Dagur - 14.11.1964, Blaðsíða 4
4
5
dMl.inJi.i-ii-i.lr -mn-------------1..............‘
Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1166 og 1167
Ritstjóri og ábyrgðamiaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
ÓTTl STJÓRNAR-
FLOKKANNA
HIN pólitíska barátta stjómarblaðanna
beinist öll gegn Framsóknarflokknum.
Dag eftir dag og viku eftir viku klifa þau
á því, að Framsóknarflokkurinn sé „ó-
þarfur flokkur“. Þetta er vel farið — og
sýnir gerla sálarfar og innviðu þeirra
flokka, sem áð ríkisstjórninni standa.
Nú mundi það vissulega til tíðinda tal-
ið með erlendri lýðræðisþjóð, ef aðal-and
stöðuflokur ríkisstjórnarinnar væri tal-
inn „óþarfur f!okkur.“ En hér á íslandi
gegnir öðm máli. Stjórnin er íhaldsstjóm
Stuðningsblöð hennar em íhaldsblöð.
Stjómarblöðin hafa að undanförnu far
ið lofsamlegum orðum um lýðræðis-
þroska Breta — og vafalaust með réttu.
Eða mundi nokkmm forráðamanni íhalds
flokksins brezka láta sér til hugar koma
að halda því fram, að verkamannaflokk-
urimi væri óþarfur flokkur? Áreiðan-
lega ekki.
íhaldsstefna í lýðræðisríki er ekki
sama og einræðisstefna. Hér þarf lengra
að leita —og þó naumast langt.
Við, sem komnir erum á efri ár og
höfum lengi þekkt íslenzka stjómmála-
baráttu til nokkurra hlítar, vitum, að á
ámnum 1930—1940 var Sjálfstæðisflokk-
urinn holgrafinn og gegnsýrður af naz-
isma. Og einræðishneigðin er ekki með
ÖIIu dauð. Hún hefur hvað eftir annað
gægzt undan gærunni, og þó aldrei jafn
greinilega og þessi árin, sem Sjálfstæðfs
flokkurinn hefur haft öll ráð í ríkisstjóm.
(Alþýðuflokkurinn þarf ekki að nefna í
þessu sambandi — nema þá innan sviga).
Það er sameiginlegt öllum einræðis-
flokkum, hvort heldur þeir eru kenndir
við fasisma, nasisma, falangisma eða
kommúnisma, að þeir þola ekki sterka
andstöðuflokka; slíkir flokkar eru „ó-
þarfir“.
Framsóknarflokkurinn berst gegn fjár
mála- og skattamálastefnu íhaldsins (há-
ir neyzluskattar en lágskattar af hátekj-
um; ahnenningur í lánasvelti, en gæðing
ar og máttarstólpar vaða í milljónum —
o. s. frv.). Þess vegna er hann ÓÞARF-
UR FLOKKUR.
Framsóknarflokkurinn berst fyrir því,
að bætt verði á ýmsan veg aðstaða Iands
byggðarinnar, bæði í sveit og við sjó
(dreifing fjármagns, stofnun skóla o. m.
fl.. Þess vegna er hann ÓÞARFUR
FLOKKUR.
Framsóknarflokkurinn berst fyrir til-
veru og rétti samvinnufélaganna, sem á-
reiðanlega væru lítils megnug, ef hans
hefði ekki notið við. (Stjómarblöðin
hefja illvígar árásir á Sambandið og
kaupfélögin með hverju nýju tungli).
Þess vegna er hann ÓÞARFUR FLOKK
UR.
Og síðast en ekki sízt:
Fyrir óhvikula baráttu Framsóknar-
flokksins hefur ríkisstjómin orðið að
hopa nokkuð frá þeim boðorðum flestum
er hún í öndverðu setti sinni frægu
biblíu.
Þess vegna er næst stærsti stjómmála
flokkurinn ÓÞARFUR FLOKKUR.
Óttinn er augljós. Allir einræðis-
hneigðir valdamenn em haldnir sífelld-
um ótta — og sjaldan að ástæðulausu.
Framanskráð grein birtist nýlega í Ein
herja og er hún eftir Gísla Magnússon í
Eyhildarholti.
Anna frá Á
NOKKUR MINNINGARORÐ
UNDIR því nafni gekk hún oft-
astnær meðal vina og kunn-
ingja, og vissu þeir þá ætið við
hverja var átt.
Hún andaðist á Akureyri 9.
nóv. sl. og verður jarðsungin í
dag.
Fullu nafni hét hún Anna
María Sigurðardóttir, fædd á
Ytri-Reistará í Arnarneshreppi
11. des. 1877. — Faðir hennar
var: Sigurður (f. 1832) bóndi á
Eíri-Glerá og síðan Ytri-Reist-
ará, Hallgrímsson (f. 1793, d.
1871) bónda á Ytri-Tjörnum í
Ongulsstaðahreppi og víðar, Sig
urðssonar (f. 1762, d. 1843),
bónda í Leyningi og síðast Arn
arsstöðum, Sveinssonar.
Móðir hannar, og kona Sigurð
ar á Reistará, var Steinunn (f.
1838) Davíðsdóttir (f. 1801)
bónda á Efri-Glerá Tómassonar
(f. 1775, d. 1802) bónda á Finna
stöðum í Grundarsókn, Davíðs-
sonar (f. 1747, d. 1799) bónda á
Kolgrímastöðum og víðar í
Saurbæjarhreppi, síðast á Völl
um, Tómassonar (f. 1705, d.
1782). bónda í Hvassafelli Tóm
assonar.
(Frá Tómasi í Ilvassafelli er
komin hin merka og marg-
menna Hvessafellsætt).
Sigurður og Steinunn á Reist
ará voru barnmörg og ekki fjáð.
Fárra vikna gömul var Anna
María Sigurðardóttir tekin til
fósturs af hjónunum á Efri-Gler
á, sem voru barnlaus, þeim Egg
erti Stefánssyni og konu hans
Onnu Maríu Davíðsdóttur, syst-
ur Steinunnar á Reistará.
Anna María Sigurðardóttir
(gekk undir fyrra nafninu) ólst
upp á Efri-Glerá hjá Eggerti og
móðursystur sinni og nöfnu
Önnu Maríu Davíðsdóttir. Um
tvítugt gekk hún í kvennaskól-
ann á Ytri-Ey í Húnavatnssýslu
og dvaldi þar í tvö ár. Þar lærði
hún bæði bókleg fræði, fata-
saum og fleira, sem kennt var
í þeim ágæta skóla. Hún var
mjög bókhneigð og Ijóðelsk og
las mikið. Hún þótti vera mjög
vel að sér í íslenzku máli.
Skömmu eftir heimkomuna
að vestan, setti hún á stofn
saumastofu á Akureyri og hélt
þar heimili. Hjá henni voru
fósturmóðir hennar, Rósa Jóna
tansdóttir uppeldissystir hennar
og sonur Rósu. Saumanámskeið
hélt hún í mörg ár og kenndi
ungum stúlkum fatasaum. Fór
almennt orð af saumastofu henn
ar fyrir vandaðan frágang og
smekkvísi. Ungir tilhaldsmenn
úr grendinni létu hana, frekar
er aðra, sauma á sig brúðkaups
klæði.
Anna Sigurðardóttir var að
því leyti ströng .við námsmeyj-
ar sínar, að hún leið aldrei að
nokkur spjör færi út af sauma-
stofu hennar, sem finna mætti á
nokkum saumgalla eða hroð-
virkni. Á hinn bóginn var hún
þeim ástsamleg, ráðholl og and
víg hverskonar hégómaskap,
því sjálf var hún heilsteypt og
allt slíkt fjarri henni. Undan-
tekningarlaust mun mega full
yrða, að allar námsmeyjar henn
ar báru til hennar hlýjan hug
og virtu hana mikils.
í híbýlum hennar var ekkert
tilgangslaust skart eða glingur,
en þar var allt stílhleint og fág-
að, sem bar Ijóst vitni um
smekkvísi og snyrtimennsku
húsráðanda. Ungum ættingjum
hennar úr sveitinni fannst það
eins og hátíð að fá að fara til
Akureyrar og finna „Onnu
frænku“. Og vegna ástúðlegrar
móttöku og alls, sem þeir sáu í
kringum hana, orkaði það á
barnshugann þannig, að engin
önnur en hún gat komið til
greina að bera heitið Anna
frænka, með þeim blæ og hljóm
sem við það var tengt.
Anna Sigurðardóttir var vel
meðalkona að hæð og fagurlega
vaxin. Hreyfingarnar voru
mjúkar, nettar og lausar við til
gerð. Hún var fríð sýnum og
svipurinn hreinn og bjartur.
Yfir henni og öllu hennar fasi
var auðsær meðfæddur tígu-
leiki, sem fór henni því betur,
sem auðsætt var að hún vissi
ekki af honum sjálf. Hún var
greind kona, glaðsinna og víðles
in. Oll ásýnd hennar og viðmót
gerðu það að verkum að öllum
þótti gott að vera í návist henn
ar. Æviferill hennar var hvorki
margbrotinn né stoiTnasamur.
Henni fylgdi kyrrð og blíða. Þó
mun hún hafa átt í geymd hug-
ans sínar æviraunir, sem fæstir
komast hjá. En hún átti þær ein
og útaf fyrir sig.
Hún giftist aldrei né eignað-
ist afkvæmi. En þegar hún var
orðin einstæðingur og aldur-
hnigin, fósturmóðir hennar dá-
in og uppeldissystirin komin til
Ameríku með son sinn, átti hún
því lífsláni að fagna að verða
skjólstæðingur þriggja, henrri
vandalausra, systra hér á Ak-
ureyri. Hjá þeim dvaldi hún ó-
slitið frá 1935 4il dánadægurs.
Þær elskuðu hana og virtu, og
þágu af henni ríkuleg og holl
ráð. Þegar hún var þrotin að
orku, önnuðust þær hana af ást
úðlegri nærfærni, vöktu yfir
henni, eins og væri hún ástkær
móðir þeirra eða eldri systir. Þó
gengu þær ekki sjálfar, alltaf,
CÆKUR KVÖLÐVÖKUÚTGÁFUNNAR
heilar til skógar. — Ég held að
við þessa aðhlynningu, sem var
í senni bæði aðdáunarverð og
nær einstæð, hafi viss þáttur í
eðli þeirra fengið útrás og nær-
ingu og verið þeim með nokkur
um hætti unaður og nautn.
Þegar Anna Sigurðardóttir, á
efstu árunum, sat við gluggann
í herberginu sínu og aftangeisl-
ar hnígandi sólar léku sér í
drifhvítum hærukransinum um
höfuð hennar, var eins og þeir
vörpuðu á hana gullnum blæ.
Það var kveðja frá Iöngu liðn-
um æskudögum þegar ársólin
skein í heiði og blómi lífsins lét
glæsta framtíðardraumana
verma hugann og ævintýrin. —
En nú læddust húmskuggar elli
og hrörnunar að henni, sem eng
in læknislist né ástrík umönnun
megnuðu að breyta. Þá var kær
komin hjálparlausra líknin, sem
ein gat leyst fleygan anda úr
fjötrum og lyft til hlýrri og
bjartari heima, þar sem ekkert
skammdegi skyggir fyrir sýn.
Því er ástvinum Onnu og ætt
ingjum burtförin nú, ekki sorg
arefni. En auða rúmið, sem eftir
er, fyllist björtum minningum
og heitu þakklæti, þeirra er
næstir henni stóðu, fyrir ástsam
lega og hugþekka samfjdgd.
Við, vinir hennar, sem fjær
stöndum, drjúpum höfði og
kveðjum kærlega Önnu frá Á.
Hóhngeir Þorsteinsson.
- Fjölskyldufargjöld
(Framhald af blaðsíðu 8).
Sem dæmi um hve afsláttur-
inn nemur, má taka fjögurra
manna fjölskyldu sem ferðast
frá Akureyri til Reykjavíkur
og aftur til baka. Samkvæmt
hinum nýju fjölskyldufargjöld-
um kostar ferðin aðeins krónur
3.395,00 — í stað kr. 5.432,00 —
áður. □
STÚKAN BRYNJA nr. 99 varð
60 ára á þesu ári. í tilefni af
því var sérstakur afmælisfund-
ur í stúkunni, fimmtudaginn 5.
nóvember s.l. Við það tækifæri
var myndin tekin, sem þið sjáið
hér að ofan, af þeim sem þá
skipuðu embætti.
Æðsti templar er Olafur Dan-
íelsson. Eiríkur Sigurðsson er
fyrrum æðsti templar. Aðrir í
framkvæmdastjórn. stúkunnar
FRÁ Kvöldvöku-útgáfunni kem
ur að þessu sinni III. bindi af:
Því gleymi ég aldrei, og III.
bindi af ritsafninu: íslenzkar
ljósmæður. Eru bæði þessi rit
svo vinsæl orðin, að ekki þarf
að lýsa þeim, og standa þau
bindi, seni nú koma út, í engu
að baki þeim, sem áður voru
prentuð. Hins vegar láta Nýjar
Kvöldvökur á sér standa, og
er það illt, ef það tímarit leggst
niður, því að það gegndi alveg
sérstöku hlutverki á seinni ár-
um, ættfræðinni, sem ekki á
sér of marga griðastaði.
í þessu bindi af Því gleymi
cg aldrei eru tuttugu frásagnir,
ritaðar af þjóðkunnum og snjöll
um rithöfundum um merkilega
eða eftirminnilega atburði, sem
þeir hafa sjálfir lifað eða haft
góðar heimildir um. Hér er sagt
frá mönnum, sem vaða elda
auslur á Indlandi, váveiflegum
feigðarsýnum úr kirkjusóknum
sára Árna Þórarinssonar, Buslu
bænarlestri Steinþórs á Hala,
svo að eitthvað sé nefnt, og hef
ur hver þessi ritgerð ærin um-
hugsunarefni að geyma. Auk
þess eru þarna bráðskemmtileg-
ar ferðasögur, og listilega greint
frá ýmsum minnisverðum tíð-
indum.
Gert er ráð fyrir, að með
þessu bindi ljúki útgáfu ævi-
þátta og endurminninga ís-
lenzkra ljósmæðra, og hefur þá
verið sagt frá um það bil eitt
hundrað ljósmæðrum víðs veg-
ar að af landinu, og fylgja
myndir af þeim flestum. Þetta
er þegar orðið ágætt safn, hugð
næmt og læsilegt í bezta lagi
og til prýðis í hverjum bóka-
skáp, mætti gjarnan verða
eru Adolf Ingimarsson, Kári
Larsen, Gústav Júlíusson, Sig-
urlaug Ingólfsdóttir og Kristín
Jónasdóttir (sem var fjarver-
andi myndatöku). Stefán Ágúst
er umboðsmaður stórtemplars.
Stúkan var stofnuð af iðnaðar-
mönnum að mestu leyti og var
Guðbjöm Björnsson kaupmað-
ur einn af þeim, sem settu svip
á stúkuna og bæinn um langt
skeið. Bræðurnir Guðmundur
lengra. Að því er mikill fengur
fyrir alþýðlegan fróðleik.
Þá er ótalin þriðja bókin frá
þessu útgáfufélagi, og verður
henni ekki sízt fagnað, en það
eru Endumiinningar Bernharðs
Stefánssonar, fyrrum alþingis-
manns, seinna bindi, en fyrra-,.
Séra BENJAMÍN
skrifar um
bækur
bindi þessa ritverks kom út ár-
ið 1961. Var þá allt í óvissu um
framhaldið, hvort það mundi
verða gefið út fyrr eða síðar,
með því að vandhæfi þótti á, að
frásögum hans kynni að verða
blandað í stjórnmálaþref. En
höfundinum hefur þó snúizt
hugur í þessu efni og tel ég vel
farið. Ástæður hans eru eftir-
tektarverðar: ~„Mér finnst um
tvennt að ræða: Nú fljótlega
meðan einhverjir kunna að hafa
áhuga á efninu, eða þá aldrei.
Það er líka sanngjarnt, að menn
þeir, sem hér eru nefndir, hafi
tækifæri til að leiðrétta og mót
mæla, ef þeim finnst rangt
sagt frá eða á sig hallað.“
Þetta er rétt athugað og
drengilega mælt, eins og von
var til af höfundinum, og sýnir
þetta jafnframt áhuga hans fyr-
ir því að segja satt og bera ekki
rangt vætti fyrir framtíðina.
Bernharð Stefánsson er sveita
maður í beztu merkingu þess
orðs, þannig að hann er fædd-
ur og uppalinn í sveit og ann
fyrrverandi bæjarpóstur og
Kristján Árnason kaupmaður
voru um áratugi ötulir, fórnfús-
ir og skemmtilegir félagar, enda
heiðursfélagar nú ásamt ýmsum
fleiri svo sem Hallgrími Jóns-
syni járnsmið, sem dvelur nú
blindur á Kristneshæli. Auðvit-
að koma margir fleiri dánir og
núlifandi þar við sögu, sem ekki
er rúm til að telja upp hér.
(Ljósmynd: N. H..)
henni af heilum hug. Með góð-
um gáfum sínum og áhuga fyrir
almennum málum verður hann
snemma forystumaður í félags-
lífi sveitar sinnar og ryður sér
seinna braut til áhrifa í þjóð-
málum. Enginn efi er á því, að
hæfileikar hans voru miklir á
því sviði. Hann aflaði sér stað-
góðrar þekkingar á stjórnmála-
sögunni og gerði sér far um að
gagnskoða hvert mál, sem hann
fjallaði um, enda voru honum
falin ýmis ábyrgðarmikil störf
á Alþingi og leysti hann þau af
höndum með ýtrustu samvizku-
semi. Hann hafði og fulla ein-
urð til að fylgja því einu, sem
hann hugði rétt vera og til fram
fara fyrir land og lýð. Sjálfsagt
hefur honum missýnzt eins og
öllum dauðlegum mönnum, en
vísvitandi hygg ég að hann hafi
ekki hallað réttu máli, og er þá
mikið sagt um stjórnmálamann.
Aftur á móti virðist hann
ekki hafa verið eins leikinn í
þeirri slægvizku, sem nauðsyn-
leg kann að þykja til æðri hern
aðarlistar í stjórnmálum, enda
naumast verið orðaður við ráð-
herrastól, og sennilega ekki
kært sig um það. En vináttu og
virðingu samþingmanna sinna
mun hann hafa hlotið, hvort
sem þeir voru með honum í
flokki eða móti. Var það ekki
sízt fyrir hina miklu og
skemmtilegu mannkosti Bern-
harðs, að goðorð hans stóð lengi
föstum fótum í Eyjafirði. Eng-
um duldist, að bak við stjórn-
málamanninn var drengur góð-
ur, og af sömu ástæðu verður
bók hans keypt og lesin.
Ef eitthvað ætti út á þessa
bók að setja væri það helzt, að
frásagnir hans af mönnum og
atburðum mættu vera nokkru
ýtarlegri. Svo glöggur maður
og stálminnugur sem Bernharð
er, geymir efalaust margt
skemmtilegt í pokahorninu,
sem hann hefur ekki sleppt á
blaðið, vegna þess að hann hef-
ur óttast, að það kynni að særa
einhvern eða valda misskiln-
ingi. En jafnvel þó að lesandan-
um kunni að finnast Endur-
minningar hans stundum helzt
til ágripskenndar, þar sem gam
an hefði verið að fá meira að
heyra, eru þó persónulegar
minningar eins og þessar frá
mönnum, sem staðið hafa fram-
arlega í stjórnmálabaráttunni
um áratugi allar forvitnilegar
og bregða stundum Ijósi yfir
innri þróun atburða, sem ella
gæti orðið örðugt að gera sér
rétta humynd um. Auk þess
segir hann oft frá skemmtileg-
um atvikum, þó að kímnigáfu
sína láti hann helzt bitna á
sjálfum sér.
Og enda þótt hann geri ekki
minnstu tilraun til að fegra
sjálfan sig, verður myndin, sem
skín í gegn úm frásögn hans,
þrátt fyrir það, og kannske ein-
mitt fyrir það, einstaklega hug-
þekk, lýsir einlægum og hrekk-
lausum manni, sem hefur vak-
andi áhuga fyrir heill lands og
þjóðar. Benjamin Kristjánsson.
Stúkan Brynja á Akureyri 60 ára
JÓNAS JÓNSSON FRÁ HRIFLU:
IIIIIIMIIIIIIIIIIII
iiiii ii 11111111 in iii ii •iiiiiiriiiiiiiii
OKTÖBERBRÉF TIL DAGS
PRENTARAR eru beztu menn
og nauðsynlegir þjóðfélagsþegn
ar. Samt gera þeir alltof mörg
verkföll. Vegna 10 daga verk-
falls þeirra að þessu sinni,
koma línur þessar seinna til les
enda Dags en ætlað var.
Undanfarin misseri hafa sorg
legar fréttir borizt víða úr sveit
um landsins um sífjölgandi eyði
býli. í góðum sveitum eru nú
mannlaus hús á stórum jörðum
og sögufrægum prestsetrum.
Merkur maður í góðri beitar-
sveit hefur sagt mér, að nokk-
ur undanfarin ár hafi margir
búendur við hann íalað og rætt
um erfiðleikana heima fyrir.
Þeir sögðust vilja yfirgefa jarð-
irnar og leita eftir nýjum heim-
ilum þar sem búsæld væri
meiri. En nú í haust, eftir að
kunnugt var um nokkuð bætt
verð, einkum á sauðfjárafurð-
um, breyttist hljóðið í bændum
í þessari sömu sveit. Menn, sem
bjuggust við að þurfa að yfir-
gefa jarðir sínar, tala nú ekk-
ert um burtför, heldur hyggj-
ast nú setja fleiri lömb á fóður
í vetur. En eins og segir í ensku
máltæki, ein svala gerir ekki
heilt varp.
Um undanfarin misseri hefur
mátt búast við frétfum af
bændafundum víða um land,
þar sem hreinskilnislega væri
rætt um landauðnina og ekki
dregið í efa, að það væri stærsta
þjóðmálið. Það eru hörkuleg
örlög, þegar myndarlegir bænd-
ur í góðum sveitum gefast upp
við búskapinn og fara frá jörð-
um, sem þeir höfðu erft eða
keypt og endurbætt stórlega
með húsum og mikilli ræktun.
En þessir bændur hafa aðallega
orðið varir við, að þjóðfélagið
hlynnir mikið meir að öllum
öðrum stéttum. Samtök sjó-
manna, verkamanna og launa-
manna höfðu hvað eftir annað
knúið fram miklar kjarabætur.
Allar stéttir, nema bændur,
gátu fengið eitthvert starfsfólk
og goldið því kaup, sem tryggði
atvinnulífið. í sveitinni er það
nálega föst venja, að hjónin
standi nálega ein að framleiðsl
unni með vandamönnum og vél
unum.
Átakanlegast var dæmið síð-
astliðið vor, þegar forsjármenn
útvegsins héldu skyndifund og
tilkynntu þingi og ríkisstjórn
að þeir myndu ekki láta neina
fleytu fara á flot, nema ef rík-
issjóður legði þeim 300 milljón
ir króna þá þegar í kaupupp-
bætur handa starfsfólki sínu.
Allt þingið og stjórnin lét und-
an þessari kröfu. Enginn bænda
fundur var haldinn til að bera
fram kröfur sveitamanna. Úr-
lausnin í haust var til mikilla
bóta, en heldur ekki meira.
Sveitamenn, bæði konur og
karlar, hafa frá fyrri öldum
vanizt við þá hugsun, að þeir
bæru ábyrgð á þjóðmálunum.
Lengi var bændastéttin fjöl-
mennasta og þýðingarmesta
stéttin í landinu. Síðan komu
nýir tímar. Fólk í þéttbýlinu
lærði að standa fast saman um
launakröfur með fundum, á-
lyktunum og verkföllum. Bænd
ur hafa farið sér hægt, og ekki
kunnað til fulls leikbrögð nýrr-
ar glímu. Fyrir nokkrum árum
samþykkti Búnaðarþingið,
nema tveir fulltrúar, að falla
frá samningstryggðri kr.öfu um
8 milljóna uppbót til landbún-
aðar það ár, en létu það skil-
yrði fylgja, að þá yrðu stærstu
flokkarnir, þar sem bændur
áttu fulltrúa, að taka höndum
saman um ríklsstjórn. Þessu
var játað, en heitunum var
brugðið. Bændurnir misstu 8
milljónirnar það ár, og þær
komu aldrei á fjárlög. Krafan
féll úr gildi.
Árið 1936 höfðu staðið miklar
deilur um afurðasölulöggjöfina,
sem verið hafði í gildi um
nokkra stund. Á vegum bænda
voru þá haldnir umræðufundir
um málið víða um land. Stund-
um sex til sjö í einu héraði
sama daginn. Fulltrúar bænda,
sem stóðu að löggjöfinni, rök-
ræddu málið. Þessir fundir
skýrðu málið. Bændur höfðu
haft á réttu að standa og þeir
höfðu nú skýrt það á eftirminni
legan hátt fyrir andstæðingum
sínum með dómi reynzlunnar.
Eftir þessi fundahöld og þær
skýringar, sem þar voru gefn-
ar, hefur aldrei verið deilt á
afurðasölulögin eða hvílíkt
gagn þau gerðu þjóðinni. Funda
höld, vaskleg sókn fyrir góð
mál hafði tryggt fullan sigur.
Nú eru fundahöld miklu auð-
veldari í sveitunum, heldur en
fyrir 20 árum. Nú eru akvegir
góðir, bílaeign mikil og nægi-
leg fundahús. Nú er aðstaða
fyrir bændur hvarvetna á land
inu til að fylgja máli sínu fram
með fundahöldum og ritgerð-
um í blöðum og tímaritum. Máí
tækið segir, að neyðin kenni
naktri konu að spinna.
Fyrir og eftir 1930 voru reist-
ir allmargir héraðsskólar í
byggðum landsins, einkum þar
sem voru heitar lindar. Nokkru
síðar var lögleidd skólaskylda
fyrir alla unglinga í landinu. f
þéttbýlinu hefur fólk, með
stuðningi ríkisins, byggt ung-
menna- og gagnfræðaskóla í
samræmi við þaríir almennings.
í mörgum héruðum vantar ung
mennaskóla. Sumum foreldrum
þykir grálega að sér búið að
skylda alla unglinga til skóla-
- NÝ SNYRTISTOFA
(Framhald af blaðsíðu 8).
Verður nóg að gera, frú Kol-
brún?
Eg vona það. Eg veit að marg
ar konur gera sér þó ekki grein
fyrir því, hve nauðsynlegt þetta
er, fyrr en þær hafa fengið ein
hverja reynslu af því, segir frú-
in að lokum og þakkar blaðið
upplýsingarnar.
Og áður en kvatt er, hefur
liún lofað að skrifa fljótlega um
andlitssnyrtingu, yngri og eldri
konum til fróðleiks og skemmt-
unar. Q
göngu, en tryggja ekki húsnæði
til kennslunnar. Víða er nú sótt
að ríkisstjórn og þingi í þessu
efni, en byggingar eru dýrar og
málinu of lítið sinnt af hálfu
sveitanna um mörg undanfar-
in ár. Norður-Þingeyingar eru
nú manna harðsnúnastir í þess-
um kröíum. Hafa þeir góðan
stað í Skúlagarði. Þar er fund-
arhús og barnaskóli. Þar er
byrjuð ungmennakennsla og
beðið um aðstoð mannfélagsins,
eins og von er til. Vel má vera
að aukin ferðalög létti fyrir
sókn Norður-Þingeyinga í þessu
efni. Skúlagarður er skammt
frá Ásbyrgi. Skólinn mundi
verða gististaður og mjög eftir-
sótt sumarheimili. Frá Ásbyrgi
og upp að Dettifossi er um 25
kílómetrar. Þar er fegurð einna
mest og stórfenglegust hér á
landi, en þangað hefur verið
sótt minna á undangengnum
árum heldur en efni standa til,
því að í nánd við þessa fögru
staði hefur skort gististað. Hér-
aðsskóli Norður-Þingeyinga og
gistihúsaskortur byggðarinnar
verða bezt leyst með því, að
taka tillit til beggja aðila: æsk-
unnar og sumargesta, sem þang
að eiga mikið erindi. Þá upp-
götvar þjóðin, að Dettifoss er
mesti og tígulegasti foss í allri
álfunni. í honum býr eilíf feg-
urð.
íslendingar eiga mikla raf-
orku til daglegra þarfa, þó að
þeir leyfi Dettifossi og Gull-
fossi að njóta ævarandi frelsis.
LEIÐRÉTTINGAR
NOKKRAR prentvillur hafa
orðið í grein Björns Haralds-
sonar um héraðsskóla fyrir
Norður-Þingeyinga, er birtist í
76 tölubl. Dags hinn 14. f.m. og
skulu þær helztu leiðréttar hér:
1. Neðarlega í 4. dálki grein-
arinnar er brenglað .tveim lín-
um, þar sem talað er um, að
Norður-Þingeyjarsýsla eigi
nógu marga unglinga til að fylla
einn héraðsskóla en engan pen-
ing til að byggja fyrir.
2. í 5. dálki er talað um
raunakvein ísl. skattborgara og
óheimila beina skatta. Bæði
þessi orð eru rangt með farin.
Þar átti að standa: „Það ætti að
nægja að minna á yfirstandandi
ramakvein íslenzkra skattborg-
ara út af þegar ólögðum, lög-
mætum beinum sköttum."
3. í 6. dálki greinarinnar hall-
ar einu orði, þar stendur „hvar
flest héruðin munu hafa gert“
en á að vera hvað flest héruðin
o. s. frv.
4. f næstu málsgrein sama
dálki átti að standa: byggingu
þeirra og rekstrar, en ekki rekst
urs.
5. í sjöunda dálki greinarinn-
ar hafa flutzt til nokkur orð.
Þar átti að standa: Á svæðinu
milli þessara fyrrnefndu héraðs
skóla vantar nýjan skóla af
þeirri stærð, sem æskilegust er
nú talin, nokkru minni eu
Laugaskóla eða Eiðaskóla.