Dagur - 10.10.1964, Síða 5

Dagur - 10.10.1964, Síða 5
4 ..... immi iirihmirtiirtM nnrt Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERJUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Alþingi f DAG, 10. október, kemur Alþingi saman að nýju. Hefur þá verið hlé á þingstörfum síðan í maímánuði. Þingmenn munu væntanlega láta það verða sitt fyrsta verk að hyggja að því, sem gerzt hefur í þjóðmálum þennan tíma, hvemig þjóðinni lief- ur vegnað í starfi sínu á ýmsum sviðum, og hvemig ríkisstjórninni hefur tekizt að skipa þjóðmálum meðan þingið var „fjarverandi". Að öllu þessu athuguðu gera þeir trú- lega sínar ráðstafanir og segja ráða- mönnum sínum í stjómarráðinu fyr- ir verkum, eða fá sér nýja ef þeim þykir ástæða til. Á sviði þjóðmála er það einkum þrennt, sem mesta athygli hefur vak- ið á þessu sumri. Fyrst má telja kjarasamningana á síðastliðnu vori. í sambandi við þá bar það helzt til tíðinda, að ríkisstjórnin gafst opin- berlega upp við að fylgja fram nokkrum meginatriðum hinnar svo- kölluðu „viðreisnar“. Hún aflétti banni á vísitölugreiðslum, lækkaði vexti á íbúðarlánum og lengdi láns- tíma. Auk þess samdi hún við stétt- arsamtök um nánar tilgieindar breytingar á efnahagslöggjöf lands- ins, en þess háttar samninga kallaði Sjálfstæðisflokkurinn hneyksli fyrir nokkrum ámm. Þá má til tíðinda teljast, að álagning beinna skatta vakti á þessu sumri mótmælaöldu í landinu, einkum í Reykjavík. Segja sumir, að í framtíðinni verði árið 1964 kallað skattpíningarár, saman- ber píningsvetur á 17. öld. í þriðja lagi skal það hér talið, sem nýskeð er, að samkomulag náðist í sex- mannanefndinni um verðlagsgrund- völl landbúnaðarins, og stjórnin varð, í sambandi við það, að slaka nokkuð á viðreisnarklónni gagnvart landbúnaðinum, en auka niður- greiðslur til neytenda. Hitt verður víst engin nýlunda tal- in í seinni tíð, sem átt hefur sér jafn- framt stað á þessu sumri, að dýrtíð sú, sem kennd er við „viðreisnina“ hefur haldið áfram og fer enn vax- andi. Einkennin segja til sín, nú sem fyrr. Einstaka stéttarfélög em byrj- uð að segja upp kjarasamningum. Ríkisstjómin, sem hélt sig vera sterka stjóm, og færðist meira í fang en hún lrafði afl til, er nú orðin áberandi veik stjóm, og of umkomu- lítil til að geta mótað nýja stjómar- stefnu í stað viðreisnarinnar. Fátt eitt er nú orðið eftir af fvrir- lieitum þeim, sem núverandi ríkis- stjórn gaf kjósendum um í öndverðu og ekki hafa herfilega brugðizt. En aflamet ár eftir ár og liækkun á verði íslenzkra afurða erlendis, hafa gefið þjóðinni ríkulegar tekjur. Sextíu og fimm ára: Jakob Frímannsson kaupfélagsstjóri JAKOB FRÍMANNSSON, for- stjóri Kaupfélags Eyfirðinga varð 65 ára miðvikudaginn 7. okt. — Þann dag bárust honum margar hlýjar kveðjur og heilla óskir í tilefni tímamótanna. — Og merkisafmæli hans er okk- ur vinum hans kærkomið tæki- fæi^i til að færa honum þakkir og árna honum heilla og bless unar. — Sextíu og fimm ár teljast nú ekki hár aldur. — Enda er Jak ob að störfum eins og venjulega mitt í önnum dagsins. — Árla fer hann til skrifstofu sinnar og sinnir mörgum og stórum verk efnum á degi hverjum. — Auk þess, sem hann hefir með hönd um stjóm Kaupfélagsins, er verkahringur hans stærri og nær að segja má vítt um landið. — Það útheimtir mikil ferða- lög. — Margir af þeim fundum sem hann þarf að sitja, eru í Reykjavík. — Marga ferðina er hann búinn að fara til fundar- halda þangað. — Það hefði hér áður þótt ótrúlegt að fara til skrifstofu sinnar að morgni, síð an suður yfir fjöllin og sitja fund í Reykjavík og koma svo heim að kvöldi. — En þetta er hann iðulega að gera. — Hæfileikar hans og vinsældir hafa rutt honum braut til þeirr ar stöðu og áhrifa, sem hann nýtur í dag, frá því að hann fyrst árið 1915 gerðist afgreiðslu maður hjá kaupfélaginu, sem þá var aðeins lítil verzlun, og hef ir enginn af núverandi starfs- mönnum þess verið svo lengi hjá félaginu. — Á næsta ári er komin hálf öld, sem hann hefir verið starfandi hjá KEÁ. — sam tökin hafa notið framsýni hans og dugnaðar. — Og það hefir mátt sín mikils í framgangi þeirra. — Og mörgu góðu málefni hefur Jakob lagt lið, — enda oft til hans leitað um liðsinni. — Á þeim tíma, þegar Akureyrar- söfnuður var í þeim stórræðum að byggja hina veglegu kirkju kom Jakob í sóknarnefnd. — Það var á þeim árum þegar mjög erfitt var um allar bygg- ingarframkvæmdir. — En Ak- ureyrarkirkja reis af grunni. — Þar átti Jakob mikinn hlut að máli, færum við honum einlæg ar þakkir fyrir það mikla starf. — Störf og líf kirkjunnar bygg ist á fórnfúsri þjónustu. — Þann hug hefir hann sýnt kirkjunni, sem hún mun ætíð geyma. Hann var í sóknarnefnd 21 ár, frá 1939—1960. Margt er það í fari Jakobs, sem treystir vináttuböndin. — Tryggur er hann vinum sínum, handtakið hlýtt og hjartað, sem á bak við slær, styrkurinn og bróðurhugurinn. — Og hvern- ig hefur hann getað afkastað öllu því, sem hann hefur unnið um dagana? — Hann er afburða maður að dugnaði og árvekni en þar kemur og til greina hið yndæla heimili, sem hin ágæta eiginkona hans frú Borghildur Jónsdóttir hefur búið honum. — Við, sem höfum átt þess kost að kynnast því og höfum notið framúrskarandi gestrisnl hjón- anna þökkum svo margar ánægjustundir, og við skiljum betur hvernig Jakob hefir getað komið öllu því til leiðar, sem hann hefur unnið að um dagana og helgað krafta sína. — Við óskum honum og fjöl- skyldu hans til hamingju með tímamótin, óskum þess að hans megi sem lengst njóta við í nú- verandi störfum, og þökkum af alhug vináttu og samskipti á liðnum árum — P. S. Léleg veiði hjá Akur- eyrartogurunum ENNÞÁ er rýr afli hjá togurum Ú. A. Svalbakur seldi í Bremerha- ven í Þýzkalandi 6. þ. m. 109 tonn fyrir 82.400 mörk. Ráðgert er að Sléttbakur selji 14. þ. m. og Harðbakur 15., báðir í Þýzka landi. □ i iiiii 111111111 iii iii m iiiiii m n mi iii i iii 11111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU • iiiiiiiiiiiiiii S ep t emLerLrér tif Dags Fundur í Skúlagarði Norður-Þingeyingar hafa nýver- ið haldið fjölmennan fund í Skúlagarði, hinu nýja höfuð- setri sýslunnar. Engir trúðar komu á fundinn en aðsókn var mikil og ekki beðið um skemmti atriði. Vaskir fundarmenn sögðu sögu héraðsins frá síðustu árum. Ymislegt hafði þar borið við, sem betur hefði mátt fara. Hálft Langanesið er komið í eyði og á stöku stað eru sögu- kunnar varpjarðir ekki lengur í byggð. Vegir í héraðinu eru í allra lélegasta lagi. Rafmagn fyrirfinnst ekki. Þó hefur í 20 ár beðið við Laxárfoss nægileg ur forði ónotaður handa allri sýslunni vestan Öxárfjarðar- hlíða. Ekki fyrirfanst í héraðinu héraðsskóli eða síldarbræðsla. Fundarmenn byrjuðu að gera jafnréttiskröfur í samanburði við aðra borgara í landinu. All- ir þingmenn norðausturhéraðs sottu fundinn og vafalaust hafa þeir- dáðst að hinum þróttmikla málflutningi bænda og fram- kvæmdum á jörðum þeirra þrátt fyrir svefnmók mannfél- agsins. Ný héraðsskólaalda í Iandinu Fyrir fjörutíu árum hófu ung- mennafélög víða á íslandi bar- áttu fyrir héraðsskólunum, helzt á heitum stöðum, og sundlaug- um, þar sem skilyrði voru góð. Þessi alda var áhrifamikil. Þá voru reistir héraðsskólar á Laug um í Reykjadal, Laugavatni í Árnessýslu, Reykholti í Borgar firði, Reykjum við Hrútafjörð og á Reykjanesi við ísafjarðar- djúp. Byrjað var þá á héraðs- skóla í Varmahlíð í Skagafirði, Sundlaugin er fullbúin og undir staðan fullsteypt fyrir veglegan ungmennaskóla. Þá kom kreppa yfir landið, en meðan málin stóðu þannig hófust Rangæing ar og Vestur-Skaftfellingar handa og byggðu hjá Skógar- fossi undir Eyjafjöllum fagran héraðsskóla að Skógum, hinn síðasta, sem Guðjón Samúelsson húsameistari gat mótað við góð skilyrði. Eiðaskóli og Núpsskóli voru áður til og hurfu inn í hér aðsskólahreyfinguna. En nú er svo komið að margar sveitakon- ur og sveitabændur gera til þjóð félagsins nákvæmar kröfur um styrk og forgöngu um margar nýjar héraðsskólabyggingar. Má þá fyrst nefna Norður-Þingey- inga, sem eru raunar að byrja í vetur í Skúlagarði. Beðið er um héraðsskóla í Austur-Skaftafells sýslu, Kjósarsýslu, Barða- strandasýslu í sambandi við Reyklióla. Eyfirðingar hafa byrj að söfnun til nýs héraðsskóla og Skagfirðingar eru aftur byrjaðir að tala um sinn skóla í Varma- hlíð. Fólkið í sveitunum minnist nú þess, að í nálega 20 ár hafa allir æskumenn 'í landinu verið skólaskyldir um og eftir ferm- ingaraldur. Kaupstaðirnir hafa með ríkisstyrk og eigin fram- lögum byggt gagnfræðáskóla og nokkur veginn fullnægt þörf- inni. f sveitum hefur málið víð- ast hvar legið í dái, þar til nú, að foreldrar víða um land bera fram eindregna kröfu um hér- aðsskóla, svo að börn þeirra þurfi ekki að vera vanrækt um lögboðna fræðslu. Talið er að ríkisstjórnin hafi með höndum nefndarskipun um þetta mál, þó að hvergi gæti framkvæmda, nema þar sem áhugamenn byggðanna hefjast handa með virka forystu. Er ísiand hertekið land? Nýlega héldu allmargir áhuga- menn um vissa tegund lands- mála fjörugan fund á berangri í Mývatnssveit. Töldu þeir land ið hernumið af Bandaríkjamönn um og hvöttu menn til fram- göngu um að hreinsa allan þenn an her úr landinu. Nokkur söguleg villa kemur fram í þessu fundarhaldi og hreyfingu þeirri, sem fullyrðir að fsland sé hernumið. ísland hefur aðeins einu sinni verið hernumið. Það gerði Churshill góðu heilli vorið 1940. Hafði Hitl er þá undirbúið herferð til ís- lands og skyldi íslenzka þjóðin eins og annað fólk, verða fyrir barðinu á fuðulegu villidýri Þetta hernám stóð aðeins eitt ár. Þjóðin naut fullkomins frels is, en fórnardýr Þjóðverja í Belgíu, Hollandi, Danmörku og Noregi bjuggu við illa vist. Vorið 1941 töldu Bretar sig hafa þörf fyrir sveitir þær, sem verið höfðu á íslandi um nokk urra mánaða skeið, til varnar og sóknar sunnar í álfunni. Þá fundu forráðamenn íslendinga vanmátt þjóðarinnar og aðsteðj andi hættu. Stjórnin snéri sér þá til Bandaríkjanna með til- styrk allra þingmanna og bað um hervernd móti ógnun Hitl- ers. Engir voru þá fúsari heldur en kommúnistar í þinginu, að biðja um þetta herlið til íslands. Síðan liðu ár og misseri. Bandaríkjamenn bægðu með dvöl sinni allri hættu frá land- inu og fluttu svo her sinn heim þegar stríðinu lauk. Þá var Hitl er dauður, en Stalin óviðráðan- legur þjóðarkúgari og náði und- ir hramm sinn með hervaldi og svikum tíu frjálsum þjóðum. Þá var stofnað Atlandshafsbanda- lagið, eingöngu af réttmætum ótta1 við Stalín og samherja hans. Þetta var varnarsamband sem réð yfir geysimiklum her- afla á landi, sjó og lofti. íslend ingar gengu í þetta bandalag, en Eysteinn Jónsson kom því til leiðar af lítt skiljanlegum ástæð um, að hingað skyldi ekki koma erlendur her á vegum Banda- lagsins, nema á styrjaldartíma. Þetta gerðist 1949. Síðan liðu tvö ár, þá var Stalin enn ægi- legur og þótti íslendingum í öll um flokkum, nema kommúnist um, grunsamlegur skipafloti hans, sem fyllti höfin kring um ísland. Á fiskiskipum Rússa var hver maður æfður í hermennsku Þá greip skynsamlegur ótti alla borgaraflokkana þrjá, Sjálfstæð ismenn, Framsóknarmenn og A1 þýðuflokkinn. Þeir ákváðu vor ið 1951 að biðja Bandaríkja- rnenn að senda hingað herafla, sem væri hér staðsettur þó að landið væri ekki yfirlýst ófriðar svæði. Bandaríkjamenn sendu hingað herstyrk, fámennan, en þó talinn nægil. styrkan til að halda uppi vörnum landsins. Nú liðu fjögur ár. Þá unnu þrír flokkar, Framsóknarflokk- urinn, Alþýðuflokkurinn og Kommúnistar kosningasigur 1956 undir stjórn Hermanns Jónassonar, og yfirlýst takmark þeirra var, að liðsafli Banda- ríkjamanna hyrfi þá þegar úr landi. Ekki varð þó úr fram- kvæmdinni. í stað þess bað hin nýja stjórn þessara þriggja flokka Amei-íkumenn að hafa her sinn áfram í landinu og veita ríkinu auk þess nokkurn fjárstyrk til nauðsynlegra þarfa þjóðarinnar. Hér hefur hinum skeleggu fundarmönnum á berangri við Mývatn brostið söguþekkinguna Bandaríkin hafa aldrei hernum ið ísland, en íslenzk stjórnar- völd hafa með ráðnum hug beð ið Bandaríkin um vernd 1941, 1949, 1951 og síðast 1957 þegar Kommúnistar áttu fulltrúa á ríkisstjórninni og stóðu sem fastast að beiðninni um dvöl er lenda hersins hér á landi. Stórþjóðir óttast byltingarríki. Fleiri en íslendingar voru hræddir við Stalín þegar stríð- inu lauk 1945. Liðu ekki nema nokkrir mánuðir þar til sýni- legt var í öllum menntalöndum, að Stalín hugði á heimsyfirráð og beitti jöfnum höndum lævísi og hervaldi. Þá tóku Bretar það ráð að biðja frændur sína í Ame ríku að skilja eftir 25 þúsund æfða flughermenn með tilheyr- andi flugútbúnaði til sóknar og varnar í hjarta Bretlands, þrí hyrningnum milli Lundúna- borgar og háskólabæjanna Ox- ford og Cambridge. Bretland var þá eins og jafnan áður eitt mesta herveldi í heiminum og hafði auk þess átt megin þátt í sigrum frjálsra þjóða móti Hitl- Á sunnudag og mánudag fer fram allsherjaratkvæðagreiðsla um fulltrúakjör á 29 þing ASÍ í Sjómannafélagi Akureyrar. Tveir listar hafa verið lagðir fram, A-listi borinn fram af stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins, auk þess studdur af 24 félagsmönnum, og B-listi bor inn fram af tilskyldum fjölda fé- lagsmanna. Á ■ A-lista eru aðalmenn Tryggvi Helgason formaður fé- lagsins og Jón Helgason vara- er, Bretar gátu þessvegna treyst mjög á sinn eigin varnarmátt, en þeim þótti samt öruggai-a að biðja bandamenn sína að hafa hjá sér í landinu úrvalssveit þeirra hermanna, sem mest mundi hafa reynt á, ef Stalín eða eftirmenn hans hefðu hafið styrjöld að nýju. Enn gætir uggs Vestur-Þjóð- verja við innrás. Þjóðverjar eru góðir hermenn og Rússar óttast Vestur-Þjóðverja meir en aðrar þjóðir ef ný styrjöld brytist út í álfunni. Þá hafa Vestur-Þjóð- verjar komið sér upp fjölmenn um og vel búnum varnarher. Samt mega bestu Þjóðverjar ekki heyra það nefnt, að Banda ríkin flytji vestur um haf þá 300 þús. varnarliðsmenn, sem hafa dvalið frá stríðslokum í Þýzkalandi með ærnum tilkostn aði. Eiginlega ættu Bretar og Bandaríkjamenn að þreyta Keflavíkurgöngur. Bændur grípa seint til varnarráðstafana. Síðastliðið vor hafði kjaradóm- ur stórhækkað laun ríkisstarfs- manna, stundum um helming. Verkamenn gerðu verkfall og fengu kauphækkun. Þá kölluðu eigendur fiskiskipa fund saman og sendu stjórn og þingi þau skilaboð, að enginn floti færi til veiða nema ríkið veitti þeim 300 milljónir af almannafé til kjara bóta fyrir þá, sem ynnu að sjáv arframleiðslunni. Þing og stjórn játuðu kröfunum og lögðu á al- mennan nefskatt til að standast greiðsluna. Bændur þögðu og fengu ekkert í sinn hlut. Bændur gátu gert kröfur. Þrír aðilar gátu komið fram fyr ir hönd bænda við hlið útvegs- manna. Fyrst Búnaðarfélagið, í öðru lagi Stéttarsamb. bænda og síðast en ekki sízt frjáls bændasamtök, utan við flokka og hagsmunasambönd. Hvað veldur þessari þögn? Þeir, sem stunda iðnað, verzl un, fiskveiðar, siglingar og gisti húsarekstur fá til starfs nokk urn liðskost til starfa, sem at- vinnureksturinn verður að greiða það kaup, er starfsliðið unir við. Bændur fá yfirleitt ekki vandalaust starfsfólk. Þeir geta ekki keppt við aðra atvinnu vegi um kaupgreiðslur. Þeir fá minna en þeim ber úr þjóðar- búinu, þrátt fyrir atorku sína, sem víða má líkja við hrein af- rek. formaður og varamenn Helgi Sigfússon og Hörður Frímanns- son. — Á B-lista eru aðalmenn Júlíus Bergsson og Sveinn Magnússon. Varamenn Eiður Sigþórsson og Sævar Frímanns son. Blaðið íslendingur kveður B-listann vera borinn fram af lýðræðissinnum. Þetta mun þó vera villandi að því leiti, að í trúnaðarmannaráði félagsins og í hópi þeirra félagsmanna sem bera fram A-listann eru félags- (Framhald á blaðsíðu 7). ÞJÖNUSTA OG ÞEGNSKAPUR Hr. ritstjóri. í blaðinu Degi dags. 26. sept- ember, er fjallað um vandamál, sem lengi hefir valdið þjónustu fyrirtækjum, svo sem flugfélög um sem " annast farþegaflutn- inga miklum áhyggjum: Það er, hvar setja skuli mörkin, með flutning farþega, sem neytt hafa áfengis áður en flugferð hefst. Hér er við erfitt vandamál að fást. . . Viðbrögð manna og meðferð á áfengum vínum, er næstum því eins mismunandi og menn irnir eru margir. Það sem ekki breytir framkomu eins, getur ært annan. Hinsvegar er, sem betur fer, flestum svo farið, að hegðun þeirra breytist ekki til hins verra, þótt neytt hafi víns í hófi. Það er ófrávíkjanleg regla, að séu menn drukknir er þeim synj að fars í því ástandi. Einnig er stranglega bannað, og ríkt eftir því gengið, að farþegar á innan- landsflugleiðum, hafi ekki á- fengi um hönd meðan á flugi stendur. í millilandaflugi eru hinsveg ar seldir sterkir drykkir, og öl. Þar horfir málið öðru vísi við, þar sem flugfreyjur bera mönn um drykki og fylgjast að sjálf- sögðu með því að slíkt sé ekki ofnotað. Sem betur fer heyrir það til algjörra undantekninga, að flugfreyjur þurfi að neita farþegum um drykki, en ef þeim sýnist einhver búinn að „fá nóg“ er sííkt gert skilyrðislaust. Eins og áður var að vikið, fá drukknir menn ekki far. Það er hinsvegar á stundum nokk- uð erfitt að skilgreina, hvort maður telst drukkinn. Leiki á því vafi, er álits flugstjóra leit að, en hann hefir úrslitavald um hvort farþegi undir áhrifum áfengis skuli tekinn með eða ekki. Þar sem farþegar koma sjálf ir með farmiða sína að af- greiðsluborði, fer ekki hjá því að afgreiðslumenn veiti því at- hygli, ef væntanlegur farþegi er óhæfur til ferðar vegna áfeng- isneyslu. Þegar hinsvegar hópar eru á ferðinni og einn gengur frá far miðum fyrir allan hópinn, verð ur þetta erfiðara viðfangs. Það er slíkt tilfelli, sem rætt var um í fyrrnefndri grein í Degi, 26. september. Þar var á ferðinni hópur, sem oft hefir ferðast með flugvélum félagsins og ávalt komið prúðmannlega fram í hvívetna. í öllum samskiptum manna, verður að treysta á þegnskap og á það ekki síður við í flug- ferðum, en annars staðar. Nú er það staðreynd, að allur þorri fólks fer að lögum og settum reglum í daglegri umgengni. Þj ónustufyrirtæki slíkt, sem Flugfélag íslands, er hér engin undantekning. Um leið og félag ið og starfsfólk þess leggur sig fram um að veita góða þjónustu væntir það þess einnig að á móti komi þegnskapur þess, sem þjón ustunnar verður aðnjótandi. í reyndinni er þetta líka þannig, en með örfáum undantekning- um. Og er félagið og starfsfólk þess leitast við að veita góða þjónustu, ^á liggur í augum uppi, ónæði, sem farþegar verða fyrir, hvort heldur er af völdum drukkinna manna, eða af öðr- um orsökum reynir félagið með öllum ráðum að fyrirbyggja. Frá sjónarmiði Flugfélags fs- lands, er aðeins gott eitt um það að segja, að mál þessi séu rædd á opinberum vettvangi, málefnalega og öfgalaust, eins og í greininni sem áður er vitn að í. Reglur þær, sem þessi mál gilda hjá Flugíélagi fslands, eru í samræmi við gildandi reglur annarra flugfélaga, og sem að nokkru hafa verið raktar hér að framan. Um leið og Flugfélag íslands harmar að atvikið, sem er til- efni þessara skrifa, skuli hafa hent, vill það jafnframt þakka (Framhald af blaðsíðu 8). Tilgangurinn er ekki sá að tyggja upp allt sem siðbótar- mennirnir sögðu, ánægðir yfir því hvað við erum vel lúthersk ir. Heldur eigum vér að endur- hugsa fagnaðarerindið, rann- saka það að nýju og boða það á máli nútimans." Með þessu átti Nygren við það, að vér ætt- um að vera trúir anda og grund vallarreglum siðbótarinnar fremur en bókstaf hennar. Af þessu má sjá, að sá andi, sem svífur yfir vötnum Lútherska heimssambandsins er alls ekki jafnkyrrstæður og sumir halda. Vitrustu menn þessara samtaka skilja, að hverjum tíma hæfir nýr búningur, ef guðfræðin á ekki að steinrenna. Ekki efast ég um, að íslendirigum sé það gott að kynnast mikilhæfum kirkjuleiðtogum erlendum og hugsunarhætti þeirra, þó að all ir geti ekki hugsað eins hvorki þar eða hér.“ ELSKAR ÞÚ MIG? í niðurlagi ræðu sinnar mælti prófastur á þessa leið: „Meðal þjóðar vorrar hafa oft orðið hvassar trúmála-um- ræður, þar sem einn hefur þózt vera stórum rétt-trúaðri en ann ar. Var það nýlega á orði haft í einhverju blaði fyrir sunnan, í sambandi við nefndarfund Lúth erska heimssambandsins, að þar hefði íslenzri prestastétt, sem að stórum hluta væru undan- villingar, gefist kostur á að kynhast sönnum kristindómi og lútherskum skilningi á honum, enda væru íslendingar fjarlæg astir kirkju og kristindómi allra þjóða, sem kenndu sig við Krist. Enda þótt slíkar ásakanir séu öfgafullar og að jafnaði bornar fram af lítilli þekkingu eða skilningi, og í engu í samræmi við eðli og tilgang sjálfs Heims sambandsins eins og áður er aðvikið, þá ber í sjálfu sér ekki að harma það, þó að skoðanir manna séu að einhverju leyti skiptar um guð fræði. Svo hlýtur ávallt að vera meðan menn eru misjafnir að skilningi. Dálítið stei'kviðri í andlegum efnum er líka hollara en eintómt logn og sofandahátt- ur, sem benda mundi einungis á andlegan dauða. Sjálfur talaði meistarinn stundum ómjúklega í eyru Fariseanna, þeirra sem rétt-trúaðastir þóttust vera á þeirri tíð. Lærisveinar hans voru án efa ólíkir hver öðrum, þó gat hann notað þá til starfs. Aldrei spurði hann neinn þeirra: Ertu rétt-trúaður? Held ur sagði hann við sinn breyska og hrosula lærisvein aðeins þetta: Elskar þú mig? Og þegar lærisveinninn svaraði: Já, herra þú veizt að ég elska þig, sagði Drottinn: Gæt þú lamba minna! Eg trúi því ekki, að yfirleitt nokkur maður takist starf á hendur í íslenzkri kirkju nema af því, að hann elskar Drottin og fagnaðarerindi hans. En farþegum sínum í heild fyrir gott og ánægjulegt samstarf á liðnum aldarfjórðungi og vænt- ir þess að gagnkvæmur skilning ur og vinátta megi ríkja um alla framtíð. í vor tekur félagið í notkun nýja flugvél á leiðum innan- lands og batna þá enn mögu- leikar þess til bættra þjónustu, sem það efast ekki um að vei'ði metin að verðleikum. Msð þökk fyrir birtinguna, Flugfélag íslands h.f. þann þjón mun hann geta not að nú eins og þá, hversu mjög sem skilningi hans kann að vera áfátt. Þessi andi skilnings og samúð ar hefur farið vaxandi, ekki að eins innan hinnar protestant- isku kirkju, heldur einnig inn- an hinnar kaþólsku. Eins og sjá má af gerðum kirkjuþingsins í Róm, andar nú hlýrra þaðan í garð mótmælenda að nýjum páfa? Eigum vér ekki að vona, að slík tíðindi séu upphaf vax- andi góðvildar og samvinnu kristinna manna um allan heim? Ef kristnir menn leggja allt- af stund á að hata hver annan vegna skoðanaágreinings, hvern ig getur það verið annað en hrópandi vitni um, hversu ó- kristnir þeir eru?“ VIÐTÖKUR I STÆRRA- ÁRSKÓGI. Að loknu erindi prófasts bauð sóknarnefndin fundargestum til kaffidrykkju í skólahúsi hrepps ins og sátu menn þar í góðum fagnaði. Var fundinum síðan haldið áfram þar langt fram á kvöld og þá rædd ýmisleg hér- aðsmál: Fjármál kirkna, söng- mál og fleira og gerðar um þau ýmsar ályktanir. Séra Pétur Sigurgeirsson flutti ágætt erindi og eftirtekt- arvert um Iíknarþjónustu kirkj- urinar í Þýzkalandi og sýndi skuggamyndir frá ferðalagi sínu um þær slóðir í sumar. Síðan var fundinum slitið með ritning arlestri og bæn, sem vígslubisk up, séra Sigurður Stefánsson, flutti, og sunginn sálmur eftir Valdimar Snævarr. En prófast ur þakkaði frábærlega hlýjar og rausnarlegar viðtökur sókn armanna og bað kirkjunni og söfnuðinum blessunar Guðs. ENDURBÆTUR Á STÆRRA- ÁRSKÓGSKIRKJU Endurbætur, sem fram hafa farið á kirkjunni eru þessar: Viðgerð á þakí og turni, turn gluggum og klukknalofti. Múr- húðaður sökkull og málaður. Tvöfaldað gler í kirkjunnis og sett litað gler í kórglugga, lögð skolp- og vatnslögn og sett upp salerni. Hvelfing klædd innan með texplötum. Raflagnir end- urnýjaðar og sett rafhitun í kirkjuna, rörofnar undir bekki og annarsstaðar þilofnar. Allir veggir þiljaðir plötum. Gert við gólf og þau flísa- og teppalögð. Kirkjan síðan öll máluð. — Ó- komin er ljósakróna og vegg- Ijós á söngloft og í kór. Umhverfi kirkjunnar var lag fært. Raforka hf. Ak. sá um raf- lagnir. Verkið að öðru leyti unn ið af heimamönnum, Sveinn Jónsson sá um smíðavinnu en Hannes og Kristján Vigfússynir um málningu. Kirkjunni hafa borizt vegleg ar gjafir, er síðar verður getið. Kosningar í Sjómannafélapu - Héraðsfundur Eyjafjarðarprófastsdæmis

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.