Dagur - 10.10.1964, Side 2

Dagur - 10.10.1964, Side 2
. Fagna bæifu skemmianahaSdi Frá fundi áfcngisvarnanefnda í Eyjafirði - ÞÁ LEITUÐU MENN AÐ HEITU VATNI ... AÐALFUNDUR Félags áfengis varnanefnda, Eyjafirði var hald inn 6. október að Hótel Varð- borg á Akureyri. Fundurinn var vel sóttur, en rétt til setu á honum höfðu full trúar frá áfengisvarnarnefndum úr öllum hreppum Eyjafjarðar- sýslu svo og Akureyri og þrem hreppum S-Þingeyjarsýslu, Sval barðshreppi, Grýtubakkahreppi og Hálshreppi. Ármann Dalmannsson formað ur áfengisvarnarráðs flutti skýrslu um störf ráðsins á starfs árinu, og fulltrúar áfengisvarn arnefndanna sögðu fréttir hver af sínu félagssvæði. Pétur Björnsson erindreki Reykjavík, flutti erindi. í umræðum á fundinum kom fram mikil ánægja með störf Ungmennasambands Eyjafjarð ar í sambandi við bindindis- og æskulýðsmál í héraðinu. Einn- ig með Bindindismótið í Vagla skógi í sumar. T vímenningskeppni Bridgefél. Akureyrar hófst þriðjudaginn 6. október. Næsta umferð verður spiluð þriðjudaginn 13. október. Þátttakendur eru 24 pör, og verða spilaðar þrjár umferðir. Eftir fyrstu umferðina eru fimm efstu pörin þessi: 1. Ármann Helgason og Hall dór Helgason með 224 stig. I' 2. Sigurbjörn Bjarnason og Sveinbj. Jónsson 223 stig. 3. Jóhann Helgason og Karl Sigfússon með 195 stig. 4. Alfreð Pálsson og Guð- mundur Þorsteinsson með 194 stig. 5. Björn Axfjörð og Þormóð- ur Einarsson með 191 stig. í Áfengisvarnarráð Eyjafjarð ar voru endurkj. Ármánn Dal- mannsson, Akureyri, Edda Ei- ríksdóttir, Stokkahlöðum og Brynjólfur Sveinsson Efstalands koti. Eftirfarandi tillögur voru ein róma samþykktar: 1. „Aðalfundur Félags áfengis varnanefnda í Eyjafirði endur tekur tillögur er síðasti aðal- fundur samþykkti, varðandi hækkun framlags til Áfengis varnaráðs, vegabréfaskyldu yfir allt landið og samræm- ingu lögreglusamþykkta sýsl- anna um 16 ára aldurstak- mark unglinga til að sækja opinberar dansskemmtanir. 2. Fundurinn mótmælir lækk un á aldurstakmarki þeirra, er hafi rétt til að kaupa áfengi og neyta þess. 3. Fundurinn telur að eftirlit með aksti’i ölvaðra manna þurfi að herða og ekki megi dragast að fella 'dóma í mál- um þeirra. Enn fremur telur fundui’inn knýjandi nauðsyn að rannsakað sé hvar ungling ar geti fengið áfengi og kom- ið sé lögum yfir þá, sem út- vega unglingum áfenga drykki eða hafa það til sölu á ólögleg an hátt. 4. Fundurinn leggur áherslu á, að sem flest æskulýðsfélög í héraðinu útiloki neyslu áfeng is á danssamkomum sínum. Vottar fundurinn Ums. Eyja- fjarðar og öðrum félögum sem gengist hafa fyrir ungl- ingasamkomum, þar sem ekk- ert áfengi hefur verið haft um hönd, beztu þakkir og væntir þess, að stjórnir félagsheimil- anna hafi samstarf xnn þetta og enn fremur að heimili og skólar gefi þessu gaum og (Framhald á blaðsíðu 7). (Framhald af blaðsíðu 1) annars þessir menn: Þorsteinn Þorsteinsson, Halldór Halldórs son, Ólafur Magnússon, Svan- björn Frímannsson og Aðal- steinn Bjarnason. Þótt leitartækin væru ekki fullkomin, skorti ekki áhuga, og víst höfðu þeir ráð til að finna hitann. Þeir lögðu hend- ur á steina og leirflög, og fundu yl á nokkrum stöðum, auk þeirra staða er vatn seitlaði undan steinum. Svo var höggv- ið og grafið. Víða fór volgt — já meira að segja snax-pheitt vatn að seitla, þegar yfirboi-ð- inu var rótað. Heitasta upp- sprettan mældist yfir 50 gráður. Aftur var farið og meira grafið, og að sjálfsögðu með handvei'k- færum einum. Einn þeirra manna, sem nú ornar sér við endui-minningarn ar um vatnsleitina í gljúfrum Glerárdals, Ólafur Magnússon, sem verið hefur sundkennari á Akureyri um áratugi, var um þetta spurður fyrir nokkrum dögum. Hann sagði: — Já, við vissum um Smalalaugina, og okkur langaði til að fá heitt vatn í sundlaugina í bænum. Og við vorum ekki að sjá eftir okk ur að skreppa fram á dal til að vinna fyrir það málefni. Verk- færin okkar voru bara hakar og járnkarlar, og með höndunum leituðum við hátt og lágt sunn an árinnar. En þar sem við fund um einhvern yl, og það var á nokkrum stöðum, brást ekki að við fengum ofurlitla seyru þeg ar við fórum að höggva. Við átt um margar ferðirnar þarna frameftir, en gátum auðvitað ekkert lagt til nema áhugann og svo þessa frumstæðu sjálfboða vinnu. Allar voru laugarnar að sunnanverðu í dalnum. En leituðuð þið ekki til bæj- arstjórnarinnar Jú, jú, auðvitað gerðum við það og við reyndum að blása lífi í þetta mál og vekja áhuga á því, að heita vatnið yrði notað fyrir sundlaug bæjarins. Og all ir vorum við vel samtaka um þetta, eins og við vorum alltaf ungmennafélagarnir í gamla daga. Bæjarstjórinn tók okkur vel og við fengum því áorkað við hann og bæjarstjórnina, að Knatlspyrnan er tangvinsælasta íþróifagreinin hér Ólafur Magnússon. norskur maður að nafni Karl Petersen var látinn sprengja í Glerárgili. Lítill árangur varð þó að því. Hvað tókuð þið þá til ráða? Við fundum enn fleiri heita staði, svo alls urðu þeir -14 tals ins með einhverju vatnsrennsli. Og svo fórum við að herða á bæjarstjórninni. Hún tókst nú ekki á loft svona í fyrstu lotu, þótt við mættum aldrei öðru en velvild hjá henni. Voru ekki fengnir verkfræð- ingar til að gera áætlanir um nýtingu vatnsins? Jú, og frekar tveir en einn. En með allri virðingu fyrir verk fræðingum, þeim ágætu mönn- um, þá töldu þeir fyrirtækið von laust. Það stóð alltaf þannig í kollinum á þeim, að það þyrfti að dæla vatninu upp á bakkann og láta það svo renna sjálft það an. En þá var það að Halldór Halldórsson, sem aldrei lét nokkurn bilbug á sér finna, fékk kunningja sinn til að koma hingað. Sá hét Höskuldur Bald vinsson. Þetta var að vetri til og við fórum auðvitað frameft ir, nokkrir saman. Það var mik ill snjór og illt að komast að laugunum. En Höskuldur athug aði alla staðhætti og gerði mæl- ingar og lofaði svo álitsgerð. sem íþróttasamband íslands hef Konur Karlar Konur Karlar Alls Esju gömlu. Eg var nú svo sem ir unnið úr hafa iðkendur í- ekkert vongóður. þrótta á öllu landinu 1963 verið Glíma 68 155 223 En hvernig fór með álitsgerð samtals 20206, sem skiptast á Badminton 22 59 134 394 609 Höskuldar? milli 16 íþróttagreina. Er þetta Blak 30 70 100 Það er frá henni að segja, að allmikil aukning frá næsta ári Fr.-íþróttir .... 445 836 302 965 2548 hún kom fljótlega og gladdi áður. Vitað er að nokkru fleiri Golf 15 318 333 okkur. Dæluaðferðin hafði ekki stunda íþróttir en þarna kemur Handknattleikur 285 148 1441 1653 3525 tekið sér bólfestu í honum og fram þar sem hér er eingöngu Judo 14 2 116 132 hann sagði, að unnt væri að um skýrslur félaga að ræða, en Knattspyrna 1384 4197 5581 leiða vatnið yfir ána og þaðan margir einstaklingar stunda Körfuknattleikur 21 248 156 829 1252 niður að norðan, og bauðst sjálf sína íþróttagrein án þess að það Leikfimi .... 141 143 297 231 812 ur til að leggja fyrstu 700 metr komi fram hjá félögum. Á þetta Lyftingar .... 1 40 41 ana. Þetta gaf málefninu og okk einkum við um sundið. En í Róður 7 « V 83 90 ur sjálfum byr í seglin og fyllt kennsluskýrslunum kemur Skautaíþróttir 21 44 40 73 178 umst við nú enn meiri eldmóði fram að flestir iðkendur eru á Skíðaíþróttir 49 97 579 1343 2068 en áður. Og svo lögðum við knattspyrnunni, og kemur fæst Skotfimi .... 2 15 3 47 67 þessa áætlun auðvitað fyrir bæj um það á óvart, svo sterkum tök Sund 446 534 414 800 2194 arstjórnina. Og nú fór málið að um hefir þessi íþróttagrein náð Ósundurliðað 120 333 453 þokast í rétta átt því nú pant- á almenningi. 1432 3594 3533 11647 aði bærinn norsk trérör fyrir Iðkendafjöldinn skiptist þann heita vatnið. Þetta var nú árið ig á milli íþróttagreina. Sýslur samtals 5026 Kaupst. samtals 15180 Alls 20206 1932. Þar með hafið þið verið búa ir að sigra? í raun og veru var það. En við héldum ekki að okkur hönd um þótt bærinn væri búinn að taka málið að mestu í sínar hendur, því við söfnuðum pen ingum, lögðum fram sjálfboða- vinnu og fengum aðra með okk ur. Þá var atvinnuleysi og marg ir verkamenn tóku aðeins hálft kaup fyrir vinnu við hitalögn- ina. Það var þeirra framlag. Heita vatnið í Glerárdal var allt sameinað með leiðslum í eina þró. Það var þá 48 stiga heitt og vatnsmagnið þrír lítrar á sek- úndu. Öll er leiðslan 3,6 km. En. rörin eru enn við lýði, þótt þau þurfi endurbóta við. Og hvenær byrjaði svo heita vatnið að renna á ákvörðunar- staðinn? Það var á miðju sumri árið 1933, og ánægjunni verður ekki með orðum lýst. Þá var gamla steypta laugin frá 1921—1922, sem ungmennafélagið byggði, notuð við sundkennsluna. Að vísu aðeins veggir. Miklu af grjóti í þá veggi höfðu ung- mennafélagar ekið á sjálfum sér frá Eyrarlandsholti á stórum sleðum. En árið 1936 var svo laugin steypt og nýju, þó í sömu stærð, 35 sinnum 10.6 m og tekur á sjöunda hundrað tonn af vatni. Árið 1956 var svo nýja sund- laugarhúsið fullbúið, eins og það er nú. Og heita vatnið er búið að spara mikla peninga? Já, það er óhætt að segja það. Slíkt má telja í milljónum kr. En gamla leiðslan þarf endur- bóta við og það rækilegrar, svo að hún flytji okkur allt vatnið, sem fyrir hendi er, og eins heitt að unnt ar, segir Ólafur Magnús son, sundkennari að lokum og þakkar blaðið viðtalið. HJÓLREIÐAMENN! LÖGREGLAN vekur athygli hjólreiðamanna á VIII. kafla reglugerðar um gerð og búnað ökutækja frá 15. maí 1964. Reiðhjól skal búið a. m. k. ein um traustum hemli. Stýri reið- lijóls má eigi vera breiðara en 70 cm. Á Ijósatíma skal reiðhjól búið einu framljóskeri, er lýsi með hvítu eða daufgulu ljósi fram á við, sýnilegu í hæfilegri fjar- lægð, bæði framan frá og frá hlið. Eigi nægir, að ökumaður haldi á ljóskeri. Er ljósið getur valdið glýju skal ljóskerið þann ig gert að lækka megi ljósgeisl ann. Aftan á reiðhjóli skal vera rauðlitað glitauga eða Ijósker. Á báðum hliðum fótstiga skulu vera gul eða hvít glitaugu, er hreyfast við notkun hjólsins. Reiðhjól skal búið hljóm- sterkri bjöllu og er óheimilt að nota annað hljóðtæki. Á reiðhjóli skal vera lás. Auglýsingasíminn er 1167

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.