Dagur - 16.01.1965, Side 8
8
Þannig mun hin nýja verksmiðjubygging SÍS í Bandaríkjunum líta út.
SÍS byggir verksmiðju vestra
Forstöðumaður er Sverrir H. Magnússon
SMÁTT OG STÓRT
ÁRIÍ) 1951 stofnaði Samband ísl
samvinnufélaga sölufélag í
Bandaríkjunum, Iceland Prod-
ucts. Reyndist þetta nauðsyn-
legt vegna bandarískra skatta-
laga. Hlutafé Iceland Products
er 62 þús. dollarar. Af þeirri
upphæð á Sambandið $61.600-,
en $400,- eru á nafni íslenzkra
starfsmanna Iceland Products,
en þetta fyrirkomulag var nauð
synlegt til að uppfylla bandarísk
ar reglur um hlutafélagið.
Iceland Products hefir starf-
rækt litla verksmiðju í Harris-
burg í Pensylvaníu síðan 1959,
en þá voru skrifstofur félagsins
fluttar þangað frá N.Y. Verk-
smiðja þessi hefir framleitt til-
búna fiskrétti úr ísl. fiskblokk-
um. Hefir þessi framleiðsla þótt
lítil væri gefið góða raun sér-
staklega síðustu árin. Það vill
of oft brenna við að blokkir
frá ísl. frystihúsunum eru ekki
gallalausar og hefðu því ekki
selzt til hinna stóru blokkkaup
enda nema með afslætti. Með
því að vinna þessar blokkir í
verksmiðju Iceland Produces
hefir hins vegar verið unnt að
skila fullu andvirði til íslands.
Á sl. 10 árum hefir sala Ice-
land Products vaxið úr nálægt
4 millj. Ibs. í 23,3 millj. Ibs sl.
ár og hefir aldrei verið meiri
en þá.
Vegna hinnar auknu starf-
semi Iceland Products undan-
farin ár og vegna þess að eftir-
spurn eftir tilbúnum fiskrétt-
ILL FÆRÐ í HÚNA-
VATNSSÝSLU
Blönduósi 12. jan. Hér hefir ver-
ið norðanátt með snjókomu að
undanförnu. Færð á vegum er
víða slæm, einkum fram til
dala. Mjólkurflutningar hingað
hafa verið erfiðleikum bundnir.
í dag er von á bílalest að sunn
an yfir Holtavörðuheiði, og var
jarðýta lesoinni til aðstoðar.
Leikfélag Blþnduóss sýndi
gamanleikurinn Hringinn tvis-
var um síðustu helgi. Ö. S.
um hefir farið ört vaxandi í
Bandaríkjunum, ákvað stjórnin
og framkvæmdastjórn Sam
bandsins á sl. sumri, að byggja
nýja verksmiðju í Harrisburg,
til að bæta óg auka aðstöðu
sölufélagsins.
Framkvæmdastjóra Iceland
Products, Sverri H. Magnússyni
var síðan falið að sjá um allar
framkvæmdir, en hann hafði
samráð við nýstofnaðan félags-
skap í borginni Harrisburg Aera
Industrial Development Corp,
um útvegun fjár til byggingar
nýs verksmiðju og skrifstofu-
húss. Þessi fyrrnefndi félags-
skapur hefur það markmið, að
vinna að uppbyggingu atvinnu
fyrirtækja í borginni og ná-
grenni hennar og stuðla með því
að jafnvægi í atvinnumálum
Bandaríkjanna. Fjármagn til
byggingarinnar er lagt fram úr
MÁL það, sem Framsóknar-
menn flytja enn á Alþingi um
ráðstöfun til að stuðla að jafn-
vægi í byggð er eitt þýðingar-
mesta þjóðniál, sem á dagskrá
er um þessár ínundir. Hér birt-
ist niðurlag á ræðu Gísla Guð-
mundssonar framsögumanns
þessa mál, er það nú var flutt
á Alþingi.
Eins og ég sagði áðan, yrðu
árlegar tekjur jafnvægissjóðs,
miðað við ’sennilega afgreiðslu
fjárl. 1965, að líkindum eitthvað
kringum 50 millj. kr. eða rúml.
það samkv. þessu frv. Þetta er
ekki mikið fjármagn miðað við
þau verkefni, sem fyrir hendi
eru, en miklu skiptir, að ekki
sé lengur dregið að hefjast
handa. Jafnvægisstofnunin þarf
að komast á fót sem fyrst. Fram
kvæmdastjóri norsku jafnvægis
stofnuninnar sagði hér á dögun
um, að ráðamenn í Noregi vildu
stöðva fólksflóttann úr dreifbýl
inu, stöðva strauminn, eins og
Iiann orðaði það. En getum við
stöðvað þennan straum? spurði
hann, og spurningunni svaraði
hann sjálfur á þessa leið: já,
við getum það, þ.e.a.s. við Norð
sjóði félagsins og er Iceland
Products fyrsta fyrirtækið, sem
nýtur þeirrar fyrirgreiðslu.
Byggingarframkvæmdir hefj-
ast í þessum mánuði og verður
lokið á komandi sumri. Þetta
nýja hús verður 3800 ferm. að
stærð og er gert ráð fyrir að
það kosti um 350 þús. dollara.
Vegna hárra innflutningstolla
í Bandaríkjunum á tilbúnum
fiskréttum hefir ekki verið
grundvöllur hér á landi fyrir
verksmiðju, slíka sem hér um
ræðir. Harrisburg er höfuðborg
í Pensyivaniuríki og hefur þá
sérstöðu, að vera á krossgötum
meira en nokkur önnur borg í
austurfylkjum Bandaríkjanna.
Um Harrisburg liggja allar aðal
fiutningabrautir frá austri til
suðurs. Er því mjög góð aðstaða
fyrir verksmiðju Iceland Pro-
ducts til að koma framleiðslu
sinni á markað vítt og breitt um
Bandaríkin.
menn getum það — ef við vilj-
um.
Við íslendingar getum það líka
ef við viljum. Þjóðfélagið getur
gert þær ráðstafanir, sem til
þess þarf, að ísland verði áfram
byggt land. Hér er fvrst og
(Framhald á blaðsíðu 7).
„ÞAÐ ER BARA SNJÓFÖL A
AKUREYRP1
Norðlendingar eru vanir mikl-
um snjó einhvern hluta vetrar
þótt eldri mönnum finnist mjög
snjólétt síðustu áratugi, kyngir
oft niður miklum snjó á skömm
um tíma. En við minnumst líka
góðviðriskafla, svo að jafnvel
blóm springa út á þorra.
Um þessar mundir eru allar
samgöngur á landi lamaðar
vegna fannfergis á vegum. Má
segja, að allir vegir hafi uni
tíma verið ófærir venjulegum
bílum í nágrenni Akureyrar og
einungis færir öflugustu bílum,
sem sérstaklega eru til þess ætl-
aðir að ösla snjóinn og hafa drif
á öllum hiólurn.
Og nú er snjórinn umræðu-
efni og víst þykir hann mikill.
Ferðamaður, sem hingað kom
og heima á norðantil við Eyja-
fjörðinn, lét svo ummælt, að sér
sýndist bara snjóföl á Akureyri
miðað við snjódyngjuna þar
nyrðra.
TRÉIN BROTNA UNDAN
SNJÓÞUNGANUM
í Lystigarðinum hafa orðið mikl
ar skemmdir á trjám, sem brotn
að hafa undan snjóþunganum
eða einstakar greinar, að því er
garðyrkjuráðunauturinn, Jón
Rögnvaldsson, sagði blaðinu í
fyrradag. Við hin ýmsu hús í
bænum er trjám einnig hætt við
skemmdum og stöku stað hafa
trén ekki þolað snjóþungann.
Húseigendur geta hreinsað snjó
inn af trjám, þar sem ekki er
uin skóg að ræða, og ættu að
veita þessu athygli á meðan
snjórinn enn er laus og ekki
kominn í hjarn.
BÍLDEKKIN OG SNJÓRINN
Bílstjórar á Akureyri hafa haft
orð á því, að eftir að snjórinn
kom, hafi myndast klístur utan
á lijólbörðum bílanna. Þetta er
rétt og límast fingur manns ef
við er komið. Telja sumir að
hér sé um einskonar tæringu að
ræða. Blaðið spurði Sigurð Bald
vinsson forstöðumann Gúmmí-
viðgerðarinnar á Akureyri, sem
manna bezt ætti að vera slíkt
kunnugt.
Sigurður sagði, að utan á
dekkin myndaðist tjörukennt
efni, sem hægt væri að skafa af.
Menn yrðu svartir á höndum af
að handleika dekkin. Þetta efni
bráðnaði við loga af eldspítu og
tæki síðan að loga. Ennfremur
sagði hann, að þetta væri ekk-
ert nýtt, því fyrir um það bil 10
árum hefði farið að bera á þessu
en einungis þegar snjór væri,
svo sem nú er. Hann sagðist
geta giskað á, að þetta gæti staf-
að frá olíukyndingunum í bæn-
um og útblæstri bifreiðanna,
sem olíu brenndu. Um tæringu
væri naumast að ræða. Og því
miður, sagði hann, eru allar teg-
undir hjólbarða undir þessa sök
seldir.
MIKILHÆFUR FULLTRÚI
FALLINN
Á fimmtudaginn var jarðsungin
í Washington Tlior Thors
ambassador og fastafulltrúi ís-
lands hjá Sameinuðu þjóðunum,
61 árs að aldri. Með honum er
mikilhæfur maður og góður ís-
lendingur genginn. Fyrir fáum
árum átti sá er þesar línur rit-
ar, kvöldstund á heimili hans og
þeirra hjóna vestra. Þar var vel
tekið á móti gestum og á ýms-
um stöðum varð þess vart, svo
ekki varð um villst, að þar áttu
íslendingar fulltrúa er naut
fyllstu virðingar.
Mun mörgum í hug koma við
fráfall Thor Thors það, sem
Stephan G. Stephansson kvað:
„Ég finn til skarðs við auðu ræð-
in allra/sem áttu rúm á sama
aldarfari“.
PILTURINN STÓÐ I
BJÖRTU BÁLI
Mörgum þykir „sopinn góður“
og mörgum liefur hann yljað
fyrir brjósti. En stundum verð
ur hitinn of mikill, eða svo mun
pilti einum í Þórskaffi, Reykja-
vík liafa fundizt. Pilturinn
komst með vin á dansleikinn
og hafði það undir fötum í plast
belg. Þegar til átti að taka,
reyndist tappinn fastur. Piltur-
inn brenndi þá gat á belginn
með eldspýtu, en vissi þá ekki
fyrri til en hann stóð í björtú
báli, því óöar kviknaði í áfeng-
inu í höndum hans. Piltur þessi
liggur nú á sjúkrahúsi.
EKKI ER ÞAÐ SÖK DAGS
Ritstjóri Alþýðumannsins seg-
ir stuðning Dags við staðsetn-
ingu alumíníumverksmiðju við
Eyjafjörð lítinn verið hafa. Má
vera að of lítill hafi stuðning-
ur blaðsins verið við norð-
lenzka stórvirkjun og stóriðju
mál. Þó hefur Dagur haft algera
sérstöðu í þessu efni. Ef það
hefur farið fram hjá ritstjóra A1
þýðumannsins er það sök
hans sjálfs. Kyrnning á hinum
norðlensku sjónarmiðum, varð-
andi mál þessi er nauðsynleg,
og því ætti það nú ekki að vefj-
ast lengur fyrir ritstjóranum,
sem á sínum tíma var ritari á
Jökulsárfundinum á Akureyri
1962, að senda út fundargerð-
ina.
AÐ TAKA SKARID AF
Risíj. Alþýðuinannsins fagn-
ar því live skarplega formaður
Framsóknarflokksins hefur tek-
(Framhald á blaðsíðu 7).
Fjárhagsáæílun bæjarins afgreidd
FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjarsjóðs Akureyrar var afgreidd á fundi
bæjarstjórnar Akureyrar þriðjudaginn 12. janúar.
Niðurstöðutölur áætlunarinnar eru Kr. 74.512.500.00
Hæstu gjaldaliðir eru:
Félagsmál ........................................ Kr. 18100.000.00
Gatna- og holræsagerð ............................ Kr. 13.175.000.00
Nýbyggingar ...................................... Kr. 8.450.000.00
Hæstu tekjuliðir eru:
Útsvör ........................................... Kr. 45.167.500.001
Aðstöðugjöld .................................... Kr. 12.500.000.00
Framlag úr Jöfnunarsjóði ..........................Kr. 10,100.000.00
Heildarupphæð útsvara hækkar frá áætlun fyrra árs um kr.
8.175.400.00 — eða um 22%
Eiti þýðingarmesta þjóðntálið
eru ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi
í byggð landsins