Dagur - 12.08.1964, Side 7

Dagur - 12.08.1964, Side 7
7 Eiður Sigtryggsson MINNING Hinn 23. maí s.l. barzt andláts- fregn Eiðs Sigtryggssonar kenn- ara. Hann var fæddur að Stein- kirkju 2. nóvember 1876, og því 87 ára að aldri er hann lézt. — Sigtryggur faðir hans bjó lengi á Steinkirkju, góður búhöldur, fríður sýnum og hið mesta prúð- menni. Þegar hann hætti búskap fyrir aldurs sakar, skifti hann jörðinni milli þriggja sona sinna. Sátu þeir allir ættaróðalið til dauðadags. Systir þeirra, Ólöf, giftist Sigtryggi Guðlaugssyni frá Þremi í Garðsárdal, er síðar var prestur á Þóroddsstöðum í Kinn og Núpi í Dýrafirði, þjóð- kunnur maður. Eiður mun að mestu leyti í æsku hafa notið fræðslu mágs síns, og orðið fyrir miklum og góðum áhrifum frá honum. Þeir, sem þekktu kennarann og nem- anda hans, munu ekki hafa ef- ast um, að sú alúð og vand- virkni var lögð við námið, að ekki varð betur gert. Ungur að aldri byrjaði Eiður barnakennslu í Fnjóskadal og YÍðar, og hélt því áfram, fram á efri ár. Hann var mjög ástund- unarsamur kennari, lipur og þol inmóður. Ekki leiðst nemendum hans annað, en að lesa náms- bækur þær, sem þá voru notað- ar, með kostgæfni, og að vanda sig vel, þegai-' skrifað var eftir forskrift. JVþm hin fagra og skýra rithönd kennarans hafa hvatt nemendur til að ná sem beztum árangri í þessari náms- grein. Allir þeir, sem nutu kennslu Eiðs, voru að loknu námi þaul- æfðir í þeim námsgreinum, sem kenndar voru. Þótt hann færi ekki yfir eins mikið námsefni, eins og þeir kennarar, sem út- skrifazt höfðu úr kennaraskól- anum, lagði hann sterkan grund- völl að framhaldsnámi, að því leyti, að það sem við nemendur hans höfðum lært hjá honum, gleymdist ekki, enda þótt all- mörg ár liðu þangað til farið var í annan skóla. Eigum við, sem nutum fræðslu hans og alúðar við kennsluna, honum mikið að þakka. Árið 1900 kvæntist Eiður Jak- obínu Guðnadóttur, bónda á Skörðum í Reykjahverfi, gáf- aðri og glæsilegri konu. Varð þeim ekki barna auðið, en tóku til sín frændstúlku Jakobínu, Fjólu Jónsdóttur, 12 ára að aldri, og var hún hjá þeim til fullorðinsaldurs. Reyndust þau henní sem beztu foreldrar. Ekki verður Eiðs minnzt, með réttu, svo að ekki sé getið um sterkan þátt í fari hans, en það var hin einstaka vandvirkni sem einkenndi hann mjög. Kom það Ijóst fram í kennslustarfi hans, og einnig leiddi það til þess, að hann var fenginn til að inna af hendi ýms verk, þar sem að- gæzlu og nákvæmni þurfti við, s. s. að búa undir prentun, markaskrá, Suður-Þingeyjar- sýslu og Kelduneshrepps, 6 sinn um. ; Gestrisni þeirra hjóna, Eiðs og Jakobínu, var oft viðbrugð- ið. Rausnarlegar góðgjörðir, stóðu gestum þeirra ætíð til boða, og auk. þess fróðlegar og skemmtilegar viðræður. Aldrei heyrði ég þau hjón, leggja öðr- um lastyrði. Yrði Eiður var mis- klíðar, reyndi hann að koma á sættum og góðvild manna á milj,i. Söngmaður var hann góð- ur - og hlynntur nytsömum fé- lagsskap., Börn og unglingar treystu honum vel og það var ánægja og öryggi, að vera sam- vistum með þessum hlýja og prúða manni. Konu sína missti Eiður 1. maf 1944, og var eftir það hjá Halli bróður sínum og síðar Ingólfi bróðursyni sfnum, sem veittu honum góða aðhlynningu síð- ustu æviárin. Þegar ég sá Eið síðast, á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri, voru kraftar hans þrotnir og auðsætt að hverju fór. Hann hafði skilað löngu og farsælu dagsverki. Með honum er góður drengur fallinn í valinn. Marteinn Sigurðsson. Hin þingræðislega leið (Framhald af bls. 4.) armanna hina þingræðislegu og siðferðislega réttu leið og baðst lausnar fyrir sig og þá stjórn, sem ekki gat lengur komið fram þeirri vfirlýstu stefnu sinni, að hafa samráð við stéttarsamtökin í land- inu um efnahagsmál. Hann sá hættuna, sem í því fólst fyrir framtíðina, að láta vinstri stjórn og stéttasam- ráðshugmyndina lifa sjálfa sig, með því að standa ekki við stefnu sína. Hann af- henti Alþingi umboð sitt og gaf því þannig kost á að mynda aðra ríkisstjórn og móta nýja stjórnarstefnu. A jólaföstu 1958 komst ný stjóm á laggirnar og með henni það samstarf milli Sjálfstæðisflokksins og Al- þýðuflokksins, sem enn stendur. En ferill þessarar nýju stjórnarsamvinnu hófst með því að lækka almenn vinnulaun með lagaákvæð- um, sem frægt er. Síðan var kjördæmabyltingin undirbú- in og tóku kommúnistar þátt í þeim undirbúningi og fram kvæmd, en léku af sér í þeim ljóta leik, ekki síður en að standa hikandi með vinstri stjórninni áður. Alþýðu- bandalagið hefur síðan sopið seyðið af þessum glöpum sín- um og er sjálfu sér sundur- þykkt, eins og allir vita. □ Við sjáum ekki síld Ólafsfirði 11. ágúst. Við sjáum ekki síld hér og höfum ekki séð á aðra viku. Tvö síldarsöltunar- plön eru búin að salta ofurlít- ið; Jökull h.f. 1174 tunnur á móti 3693 á sama tíma í fyrra, og Stígandi, sem saltað hefur MALBIKUN í BÆNUM AÐ undanförnu hefir verið unn- ið að malbikun hér í bænum. Búið er að. malbika neðsta hluta Eyrarlandsvegar, Laugar- götu, austan íþróttahússins og neðsta hluta Þingvallastrætis, svo og bílastæðið við Nýja-Bíó. Samkvæmt upplýsingum bæj- arverkfræðings á að malbika Þingvallastrætið upp að Þórunn arstræti. Unnið er við malbik- un á Glerárgötu norður að Eiðsvallagötu, Gránufélagsgötu að Hólabraut. í sumar á að mal- bika Hólabraut frá Geislagötu, vestan við Búnaðarbankahúsið, norður að Gránufélagsgötu. Unnið er við nýju göturnar, Áshlíð og Skarðshlíð, norðan Lögmannshlíðar í Glerárhverfi. Þá er unnið að byggingu Þór- unnarstrætis til norðausturs, til móts við nýju lögreglustöðina. Er ætlunin að leggja framhald af þeirri götu sunnan Þórsham- ars og tengja hana við Glerár- götu. Ekki mun þó þeirri fram- kvæmd verða lokið í sumar. í sumar verður byrjað á nýrri götu vestan Mýrarvegar, norð- an Þingvallastrætis. Við þá götu verður byggingalóðum út- hlutað í sumar. □ 1301 tunnu á móti röskum 4 þús. um þetta leyti í fyrra. Þriðja stöðin, Auðbjörg, hefur ekkert fengið, en saltaði í fyrra hátt á fjórða þúsund tunnur. Fiskafli hefur glæðzt á línu, nú upp á síðkastið. Það er mest ýsa sem veiðist, 1500 til 1800 pund í róðri hjá trillunum. — Ufsaveiði er lítil nú en samt hef ur hún bjargað okkur hér í sumar, og kannski er bezti tím- inn eftir. Þrír þurrkdagar í röð björg- uðu heyskapnum hér verulega, því lengi höfðu þurrkar verið stopulir og tafsamt að heyja. — Bændur eru búnir með fyrri sláttinn. B. S.. - Undirbúningur dráttarbrautar . .. (Framhald af blaðsíðu 1). til vaxtar og viðgangs bæjarins, að efla iðnað sinn til muna. Ak- ureyrarkaupstaður býr að því leyti vel, að margs konar iðnað- ur, sem stálskipasmíðum er jafn nauðsynlegur og járniðnaðurinn sjálfur, er hér fyrir hendi, einn- ig mjög færir tréskipasmiðir, en kunnátta slíkra manna hefur í öðrum löndum notast mjög vel í stálskipaiðnaðinum. Þótt engu verði hér spáð um byrjunarframkvæmdir, gætu menn gizkað á, að þær yrðu einhverjar á þessu ári, ef hinn margþætti undirbúningur geng- ur að óskum. Q MESSAÐ í Akureyrarkirkju n. k. sunnudag. — Séra Jón Bjarman í Laufási messar. — Sóknarprestar. MÖÐRU V ALL AKLAU STURS- PRESTAKALL. — Messað á Bakka sunnudaginn 16. ágúst kl. 1,30 e. h. Séra Birgir Snæ- björnsson messar. — Dggur ungmennafélaganna. — Sókn- arprestur. RANGT SÍMANÚMER! — S.l. laugardag slæddist sú mein- lega villa í auglýsingu Sig- tryggs J úlíussonar rakara- meistara, að símanúmerið var auglýst 2380, en á að vera 1380. — Hlutaðeigendur eru beðnir margfaldrar afsökunar. I.O.G.T. Stúkan Brynja nr. 99 heldur fund að Bjargi fimmtu daginn 13. ágúst n. k. kl. 8,30 e. h. Dagskrá: Venjuleg funda störf. Inntaka nýhða. Upplest- ur. Kaffi o. fl. FRÁ U.M.S.E. — Sund- að Laugalandi næsta laugardag kl. 2 e. h. ÍÍSÍÍH Mm Ungur Siglfirðingur ósk- ar eftir HERBERGI frá 1. okt. n.k., hjá rólegu fólki. — Helzt nálægt Menntaskólanum. Uppl. í síma 1232. Skólapilt VANTAR HERBERGI í vetur og helzt fæði á sama stað. Uppl. í síma 2438. Skólapilt vantar FÆÐI og HÚSNÆÐI á næsta vetri, hel/.t í grennd við Menntaskól- ann. Aðalsteinn Sigurðsson, sími 1662 eða 1932. HERBERGI ÓSKAST til leigu á Syðri-brekk- unni. Uppl. í síma 1024 milli kl. 3—5 síðd. Kennara við M. A. vantar rúmgott HERBERGI, helzt á Suður-brekkunni, frá 1. september n.k. Upplýsingar gefur Guðmundur Ketilsson, sími 2738 eftir kl. 9 e. h. Einhleyp, fullorðin kona óskar að taka á leigu STOFU og ELDHÚS í haust. Uppl. í síma 2649. NÝLEGA opinberuðu trúlofun sína ungfrú Snjólaug Braga- dóttir og Reynir Brynjólfsson muraranemi. ELDRI-DANSA KLÚBBURINN Dansað verður í Alþýðu- húsinu laugardaginn 15. ágúst kl. 9 e. lr. — Húsið opnað fyrir miðasölu kl. 8 sama kvöld. Stjórnin. LAUGARBORG Dansleikur laugardaginn 15. ágúst kl. 9.30 e. h. Póló og Erla leika og syngja. Sætaferðir frá Ferðaskrif- stofunni Túngötu 1. Kvenfélagið Iðunn og U.M.F. Framtíð. SAUMAVÉL Necchi, zig-zag, með mótor, til sölu. Uppl. í síma 2507. TRILLUBÁTUR 18 feta, nýlegur, með 6 hestafla Penta-dieselvél til sölu. Sími 2570. RABARBARI Úrvals rabarbari enn til sölu. Gísli Guðmann, Skarði. Sími 1291. AÐVÖRUN TIL AKUREYRINGA Af fenginni reynslu und- angenginna ára, eru Ak- ureyringar vinsamlega beðnir að fara ekki til berjatínslu í Sundsland í Höfðahverfi án leyfis. Leyfi veita Jóakim Guðlaugsson, Bárðartjörn, og Hálmar Kristjánsson, Hólabraut 15, Akureyri. (ZEBRA) APASKINNSJAKKAR NÝ SENDING. MARKAÐURINN Sími1261

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.