Dagur - 13.02.1965, Síða 7

Dagur - 13.02.1965, Síða 7
7 ALLMÖRG RÍKI og meðal þeirra ríkin, sem mestum fjármunum verja til hernaðarútgjalda, Bandaríkin og Sovétríkin, hafa nú til rækilegrar athugunar vandamálin sem tegnd eru yfirfærslu hern- aðarútgjalda til friðsamlegrar hagnýtingar í sambandi við afvopn- un, segir í yfirliti sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna liefur látið semja. Um 40 ríki og ailmargar al- þjóðlegar stofnanir hafa svarað spurningalista sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent varðandi þetta mál. Skýrslan verður rædd á yfirstandandi Allsherjar þingi og af Efnahags- og félags- málaráðinu. 1 svari sínu leggja Sovétríkin til, að af öllu því fjármagni heimsins, sem afvopnun mundi spara, væri í fyrsta áfanga hægt að hagnýta þriðjunginn til að létta skattabyrðar almennings, þriðjunginn til efnahagslegrar og félagslegrar þróunar, sjötta hluta til alþjóðlegs starfs á vett- vangi vísinda, tækni og efna- hagsframfara, og sjötta hluta til efnahagsaðstoðar við vanþrcuð lönd. FAO (Matvæla- og landbún- aðarstofnun SÞ) lætur þess get- ið í sambandi við möguleikana á að hagnýta sérmenntaða her- menn til borgaralegra starfa, að hin vanþróuðu lönd mundu geta haft mikið gagn af þessum mönnum, þar sem þeir séu bet- ur skólaðir og þjálfaðir en al- menningur í þessum löndum. Hermennirnir geti með sér- stakri þjálfun orðið nýir leið- togar í sveitaþorpum, komið nýjum hugmyndum á framfæri og átt frumkvæði að örari og stórstígari framförum í þorp- unum, þar sem stöðnunin sé r Arsrit Ræktunarfélags Norðurlands UT er komið Ársrit Ræktunar- félags Norðurlands, 61. árgang- ur 1964. Ritstjóri er Olafur Jóns son. Ritið er yfir 130 blaðsíður og fjallar um landbúnað, skóg- rækt og náttúrufræði. Eftir rit- stjórann eru greinarnar: Rækt- un á villigötum, Notkun köfn- unarefnisáburðar, Kjarni og kalk, Sjálftæming flóra, Skýrsl- ur um nautgriparækt, Heyverk- un, Ástungur og Sýningar á nautgripum í Eyjafirði. Magnús Oskarsson skrifar um áhrif kalks og saltpéturs, Þorsteinn Þorsteinsson um áhrif kjarna á sprettu og efnamagn, Sigurjón Steirisson um uppeldi kálfa í opnu húsi og Gunnar Árnason skrifar um norræna samvinnu við rannsóknir. □ venjulega mest og rótgrónust. Bandaríkin gera í svari sínu kerfisbundna grein fyrir mögu- leikum á að verða við hinum innlendu kröfum að því er varð ar húsabyggingar, bætta aðbúð í borgum cg þéttbýli, auðlindir náttúrunnar, menntun, heil- VIÐ undirritaðir vorum til þess kjörnir á fundi í félaginu Brag- verjar á Akureyri, að hafa sam- band við þau eyfirzk skáld, hagyrðinga og Ijóðaunnendur, innan héraðs og utan, sem lík- legt mætti teljast, að hefðu í fórum sínum Ijóð og stökur, að þeir sendi okkur yrki sín með það fyrir augum að velja í „Ey- firzk ljóð og lausavísur,“ sem svo yrðu gefin út, ef næg þátt- taka fengist, þeirra, er til þess hafa getuna og þeir eru vafa- laust margir í þessu héraði ekki síður en annars staðar þar sem slíkum héraðsljóðum og stök- um hefur verið hleypt af stokk- unum, en alls munu 8 héraðs- ljóð hafa verið gefin út. Hár á Norðurlandi eru það Eyfirðing- ar einir, sem ekki hafa enn ýtt úr vör slíku fleyi. Varðandi slíkt 'safn er þetta fram að taka: Höfundur verður að hlíta vali þeirra dómbærra manna, sem til þess verða kvaddir að velja úr safni hvers einstaks. Mynd af höfundi hverjum ásamt fæðingardegi hans og fæðingarstað og helztu æviatriðum fylgi hverju safni svo sem tíðkast um hliðstæðar útgáfur. í öðru lagi er og óskað eftir góð um Ijóðum og þó einkum snjöll- um lausavísum eftir eyfirzka höfunda lífs og liðna. Mætti þá, ef til kæmi hafa sérstakan kafla bókarinnar helgaðan þeim. Tildrög vísna væru þá helzt tilgreind í fáum orðum, ef þess þarf með. Tekið skal fram, að tilgangslaust er að senda óijóð eða svonefnd „atómljóð.“ Ennfremur væri vel þegið, ef Bragverjum væru send hvers konar ljóð og lausavísur hvað- anæva sem væri af landinu og áður óprentuð, þótt ekki standi það í neinu sambandi við fram- anskráð tilmæli, heidur með brigðisþjónustu ásamt almanna tryggingum og fátækrahjálp. Ein tuttugu ríki víkja í svör- um sínum að spurningunni um, hvernig nota megi þaujbernað- arútgjöld, sem sparast, til auk- innar aðstoðar við vanþróuð lönd. — Sameinuðu þjóðirnar munu með tvennu móti geta undirbúið slíka aukningu á hjálpinni til vanþróaðra landa, annars vegar með því að að- stoða umrædd ríki við að semja áætlanir sem þau hafa hug á að hrinda í framkvæmd, hins vegar með því að betrumbæta og liðka hið alþjóðlega hjálpar- kerfi. □ það fyrir augum að bjarga frá glötun og gleymsku þeim auði, sem enn kann að leynast víða, en fer annars í gröfina og gleymskuna með kynslóð þeirri, sem nú er óðum að hverfa af sjónarsviðinu. Þeir, sem þessu vilja sinna, sendi vinsamlegast plögg sín til Baldurs Eiríkssonar á skrif- stofu KEA eða Jakobs Ó. Pét- urssonar ritstjóra íslendings, Akureyri. Önnur blöð eru vinsamlegast beðin að birta ávarp þetía. Baldur Eiríksson, Jákob Ó. Pétursson. SAMVINNAN VERÐBÓLGA, brask og skatt- svik eru stærsíu'vandamálin í efnahagslífi íslendinga, þegar liorft er fram á nýtt ár, segir Erlendur Einarsson forstjóri í grein sinni Við áramót, í nýút- komnu fyrsta hefti Samvinn- unnar þetta ár. í greininni ræðir forstjórinn um nokkur af vandamálum samvinnufélaganna og þjóðar- innar allrar s. 1. ár og drepur á nokkrar nýjungar í starfsemi Sambandsins og kaupfélaganna. M. a. efnis í þessu hefti Sam- vinnunnar má nefna, leiðara um Hamrafellið eftir ritstjór- ann, þar sem rakin er saga skipsins og rætt um þau nýju viðhorf, sem skapast hafa af samningi Rússa um flutning á olíunni til landsins. Þá er grein eftir Helga Þorsteinsson fram- kvæmdastj., sem heitir Birgða- stöð Sambandsins, viðtal við Geirmund Jónsson kaupfélags- stjóra á Hofsósi, Flutt inn í Ár- múla, myndir og frásagnir af Véladeild SÍS og Samvinnu- tryggingum og hinu nýja hús- næði þeirra, Bréf til barnanna í Koti, annað bréf, hið fyrsta kom í jólahefti Samvinnunnar, þar koma í ijós vandamál drengs í formi trúnaðarbréfs, Bókaskápurinn, grein um nób- elsskáldið Jean Poul Sartre eftir Dag Þorleifsson og kafli úr sögu eftir skáldið, Föndur- síðan, minningargreinar um frú Guðlaugu Hjörleifsdóttur og Pétur Jónsson, eftir ritstjórann, og fleira er í ritinu. Þetta hefti Samvinnunnar er vandað að öllum frágangi, eins og jafnan fyrr. □ Móðir mín SOLVEIG ÞÓRA JÚLÍUSDÓTTIR, Elliheimilinu Skjaldarvík, andaðist 10. febrúar sl. í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri. — Jarðarförin er ákveðin fimmtudaginn 18. febrúar kl. 1.30 e. h. frá Akureyrarkirkju. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Ingunn E. Klemenzdóttir. ÁVARP FRÁ „BRAGVERJlir, AKUREYRI MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n. k. sunnudag kl. 2 e. h. (Æskulýðsmessa). Sálmar nr. 372, 141, 304, 318 og 424. Þess er fastlega vænst að væntanleg fermingarbörn og foreldrar þeirra mæti til guðs þjónustunnar. — B. S. KIRKJUKÓR AKUREYRAR heldur kirkjuhljómleika ann- að kvöld (sunnudag) kl. 8,30 í Akureyrarkirkju. — Fjöl- breytt efnisskrá. —- Aðgöngu- miðar seldir við innganginn. MINJASAFNIÐ: Opið á sunnu dögum kl. 2—5 e.h. NÁTTÚRUGRIPASAFNIÐ er opið á fimmtudögum kl. 4—6 síðdegis og sunnudögum kl. 2—4 síðdegis. MINNINGARSPJÖLD kvenfé- lagsins Hlífar. Öllum ágóða varið til fegrunar við barna- heimilið Pálmholt. Spjöldin fást í bókabúð Jóhanns Valde marssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttur Hlíðargötu 3. DÝRALÆKNAVAKT næstu . helgi, kvöld og næturvakt næstu viku hefur Guðmund Knutsen, sími 1724. LESSTOFA ísl.-ameríska félags ins, Geislagötu 5: Mánudaga og föstudaga kl. 4—6, þriðju- daga og fimmtudaga kl. 7.30 —10, laugardaga kl. 4—7. ÉFRÁ SJÁLFSBJÖRG. Framhalds-félagsvist verður að Bjargi laug- ardaginn 13. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Takið með ykkur gesti. — Nefndin. TAPAÐ Sl. miðvikudag tapaðist 35 mm filma (framkölluð) film- an var í „casettu“. Skilvís finnandi vinsamlegast beð- inn að koma filmunni á afgr. Dags. Eflirprentanir málverka eru bæði til sýnis og sölu í Café Scandia FYRST um sinn verða til sýnis og sölu í Cafe Scandia, Geisla- götu 7, eftirprentanir erlendra málverka. Það er því tilvalið tækifæri að fá sér þar morgun- verð, kaffi, súkkulagi eða^ ávaxtadrykki og', gosdrykki, ásamt ágætu, heimabökuðu brauði, — og njóta þess um leið að skoða málverkin. Kaffistof- an er opin frá því kl. 8 á morgn- ana til kl. 23,30. Veitingar eru bornar á borð fyrir gestina. Sumir listamenn hljóta frægð í lifanda lífi, aðrir eru ekki upp götvaðir fyrr en eftir dauða sinn. Þegar hver kynslóðin af annarri hefur vegið og metið hinnar ólíku listastefnur og listaverk, verða einstaka mynd ir éftir — myndir, sém taka hug okkar fanginn'og vgrða okkur talandi tákn, óháð stað og stund. Það er hlutverk listasafnanna að velja úr verðmætin, safna þeim saman og gera þau að- gengileg alménriingi. En þrátt fyrir stór opinber söfn verður það þó aldrei nema lítill hluti okkar, sem fær tækifæri til að njóta hinnar sönnu listar. Tækni nútímans hefur gert kleift að framleiða eftirprentan- ir í litum, sem eru nákvæm eftirlíking af frummyndunum, og á þann hátt höfum við feng- ið að kynnast listaverkum í stærri stíl en nokkru sinni áð- ur. Góðar eftirprentanir í litum af frægum verkum málaralist- arinnar er menningarauki og gera heimilislífið fyllra og auð- ugra. Flestar eftirprentanirnar eru gerðar í einni af beztu lista- verkastofnun Evrópu í Sviss. F rummyndirnar eru sendar þangað og þar vinna sérfræð- ingar að því að fá fram öll blæbrigði í teikningu og lit, unz árangurinn verður slíkur, að oft og tíðum geta aðeins fær- ustu listþekkjarar greint mun- inn á frummynd og eftirprent- un. Á eftirprentununum koma fram öll litbrigði og yfirleitt allt það, sem gefur myndinni gildi. Litirnir, sem notaðir eru, þola ljós, og frágangur á lérefti og lökkun er þannig, að mynd- in endist mjög vel. Myndirnar eru í smekklegum ramma og á þær fest skilti með nafni listamannsins og öðrum upp- lýsingum um endurprentun- ina. □ - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Olgeirsson var þegar fyrir mörgum árum orðinn því mjög fylgjandi, að aluminiumverk- smiðja yrði reist, og að Sósía- listaflokkurinn var sama sinnis. Það er hlálegt að meina E. O. að vinna að þessu áhugamáli sínu. □ Skagfirzkar æviskrár (Framhald af blaðsíðu 4). sveit, eins og þær liggja, áður en prentun hvers viðkomandi bindis hófst. Alveg sama hefði orðið uppi þó sá háttur hefði verið á hafður að fylgja full- kominni stafrófsröð frá upphafi til enda. Hvorutveggja hefði seinkað útgáfunni. Vöntun ör- fárra æviskráa, sem þurftu að komast inn í röðina á sínum stað, hefðu getað tafið prentun- ina að miklum mun. Því enn skortir allmjög á að lokið sé söfnun í sumum hreppum hér- aðsins. Þetta hefur reynzt tíma frek tómstundaiðja fáum mönn- um, og heimildir ekki alltaf auðfengnar. Þorm. Sveinsson.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.