Dagur - 28.11.1964, Side 4

Dagur - 28.11.1964, Side 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1166 og 1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hús skáldsins EFTIR andlát Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi gafst þjóðinni kost- ur á að eignast og varðveita liús skáldsins á Akureyri, hið fágæta bókasafn, listmuni og aðrar eigur þess. Þjóðskáldið ástsæla og einbú- inn í Iíjarkarstíg 6, sem þjóðin dáði meira en nokkurt annað skáld sam- tfðarinnar, var hinn ókrýndi konung ur vitsmuna og listar og hús hans helgaður staður. Það var þá þegar ósk fjölda manna, að hús skáldsins og innbú, yrði varðveitt sem minn- ingasafn um ókomin ár. Að sjálfsögðu bar Norðlendingum og þá fyrst og fremst Eyfirðingum og Akureyringum að hafa forgöngu í þessu máli, þar sem Davíð var sprott in úr eyfirskri mold, sem hann unni en átti þó lengi heima á Akureyri og var heiðursborgari kaupstaðarins. Erfingjar skáldsins settu engan stein í götu þeirra áforma, að húsið við Bjarkarstíg yrði varðveitt eins og það var við andlát skáldsins og enn er óhreyft hið ytra og innra. Þeir og bærinn létu meta eignir þess ar til verðs og stóð bærinn þá frammi fyrir þeim vanda að velja eða hafna. Hér var einstakt tækifæri fyrir bæj arstjórn Akureyrarkaupstaðar að vinna sér það til frægðar og framtíð inni til heilla, að ganga frá kaupun um og eignast hús og eigur þess eina skálds, sem svo að segja livert manns bam í þessu landi ann af hjarta. Og einmitt þessa dagana eru bæjarstjórn armenn að gera það upp við sig hvort þeir eigi að lirökkva eða stökkva. Eflaust munu þeir allir vilja, að varðveit sé minning skálds- ins frá Fagraskógi, en þegar það kost ar fjármuni, hefjast átök milli efnis og anda. Þeim veitist örðugt að meta hið einstæða tækifæri til verðs, en þeir ættu jafnframt að gera sér ljóst að það kernur aldrei aftur og óvíst að nokkurt skáld skipi sæti Davíðs frá Fagraskógi næstii áratugi eða ald ir. Djúphyggja, karlmennska, dreng skapur og einstök ljóðlist Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi lyfti okkur — gerði okkur meiri menn. — Hann var stolt okkar og ljóð hans hluti af okkur sjálfum. En er okkur ekki einig skylt, að veita afkomend- um okkar og síðari tímum eins mikla hlutdeild í hinum andlegu verðmætum og okkur er unt? Það getum við m.a. með því að varð- veita heimili hans og vinnustað svo að innlendir menn og aðrir eigi kost á, að krjúpa við hina „gullnu lind“, þar sem skáldið orti mörg sín feg- urstu ljóð. ################ JON H ÞORBERGSSON: LANDNÁM RÍKISINS MÉR virðist undarlega hljótt um eitt stærsta mál landbúnað- arins, sem er Landnám ríkis- ins. Það hóf framkvæmdastarf- semi sína árið 1947. Síðan þá og enn, er landnámsstjóri, Pálmi Einarsson búnaðarkandi- dat. Hann er einn þeirra manna, sem hefir leyst störf sín af hendi af mikilli samvizku semi og dugnaði, enda felur hann ekki eigin vinnustundir. Pálmi er nú orðinn kunnug- astur allra manna um ástand og skilyrði til búnaðar í sveitum landsins, enda safnað um það og skráð mikinn fróðleik, sem byggja má mikið á, um búnað- arháttu í framtíð og felst þar í mikil vinna. Það sem ég gef hér upp, um þetta merkilega mál, er sam- kvæmt nýfengnum upplýsing- um frá Pálma Einarssyni. Frá stofnun Landnáms ríkis- ins árið 1947 til 1. okt. 1964 hafa 1200 fjölskyldur sótt um heimild til að stofna nýbýli og aðstoð til að byggja eyðijarðir. Af því eru umsóknir um ný- býli 1021 og um uppbyggingu eyðijarða 179. Af þessum 1200 umsóknum fullnægðu aðstæður ekki settum skilyrðum um bú- ræktaraðstöðu hjá 166 aðilum, en samþykktir voru, af nýbýla- stjórn ríkisins, alls 1034 um- sóknaraðilar. Nokkrir hinna 166 fengu ábendingar um bú- hæfar uppbyggðar jarðir, sem þeir keyptu og settust að á. Af 1034 aðilum eru 899 sem hafa ræktað, byggt rekstrar- byggingar og komið sér upp íbúðum og bústofni, en 135 eru með byrjunarframkvæmdir og býli þeirra eru enn ekki bú- rekstrarhæf. Vegna ýmissa persónulegra ástæðna hafa 27 hætt eða fallið frá, eftir að þeir hófu fram- kvæmdir. í nokkrum tilfellum var orsökin dauðsföll, er breyttu aðstæðum aðila, en í flestum tilfellum er orsökin vinnuframboð utan landbúnað- ar með hærri tekjum, en aðilar gátu vænzt að fá af búrekstri. Með búrekstri eru 872 nýbýli og endurbyggðar eyðijarðir og nemur fráhvarfsprósenta þeirra er byrjuðu 3% á 17 árum. Annar fjárhagsstuðningur til viðhalds dreifbýlisbyggð og bú- rekstri heyrir undir fram- kvæmd Landnáms ríkisins eru bæjarflutningur til hagstæðari ræktunar- og raforkuskilyrða og byggingarstyrkir til byggðra lögbýlisjarða til útrýmingar óhæfum íbúðum. Þannig að- stoðar hafa að meira eða minna leyti notið 531 jörð. Þá hafa lög- býlisjarðir, er minni tún hafa, en 15 hektara, notið sérstakra framlaga til ræktunar, sem frá 1964, ná til allra jarða með tún undir 25 hekturum og koma undir það framkvæmdakerfi um 3800 af byggðum jörðum í landinu. Hér er ekki um neinar smá- framkvæmdir að ræða og því vel þess vert að á þeim sé vak- in athygli. Á 10 árum, frá 1950—1960, fóru 497 jarðir í eyði og nátt- úrulega ekki merkilegar marg- ar þeirra. Á þessum sama tíma bætti Landnámið við fleiri jörð um en fóru í eyði. Það munar nú um minna en þegar heilar sveitir fara í eyði, eins og t. d. Sléttuhreppur. Þar Jón H. Þorbergsson. voru fyrir eina tíð 110 býli og nú er Jökulfjarðasveitin farin í eyði með 14—16 býlum. í þess um sveitum eru raunar ágæt skilyrði til sauðfjárræktar. Snæ fjallaströndin er orðin með mjög fá býli. Þönglabakkasókn og Flateyjardalur eru nú í eyði og fleira mætti telja upp um eyðibýli. En ég tek t. d. að síð- an 1947 eru orðin til í Suður- Þingeyjarsýslu rétt um 100 ný- býli. Þau eru náttúrulega í vexti og mörg lítil enn. Til jafn aðar er áhöfn þeirx-a nú rétt um 99 kindur, 7 kýr, 2Á2 geldneyti og 1 hross. Áður en Landnám ríkisins hóf starfsemi sína höfðu þó nokkur nýbýli orðið til og áður var til félagið Landnám, sem, m. a. kom upp nýbýlahverfi í landi Reykjavíkurbæjar. Ég er nýkominn úr ferð um Hreppana. Þar er ánægjulegt um að litast. Þær sveitir munu hæstar, jafnvel á öllu landinu, FUNDUR haldinn í Sjómanna félagi Akureyrar 8. nóv. 1964 leyfir sér að mótmæla því við bæjarstjórn Akureyrar, að breytt hefur verið frá því, sem áður var, að telja svonefndan sjómannafrádrátt frá brúttó- tekjum sjómanna við álagn- ingu útsvars þeirra, á sama hátt og gert er við álagningu tekjuskatts. Sjómannafrádrátturinn fel- ur í sér nokkra viðurkenningu á því, að sjómannastéttin verð- ur að kosta miklu til, vegna at- vinnu sinnar umfram það, sem títt er um aði'a launþega, svo sem mikinn sjófatakostnað á sjónum, og meira og minna ferðakostnað. Sjómannafrádrátturinn, sem samið var um af sjómannafélög unum við stjórnarvöldin, er því ætlaður til að jafna að nokkru með tölu stofnaðra nýbýla síð- an 1947, eða 24 nýbýli í Hruna- mannahreppi, en 21 nýbýli í Gnúpverjahreppi. Enn er í þess um sveitum rúm fyrir margt nýbýla. Enda bjóða sveitir landsins rúm fyrir ótrúlegan fjölda nýbýla og þar á þjóðin sín miklu vaxtarskilyx-ði. Enda hlýtur að koma að því, að gróð urmoldin, sem er fyrsta undir- staða fyrir bús^tu þjóðarinnar í landinu, verði mjög eftirsótt til hagnýtingar. _ Aldrei, hér í landi, hafa orð- ið eins miklar byltingar í at- vinnulífi þjóðarinnar, sem á þessum ái-um síðan Landnám ríkisins tók til stai-fa. Það hefir orðið til mikilla bóta fyrir land- búnaðinn og spyrnt við fæti að ekki færi ver fyrir honum en orðið er vegna fi-áhvai-fs fólks úr sveitunum. Á þessum byltingatímum hef ir það einkennt aldarháttinn í atvinnumálum að oftrú ríkir gagnvart sjávai-útvegi en van- trú gagnvart landbúnaðinum. Því til stuðnings nægir að benda það, að stofnlán hafa ver ið veitt til sjávarútvegs allt að 90%, að undanförnu, en engin stofnlán til kaupa á jörðum. Nú loksins er að verða til stofnlánadeild landbúnaðarins. Vonandi nær hún að þróast til þess að koma að góðu liði fyrir ungt fólk, sem vill hefja búskap í sveit í stað þess að flytja til sjávarins. Ég vil enda þessar línur með þvi að hvetja ungt fólk til að kaupa jarðir í sveit eða að stofna þar nýbýli. Þar eru kjör in jafnvel bezt. Byggingarlán eru þar veitt með góðum kjör- um og styrkur á gott íbúðarhús er nú orðinn 60 þúsund krónur og svo er tvöfaldur styrkur á hvern hektara, sem ræktaður er upp í 25 hektai-a. Bæði jarða- bótastyrkur og styi-kur úr ný- býlasjóði, er nemur samanlagt allt að 50% af ræktunarkostn- aði. □ leyti aðstöðumun manna í þessu efni. Fundurinn leyfir sér því að skora á bæjarstjórn Akureyrar, að fylgt vei-ði sömu reglum um sjóma’nnafrádrátt við álagningu útsvara, eins og gert er við á- lagningu tekjuskatts, og vei'ði það látið gilda fyrir yfirstand- andi ár og framvegis. Um atkvæðagreiðslu í RÍKJUM, sem eru miðlimir Sameinuðu þjóðanna eða sér stofnana þeirra, eru 106 sögð veita konum sama rétt og karl- mönnum til að kjósa og vera í kjöri. í einu ríki, Ecuador, eru karlmenn skyldaðir til að greiða atkvæði í opinberum kosning- um, en konum er í sjálfsvald sett hvort þær neyta kosninga- réttar síns. Sjómannafrádráttur við álagningu útsvara Björg Unnur KVEÐJ HÚN andaðist í Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri þann 12. nóvember s.l. eftir langa og þrautafulla sjúkdómsbar- áttu. Engum sem fylgdist með því hvernig heilsufari hennar var háttað hina síðustu mánuði, duldizt, að fyrr en varði yrði hún kölluð til að ganga inn um dyr dauðans. En þegar tjaldið féll, sem skil ur svið tíma og eilífðar, mun þó vinum hennar hafa brugðið mjög, eins og við værum ekki við því búin að sjá henni á bak. Og þungur skuggi féll yfir veg ástvina hennar, sem áttu henni svo stóra þökk að gjalda. Sumir ei-u svo vel gerðir, að þeir geta — í gegn um blítt og strítt, kveikt ljós í lífi þeirra, sem ei-u með þeim á veginum og gull manngildis þeirra skír- ist í eldi-egni reynslunnar, æ því betur, sem raunin varð stærri. Svo var Unni Sveinsdóttur farið. Hún var gagnmerk kona, greind og siðmenntuð í þess orðs beztu mex-kingu, og hvar sem hún fór um huga sínum og höndum, grei-i eitthvað, sem átti sér gildi. Unnur fæddist að Ásgeirs- brekku í Skagafirði á aðfanga- dag jóla árið 1901 og vai-ð þá skært ljós á vegum vanda- manna sinna, og alla stund síð- an mun hún hafa vakið - hjá þeim hinar sömu tilfinningar og verið þeim til sæmdar og gleði. Þegar svo er lifað er gott heilum vagni heim að aka, áður en elli og hi-öi-nun ná að merkja veginn skuggum. En einnig það hlutskipti myndi Unnur hafa borið með hetjubrag, því að hún kunni ekki að æðrast né vai-pa þunga byi-ðar sinnar yfir á bak annarra. Aftur á móti var henni eiginlegt að rétta hlýja og trausta hönd sina fram til stuðnings þegar tilefni gafst, og hún átti næman skilning á mannlegum kjörum og þá sam- úð, sem náði til innstu róta þess - hjarta sem naut hennar. Unnur Sveinsdóttir dvaldist allvíða um æfina, en mörg síð- ustu ái-in átti hún heimili á Ak- ureyri. Þar vann hún mörg og ólík störf, enda var hún hvort- tveggja í senn: fjölhæf og at- orkusöm, og um trúmennskuna og ti-austleikann þui-fti enginn að efast. Alla þjónustu innti Unnur af höndum með þeim hætti, að það skapaði henni vin sældir og sæmd og varð þeim, sem nutu til vinnings og heilla. Enginn mun hafa kunnað að segja frá öði-u, en að Unnur Sveinsdóttir vandaði öll sín verk eftir því, sem fi-ekast vox-u föng til, og sýndi sannan heið- arleika í öllum samskiptum. Menn virtu hana eins og ósjálf- rátt, enda var háttprýði henni meðfædd og heilhugur hennar samur til hinztu stundar. Sveinsdóffir UORÐ Unnur var ágætlega gefin, verkhög, bókhneigð og fróð- leiksfús, hún var athugul og skyggndist gjarnan djúpt eftir gildi hlutanna og unni því, sem til góðs horfði á hverri tíð. Hún var alvörugefin, með trausta og fastmótaða skapgerð, sem stóðst hin margvíslegu veðrabrigði veraldarinnar mmmmmmm — án þess að haggast, en jafn- framt átti Unnur til efsta dags mikið af glaðværð og léttleika í lunderni sínu, og á góðri stund gat gneistað af þeirri gleði. Unnur hafði ríka ánægju af ferðalögum og útilífi, tign ör- æfanna töfraði hana og um þann unaðsheim mun hún hafa eignast minningar, sem urðu henni síðar „langra kvölda jólaeldur." Það var ánægjulegt að í-æða við Unni um hin marg- víslegustu efni, en ánægjuleg- ast þó um ferðalög og fjallaun- að, því að þá var sem féllu af henni fjöti-ar og hún lifði fi-jáls langt ofar flatneskju hversdags ins — um svið baðað sólskyni. Unnur naut þess að vei-a oft á ferð og kynnast landi sínu, en annai-s batt stárfið hana löng- um fast og skylduna setti hún jafnan ofar öllu öðru. Atvikin höguðu því svo, að á milli okkar unnar Sveinsdóttur varð náin kynning og við átt- um hin margvíslegustu sam- skipti. Ég var með henni í önn rúmhelginnai-, á ferð í frelsi bjartra sumra — og sumardaga — á glaðri stund í góðra vina hópi og heima við ai-ineldinn. Einkum var ég tíður gestur á heimili hennar, er hún, ásamt móður sinni, bjó í í Skipagötu 2. Ég undi mér vel í kyrrð og hlýju þess fallega heimilis, sem Unnur hafði búið þeim mæðg- unum þar. Þetta var í miðbæn- um, í einhverjum mesta gný um ferðarinnar. En það var eins og hann lokaðist úti — inni var svo kyrrt — líka hreint, eins og í luktum faðmi hárra fjalla. Þær mæðgurnar, Ingibjörg Jónsdóttir og Unnur Sveins- dóttir, voru traustir og sterkir persónuleikar. Það var gott að sitja við arininn á heimili þeirra njóta hlýjunnar, hoi-fa í glóð- ina og hlusta á nið tímans — í vari frá glysihlaðinni og gný- samri vélaöld. Þarna kynntist ég Unni bezt — vígsýni hennar og vitui-legum viðhorfum til lífsins, skyldui-ækni hennar og trúfestu og nærfærinni ástúð hennar til vina og vandamanna og þá fyrst og síðast til einka- dótturinnar og augasteinanna tveggja — dóttux-sonanna og heimilis þeirra. í þeirri um- hyggju var ekkert heilt né hálft, þar var allt í té látið, sem til heilla gat horft — og var þar jöfnuður á báðar hliðar. En svo brast heilsa hennar á s.l. vori. Áfram var barizt á verði skyld- unnar á meðan nokkur vegur var að halda velli. Ekkert æðru orð var mælt í þeii-ri þrekraun né síðar í hinni iöngu legu, þeg ar sundin lokuðust öll — nema það eitt, sem alli-a bíður opið. Þarna skapaðist þáttur enn einnar hetjusögu. Og nú er Unn ur horfin sjónum —inn í víð- emi eiliíðarinnar, þar sem henni mun gefa sýn til Sólar- fjalla. Við leiðarlok flyt ég Unni Sveinsdóttur heilhuga þökk fyrir samfylgdina, sem bæði var auðlegð og sæmd að njóta. Dóttur hennar, og öðrum þeim, sem áttu hug hennar all- an, sendi ég innilegustu samúð- arkveðju. — í vitund þeii-ra er hið auða rúm stórt. En þar er í-ík gæfa að hafa átt það, sem mikið tap er að missa og mega vermast við minningu, sem engir skuggar dylja. Jórunn Olafsdóttir frá Sörlastöðum. Sígarettureykingar aukast HERFERÐIN gegn sígarettu- reykingum, sem byggðist á niðui-stöðum vísindamanna um skaðsemi þeii-ra hafði mikil áhrif í mörgum löndum, einnig hér á landi, samkvæmt óyggj- andi rökum. í flestum löndum jukust ,þó reykingar fljótlega á ný — en misfljótt. íslendingar urðu síð- astir til að auka sígarettureyk- ingarnai-, en nú í október var þó svo komið, að þeir reyktu 10% meira að hinum illi-æmdu sígarettum en á sama tíma í fyrra. □ RAFLÍNUSTAURAR LÖGÐUST ÚT AF Gunnarsstöðum, Þórshöfn, 24. nóvember. Hinn 18. þ.m. gerði afspyrnuro'k kl. 4—8 að degin- um. Þá lögðust 10 raflínustaur ar útaf sunnan við Syðri-Brekk um. Steurarnir brotnuðu ekki, heldur lét rakur jarðvegurinn undan. Línur munu ekki hafa slitnað. Hinsvegar fóru símalín ur illa bæði slitnuðu og síma- staurar brotnuðu. Um veturnætur var meira af rjúpum á heiðunum en oftast áður. Nú sjást þær ekki og eru eflaust hátt til fjalla. Lítilshátt- ar snjóföl er á jörðu. O. H. Frá Bridgefélagi Ak. FJORÐA umferð í sveitakeppni fyrsta flokks var spiluð sl. þriðjudag og urðu úrslit þessi: Sveit Óðins Árnasonar vann sveit Hafliða Guðmundssonar með 6—0. Sveit Kai-ls Jörunds- sonar vann sveit Magna Frið- jónssonar með 6—0. Sveit Ólafs Þorbergssonar vann sveit Jóns H. Jónssonar með 6—0. Sveit Bjarna Jónssonar vann sveit Stefáns Gunnlaugssonar 6—0. Sveit Sturlu Þórðarsonar vann sveit Aðalsteins Tómassonar 6—0. í þriðju umferð vann sveit Stefáns Gunnlaugssonar sveit Aðalsteins Tómassonar með 6-0. ~~~~~~~~~ OLAFUR GUNNARSSON, SALFRÆÐINGUR: ÍSLENZK YANMETAKENND „ERU allir íslendingar ríkir?“ Árið 1948, þegar erlendur gjald- eyrir var af fremur skornum skammti, spurði 15 ára danskur piltur, nemi í framleiðslu, mig þessarar spurningar. Ég sagði piltinum eins og var að svo væri ekki, en spurði samtímis af hvexju hann drægi þá álykt- un. „Vegna þess, að engir gefa eins mikið þjórfé og þeir.“ Þessi piltur vann á Wivex, einu dýrasta og glæsilegasta veitinga húsi Kaupmannahafnar, en þangað komu efnaðir ferða- menn frá fjölda landa, m. a. bandarískir dollaratúristar. Ég minnist þess tæplega að hafa heyrt vanmetakennd lítiU- ar og fátækrar þjóðar betur lýst í fjórum orðum en þessi fá- kunnandi piltur gei'ði með sinni sakleysislegu spurningu, sem var borin fram af algeru þekk- ingai'Ieysi á íslenzkri þjóð, nema hvað þjórfjár gjafir henn ar snerti. Ekki veit ég hvort rétt er hermt, en sú saga gekk manna á meðal í Kaupmannahöfn, að íslenzkur athafnamaður hefði leigt hljómsveit sama veitinga- húss, til þess að fara til útborg- ar Hafnar og spila þar fyrir þá- verandi forsætisráðherra Dana í tilefni af afmæli hans. Miklir menn erum við Hrólf- ur minn. Vai-la mun dyljast nokkrum meðalgreindum manni, að þarna eru á ferðinni menn, sem vilja fyrst og fremst láta á því bera, að þeir séu miklir menn. Jafnvel þótt Ijós þeirra skíni aðeins eina kvöldstund á dýru veitingahúsi ei-lendis og slokkni með rafljósunum þegar birtir af degi. Nýlátinn íslenzkur heiðurs- maður, sem um áx-atugaskeið stai-faði í íslenzka sendiráðinu í Kaupmannahöfn, sagði eitt sinn við mig, að aldrei hefði hann liðið aðra eins önn fyrir landa sína, eins og þegar þeir fóru að leika heimsborgara í Kaupmannahöfn, að síðustu heimsstyx-jöldinni lokirmi. Til þess skorti þá flest, sem til þui-fti, en þó einkum þann sjálf- sagða virðuleika, einkenni auð- mannsins, sem fæddur er auð- ugur, er alinn upp til að gæta auðs og veit að hann stendur á traustum grunni. Lág íbúatala þjóðar er í sjálfu sér hvorki hlægileg eða óvirðu- leg. Aðrar þjóðir fara þá fyrst að gera sér dælt við þegna smá- þjóða þegar þeir gefa tilefni til þess með hvers konar apakatta látum. Raunar má með nokkr- um sanni segja, að ekki skipti álit annarra meginmáli í þessu efni, verra sé ef yfirbreiðslu- grobbið sýki þjóðina sjálía og dragi úr eðlilegu manngildi hennai'. Ekki alls fyi-ir löngu var birt mikil forsíðufyi-irsögn í einu dagblaðanna í Reykjavík og sagt frá því með miklu yfirlæti, að 630 rúm væru nú samtals í gistihúsum borgarinnar. Þessi grein er skrifuð í smá- bæ í Júgóslavíu. Bærinn hefur aðeins 4100 íbúa, en gistirúmin eru 2750. Samt eru Júgóslavar langt frá því að vera nein for- ustuþjóð í gistihúsamenningu og eru einmitt um þessar mund ir að leita aðstoðar annai-ra í sambandi við endux-bætur gisti- húsa. Vankunnátta íslendinga, sem veitingamanna, hefur fram á síðustu ár verið slík, að þeim sem hafa þurft að bjóða erlend um gestum á veitingastað að kvöldlagi hefur verið æi-inn vandi á höndum. Raunar hefur ekki aðeins komið til vafi á matargæðum og framxeiðslu heldur engu síður vafi á því, hvort takast myndi að forðast ölvaða ævisöguþuli eða þorst- láta bónbjargarménn, sem óá- talið af þjónaliði fengu að vaða uppi við hvaða borð, sem þeim sýndist. Vegaástand íslands á hvergi sinn líka í Evrópu, og hávaði í miðboi'ginni hefur oft og ein- ætt truflað svefnfrið ferða- menna. Ekkert af þessú gerir ferðamanna dvölina ánægju- lega, og þó tekur út yfir allan þjófabálk, þegar lofgerðasafn- a' Er dagblaðanna telja að ferða maður:-*i megi ekki kveðja svo þewa land, að hann segi því ekki eitthvað til lofs og dýrðar í blaðaviðtali. Kurteisir menn hafa löngum fyrrt sig óþægindum með því að tala um fegurð jöklanna, út- sýnið, Gullfoss eða Geysi eða Þingvelli, eða þetta allt saman. Um mannanna verk hafa þeir verið fámálli en einhvei-nveginn tekst samt að koma viðtalinu þannig fyrir, að lesandinn hlýt- ur að fá þá hugmynd, að nú fyrst hafi ferðamaðurinn kynnst dásemdum tilvei-unnar, og þeir sem ekki komi til íslands fari þeirra ævilangt á mis. Þá sjaldan útlendingar hafa gagnrýnt eitthvað, sem þeim finnst ábótavant, hefur því oft- ast verið illa tekið. Tækifærirr til að læra af þeim, sem heim- sækja okkur hafa löngum verið látin ónotuð. Fátt virðist vera verra eitur í beinum mai-gra íslendinga en er erlend blöð segja héðan- al- mælt tiðindi, sem ekki eru ein- tómt skjall. Helzt lítur út fyrir, að það sé álitin skylda hvers þess manns sem stingur niður penna um íslendinga að segja aðeins það sem þeim má til lofs og dýrðar verða, en þegja um allt, sem miður fer. íslenzkir blaðamenn hentu að vonum gaman að því, þegar þeir voru látnir draga skó af fótum sér á einu gistihúsi borg ax-innar einn mikinn rigningar- dag s.l. haust, til þess að þeir væru fundnir þess verðugir að ræða við indverskan munk, sem sat eins og hofmóða á kálfs- skinni á rúmi sínu. Ekki verður annað séð en ákveðnir aðilar hugsi sér að skapa einhvers konar töfra- Ijóma um íslendinga, gei-a þá í augum annarra að yfii-mannleg um, flekklausum verum, sem hvorki finnst á blettur eða hrukka. Líklegra væri samt vissai-a að banna ferðir íslend- inga til útlanda eða a. m. k. á skemmtistaði í öðrum löndum, ef þessi fróma hugsjón á að hafa einhverja von um að breyt ast í veruleika. Ekki get ég samt varist þeirri hugsun, að hklega væri enn ör- uggara til að skapa þjóðinni óbi-otgjarna virðingu, ef hún hagaði sér þannig, að hver sem er megi um það vita . Skemmtanaiðnaður er mikill og sívaxandi atvinnuvegur hvarvetna um heim. íslending- ar reyna sem víðar að tolla í tízkunni og flytja í því skyni inn allmikið af ei-lendum skemmtikröftum. -Af eðlilegum ástæðum geta íslendingar sjald an fengið dýrustu stjörnurnar hingað, nema ef svo vel tekst til, að frægir listamenn eigi ís- lenzkan maka. Það, sem á kann að skorta í frama gestanna áður en þeir stíga á íslenzka grund er þó fljótlega bætt upp með langri lofgerð um glæsilegan lærdóms- og listferil þeirra. Ekki spillir það til, að gesturinn virðist hafa beðið þess í ofvæni mikinn hluta ævinnar að koma til ís- lands og sjái nú fyrst lífsdraum sinn rætast í einhverju dans- húsi Reykjavíkur. Ekki þori ég að full- yi-ða hversu víðtæk neikvæð áhrif lélegs skemmtanaiðnaðar kunna að vera, en þau eru ör- ugglega mikil. Hitt má minna á, að eins auðvelt er að ,fá hingað ágæta þjóðdansaflokka og þjóðlagasöngvara, sem væru líklegri til að skilja eftir ein- hver jákvæð spor í hugum ís- lenzkra æskumanna. Ungverjar eiga t. d. sérstaka snillinga á þessu sviði og mun betri en gömlu söngkonuna, sem Þjóð- leikhúsinu var send s.l. vor, engum til gleði en mörgum til aUnokkurra leiðinda. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi af mörgum um ís- lenzka vanmetakennd. Ég vildi mega vænta þess, að þeii', sem hafa það að ævistarfi að rita helzta lestrarefni almennings, dagblöðin, hugleiddu í fullri alvöru, hvort það sé ekki tíma- bært að horfast sem mest í augu við x-aunveruleikann, en gefa lífslyginni sem minnst svig rúm. Sannur og drengilegur málflutningur blaða getur haft mikil áhrif í þá átt. Barnaleg viðkvæmni gagnvart gagnrýni og jafnvel fréttum er engum til gagns. Ólafur Gunnarsson. STÓRHRÍÐARVEÐUR. í gær var komið nokkurt frost með norðanátt og snjókomu, og sumsstaðar hreina norðan-stói-- hríð. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.