Dagur


Dagur - 13.02.1965, Qupperneq 4

Dagur - 13.02.1965, Qupperneq 4
4 5 Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. HjARTASJÚKDÓMAR BÚVÖRUR OG HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR eru taldir í örum vexti á íslándi, enda svo komið, að félög óg lands- samband hafa verið stofnuð til að vinna móti þessum vágesti. Svo virðist, sem læknavísindunum komi saman um fjórar meginorsakir hjarta- og æðasjúkdóma: Andleg spenna, sem leiðir af hinu mikla kapphlaupi um lífsins gæði, reyking- ar, sem hafa margfaldast hér á landi á tiltölulega skömmum tíma, hreyf- ingarleysi fjölda manna vegna hinn- ar nýju atvinnuskiptingar og frá- hvarfs frá útivinnu til kyrrsetu, of- át og ofdrykkja og í fjórða lagi of- fita. En fólk gerir sig ekki ánægt með slíkar skýringar vegna þess að lífsvenjubreytingar í gagnstæða átt eru því ekki að skapi. Fólk heimtar töflur eða sprautur til að vega upp á móti óhollum lifnaðarháttum. Ein orsök hjartasjúkdóma er tal- in stafa af of miklu magni cholester- ols í blóðinu, til viðbótar því sem að framan er nefnt og sé vegna ofneyzlu á dýrafitu. Því hafa grunnhyggnir menn rokið upp og talið mikla neyzlu feits kjöts og mjólkurvara, svo og smjörs, óholla. Hins hefur þá ekki verið gætt, að tveir bandarískir vísindamenn hafa nýlega sannað, áð líkaminn getur sjálfur byggt upp cholesterol í blóðinu, án þess það væri í fæðunni og hlutu þeir Nob- elsverðlaun fyrir. Það er því fjarri ölju lagi að kenna landbúnaðaraf- urðum hér um, nema sem ósannaðri getgátu. Upplýst hefur verið, að ])ótt ís- lendingar neyti meiri mjólkur en flestir aðrir, er neyzla mjólkurvara hér á landi minni en víða annars- staðar. T. d. er smjömeyzlan hér á landi 6,5 kg. á mann á móti allt að 20 kg. smjörneyzlu á hinum Norður- löndunum. Og víðast er ostanevzlan margföld við það, sem hér gerist. Og allir vita, að hér á landi er borðaður meiri fiskur en minna kjöt en í flest- um öðrum nálægum löndum. Það eru því naumast landbúnaðarvör- urnar, sem hér á landi valda lijarta- sjúkdómum og er sanni nær að segja, að hinar fágætlega góðu búvörur, sem hér á landi eru framleiddar, séu mesti heilsubrunnur þjóðarinnar og hafa verið það frá upphafi byggðar í þessu landi. Ein er sú þjóð, sem neytir meiri dýrafitu en nokkur önn- ur, hlutfallslega, og eru það Eskimó- ar. Hjá þeim hafa læknavísindin ekki fundið liinn margumtalaða sjúkdóm. Ef kenningin um skað- semi dýrafitunnar væri á rökum reistur, hefðu Eskimóamir liðið undir lok fyrir löngu vegna hjarta- og æðasjúkdóma. □ Þingeyri, Dýrafirði DÁNARMINNING ÞANN 5. þ. m. lézt að heimili sínu, Þingeyri, Dýrafirði, Ang- antýr Arngrímsson, 85 ára að aldri. Angantýr var fæddur Svarf- dælingur. Foreldrar hans voru hjónin Arngrímur málari Gísla son skálds frá Skörðum, Suður- Þingeyjarsýslu og Þórunn Ijós- móðir Hjörleifsdóttir prests, oftast kennd við Skinnastað. Föður sinn missti Angantýr er hann var átta ára. Var hann þá tekinn í fóstur af hjónunum að Urðum í Svarfaðardal, Sigur hirti Jóhannessyni og Soffíu Jónsdóttur. Olst hann þar upp til fullorðins ára sem einn af fjölskyldunni, en þá fór hann til náms í búnaðarskólann að Hólum og lauk þar búnaðar- námi. Ekki mun þó hugur hans hafa sérstaklega beinzt að bú- skap, heldur mun hitt hafa ráð- ið, að það var nær eina leiðin er fátækir piltar eygðu kleifa til að ná í einhverja fræðslu um- fram barnalærdóminn, sem var af skornum skammti á þeim tíma. Náminu lauk hann með glæsi brag, hlaut hæstu einkunn bekkjarbræðra sinna og var þó við nokkra glæsilega náms menn við að keppa. Fyrstu árin eftir veru sína á Hólum vann hann að jarðabóta- vinnu á sumrum en stundaði bamakennslu á vetrum. Bú- skap rak hann aldrei. Angantýr kvæntist elztu dótt ur prestshjónanna á Völlum í Svarfaðardal, Tómasar Hall- grímssonar og Valgerðar Jóns- dóttur, — Elínu, hinni mestu glæsikonu. Þau ungu hjónin settust að á Dalvík og rak Angantýr þar út- gerð í stærri stíl. Þá var vél- bátaútgerð að héfja göngu sína. Útgerðina rak hann um all- margra ára skeið, en ekki gekk hún ætíð sem skyldi, og lagði hann hana niður, seldi bátinn óg fluttist burtu og til Þingeyr- ar við Dýrafjörð og gerðist verkstjóri hjá Anton Proppe, er rak útgerð og verzlun á Þingeyri, en þeir Angantýr og Proppe voru svilar. Anton var kvæntur Elísabetu Tómasdótt- ur systur Elínar. Á Þingeyri áttu þau hjónin Angantýr og Elín heimili sitt síðan. Ég hefi hér aðeins stiklað á helztu æfiatriðum í lífssögu Angantýs en hún segir næsta lítið um manninn sjálfan, sem þó er aðalatriðið, en ég stað- hæfi að hann- hafi haft flesta kosti til að bera, sem mann mega prýða. Þori ég óhræddur að fella þann dóm. Svarfdæling ar og aðrir er áttu samleið með honum og samstarf stáðfesta þann dóm ábyggilega. Angantýr var glæsimenni svo af bar. Hár, þrekinn og þrótt- menni, andlitsfríður og svip- hreinn. Ekki gat hjá því farið að hann vekti eftirtekt hvar sem hann kom fram, hvort heldur einn eða í hópi manna. Glæsilegt útlit ber sízt að vanmeta, það hefir vissulega sitt gildi, en hitt ræður þó jafn- an mestu um lífsgæfu og gengi, hverjir hinir innri andlegu og geðrænu eðlisþættir eru. í þeim efnum hafði Angantýr vissulega ekki verið settur hjá af þeim er honum lífið skóp. Hann var fjölgreindur maður, lundin létt, einkar skemmtinn, hjartahlýr og aðlaðandi, en þó alvörumaður gagnvart samtíð sinni og síarfi. Allir þessir eðliskostir komu g’ögglega fram í lííi hans og lífsviðhorfi og gerði hann óvenju eftirsóttann, sem félaga og vin. En þegar þessi hlið í lífi Angantýs er rædd, sem að mínum og að ég hygg allra dómi, er til þekktu, var einn höfuðþáttur í lífs- og félagsmála starfi hans, — verður hann naumast skilinn nema jafnframt sé getið eiginkonu hans, Elínar Tómasdóttur, því ég efast um, að sá ljómi sem er yfir minn- ingu Angantýs í hugum Svarf- dælinga hefði verið slíkur sem hann var og er í sambúð með nokkurri annarri konu en henni. Það skal því sagt hér, frú Elínu til maklegs lofs, að hjarta- hlýrri og elskulegri konu hefi ég ekki kynnzt. Það hallaðist heldur ekki á um glæsileik og persónutöfra hjá þeim hjónum. Það kom líka fljótt í Ijós er þau höfðu byggt sitt eigið heim- ili, Sandgerði, Dalvík, að gest- kvæmt yrði á bænum þeim, þangað virtust allir eiga erindi, og öllum tekið með sömu alúð- inni. Dalvík var þá, sem nú, að- alsamgöngumiðstöð Svarfdæla, þó verzlunarstaður væri hún naumast talin þá. Aðalverzlun- arstaður Svarfdæla var þá Ak- ureyri. Hinsvegar fóru allir að- drættir til heimilanna í gegnum Dalvík er jafnframt var útgerð- arstaður sveitarinnar og mikið stundaður af sveitamönnum. Varla mun sá dagur hafa lið- ið að ekki kæmu gestir í Sand- gerði. Það má í stuttu máli segja að þar væri veitingahús sveitarinnar í þess orðs bein- ustu og fegurstu merkíngu, en frábrugðið öðrum stöðum er slíkt nafn tíðast bera. Veitinga- húsið Sandgerði tók aldrei greiðslu fyrir veitingarnar. Ágæt kjör fyrir þá sem þáðu og gleði fyrir þá sem veittu, en ekki að sama skapi ábatasamur rekstur fyrir gestgjafann. Ein- hvern veginn blessaðist þetta samt og alltaf var húsið jafnop- ið öllum meðan þau hjón réðu þar húsum. Það var eins og þetta hlyti svona að vera- og ekki öðruvísi. Skyldi ekki sag- an hafa endurtekið sig er til Þingeyrar kom? Grunur leikur mér á því. Það var ekki sízt unga fólkið er hændist að Sandgerði. Það voru ekki veitingarnar sem drógu það að, heldur hversu skemmtilegt og hlýlegt var í návist þeirra hjóna. Þau skildu unga fólkið og vildu allt fyrir það gera. Angantýr var félagsmálamað- ur í eðli sínu og fjölhæfur á því sviði. Félagsmálastarfsemi var ekki mikil í Svarfaðardal á þeim árum, þó hinsvegar væri hún sízt minni þar en þá tíðk- aðist annats staðar. En Angan- týr átti án efa mestan þátt í að vekja upp ýmis samtök, er mið- uðu í senn að andlegri upp- byggingu og brugðu bjartari svip á hið daglega líf fólksins í harðri lífsbaráttu. Hann vakti upp þá krafta er fyrir voru og setti þá á hreyf- ingu, safnaði þeim saman og tók sjálfur virkan þátt í þeim og sparaði sig hvergi. Hann mun hafa verið fyrsti hvatamaðui' þess að stofnaður var söngflokkur strax og tæki- færi bauðst til að koma honum á fót, með tilkomu Tryggva Kristinssonar mágs síns. Að vísu var Tryggvi fullur áhuga í þessu efni og tók ljúflega á sínar herðar það erfiða hlut- verk, að þjálfa unga menn í söng og vekja áhuga á þeirri íþrótt. Þetta starf leysti Tryggvi af höndum með þeim ágætum, að víða fór orð af og eigi gleym ist Svarfdælingum. Síðan hefur söngáhugi lifað góðu lífi í Svarfaðardal og lifir enn. Leiksýningum hrundu Ang- antýr og Elín af stað, og voru þau hjón alla tíð sína á Dalvík einhverjir beztu leikarar þar og fóru oftast með aðalhlutverk. Leikstarfsemi hefur síðan verið iðkuð á Dalvík. Málfundafélag mun af Ang- antýs hvötum hafa verið stofn- að. Notaði hann tækifæri til að hrinda því af stað er Guðjón Baldvinsson frá Böggvisstöðum tók sér hvíld frá háskólanámi í eitt ár. Gerðist hahn leiðandi þess félags. Félag þetta hlaut nafnið Aldan. Bæði eldri og yngri menn tóku þátt í þessum félagsskap og töldu sér mikinn vinning að. Enda leiðbeinand- inn, Guðjón, frábær áhugamað- ur um alþýðufræðslu. Þegar svo ungmennafélagshreyf ingin barzt hingað til lands ’og Snorri Sigfússon skólastjóri gekkst fýrir stofnun Ungmenna félags Svarfdæla árið 1909 var jarðvegurinn undir þá félags- stofnun alls ekki ói-uddur. — Þessar smáfélagaheildir er ég hefi nefnt hér að framan og ég tel Angantý fyrsta frumkvöðul að, hurfu nú allar inn í stefnu- skrá ungmennafélagsins, — er ávaxtaði vel sitt pund og færði út kvíarnar inn á fleiri svið. — Auðvitað voru Angantýr og Elín í fremstu línu þess félags- skapar meðan þau dvöldu á Dalvík. Ekki held ég það geti valdið tvímælum að Angantýr hafi verið ungmennafélaginu styrk- ust stoð meðan hans naut við. Hann vildi helzt ekki taka þar forystustöðu, þó hann kæmist ekki undan því að lenda í stjórn þess í ein tvö skipti. Hann taldi, að í þeim félagsskap skyldi beita yngri mönnum á oddinn, en þeir áttu líka vissan stuðn- ing hans að baki sér. Það kom ýmsum næsta vel er lentu í for- mannsstarfi, því að nokkrir munu hafa litið á sig aðeins sem kallaða, en ekki útvalda, þó byrðin væri felld á þá. Eftirá kunnu þeir að meta þessa hvatn ingu, er þeir fundu að það hafði orðið þeim holl prófraun. Þannig voru vinnubrögð Ang antýs og lýsir það manninum vel. Hér skal þá ekki fleira rak- ið, þó mörgu öðru mætti við bæta. Ég vil nú við fráfall Angan- týs færa honum og um leið konu hans, fyrir hönd Svarf- dælinga, innilegar þakkir fyrir vináttuna og gestrisnina og all- ar gleðistundirnar í húsi þeirra og annars staðar, hvar sem fundum bar saman. Ásamt þeim þökkum fylgja hugheilar sam- úðarhveðjur til konu lians og sifjaliðs. Með Angantý er kvaddur úr þessum heimi, ég vil leyfa mér að segja, eitt systkina minna. Við vorum systrasynir og heim- ili foreldra minna var ætíð í æsku hans annað heimili þó hann nyti fósturs á öðru heim- ili, þar sem hann líka átti sína fóstursystur. Sjálfur mun hann hafa litið á þetta sömu augum. Þetta bræðralag þakka ég nú RÉTT fyrir jólin kom út her a Akureyri, hjá Prentverki Odds Björnssonar, 1. bindi af Skag- firzkum æviskrám, á fjórða hundrað blaðsíðu bók með hátt á þriðja hundrað mannamynd- um. Um bók þessa hefur verið fremui' hljótt, enda lítið gert að því að auglýsa hana. En hún er tvímælalaust þess verð, að henn ar sé getið, og gaumur gefinn. Hér verður þó enginn dómur kveðinn upp um bókina, hvorki til lofs né gagnrýnis, enda hæfir ekki að ég geri það. En líklegt þykir mér, að þetta rit muni njóta sömu vinsælda og viður- kenningar sem önnur þau fræði rit er Skagfirðingar hafa gefið út síðastliðinn aldarfjórðung. En þeir hafa sem kunnugt er, gei't sögu síns héraðs, ættvísi þar og mannfræði, meiri skil en nokkrir aðrir landsbúar. Ber þar einna hæst Jarða- og bú- endatalið, en það rit á engann sinn lika í ísl. fræðagerð. Hins vegar hefi ég orðið þess var, að ýmsir sakna upplýsinga um hvernig áætlað er að þetta verk vinnist, t. d. hve ört hin fyrirhuguðu bindi eiga að koma út, og hvað ráði vali þátta í hvert einstakt þeirra. Og til að bæta úr þessu, að svo miklu leyti sem mér er kunnugt um, rita ég línur þessar. í formála þessa útkomna bindis segir, að ætlunin sé að gefa út stutt æviágrip allra þeirra, sem búskap stundúðu í Skagafirði á árunum 1890 til 1910 svo og konum þeirra, greint frá ættum þeirra og börnum, og þeirra makar nafn- greindir. Ennfremur að birta myndir af hjónunum eftir því sem unnt er að hafa upp á. Koma líklega nær eitt þúsund hjón þar til greina, og sést af því, hversu geysilegan fróðleik þetta rit kemur til með að hafa að geyma. Ástæðan fyrir því að þetta tímabil var tekið fyrir, var fyrst og fremst sú, eins og segir í formálanum, að bjarga gömlum mannamyndum frá gleymsku og glötun sem yfir þeim vofir, þegar þeir eru fallnir frá, sem þessu fólki voru kunnugir. En fyrir þennan tíma mun lítið vera til af myndum. — Þá kann og að hafa verið litið á það, að nær engir núlifandi menn muna persónulaga fólk, sem látið hafði af búskap í Skaga- firði fyrir 1890. Vitneskjan um það fór því skki með neinum í gröfina úr því sem komið var. Aftur á móti fer að rofa til í heilshugar. Ég naut þar meira en ég var fær um að greiða, annað en bróðurhug minn. Það sem ég hefi sagt, gildir jafnt fyrir systur mínar og mig. Því miður getum við ekki mætt við útför Angantýs, en hugur okkar mun þó dvelja þá sem oftar á meðal konu hans, dóttur og annarra ættingja. — Við biðjum þeim öllum guðs blessunar. Þór. Kr. Eldjám. hugum ýmsra gámalla manna, sem enn eru ofan moldar, eða voru þegar þetta ritverk var hafið, þegar kemur fram yfir 1890. Þótti því hentugt að hafa minni þess fólks við að styðjast hér. Rétt þykir mér að benda á, að þó að þetta tímabil sé af- markað við þessa tvo áratugi beggja megin aldamótanna, þá grípur það í raun og veru yfir miklu lengra svið. Það er sem sé nægilegt að maðurinn hafi búið aðeins eitt eða tvö ár fram yfir 1890 þá kemur greinargerð um hann, jefnvel þó hann hafi byrjað búskap sinn um, eða laust eftir 1960, eins og dæmi munu finnast um. Sama er að segja um mann, sem er nýbyrj- aður búskap 1910. Hans verður getið þarna, enda þótt hann kunni að hafa búið fram undir miðja öldina, þ. e. a. s. sé hann látinn nú. Að þessu leyti spann- ar þetta verk sem hér er hafið yfir allt að 80 ára tímabil. — Léttir þetta að sjálfsögðu all- mjög á tímabilunum fyrir 1890 og eftir 1910. En fyrirhugað var og er víst enn, að gera þeim svipuð skil og þessu, þó að það verði að sjálfsögðu ekki að sinni. Gert er ráð fyrir að þetta verði minnst þrjú bindi, og að eitt komi út á ári. Næsta bindi kemur örugglega út fyrir næstu áramót, nema að eitthvað óvænt hindri. Engri fastri reglu er fylgt um val þáttanna í bindin utan þá helzt þeirri, að taka það sem fyrst var tilbúið og fyrir hendi er þegar nægilegt efni er kom- ið í bókina. Þess vegna eru þættirnir í þessu fyrsta bindi vítt og breitt úr héraðinu. Og svo verður um hin. En til glöggvunar er þeim raðað eftir nákvæmri stafrófsröð. Og í lokabindinu verður heildar nafnaskrá fyrir öll bindin. Þarna er þá fengin aðalskýr- ingin á því hvers vegna annar granninn af tveimur er tekinn, en hinum sleppt. Það hefur sennilega reynzt misjafnlega auðvelt að fá viðhlýtandi upp- lýsingar um þá. Hinn kemur væntanlega í næsta bindi. Vera má að sumum kunni að finnast, að eðlilegra hefði verið að ganga á héraðið eftir sveit- um þess, t. d. að byrja úti á Skaga, halda fram að vestan og enda í Fljótum, eins og var í Búendatalinu. En til þess að svo hefði mátt verða, þurfti að gersafna þáttunum úr hverri (Framhald á blaðsíðu 7). RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga •ÖÖÍHSÚÚÍHKHÍÚÍHKHÍ 12 5Í — Haltu þér saman, annars fer ég mína leið, og það verð- ur verst fyrir þig. — Það ætti að svipta þig fjárráðum, hélt hann áfram, en þú ert sonur einkavinar míns, og þú ert enn svo ungur, að væntanlega getur þú áttað þig og reynt í þér þolrifin, ef nokkur eru, og þessvegna segi ég þér nú, að harðneskjuleg samtök sitja nú um þig á bak við tjöldin, og ég hefi nýskeð [refað það uppi; það eru voldugir og ein- beittir náungar, sem þar hafa ítök í þínurn málum, og vilja nú láta svipta þig fjárráðum. Þetta er ekki aðeins sökurn þess, að þú ert ómögulegur maður að þeirra dómi, en það getur líka orðið gróðavegur fyrir þá, og þinn eigin lögfræð- ingur er einverstanden. — Er það ekki Sommer lögmaður? spurði Eiríkur. “ Jú- — Þá trúi ég þessu ekki. Hann er heiðarlegur maður. — Já, en hann hefir sama sem ekkert með mig að gera. Við höfum eigin lögfræðinga á skrifstofunni — sem ekkert mega vita — viti þeir það þá ekki þegar. Sommer hefir flutt eitt mál á mínum vegum, og á nokkur hlutabréf, og við brugðúm upp nafni hans nokkrum sinnum. Það var allt og sumt! — Jæja, en sennilega sagði hann eitthvað meira um þetta? spurði Eiríkur. — Nja, — eiginlega gerði hann það ekki. Hvernig allt þetta er skipulagt, sagði hann, það verður þú sjálfur að finna og ráða framúr. Ég get aðeins sagt þér, að þetta er skipulagt sem laumuárás, en nú er girt fyrir það. Hann setti tipp hatt sinn og fór. í dyrunum sagði hann: — Heyri ég eitthvað fleira, ska! ég gera þér aðvart. — Láttu nú sjá, að þú komist í fötin. Þú hefðir átt að vera kominn á skrifstof- una fyrir klukkustund! — Já, allt þetta tilkynnti hann mér, meðan ég lá í bað- kerinu. — Nú-jæja, en það var nú fallega gert af honum, og ræki- lega, sagði Eiríkur. — Hvað ætlið þér að taka til bragðs? — Og það spyrjið þér um! hrópaði Bjartur taugaæstur. Þér sjáið að ég er kominn hingað til yðar, annað ætla ég ekki að gera. Bjartur var svo vanbjarga og ráðalaus þarna í stólnum, að Eiríki var hrein ráðgáta, hvernig hann ætti að snúast við þessu. Og hann hafði auðvitað engin skilyrði til að hjálpa honum: — Mér virðist nú annars hálf-furðulegt að koma til mín með þetta, mér er semsé algerlega ókunnugt um viðskipti yðar og rekstur fyrirtækja yðar og get því alls ekki metið kringumstæðurnar. — Segið þér þetta ekki, Hamar, segið þetta ekki! Segið heldur eins og vinur föður míns sálaða: — Þér eruð bölvað- ur grasasni, en ég skal gera allt sem ég get. — Jæja, jæja, sagði Eiríkur. — Ég skal gera allt sem ég get, þótt ég, guð hjálpi mér, hafi alls ekki tíma til þess, — nei, ég get ekki h'ugsað mér, hvernig ég ætti að fá tíma til þess. Bjartur stóð upp, náfölur og skjálfandi, og Eiríkur sagði hratt: — Nei, nei, sitjið nú kyrr dálitla stund, ég hefi alls ekki þverneitað yður, en ég verð að fá leyfi til að athuga bæði mínar og yðar kringumstæður, þér verðið að vera ofurlítið rólegur, annars komumst við ekkert áleiðis. — Þér hafið rétt, þér hafið rétt, tautaði Bjartur og sett- ist niður á ný. — Því þetta hlýtur að varða heljar-átak, allt þetta, hélt Eiríkur áfram. Nú skal ég segja yður um þann hluta þess málefnis að hafa upp á forustumönnum þessarar árásar, — þá held ég, að ég sé kominn á sporið. — Jæja, hvernig þá? spurði Bjartur ákafur. — Nei, það er aðeins smávegis athugasemd af tilviljun, sem ég heyrði í fyrradag og rifjaðist upp l'yrir mér, þegar koma yðar var tilkynnt, — og þá setti ég hana ósjálfrátt í samband við yður. Það var Fylkir, samherji minn, — hann spjallaði um shipping og skringileg fyrirbæri nú á tímum, — ungir skipaútgerðarnjenn, pabba og mömmu-drengir, sem aldrei hefðu fæti stigið á skipsfjöl.... — Sagði hann, lnmdspottið það arna! — Það er einn þeirra, sem illa lítur út fyrir núna, sagði hann, — hann hrapar framaf, fái hann enga aðstoð. — Það er sennilega þér sem hann átti við? — Já, það er eflaust ég. — Við getum þá talið, að Fylkir viti eitthvað — og sé sennilega sjálfur með í þessu. Bjartur kinkaði kolli. — En það þarf eflaust hámark kænsku til að hafa nokk- uð upp úr honum, sérstaklega fyrir mig. — Hversvegna það? Það ætti þó að vera auðveldara fyrir yður sem samherja, heldur en fyrir nokkurn annan. — Alls ekki. Því við erum engir perluvinir urn þessar mundir. En ég verð samt að reyna að bregða kænskunni fyrir mig. Eiríkur bjó sig til starfs með blökk og blýant: — En á hinn bóginn er mikilvægt, hvernig skipuleggja eigi gagnárásina, eða að minnsta kosti hvernig eigi að vernda yður. Eruð þér alveg að hrapa ofan af vaglinu? Er það satt? — Ég veit það ekki. i — NHtið þér það ekki? Þér hljótið þó, fjandinn hafi það, að vita hvernig þér sjálfur eruð stæður? — Ég veit bara, ,að ég er í dálítil 1 i peningaþriing rétt núna. — Hvernig þá? — Get ekki náð í peninga. — Ég skil það, sagði Éiríkur dálítið óþolinmóður. En hvernig stendur.á þessu? Hvað veldur þessu? — Já, ég hefi tvö skip í takinu, sem ég ræð sjálfur yfir, fyrir okkur mömmu. Og annað þeirra hefur farið illa út úr ferðunum úpp á síðkastið- Ég var víst heimskur á þeim slóðum og hefi.ekki fylgst þar almennilega með. Á skrifstof- unni segja þeir að minnsta kosti, að út á skipin sé ekki meira að fá fyrst um sinn. Ég hafi tekið allt. — Jæja. í h aða tekjur hafið þér annars? — Ég hefi 100.000 í Jaun í „Framförum“ og ágóðahluta. Og þáð er al]t sett í.bankann, og þar tek ég svo tit. En þar sögðu þeir, að árslaununum í ár, nú þegar í janúar, yrði að halda föstum, -eða gera upptæk, því ég hefði þegar farið langt fram úr þeim. Það er þó, fjandinn hafi það, ekki hægt. — Að þér farið þannig fram úr, eigið þér við? — En sú vitleysa! iAð þeir reyni að loka fyrir mér. — En í hamingju bænum, banki er banki, viðskipti eru viðskipti. Þér fáið hvergi peninga. út á aðeins falleg augu. - Segið mér, hv-e miklar tekjur höfðuð þér i fyrra, Bjartur? — Satt að segja, — það veit ég ekki. — Hve mikið brúkuðuð þér þá í fyrra? — Það veit ég enn síður. — Haldið þér þá ekki reikning yfir yðar eigin eyðslu? — Nei, ég hefi engan tíma til þess. — Þetta fer að verða leiðinlegt, Bjartur. Allt að því glæp- samlega ábyrgðarlaust. En þér ættuð að vita svona nokkurn veginn, hve mikju þér eydduð í fyrra? — Jæja, svoiia hrefn. eyðsla, — við skulum segja 400.000. Ef til vill hálfa milljón/ Eða því um Síkt. I — En þetta er nú Sænrilega kolbrjálað. Ungur ókvæntur maður eins og þér! — Haldið þér.rað það sé ódýrt að vera ókvæntur, — þér — þá skjátlast yðúr.Þér eruð sjálfur ókvæntur. — En ég brúká heldur ekki tíunda hluta þess, sem þér nefnið. — Nei, það er auðvitað. — Þér græðið heldur ekki eins mikið og ég. Eiríkur hló. Þetta var allt saman út í bláinn. — Það er auðvitað enginn, sem neitt hefir að segja um eyðslu yðar, ef þér aðeins hafið haft tekjur ámóta við eyðsl- una. Það er það, sem um er að ræða. — )æja, — þetta var þá yðar eigin evðsla. En svo eru einnig aðrar upphæðir. — Já, ég hefi keypt mér í búð í Lundúnum. — Og hún kostaði? — Að öllum samanlögðu svona um 100.000 með því, sem ég keypti til viðbótar. Það er ekki dýrt. Þér ættuð bara að sjá hana! ■*5-t ... .• ; : — Efast ekki um að hún sé falleg. Eigið þér ef til vill fleiri íbúðir erlendis? — Eina í París, en hún er billeg, ég fékk þar hrein reyf- arakaup, ég lield hún hafi ekki kostað meira en 30.000. Og svo spara ég mér hótelgistingu. — Spara er ágætt! Þér borgið sennilega húsaleigu, þjón- ustu o. s. frv. — Já, auðvitað. — Hve lengi búið þér svo í þessum íbúðum yðar árlega? — Ég var einn mánuð í París og einn rnánuð í Lundún- urn í fyrra. — Já, það var nú heldur en ekki tíminn. Og þér teljið að þetta sé ódýrara en að gista á hóteli? — Hamingjan góða, þetta er hreinasta yfirheyrsla! — Þér getið gjarnan sloppið við liana, Bjartur. — Nei, fjandinn sjálfur, það var ekki þannig meint. Hvort. það sé óbýrara? Það er að minnsta kosti skemmti- legra. Mér geðjast ekki að hótelum — nema til að borða þar. Framhald.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.