Dagur - 26.05.1965, Blaðsíða 1
axminsfer
gólfleppi
annað ekki I ^
EINIR H.F
HAFNAHSTRÆTI 81 . SlMI 115 36
XLVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 26. maí 1965 — 41. tbl.
Eldsumbrof nálægf Surfi
BLAÐIÐ átti stutt viðtal við dr.
Sigurð Þórarinsson í gær vegna
frétta um nýtt gos við Surt. —
Hann sagði, að í gærmorgun,
mánudag, hefði orðið vart við
umbrot um 800 m austur af
Surti, í átt á Geirfuglasker. Var
sjórinn þar litaður og þakinn
vikri, sem hafði flotið upp. Er
þetta sama sprungan og á svip-
uðum stað og slíkt fyrirbæri
gerðist á í s.l. desembermánuði.
Surtur er nú lokaður og hættur
að gjósa, og þessvegna aukinn
þrýstingur í sprungunni, sagði
jarðfræðingurinn. Hvort hér er
byrjun á myndun nýrrar eyjar,
er ekki gott að segja, en ennþá
hefur hún a. m. k. ekki skotið
upp kollinum. □
Gagnfræðingarnir til Álasunds
Fljúga í kvöld beina leið og koma á simnud.
ÁTTATÍU manna hópur nýút-
skrifaðra gagnfræðinga úr Gagn
fræðaskóla Akureyrar ætlar að
heimsækja vinabæinn Álasund
YÍSAÐ TIL SÁTTA-
SEMJARA
IÐJA, félag verksmiðjufólks á
Akureyri og Vinnumálasam-
band samvinnufélaganna héldu
s. 1. þriðjudag sameiginlegan
fund. Voru þar lagðar fram til-
lögur um breytta samninga og
eru breytingarnar í aðalatrið-
um þær sömu og settar hafa ver
ið fram af verkalýðsfélögum
norðanlands og austan. Voru til
lögur þessar kynntar á fundin-
um og ræddar, en að lokum var
samþykkt að vísa málinu til
sáttasemjara ríkisins.
nú í vikunni. Fer hópurinn á-
samt nokkrum kennurum, skóla
stjóranum, Sverri Pálssyni, flug
leiðis með norskri vél beina leið
frá Akureyri í kvöld. Gagnfræð
ingarnir söfnuðu í vetur fé til
fararinnar af miklum dugnaði
og komust að góðum ferðakjör-
um.
í Álasundi er koma íslending
anna undirbúin á ýmsan hátt, m
a. verða þar tvö kvöldsamsæti
með gagnfræðingum Álasunds,
keppt verður í knattspyrnu,
bærinn skoðaður og ferðast um
hið söguríka og undurfagra ná-
grenni bæjarins. Blaðið óskar
hinum myndarlegu gagnfræð-
ingum frá Akureyri og leiðsögu
mönnum þeirra góðrar ferðar á
norska grund, þar sem þeir
verða bæði fulltrúar skóla síns
og höfuðstaðar Norðurlands.
FYRSTA SÍLDIN Á LEIÐ TIL LANDS
Mikil síld í góðum torf urn á f jórum svæðum aust-
ur og norðaustur af landinu, segir Jakob
Jakobsson fiskifræðingur í viðtali við blaðið
BLAÐIÐ talaði um slund við
Jakob fiskifræðing um kl. 3 síð
degis í gær. Hann var þá stadd
ur á Ægi 130 mííur út af Glett
inganesi í logni og sólskyni. Að
spurður um veiðihorfur sagði
hann efnislega á þessa Ieið:
Jón Kjartansson frá Eskifirði
og Þorsteinn frá Reykjavík
fengu fyrstu síldina í gær-
Reksfurshalli ÚA með afskriffum 8.5 milljónir kr.
Afli meiri og verðmætari nú en á sama tíma sl. ár
AÐALFUNDUR Útgerðarfélags
Akureyringa h.f. var haldinn í
fyrrakvöld í kaffisal Hrað-
frystihússins. Fundarstjóri var
Sverrir Pálsson og ritari Pétur
Hallgrímsson.
Formaður félagsstjórnar, Al-
bert Sölvason, minntist látinna
starfsmanna, þeirra Helga Páls-
sonar, Jóhannesar Jónassonar
og Gunnars Geirssonar. Risu
fundarmenn úr sætum í virðing
arskyni. — Síðan flutti hann
Raufarhöfn enn lokuð
Raufarhöfn 25. maí. Höfnin er
enn full af ís og ögn hér út fyrir.
Síldarbræðslan verður senni-
lega ekki tilbúin fyrr en um
miojan júní því enn vantar ket-
ilinn og ýmislegt annað til verk
smiðjunnar. En löndunarkrön-
um og síldarþróm er ekkert að
vanbúnaði. Þrjú stór síldar-
plön eiga eftir að setja upp færi
bönd og flokkunarvélar. Allur
undirbúningur hefur tafist
vegna ísins. H. H.
skýrslu stjórnarinnar.
Að skýrslu formanns lokinni
las og skýrði Gísli Konráðsson
reikninga félagsins á liðnu ári.
Kom þar m. a. fram, að heildar-
afli Akureyrartogaranna varð
minni en árið áður eða 6.971.978
kg. á móti 9.737.856 kg. árið áð-
ur. Úthaldsdagar urðu 1166 á
árinu eða um 200 færri en
árið 1963. Veiðidagar varu 765,
móti 860 og afli á veiðidag 9113
kg. móti 13323 kg. árið áður.
AUs voru farnar 65 veiðiferðir
og 20 söluferðir.
Kaldbak var lagt 12. febrúar,
eftir aðeins tvær veiðiferðir á
árinu, en hann fór í gagngerða
viðgerð, svo sem áður hefur
verið frá sagt. Hrímbak var lagt
14. maí í fyrra og hafði hann þá
TOGARARNIR
SVALBAKUR seldi 185,6 tonn
í Grimsby í gær fyrir 14851
pund. — Sléttbakur 1 andaði í
fyrradag í heimahöfn 148,4 tonn
um til vinnslu.
farið sex veiðiferðir. Svalbakur
lá stuttan tíma vegna manneklu.
Reksturshalli á árinu með af-
skriftum varð 8,5 millj. kr. eða
utan afskrifta 4,2 millj. kr. sem
er nokkru meiri reksturshalli
en árið áður. Hinsvegar hefur á
þessu ári aflast um 500 tonnum
meira en á sama tíma í fyrra
og er aflaverðmætið einnig mun
meira vegna ágætra söluferða.
kveldi og nótt 120 sjómílur aust
ur af Langanesi. Jón kastaði
fyrst og fékk því fyrstu síldina
en hinsvegar mun Þorsteinn
verða á undan í land með fyrsta
farminn, 1400 mál, en Jón fékk
1000 mál.
Við tókum sýnishom úr
fyrsta kastinu og reyndist mest
af síldinni stór síld úr norska
síldarstofninum, 15 ára gömul,
36,7 sm. á lengd, fremur mögur
ennþá en full af rauðátu. Sam-
an við þessa síld var ofurlítið af
sex ára síld. Síldin er venjulega
fljót að fitna þegar rauðáta er
fyrir hendi. Hinsvegar er lítill
sjávarhiti, 1,5 gráður á yfirborð
inu en kaldara dýpra og er ekki
Ijóst að hve miklu leyti sjávar
hitinn hefur áhrif á það, hve síld
in fitnar fljótt.
Við vonum, að síldin sé á vest
urleið, þótt það sé ósannað enn
þá. Fyrsta síldin veiddist 30. maí
a morgun
Fimm kórar taka þátt í samsöngnum
KIRKJUKORASAMBAND
Eyjafjarðarprófastsdæmis efnir
til söngmóts í Akureyrarkirkju
á uppstigningardag, 27. maí kl.
2 og 8,30 e. h.
Söngmót þetta er híð fimmta
í röðinni. Fimm'kórar höfðu til-
kynnt þátttöku, en á síðustú
stundu forfallaðist Kirkjukór
Siglufjarðar, vegna veikinda
söngstjórans.
Kórar þeir, er þátt taka í mót-
inu eru: Kirkjukór Akureyrar,
söngstjóri Jakob Tryggvason;
Kirkjukór Grundar- og Saur-
bæjarkirkna, söngstjóri Sigríð-
ur Schiöth; Kirkjukór Lög-
mannshlíðarkirkju, söngstjóri
Áskell Jónsson og Kirkjukór
Olafsfjarðar, söngstjóri Waltr-
aut Krukenberg.
í kórunum eru samtals um 80
manns. Kórarnir munu syngja
hver í sínu lagi og allir samein-
aðir.
Er ekki að efa að mótið verð-
ur vel sótt eins og fyrri mót
hafa verið. Q
i fyrra um 80 mílur ut af Langa
nesi.
Á föstudaginn urðum við
fyrstu síldarinnar varir á 190
til 200 mílum, síðan á 130 mílum
á laugardaginn. En í gærmorg-
un fanst liún 100 mílur og svo
73 mílur út af Dalaíanga og
fann Hafþór þá síld. í dag vor-
um við á 160 mílum og fundum
enn síld. Segja má þvf, að síld-
in sé gengm á djúpmið austur
af landinu.
Síldin, sem hér um ræðir er
á fjórum svæðum og í góðum
torfum. Aldrei fyrr hefur fund-
izt svo mikið síldamiagn og á
svo stóru svæði í vertíðarbyrj-
un og nú. Mér finnst mál til
komið að síldarskipin fari nú
að hafa sig úr höfn og halda út
á miðin, fyrst búið er að finna
síldina. Enn eitt skip, Krossancs
frá Eskifirði, er komið hér út á
miðin, og verður væntanlega
ekki lengi án afla, sagði Jokob
að lokum og þakkar blaðið við-
talið. □
Hvalveiðin byrjuð
UM s.l. helgi hófst hvalveiði-
tíminn hér við land. Fjórir hval
veiðibátar stunda veiðarnar við
ísland eins og undanfarin ár.
Áður hafði einn hvalveiðibát-
urinn verið á miðunum og
merkt hvali, 19 að tölu, undir
stjórn Jóns Jónssonar fiskifræð-
ings. Þær merkingar eru hinar
fyrstu í norðanverðu Atlants-
hafi. □
Framsóknarmenn,
Akurey
n!
ÞEIR, sem ætla að fara til
Húsavíkur og taka þátt í ráð-
stefnu SUF um atvinnumál og
byggðaþróun, eru beðnir að
hafa samband við skrifstofu
flokksins sem fyrst. □