Dagur - 08.05.1965, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-1166 og 1-1167
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓN SAMÚELSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Búrlellsvirkjun
BYGGING nýrra raforkuvera er
knýjandi nauðsyn eftir margrá ára
„viðreisnar“-stöðvun. Hingað til
hafa íslendingar byggt raforkuver
af eigin rammleik til eigin nota. Nú
virðast ráðamenn þjóðarinnar ekki
treysta sér til framkvæmda nema
með þátttöku útlendinga og sölu
mikillar raforku til þeirra á vægu
verði til langs tíma, miðað við stór-
iðju. Stórvirkjun við Iíúrfell og al-
uminíumbræðsla Svisslendinga við
Hafnarfjörð er undirbúin af kappi,
Með stórvirkjun og sölu umfram-
orkunnar til stóriðju, á orkuverð til
neyzlu innanlands að verða ódýrara
en ella myndi og eru það höfuðrök
fyrir samningum um innflutning
mikils fjármagns og leyfi til handa
erlendum aðilum að setja á stofn
atvinnurekstur hér á landi.
Greinargerðir og áætlanir um
þetta efni, þær er birtar hafa verið,
eru hvergi fullnægjandi, enda sann-
ast mála, að sum vandamál í sam-
bandi við Búrfellsvirkjun eru alls
ekki leyst, ekki einu sinni á pappírn-
um. í öðru lagi er gengið út frá því
í uppliafi, að hinum erlendu verk-
smiðjueigendum verði tryggt fast
verð raforku án truflana, en til þess
þarf mjög öfluga, olíuknúna vara-
aflstöð. í þriðja lagi verða íslending-
ar að horfast í augu við það, að á
jafn stjórnlausum tímum í efnahags-
málum og hraðvaxandi dýtríð, stand
ast engar kostnaðaráætlanir fjárfest-
ingarframkvæmda af neinni tegund,
sem tekur misseri eða ár að ljúka,
svo sem verða myndi um Búrfells
virkjun. Gjörbreytt stefna í peninga-
málum og hraðvaxandi dýrtíð, stand
leg forsenda fyrirhugaðra stórfram-
kvæmda við Búrfell og Hafnarfjörð.
Öðrum kosti eru flestar áætlanir um
hagkvæmni stórvirkjunar, miðað
við sölu rafokrunnar á fyrirfram
ákveðnu lágmarksverði ekki mikils
virði nema að Jrví leyti, að öll áhætt-
an er lögð á herðar þjóðarinnar en
hinn svissneski auðhringur hættir
engu.
Um staðarval fyrstu stórvirkjunar
hér á landi er Jjað fyrst að segja, að
það er landsfeðranna í veraldlegum
málum að ákveða virkjunarstað en
útlendinganna að samþykkja eða
hafna. Fyrirhugaðar framkvæmdir
syðra, ef gerðar verða, munu í rílcara
mæli en nokkru sinni fyrr, soga til
sín fólk og fjármagn frá öllum lands-
hlutum. Ljóst verður innan tíðar
hvort hinir norðlenzku fulltrúar á
löggjafarþinginu óska Norðlending-
um Jieirrar Jjróunar eða spyrna við
fótum. □
VIÐ npphaf þess máls, er nú
skalhefja, verður mér það ósjálf
rá.ct að láta hugann reika aftur
í tímann, og þar staðnæmist
hann einhverssíaðar á mótium
bernsku minnar og æsku fyrir
45—50 árum. Það var í þann
tíð dagdraumur minn, eins og
sumra jafnaldra minna að kom
ast í Gagnfræðaskólann á Akur
eyri. Svo gerðist það víst nokk
urn veginn samtímis, að ég fékk
í hendur prentaða skýrslu um
skólann og átti tal við nágranna
minn, sem þá var nýkominn úr
þessum þráða stað. Hvort
tveggja mun hafa valdið, um-
mæli skólapiltsins, nágranna
míns og hitt, sem í skýrslunni
stóð, að eitt ókunnugt nafn á
nemendaskránni varð mér
minnisstæðast. Sá, sem í hlut
átti, var úr næstu sýslu og nesja
maður eins og ég og mínir sveit-
ungar. Vitnisburðir hans virtust
bera með sér, að hann skrifaði
fegurra mál og fegurri rithönd
en aðrir, er burtfararpróf tóku
umrætt ár. Hann hafði verið for
maður í tveim skólafélögum.
Hitt þótti mér og ekki ófróðlegt
er í skýrslunni stóð, að kapp-
glíma hefði verið háð í skól-
anum, og var sá hinn sami annar
tveggja, er uppi stóðu að lokum
og skildu jafnir, sagði skóla-
skýrslan. Viðfangsmaðurinn var
Hermann Jónasson frá Syðri-
Brekku í Skagafirði, sem litlu
síðar varð glímukóngur íslands
og 18 árum síðar forsætisráð-
herra.
Ekki kom mér það í hug, að
hinn rúmlega tvítugi gagnfræð
ingur af Tjörnesi kynni einhvern
tíma að verða á mínum vegi, en
betur vissu þá víst þær dísir, er
örlög skapa. Rakizt hefir þeirra
þráður, og kynni min af Karli
Kristjánssyni og samstarf við
hann er nú allangt orðið. Þess
þykir mér gott að minnast og
um leið hins, er við höfum nú
fyrir satt, að við séum að
nokkru af sama bergi brotnir.
Foreldrar Karls voru Kristján
Sigfússon í Kaldbak við Skjálf
anda ,síðar bondi á Hallbjarnar
stöðum og á Saltvík, en síðast
og lengst í Eyvík á Tjörnesi, og
kona hans Jakobína Jósíasdótt
ir bonda í Kaldbak. Systur
Karls á lífi eru Rannveig hús-
freyja á Tunguvöllum á Tjör-
nesi og Katrín húsfreyja á Ak-
ureyri. Sigfús faðir Kristjáns í
Eyvík var bóndi í Sultum í
Kelduhverfi, sonur Sigurðar
bónda þar Sveinssonar bónda
og hreppsstjóra á Hallbjarnar-
stöðum á Tjörnesi 1795—1837,
en Sveinn var talinn vel gefinn
maður og skáldmæltur, og er
margt fólk frá honum komið.
Kona Sigfúsar í Sultum og
amma Karls í föðurætt var
Rannveig Andrésdóttir bónda í
Fagranesi í Aðaldal Ólafssonar
Stefánssonar bónda á Sílalæk
Indriðasonar hins gamla bónda
þar Árnasonar. Jósías á Kald-
bak var sonur Rafns bónda á
Grjótnesi á Sléttu, Jónssonar,
en kona Rafns var Þórdís Há-
konardóttir bónda á Grjótnesi
Þorsteinssonar. Kona Jósíasar í
Kaldbak og amma Karls í móð-
urætt var Katrín Ijósmóðir
Sveinsdottir bonda að Þorvalds
stöðum við Húsavík Jónsonar
og konu hans Bjargar Helga-
dóttur prests í Húsavík Bene-
diktssonar. Svo hefir mér sagt
Indriði hinn fróði frá Fjalli, Ind
iðason.
Karl Kristjánsson er fæddur
í Kaldbak 10. maí 1895, en flutt
ist ungur þaðan með foreldrum
sínum. Að Eyvík fluttust þau ár
ið 1904. Nítján ára gamall fór
hann í Gagnfræðaskólann, á
fyrsta ári fyrri heimsstyrjaldar
innar, og lauk þar burtfaraprófi
eftir tveggja vetra dvöl vorið
1916. Leið hans lá ekki suður í
menntaskóla eins og sumra
skólafélaga hans. Var honum þó
ekkert að vanbúnaði til þeirrar
göngu, að því er kunnáttu varð
ar, en tók þann kostinn, er hon
um heíir enzt til drjúgrar giftu
og mikils þroska, að tengja starf
sitt og líf við heimaslóð. Vann
hann áfram að búi foreldra
sinna, en gerðist jafnframt á vetr
um barnakennari á Tjörnesi og
stundaði það starf á árunum
1916—20. Varð þá og fljótt fram
arlega í félagsmálum sveitar
sinnar. Formaður ungmennafé-
lags Tjörnesinga var hann 1916
1930, og deildarstjóri í Tjörnes-
deild Kaupfélags Þingeyinga
varð hann árið 1918, þá 23 ára
gamall og enn eigi til bænda tal
inn. Má nokkuð af því marka.
Árið 1920 hóf hann búskap í
Eyvík, og varð meðal gildari
bænda í sveit sinni, er tímar
liðu. Sama ár festi hann ráð sitt
og kvæntist Pálínu Jóhannes-
dóttur frá Laugaseli í Reykja-
dal. Börn þeirra eru nú fjögur
á lífi: Kristján bókmenntafræð-
ingur og rithöfundur í Reykja-
vík, Áki bifreiðastjóri í Húsa-
vík, Gunnsteinn starfsmaður
hjá Sambandi ísl. samvinnufél-
aga í Reykjavík og Svava hús-
freyja í Húsavík.
Það er mér af ýmsum tjáð,
að Karl í Eyvík hafi verið meðal
liðtækustu manna við hin erfið
ari bústörf, enda rammur að
afli. Hann var fjölhæfur íþrótta
maður: Spretthlaupari, stökk-
maður, knattspyrnumaður og
glímtimaður. Heyrt hefi ég, að
fáir hafi hafið Snorrastein á
Húsafelli eins léttilega í fang
og hann gerði fyrir nokkrum
áratugum. — Hann var fjármað
ur góður og hestamaður ágætur.
Margt hneig í þá átt, er hann
kom, að hann yrði forusíumað
ur í sveit sinni og síðar á stærra
sviði. Hann var kosinn í hrepps
nefnd þegar á árinu 1921 og
varð oddviti árið 1928 og eftir
það meðan hann átti heima á
Tjömesi. Hann var annar af
tveimur gæzlustjórum K.Þ.
1920—1925. í kaupfélagsstjórn-
ina var hann kcsinn árið 1925,
og hefur nú átt þar sæti álíka
lengi og Benedikt á Auðnum á
sínum tíma, rúml. 40 ár og leng
ur en aðrir. Hálft annað ár eða
svo fcr hann með framkvæmda
stjórn félagsins til bráðabirgða,
1935—1937. Formaður K.Þ. er
hann nú búinn að vera í 18 ár.
Formaður og gjaldkeri spari-
sjóðs K.Þ. er hann nú búinn að
vera um rúml. 30 ára skeið. Þar
kom, að félagsmálastörf hans í
Húsavík voru það mikil orðin,
an hann brá búi og fluttist þang
að árið 1935. Þar var hann kjör-
inn í hreppsnefnd árið 1937, en
síðar í bæjarstjórn og á þar
e.nn sæti. Hann var oddviti Húsa
víkurhrepps 1937—1949, bæjar
stjóri um tíma og eftir það um
skeið forseti bæjarstjórnar. En
Húsavík hlaut kaupstaðarrétt-
indi í ársbyrjun 1950. í sýslu-
nefnd Suður-Þingeyjarsýslu sat
hann lengi fyrir Tjörneshrepp
og síðan Húsavíkurhrepp. For-
maður í fasteignamatsnefnd sýsl
unnar var hann í nokkur ár og
í skattanefnd Tjörneshrepps var
hann kosinn 1922 og gengdi
þeim starfa þangað til hann flutt
ist þaðan. í stjórn Húsmæðra-
skólans á Laugum hefur hann
verið síðan 1938. Þegar mann-
fræðihandbókin „Hver er mað-
urinn?“ kom út 1944, veitti ég
því athygli, sem þar var skráð,
að Karl Kristjánson oddviti í
Húsavík hefði um þær mundir
með höndum að sinna ,,um 20
trúnaðarstörfum í félagsmálum
samkv. kjöri eða skipun“. Hefir
höf. bókarinnar að vonum þótt
þetta frásagnarvert. — Árið 1939
var hann skipaður formaður í
nefnd, sem vann að endurskoð
un laga um sveitasstjórnarmál
efni á vegum ríkisstjórnarinnar.
Svo sem vænta rnátti, gerðist
Karl Kristjánsson snemma á-
hugasamur um landsmál. Eng-
um gaí dulizt það, er tímar liðu,
að hann hafði þar bæði hagnýta
lífsreynzlu og óvenjulega hæfi
leika til brunns að bera. Fyrir
30—40 árum var hann orðinn
einn af forystumönnum sam-
vinnustefnunnar og Framsóknar
flokksins í héraði. Þegíir Kaup-
félag Þingeyinga átti í miklum
fjárhagsörðugleikum um miðj-
an fjórða tug aldarinnar, leysti
hann af hendi mikið og mjög
vandasamt starf í almannaþágu.
Við oddvitastarfi í Húsavík tók
hann í mjög erfiðum tíma og
greiddi þar úr mörgum vanda.
Hann kom mjög við sögu fjár-
skiptanna í Þingeyjarsýslum
vestan Jökulsár og var formað-
ur fjárskiptanefndarinnar, sem
gekk á fund valdamanna syðra
lýðveldisvorið 1944. Vel var það
til þess fallið að auka veg hans,
er fram kom, hver ræðumaður
hann var og að hann átti sæti
innarlega á hinum þingeyska
skáldabekk samtíðarinnar. Þekk
ing hans á mönnum og málefn-
um í héraði var traust orðin.
Hann gerðist einn af forustu-
mönnum nýrrar vakningar í mál
efnum landsbyggðarinnar og
átti mikinn þátt í tillögum, er
fram komu um skiptingu lands
ins í fylki til að spyrna gegn of
vexti höfuðborgarinnar og höf-
uðborgarvaldsins.
Haustið 1949 var hann í fyrsta
sinn í framboði fyrir Framsókn
arflokkinn við alþingiskosningar
í Suður-Þingeyjarsýslu og var
kosinn með yfirburðum. Síðan
endurkosinn með vaxandi fylgi
þrisvar sinnum. Flokkurin hafði
jafnan átt þar miklu fylgi að
fagna, og þar lét þjóðskörung-
ur af þingmennsku, er Karl tók
við. En engin skotskuld varð
honum úr því að ávaxta það
traust, er flokkurinn og fyrir-
rennarar hans éður nutu. Þegar
Norðurlandskjördæmi eystra
var stofnað með stjórnarskrár-
breytingu árið 1959, varð hann,
eins og efni stóðu til, einn af
þingmönnum flokksins í hinu
nýja kjördæmi. Hefir hann nú
átt sæti á Alþingi í rúmlega
hálfan, annan áratug samtals
fyrir bæði kjördæmin. Héraðs-
kunnur var hann áður og vel'
það, en nú löngu þjóðkunnur
af þingmennsku sinni o.fl.
Um þingstörf og áhrif Karls
Kristjánssonar undanfarin 15—
16 ár á Alþingi og í þingflokki
Framsóknarmanna mætti, ef
rúm leyfði, rita langt mál, svo
og um störf hans og áhrif á
flokksþingum og á hinum fjöl-
mennu miðstjórnarfundum
flokksins, sem sóttir eru af kjörn
um fulltrúum víðsvegar að á
landinu. Af handahófi nefni ég
það fyrst, að hann er einn
þeirra þingmanna, er sjaldnast
víkja af þingfundi. Verkahring
ur einstakra þingmanna mark-
ast meðal annars af nefndastörf-
um, sem þeim eru falin. Karl
átti sæti í fjárveitinganefnd í
10 ár, en í þingdeild sinni hefir
hann löngum starfað í fjárhags
nefnd, menntamálanefnd og
félagsmálanefnd. Um efnahags-
mál og skattamál hefur hann
marga hildi háð. Hann var um
skeið varaforseti sameinaðs
þings og hefir verið skrifari í
þingdeild sinni. Utan þings hef-
ir hann innt af hendi mörg
trúnaðarstörf á þessum tíma og
ýmiss þeirra á vegum þingsins
eða stjórnarvalda. Um 1950 var
hann í stjórnarskrárnefnd
þeirri, er þá starfaði. Einnig sat
hann í milliþinganefnd í skatta
málum og var formaður í sér-
stakri nefnd, sem gerði tillögur,
er fram gengu, um skattamál
hjona. Hann er annar af tveim
þingkjörnum endurskoðendum
Útvegsbankans og starfaði um
skeið í stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins sem varamaður. í full-
trúaráði Sambands ísl. sveitar-
félaga hefir hann verið frá önd
verðu. Nú um þessar mundir
er hann í stjórn félagsskapar,
sem vinnur að undirbúningi Kís
ilgúrverksmiðju við Mývatn, en
ríkið á þar hlut að, og er hann
raunar upphafsmaður þess máls
á Alþingi. Hann hefir í mörg ár
verið í útgáfustjórn bókafélags
og sinnir ýmsum hugðarefnum
í sambandi við bókmenntir og
ritstörf. Ærið bókarefni, frum-
samið, hygg ég hann eigi í fór-
um sínum, bæði í bundnu máli
og cbundnu. Margt hefur verið
birt eftir hann á víð og dreif í
blöðum og tímaritum, útvmrps-
erindi o. s. frv., en annað óbirt
og fáum kunnugt.
Við inngöngu á Alþingi fyrir
15—16 árum tók hann þegar til
starfa sem þingvanur væri.
Reynslan var heimafengin. Allt,
sem hann hefur lagt þingtíðind-
um til í ræðu og riti, ber svip-
mót hans. Fáir munu telja
nefndarálit, greinargerðir og
þingræður til bókmennta eða
kjörgripa. En ýmis þingskjöl
samin af Karli Kristjánssyni og
með rithönd hans eru hvort
tveggja í senn. Meðfæddar gáf-
ur og menning átthaganna
bjuggu hann heiman, lífsreynd-
an með þau vopn, er hvergi
bregðast og hann fargar ekki.
í þjóðmálaglímunni innan þings
og utan eru tök hans að jafnaði
bæði föst og mjúk. Hann kann
að vera þolinmóður í tafsamri
viðureign eða tafsömu samstarfi
og að umgangast þau málsatriði,
sem líkja má við brothætta
hluti. Fimur í rökræðum. Snjall
yrði hans og fyndni hefir margt
markið hæft. En hann kann
engu að síður þá ræðulist, er
til þess þarf að veita stóru máli
það brautargengi, er það verð-
skuldar. Eitt vil ég nefna enn,
sem ég hefi haft aðstöðu til að
kynnast: Skyldurækni hans og
sívakandi áhuga fyrir málum
þeirra manna eða stofnana í
héraði, er honum hafa treyst og
falið honum þau til umsjár.
Heyrt hefi ég hann komast svo
að orði, að hann teldi sér það
til gæfu, að honum hefði oft
lánazt erindisrekstur betur en
vonir stóðu til.
Á heimili þeira Karls og
Pálínu í Húsavík hefi ég oft
dvalið, og við hjónin bæði, í
seinni tíð. Þangað er jafnan gott
að koma og þaðan á ég nú
margra ánægjustunda og gagn-
legra viðræðna að minnast. Að
jafnaði hefur mér sýnzt þar op-
ið hús með annríki og um-
hyggju fyrir mörgum. En Karl
er ekki einn um að setja svip á
þann stað. Þar reynir ekki síður
á húsfreyju hans, sem er góð
kona, vel gefin og hollráð og
getur, ef henni þykir hlýða,
kastað fram stöku eins og bóndi
hennar.
Karl Kristjánsson er nú að
verða sjötugur. Um leið og ég
árna honum heilla, færi ég hon-
um mínar beztu þakkir fyrir
samstarf okkar og kynni, eink-
um hin síðari ár, þegar við í
ríkari mæli en fyrr höfum
fengizt við sameiginleg viðfangs
efni og fyrir það, sem ég hefi af
honum lært. Æfisaga hans til
þessa er m. a. saga um fjölþætt
atgervi og afrek í þjónustu sam-
félags á mörgum sviðum. Efri
árum mannsævinnar er stund-
um líkt við haust og hvítum
hárum við haustlit á fjöllum.
En það er ein af dásemdum
hins norðlæga eylands okkar fs-
lendinga, að jafnvel eftir vetur-
nætur geta verið þýðvindar í
lofti og jörðin græn.
Gísli Guðmundsson.
* *
KARL KRISTJÁNSSON al-
þingismaður á Húsavík verður
sjötugur þann 10. maí n. k. f
tilefni af þvl bið ég Dag að
flytja honum árnaðaróskir frá
mér og þakkir fyrir margs kon-
ar samskipti og kynningu í
hartnær hálfa öld.
Ég kynntist honum fyrst í
ungmennafélagsskapnum. Þar
vann hann sér fljótt álit og varð
áhrifamaður í hreyfingunni inn-
an héraðs. Ungur að árum
hreifst hann af samvinnuhug-
sjóninni og gerðist brátt hand-
genginn Kaupfélagi Þingeyinga.
Alltaf síðan hefur hann helg-
að því drjúgan skerf af tíma
sínum og starfsorku. —
Hann sýndi frábæra lipurð,
lagni og festu við samninga af
hálfu KÞ í sambandi við skulda
uppgjör kreppuáranna..
Þá komu glöggt í ljós ágætir
hæfileikar hans til að ráða
fram úr flóknum og erfiðum
vandamálum. Hæfileikar, sem
byggðust á stillingu og þolgæði,
glöggri yfirsýn og skilgreiningu
aðalatriða, hugkvæmni og ráð-
snilli ásamt mannþekkingu og
mannúð. Þessir hæfileikar hafa
gert hann að leiðtoga Suður-
Þingeyinga um langan tíma.
— Hér verður ekki rakin
ævisaga Karls né upptalin störf
hans að opinberum málum. Það
thun verða gert af öðrum á
þessum tímamótum.
Þó ég kunni vel að meta af-
rek hans á þessum sviðum, eru
mér hugstæðari aðrir eiginleik-
ar í fari hans.
Karl er þjóðkunnur hagyrð-
ingur. Lausavísur hans hafa
flogið landshorna milli og vitna
margar um hugkvæmni, fyndni
og skáldlega innsýn. En hann
gengur ekki innar í höll Braga
en í fordyrið. Það er of mikil
hæverska. Flestum mun sýnast,
sem þekkja hann bezt, að þar
hefði hann orðið hlutgengur og
sómt sér vel á hinum æðri
bekk. Eitthvað mun hann hafa
fengist við skáldskap á æsku-
skeiði og e. t. v. hugsað sér
hann sem ævistarf að öðrum
þræði, áður en félagsmálastörf
tóku meginið af tíma hans.
Ég heyrði hann lesa upp frum
samið kvæði fyrir mörgum ár-
um. Mig minnir að það héti
„Bundinn í báða skó.“ Auðvitað
lærði ég það ekki, en ég man
efni þess og áhrifin sitja enn í
mér: Þungur tregi þess manns,
sem langar að kanna heiminn
og leyndardóma hans, langar
að svala námsþorsta sínum við
vizkubrunna háskólanna, vinna
afrek á sviði bókmennta, lista
eða vísinda, hljóta frægð og
fyrirrúm hjá samtíð og sögu,
finnur þrótt og getu til að
þreyta fang við óvini og ann-
marka mennskrar tilveru, en —
er bundinn í báða skó, hverjir
svo sem skórnir eru, sem ekki
verður á hlaupið eða úr hlaup-
izt.
Eg fullyrði ekkert um, það
hvort Karl hefði unnið þjóð
sinni meira gagn sem langskóla
maður og háskólaborgari en
hann hefur gert með gagnfræða
námi sínu einu saman. Náms-
tími í skólum er ekki alltaf ör-
uggur mælikvarði á þroska
manna, hæfni og geíu, því ærið
er misjafnt hver not menn hafa
af námi og reynslu og eins hitt,
hve miklu og hverju menn viða
að sér með sjálfsnámi.
Áreiðanlega hefði hann náð
lengra og afrekað meira á ein-
hverju sviði. — En, við Þing-
eyingar, sem heima sitjum, er-
um þakklátir fyrir, að hann
hljóp okkur ekki af sér í leit að
öðrum verkefnum. Við erum
þakklátir fyrir að hafa notið
hæfileika hans og starfskrafta,
hafa notið samfylgdar mikil-
hæfs leiðtoga og gcðs félaga,
sem skilur okkur gíöggum skiln
ingi hins hjálpfúsa samferða-
manns, jafnframt því sem hann
þekkir leiðir stjórnmálanna og
hefur yfirsýn um þjóðmálin.
Karl hefur lifað í nánum
RONALD FANGEN
EIRÍKUR HAMAR
Skáldsaga
33
CHKHKHa-SHKHKHKHKt
— Sæl og blessuð börn, sagði hún rólegri röddu.
Elín flýtti sér upp dyrajrrepin og fleygði sér grátandi í
fang hennar. Fólkið á hlaðinu færði sig út að girðingunni.
Móðirin strauk hendi um herðar Elínar, en rétti Eiríki
hina, Jregar hann kom:
— Sæll og blessaður drengurinn minn. Gott að Jrú gazt
komið.
Hún kallaði á ekilinn og bað hann að sjá um farangur-
inn.
— Og segðu svo fólkinu Jjarna úti, að Jrað skuli bara fara
heim og halla sér útaf! sagði hún. Það lítur ekki út fyrir
neina breytingu í nótt.
— Heim getur fólkið ekki farið, sagði ekillinn, því flest
er Jrað langt að og hefir komið sér fyrir á næstu bæjum.
Það vill allt vera hér og bíða.
— Jæja, jæja, sagði móðirin. Það er ákaflega hjartanlegt
af Jjví.
Innanhúss var allt eins og áður. Mikið af blómurn. Á
matborðinu hafði móðirin kveikt á háum kertum.
En hvorki Eiríkur né Elín vildu borða. Móðirin sagði
Jreim, að faðir þeirra hefði fengið snert af slagi í nótt, og
að hann hefði verið meðvitundarlaus alveg fram að hádegi.
En nú hefði hann raknað við aftur. Hann gæti ekki lifað.
Læknirinn segði að Jrað væri hjartað, sem fyrst myndi bregð-
ast, það væri svo magnlaust. Hann væri nærri Jiví allamað-
ur.
— Talar hann nokkuð? spurði Eiríkur.
— Já, öðruhverýu, svaraði móðirin, en honum veitist erf-
itt að beita röddinni. Hann vill heldur skrifa.
— Skrifa?
— Já, hann getur rétt aðeins beitt hægri liendi lítið eitt.
— En heldurðu að hann muni nokkuð?
— Öðru hverju. En oftast er hann víðs fjarri. Það er nú
all langLliðið síðan hann fór að halda, að hann væri ung-
tengslum við búskap allt sitt
líf. Eftir að hann brá búi á föð-
urleifð sinni, Eyvík á Tjörnesi
og flutti til Húsavíkur í þjón-
ustu Kaupfélags Þingeyinga,
hefur hann stundað búskap í
hjáverkum. Sauðfé og hestar
eru eftirlætisskepnur háns.
Haiin er fjármaður góður og
hefur yndi af hestum.
Umgengni við skepnur1 er
taug sem tengir hann því lífi,
er lifað hefur verið í ísienzkum
sveitum frá upphafi byggðar í
landinu, cg lifað er enn, ein-
földu en þó fjölbreyttu og lit-
ríku lífi í nánu sambandi við
náttúruna lifandi og dauða, við'
bókmenntir þjóðarinnar, viði ár-
vökult starf, íhugun, skáldskap
og drauma. Skáldfrjór hugur
hans talaði í æsku við fössirin í
gilinu, klettana við sjóinn, fjöll-
in blá við sjónhring, sólstafað
hafið og æðandi haustbrimið,
snjóbreiðu vetrarins, blómskrúð
vorsins, fuglana og dýrin. Sí-
felldur breytileiki, skárpar and-
stæður knúðu hrifnæma sál
hins gáfaða unglings til list-
sköpunar, sem ekki átti annan
farveg en orðlistina. Margar
tækifærisræður hans eru lista-
verk á litríku, myndauðugu
máli.
Hvort sem hann talar eða rit-
ar um stjórnmál, bókmenntir
eða önnur efni, er framsetning
hans skipuleg og rökföst. Hann
kastar ekki höndunum til neins.
Sendibréf hans, sem oft eru
skrifuð í tímahraki, án mikillar
umhugsunar, vitna um vand-
virkni og smekk: Rithöndin fög-
ur, málið vandað, efnið ljóst og
skipulegt.
Karl var einn af þeim mörgu,
sem Benedikt frá Auðnum leið-
beindi ungum um lesefni og
bókaval og innblés með anda-
gift sinni.
Þannig kynntist hann erlend-
um bókmenntum og menning-
arstraumum.
Skapandi hugsun mótaði lífs-
skoðun úr þekkingu hans og
reynslu, er síðar varð mæli-
kvarði, sem hann leggur á
hvert málefni.
Haldbezta efnið og uppistað-
an í lífsskoðun Karls er landið,
sagan, þjóðin, en ívafið straum-
ar og stefnur samtímans.
„Sumum liggur þau skelfi-
leg ósköp á. . . . “ að þeir hafa
ekki tíma til að mynda sér lífs-
skoðun, atvikin sveifla þeim
sitt á hvað. Oðrum finnst þeir
'sjálfir svo þýðingarmiklir menn
að hlutverk þeirra sé að móta
samtíð og framtíð, allt sé í voða,
ef þeir ekki setji tilverunni lög
• pg reglur langt fram í tímann.
■ Enn aðrir altakast hrifningu af
ákveðnum kennisetningum,
sem þeir álíta eilífðarlausn og
finnst þeir sjálfir til þess kall-
aðir að leiða þjóð sína til hyll-
irjgalandsins.
Karli liggur engin ósköp á,
hann gefur sér tíma til að leggja
á hlutina málband reynslu sinn-
ar og lífsskoðunar, áður en
hann tekur ákvörðun, eins og
bóndinn gáir til veðurs og at-
hugar allar aðstæður áður en
hann dreifir heyi sínu eða rekur
fé sitt til beitar. Hann veit að
maður tekur við af manni, kyn-
slóð af kynslóð og það er ekki
hlutverk einnar kynslóðar að
segja annarri fyrir verkum, en
aftur á móti skylda að búa í
haginn fyrir þá, sem eftir koma,
binda þeim ekki óhæga bagga
og grafa þannig fyrir grunni
nýrra framkvæmda að ekki
svíki. Hann vill, að íslendingar
læri af öðrum þjóðum gagnlega
hluti, tileinki sér framfarir nú-
tímans, en flýti sér ekki svo
Framhald á blaðsíðu 2.
ur. Og fyrir viku bað hann mig að skrifa eftir Sigurði bróð-
ur sínum, sem dó fyrir liðugum 30 árum.
— Hefir hann spurt eftir okkur? spurði Elín.
— O-já, já, sagði móðirin og leit undan. Hann skrifaði
í dag: — Koma börnin? — og varð glaður Jjegar ég sagði já.
—• Fyrst þið viljið ekki borða, — eigum við að fara inn til
hans?
— Að þú getir verið svona róleg, mamma, sagði Elín.
Hún brosti.
— Honum myndi eflaust verða Jrað reglulega mikil von-
brigði, væri ég Jjað ekki. — Okkur á að líða vel saman til
loka. — Gráttu ekki, Elín, sagði liún, er Jrau gengu inn.
Faðir þeirra lá með lokuð augun.
Já, hann myndi deyja, það sá Eiríkur þegar. Á skjall-
hvítu enninu spruttu æðarnar upp, — hendurnar voru svo
þunnar, svo litlar, — og aridardfátturinn var svo slitróttur,
öðruhverju með snöggum hrotum.
Já, hann myndi deyja, það sá Eiríkur Jregar.
Náttlampinn var kveiktur á borði lians, en utanum ljós-
ið í loftinu var hengd hvít slæða.
Sjúkrasystirin stóð upp frá rúminu, er Jrau komu inn.
Móðir Jreirra gekk inn að rúminu og settist á stokkinn.
Systkinin stóðu á miðju gólfi og störðu aðeins.
Móðirin strauk um enni hans.
Þá opnaði hann augun, leit á hana og brosti, — jú, það
var bros, en svo beglt og vanbjarga að Eiríkur hrökk við,
honum fannst hann blátt áfram finna til við að sjá Jrað.
En í augunum var enn kraftur, magnað lýsandi líf, og hlýja
Jjeirra beindist að henni.
— Börnin eru kornin, Ólafur, sagði hún.
Hann leit spyrjandi á hana, svo hvarflaði hann augum
útí herbergið og sá jiau.
Engin ásökun, engin sorg!
Systkinin urðu Jiess vör samtímis, — að fyrir því augna-
ráði voru þau aðeins börnin hans, eins og Jregar þau voru
lítil. Þau gleymdu Jjví að hann væri dauðvona. Þau lutu
yfir að rúminu lians. Elín laut niður yfir hann og kyssti
hann á ennið: Elsku pabbi! kallaði hún upp. En Eiríkur
nam staðar og sagði: — Sæll og blessaður, pabbi!
Þá lyfti faðir hans hægri liönd sinni upp, og Eiríkur
Jrrýsti hana, — nú var hún blóðlaus og visin.
— Flyttu Jjig dálítið, sagði móðir hans allt í einu, pabbi
ætlar að skrifa.
Framhald.