Dagur - 08.05.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 08.05.1965, Blaðsíða 2
2 Umf. Svarfdæla sigraði á innanhússmóti UMSE INNANHÚSSMOT Ungmenna- samband Eyjafjarðar í frjáls- um íþróttum var haldið í íþróttahúsinu á Akureyri sl. sunnudag. Þátttaka var góð og meðal keppenda í yngri Þrístökk án atrennu. m Sig. V. Sigmundsson ÞS 8,80 Þóroddur Jóhánnsson M 8,79 BáldUr ‘Friðleifsson S 8,20 DRÉNCíIR (16 óra og yngri). flokkum voru margir efnilegir Hástökk með atrennu. m unglingar frá Dalvík, sem .Jóhann Friðgeirsson A 1,51 dvöldu í sumarbúðum UMSE - Jórr Bjamason S 1,36 s.l. sumar, og það voru þeir Sighvatur Kristjánsson S ; 1,32 sem stuðluðu mest að sigri Umf. Svarfdæla á mótinu, og er Langstökk án atrennu. m ánægjulegt til þess að vita. Jóhann Friðgeirsson A 2,66 Jón Bjarnason S 2,53 Úrslit urðu þessi: Rögnvaldur Friðbjörnss. A 2,41 KARLAR. Þrístökk án atrennu. m Hástökk án atrennu. m Jóhann Friðgeirsson A 8,02 Sig. V. Sigmundsson ÞS 1,41 Rögnvaldur Friðbjörnss. A 7,55 Gunnar Friðriksson S 1,31 Jón Bjarnason S 7,48 Baldur Friðleifsson S 1,26 STÚLKUR (16 ára og yngri). Hástökk með atrennu. m Hástökk með atrennu. m Sig. V. Sigmundsson ÞS 1,66 Þuríður Jóhannsdóttir S 1,20 Þóroddur Jóhannson M 1,56 Elín Rósa Ragnarsdóttir S 1,16 Gunnar Friðriksson S 1.46 Laufey Helgadóttir S 1,16 Langstökk án atrennu. m Langstökk án atrennu. m Þároddur Jóhannsson M 3,00 Laufey Helgadóttir S 2,06 Heimir Kristinsson S 2,92 Elín Rósa Ragnarsdóttir S 2,01 Sig. V. Sigmundsson ÞS 2,90 Helga Haraldsdóttir S 2,01 FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT I.M.A. ÍÞRÓTTAFÉLAG Menntaskól- ans á Akureyri gekkst fyrir frjálsiþróttamóti á íþróttavell- inum á Akureyri 1. maí. Var það stigakeppni milli bekkja. Veður var óhagstætt til keppni, norðan strekkingur og kuldi. Þrátt fyrir það náðist sæmileg- ur árangur í sumum greinum, en of mikill meðvindur mun hafa verið í 100 metra hlaupinu. Urslit urðu þessi: 100 m hlaup. sek. 1. Haukur Ingibergsson 11,4 2. Gestur Þorsteinsson 11,5 3. Kjartan Guðjónsson 11,6 4. Birgir Ásgeirsson 11,6 í undanúrslitum hljóp Birgir á 11,2 og hinir þrír á 11,3 sek. 800 m hlaup. mín. 1. Karl Helgason 2:19,0 2. Ríkharður Kristjánss. 2:31,6 Langstökk. m 1. Kjartan Guðjónsson 6,28 2. Gestur Þorsteinsson 6,25 Hástökk. m 1. Kjartan Guðjónsson 1,77 2. Jóhannes Gunnarsson 1,62 Spjótkast. m 1. Kjartan Guðjónsson 48,45 2. Jakob Hafstein 47,80 Kúluvarp. m 1. Kjartan Guðjónsson 14,50 2. Ellert Ólafsson 13,31 FRJÁLSÍÞRÓTTAMÓT I DAG EINS og sagt var frá í : síðasta blaði, gengst IMA fyrir frjáls- íþrótíamóti á íþróttavellinum á Akureyri í dag kl. 2 e. h. — Ákveðið var að Jón Þ. Ólafsson ÍR keppti á mótinu, en vegna meiðsla getur hann ekki mætt. í hans stað kemur Erlendur Valdimarson, ungur og fjöl- hæfur íþróttamaður. □ STIG MILLI FÉLAGA. Ungmennafélag stig. Svarfdæla (S) 48 Ungmennafélagið Atli (A) 20 Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður (ÞS) 19 Ungmennafélag Möðruvallasóknar (M) 12 FRA SKAKÞINGI AKUREYRAR EFTIR 10 umferðir á Skákþingi Akureyrar er staða efstu manna þannig: 1—2 Halldór Jónsson 7 v. 1—2 Jón Björgvinsson 7 v. 3—4 Gunnl. Guðmundsson 6 v. 3—4 Júlíus Bogason 6 v. 5 Haraldur Ólafsson 5 v. 11. og síðasta umferð verður • tefld á mánudag í Verzlunar- mannahúsinu. Fólksbifreið stolið 1 FYRRAKVÖLD, meðan bind- indismenn höfðu kvöldfund í félagsheimilinu Bjargi á Akur- eyri, var bíl eins þeirra stolið. Bíllinn er ljósgrár Opel Record, árgerð 1959, A-378. Lögreglan hóf þegar leit og fann hina stolnu bifreið í gærmorgun í brautarskurði við Kollugerði II, töluvert skemmdan. En öku- þórinn var á bák og burt. Bið- ur lögreglan þá, sem varir urðu við bílinn síðla kvölds, eða að- faranótt föstudags, að gera að- vart. Síðast sást til bílsins við Lónsbrú kl. 11,30 um kvöldið. Karl Krisljánsson alþingism. sjötugur Úrslit í stigakeppni. V. bekkur 41% stig. VI. bekkur ,16 stig. IV. bekkur 6% stig. III. bekkur 2 stig. - Hey verður knappt (Framhald af blaðsíðu 1). DANÍEL SVEINBJÖRNSSON lireppstjóri Saurbæjarhrepps: Hvergi eru stórfymingar á heyj um hér í hrepp, en sumir bænd- ur tæpir með hey. Ef vorið verð ur sæmilegt verða hér engin vandræði. KRISTINN SIGMUNDSSON oddviti Óngulsstaðalirepps: Hér í hrepp eru bændur mis- birgir af heyjum, en í heild má ástafidið teljást sæmilegt, þó illa vori. VALDIMAR KRISTJANSSON oddviti Svalbarðsstrandar- hrepps: Nokkxa bændur vantar hey, en fleStir eru vel birgir. Einstaka menn hafa keypt hey frá Akur- eyri. SVERRIR GUÐMUNDSSON oddviti Grýtubakkahrepps: Ef tíðarfar verður skaplegt, verða engin vandræði hér, en yfirleitt eru bændur ekki við- búnir að mæta hörðu vori. — Selt var hey til Raufarhafnar, en nú er búið að taka fyrir þá sölu. AÐALSTEINN ÓSKARSSON oddviti Dalvíkurhreppi: Hér í hreppnum eru til hey handa kúm fram undir miðjan júní, en ekki svo lengi handa sauðfé. (Framhald af blaðsíðu 5). mikið að verða heimsborgarar, að þeir hlaupi frá ætt og óðali, gleymi og glati því, sem gerir þá að sérstakri þjóð. Hann dáir hugsjónir mann- félags- og mannbóta, en veit jafnframt að orð og efndir eru löngum sitt hvað, fagrar hug- sjónir verða ekki að veruleika nema framkvæmdar séu af óeigingjörnum og góðum mönn- um. Hann veit, að kænskan og sérdrægnin hlaupa til liðs við fagrar hugsjónir, til þess að hagnast á þeim, en skilja fjöld- ann eftir jafnaumann eða aum- ari en áður. Hugsjón hans er: ísland allt byggt og nytjað af frjálsri og farsælli þjóð, sem hefur á valdi sínu tækni og lífs- þægindi nútímans, en heldur sérkennum sínum, þjóðerni, tungu og tengslum við fortíð sína, þjóð, sem kýs heldur að bíða nokkuð eftir fyllingu óska sinna heldur en að hætta frelsi sínu og þjóðerni, setja fjöregg sitt að veði fyrir skjótfengnum lífsgæðum, þjóð, sem hefur þann metnað að vilja byggja sjálf upp og móta atvinnulíf sitt og menningu með aðgát og íhygli en ekki fumi og fljótræði, vill njóta þess unaðar að sjá landið batna, þjóðina vaxa, menningu blómgast, lífskjörin jafnast og hefjast, allt fyrir at- orku og hugkvæmni íslendinga sjálfra. Að endingu vil ég þakka Karli Kristjánssyni og hinni ágætu konu hans fyrir marga ánægjustund á þeirra gestrisna heimili og óska fjölskyldunni allra heilla. Jafnframt bið ég þess að Karli endist lengi enn starfsþrek til að vinna héraði sínu og þjóð sinni gagn og fái að sjá sem flestar af hugsjón- um sínum rætast. Steingrímur í Nesi. -K -K Afmæliskvcðja frá Húsavík. — ÚRLAUSN viðfangsefna hvers tímabils er saga þess. Hvert söguskeið fær blæ af þeim mönnum, er öðrum fremur leysa viðfangsefni samtímans. í hlut þeirra kemur að leiða sam- tímann fram til komandi tíma. Þeirra er að gæta, að arfleifðin í þjóðmenningunni dafni og verði lífrænn grundvöllur og rauður þráður þjóðsögunnar. Þetta hefur gerst í íslenzku þjóðlífi með þeim hraða og í það snöggum sviftingum, að ein kynslóð hefur flutt þjóðfé- lagið svo ört áfram, að helztu tímabyltingar í aldafári ná- lægra menningarþjóða, hafa átt sér stað á nokkrum áratugum. Þetta er kraftaverkið í þjóðlíf- inu og er hér falinn leyndar- dómur þess, að okkur hefur í örsmæð tekizt að vera sjálfstæð þjóð og jafnoki margra stærri. Hér er að starfi kynslóð tuttug- ustu aldarinnar. Hún hefur stýrt landinu frá aldastöðnun og þjóðhagsbágindum fram til velferðar nútímans með ver- öld hinna ótölulegu möguleika fyrir stafni. Því stendur hin öra þ j óðlíf sbrey ting fyrir sjónum, þegar minnst er aldursviðburða þeirra manna, sem lagt hafa hönd á plóginn á hinni nýju söguöld íslendinga. ' Karl Kristjánsson, alþingis- maður, stendur á sjötugu 10. maí. Hann er í hópi þeirra, sem um áratuga skeið hefur verið gjörandi í sögusköpun síns hér- aðs, félagsstofnana þess, leið- andi um sveitarstjórnarmálefni og ekki síðast né sízt, staðið fyrir framan á Alþingi í þjóð- málum fyrir héraðið og málstað landsbyggðarinnar. Úrlausn við fangsefna hvers héi-aðs er sér- stakur vefur í voð þjóðlifssög- unnar. Það varð hlutur Þingeyinga að flytja inn í tuttugustu öldina merkustu og áhrifaríkustu fé- lagsmálahreyfingu samtímans. Þeirrar, er meir hefur mótið vit und þjóðarinnar fram til félags- legrar samkenndar, en nokkurri annarri félagshreyfingu hefur tekizt. Hér er sérþáttur eins hér aðs, sem gerir hlut þess í þjóð- lífsmyndinni einstakan. Hér stóð vagga samvinnuhreyfingarinn- ar, og hér óx af meiði stolt hennar og frumherji, Kaupfélag Þingeyinga. Snemma á starfsdegi Karls Kristjánssonar, varð hann virk- ur áhrifamaður í kaupfélags- skapnum og nú formaður hans um áratugaskeið. í sortuhríðum kreppuáranna kólu liugblóm bjartsýnismanna aldamótanna. Sjálfar öndvegissúlur samvinnu hreyfingarinnar, Kaupfélag Þingeyinga, riðu á grunni Nú kom til þeirra kasta, að þeir veldust til úrlausnar vandans, sem höfðu innsæi í viðfangs- efni stundarinnar og útsæi til þess að leiða út úr sortanum til hlutgengis. Þar kom að Karli Kristjánssyni og þriðju forystu- kynslóð þingeyskra samvinnu- manna, að halda sjó, og stýra þeirri félagsmálastofnun, sem bæði var velferð héraðs og afl- gjafi mikillar félagsmálahreyf- ingar um dimmuloft heims- kreppunnar til meðbyrs. Þótt þetta sé liðin saga, sannar hún þó hve gifturíkt það er hverju sinni, að raunhæft mat sé í fyr- irrúmi í úrlausnum samtímans. Saga héraðsins er á annan hátt mjög samofin lífsstarfi Karls Kristjánssonar. Ungur að árum hafði hann gerzt þátttak- andi í sveitarmálum á Tjörnesi. En 1937 verður þessi þáttur í starfi hans veigamikill. Þá tók hann við oddvitastörfum í Húsa vík og gegndi þeim störfum samfleytt til 1950, er Húsavík öðlaðist kaupstaðaréttindi og hann tók sæti á Alþingi. Sæti hefur hann átt síðan í bæjar- stjórn og oftar öðrum mönnum hennar verið forseti hennar. Á Húsavík kom í hlut hans að stýra byggðarlagi, sem bjó við þröngar aðstæður og var í hnipri kreppuáranna, fram til betri tíma og velgengni. Sveit- arfélaginu sjálfu til mikils álits út á við og traustrar fjár- stjórnar. Þetta er gengin leið, en án tillits til skyndifylgis og framhjá rósabeðum óskhyggj- unnar, til raunsærrar framtíðar og trausts forræðis í málum byggðarlagsins. Hér reyndi enn á forystu og úrræði á sama hátt og áður hafði sann- ast, að varð gifta og gengi kaupfélagsins á elleftu stund. Sú forsjá er Karl Kristjánsson varð Húsavík gætir enn í störfum sveitarfélagsins um margt, og nú á síðari árum sér- lega á hinni breiðu víglínu þjóðmálanna. Með þingmennsku ferli Karls Kristjánssonar urðu þáttaskil í sambúðinni við mál- efni héraðsins. Nú varð hann auk héraðsforystu að stunda víking fyrir hérað sitt og stofn- anir þess. Störf Karls Kristjáns- sonar á Alþingi er ekki viðfangs efni þessarar greinar sérstak- lega, en þess ber að minnast, að fyrir heillaríka leiðsögn hans tókst á einu mesta upplausnar- skeiði þingeyskrar þjóðmála- baráttu að fylkja saman liði og gera það að samvirku afli á ný. Ekki er hægt að skilja svo við þessi skrif, að varizt verði þeirri hugsun, að þrátt fyrir mikið ævistarf á vettvangi op- inberra mála er miður að hvers dagsönnin hefur ekki gefið hon um nægileg grið til bókmennta- iðju og skáldlistar. Vafalaust hefði Karl Kristjánsson á þess- um sviðum getað skapað merk- an starfsdag. Hinir fjölþættu eðlisþættir hafa gert manninn litríkan og sett þjóðlegan, húm- aniskan blæ ó starfsferilinn, er þrátt fyrir rysjótt veður félags- málaumsvifanna hafa gert mann inn hugþekkari og mannlegri, en algengt er meðal stjórnmála- manna samtímans. Karl Kristjánsson er þeirrar kynslóðar, er hóf hina nýju söguöld á íslandi. í hans hlut hefur komið að fella saman samtímann í héraðinu svo að þrátt fyrir umbyltingar, er sag- an áfram þróunarsaga, er bygg- ist á og ávaxtast af því bezta, er gat komið í hlut eins héraðs að leggja til í hornstein hinnar stórstígu tuttugustu aldar. Þetta ber okkur samfylgdarmönnum Karls að þakka og minnast sér- staklega. nú á tímamótum i ævi hans. Eg vil sérstaklega þakka fyrir hönd okkar, er stöndum að sveitarmálefnum Húsavíkur færa honum þakkir fvrir leið- sögu og forystu og góða sam- fylgd liðin ár. Gæfa og gengi fylgi þér og þínum. Áskell Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.