Dagur - 14.11.1964, Blaðsíða 2
2
Á HINA björtu mynd atvinnu
þróunar okkar íslendinga á
þessari öld ber a. m. k. einn
dimman skugga. Það er röskun
byggarinnar í landinu, sem hef
ur gengið svo langt, að til land
auðnar horfir í heilum héruð-
um. Er þetta alkunna og marg-
rætt mál, svo' sem vert er, því
þessi þróun er enn í fullum
gangi, og hún er ekki líkleg til
að stöðvast, fyrr en mörg bygg-
arlög hafa eyðzt af mannfólki
og atvinnutækjum, nema eitt-
hvað sé gert í tíma til að stöðva
átrauminn.
Það er vafalaust, að hingað
til hefur hve.rgi nærri nóg verið
gert til að hafa áhrif á þróun
þessara mála hérlendis. Líklega
hefur bæði skort til þess skiln-
ing stjórnarvalda og almenna
trú á að nokkuð sé unnt að gera
til þess að stöðva fólksstraum-
inn úr öllum landshornum til
byggða Faxaflóa. A. m. k. hefur
árangurinn ekki verið mikill af
því litla, sem gert hefur verið
hingað til í þessu efni. En svo
virðist, sem nú megi vænta ein-
hverrar breytingar, a. m. k. hef-
ur nú hin síðustu misserin ver-
ið rætt um byggðamálin af
meiri raunsæi og skilningi
heldur en áður.
Allir vii’ðast vera á einu máli
um, að æskilegt sé að koma á
meira jafnvægi í byggð landsins
og trúin á, að það sé raunveru-
lega hægt með skipulegðum að-
gerðum, hefur sýnilega aukizt
til muna. Þetta er blessað og
gott, svo langt sem það nær og
nauðsynlegt skilyrði fyrir raun-
hæfum framkvæmdum, sem
vonandi sigla í kjölfarið. Á því
er enginn vafi, að fordæmi anrí-
arra þjóða, einkum Norður-
landaþjóða, veldur mestu um,
að farið er að hugsá og ræða
þetta af meiri alvöru en áður.
En frændur vorir á Norður-
löndum eru fyrir löngu komnir
af umræðustiginu og yfir í
kröftugar aðgerðir, eins og við
höfum nýlega fengið fréttir af
frá Noregi.
En í Svíþjóð er líka unnið
kappsamlega að því, að stöðva
strauminn úr útkjálkahéruðum
til hinna eftirsóttari staða í
stóru borgunum eða nágrenni
þeirra.
Gotland heitir eyja ein stór,
langt úti fyrir austurströnd Sví
þjóðar sunnanverðri. Hún er
sérstök sýsla í sænska ríkinu,
líkt og Vestmannaeyjar hjá okk
ur. í háa herrans tíð hefur at-
vinnuástandið verið dauft á
eynni, svo að fólk, einkum ungt
fólk, hefur. leitað til meginlands
ins í atvinnuleit.
Á árunum eftir 1950 kvað svo
rammt að, að meira én þúsund
manns fluttu burt árlega, eða
um það bil þrír á hverjum degi
til jafnaðar. Öllum má ljóst
vera hvaða áhrif slíkt hefur
LESSTOFA ísl.-ameríska félags
ins, Geislagötu 5: Mánudaga
og föstudaga kl. 4—6, þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 7.30
■—10, laugardaga kl. 4—7. Ný
komið mikið af bókum og
hljómplötum.
haft á 50 þús. manna samfélag,
enda var íbúatalan orðin lægri
en hún var 1880, og menn tóku
að óttast, að eyjan færi í eyði
að mestu.
En þá var hafist handa um
björgunarstarf. Margir góðir
kraftar, bæði af opinberri hálfu
og einstaklingar gerðu sameigin
legt og skipulegt átak til að
bæta atvinnuástandið. Á örfá-
um árum tókst að koma upp
mörg hundruð nýjúm vinnu-
stöðvum, sumum mjög smáum,
öðrum stórum.
Og nú er svo komið, að fleira
fóllc flytzt til Gotlands frá meg-
inlandinu, heldur en fer þaðan.
Því margir brottfluttir Gotlend-
ingar hverfa heim aftur þegar
þeir fá fréttir af hinu ágæta st-
vinnuástandi í heimabyggð
sinni.
Sérstaklega er talað um stóra
verksmiðju, sem símtækjafram-
leiðendur, L. M. Eriksson og Co.
hafa byggt á eynni. En þetta
geysistóra firma kvað hafa gert
það að stefnuskráratriði að
dreifa verksmiðjum sínum sem
mest um alla Svíþjcð, og telur
sig ekki tapa á því. Þá hefur
sements- og kalkframleiðsla
verið efld til mikilla muna, en
Gotlendingar eru svo heppnir
að eiga í jörðu óþrjótandi byrgð
ir af afbragðs kalksteini. Sænsk
klæðagerðarfirmu hafa sett
upp útibú á Gotlandi, og er þar
nú framleitt mjög mikið af líf-
stykkjum kvenna. Niðursuðu-
fyrirtæki hafa sett upp útibú
þar og vinna t. d. úr heilmiklu
magni af hreindýrakjöti, fluttu
frá Norður-Svíþjóð og Finn-
mörk.
Þetta eru nokkur dæmi um
það, sem einkaframtakið hefur
gjört fyrir Gotland með hvatn-
ingu frá ríkisvaldinu. Á þessu
er vakin athygli hér, því að
margir staðir hér norðanlands
standa í sömu sporum og Got-
land stóð áður en viðreisnar-
starfið hófst.
Ef okkar íslenzka „viðreisn"
tæki að birtast í svipaðri mynd
gagnvart okkar eigin vanþró-
uðu landshlutum, eins og hér
hefur verið lýst frá Svíþjóð, þá
mundi margur maðurinn sætt-
ast við hana, sem nú hefur á
henni litlar mætur.
Nú er mikið rætt og ritað um
stóriðju á vegum íslenzka ríkis-
ins, reista og rekna með er-
lendu fjármagni. Talið er, eftir
beztu heimildum, að slík fyrir-
tæki, ef þau litu dagsins Ijós,
muni gera það á Suðurlandi.
Hvað sem segja má um þær
hugmyndir allar, er það víst, að
verði stóriðjufyrirtæki stofnsett
á Suðurlandi og við Faxaflóa,
fleiri en þar eru nú þegar, og
án þes að nokkuð hliðstætt ger-
ist í öðrum landshlutum, þá er
íslenzka ríkið enn að leggja
þungt lóð á vogarskál byggðar-
innar, sem nú þegar er orðin
hættulega nærri því að snarast
yfir um sig, og það leggur þetta
Ióð öfugu megin.
Tjörn, 5. nóvember 1964
Hjörtur E. Þórarinsson.
FERÐATOSKUR
INNKAUPA-
TÖSKUR
Járn- og gServörudeild
GÆSADUNN
ÆDARDÚNN
HÁLFDÚNN
Póstsendum.
Jérn- og glervörudeild
• ji Q
VOLKSWAGEN 1963,
lítið ekinn, til sölu.
Uppl. í síma 1912.
TIL SÖLU:
TVÍBREIÐUR DÍVAN
á hagstæðu verði.
Uppí. í síma 1912.
TIL SÖLU:
Lítil hjólsög, borvél og
raímótor, allt þriggja fusa.
Birgir Stefánsson,
síma 1230.
DANSLEIKUR
verður að Melum, Hörg-
árdal, sunnudaginn 15.
nóvember ki. 9 e. h.
PÓLÓ og ERLA
leika og syngja.
Nefndin.
HÚSMÆÐUR!
Tek að mér að sauma föt
á kvenióik og börn. Get
líka sniðið fyrir konur,
sem vilja sauma sjálfar.
Uppl. í síma 1231.
Þri’ðjudaginn 3. nóv. tap-
aðist SILFURBRJÓST-
NÆLA á leiðinni Mýrar-
veg 114 í miðbæinn. —
Finnanrli skili lienni vin-
samiegast á afgr. Dags.
SILFURBRJÓSTNÆLA
með svörtum steiní tapað-
ist 11. þ. rh., á leiðinni
Ægisgata— Ráðh ústorg,
eða.í Hamarstíg ofan
Byggðavegar. Skilvís finn-
andi skili henni á afgr.
Dags.
ÍTALSKIR og DANSKIR
DÖMU-KULÐ ASKÓR
DÖNSK
loðfóðruð KULDASTÍGVÉL
fyrir karlmenn.
Mjög vönduð vara.
SKÓVERZLUN M. H. LYNGDAL H.F.
„RADÍONETTE44 STOFUTÆKI, 4 teg.
„RADIONETTE44 FERÐAVIÐTÆKI, 5 teg.
„SONY44 FERÐAVÍÐTÆKI, 6 teg.
PHILIPS44 STOFUTÆKI, 2 te2.
„SONY44 SEGULRANDSSPÓLUR
Væntanlegt í þessum mánuði:
„RADIONETTE44 RADJOGRAMMOFÓNAR
JARN- OG GLERVÖRU DEILD
til London á hverjum föstudegi.
Flugferð, gisting og morgunverður í 8 daga.
Verð aðeins kr. 7.955.00.
Kynnið yður hinar hagstæðu IT-FERÐIR.
FERÐ ASKRIFSTOF A
SÍMI 2950
MAYA KORN FLAKES
Vz kg. og 1/4 kg. pakkar
KELLOGGS KORN FLAKES
COCOA PUFFS
CHEERIOS
KJÖRBÚÐIR K.E.A.
Japönsk Mosaik
á gólf og veggi, nýkomin.
BYGGIN6AVÖRUDEILD
Glerárgötu 36 — Sími 1700