Dagur - 16.01.1965, Side 2
2
Á hvern hátf er hægl að anka
r
a
er að ákveðnu markmiði er
meiri
sesir Frímann Gimnlaugsson
FRA3IMISTAÐA Akureyringa,
nýliðanna í fslandsmótinu í
handknaltleik karla, annarri
tleild, um síðustu helgi, hefur
vakið mikla athygli. Eins og
sagt var frá í síðasta blaði unnu
þeir einn leikinn en töpuðu
tveim með litlum mun.
Blaðið náði sem snöggvast
tali af Frímanni Gunnlaugssyni
þjálfara og fararstjóra flokksins
og ræddi lítillega við hann.
Hvernig fannst þér frammistaða
Akureyringanna, Frímann?
Árangurinn varð miklu betri
en ég bjóst við. Að vísu var
ekki gott að gera sér grein fyr-
ir því áður, hver styrkl. flokks-
ins var, þar sem engir aðrir
voru til samanburðar. En pilt-
arnir voru fljótir að samlaga sig
aðstæðunum fyrir sunnan, náðu
nokkuð vel saman og léku
yfirleitt góðan og fallegan hand
bolta. Þetta kom á óvart, því
það var áreiðanlega ekki búizt
við miklu, hvorki hér heima eða
annars staðar, áður en lagt var
út i þessa keppni.
Hverju þakkar þú þennan ár-
angur?
Fyrst og fremst þeirri aðstöðu
sem fékkst til æfinga í vöru-
geyrnslu Rafveitunnar, þar sem
hægt var að æfa á sömu vallar-
stærð og er að Hálogalandi. Raf
veitustjóri, Knútur Ottersted,
hefur verið okkur sérlega vel-
viljaður í þessu máli. Nú, svo
hafa piltarnir sýnt mikinn
áhuga og sótt æfingar vel. En
ég tel vonlaust að æfa í íþrótta-
húsinu hér, ef einhver framför
á að nást í handboltanum. Sal-
arkynnin eru alltof þröng til
þess.
Var ekki erfitt að leika þessa
þrjá leiki með svo stuttu milli-
bili, sem gert var?
Það er náttúrlega mjög erfitt
og alveg útilokað fyrir hvaða
lið sem er/að ætla sér að ná
árangri með því móti. En satt
að segja bjuggust við aldrei
við að vinna neitt af þessum
leikjum, og sízt leikinn við
Þrótt, og gerðum því ekkert í
að fá niðurröðun leikjanna
breytt. En svona fyrirkomulag
sættum við okkur ekki við næst.
En hvað um framhaldið með
æfingar?
Það er æft þrisvar í viku, en'
því miður fáum við æfingarað-
ALFADANSI ÞÓRS,
sem vera átti n.k. sunnudag er
frestað vegna snjóþyngsla,
þar til 24. þ.m. ef veður leyðir.
stöðuna í vörugeymslunni senni
lega ekki nema fram í byrjun
marz.
Hvenær eru næstu leikir?
Hinn 27 n.m. verður síðasti leik
urinn í fyrrrumferðinni við Val,
og daginn eftir fyrsti leikurinn
í aniiarri umferð við ÍR. Það
eru fimm lið í deildinni og koma
því 8 leikir á hvert þeirra.
Er ekki mikill kostnaður við
ferðalög á þetta mót?
Jú, hann ,er rrukilk. Hluta af
honum greiða KA, Þór og ÍBÁ,
en hitt verða keppendur sjálfir
að greiða, svo og uppihald.
Stendur eitthvað fleira til hjá
ykkur á næstunni?
Framarar, íslandsmeistarnir í
handbolta, hafa áhuga á að
koma og leika hér. En ekki er
neitt ráðið um það mál enn þá.
En vissulega væri gaman, ef af
slíkri heimsókn yrði.
Og þú ert ánægöur yfir þátt-
töku Akureyringa í þessu
íslandsmóti?
Já, handknattleikurinn hér á
Akureyri hefur vaxið í áliti
með þessari þátttöku, og þegar
að einhverju ákveðnu mark-
miði er að keppa, skapast alltaf
meiri áhugi. Ég vona að hand-
knattleiksmennirnir, svo og ann
að íþróttafólk í bænum, fái sem
fyrst þá æfinga- og keppnisað-
stöðu, sem sómasamleg getur
talizt, segir Frímann að lokum.
AFREKASKRÁ ÍSLENDINGA 1964 (framhalS)
Hástökk metrar
Jón Þ. Ólafsson ÍR 2.06
Kjartan Guðjónsson ÍR 1.95
Erlendur Valdemarsson ÍR 1,81
Sigurður Lárusson ÁR 1.80
Valbjörn Þorláksson KR 1,79
Haukur Ingibergsson HSÞ 1,75
Ársæll Ragnarsson USAH 1,71
Sigmar Jónsson USAH 1,71
Árni Johnsen IBV 1,71
Halldór Jónasson ÍR 1,70
Emil Hjartarson HVÍ 1,70
Þorvaldur Benediktss. KR 1,70
Jón Hauksson HSK 1,70
Ólafur Guðmundsson KR 1,70
Sigurður Hjörleifsson HSH 1,70
Sigurþór Hjörleifsson HSH 1,70
Gunnar Marmundsson HSK 1,70
Jóhannes Gunnarsson HSK 1,70
Ingólfur Ingólfsson UBK 1,67
Langstökk metrar
Kjartan Guðjónsson ÍR 6,93
Úlfar Teitsson KR 6,92
Ólafur Guðmundsson KR 6,89
Þorvaldur Benediktss. KR 6,79
Karl Stefánsson HSK 6,77
Sigurður Friðriksson HSÞ *b,76
Gestur Einarsson HSK 6,76
Valbjörn Þorláksson KR 6,74
Sig. V. Sigmunds. UMSE *6,71
Skafti Þorg'r.ímsson ÍR 6,58
Ragnar Guðmunds. UM3S 6,47
Einar Frímannsson KR 6,46
Ólafur Unnsteins. ÍR 6,42
Þórður Indriðason HSH 6,42
Jón Þ. Ólafsson ÍR
Páll Eiríksson KR
Sigfúr E’íasson ÍBV
Sigurður Hjörleifs. HSH
Einar Gíslason KR
Björgvin Hólm ÍR
Ófeigur Baldursson HSÞ
* meðvindur of mikill
Þrístökk metrar
Karl Stefánsson HSK 14,54
Þorvaldur Benedikts. KR 14,36
Sigurður Hjörleifs. HSH 14,23
Reynir Unnsteinss. HSK 14,08
Sigurður Sveins. HSK 14,08
Sigurður Friðriks. HSÞ 144)1
Úlfar Teitsson KR 13,89
Þormóður Svavarsson ÍR 13,77
Guðmundur Jónsson HSK 13,51
Emil Hjartarsson HVÍ 13,41
Jón Þ. Ólafsson ÍR 13,40
Þórður Indriðason HSH 13,40
Haukur Ingibergss. HSÞ 13,32
Sig. V. Sigmunds. UMSE 13,30
Ólafur Unnsteinsson ÍR 13,21
Stefán Guðmundsson ÍR 12,91
Bergsveinn Jónsson HSÞ 12,85
Sigfús Elíasson ÍBV 12,82
Gestur Þorsteins. UMSS 12,79
Ófeigur Baldursson H3Þ 12,78
Stangarstökk metrar
Valbjörn Þorláksson KR 4,35
Páll Eiríksson KR 3,85
Valgarður Sigurðsson KA 3,65
Kjartan Guðjónsson ÍR 3,60
Björgvin Hólm ÍR 3,50
Sigurður Friðriksson HSÞ 3,35
Guðm. Jóhannesson HSH 3,30
Magnús Jakobsson UMSB 3,29
Ófeigur Baldursson HSÞ 3,28
Valgarður Stefánsson KA 3,25
Torfi Bryngeirsson ÍBV 3,25
Jón Hauksson HSK 3,20
Erlendur Valdemarsson ÍR 3,20
Ólafur Guðmundsson KR 3,20
Gunnar Marmundsson HSK 3,20
Þórður Indriðason HSH 3,10
Ársæll Ragnarsson USAH 3,05
Ásgeir Daníelsson HSÞ 2,95
Auðunn Benediktss. UMSE 2,90
ff
Á RÁÐSTEFNU sem íþrótta-
samband íslands hélt fyrir
nokkru, flutti Benedikt Jakobs
son, kunnur íþróttakennari, er-
indi sem hann nefndi: „Á hvern
hátt er hægt að auka íþrótta-
starfið á landinu?"
Kemur margt athyglisvert
fram í erindinu og er það því
birt hér í heild.
„Spurningu þessari er ekki
auðsvarað, og engan veginn á
einn og óumdeilanlegan hátt.
Leiðir þær, sem hinar ýmsu
þjóðir fara í upplýsinga, upp-
byggingar og útbreiðslustarf-
semi sinni, eru harla ólíkar.
Meðölin mörg, stefnur og starfs
hættir af ýmsu tagi.
Það fyrirkomulag og sú upp-
bygging, sem hæfir hjá einni
þjóð, hæfir ekki hjá annarri.
Smekkur, siðir og venjur eru
ólíkar.
Viss aðalatriði, ákveðin vaxt
ar- og þróunarlögmál eru þó
hin sömu, hvert sem litið er.
Þjóðfélagið er gjörbreytt,
vettvangur einstaklingsins ann
ar og nýr.
Þjóðfélagið fóstrar, sérhæfir
og gerir sífellt nýjar og vaxandi
kröfur um aukna sérhæfingu í
hinum ýmsu störfum þegnanna.
Lífsstundir manna eru í æ
ríkari mæli „virkjaðar". í fyrstu
fyrir ýmis konar nám og síðar
fyrir hin fjöíþættu störf í þjóð-
félaginu.
AGA VANTAR í SKÓLANA
Skólarnir kenna margt nytsamt
og eru gagnlegir að sjálfsögðu.
Þeir eru á gelgju- og vaxtar-
skeiði eins og þjóðin öll. Mikils
verðir þættir í uppeldi eru van
ræktir. Þættir, sem móðir nátt
úra annaðist áður ásamt heim-
ilum víðsvegar um bæ og byggð.
í öllum þeim skólum sem ég
þekki til hérlendis vantar að
meira eða minna leyti aga og
uppeldi.
Að taka góð próf í utan að
lærðum fræðum er ágætt, en þó
trauðla takmark í sjálfu sér.
Skilningur iiemendans á náms
efninu, gildi þes's og tilgangi er
aðalatriðið.
Skólaíþróttir, sem kenndar
eru án þess að vekja nemendur
til skilnings og umhugsunar um
■Jf* r
hið raunverulega gildi þeirra,
geta að vísu gert gagn á meðan
á skyldunámi stendur. Þegar
nemandinn kveður skólann, eru
á hinn bóginn heldur íitlar lík
ur fyrir því að hann stundi
íþróttir, hafi hann aldrei skil
ið tilgang þeirra og gildi.
Mark og mið skólaíþróttanna
í landinu er ekki nægilega ljóst
hjá forystumönnum skólanna,
læknum, kennurum og þar af
leiðandi ekki hjá nemendum
skólanna.
Vel skipulögð og heilsteypt
íþróttahreyfing, getur því að-
eins vaxið upp í þessu landi, að
kynning ungmenna af íþrótta-
lífi og iðkun íþrótta í skólum
landsins verði á þá lund, að
íþróttir verði í einhverri mynd
óaðskiljanlegur þáttur í dag-
legu lífi sem flestra þegna þjóð
félagsin^, að skólanámi loknu.
FORUSTA Í.S.Í.
íþróttasamband íslands hefur
haft um það forystu um háKrar
alda skeið, að leiða íþróttahreyf
inguna í landinu, mennta hann
og manna.
Vafalaust má telja að þeir, er
farið hafa með forystuhlutverk
íþróttasambandsins, hafi gert
sitt bezta á hverjum tíma til að
lyfta íþróttahreyfingunni til
vegs í þjóðfélaginu.
Undir forystu og merkjum
hinna ýmsu íþróttaleiðtoga hef
ur náðst frábær íþróttalegur ár
angur sér, í lagi í einstaklings-
íþróttum. Árangur, sem vakið
hefur heims athygli. En þrátt
fyrir það, hefur ekki skapast
hér og mótast sú menning í-
þróttalegs uppeldis, sem raun-
ar á að vera sá kjarni, sem hin
einstöku afrek spretta upp af,
líkt og ávextir á fögru tré.
Fyrir tveimur til þremur ára
tugum iðkuðu menn íþróttir og
börðust fyrir þeim, margir
hverjir af eldlegum áhuga og
hugsjón, og sumir gera það enn,
þó að hugsjónamönnum fari
vafalaust fækkandi.
NAUÐSYNLEGT AÐ SEM
FLESTIR STUNDI ÍÞRÓTTIR
í nútíma þjóðfélagi þarf að beita
nútíma aðferðum, nútíma vopn
(Framhald á blaðsíðu 7).
Kjarían Guöjónsson, ÍR. Einn af eínilegustu frjálsíþróitamönnum landsins.