Dagur - 10.03.1965, Page 8

Dagur - 10.03.1965, Page 8
8 heimilt verði, að veiía lækna- stúdentum sérstök ríkislán gegn skuldbindingu um læknisþjón- ustu að námi loknu. Jafnframt er ráðgert að leggja niður íimm læknishéruð, þannig að þau vei-ði 52 í síað 57 nú. Þegar málið kom til fyrstu umræðu sæíti það allhörðuni mótmæl- um, einkum af hálfu Sigurvins Einarssonar og Hannibals Valdi marssonar, sem báðir cru Vest- fjarðaþingmenn, en þar er gert ráð fyrir að leggja þrjú héruð niður. En niðurlagning læknis- héraða er rökstudd með því, að ekki fáist nú læknar í þessi hér- uð og að núgildandi lagaá.kvæði um þau séu Istils virði. Eitt af nýmælum frumvarpsins er í því fólgið, að heimilt skal vera að sameina héruð þannig, að koinið verði upp Iæknamið- stöðvum nieð tveim eða fleiri lækiuim á sama stað. ÞAU EIGA AÐ HVERFA Læknishéruð, sem gert er ráð fyrir að nema úr lögum, eru Raufarhafnarlæknishérað, Bakkagerðislæknishérað, Suð- ureyrarhérað, Djúpavíkurhérað og Flateyjarhérað. Þrjú þeirra, er fyrst voru nefnd, skuli þó ekki lögð niður fyr en þau hafa verið auglýst til umsóknar þrisvar í röð ír.eð þeim kjörum, sem tiltekin-eru í frumvarpinu. Mun eiga að skilja þetta svo, að hérað sem læknir sækir um, verði ekki lagt niður. Heimilt á að vera að greiða úr ríkissjóði % launa handa allt að sex hjúkrunarkonum til starfa í læknishéruðum, ennfremur laun sjö aðstoðarlækna, sem leysa af héraðslækna í orlofum eða við framhaldsnám og ef þeirra verðqr sérsíök þörf af öðrum ástæðum t. d. vegna annríkis í dreifbýlishéraði. — Fleira er í frumvarpinu, þóít ekki verði rakið hér. VERKFRÆÐIRÁÐUNAUTAR í LANDSFJÓRÐUNGUM Gísli Guðmundsson og Ágúst Þorvaldsson hafa lagt fram írumvarp til laga um verkfræði ráðunauta ríkisins á Norður- Austur- og Vesturlandi. Er frumvarp þetta samið af nefnd, sem Hermann Jónasson skipaði á sínum tíma og skilaði áliti fyrir 2—3 árum síðan um ýmis legt varðandi staðsetningu ríkis (Framhald á blaðsíðu 7). HÖFNIN Á RAUFAR- HÖFN FULL AF ÍS Raufarhöfn 9. marz. í gær rak mikinn ís austur með Sléttu og fyllti hann höfnina hér í nótt. ísjakar eru út um allan flóa, en ekki samfelldur ís. Herðubreið var hér og þurfti að stjaka frá sér jökunum í höfninni í morg- un. í dag er verið að draga ís- jakana út úr hafnarmynninu, því þeir geta skemmt hafnar- mannvirki. Þetta er fyrsti ísinn sem hingað kemur. Mikið ís- hrafl er á fjörum á Sléttu. II. H. SKÓLASKEMMTUN ODDEYRARSKÓLANS fór fram um síðustu helgi og var fjölsótt að vanda. Á henni var kórsöngur, fiðluleikur, ævintýraleikir, þjcðdansar o. fl. Meðfylgjandi mynd er af skólakórnum og söngstjóranum, Jóhanni Daníelssyni, kennara. (Ljósmynd: N. H.) Véivæðíng landbúnaðarins rædd á bændaklúhbs- fundi Eyfirðinga sl. mánudag _ r Frummælandi Haraldur Arnason ráðunautur Á EYFIRZKUM bændaklúbb- fundi á Hótel KEA á Akureyri s.l. mánudag flutti Haraldur Árnason ráðunautur Búnaðar- félags íslands framsöguerindi um vélvæðingu landbúnaðarins og kom víða við. En hann er bæði verkfæraráðunautur Bí og framkvæmdastjóri Vélasjóðs og einn þeirra manna, sem vél- væðingu landbúnaðarins og nýjungum á því sviði er kunn- ugastur. Fer hér á eftir örstuttur út- dráttur úr ræðu hans, þó aðeins í nokkrum atriðum. íslenzkir bændur búa í dag við meiri vélakost en bændur flestra landa. Síðan innflutn- ingur heimilisdráttarvéla hófst hér 1945, hafa verið fluttir inn 7800 traktorar, sagði hann. Sé gert ráð fyrir, að 5% þeirra séu orðnir ónýtir, þá svarar trakt- orseignin til þess, að hver bóndi eigi einn traktor og 1500 bænd- ur tvo traktora, ef miðað er við að bændur landsins séu 5900 talsins. Yfirleitt má segja, sagði ræðu maður, að innflytjendur hafi flutt inn vélanýjungar nokkurn veginn jafnóðum og þær hafa orðið til, og ekki hefur staðið á bændum að kaupa þær. Stund- um hefur að vísu verið farið fullgeyst í kaupum á lítt þekkt- um og óreyndum nýjungum, en á allra síðustu árum hefur þetta færst í það horf, að próf- ÁRSÞING U.M.S.E. HIÐ árlega ársþing Ungmenna- sambands Eyjafjarðar verður haldið að Húsabakka i Svarfað- ardal 13. og 14. þ.m. og hefst fyrri daginn kl. 2 e.h. — Að lokn um þingstörfum fyrra kvöldið, verður kvöldvaka að Grund, þar sem margt verður til fróðleiks og skemmtunar. anir Verkfæranefndar eru látij- ar ráða miklu um verkfæra- kaupin og eru þó prófanir ekki ATHUGIÐ! VEGNA rúmleysis í blaðinu í dag, verða íþróttafréttir að bíða til næsta blaðs. HARALDUR ÁRNASON. einhlítar. Að sjálfsögðu er það reynsla bændanna sjálfra, sem að endingu sker úr um það, hva,ða vélar bezt er að kaupa. Gott dæmi um þetta eru trakt- orarnir. En. þeir hafa verið flutt ir ; inn frá 24 framleiðendum. Sumar ' vélarnar hafa reynzt illa og hætt að seljast þess vegna, aðrar hafa hætt að selj- ' ast Vegna skorts á varahlutum. ‘Að lokum eru það aðeins 5—6 mismunandi merki, sem seljast og þar af 4, sem seljast að ein- h'verju ráði. Þá gat ráounauturinn um nokkrar nýjungar í gerð snún- ingsvélá, heyþurrkunarblásara og áþurðardreifara. Hann sagði að nokkrar gerðir af heyþeyt- um eða fjölfætlum hefðu verið prófaðar og bæri fyrst að nefna Fahr-fjölfætluna, sem prófuð hefði verið 1963. Um endingu hennar væri ekki unnt að segja, en hún snýr vel heyi, slær úr því og dreiíir vel múgum. Og hún fylgir ójöfnum vel og vinn- ur óaðfinnanlega, sagði hann. Innflytjandi er Þór h.f. í Reykja vík. S.l. sumar var önnur gerð prófuð og heitir hún Fella. Hún vinnur á sama hátt og álíka vel. Hún dreifir vel úr múgum, sem ekki eru þykkir. Hún virðist að sumu leyti traustbyggðari. Þá má geta um Kuhn-fjölfætluna, sem einnig reyndist vel. Ráðunauturinn gat þess, að á Smithfield-sýningunni í London í des, s.l. hefðu ekki komið fram stórkostlegar nýjungar í búvél- um. Margar vélar hafa þó verið endurbættar, sagði ræðumaður og benti í því sambandi á Mass- ey Ferguson og Fordson. End- urbæturnar eru einkum fólgnar í fullkomnari vökvakerfum og endurbætur á gírkassa. Þá gat ræðumaður um fjölda gerða af traktorshúsum, sem komin eru á markaðinn. En það færist í vöxt að sett séu hús á traktorana til þæginda og ör- yggis, enda er í nokkrum lönd- um búið að fyrirskipa hús eða öryggisboga eða grindur á traktorum. Meðal þeirra landa er ísland, og eftir næstu áramót má engan traktor selja hér á landi án húss eða grindar. Ef til vill er ykkur það ekki öllum ljóst, sagði Haraldur, að (Framhald á blaðsíðu 2). BJARNI Á í VÖK AÐ VERJAST Bjarni Benediktsson forsætisráð herra og formaður Sjálfstæðis- flokksins á nú í vök að verjast út af umniælum um Svein sál- uga Björnsson forseta, en um- mæli þessi birtust í eftirmælum í Morgunblaðinu og Sveinn bor- - inn þeim sökum að hafa viljað koma í veg fyrir lýðveldissíofn- unina. Hinrik Bjömsson sendi- lierra í Breílandi og Björn Ól- afsson fyrrv. ráðherra liafa birt athugasemdir við ummæli þessi, og sum Reykjavíkurblöðin hafa tekið þau óstinnt upp. Það vakti athygli, að í síðasta sunnudags- blaði Mbl. í febrúar var aldrei þessu vant ekkert „Reykjavík- urbréf“ en í stað þess löng grein um þetta mál eftir B. Ben. En hann er almennt talinn aðalhöf- undur „Reykjavíkurbréfanna“. Auðsætt er, að mikið hefur þótt við liggja úr því „Reykjavíkur- bréfinu“ var sleppt að þessu FRUMVARP UM NÝ LÆKNASKIPUNARLÖG Ríkisstjómin hefur nýlega lagt fram á Alþingi frumvarp til nýrra læknaskipunarlaga. Er það víst að miklu leyti samið eftir tillögum sjömannanefndar, sem skipuð var 22. maí 1964 til að „framkvæma endurskoðun á Iæknaskipunarlögunum nr. 169 apríl 1955 og læknisþjónustu dreifdýlisins almennt, í því skyni að finna lausn á hinu að- kallandi vandamáli, sem stafar af skorti á læknum til liéraðs- læknisstarfa, einkum í hinum fámennari og afskekktari hér- uðum landsins.“ í nefndinni vora fimm lækn- ar og tveir starfsmenn í stjórn- arráðinu og var landlæknir for- maður hennar. 52 LÆKNISHÉRUÐ í STAÐ 57 f frumvarpinu er gert ráð fyrir launahækkun og ýmsum lilunn indum í þeim héruðum, sem sízt þykja eftirsóknarverð og að HÉR ER EKKI verið að slökkva eld, — heldur að gera hreint. (Ljósmynd: N. H.) SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.