Dagur - 10.10.1964, Blaðsíða 7

Dagur - 10.10.1964, Blaðsíða 7
7 Góðhesfasýning SUNNUDAGINN 9. ágúst s.l. hafði hestamannafélagið Þjálfi í Suður-Þingeyj arsýslu góð- hestasýningu og kappreiðar að Einarsstöðum. Dagskráin hófst kl. 15,30 með hópreið hestamanna inn á sýn- ingarsvæðið. Þar ávarpaði for- maður félagsins, Sigfús Jónsson, samkomugesti og bauð þá vel- komna. Að því loknu hófst sýn- ing hrossa, en dómar höfðu gengið daginn áður. Fyrst voru sýndir alhliða góðhestar, síðan alhliða reiðhryssur og síðast klárhestar með tölti. Af alhliða góðhestum voru eftirtaldir þrír dæmdir beztir: Nr. 1 Blesi, 9 vetra, brúnbles- óttur, eigandi Gestur Kristjáns- son. Nr. 2 Þjálfi, 10 vetra, brúnn, eigandi Sigfús Jónsson. Nr. 3 Glámur, 10 vetra, grár, eigandi Forni Helgason. Af alhliða hlyssum voru eft- irtaldar þrjár dæmdar beztar. og kappreiðar Nr. 1 Jörp, 11 v., jörp, eigandi Ásvaldur Jónatansson. Nr. 2 Gríður, 6 vetra, grá, eigandi í - : Jónas Stefánsson. Nr. 3 Kol- brún, 6 vetra, brún, eigandi Kristinn Guðmundsson. Af klárhestum með tölti voru eftirtaldir þrír dæmdir beztir: Nr. 1 Neisti, 10 vetra, rauður, eigandi Gísli Ólafsson. Nr. 2 Blakkur, 10 vetrá, brúnn, eig- andi Árni Kr. Jakobsson. Nr. 3 Glanni, 5 vetra, brúnn, eigandi Höskuldur Þráinsson. Þá fóru fram kappreiðar og var keppt í stökki á 300 metra sprettfæri og 250 metra fyrir fola 4—6 vetra. í 300 metra stökki voru eftir- taldir þrír hestar fljótastir: 1. Blesi, 10 vetra, rauðbl., eigandi Jón Baldvinsson, 22,5 sek. 2. Vængur, 10 vetra, jarpur, eig- andi Jón H. Ólafsson, 22,5 sek. 3. Neisti, 10 vetra, rauður, eig- andi Gísli Ólafsson, 23,3 sek. í stökki, 250 m. urðu eftir- talin þrjú hross- hlutskörpust: 1. Stjarna, 6 vetra, brúnstj., eig- andi Jón A. Jónsson, 20,9 sek. 2. Eldur, 6 vetra, rauður, eig- andi Egill Jónasson, 21,3. 3. Gustur, 6 vetra, gráskj., eigandi Jón A. Jónsson, 21,4 sek. Um kappreiðarnar skal þess getið, að þær fóru fram með öðru sniði en venjulegt er að því leyti, að hver hestur hafði sína braut afmarkaða með snúr- um, til þess að fyrirbyggja það, sem oft hefur átt sér stað, að einn hestur hlypi í veg fyrir ir annan og tefði fyrir honum. Þessi aðferð reyndist í alla staði vel og komu engin mistök fyrir, enda sýnir tíminn það, því að hann er mjög góður í 300 metra hlaupinu. Um kvöldið var dansleikur að Laugum á vegum hesta- mannafélagsins. Sarhkoman fór að öllu leyti hið bezta fram, enda veður með ágætum og bar mjög lítið á ölvun. Starfsmenn við góðhestasýn- ingu og kappreiðar voru sem hér segir: Dómnefnd góðhesta: Karl Ág- ústsson, Akureyri; Þorsteinn Jónsson, Akureyri og Hólmgeir Sigurgeirsson, Völlum. Dómnefnd kappreiða: Árni Magnússon, Akureyri; Jón Árnason, Akureyri og Hólmgeir Sigurgeirsson, Völlum. Tímaverðir voru 6, yfirtíma- vörður Vilhjálmur Pálsson, íþróttakennari, Húsavík og ræs- ir Sigurður Þórisson, Græna- vatni. G. G. - Kosningar í Sjó- mannafélaginu (Framhald af blaðsíðu 5). menn sem munu teljast til allra stjórnmálaflokkanna. Þannig stendur á að Sjómannafélag Ak ureyrar er eitt af þeim fáu stétt arfélögum þar sem lítið ■ eða ekki hefur gætt pólitískra átaka og hefir það því ekki bagað fé- lag þetta hingað til. Enda er þetta vel staðfest með því að formaður félagsins mun hafa verið kjörinn formaður þess í 29 ár og nær því alltaf einróma. Eins og að framan greinir er því A-listinn, ekki síður borinn fram og studdur af lýðræðissinn um. En athyglisvert er það þeg- ar nú er stofnað til kosningabar- áttu í þessu félagi, að einmitt nú eru nær öll Akureyrarskipin að veiðum og flestum sjómönnum því fyrirmunað að taka þátt í kosningu. - Bætt skemmtanahald (Framhald af blaðsíðu 2). leggist á eitt til að færa skemmtanalífið til betri vegar. Mælir fundurinn eindregið með því að ríkisstyrkur til U. M. F. í. verði hækkaður ríf- lega með tilliti til starfsemi sambandanna í þessum málum 6. Fundurinn telur, að sam- þykkt bæjarstjórnar Akureyr ar um aldurskírteini, sé spor í rétta átt og væntir þess, að það komi sem fyrst til fullra framkvæmda“. SKÍÐAHÓTELIÐ HLÍÐARFJALLI opnar aftur um helgina. Hótelið verður fyrst unr sinn opið um helgar. Tökum ávallt á rnóti stærri og minni hópum. Teikið á móti pöntunum í síma 02 og 1774. H ÓTELSTJ ÓRI. Til sláturgerðar: RÚGMJÖL - HAFRAMJÖL HEILHVEITI - RÚSÍNUR SALT (gróft og fínt) SLÁTURGARN - RÚLLUPYLSUGARN SALTPÉTUR - KALK BLANDAÐ RÚLLUPYLSUKRYDD PLASTPOKAR, margar stærðir KJÖRBÚÐIR K.E.A. Vínberin eru komin Góð og ljúffeng. KJÖRBÚÐIR K.E.A. Símaskráin 1965 Vegna útgáfu nýrrar símaskrár, eru þeir símanotend- ur, sem óska að koma að leiðréttingum, eða breyting- um í skrána, beðnir að senda þær skriflega á skrifstofu mína fyrir 15. október. Viðbætis við símaskrá 1964 má vitja á skeytaaf- greiðsluna 3. hæð. SÍMASTJÓRINN. Frá Tryggva Hallgrímssyni kr. 200, Ingu Jónu og tengda- móður 200, systrunum Hafdísi og Freydísi 200, vinnufélög- um Byggingarfélags Akureyr- ar 200, Kristínu Kolbeinsdótt- ur 100, Valtý og Guðnýju Hömrum 100, systkinunum Ásveg 21 250, G. J. 200, M og G Kópavogi 200, Sigurbjörgu Jónsdóttur 500, Jóhanni Krist inssyni og fjölskyldu 1000. Frá afgreiðslu smjörlíkisgerð- anna, Reykjavík, 5000, þriggja barna móður, Reykjavík, 100, Tryggva flugmanni og frú Petru 500, Margréti og Katrínu Sigurgeirsdætrum 600, starfsfólki bæjarfógeta- skrifstofunnar Akureyri 2000, Ess emm 5000, gömlum sjó- manni, Reykjavík 1000, Sig- fúsi Blöndal 300, Jóni S. Odds syni útgm. 200, Steinunni B. Guðlaugsdóttur 100. — P. S. TIL AKUREYRARKIRKJU: -- Frá Ónefndum kr. 200, brúð- hjónunum Guðmundi Péturs- syni og Hergerð Gunnarstein 200, N. N. 200. TIL SUMARBÚÐANNA: Frá Sveinbirni Jónssyni kr. 1030, ónefndri konu á Akureyri 2000. — Beztu þakkið — P.S. Bæjarskrifstofan verður opin frá 1. okt. til áramóta kl. 5—7 síðd. á föstudögum til mót- töku á bæjargjöldum. MINJASAFNIÐ! Safnið er að- eins opið á sunnudögum frá kl. 2—5 e. h. Á öðrum tímum fyrir ferðafólk eftir samkomu- lagi við safnvörð. Símar 1162 og 1272. GJAFIR og áheit til Lögmanns- hlíðarkirkju: Gjöf frá hjónun- um frú Jórunni Þórðardóttur og Friðriki Jóhannssyni fyrrv. hótelstj. í Hlíðarfjalli kr. 500. Áheit N. N. kr 300. — Innileg- ustu þakkir. — H. G. Þróimarsjóðurinn fær nýtt f jármagn ALÞJÓÐLEGI þróunarsjóður- inn (IDA) tilkynnti 8. júlí s.l., að formsatriðum í sambandi við aukningu sjóðsins um 750 millj. dollara hefði nú verið fullnægt. 12 ríki höfðu þá tilkynnt, að þau mundu leggja fram yfir 600 millj. dollara, en sú lágmarks- upphæð var skilyrðið sem sjóð- urinn hafði sett fyrir aukningu hans. Af ríkjunum 12 ætluðu Bandaxákin að leggja fram 312 millj., Bretland 96,6 millj. og Vestur-Þýzkalands 72,6 millj. dollara. Framlag Danmerkur nemur 7,5 millj., Noregs 6,6 millj. og Svíþjóðar 15 millj. dollara. Búizt er við að fjögur lönd til viðbótar tilkynni síðar væntan- leg framlög sín, þeirra á meðal Finnland með 2,29 millj. doll- ara. Upphaflegur höfuðstóll Al- þjóðlega þróunarsjóðsins var 790,9 millj. dollara. Til þessa hef ur sjóðurinn veitt vaxtalaus lán, sem nema 778,3 millj. dollara, til vegagerða, áveitugerða, skóla bygginga, orkuvera og annarra áþekkra framkvæmda í 22 van- þróuðum löndum. Q TIL BLINDU BARNANNA: Sigurlína Haraldsdóttir 1000, Petrea Magnúsdóttir 500, Á Þ Þ 500, N N 200, Fimm syst- kini 500, Ón. kona 100, Stef anía Péturdóttir 200, Systkin- in Reynivellir 6 250, V M 200, I Þ 200, N 300, Aðalbjörg Helgadóttir 100, Jóhann Gísli 100, N N 300, A H 500, N N 100, R S og H F 400, G og J 100, Sigrún og Brynjólfur 200, Á S 300, V N og B S 1000, M Schiöth 500, Fjölskylda í Rvík 1000, T H 200, Jóna Magna 100, Þ Ó 500, X 9 200, Z J 200, Frá heimilisfólkinu í Villinga dal 800', Þ J 1000, Rósa Guð- jónsdóttir 100. — Afgr. Dags. LJÓSASTOFA Rauðakrossins Hafnarstræti 100, tekur til starfa miðvikudaginn 14 okt. Opið fyrst um sinn kl. 4—6 e.h. mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, Sími 1402. HJÚKRUNARKONUR! Munið fundinn að Hótel KEA mánu daginn 12. október kl. 9. SUNNUDAGASKÖLINN AÐ Sjónarhæð byrjar nk. sunnu dag kl. 1. Öll börn og ungling ar velkomin. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ: — í vetur, frá 1. okt., verður safnið opið almenningi á fimmtudögum kl. 4—6 s.d. — Einnig verður það eins og áð ur, opið á sunnudögum kl. 2 —4. — Ferðamenn og hópar geta fengið að skoða safnið á öðrum tímum eftir samkomu lagi við safnvörð. — Sími safnv. er 2983. MINNINGARSPJÖLD Kvenfél. Hlífar fást í Bókaverzl. Jó- hanns Valdimarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttir Hlíð arg. 3. Öllum ágóða varið til Dagheimilisins Pálmholt. FÉLAGSVIST. — Laugardag- inn 10. okt. kl. 8,30 hefst að Bjargi hin vinsæla félagsvist Sjálfsbjargar fyrir félaga og gesti — Mætið stundvíslega. Nefndin. DÝRALÆKNAVAKT næstu helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Guðmund Knutsen, sími 1724. Gott KVENREIÐHjÓL TIL SÖLU. Uppl. í síma 2670. LÓN H.F. auglýsir! Getum bætt við nokkrum föstum EGGJAKAUPENDUM Sendum heim. Kr. 75.00 pr. kg. Pantanir teknar í síma 2948.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.