Dagur - 26.08.1964, Side 4
4
S
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Simar H66 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hi.
Rafmagnsmál
Á síðasta þingi fluttu Framsóknar-
menn enn á ný tillögu til þings-
ályktunar um nýja rafvæðingaráætl-
un, og enn á ný var sú tillaga svæfð
af stjómarflokkunum. Að þessu
sinni var tillagan lögð fram á Alþingi
19. nóvember en fekkst ekki afgreidd
úr nefnd fyrr en 25. apríl og dagaði
síðan uppi í þinginú, þar sem nefnd-
armenn stjómarinnar fengust ekki
til að ljá henni lið sitt.
Stjórnin virtist ófáanleg til að
sætta sig við að Aljiingi taki ákvörð-
un í jiessu máli. Á vegum raforku-
málastjórnarinnar hefir verið unnið
að tveim viðbótaráætlunum, sem
gert er ráð fyrir að byrja að fram-
kvæma árið 1966, Jiegar lokið er
þeim framkvæmdum, sem Jiegar lief-
ur verið gert ráð fyrir 1964—65. Sú
fyrri af Jiessum tveiin áætlunum tek-
ur til byggða, þar sem meðalvega-
lengd er allt að 114 km, hin síðari til
byggða, J>ar sem meðalvegalengd er
allt að 2 km. Samtals taka Jiessar
tvær áætlanir til 770 býla. En ekkert
hefur verið látið uppi um Jiað, hve-
nær rafvæðingu þeirra eigi að vera
lokið, og sagði raforkumálastjóri í
bréfi til þingmannanefndar, að eng-
in „tímaáætlun" liefði verið gerð.
En hvenær sem lokið verður rafvæð-
ingu Jiessara 770 býla, eru þá eftir
1000 býli, sem ekki hafa rafmagn frá
samveitum eða vatnsaflstöðvum, sem
telja má til frambúðar.
Það, sem Framsóknarmenn beittu
sér fyrir, var að Alþingi ákvæði nú
með ályktun, að gerð yrði áætlun um
rafvæðingu byggða, þar sem meðal-
vegalengd er allt að 214 km, ásamt
aukaáætlun um meðalvegalengd allt
að 3 km, og að ríkisstjórninni yrði
falið að leggja fyrir Jjingið frumvarp
til laga um framkvæmdir, Jiar sem
ákveðið sé að ljúka rafvæðingunni á
árunum 1964—1968, að báðum með-
töldum, enda væri J)á jafnframt
unnið að Jieirri rafvæðingu, sem Jtau
býli geta fengið, sem ekki fá orku frá
samveitum vegna fjarlægðar. Lagt
var m. a. til að athuguð yrði til hlít-
ar sú leið, að ríkið ætti dísilstöðvar
til heimilisnota, sem bændur fengju
á lcigu, eigi ólíkt J>vi, sem tíðkast
um talstöðvar í fiskiskipum, en þær
stöðvar eru eign símans. En ef farið
væri upp í 2,5 km vegalengd í sam-
veitum, yrðu þessar dísilstöðvar mun
færri en ella.
Allmikla athygli vekur áætlun sú,
sem nýlega er fram komin frá Sig-
urði Thoroddsen verkfræðingi og að
tilhlutan stjórnar Laxárvirkjunar,
um stórvirkjun Laxár og fleiri vatna
í grennd við Mývatn. Áætlun J>essi
ber J>að með sér, að ný, stór Laxár-
virkjun yrði hagkvæm. Ríkisstjórnin
leggur hins (Framhald á blaðsíðu 7)
Neyddumst út í mjólkurframleiðsluna
segir Óli Halldórsson bóndi á Gunnarsstöðum
í Þistilfirði í viðtali við blaðið
EINN af hinum ötulu frétta-
mönnum Dags er Oli Halldórs-
son bóndi á Gunnarsstöðum í
Þistilfirði. Hann leit hér inn á
skrifstofur blaðsins um daginn,
þá nýkominn af Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri, botn-
langanum fátækari en heilsunni
ríkari, maður bæði hár og þrek-
inn og allur hinn karlmannleg-
asti.
Skólamálin eru á dagskrá hjá
ykkur austurfrá?
Já, og mjög að vonum. Þau
hafa verið vam-ækt of lengi.
Þrír hreppar eru t.d. ennþá án
barnaskóla. Það eru Svalbarðs-
hreppur, Sauðaneshreppur og
Skeggjastaðahreppur í Norður-
Múlasýslu. Unnið er að undir-
búningi á lausn þessa máls. Ég
held að við ættum að hugsa
nokkuð stórt í skólamálunum og
á þann veg t. d., að leysa barna-
skólamál hreppanna með sam-
eiginlegum heimavistarskóla,
sem þá yrði byggður á eins
heppilegum stað og unnt er. En
okkur vantar líka héraðs- eða
gagnfræðaskóla fyrir svæðið
milli Reykjaheiðar og Smjör-
vatnsheiðar, þ. e. Vopnafjörður
er meðtalinn, enda er hann eins
illa á vegi staddur í héraðsskóla
málum eins og við Norður-Þing-
eyingar. Þetta mál þolir í raun
og veru enga bið. Það verður
að mennta sveitafólkið eins og
aðra þegna þjóðfélagsins. Eða
hverju ættum við að sinna í
þeim mólum, sem við teljum
horfa fram á við, ef ekki að
hugsa um fólkið sjálft? Hví
ættum við að byggja og rækta
jörð og búfé fyrir sjálf okkur
og framtíðina, án þess að hugsa
um almenna menntun fólksins,
sem við vonum að taki við af
okkur? Já, og okkur vantar líka
dvalarheimili fyrir gamla fólk-
ið. Á fámennum sveitaheimil-
um er erfitt að sinna því eins og
þarf. Slík dvalarheimili eiga að
vera í sem flestum héröðum og
heppilegra að hafa þau fleiri, en
ekki mjög stór. Vel sýnist fara á
því, að hafa þessar stofnanir á
einum og sama stað — mynda
þannig eins konar þéttbýlis-
kjarna við nýja skóla og fleiri
stofnanir.
Hafið þið heitt vatn til að vísa
veginn í staðarvali?
Um það veit enginn og er það
órannsakað mál. Laug er þó
um 10 km inni í landi, í afrétt
Gunnarsstaða. Hvort í ljós
kæmi við rannsókn að bora
mætti eftir heitu vatni á öðrum
stað, skal ósagt látið. Svo er
náttúrulega heitt vatn í Selár-
dal í Vopnafirði.
Þið hafið blandaðan búskap í
Norður-Þingeyjarsýslu?
Já, að því virðist' stefna í
austurhluta sýslunnar a. m. k.
Við vorum neyddir til að fara
út í mjólkurframleiðslu og eig-
um hálfbyggða mjólkurvinnslu-
stöð á Þórshöfn. En peninga
vantar, allt situr fast. Við flytj-
um ofurlítið af mjólk til nýja
samlagsins í Vopnafirði. Auð-
vitað eigum við, samkvæmt
allri náttúrulegri aðstöðu, að
lifa á sauðfjárbúskap. En jafnvel
þar sem skilyrði eru ólíklegust
til mjólkurframleiðslu, gefur sú
búgrein meira í aðra hönd, eða
svo hefur það verið, vegna hinn
ar umdeildu verðlagningar af-
urðanna. Og svo er annað, sem
gerir sauðfjárbúskapinn örðug-
ÓLI HALLDRSSON.
an, einkum þeim, sem eru að
byrja búskap, og það er láns-
fjárskorturinn. Við getum sett
upp einfalt dæmi: Ég Itaupi
áburð í vor og verð að greiða
hann um leið. Það er ekki fyrr
en næsta haust, eftir hálft ann-
að ár, sem sauðfjárbú mitt get-
ur svarað þessum kostnaði, og
þá í áætluðu verði sláturfjárins.
Og auðvitað verður bóndinn að
bíða miklu lengur eftir eftir-
tekju af þeim fjármunum, sem
varið er til nýræktar. i
En þið eigið sauðlöng góð?
Nær ótakmörkuð sauðlönd til
beitar yfir sumarið. Þessvegna
er það hart,-að þetta góða land
skuli ekki geta gefið okkur til-
svarandi lífsafkomu. Og að það
skuli t. d. vera alveg eins arð-
vænlegt á þessum stað að reka
hænsnabú með aðkeyptum fóð-
urvörum, eins og hafa sauðfjár-
bú. Það er eitthvað bogið við
þetta allt saman. Það getur ekki
verið rétt stefna í landbúnaðar-
málum, að svokölluð umfram-
framleiðsla búvara, skuli vera
mjólkurvörur, sem er mjög
óhagstætt að flytja út, saman-
borið við sauðfjárafurðir. Enda
raunar trúlegt, að munur þess-
ara búfjárafurða kæmi enn bet-
ur í Ijós ef við gætum flutt út
verulegt kjötmagn og lagt í það
nokkurn kostnað að kynna hina
sérstæðu og ágætu vöru. Ég veit
ekki betur en fiskurinn sé einn-
ig verðbættur, og það ckkj svo
lítið. Framleiðsla sauðfjárafurða
getur líka, án alls efa, verið
ódýrari en hún er nú, ef bændur
gætu komið sér betur fyrir. Þá
kynni svo að fara, að sauðfjár-
búskapur á íslandi, þar sem
aðstaða er góð, yrði ekki síður
arðvænleg atvinnugrein en hver
önnur. En það sem þjakar okk-
ur nú er einkum þrennt: Við
komumst seint í vegasamband
og búum að því enn. Garnaveik-
in herjaði á sauðféð um skeið og
gerði þessa atvinnugrein óarð-
bæra. í þriðja lagi er svo hin
ranga verðskráning landbúnað-
arvara, sérstaklega sauðfjáraf-
urðar. Það er krafa okkar
bænda, sérstaklega sauðfjár-
bændanna, til þjóðfélagsins, að
fá úr því skorið hið fyrsta,
hvort við eigum að flosna upp af
jörðum okkar, eða að eitthvað
eigi að gera til úrbóta fyrir
þennan atvinnuveg. Ef hjálpa á
þeim, sem lengst hafa dregist
aftur úr, þarf að veita þeim
vaxtalaus lán til framkvæmda
eða aðra hliðstæða fyrirgreiðslu.
Vill imga fólkið dvelja heinia,
ef aðstaða yrði bætt?
Þeirri spurningu svara ég af-
dráttarlaust játandi og byggi
það svar á gildum rökum, sem
ég gæti rakið. En ég skal að-
eins nefna eitt dæmi. Nokkrir
ungir menn í minni sveit hafa
undanfarin ár unnið í Sandgerði
við fiskaðgerð og unnið í ákvæð
isvinnu. Þeir eru menn harð-
duglegir og tekjur þeirra mjög
háar. En þeir segjast þó telja
dagana þangað til þeir komi
heim, hvar sem þeir eru stadd-
ir. Og þetta er þeim ekkert
hégómamál, því tveir þessara
manna hafa þegar byggt sér ný-
býli, því þeir geta ekki hugsað
sér að eiga annars staðar heima.
En þeir treysta sér ekki til að
hefja búskap, með því verðlagi
landbúnaðarvara og kaupgjaldi,
hinsvegar, sem nú ríkir. Þetta
er svona í sveitum um allt ís-
land. Landbúnaðurinn getur
ekki goldið það kaup, sem aðr-
ir atvinnuvegir þjóðarinnar
bjóða fólkinu. Þessi staðreynd
blasir hvarvetna við.
Samt hafa bændur ánægju af
slarfinu og njóta í Jiví margs,
sem aðrir atvinnuvegir geta
ekki boðið?
Rétt er það, og margir eru
bundnir jörð og búfé sterkum
böndum, sem örðugt er að
slíta. Sem dæmi langar mig að
nefna, að á Skógum í Vopna-
firði býr fatlaður bóndi, eigin-
lega örkumla maður, marg brot-
inn. En hann býr svo vel, að
heilbrigðir menn geta varla
annað en skammast sín, þegar
þeir sjá hvernig hann býr. Gest-
urinn rekur fyrst augun í það,
að allar tröppur eru þar helm-
ingi lægri en venja er til. Þetta
kemur af því, að bóndinn getur
ekki lyft fæti nema svo lágt. Og
auðvitað getur hann ekki kom-
ið á hestbak og á örðugt með
að fást við sauðfé, en býr í
þess stað með svín og aðrar þær
búgreinar, sem honum henta
betur. Þessum rrianni dettur
ekki í hug að hætta búskap og
ætti þó margra kosta völ við
önnur störf. Hann er t. d. ágæt-
ur smiður. En þetta mun alger
undantekning og haggar í engu
þeim staðreyndum, sem drepið
hefur verið á. Þá má ekki
gleyma þeim hlut, sem sveitirn-
ar eiga í uppeldi þjóðarinnal•.
Árlega flytur fjöldi unglinga úr
sveitunum í kaupstaðina, auk
þess fjölda kaupstaðarbarna,
sem dveljast í sveit á sumrin og
sækja þangað unað og þroska.
Hver er hlutur Þórshafnar í
liéraði?
Hann er of lítill, og vantar
þar nýjar atvinnugreinar, þar
sem sýnt er hve valt er að
treysta eingöngu á þorskinn.
Þórshöfn þyrfti að fá skjóta
vaxtarmöguleika svo að hún
yrði innan tíðar 2000 manna
bær. Þá yrði hún veruleg stoð
í mörgum efnum.
Og nú fer að styttast til
gangna?
Já, göngurnar eru eitt af því
óbreytanlega, að því er virðist.
Þá verður enn farið yfir hin
geysivíðu heiðalönd, sem nýta
má mrgafalt betur en gert er.
Ég held, að breyta þurfa gangna
tímanum til muna frá því sem
nú er og hefur verið um aldir.
Fyrrum voru göngurnar miðað-
ar við sauði og fjallalömb. Enn
eru farnar sömu dagleiðir með
þungfæra og viðkvæma dilka.
Það þyrfti að taka lömbin fyrr
heim og ala þau fyrir slátrun.
a. m. k. nokkurn hluta. Það er
án efa hægt að framleiða betra
kjöt en víða er gert, ef rétt er
á málum haldið En þá þarf líka
að breyta kjötmatinu til muna
til að það borgi sig að fram-
leiða eins góða vöru og það
bezta í íslenzkum fjárstofnum
getur sannanlega gefið, segir
Oli Halldórsson að lokum og
þakkar blaðið viðtalið. E. D.
- Garðræktarfél
(Framhald af blaðsíðu 8).
hann tók við framkvæmda-
stjórn, Valdemar Haraldsson,
pylsugerðarstjóri, sem annast
hafði að mestu sölu og dreif-
ingu. á framleiðsluvörum félags-
ins, og Arnheiður Skaftádóttir,
gjaldkeri KEA, sem Atli hafði
þurft mikið til að leita vegna
reikningsviðskipta og ýmissa út-
borgana og starfa á Akureyri. —
Lauk Atli þessum minningar-
orðum með því að þakka þessu
látna starfsfólki fyrir framúr-
skarandi lipurð og fyrirgreiðslu
hvenær sem til þess var leitað.
Fyrst i stað mundi verð hér
stórt skarð fyrir skildi og seint
fullþökkuð störf þessara velunn-
ara Garðræktarfélags Reyk-
hverfinga.
Því næst skýrði framkvæmda
stjóri frá helstu störfum og
framkvæmdum félagsins á liðnu
ári. Las reikninga þess og gerði
grein fyrir hag þess og framtíð-
ar fyriráætlunum. Hagur félags-
ins stendur með miklum blóma
og nýtur það trausts og álits
allra hluthafa og annarra við-
skiptavina.
Jakob Frímannsson þakkaði
Atla Baldvir.ssyni örugga og
farsæla framkvæmdastjórn á
liðnum árum og bað fundar-
menn að staðfesta þakklæti sitt
og hlýhug til framkvæmdastjór-
ans með lófaklappi.
Samþykkt var tillaga stjórn-
arinnar um greiðslu á 10% arði
til hluthafa.
, Reykhverfinga
Elzti maðurinn í hópi hlut-
hafa, Árni Sigurpálsson frá
Skógum, var þarna mættur og
mun hafa setið alla aðalfundi
félagsinh frá stofnun þess. Árni
var kjörinn heiðursfélagi Garð-
yrkjufélagsins fyrir nokkrum
árum.
Stjóm félagsins skipa nú:
Hrólfur Árnason frá Þverá, for-
maður, Jakob Frímannsson,
varaformaður, Karl Kristjáns-
son, Atli Baldvinsson og Sig-
urður O. Björnsson, sem kjör-
inn var á þessum fundi í stað
Ingimundar heitins Árnasonar.
Að aðalfundi loknum sátu
fundarmenn mjög veglegt kaffi-
hóf hjá húsráðendum á Hvera-
völlum, þeim frú Steinunni Ól-
afsdóttur og Atla Baldvinssyni.
í tilefni af 60 ára afmælinu
voru ræður fluttar yfir kaffi-
borðum. Karl Kristjánsson al-
þingismaður flutti snjallt erindi
um stofnun og störf Garðyrkju-
félagsins og Jón H. Þorbergsson
talaði um látna forystumenn og
minntist sérstaklega Baldvins
Friðlaugssonar aðalhvatamanns
að stofnun félagsins og fyrsta
framkvæmdastjóra. Þá söng
Guðmundur Gunnlaugsson frá
Skógum einsöng með undirleik
Friðriks Jónssonar frá Halldórs-
stöðum.
Var ræðumönnum og skemmti
kröftum þakkað svo og húsráð-
endum fyrir rausnarlegar veit-
ingar og annan ágætan aðbúnað
fundarmanna. □
SMÁTT OG STÓRT
(Framhald af blaðsíðu 8).
sjónvarpsviðtæki teljist einka-
söluvara og liafi því verið og sé
á valdi ríkisstjómarinnar að
stöðva sölu þeirra. Hæpið sé að
flytja inn í landið, eins og gert
liafi verið, þá gerð sjónvarps-
tækja, sem ætla má að ekki yrðu
nothæf til viðtöku íslenzks sjón-
varps, ef til kemur, nema þá
með ærnum kostnaði.
Sjónvarpsmálið í heild er við-
kvæmt ágreiningsmál hér á
landi. — Almenningur þurfti
tíma til að kynna sér til hlítar
og ræða þau sjónarmið, sem hér
er um að ræða, m. a. varðandi
menningargildi sjónvarps, tækni
lega möguleika og kostnaðar-
hliðina, bæði sjónvarpið sjálft
og viðtæki heimilanna.
F JÁRH AG SÖRÐU GLEIK AR
HAFNARSJÓÐA
Fjárskortur hafnarsjóða og
dráttur, sem af lionum stafar, á
nauðsynlegum framkvæmdum,
er mörgum áhyggjuefni, í sjáv-
arplássum hér norðanlands og
víðar. Samkvæmt gildandi Iög-
um eiga liafnarsjóðir eða hlut-
aðeigandi sveitarfélag yfirleitt
að greiða 60% af kostnaði við
hafnargerð. En nú er svo kom-
ið vegna liinnar miklu dýrtíðar,
að svo að segja liver áfangi, sem
unninn er á liverjum stað, er
milljónafyrirtæki. — Og hver
höfn kostar tugi milljóna, svo að
sleppt sé þó nokkrum höfnum
sunnanlands, sem kosta enn
meira. Yfirleitt liafa hafnarsjóð-
ir tekið lán til að greiða sinn
hluta og fengið ríkisábyrgð. —
Þau sveitarfélög eru mörg, sem
ekki hafa getað greitt vexti af
Iánum þessum nema þá að litlu
leyti. Ríkissjóður hefur þá borg-
að af lánunum og viðkomandi
hafnarsjóðir eða sveitarfélag
komizt í tilsvarandi skuld við
ríkissjóð.
VANSKILASKULDIRNAR
Fyrir 2—3 árum var hafizt
handa um að semja um og inn-
lieimta vanskilaskuldir vegna
ríkisábyrgða, þar á meðal skuld
ir sveitarfélaga vegna hafnar-
framkvæmda. Sumt var gefið
eftir, en sveiíarfélögin að öðru
leyti látin greiða vanskilaskuld-
irnar með því að skrifa undir
skuldabréf. Þetta var léleg
lausn. Mergurinn málsins er sá,
að hálfgerð höfn gefur ekki af
sér þær tekjur, að þær nægi til
að standa straum af 60% stofn-
kostnaðar. Þegar höfn er full-
gerð og farin að hafa áhrif til
eflingar atvinnulífi má vænta
verulegs tekjuauka, en fyrr
ekki. Hægt væri að hugsa sér,
að allar liafnir væru landshafn-
ir og gerðar af ríkinu, eins og
þjóðvegir. Þannig er það í
Keflavík og á Rifi á Snæfells-
nesi, samkvæmt sérstökum lög-
um. Onnur þessi höfn hefur
haft miklar tekjur, en liin eng-
ar, svo þar hefur ríkið fengið
lítið í sinn hlut.
Til þessa hefur þótt ráðlegt,
að liafnargerð yrði yfirleitt
áfram á vegum sveitarfélaga.
BREYTINGA ER ÞÖRF
Framsóknarmenn fluttu í vet-
ur á Alþingi frumvarp um breyt
ingu á hafnalögum. Aðalefni
þess var, að ríkissjóður greiddi
eftirleiðis 65% af kóstnaði við
nauðsynlegustu og dýrustu hafn
armannvirki, liafnargarða (öldu
brjóta), bátakvíar, afgreiðslu-
bryggjur allt að 150 m á hverj-
ur stað, dýpkun á siglingaleið-
um í hafnarminnum og að
bryggju liafnarsjóðs, svo og til
fyrstu framkvæmda á hverjum
stað, unz þær nema 3 milljónum
króna. Hluti sveitarfélaga eða
hafnarsjóða myndi þá yfirleitt
lækka úr 60% niður í 35%. Gert
var ráð fyrir, að hér væri um
bráðabirgðabreytingu að ræða,
unz sett hafa verið ný hafnalög,
en undirbúningur þess var haf-
inn fyrir nokkrum árum og nýtt
hafnalagafrumvarp er búið að
liggja hjá ríkisstjórninni síðan á
ofanverðu ári 1961, samið af
nefnd, sem ásamt vitamálastjóra
vann þetta verk fyrir Alþingi og
ríkisstjórn. Sennilega yrði hér
ekki um mikinn útgjaldalið að
ræða fyrir ríkissjóð, þótt tillaga
Framsóknarmanna yrði sam-
þykkt, því ríkisgreiðslur vegna
ábyrgða myndu minnka veru-
lega. Aðstaða sveitarfélaga eða
liafnarsjóða myndi hinsvegar
batna verulega. □
HELGI PÁL8SON
MINNINGARORÐ
HELGI PÁLSSON var í gær
lagður til hinztu hvíldar í Ak-
ureyrarkirkjugarði. Lát hans
bar að með svo skyndilegum
hætti, að ég hef tæpast áttað
mig á því enn, að nærveru hans
sé ekki framar að vænta. Hefur
hér einu sinni enn gerzt það,
sem að vísu er ekki ótítt, en þó
alltaf jafn óvænt, að brott er
kvaddur samborgari og starfs-
bróðir, sem okkur hinum, er
eftir lifum, virtist vera fullur
starfsorku og starfsvilja og við
myndum því eiga eftir að njóta
krafta hans enn um langt skeið.
Þau fátæklegu orð, er ég
skrifa hér um þennan látna vin,
eru ekki ævisaga hans, þar sem
mig skortir nægilegan kunnug-
leik til þess að rekja hina ýmsu
lífsþætti og margvísleg störf
hans og athafnir. En mig langar
til^þess að minnast hans í ljósi
þeirra kynna, er ég hafði af
honum þau fáu ár, sem leiðir
okkar lágu saman hjá því fyrir-
tæki, sem hann hafði stjórnar-
forustu fyrir, Útgerðarfélagi Ak
ureyringa h.f. —
Upphaf þessa félags, barátta
fyrir stórri fiskiskipaútgerð frá
Akureyri til atvinnuaukningar
og hagsbóta fyrir bæ og byggð,
var að miklu leyti verk Helga
Pálssonar. Hann hafði heitan
áhuga og bjarta trú á útgerð og
skildi, að öflun sjávarfangs er
svo nauðsynlegur þáttur í til-
veru þessarar þjóðar, að honum
verður að gefa fullan gaum og
veita verðugan stuðning. Og
þótt hann hefði komizt í kynni
við það, að slíkum atvinnu-
rekstri fylgja skúrir eigi síður
en skin, bilaði ekki bjartsýni
hans og trú á það, að sigur ynn-
ist að lokum ef nógu ötullega
væri fram haldið. Þessi lifandi
áhugi Helga átti sinn ríka þátt
í því, að hann varð einn af
helztu hvatamönnum að stofn-
un togaraútgerðar hér á Akur-
eyri, eins og fyrr segir, og að
honum var falin formennska í
fyrstu stjórn þess og síðan nær
óslitið til dauðadags.
Eins og Akureyringum er
kunnugt hefur á ýmsu gengið
um rekstur þess félags eins og
alla togaraútgerð á íslandi hin
síðari ár, en hvað sem á bját-
aði var Helgi ávallt ódeigur í
baráttu sinni fyrir gengi félags-
ins og sparaði sér aldrei ómak
Norrænir rafvirkja-
meistarar koma hingað
Á MÁNUDAGINN hófst í
Reykjavík áttundi fundur nor-
rænna rafvirkjameistara, og
sækja hana m.a. 18 fulltr. erlend
ir. Á morgun, fimmtudag, munu
fundarmenn heimsækja Akur-
eyri og ferðast eitthvað um, a.
m. k. til Mývatns og að Laxár-
virkjun. Félag rafvirkjameist-
ara á Akureyri, en formaður
þess er Gústaf B. Jónasson, mun
annast fyrirgreiðslu gestanna
hér, sem verða munu um 50. □
eða tíma ef hann taldi að verða
mætti því til gagns. í þeirri
baráttu hélt hann vel á máli
sínu en var þó ávallt með opin
eyru fyrir hverju því, er rétt-
ara kynni að reynast. Og þótt
hann væri ákveðinn fylgjandi
síns stjórnmálaflokks sætti hann
sig ekki við neinn þann pólitíska
einstefnuakstur, sem þröng
flokkssjónarmið ákveða, heldur
lét skoðun sína og sannfæringu
um málefnin vísa veginn hverju
sinni. Þessir mannkostir og hin
glaðlega og ljúfmannlega fram-
koma Helga öfluðu honum
óvenjulegra almennra vinsælda
og trausts.
Með andláti Helga Pálssonar
hefur brostið ein styrkasta stoð-
in undir Útgerðarfélagi Akur-
eyringa. Ég flyt honum við leið-
arlok alúðarþökk fyrir ágætt
samstarf og hinn trausta stuðn-
ing hans við félagið og ég er
þess fullviss að þau orð mæli ég
fyrir munn allra starfssytskina
minna á sjó og landi.
Eiginkonu Helga og öðrum
ástvinum sendi ég hlýjar sam-
úðarkveðjur.
Gísli Konráðsson.
t t t
HELGI PÁLSSON bæjarfull-
trúi á Akureyri, sem lézt 19. þ.
m., var jarðsettur í gær að við-
stöddu miklu fjölmenni.
Hann var fæddur á Akureyri
14. ágúst 1896, sonur hjónanna
Kristínar Þ. Jakobsdóttur og
Páls Jónassonar.
Helgi Pálsson stundaði útgerð
um árabil, hafði einnig fiskverk
un og síldarsöltun, en síðari ár-
in rak hann Byggingavöruverzl-
un Akureyrar og allt til dauða-
dags..
Mörg trúnaðarstörf hafði
Helgi með höndum, svo sem for-
stöðu Skömmtunarskrifstofu
ríkisins hér í bæ og erindreka-
störf Fiskifélagsins. Hann var
formaður félagsstjórnar Útgerð-
arfélags Akureyringa, hátt á
annan átatug bæjarfulltrúi fyr-
ir Sjálfstæðisflokkinn og sat í
bæjarráði Akureyrar, var lengi
í stjórn Kronnanesverksmiðj-
unnar, svo að dæmi séu nefnd
um trúnað þann, er hann átti
meðal bæjarbúa.
Eftirlifandi kona Helga er
Kristín Pétursdóttir. Þeim varð
7 barna auðið, sem öll eru á
lífi.
Með Helga Pálssyni er dug-
mikill, frjálslyndur og vinsæll
borgari genginn. Lífsreynsla
hans var margþætt og af henni
hlaut hann haldgóða yfirlits-
þekkingu á félagsmálum. Þegar
líða tók á ævi hins látna athafria
manns, hneygðist hugur hans
hans til ræktunarstarfa og bú-
skapar. Hann notaði tómstundir
sínar til að annast sauðfé og
hlúa að gróðri í þeirri mold, er
bíður okkar allra að lokum. □
Helgi Pálsson kaupmðður
MINNING
ÞAR sem ég veit að margir
mér færari munu skrifa
kveðjuorð til nafna míns og
vinar Helga Pálssonar, ná
þessar fáu línur mínar í
bundnu og cbundnu máli
heldur skammt.
Við kynntumst fyrst þegar
ég fluttist til Akureyrar 1928
og vorum nágrannar um
skeið. Hann skrifstofumaður
hjá Hallgrími Davíðssyni
kaupmanni, ég búðarstúlka
hjá Axel Schiöth. Við elduð-
um stundum grátt silfur sam
an í þá daga, en allt í græsku
leysi og einstakri gleði.
Ég ætla ekki að rekja okk-
ar kynni nánar, en ég vil
aðeins votta honum og heim-
ili hans þakklæti mitt fyrir
órofatryggð og vináttu.
Að síðustu votta ég Krist-
ínu vinkonu minni og fjöl-
skyldu hennar innilegustu
samúðarkveðjur frá okkur
hjónum.
Hve snögglegur sjónarsviptir varð,
við sjáum nú eftir vandfyllt skarð
þá genginn er góður drengur.
Hér verður öllum harmur sár,
sem höfðu kynnst þér um liðin ár,
en njóta ekki liðs þíns lengur.
Þú hafðir svo margt til fremdar flutt,
flestum djarfari eflt og stutt
bæjarins gagn og gengi.
Mörgum þú bættir mein og raun,
og munt því öðlast í sigurlaun
þann orðstír, sem lifir lengi.
Helga Jónsdóttir.