Dagur - 20.03.1965, Page 2

Dagur - 20.03.1965, Page 2
2 Samþykktir U.M.S.E. Ágætf skíðómót drengja í Keppendur voru frá Akiirevri ug Húsavík Hlíðarfial SKÍÐARÁÐ Akureyrar gekkst fyrir skíðamóti drengja um síð- ustu helgi í fegursta veðri í Hlíðarfjalli. Drengir frá Húsa- vík voru gestir mótsins og með þeim var hinn víðkunni skíða- maður Haraldur Pálsson, sem er þeirra leiðbeinandi Stórsvig fór fram á laugar- dag. Brautin var lengri en áð- ur hefur þekkst fyrir drengi, og erfið sökum hjarns. Hún var 1550 m löng, með 38 hlið- um og fallhæð 300 metrar. Urslit urðu þessi: 12—15 ára. mín. Jónas Sigurbjörnsson Þór 2:00,8 Bergur Finnsson Þór 2:20,0 Árni Óðinsson KA 2:27,2 Ingvi Óðinsson KA 2:46,9 12 ára og yngri. mín. Guðm. Frímannsson KA 2:21,8 Þorsteinn Baldvinss. KA 2:32,2 Arngr. Brynjólfsson Þór 2:34,2 Þorsteinn Vilhelmss. KA 3:32,5 Það var ánægjulegt að sjá þessa ungu drengi spennta af tilhugsuninni um að fá nú að „keyra stóra braut.“ Úrslitin í eldri flokki er ekki hægt að kalla óvænt. Jónas er ákveðinn og mikill „keyrari,“ og hefur gott vald yfir skíðunum á mikl- um hraða og færði þetta hon- um yfirburðasigur. Bergur Finnsson fer oft á þá ferð sem hann ræður ekki við, en það mun lagast þegar hann fær betri skíðaútbúnað. í þessari ferð datt Bergur, en var fljótur upp að vanda og var vel að sínu sæti kominn. Árni Óðins- III11IIIIIIMIIIII lllllllll 1111111II j Akureyringar keppa I 1 í II. deild um helgina I | SÍÐUSTU leikir Akureyr- j | inga í Handknattleiksmóti ís- i í lands, II. deild, fara fram að É i Hálogalandi um helgina. — i 1 Leikið verður við Þrótt og I I Keflvíkinga. Er vonandi að i i piltamir standi sig vel í þess i i um síðustu leikjum sínum. i • MtllMIIIIIIMIIMMIMIIIIMIMHMIMMMMIIIIMIMI II1111111» ÁRSÞING Í.B.A. ÁRSÞING íþróttabandalags Ak- ureyrar, fyrri hluti, fór fram í íþróttahúsinu 17. þ. m. og sátu það 37 fulltrúar og nokkrir gestir. — ísak Guðmann for- maður bandalagsins setti þing- ið og rakti störf þess á síðasta ári. Forseti þingsins var kjör- inn Halldór Helgason og ritari Jón P. Hallgrímsson. Margar tillögur komu fram á þinginu og var þeim vísað til nefnda sem skila ályktunum á síðari hluta þingsins 31. þ. m. Sagt verður nánar frá þing- inu síðar. □ son virtist eitthvað miðúr sírr í þessari keppni, lét ekki skíðin rehna nðgú frjálst og hélt ekki nógu góðri línu gegnum hliðin; stanzaði- einu sinni, sem varð til þess áð hahn varð aftar í keppninni en geta hans leyfir. Ingvi Óðinsson „skíðaði“ hluta brautarinnar' vél, en þarf að taka beygjurnar fyrr og fá hald betri línu .1 gegnum hliðin. Það- er • athyglisvert hvað frammisíaða 12 ára og yngri drengianna er góð. Þeir fóru sömu braut og þeir eldri. Guð- mundur Frímannsson hefur tekið stórframförum, hefur gott vald á sinni „skíðun“ sem er vel framkvæmd og hugsuð. Með þeirri ástundun er Guð- mundur hefur lagt við íþrótt- ina er ljóst að hann hefur þegar stungið sína jafnaldra af (a. m. k. í bili) og ógnar nú fylkingu þeirra eldri. Þorsteinn Bald- vinsson sýndi sérstaklega góð- ann vilja í að gera vel. Hann datt í fyrsta hliði brautarinnar, en það var engu líkara en hann færðist í aukana við það og fór brautina mjög vel og hratt og hélt ágætri línu í gegnum hlið- in. Arngrímur Brynjólfsson sýndi oft góða spretti, en skíðin reyndust honum full erfið. Úr leik féllu 3 Húsvíkingar og tveir Akureyringar. Það er ljóst að brautin var Húsvíking- um of erfið, en vonandi hafa þeir lært nokkuð í þessari keppni. Svigkeppnin hófst klukkan 11,30 á sunnudag í glampandi sól og hita. Br.autin var 170 m löng, hlið 28 og fallhæð 85 m. Úrslit urðu þéssi: 12 ára og eldri. sek. Árni Óðinsson KA 62,4 Örn Þórsson KA 71,9 Ingvi Óðinsson KA 75,5 12 ára og yngri. sek. Guðm. Frímannsson KA 73,6 Þorsteinn Vilhelmsson KA 79,5 Þorsteinn Baldvinsson KA 90,9 Ljóst var eftir fyrri ferð, að keppnin um fyrsta sætið myndi standa á milli Áma og Jónasar Sigurbjörnssonar. Jónas náði góðum brautartíma í fyrri ferðinni 31,5 sek. og komst enginn nálægt honum, þar til Árni braust í gegn á 29.5 sek. Nú var spennandi að vita hvað Jónas gerði í seinni ferðinni. Enda kom það á daginn að hann var ekki á því að láta sæt- ið með góðu. Hann „keyrði“ brautina hratt og vel en sleppti einu hliði, og féll úr leik. Ái-ni fór seinni ferðina af öryggi og sigraði með yfirburðum. Öm Þórsson náði sér nú loksins á strik eftir fall í fyrri ferð og náði öðrum bezta tíma í seinni umferð: Ingvi Óðinsson fékk jafna tíma í báðum ferðum sem nægðu honum til þriðja sætis, á undan Bjama Jenssyni, sem „skíðar“ laglega, en skortir æf- ingu. Bjöm Þórhallsson og Þór- hailur Bjarnason eru einnig efnilegir skíðamenn. Mótið fór í alla staði vel fram og var margt um manninn við Strompinn og skíðalyftan mik- ið notuð. — Snjór er nú góður í Hlíðarfjalli. M. G. HERMANNSMÓTIÐ Á SUNNUDAG HIÐ árlega Hermannsmót, svig- mót, fer fram n. k. sunnudag við Strompinn í Hlíðarfjalli og hefst kl. 11 f. h. Keppt verður í fjórum flokk- um. í karlaflokkum: 16 ára og eldri, 13—15 ára og 12 ára og yngri. Einnig verður keppt í kvennaflokki. Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofunni Lönd & Leiðir kl. 10, 13 og 14. □ Skólaniál. ÁRSÞING Ungmennasambands Eyjafjarðar 1965 skorar á stjórn fræðslumála í landinu og fræðsluráð Eyjafjarðarsýslu, að sem bráðast verði sköpuð skil- yrði til að fullnægja núgildandi fræðslulögum í héraðinu. Telur þingið að úr þessu ástandi verði ekki bætt, nema með byggingu héraðsskóla. Skorar þingið á fé- lög og einstaklinga í héraðinu til virkrar samstöðu og leggur til að komið verði sem fyrst á al- mennum umræðufundi í hérað- inu um skólabygginguna. Þingið telur nauðsynlegt að aukið samstarf verði í framtíð- inni milli skóla héraðsins og UMSE. Vill þingið leggja á- herzlu á, að þessir aðilar hafi samvinnu um ráðningu íþrótta- kennara sem kenni leikfimi og aðrar skólaíþróttir í skólunum og annist einnig íþróttakennslu hjá ungmennafélögunum, eftir því sem aðstæður leyfa. BINDINDISMÁL Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar 1965 þakkar það sem unnið hefir verið að bindindis- málum í héraðinu. Leggur þing- ið til að haldið verði áfram með unglingadansleiki sambandsins með svipuðu sniði og var á sl. - IÍVENFÉLAG HÚSAVÍKUR SJÖTÍU ÁRA (Framhald af blaðsíðu 1). öðru starfsári félagsins stofn- uðu þær bindindisfélag barna og unglinga og starfaði það fé- lag í nokkur ár. Kvenfélagið hefur ávallt látið sér mjög annt um Húsavíkurkirkju; gefið henni góðar gjafir, prýtt hana og annast hreingerningu á henni í tugi ára. Þær hafa lagt fram fé til sjúkrahúss Húsavík- ur og gefið fé til annarra sjúkra húsa, svo sem landspítalans og fjórðungssjúkrahússins á Ak- ureyri. Nú er verið að byggja félagsheimili á Húsavík og er kvenfélagið aðili að því. Það hefur í mörg ár annast um leik- velli á sumrum fyrir börn á Húsavík. í júlímánuði árið 1963 tók til starfa á Húsav. dagheim- ili fyrir börn. Húsavíkurbær byggði heimilið, sem hlaut nafn ið „Grænuvellir." Bæjarfélagið lagði einnig til heimilisins öll leiktæki utanhúss. Kvenfélagið annast starfrækslu heimilísins, fjóra mánuði sumar hvert og starfa við það tvær stúlkur á vegum félagsins. Félagið lagði og heimilinu til öll leikföng til nota innanhúss. Lengst allra var formaður fé- lagsins frú Þórdís Ásgeirsdótt- ir frá Knarrarnesi. Hún var for- maður þess í samfleytt 25 ár og í stjórn þess í alls 35 ár. Nú- verandi formaður félagsins er frú Arnheiður Karlsdóttir og hefur hún verið formaður fé- lagsins í allmörg undanfarin ár. Ásamt henni skipa stjórnina frú Þuríður Hermannsdóttir, varaformaður, frú Jónína Her- mannsdóttir, frú Katrín Jóns- dóttir og frú Friðný Steingríms- dóttir. Ár hvert, um jól, efna kven- félagskonur til jólatrésfagnað- ar fyrir börn. Það hafa þær gert í meira en hálfa öld og mun meiri hluti þeirra Húsvík- inga, sem nú eru orðnir fimm- tugir og þeir, sem yngri eru, hafa einhvern tíma sótt þann fagnað. Frú Arnfríður Karls- dóttir segir í áðurnefndu sögu- ágripi félagsins, að sá starfi kvennanna, — að veita og skemmta börnum, — sé þeirra mestur gleðigjafi. Starf Kvenfélags Húsavíkur er orðið mikið á sjötíu árum og það á sér að vinum þakkláta hugi margra Húsvíkinga. Þormóður Jónsson. Frá ársþingi U.M.S.E. (Framhald af blaðsíðu 8). Að loknum þingstörfum fyrra kvöldið efndi UMSE til kvöldvöku með ýmsum skemmti atriði að Grund. Við það tæki- færi var afhentur í fyrsta skipti veglegur bikar „Sjóvábikarinn“, sem umboð Kristjáns P. Guð- mundssonar gaf sambandinu. Er það farandgripur sem það fé lag innan sambandsins hlýtur sem fær flest stig úr öllum mót um UMSE yfir árið. Það félag sem hlýtur bikarinn þrisvar í röð eða fimm sinnum alls vinn- ur hann til eignar. Umf. Þor- steinn Svörfuður varð fyrsti handhafi bikarsins, vann stiga- keppnina með yfirburðum. Einn ig var sama félagi afhentur eign arbikar frá UMSE fyrir bezta þátttöku í íþróttaviku FRÍ. í Ungmennasambandi Eyja- fjarðar eru nú 15 félög með 870 félagsmönnum. ári. Þingið lýsir yfir ánægju með það hve vel tókst til með bindindismótið í Vaglaskógi á sl. sumri og hvetur til áframhald- andi þátttöku í slíkum mótum, þar sem sú samkoma sýndi að fólk getur skemmt sér án á- fengis. Þingið lýsir ánægju sinni yfir framkomnu frumvarpi á Alþingi um útgáfu og notkun nafnskírt- eina, en vill leggja áherzlu á, að frumvarpinu sé breytt þann- ig, að skylt sé að mynd af hand- hafa sé í skírteininu. Hvetur þingið til að nafnskírteinaskyld an komi sem fyrst til fram- kvæmda. Þingið skorar á alla löggæzlu menn að hafa strangara eftirlit með því, að unglingum innan lögákveðins aldurs sé ekki veitt áfengi. Og að þeir sem sannir verði að lögbrotum í þessum málum, sæti ábyrgð. Þingið fagnar frumv. Magn- úsar Jónssonar alþingismanns um bann við tóbaksauglýsingum og leggur áherzlu á að Alþingi samþykki það. Þingið lýsir andúð sinni á myndum sem birtast í blöðum af prúðbúnu fólki með staup í höndum. Herseta. — Sjónvarp. Fertugasta og fjórða þing UMSE haldið að Húsabakka 13. —14. marz 1965 skorar á Alþingi að vinna að brottför varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli sem fyrst. Það fordæmir að leyft skuli hermannasjónvarp hér á landi, þar sem útsending þess nær til meginþorra þjóðarinnar, og krefst þess að slíkri útsendingu verði hætt. Aftur á móti verði komið á íslenzku menningarsjón varpi sem fyrst. Þingið skorar á öll ungmenna félög í landinu að standa örugg an vörð um menningarhelgi þjóðarinnar og vera minnug kjörorðsins „ísland allt“. Minnisvarði. Ársþing UMSE 1965 fagnar þeim áfanga sem náðst hefur með frjálsum framlögum til væntanlegs minnisvarða Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Þakkir. Ársþing Ungmennasambands Eyjafjarðar 1965 sendir umboði Kristjáns P. Guðmundssonar Ak ureyri, Bifreiðaverkstábðinu Þórshamri Akureyri, Verksmiðj um SÍS Akureyri, Kaupfélagi Svalbarðseyrar, beztu þakkir fyrir glæsilega bikara sem þessi fyrirtæki gáfu UMSE á s.l. ári. Einnig umf. Ársól og Þorgerði Guðmundsdóttir fyrir rausnar- legar peningagjafir, svo og öðr um þeim aðilum sem styrkt hafa starfsemi sambandsins. Sá hlýtur viðskiptin, scm athygli vekur á þeim.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.