Dagur


Dagur - 07.11.1964, Qupperneq 4

Dagur - 07.11.1964, Qupperneq 4
4 5 Skrifstoi'ur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Jafnvægismál í Noregi FRÆNDUM okkar Norðmönnum er ljós hættan af þeirri þróun, að þéttbýlið sogar til sín fólk af lands- byggðinni á síðustu áratugum. Um það efni fjallaði fyrirlestur Reidars - Carlsens, fyrrum sjávarútvegsmála- [| ráðherra Noregs, er hann flutti í | Reykjavík fyrir skömmu. En Norðmenn hafa ekki Iiorft á J þessa þróun án aðgerða, þótt ríkis- |l valdið vildi ekki lengi vel grípa inn I í þau mál, vegna þeirrar almennu 1 skoðunar, að ef einkaframtakinu | reyndist ekki kleift að halda uppi J kröftugu athafnalífi í hinum ýmsu byggðum landsins, þá gæti ríkið það | ekki heldur. En fyrir nær 30 árum lagði Ny- * gaardsvold-stjórnin fram þær tillög- ur í Stórþinginu, sem mörkuðu tímamót í þessu efni. Upp úr 1950 ( var í Stórþinginu gerð fyrsta þróun- , aráætlun fyrir þrjú fylki Norður- ) Noregs og 250 millj. kr. sjóður stofn | aður (1500 millj. ísl.) til að styðja at- j vinnuuppbyggingu í þessum lands- J hlutum. Skattaálögum var líka breytt, m. a. með því að gera þær tekjur manna skattfrjálsar, er lagð- ar voru í framkvæmdir. A þennan ; hátt voru nýttar 4200 millj. ísl. kr. og jafnframt kom ríkið í framkvæmd ýmsum opinberum byggingum, svo sem skólum, orkuverum og vegum. Hin mikla hjálparstofnun fékk sér- staka stjórn og átti að starfa til 1960, þ. e. í átta ár. En þegar þessi tími var liðinn, þótti reynzlan svo hagstæð, að starfsemin var færð stórlega út. í ár höfum við lánað, sagði hinn norski fyrirlesari, 1600 fyrirtækjum fé, miðað við 1. júní, þar af 500 í Norður-Noregi, samtals yfir 3000 niillj. ísl. kr. En 25000 manns starfa nú við þau fyrirtæki, sem notið hafa aðstoðar hins opinbera í gegnum þessa hjálparstofnun. Ræðumaður sagði, að gróðasjónarmið peninga- manna hefðu jafnan ráðið staðsetn- ingu hinna ýmsu einstaklingsfyrir- tækja — þangað til þróuninni var breytt með viturlegum aðgerðum löggjafarvaldsins, sem allir flokkar standa að. Vandamálin, sem hér um ræðir, eru ekki aðeins norsk, það vita ís- lendingar að minnsta kosti. En Norð menn gerðu sér þetta ljóst fyrir 30 árum og bjuggust til varnar. Nú þyk ir sannað, að ráðstafanir til jafnvæg- is í byggð landsins þar, hafi borið hinn glæsilegasta árangur, sem ekki er um deildur. Norðmenn liafa hafn að kenningunni um hín köldu sjón- armið auðhyggjunnar. Fundarályktanir frá héraðsmálafuiidi í Skúlagarði í Norður-Þingeyjarsýslu 4. sept. sl FUNDUR sá, sem hcr er um að ræða, var haldinn að tilhlutan Búnaðarsambands Norður-Þing eyinga og hefur áður verið skýrt frá því hér í blaðinu. Sam kvæmt boði B. N. Þ. mættu 6 alþingismenn á fundinum — 5 þingmenn Norðurlandskjör- dæmis eystra og einn landkjör- inn þingmaður, sem búsettur er í kjördæminu. Degi liafa nýlega borizt ályktanir þær, er gerðar voru á fundinum, og fara þær hér á eftir, er snerta landbúnað Landbúnaðarmál. Landbúnaðarmál. Almennur héraðsmálafundur í Norður-Þingeyjarsýslu, hald- inn á vegum Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga að Skúla- garði 4. sept. 1964, ályktar: Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem fram eru komnar um afkornu bænda í héraðinu und- anfarin ár og með tilliti til yfir- vofandi hættu á því, að byggð fari í eyði, telur fundurinn ó- hjákvæmilegt að gerðar verði af hálfu ríkisvaldsins sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir hina uggvænlegu þróun þessara mála. Skorar fundurinn á þing- menn kjördæmisins að beita sér fyrir eftirtöldum breytingum á löggjöf og lagaframkvæmd í landbúnað armálum: 1. Að íbúðarhúsalán í sveitum verði hækkuð og vextir lækkaðir hliðstætt því, sem nú hefur verið samið um varðandi íbúðarhúsalán í kaupstöðum og kauptúnum. 2. Að afurðalán og rekstrar- lán verði hækkuð verulega frá því, sem nú er. 3. Að lækkaðir verði vextir af stofnlánum til landbúnaðar. 4. Að veitt verði lán til kaupa á búvélum, svo sem drátt- arvélum og súgþurrkunar- vélum, álíka há hlutfalls- lega og nú er veitt til véla í fiskiskipum. 5. Að Veðdeild Búnaðarbank- ans verði gert kleyft að veita bændum og hrepps- félögum í sveit lán til jarða- kaupa, allt að 75% af kaup- verði. 6. Að stofnlánadeild landbún- aðarins verði séð fyrir fé til að veita lán til bústofns- myndunar og bústofnsauka. 7. Að framlög samkvæmt jarð- ræktarlögum og lögum um landnám ríkisins verði mið- uð við framkvæmdakostn- að og hækkuð í 65% af kostnaðinum, þar sem um er að ræða býli, sem hafa minna en 25 ha. tún. 8. Að framlag til landþurrk- unar verði hækkað upp í 75% af framræslukostnaði. 9. Að lögfest verði frumvarp Búnaðarþings til nýrra bú- fjárræktarlaga, samanber þó 17. tölulið þessara til- lagna. 10. Að áherzla verði lögð á markaðsleit vegna sauðfjár- afurða. 11. Að unnið verði áfram að því, að koma upp fóðurfram leiðslu og '.fóðurbirgðastöð á Norðurlandi. 12. Að efld verði starfsemi efna rannsóknarstofu á Akur- eyri í þágu landbúnaðarins á Norðurlandi. 13. Að ríkið komi upp og reki á Norðurlandi uppeldisstöð fyrir vatnafiska. 14. Að stofnað verði dýralækn- isembætti í Norður-Þingeyj arsýslu. 15. Að veitt verði á fjárlögum sérstök fjárupphæð, sem Búnaðarfélagi íslands verði falið að ráðstafa, til rann- sókna á tæknibúnaði og vinnuaðferðum í landbún- aði með það fyrir augum, að auka framleiðni þessa at vinnuvegar. 16. Að aukin áherzla verði lögð á tilraunastarfsemi og leið- beiningaþjónustu í þágu landbúnaðarins varðandi bú fjárrækt, jarðrækt, heyverk un, nýtingii beitilanda o. fl. 17. Að ríkið greiði kostnað við störf héraðsráðunauta að fullu. 18. Að landnámi ríkisins verði falið að vinna að stofnun nýbýla til að þétta byggðina, þar sem strjálbýlt er hér í sýslunni, en mikil ræktun- arlönd í námunda við ak- vegi, m. a. með það fyrir augum, að skilyrði batni til rafvæðingar á þeim svæð- um, sem hér um ræðir. Fundurinn vill að lokum vekja athygli á því, að mikið skortir á, að meðalbú hér í sýslunni hafi þann bústofn, sem gert er ráð fyrir á svonefndu vísitölubúi. Telur fundurinn brýna nauðsyn að stækka minni búin, en útilokað að hlutaðeig- andi bændur geti af eigin ram- Ieik komið því í framkvæmd, þar sem tekjur þeirra eru það lágar, að þær hrökkva naumast fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Fundurinn skorar því á þing menn kjördæmisins, að beita sér fyrir því, að sérstök lán verði veitt í þessu skyni, vaxta- laus til lengri eða skemmri tíma. Landbúnaðarmál — verðlags- mál. Almennur héraðsmálafundur fyrir Norður-Þingeyjarsýslu, haldinn á vegum Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga í Skúlagarði 4. sept. 1964, vekur atliygli á því, að samkvæmt at- hugun, sem fram hefur farið á skattframtölum bænda í sýsl- unni, voru nettotekjur 195 bænda að meðaltali kr. 67,485.00 árið 1963 (þ. e. eftir framtali 1964). Jafnframt vekur fundurinn athygli á því, að samkvæmt verðlagsgrundvelli landbúnað- arins fyrir verðlagsárið 1963— 1964 var bóndanum ætlað á árs- kaup kr. 119,121.00 og var sú upphæð ákveðin til samræmis við meðaltekjur viðmiðunar- stéttanna (þ. e. verkamanna, sjó manna og iðnaðarmanna) sam- kvæmt útreikningi Hagstofu ís- lands. Þessar tölur sýna, að með albóndi hér í sýslu hefur á ár- inu 1963 ekki haft nema ca. 56.5% af áætluðum nettotekjum samkvæmt verðlagsgrundvell- inum, og er þó ekki á skattfram- tali neinn frádráttur veittur vegna fyrningar á landbúnaðar- mannvirkjum og vaxta af eigin fé í búinu, sem í verðlagsgrund- vellinum er talið nema kr. 31,317.00 á vísutölubúi. Fundurinn telur, að aðalástæð urnar fyrir því, að tekjur bænda hér í sýslu hafa reynst svo miklu minni en áætlað er í verð lagsgrundvellinum séu, að marg ir bændur hafa of lítil bú, og að ýmsir rekstrarliðir viðmiðunar- búsins eru allt of lágt áætlaðir, en vantalin útgjöld (rekstrarút- gjöld) í verðlagsgrundvellinum verður bóndinn sjálfur að greiða af því kaupi, sem honum er ætlað til persónulegra þarfa. Fundurinn telur því, að nauð- synlegt sé og mjög aðkallandi að vinna að stækkun minnstu búanna þannig, að þau verði þess megnug að greiða bóndan- um full laun viðmiðunarstétt- anna. En jafnframt því og unn- ið sé að stækkun búanna, verð- ur að tryggja með breytingu á framleiðsluráðslögunum, að raunverulegur reksturskostn- aður þeirra sé viðurkenndur, en þurfi ekki að greiðast að kaupi bóndans eins og jafnan hefur verið að verulegu leyti. Með skírskotun til þessa skorar fund urinn á þingmenn kjördæmisins að vinna að því að samþykktar verði á Alþingi tillögur frá Stétt arsambandsfundi 1963, um breytingar á nefndum lögum, eða aðrar þær breytingar, sem Stéttarsambandsþing og Búnað- arþing geta fallist á. Ennfremur telur fundurinn rétt að tekin verði upp staðar- 0 uppbót til bænda, er fram- kvæmd verði sem sérstök verð- uppbót á sauðfjárafurðir og greidd úr ríkissjóði eins og tíð- kast hefur í Noregi. Fundurinn vekur atliygli á því, að samkvæmt útflutnings- áætlun, sem gerð hefur verið fyrir yfirstandandi verðlagsár, hrökkva lögleyfðar útflutnings- bætur ekki til að greiða fullt verð fyrir útflutningsafurðirn- ar. Skorar fundurinn því á þing menn kjördæmisins að vinna að rýmkun þess lagaákvæðis, sem hér er um að ræða. Varðandi önnur úrræði til að bæta af- komu bænda og koma í veg fyr- ir eyðingu byggða í héraðinu og annars staðar, þar sem líkt stendur á, vísar fundurinn til sérstakra ályktana sinna um það efni. □ SNÆBJARNAR MISVINDI. Greinasafn eftir Snæbjörn Jónsson. Reykja- vík 1964. Enn í dag eru til postular, sem trúa því, að framar beri að hlýða guði en mönnum, en ekki eru þeir margir. Hér er átt við guð sannleikans. Ognarlega fá- ir láta sig það reyndar miklu skipta, fremur en Pílatus, hvað er sannleikur. Um hitt er spurt: Hef ég meira eða minna gagn af að fylgja þessari skoðun eða annarri? Þó játa margir trú sína á mik inn meistara, sem lifði endur fyrir löngu og trúði lærisvein- um sínum fyrir því, að til þess væri hann í heiminn kominn, að vitna um sannleikann. Einnig sagði hann, að sannleikurinn mundi gera menn frjálsa, ann- ars yrðu þeir þrælar vanþekk- ingar sinnar og villu. Með því átti hann við algeran sannleika, ekki aðeins það, að forðast blekkingar, heldur leita þess, sem satt væri og gott í hverju máli, enda væri með öllu von- laust að finna það, ef engin við- leitni væri til þess höfð. Enn er frá því sagt í fornum fræðum, að þennan konung sannleikans leiddi djöfullinn upp á ofurhátt fjall og sýndi honum öll ríki veraldarinnar og þeirra dýrð og sagði: „Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig.“ En hann lét sér fátt um finnast og vísaði freistaranum á brott. Þá komu englar og þjónuðu hon- um. Ekki hefur kostaboðum eins og þessum alls staðar verið jafn fálega tekið. Margur hefur selt sál sína og samvizku fyrir heim inn og hans dýrð og þótzt góðu hafa keypt, enda var þá hvorki sálin né samvizkan hátt metin. Þannig hafa alls konar kreddukóngar og valdabraskar- ar löngum herleitt mannfólkið og róið með það fram og aftur, hver í sinni Keflavík, ósparir á mikil fyrirheit. Hver lítur þá við þyrniveginum þeim, sem sannleiksvottar veraldarinnar löngum hafa orðið að ganga, misskildir, smáðir og grýttir? Hvers vegna fór ég nú ann- ars að tala um þetta? Jú, það er einmitt vegna þess, að Snæ- björn Jónsson er einn af þess- um fágætu trúmönnum, sem enn trúir meira á sannleikann en ríki veraldarinnar og þeirra dýrð. Líklega mundi nú enginn verða meira hissa á því en Snæ- björn sjálfur, ef ég fer nú allt í einu að gera hann að trú- manni, en mundi hann þó ekki vera dálítið andlega skyldur skáldinu sem kvað: Ég trúi því, sannleiki, að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni, og þér vinn ég, konungur, það sem ég vinn og því stíg ég hiklaus og vonglaður inn HUGVEKJUR í frelsandi framtíðar nafni. Og enga meiri trúarjátningu hef ég lesið. Já, það eru til einstaka menn, sem spurningin um sannleikann lætur aldrei í friði. Áður voru þetta sérvitringar, klæddir kápu úr úlfaldahári, sem þrum- uðu yfir lýðnum. Nú hafa þeir sjálfblekung og ritvél að vopni. En yfirleitt er þetta leiðinda- fólk, sem enga kurteisi kann gagnvart þeim, sem með ljúf- mannlegum svip hafa allan heiminn og hans dýrð á boð- stólum handa viðskiptavinum sínum. Er ekki von menn hneykslist á þeim? Ég vona, að ég sé nú ekki farinn að hræða neinn frá því að lesa bækurnar hans Snæ- bjamar, því að þær eru bráð- skemmtilegar eins og bækur eru vanar að vera eftir vitra menn. í fyrra kom út falleg bók og ánægjuleg eftir hann, gefin út af vinum hans og velunnur- um. Hún hét: Vörður og vina- kveðjur. Nú kemur önnur bók með líku sniði, sem hlotið hefur nafnið Misvindi, gefin út af ísa- fold. Báðar eru þessar bækur úrval af ritgerðum hans og blaðagreinum frá undanfarandi áratugum, og er þó vitanlega ekki nema aðeins sýnishorn af þeim aragrúa ritgerða, sem hann hefur skrifað á langri og starfsamri ævi. En um hálfrar aldar bil hefur hann verið sí- skrifandi um hin sundurleitustu efni, oft eins og hróþandans rödd á eyðimörku, um málefni, sem fáir hafa fengizt til að sinna. Hafa þessar hugvekjur hans yfirleitt verið þarfar og hollar, enda hefur hann kunn- að að flytja mál sitt með þeim hætti, að eftir því hefur verið tekið. Margir hafa sagt við mig, að aldrei gengju þeir framhjá að lesa grein, sem nafn hans stæði undir, og sýnir þetta, að ekki hefur hann til einkis bar- izt, þó að verkakaupið hafi sjaldan verið hátt fyrir þessar ritsmíðar. Enda mega þeir iðu- lega, sem segja vilja til betri vegar, þakka fyrir, ef þeir sleppa ómeiddir. Það er ekki gaman að vera með þeim ósköpum fæddur að geta ekki þagað, þegar níðzt er á stórsannindum, en Snæbjörn er einn af þessum óhamingju- sömu mönnum. Það ræður því að líkum, að blásið hefur um hann stundum kalt úr ýmsum áttum, en hann hefur haldið sitt strik æðrulaus og án þess að hika. Hreinskilni hans og ein- urð er með yfirburðum. En aldrei hefur hann notað önnur vopn en þau, sem skörp hugsun og mikil þekking hafa lagt hon- um í hendur. Barátta hans hef- ur ávallt verið drengileg. Blekk ingar í málflutningi eru honum viðurstyggð. Að sjálfsögðu leyfir rúmið ekki að farið sé að skrifa langt mál um ritgerðir Snæbjarnar, þó að það væri freistandi. En skemmtilestur eru þær fyrir hugsandi menn. Þær ýta nota- lega við sálinni, eru hugvekjur í bezta skilningi þess orðs. Og enginn skyldi nú halda, af því sem á undan er sagt, að hér sé um að ræða tómar ádeilur. Því fer fjarri. Meira en helmingur- inn af báðum bókunum er vina kveðjur, minningargreinar um merka menn, sem honum hafa verið kærir. Því að ennþá sterk ari þáttur í skapgerð Snæbjarn- ar en ádeilan á heimskuna og hégómann, er tryggð hans við menn og málefni, sem hann ann. Og hún er einstök. Það vita þeir, er gerzt þekkja hann, og þess vegna þykir mörgum vænt um hann. Meðal annarra hefur Snæ- björn þekkt marga íslandsvini og fyrirmenn Breta, sem minna eru kunnugir almenningi hér á landi. Greinar hans um suma þessa menn eru snilldargóðar, eins og t. d. ritgerðin um Willi- am Paton Kerr, sem er ógleym anleg. Hér er einnig skrifað um dulræn efni og lífið eftir dauð- ann, íslenzka blaðamennsku, og ýmislegt fleira. Ekkert mann- legt telur hann sér óviðkom- komandi. Ég vona að Snæbjörn eigi eftir að skrifa margar bækur þessum líkar enn þá. Menn eins og hann hefðu átt að stjórna út- gáfpfyrirtækjum í stórum stíl. Svo mjög bera þær bækur af öðrum í fögrum frágangi, sem hann hefur lagt hönd að. Dr. Stefán Einarsson, pró- fessor: Austfirzk skáld og rithöfundar. Bókaforlag Odds Björnssonar. Akur- eyri. 1964. DR. STEFÁN EINARSSON var langa ævi háskólakennari í Vesturheimi. Fór fyrir honum eins og mörgum rammíslenzk- um útlögum, að honum varð ættjörðin og menning hennar því hugstæðari, sem hann dvaldi lengur ei-lendis, enda hefur hann um áratugi verið sískrifandi um íslenzkar bók- menntir, bæði á enska tungu og íslenzka. Auk hinnar miklu bók menntasögu sinnar, sem út kom 1961, hefur hann skrifað margt með ágætum um íslenzka rit- höfunda í blöð og tímarit, og var sumt af því endurprentað í bókinni Skáldaþing, sem út kom 1948. Nú hefur dr. Stefán tekið sér fyrir hendur að tíunda aust- firzk skáld og rithöfunda, og hefur hann efalaust unnið þetta verk með mikilli ánægju, þar sem hann sjálfur er Austfirðing- ur að ætt. Þetta er allmikil bók, Bjarni Einarsscn Stckkahíöðum MINNINGARORÐ um 250 bls., og verður ekki ann- að sagt en höfundurinn sé fund- vís á þá hagsmiði bragar, sem finnanlegir eru í þinghá hans. Þarna eru þættir meira en hundrað skálda og er þó sleppt að geta margra hinna yngri, lík- lega vegna þess að gerð er grein fyrir þeim í bókinni: Aldrei gleymist Austurland, sem gefin var út fyrir nokkrum árum. Mörg ágæt skáld hafa búið á Austurlandi eða eru þaðan kom in, og ber þar mest á afkomend- um séra Einars á Eydölum og niðjum Helgasona úr Eyjafirði. Þó verður naumast sagt, enda varla við að búast, að allur þessi skáldafloti hafi hlotið vænan drykk af Suttungamiði. Sumir þeirra ekki annað en hagyrðing- ar, dável bjargálna. En nógu skemmtilegir geta þeir verið samt sem áður. í bók dr. Stefáns Einarssonar er mikill fróðleikur saman dreg- inn og skilmerkilega frá honum gengið, eins og vænta má frá hans hendi. Hafi hann þökk fyr- ir þessa bók og margar aðrar. Þetta er VI. bindið í ritsafn- inu Ausíurland, sem byrjað var að gefa út 1947. Er það nú orðið góð fræðasyrpa um þessi af- skekktu en fögru héruð, og hafa Austfirðingar í þessu efni gert myndarlega hreint fyrir sínum dyrum. Benjamín Kristjánsson. L-AUGARÐAGINN 7. nóvem- ber (eða í dag) verður Flosi Sig urðsson frá Hrappsstöðum sex- tugur. Flosi er fæddur á Hrapp- stöðum í Kinn 7. nóvémber 1904. Foreldrar hans voru Guðrún Marteinsdóttir frá Bjarnastöð- um í Bái’ðardal og Sigurður Jónsson bóndi á Hrappstöðum, og þar hefur Flosi átt heimili síðan, enda bjó hann þar í 30 ár. Á þeim tíma byggði Flosi upp öll hús á jörðinni og ræktaði þar mikið. 1929 gekk Flosi að eiga Þóru Sigurgeirsdóttur ætt- aða úr Skagafirði. Þau eignuð- ust fimm börn og ólu auk þess upp tvö fósturbörn. Árið 1959 tók Flosi við rekstri útibús Kaupfélags Svalbarðseyrar á Fosshóli og hefur haft það með höndum -síðan. Flosi er maður grandvar til orðs og æðis, og hvers mann hugljúfi, þeirra er honum kynn- ast, gleðimaður jafnan og þó prúðmenni hið mesta, hjálpsam- BJARNI EINARSSON andaðist að Kristnesi hinn 23. október síðastliðinn eftir nokkurra ára vanheilsu. Jarðarförin fór fram að Grund 31. s. m. Hann var fæddur 6. apríl 1892 að Stokkahlöðum. Foreldrar hans voru hjónin Guðríður Brynjólfsdóttir frá Bjarnastaða- hlíð í Vesturdal, Skagafirði, og Einar Sigfússon Thorlacius frá Núpufelli í Saurbæjarhreppi, bæði vel gefin til líkama og sál- ar. Þau bjuggu lengstum á Síokkahlöðum. Bjarni var næst- yngstur af fjórum systkinum. Eldri systur hans, Rósa og Al- dís, eru enn á lífi, en yngstur þeirra systkina var Brynjólfur, sem dó innan við fermingarald- ur, hinn efnilegasti drengur. Bjarni ólst upp í föðurgarði og átti heima á Stokkahlöðum alla ævi. Hann gekk ungur í Gagnfræðaskólann á Akureyri og lauk þar prófi með mjög góð- um vitnisburði. Kost mun hann hafa átt þess að ganga mennta- veginn, eins og það var kallað, enda voru námshæfileikar hans ótvíræðir. En hugur hans stefndi ekki í þá átt, svo að ur þeim er þess þurfa. Flosi var á yngri árum — og er raunar enn — hinn mesti léttleika mað- ur, sérlega frár á fæti og hlaupa garpur hinn mesti, bæði fljótur og þolinn, enda mun hann oft hafa gengið til leiks fyrir ung- mennafélag sitt. Þeir munu margir, sem hugsa hlýtt til Flosa á þessum tíma- mótum í ævi hans og sá er þess- ar línur ritar óskar honum bjartrar framtíðar og þakkar þeim hjónum báðum auðsýnda vináttu á undanförnum árum. Kjartan Steíánsson. „HJÁLPARSJÓÐUR ÆSKUFÓLKS44 Kunnur atorkumaður í kennara stétt, Magnús Sigurðsson skóla stjóri i Reykjavík, lét gera myndina „Úr dagbók lífsins". M'ynd þessi, sem fjallar um vandamál þeirra heimila og barna, þar sem ógæfan hefur tekið sér bólfestu, var í sumar sýnd á 26 stöðum norðanlands og austan við framúrskarandi aðsókn. Ágóði myndarinnar rennur í Hjálparsjóð æskunn- ar, sem varðveittur er á skrif- stofu biskups. Nýlega barst Hjálparsjóðnum peningaupphæð, 200 þúsund kr. sem er ágóði af sýningunum í sumar og gjafir, sem fjöldi fólks lét af hendi rakna vegna málefnisins. Sjóðurinn á nú alls 400 þúsund. Nú hefur Hjálparsjóðurinn lát ið gera 5 gerðir jólakorta til á- góða fyrir málefnið. hann hvarf heim eftir þessa skólagöngu og dvaldist þar upp frá því, nema allra síðustu árin, er hann var vistmaður á Krist- nesi. Bjarni var með hærri mönn- um og svaraði sér vel, enda burðamaður. Hann var mjög bókhneigður og las mikið. Var hann óvenjulega fróður, eink- um í sagnfræði og landafræði, ’og fylgdist alltaf vel með hinu markverðasta, sem gerðist í heiminum. Hann bar gott skyn á bókmenntir og bjó yfir list- rænni æð. Rithönd hans var með glæsibrag. Bjarni var ókvæntur og barn- laus. Ævistarfið varð bústörf og búskapur, sem hann rækti með mikilli samvizkusemi og snyrti- mennsku. Hann hafði yndi af sauðfé og var notinvirkur fjár- maðui', en annars held ég, að búskaparstörf hafi í raun ekki verið honum hugleikin, þótt þau yrðu hlutskipti hans. Líklegt þykir mér, að heirriur bóka og fræða hafi staðið Bjarna nær, en kynslóð hans gerði ekki tíð- förult í langskóla. Bjarni var fáskiptinn og dul- ur að eðlisfari. Okunnugum virtist hann nokkuð sérkenni- legur í háttum, og rétt var það, að hann gekk gjarnan eigin leið- ir, barst ekki með straumum. En við nánari kynni reyndist hann hverjum manni skemmti- legri, var gamansamur, glögg- skyggn á skoplegar hliðar manna og málefna, fyndinn og orðheppinn og sagði óvenjulega vel frá. Kynni okkar Bjarna ná yfir nærfellt fjörutíu ár, eða frá því að ég 'fluttist ellefu ára gamall úr Austurdal í Skagafirði til frændfólks míns á Stokkahlöð- um, en móðir Bjarna og faðir minn voru hálfsystkinabörn og grónir vinir. Alltaf fór einstak- lega vel á með okkur Bjarna, og tókst snemma með okkur vin- átta þrátt fyrir mikinn aldurs- mun og nokkuð ólíkar skoðanir. Bjarni var gæddur ríkum til- finningum og næmum, þótt ekki bæri hann þær á torg. Ekki fór harmur hjá, en fáir vissu. Bjarni var borinn í þennan heim undir vor. Hann kvaddi á síðhausti í fyrstu snjóum. Farðu vel, frændi. Ingvar G. Brynjólfsson. ÁFENGISSALAN ÞRJÁ fyrstu ársfjórðunga þessa árs nam áfengissalan frá Áfeng- is- og tóbaksverzlun ríkisins samtals 229.6 millj. króna, en var á sama tíma í fyrra 200,4 millj. kr. Aukningin er því tæp 15%. Áfengissalan frá 1. júlí til 30. sept, var í Reykjavík 67,8 millj kr. og á Akureyri 10,1 millj. kr. ísafirði 2,2, Siglufirði 2,3 og Seyðisfirði 4,8 millj. króna. F!osi Sigurðsscn sexíugur

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.