Dagur - 01.08.1964, Qupperneq 8
8
Leigjði flugvélar til að sjá landið
iiiiiiiiin tíma
Vestur-íslendingiirimi Jón V. Straumf jörð
læknir var hér á ferðinni í gærdag
ÞREKLEGUR maður og vask-
legur leit inn á skrifstotur blaðs
ins í gær og óskaði að .gerast
áskrifandi. Þar var kominn
Vestur-íslendingurinn Jón Vida
lin Straumfjörð læknir frá
Oregon.
Hann er Snæfellingur að ætt,
sonarsonur Jóhanns Elíassonar,
sem bjó í Straumfjarðartungu,
Ármótum og Hrísdal, en fór
vestur um haf 1874 til að kynna
sér möguleikana og sótti konu
og börn tveim árum síðar. Kona
þessa landnámsmanns hét Krrst
björg ættuð frá Ferjubakka Þau
bjuggu fyrst á Mikley í Winni-
pegvatni, síðan í Engey. Síðan
fluttist fjölskyldan í Grunna-
vatnsbyggð. Þar ólst Jón V.
Straumfjörð upp við búskap.
Þar var þá enn töluð íslenzka,
enda margir íslendingar þar, en
enska var að sjálfsögðu kennd
í skólurn.
Hvers vegna valdirðu læknis-
fræðina?
Kannski var það tilviljun,
kannski réðu því frásagnir for-
feðra minna um læknisleysið
heima. En hvort heldur sem var,
böglaðist þetta fyrir mér og það
tók mig langan tíma að verða
læknir. Ég fór fyrst í latínu- og
stæi’ðfræðinám. En árið 1923
fór ég til Bandaríkjanna og út-
skrifaðist sem læknir 6 árum
síðai’.
Og hvar varð verksvið þitt
svo, sem læknis?
Ég fluttist til Astoria í Oreg-
on 1932 og er búinn að starfa
þar í meira en 30 ár. Þetta er
'bær á stærð við Akureyri. Og
synir mínir þrír fóru líka í
læknanám og eru í sinni sér-
gi-eininni hvei’.
Er þetta fyrsta heimsókn þín
til íslands?
Já, en ég ætlaði að vera kom-
inn hingað fyrir mörgum ái’um,
og hafa þá foreldra mína með
mér. Stríðið breytti þeirri áætl-
un, eins og mörgu öðru. Nú kom
ég hingað einn, en síðari kona
mín, Frances, sem er danskætt-
uð, er þó á næstu grösum, eins
og maður getur kallað nú á
tímum, og við hittumst bráðum
í Svíþjóð. En þangað og til Noi’-
egs og .Danmex’kur eigum við
eftir að koma í þessari ferð og
einnig til Þýzkalands. — Fyrri
kona mín var íslenzk, Þórey
Þórðarson.
Ilvernig finnst þér svo að
koma til garnla landsins?
Það er mjög skemmtilegt, og
það er mér líka nauðsynlegt,
því gömlu sögurnar hans pabba
JON V. STRAUMFJORÐ.
og afa settust að í mér og mynd
in af íslandi var greipt í huga
minn og togaði mig til gamla
landsins. Landið er bæði fagurt
(Framhald á blaðsíðu 7).
Jarðskjálffamælar seffir hér upp
En gamli mælirinn fluttur að Vík í Mýrdal
ÞANN'28. júní 1962 hófst starf-
ræksla nýrrar jarðskjálftaathug
unarstöðvar á Akureyri. Stöð
þessi er ein af rúmlega 120 sams
konar stöðvum, sem Landmæl-
ingastofnun Bandaríkjanna (U.
S. Coast and Geodeti’ic Survey)
hefir komið á fót víðs vegar um
heim. Leggur Landmælinga-
stofnunin vísindatæki til jarð-
skjálftastöðvarinnar og greiðir
einnig hluta af byggingarkostn-
aði hennar. Stöðin er til húsa í
kjallara nýju lögreglustöðvai’-
innar á Akureyri.
Jarðskjálftamælar stöðvax’inn
ar eru meðal hinna fullkomn-
ustu, sem völ er á. Þeir geta
stækkað jarðhræringar allt að
750 þúsund sinnum. Slíka stækk
un verður þó ekki hægt að nota
hér á landi, vegna stöðugra
hreyfinga jarðskorpunnar, sem
stafar af vindi, sjávargangi og
fleiru. Stöðinni var valinn stað-
ur á Akureyri vegna þess að
álitið var, að þar bæi’i einna
minnst á þessum hræringum.
Athuganir með hinum nýju
• (Fi’amhald á blaðsíðu 7).
SMÁTT OG STÓRT
TÆKNISKOLAR
Tækniskóli niun ná í þann
veginn að taka til starfa í
Rcykjavík, samkvæmt lögum
frá 1963, um Tækniskóla ís-
lands. Við setningu þessara laga
beittu þingmenn Framsóknar-
flokksins hér í kjördæminu sér
fyrir því, að í lögunum væri
ekki einungis ákveðin stofnun
tækniskóla í Rcykjavík, heldur
jafnframt hér á Akureyri. Þetta
tókst að lokum, aður en lögin
voru afgreidd.
Undirbúningsdeild er nú bú-
in að starfa tvo vetur syðra og
einn vetur hér. Ef skólinn í
Reykjavík verour stofnaður í
haust, verður Akureyrarskólinn
vonandi stofnaður haustið 1965.
ÓLÍK AÐSTAÐA BÆND-
ANNA
í verðlagsgrundvelli landbún-
aðarins í fyrrahaust var kaup
bóndans, sem átti að miðast við
nettotekjur verkamanna, sjó-
manna og iðnaðarmanna, áætlað
nálega 120 þúsund kr. Því fer
raunar fjarri að hann hafi feng-
ið þetta kaup, en til þess að fá
það, hefði hann, samkv. brezka
samningnum, átt að fá um 80
þús. kr. úr ríkissjóði til viðbót-
ar markaðsverðinu innanlands
og utan, ef tilhögun verðlags-
mála væri hin sama hér og þar,
og þeim mun hærra nú hlutfalls
lega, sem tekjur viðmiðunar-
stéttanna hafa hækkað.
Samkv. upplýsingum, sem hér
Ferðafclk með tjald og primus
Kaupir sér í matinn en telur sér oí’viða að njóta
þjónustu gistihúsanna á ferðalögum sínum
hafa í blaðinu fram komið efíir
Skotlandsferð íslenzkra bænda,
eru árstekjur skozkra bænda yf-
irleitt hærri en launastéttir hafa
almennt þar í landi. Þar njóta
bændur hinnar brezku afurða-
löggjafar og b.vggist þessi vel-
megun bændanna auðvitað á
því, hve ríkið hlynnir vel að
þessari framleiðslugrein. En rík-
ið gerir það ekki fyrst og fremst
bændanna vegna, að stuðla að’
búsetu, ræktun og framleiðslu í
dreifbýlinu, heldur af þjóðfélags
legri nauðsyn, og sem viðurkenn
ingu á hinni vandasömu og þýð-
ingarmiklu framleiðslugrein.
Bretar hafa aldrei fengið orð
fyrir það, að kasta fé sínu á glæ.
Þeir þykjast því eflaust hafa full
rök fyrir því, að það borgi sig að
gera vel við landbúnaðinn og
iryggja framtíð hans í landinu.
ALLTAF LÆKKA
SKATTARNIR!
Alltaf er blessuð ríkisstjórnin
að vinna að því að lækka útsvör
og skatta og létta fólki á þann
hátt lífsgönguna. En til að
lækka skatta þarf snillibrögð,
og af þeim á fjármálaráðherr-
ann töluvert í fórum sinum. —
Fyrst var nú tekjuskatturinn á
þurftartekjum alveg afnuminn
og munaði um minna. SÍÐ-
AN VAR HANN TVÍVEGIS
LÆKKAÐUR! Svo áttu útsvör-
in að lækka. Síðast nú í vor
voru risafyrirsagnir um það í
Morgunblaðinu, — blaði allra
landsmanna — og Reykvíking-
ar urðu harla glaðir. Þar var
líka öruggur meirihluti borgar-
stjórnar til að leggjast á eitt
með stjórn landsins. Nú er út-
svarsskrá Reykjavíkurborgar
komin fram, og útsvörin HÆKK
UÐU UM 40%! □
Fjölmenni við úfför Jóns Sigfús-
sonar á Halldórssföðum
Laugum 28. júlí. í dag var gei’ð
frá Einai’sstaðakirkju útför Jóns
A. Sigfússonar á Halldórsstöð-
um í Reykjadal. Hann andaðist
að heimili sínu 19. þ. m. 88 ára
gamall, elztur karlmanna í Reyk
dælahreppi.
Jón var fæddur á Hólum í
Eyjafii’Si, en dvaldist á bernsku-
og æskuárum sínum á ýmsum
bæjum í Mývatnssveit og Bárð-
ardal, en flutti tvítugur að aldri
að Halldói-sstöðum í Reykjadal
með foreldrum sínum og átti
þar síðan heima alla ævi og bjó
sjálfur langa búskapartíð.
Jón stundaði íþróttir á yngri
árum, var m. a. kunnur glímu-
maður, sem bræður hans, Sig-
ui’ður Bjarklind og Pétur Sig-
fússon, enda hélt hann heilsu
sinni og fjöri til hins síðasta.
Sönglistin var annað áhugamál
hans. Hann var fyrsti söng-
stjóri Karlakói’s Reykdæla og
ox-ganisti í Einai’sstaðakix-kju.
Karlakórinn gei’ði hann að heið-
ursfélaga sínum og heiðraði
minningu hans við útförina.
Séra Sigurður Guðmundsson
prófastur á Grenjaðarstað jarð-
söng og Jóhann Konráðsson
söng einsöng.
Jón var hestamaður ágætur
og átti oft góðhesta, og var
heiðursfélagi í hestamannafélag-
inu Þjálfa í Reykjadal. Nokkrir
félagai- hestamamiafélagsins
fóru á hestum sínum í líkfylgd-
inni frá heimili hins látna að
kii-kju. — Fjölmenni var við út-
förina. , G. G.
Blönduósi 28. júlí. f dag er sól
og blíðviðri, eins og bezt getur
verið. í sveitum við sjóinn hef-
ur verið óþurx’kasamt, en beti’a
og sæmilegt í innsveitum. Ann-
ars veltur flest áfi’am af göml-
um vana hér um slóðix’, en í um-
i’æðu er sú bi-eyting, að menn
eru hættir að rífast um pólitík.
Það er ekkert í það varið, þegar
allir deila á stjóx-nina.
Gististaðir, bæði á Hótel
Blönduós og Kvennaskólanum,
sem Steinunn Hafstað rekur
sem gistihús, eru yfirfullir nú,
en framan af var þar ti’egða á.
Mai-gir fei’ðast með tjöld, svefn-
poka og pn'mus og kaupa sér í
soðið, en sneiða hjá gistihúsum
vegna kostnaðar. Ó. S.
Tékkneskir þingmenn
HINGAÐ komu í síðustu viku
þrír tékkneskir þingmenn með
túlk, sendifulltrúa Tékka í
Reykjavík, skrifstofustjóra Al-
þingis o. fl.
Þingmennirnir voru hér á
landi í boði Alþingis. Snæddu
þeir kvöldvei-ð með bæjarráði
Akureyrir í Skíðahótelinu í
Hlíðarfjalli og ferðuðust síðan
um nági’ennið, m. a. til Mývatns
sveitar. □
Morgunveiði í Hofsá.
(Ljósmynd: E. D.)