Dagur


Dagur - 10.10.1964, Qupperneq 8

Dagur - 10.10.1964, Qupperneq 8
8 HéraðsfundurEyjðljarðarprólastsdæmis r Miklar endurbætur á Stærra-Arskógskirkju SMÁTT OG STÓRT HÉRAÐSFUNDUR Eyjafjarð- arprófastsdæmis var haldinn sunnudaginn 4. okt. s. 1. að Stærra-Árskógi. Hófst fundur- inn með almennri guðsþjónustu í Stærra-Árskógskirkju, sem í sumar hefur hlotið gagngera endurbót, og er nú orðin hið fegursta guðshús. Sóknarprest- urinn séra Bolli Þ. Gústafsson prédikaði og skírði þrjú börn í messunni, en fyrir altari þjón- uðu séra Ragnar Fjalar Lárus- son og séra Birgir Snæbjörns- son. í messulok flutti séra Benjamín , Kristjánsson, settur prófastur, yfirlitserindi um trú mál. Kirkjan var þéttskipuð gestum. Mættir voru allir prest ar prófastsdæmisins að einum undanskildum, ásamt Einari Einarssyni djákna í Grímsey og Ágúst Sigurðssyni stud. theol., sem var ritari fundar- ins. Einnig voru mættir flestir safnaðarfulltrúar. Prófastur minntist í upphafi ræðu sinnar Dóru Þórhallsdótt- ur forsetafrúar og þjóðskálds- ins Davíðs Stefánssonar, sem bæði hefðu verið tengd ættar og Fullorðinn minkur var of ógæt inn í mikilli umferð manna við Akureyrarflugvöll, því ferða- maður kom auga á hann sem snöggvast og sagði frá. Magnús Brynjólfsson, óvinur ilira kvik Skíðahótelið verður opið ura lielgar SKÍÐAHÓTELIÐ í Hlíðarfjalli verður nú opnað á ný eftir nokk urt hlé, þó aðeins um helgar fyrst um sinn. Hópar fólks geta þó alla fyrirgreiðslu fengið á hótelinu hvenær sem er, ef pant að er í tíma. Er líklegt að það verði notað þegar skíðasnjór kemur í Hlíðarfjall. Nýr hótelstjóri, Frímann Gunnlaugsson, hefur tekið við rekstri hótelsins og vænta menn þar góðrar fyrirgreiðslu. Sjá- auglýsingu. ástúðarböndum við Eyjafjörð og væri saknað af alþjóð. Einn- ig ávarpaði hann fyrrverandi prófast, Séra Sigurð Stefánsson vígslubiskup, og minntist sex- tugsafmælis hans á síðastliðnu hausti, en þá hefði hann verið á sjúkrahúsi, nýkominn utan, eftir að hafa farið þangað til þess að leita sér heilsubótar. Kvaðst hann vilja nota þetta tækifæri til þess að flytja hon- um ekki aðeins persónulega þökk sína fyrir vináttu frá skólaárum, heldur vildi hann einnig flytja honum þakklæti eyfirzkra og norðlenzkra presta fyrir margvíslega forystu í kirkjumálum á undanfarandi árum. „Með þeirri alúðarþökk fylgif sú ósk vor og bæn, að vér megum heimta þig aftur sem fyrst heilan til starfs.“ Þá veik hann að nýlegum lagasetningum, er kirkjuna varða, og helztu kirkjulegum atburðum bæði heima fyrir og á landinu í heild, svo sem sam- þykktum prestastefnunnar og að nefndarfundi Lútherska heimssambandsins í Reykjavík inda að eðli og atvinnu, fór með birtingu næsta morgun fimmtu dag, til að leita dýrsins. Norðan við vestustu brú Eyjafjarðarár sá hann því bregða fyrir, en síð an ekki meh\ Magnús fékk til liðs við sig Hreiðar Sigfússon á Laugalandi, sem ekki munar um að bæta einum mink til við bótar á samvizkuna, og hafði hann með sér gamla tík, ís- lenzka í ættir fram. En tík þessi tók á efri árum að stunda minkaveiðar. Að sjálfsögðu voru mennirnir vel vopnaðir. Var nú leit hafin og fundust þrjár holur á þeim stað er mink urinn sást síðast. Tíkin kastaði nú ellibelgnum og fljótlega rak hún upp tvö bofs og tók að krafsa á ákafa, en mennirnir gi'ipu til skóflunnar. Eftir hálf- tíma fannst minkurinn og greip sú svarta hann og fullkomnaði aðförina. nýlega, og mælti meðal annars á þessa leið: Heunsamband lútherskra kirkna. Núverandi forseti heimssam- bandsins er dr. Fredexáck A. Schiotz, en auk hans sóttu fund inn 50 fulltrúar frá 15 þjóðlönd- um og sumir alla leið sunnan frá Afi-íku. Voru þar á meðal ýmsir höfuðskörungar lúterskr ar kristni eins og t.d. dr. Jóhann es Lilje biskup í Hannover, og dr. Franklin Clai'k Fry, forseti lúthei-sku kirkjunnar í Ame- í'íku, en báðir eru þeir fyrrver- andi foi-setar Heimssambands- ins. Vöktu þessir góðu gestir nokkra athygli í Reykjavík og nágrenni með því að þeir pi'éd ikuðu í kirkju syðra sunnudag inn 30. ágúst við allgóða aðsókn. Heimssamband lútherskra kii'kna hefur unnið mikið og merkilegt starf á liðnum árum, einkum , með hjálparstai'fsemi sinni. Heldur það allsherjarþing lútherskra kix'kna á nokkurra ára fresti og eigum við, sem sótt höfum sum þessi þing mjög ánægjulegar minningar frá þeim. Annað mál er það, hvort unnt er að vei'a samþykkur öll um skoðunum, sem þar koma fram, enda ekki til þess ætlazt. Er beinlínis stofnað til umræðna um trú og kenningu á slíkum þingum. Þannig mælti einn hinn kunnasti guðfi'æðingur Svía, Andei-s Nygi-en, biskup í Lundi á Hannoverþinginu 1952: (Framhald á blaðsíðu 5). FJÁRLAGAFRUMVARP Að sunnan berast þær fréttir- að erfiðlega hafí gengið að koma fjárlagafrumvarpinu fyrir 1965 saman að þessu sinni. En þeð ber að leggja fyrir Alþingi í þingbyrjun, samkvæmt stjóm arskránni. Útgjöld ríkisins hafa enn stórlega hækkað vegna dýr tíðarinnar og fjármálaráðherr- ann sem í upphafi síns ráðherra dóms lofaði spamaði í nær sex tíu liðum, mun síst færari til þess nú en áður að efna spam aðarfyrirheitin sín. STJÓRNIN ER VEXK Áform ríkisstjómarinnar, sem er veik stjórn og of umkomu- lítil til að móta nýja stjórnar- stefnu á rústum „viðreisnarinn ar“, virðast þau ein að halda sér á floti með þeim ráðum, sem tiltæk eru, og láta reka á reið anum. Almenningur harmar það ekki, að vanhugsuðum við reisnaraðgerðum sé hætt. En af sprengi viðreisnarinnarinnar, dýrtíðardraugurinn, veldur geig í margri gátt. Her um slóðir er sú spuming í margra huga, hvemig fara muni um fjárfram lög til uppbyggingar á lands- byggðinni, ef þröngt gerist í búi hjá ríkissjóði. SJÓNVARP OG ÚTVARP Það er ofarlega á baugi að koma upp sjónvarpi hér á landi fyrir nokkur hundruð milljónir kr. Margir hyggja gott til, en aðrir ekki. Ekki er ólíklegt, að höfuð borgarsjónarmiðin ráði hér úr- slitum, enda Suðvesturland oft- ast nefnt í því sambandi. En ef íslenzku sjónvarpi verður kom ið á fót, ber að leggja áherzlu á það að landsbyggðin öll njóti þess strax, því íbúar hennar og sérstaklega þeir, sem í strjúlbýli búa, þurfa þess með ef nokkur þarfnast þess. En víða á Norðausturl. hafa menn nú nærtækara vandamál við að glíma. Á þessu svæði liafa menn víða haft mjög lítið eða engin not af útvarpinu þeg- ar dimma tekur. Sterkar erlend ar útvarpsstöðvar yfirgnæfa endurvarpsstöðvamar á Norður og Austurlandi. Það er kráfa þess fólks er við slíka þjónustu býr, að á þessu verði ráðin bót og nauðsynleg fjórframlög veitt til að koma andurvarpskerfinu í það lag, að við vrerði unað. Það sýnist sanngjarnt, að Ríkis útvarpið láti það sitja fyrir, að gera skyldu sína á þessu sviði, hvað sem sjónvarpinu líður. Verði það ekki gert, er hætt við, að innlieimta afnotagjald- anna geti sumstaðar orðið erfið. NÝTT LYF Norskur maður, prófessar P. A. Ovvren virðist hafa fundið lyf, sem auðveldlega vinnur gegn blóðtappa, segir í Ekstrablaðinu danska nýlega. Lyf þetta er í Danmörku nefnt Optol. Prófess orinn segir, að það sé linoliusýr an í lyfi þessu sem vami mynd nn blóðtappans, en af henni sé of lítið í daglegum fæöutegund um manna yfirleitt. En vísinda menn hafa lengi haldið því fram að hollara sé, með tilliti til þessa sjúkdóms, að neytia jurta feitis en dýrafeitis. Sjálfur kvaðst prófessorinn hafa látið fóik neyta linólíu og Ixafi árang- urinn orðið stórkostlegur. Um- rætt lyf fæst einnig hér, undir öðru nafni. ÓGURLEGUR GOSKRAFTUR í Bjamarflagi í Mývatnssveit er þrotlaust gufugos úr borholu og svo kraftmikið að undmn sætir. Önnur borhola þar, einnig eftir Norðurlandsborinn gýs hinsveg ar ekki gufu. Síðustu daga var hola sú fóðruð innan og reynt að fá úr henni gos. Tókst það, en gosið hjaðnaði fljótt aftur. Síðasta borholan á Húsavík í sumar, er gerð var nálægt sjó, gaus hvrorki vatni eða gufu. En talið er þó, að borinn hafi kom ist í hcita vatnsæð eða sprungu tengda æðirmi því hitinn í hol- unni er 70 stig og kælivatn bors ins tapaðist. RJÚPNASTOFNTNN Dr. Finnur Guðmundsson hef- ur frá því sagt, að rjúpnastofn inn sé í töluvert örum vexti og muni a.m.k. tvö góð rjúpnaár framundan Síðustu missiri hafa fyrstu raunverulegu rannsókn- irnar á íslenzka rjúpnastofnin- um farið fram. Helstu rannsókn arsvæðin eru: Hrísey, Öræfi, Heiðmörk og Bimingsstaðir í Laxárdal. í fyrra tilkynntu 200 rjúpnaskyttur 20 þús. veiddar rjúpur. En ekki er vitað hve stór hluti hinar 200 skyttur vroru af öllum landsins rjúpna- skyttum. En af ýmsum ástæð- um er fullvíst talið, að margar sk^ ttur óski ekki að gefa nein- ar upplýsingar um veiði sína. Erlendis hafa samtök áhuga- manna um veiði á landi og í vatni nána samvinnu við vísind menn um allt ér verða má til þess að varpa Ijósi á stofn, stærð og lífsháttu veiðidýra. Hér þarf einnig svo að vera. En nú, þegar rjúpnaveiðitim inn fer í hönd, er rétt að minna á gætni í meðferð skotvopna. Mörg slys á rjúpnaveiðum hafa stafað af kunnáttuleysi skot- manna. Skotfélög, til að kenna mönnum rétta meðfcrð skot- vopna og skotleikni eru naUð- synleg miðað við það, hve marg ir fara með slík vopn. q Minkur við Akureyrarfiugvöllinn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.