa áhyggjur af afkomu
bændastéttarinnar. Hún muni sjá
um sig sjálf og sinn búrekstur, án
þess að fjárframlög frá ríkinu þurfi
til að koma.
EN því fer fjarri, að svo sé. Samkv.
upplýsingum, sem fram komu á stétt-
arsambandsfundinum í Reykjavík í
júní í sumar, greiðir ríkissjóður
Breta samkv. nýgerðum verðlags-
samningum við bændur, hvorki
meira eða minna en 320 millj punda
eða 38 milljarða íslenzkra króna til
landbúnaðarins á einu ári — árið
1964—1965. Innlendu landbúnaðar-
aíurðirnar seljast í samkeppni við
innfluttar vörur, en ríkið ábyrgist,
að brezkir bændur fái það verð, sem
um er samið. Þótt hér liggi ekki fyr-
ir, á hvern hátt ríkið innir af hendi
ábyrgðargreiðslur í einstökum atrið-
um, hefur þó verið upplýst, að þær
greiðslur hins opinbera til brezkra
bænda, sem hér er um að ræða, svari
til þess, að bóndi fái tvo þriðju hluta
af nettotekjum sínum á þann hátt.
NEFND starfar nú að því að afla
gagna um aðstöðu bænda í Bretlandi
og öðrum nálægum löndum gagnvart
ríkisvaldinu og í samanburði við
aðrar atvinnugreinar. Verður fróð-
legt að kynnast þeim niðurstöðum í
samanburði við íslenzku bændastétt-
ina. □
Vopnafirði. Ekki er ennþá unnt
að segja um áhrif þess á fram-
leiðsluhætti bændann'a, en Þor-
steinn taldi, að auk þess sem
það bætti úr þeirri þörf kaup-
túnsbúa að fá gerilsneydda
neyzlumjólk, væri um leið sköp
uð aðstaða til hins frjálsa vals
milli búgreina og væri það einn-
ig nokkurs virði. Sumir bænd-
ur vildu aðeins annast sauðfjár-
búskap, aðrir hefðu dálæti á,
kúm. Nú gætu þeir valið um.
Um afkomu bænda almennt í
Vopnafirði, sagði Þorsteinn Þor-
geirsson, að hún þyrfti að vera
mun betri. Hann taldi, að eng-
þessar mimdir í Vopnafirði, að
því er séð varð.
Þegar laxveiðimenn hafa
rennt fyrir konung fiskanna á
öllum veiðistöðum árinnar, dag
eftir dag, án verulegs árangurs,
er ekki úr vegi að leiða hugann
að öðrum hlutum með árniðinn
fyrir eyrum, glampandi hylji og
breiður fyrir augum, sitjandi á
steini með veiðistöngipa og létt
an bakpokann sér við hlið. Lax-
veiðimenn með litla veiði ,eða
enga hafa ekki stórfenglegar
veiðisögur að segja við heim-
komuna og sjá ekki ástæðu til
að þenja út brjóstkassann fram-
í GÓÐU VEÐRI opnast óvenju
fagurt útsýni þegar ekið er til
Vopnafjarðar og komið á Bursta
bellsbrúnir. Vopnafjarðarhérað
er breitt og búsældarlegt, fjalla
hringurinn tignarlegur allt í
kring og lokar raunar hringnum
frá hafi til hafs og torveldar
mjög landleiðir til héraðsins
tímum saman. Vopnafjörður er
því, eins og raunar margar
byggðir á íslandi, heimur út af
fyrir sig, með þrjá grösuga og
byggða dali, sem hálsar aðskilja.
Þar eru greiðar götur á milli og
þéttbýlismyndun hefur orðið á
Kolbeinstanga, þar sem Vopna-
fjarðarkauptún stendur við nátt
úrulega höfn, byggt í klettaborg
um, en framundan eru hólmar
og sker, sem brjóta odd af of-
læti úthafsöldunnar.
Frá Burstafellsbrúnum og nið
ur í sveitina er löng brekka og
nokkuð brött. Framundan liðast
Hofsá milli bakka sinna, full af
laxi, að áliti veiðimanna á aust-
urleið. Til hægri handar er
Burstafell, Burstafellsbærinn
forni (sumt af þeim bæ er allt
að 200 ára), myndarlegri hlið á
vegum en ferðamaður á að
venjast, nýtt íbúðarhús í smíð-
um og e. t. v. stendur óðals-
bóndinn Metúsalem í hlaði, þétt
vaxinn, vel klæddur og virðu-
legur eldri maður, með hóp af
bamabörnum í kring um sig.
Handan Hofsár, litlu utar, eru
Þorbrandsstaðir, skýldir háum
melhólum. En nú er þar ekkert
fólk og grösugt tún óslegið. í
túnjaðri Þorbrandsstaða er nýr
veiðimannabústaður. Á eyrum
við ána er flokkur brúarsmiða
að hefja smíði nýrrar brúar,
undir stjóm Þorvaldar Guðjóns
sonar frá Akureyri.
Á vinstri hönd beygir þjóð-
vegurinn áleiðis til Vopnafjarð-
arkauptúns. Hlið eru á þeirri
leið og hliðstólparnir á hæð við
símastaura og vírstrengur á
milli þeirra fest. Það er betra
fyrir tunnubílana, að þar sé
„hátt til lofts.“
Á hægri hönd og fast við veg-
inn er allstór byggakur. Bygg-
ið var skriðið og lofar þroskaðri
uppskeru eftir 6—7 vikur, eða
snemma í september, ef tíð verð
ur sæmileg.
Brátt er komið út að sjó. í
vík einni liggja hvít bein hinna
miklu hvala, sem Vopnfirðingar
ráku á land fyrir nokkrum ár-
um.
Kauptúnið, sem að nokkru er
byggf í fallegum klettaborgum,
en stundum hulið reyk og fúlli
gufu síldarverksmiðjunnar, og
svo dimmt getur þar orðið, af
þessum sökum, að umferð tefj-
ist. Hitt er þó verra, að utan á
íbúðarhúsin setzt fitulag, mikill
óþverri og ekki laust við að
þess gæti líka innanhúss. En
Vopnfirðingar fá meira en reyk-
inn af réttunum siðan sildar-
verksmiðjan var byggð. Þeir
hafa notið mikils hagnaðar af
verksmiðjunni, sem veitir fjölda
manns atvinnu hin síðari ár. En
óneitanlega hefði verið skemmti
legra að byggja háan reykháf á
síldarverksmiðjuna og raunar
furðulegt ef Vopnfirðingar una
lengi þeirri vöntun.
Nokkur hlaðin síldarskip bíða
löndunar í höfninni. Það er líka
verið að salta síld, en söltunin
gengur illa því síldin er mjög
misjöfn að stærð! Allir, sem
vettlingi valda, eru í vinnu.
Verzlunin er lífleg, því sjó-
menn og húsmæður staðarins
þurfa margs við, og þar eru
sveitamenn, sem kaupa meira
en til næstu máltíðar. Aðalverzl
unin er hjá Kaupfélagi Vopnfirð
inga. Kaupfélagsstjóri er Hall-
dór Halldórsson..
f Vopnafjarðarhéraði búa á
áttunda hundrað manns. Þar af
um 440 í kauptúninu og þar er
nú verið að vinna við 12 millj.
króna hafnargerð. Búizt er við,
að fyrsti áfanginn kosti 6—7
millj. og á að ljúka honum í
sUmar. Hér er um að ræða haf-
skipabryggju með 50 m löngum
bryggjuhaus. En vonandi fæst
28 m viðlegupláss fyrir næsta
vetur. Hér er verið að vinna fyr-
ir framtíðina og áætlanir byggð-
ar á reynslu undanfarinna ára
af hraðvaxandi athafnalífi, eink-
um þó í sambandi við síldariðn-
aðinn.
Hin bræluspúandi síldarverk-
smiðja hefur nú tekið á móti
VOPNAFJÖRÐUR
bæjum, sem vegna veikinda eða
af öðrum ástæðum þurfa nauð-
synlega á tímabundinni aðstoð
að halda. Mun þetta e. t. v.
fyrsta búnaðarfélag landsins,
sem á þann veg skipar málum.
Blaðið leitaði umsagnar Þor-
steins Þorgeirssonar bónda á
Ytri-Nýpum um þetta atriði o.
fl. Hann taldi að með félagsleg-
um aðgerðum myndi vera hægt
að leysa mörg erfið úrlausnar-
efni bændastéttarinnar. Mjólkur
samlag tók nýlega til starfa á
þær veiðar mega heita lagðar
níður hér á Jandi. í vor stund-
uðu 5 trillur þann gráa. Einu
sinni fékk einn bátanna 6 fuJl-
orðna hákarla á 10 króka línu
og var það góður róður. í gamla
daga var „kjaftstóri gráni“
stunginn og ristur með sveðjum
miklum er söfn geyma nú. Vopn
firðingar skjóta hákarlinn með
haglabyssu um leið og hausinn
kemur upp úr sjó. Og nú er það
ekki fyrst og fremst lifrin, sem
er eftirsótt, heldur hákai’linn
sjálfur, sem er kæstur og hengd
ur upp og síðan seldur háu
verði um land allt.
Þrjár aðalár renna til sjávar
í Vopnafirði: Hofsá, Vestur-
dalsá og Selá. Lax er í þeim
öllum og leggja því margir lax-
veiðimenn leið sína austur og
eignast þeir sína kjörstaði til
veiðanna. Og skammt frá ósum
Selár er ein af fáum laxakistum
eða laxanótum í sjó.
En þótt mikið vatn renni er
Vopnafjarðarkauptún svo sett,
að þar hefur orðið vatnslaust.
Tvisvar hefur verið borað eftir
neyzluvatni en ekki hefur það
borið þann árangur sem skildi.
Á hæðinni fyrir ofan kauptúnið,
Búðaröxl, eru firnastórir vatns-
geymar. Þangað er vatninu
dælt úr Ljótsstaðalandi og það-
an rennur það niður í kauptún-
ið.
í Vopnafirði eru yfir 50 bænd
ur og formaður búnaðarfélags-
ins er Sigurjón Friðriksson,
Ytri-Hlíð. Félag þetta hefur tek-
ið upp þá nýbreytni, að fastráða
ungan mann, Aðalgeir frá Refs-
stað, til að vinna bústörf á þeim
Vopnafjarðarkauptún. — Eyjar og hólmar skýla liöíninni.
(Ljósmynd: E. D.)
allt að 150 þúsund málum síldar
(17. júlí). Fjórar stöðvar taka
á móti söltunarsíldinni og hafa
þær á að skipa allt að 130 síldar
söltunarkonum, þar af er önnur
hvor aðkomin. Margt er líka
um aðkomukarlmenn, einkum í
síldarbræðslunni. Nú hefur
bræðsla verið stöðug síðan hún
hófst á þessu sumri og verk-
smiðjumenn hafa um 750 krón-
ur á sólarhring eða 500 krónur
fyrir vaktina. Má því með sanni
segja, bæði með tilliti til tekiu-
vona síldarstúlknanna, kaups
verksmiðjumanna og svo allrar
verðmætasköpunar í góðu síld-
arári, að peningailmur liggi í
loftinu, þótt grútarbræla sé það
í vitum aðkomumanna.
Og svo er nýi læknirinn, Frið-
þjófur Björnsson, loksins kom-
inn í Vopnafjörð. En undan-
farna mánuði hefur héraðslækn-
Sundlaugin í Selárdal.
irinn á Þórshöfn, Friðrik Sveins
son, vitjað Vopnafjarðar einu
sinni í viku hverri og innt af
hendi hina nauðsynlegustu þjón
ustu.
Haförninn, 40 tonna þilfars-
bátur, stundar þorskveiði og afl
ar töluvert upp á síðkastið.
Nokkrir menn stunda þorskveið
ar á trillum.
Á Vopnafirði eru hákarlaveið
ar stundaðar með allgóðum ár-
angri síðustu árin. Hafa Vopn-
firðingar sérstöðu í því efni, því
Á tröppunum á Ytri-Nýpum um leið og lagt er af stað heimleiðis.
Veiðimenn koma og fara, en fólkið á þessum vopnfirzka bæ er
ætíð viðbúið að taka á móti næstu gestum. — (Ljósmynd: E. D.)
an í konu og börn, við það tæki-
færi. Allt er þetta náttúrulega
sorglegt, en því einu um að
kenna, að laxinn gekk ekki í
þennan eða hinn strauminn.
Því koma hin velheppnuðu
„köst“ að engu haldi, flugurnar
allar jafn gagnslausar, maðkur-
inn iðandi öngum án þess að
glepja konunglega vatnabúa,
málmbeitur eins og hvert ann-
að jámarusl, nýja 2 þús. króna
hjólið álíka gagnsmikið og gam
all spólurokkur og stöngin, sem
kostaði meira en eiginkonu er
hollt að vita, svignaði ekki við
spennandi átök við laxinn.
Við vorum staddir við Selá í
Vopnafirði, dýrlega sólskins-
daga, og rökræddum hverju lax
leysið sætti. Sjávarföllin, birt-
an, vatnsmagnið í ánni og hita-
stigið, breyting við árósinn, of-
veiði, hrikaleg jakahlaup í ánni,
sem drepið hefði þar hvern
ugga, átan í sjónum, ferðir lax-
ins um úthöfin, selir við ósinn
o. s. frv., o. s. frv.
Allt þetta og miklu fleira bar
á góma, ásamt goðsögnum vitr-
inga um stórstreymi og fisk-
göngur. En yfirleitt er engu að
treysta í sambandi við lax, ekki
einu sinni því, sem spakir menn
kunna um hann að segja.
En það var þetta með selinn
í árósnum. Einhver veiðimaður
hafði einu sinni elt sel niður
alla á á sokkaleistunum, skotið
á hann á löngu færi fast út við
ós og sent hann með riffilkúlu
beint inn í eilífðina. Sá þóttist
góður af, enda óð þá laxinn
snarvitlaus fram alla á, hafði
víst beðið eftir þessu dögum og
vikum saman. Þá kættist marg-
ur maðurinn.
Sá okkar, sem léttastur var á
inn bóndi þar hefði meiri netto-
tekjur af búum sínum en verka-
menn hefðu fyrir vinnu sína
3—4 mánuði við síldrabræðslu
eða álíka launuð störf í Vopna-
fjarðarkauptúni, en flestir mun
minni. Bændur á einstökum
hlunnindajörðum e. t. v. frá-
dregnir. En þegar svo væri
komið tekjum bænda, væri tæp
(Ljósmynd: E. D.)
ast hægt að búast við grósku í
landbúnaðinum, eða að ungt
fólk sæktist eftir því að leggja
landbúnað fyrir sig, a. m. k.
ekki af peningalegum ástæðum.
Hitt væri svo annað mál og
nokkur spurning hvort önnur
atvinnugrein væri í raun og
veru betur við hæfi vel gerðra
og dugmikilla manna af okkai'
kynstofni en einmitt landbúnað-
urinn. Jósep, bróðir Þorsteins
bónda, er að byggja nýbýli á
Fremri-Nýpum, hið eina um
Það er von að maður nemi staðar, þegar þessi aldraði Vopnfirðing-
ur ckur slíku farartæki framhjá — merktu A 319 svo ckki verður
um villzt —. (Ljósmynd: E. D.)
fæti, fór nú ‘könnunarferð út að
ósi. Og viti menn. Tvo sá hann
selina. Ekki var að furða þótt
báglega gengi að veiða lax, þeg-
ar slíkar skepnur voru þar til
hindrunar göngufiskum. Riffil-
inn vantaði að vísu, en minn
maður greikkaði heldur betur
sporið, þegar hann hafði komið
auga á hina svamlandi seli með
hundshausana; sjóhunda hafa
sumir kallað þá. Og þá skyldi
hann minni maður heita ef
hann gæti ekki komið kvikind-
unum í skilning um, að þau
væru ekki aufúsugestir á þess-
um stað. Nógir voru steinarnir
á árbakkanum, hæfilegir til
þess, ef vel væri á eftir fylgt,
að láia þá dansa á hausum sjó-
hundanna og vita hver legði á
flótta og kæmi aldrei aftur. En
sem hann kom í sæmilegt kast-
færi, rann upp fyrir honum sá
furðulegi sannleikur, að hér
væri ekki um seli að ræða, held-
ur smalahunda frá næstu bæj-
um. Þeir eltu æðarkollur, sem
þar syntu með unga sína. Hví-
líkir heimilishundar!
Stundum er laxinn tregur,
eins og hér var minnst á. Þá
þarf veiðimaðurinn að leita un-
aðar í öðrum greinum og hafa
augu og eyru opin. En svo koma
hinar miklu náðarstundir, þeg-
ar veiðimanninum gengur allt í
haginn, stórir laxar gína við
agni og byltast í hyl eða streng
með öngul í munni og veiðimað-
urinn er altekinn veiðigleði. Það
eru stundir, sem ekki gleymast.
En frásagnir af þeim hafa tak-
markað gildi utan veiðimanna
og verður sleppt að sinni.
Frá ósum Selár og upp að
ólaxgengum fossi, eru um 8 km.
Á þessu svæði veiddust í fyrra
háJft fjórða hundrað laxar eða
um það bil. En upptök sín á áin
í Þjóðfelli og Dimmafjallgarði
og er vatnasvæðið töluvert
stórt. Selárdalur er lítt byggð-
ur, en þó mjög grösugur og vina
legur. Þar hafa á síðustu 15 ár-
um margar jarðir farið í eyði.
Sunnan ár eru þessar eyðijarð-
ir: Breiðumýri, Lýtingsstaðir og
Fagurhóll. Norðan ár eru eyði-
jarðirnar þessar: Áslaugsstaðir,
Leifsstaðir og Þorvaldsstaðir.
Peningamenn ætla nú að eign-
ast þessar jarðir óg hafa af
þeim laxanytjar þegar Selár-
foss verður sptrengdur eða laxa-
stigi byggður.
Hróaldsstaðir er fremsti
byggði bærinn að norðan í Sel-
árdal, og er þangað stutt leið
frá þjóðvegi þeim, sem nýlega
er endurbyggður og liggur yfir
Sandvíkurheiði, og raunar í
fleiri áttir. Að sunnan er enginn
bær í dalnum sjálfum. En
Fremri-Nýpur er næsti bær og á
land að Selá. Svo sem hálftíma
gang frá þjóðveginum fram með
ánni að sunnan eru heitar upp-
sprettur og sundlaug. Þar var
margt unglinga við sundnám er
við félagar vorum þar á ferð.
Sundlaug þessi stendur á landa
merkjum Ytri-Nýpa og Fremri-
Nýpa — merkjalínan liggur um
(Framhald á blaðsíðu 7).
GORMAVÉL
NÝLEGA hefi ég fengið upplýs
ingar um, að í smærri kaupstöð
um landsins, hafi bæjarfélögin
keypt gormavél knúna mótor-
afli, til að bora upp stoppuð frá-
rennslisi'æsi íbúðarhúsa og verk
smiðja, og stífluð niðurföll í
götunum. Munu smávélar þess-
ar ekki kosta nema um tuttugu
þúsund krónur, en eru, auk þess
að vera mannsæmandi vinnu-
tæki, fljótvirkar og velvirkar.
Spara þannig tíma og vinnu-
kraft. Og það sem mest er um
vert: Þrek og þol verkamanna.
Svona nokkuð lætur verkfæra
stjórn Akureyrarkaupstaðar sér
ekki detta í hug að til sé. Hvað
þá hugsa þá hugsun til enda, ef
nokkur nokkurntíma yrði, og
panta verkfærið. Væri skárra
en ekki þótt pöntunin „væri
lengi á leiðinni," eða „lægi
stundarkorn óútleyst á hafnar-
bakkanum i Reykj avík.“ Ein-
hverntíma kæmi að útlausnar-
og dómsdeginum. Einu sinni
voru þrjú tröll í helli. Eitt sagði:
„Mér heyrðist kýr baula!“ Svo
liðu hundrað ár. Þá mælti ann-
að tröllið: „Það hefði eins getað
verið naut!“ Enn liðu hundrað
ár. Þá sagði þriðja tröllið: „Ef
þið haldið þessu kjaftæði áfram,
helzt ég ekki við hér lengur!“
Nú er spurning hvort þessu
verður svarað af verkfærastjórn
Akureyrarkaupstaðar. Reynslan
með Dúa Björnsson spáir ekki
góðu. Ekki þar fyrir, að ég er á
móti Dúa í hans máli. Hann ræð
ur hvort hann verður á móti
mér í mínu máli. Ég vil láta
bæjarverkfræðing athugasemda
laust fá lóð á Barðstúni. En ég
vil alveg vitlaus líka fá gorma-
vél í ræsin. Ef þetta gengur ekki
eins og í sögu, þá gengur það
bara eins og í þjóðarhistoríu ís-
lendinga. Það er sneypa að láta
sjást vinnu með kjánalegum
verkfærum, og að unna mönn-
um ekki hússtæða án auglýs-
inga. Sneypulegast er þó fyrir
nútímamann að láta lesa þetta
um sig í blaði, sem ég hefi nú
sagt, til fróðleiks fyrir sagn-
fræðinga framtíðarinnar. S. D.
ÁTTUNDI VIÐAUKI VIÐ
BARÐTÚNSMÁLIÐ
FIMMTUDAGSINS 30. júlí 1964
kemur til með að verða minnst
í sögu Akureyrarkaupstaðar, en
þann dag var tekin fyrsta skóflu
stungan fyrir þeim veglega
minnisvarða, sem núverandi
bæjarstjórn hefir samþykkt að
reisa ríkjandi siðleysi og póli-
tískum hrossakaupum, sem virð
ast ráða miklu um gang opin-
berra mála hér í bæ.
Ekki gátu þessir ágætu menn
fundið heppilegri stað, en ein-
mitt Barðstúnið — þarna blasir
listaverkið við manni, svo að
segja hvaðan sem er úr bænum
og sannar manni það, að allt
virðist vera hægt, ef einbeittur
vilji er að verki. Rétt væri að
benda bæjarstjórn á, að fylgjast
vel með því, að allar mælingar
og staðsetningar séu vandlega
frágengnar — það er svo ansi
leiðinlegt að þurfa alltaf að vera
að rifa og færa til. Þá er einn-
ig athugandi hvort ekki er hægt
að drífa verkið dálitið myndar-
lega af stað — fyrst farið er í
það á annað borð — það hlítur
að vera nóg af hálfköruðum
verkum hér og þar um bæinn,
sem hægt er að kippa mannskap
úr. Það er allt í lagi með að
láta annað sitja á hakanum,
eins og gömul loforð um fram-
kvæmdir og þótt verk séu búin
að vera nokkur ár í áætlunum
— það raunar liklega ekki um
eitt til tvö ár í viðbót — þetta
hljóta nú bæjarbúar að skilja og
sætta sig við, þegar svona mik-
ið er í húfi. Eitt er athyglisvert
við þessa skóflustunguathöfn,
og það er hversu hljóðlega hún
fór fram. Ég hefi ekki getað haft
upp á neinum, sem viðstaddur
var, og grunur minn er sá, að
þar hafi enginn glasaglaumur
verið og jafnvel að blaðamenn
hafi ekki verið til staðar, sem þó
er algengt. Ég átti leið þarna
um skömmu eftir að athöfnin
fór fram og held ég, að mér
hafi tekizt að ná sæmilegri
mynd af vegsummerkjum.
Nú — svo er hér gáta dags-
ins, sem öllum — jafnt bæjar-
stjórn sem öðrum — er ætlað að
glíma við: Hver er munur á
strætisvagni og hópferðabifreið?
Með beztu kveðju.
Dúi Björnsson.