Dagur - 26.05.1965, Blaðsíða 5

Dagur - 26.05.1965, Blaðsíða 5
4 » Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Lauriðkjörin SÁTTASEMJARI ríkisins hefur nú til meðferðar kjaradeilu flestra verka lýðsfélaga á Norður og Austurlandi og vinnuveitenda. Verkalýðsíélögin fara fram á fjögurra tíma styttingu vinnuvikunnar og 12—16% hækkun tímakaups, kjaramálin eru því mál málanna um þessar mundir og mik- ið veltur á að skynsamleg lausn fáist án verklalla. Þótt það sé staðreynd, að kaup- taxtar séu lægri hér á landi en í ná- grannalöndunum hlýtur geta at- vinnuveganna í hverju landi að vera grundvöllur ' kaupgjaldsmálanna. Kaup ófaglærðra verkamanna í Dan- mörku er t.d. 55 krónur á klst. en hér á Jandi 36 krónur á sama tíma (á sl. ári). Og því miður hefur kaupmátt- ur launanna farið minkandi hér á landi og er nú 12% minni en fyrir sex árum. En það er kaupmáttur launanna en ekki krónutalan, sem launakjörin verða að miðast við. Það er svo staðreynd, að þjóðartekjurnar hafa aukizt um 30—40% á sama tíma Þetta tvennt sýnir furðulega öfug- þróun, gagnstæða þeirri eðlilegu þró un, að launþegar njóti aukinna þjóð artekna, svo sem í nágrannalöndum, þar sem öðruvísi er á málum haltlið en Iiér á landi. I júnísamkomulaginu í fyrra féll- ust verkalýðssamtökin á frestun kaup hækkana í eitt ár, en fengu aftur á móti verðlagsuppbætur á kaup. En þetta ár án verkfalla er að renna út og að nýju er setið að samningaborði. Hinar auknu þjóðartekjur eiga að vera traustur grundvöllur að lagfær- ingu kaupgjaldsmálanna. I þeim fel ast höfuðrök fyrir kauphækkunum. Atvinnurekendur eru hinsvegar á allt öðru máli, þeir benda á erfiðleika atvinnuveganna á undangengnum uppgripaárum og hafa einnig við rök að styðjast, ]>ví veldur úrelt og röng stjórnarstefna og henni þarf að breyta, svo sem í því að aflétta láns- fjárhöftum og ranglátum byrðum af atvinnuvegunum. Sú stjórnarstefna, setn á uppgripa árum og við hraðvaxandi þjóðartekj ur ár frá ári býr svo að hinum lægst Jaunuðu, að kaupmáttur launa jteirra minnkar, er meira en lítið mis heppnuð, ef enn má tala um stefnu núverandi stjómar. Að sjálfsögðu vona allir hugsandi menn að verk- föllum verði afstýrt með samningum og á þann veg að við verði unað næstu samningsár og Iielzt lengur. En sannleikur málsins er sá, að und- angengin sex ár hefur landinu ekki verið stjórnað með hag verkalýðs fyr ir augum, og verður ekki meðan nú- verandi stjórn situr. □ EDVARD JENSEN forstöðu- maður hlýtur sem nefndarmað ur að þekkja söfnin, og ætti því, að vita að allt þetta með eddu- og sögu-handritin er tæplega helmingurinn. Mér virðist ekki sérlega sanngjarnt, að íslending ar skuli þurfa að fara hingað suður til að rannsaka sínar eig in bókmenntir, og þá sérstak- lega framannefnd ritverk, sem enginn Dani þekkir (ef til vill að einum einkasérfræðingi und anskildum). Mitt áhugamál er náið tengt skipulegri rannsókn hins merkilega trausta samheng is og framhalds andlegs lífs á íslandi allt til vorra daga. Og það getur fyrst í alvöru komist í framkvæmd á íslandi, þar sem fyrir er hópur færra fræði- manna til alstæðra vísinda- legra rannsckna. Þarf aðeins að nefna prófessorana Einar Ol. Sveinsson, Sigurð Nordal, Jak- ob Benediktsson o. fl. auk fjöl- margra magistra í norrænni mál fræði. Eg býst við að Edvard Jensen þekki til stars þessara manna, og þá sérstaklega til starfs Einars Ol. Sveinssonar grundvallar rannsóknarstarf til samanburðar sögu-frumte>Jt- anna, sem er nauðsynlegt til nýrrar og traustrar útgáfu þess ara frægu ísl. þjóðarbókmennta. í skoðun sinni á hinum vís- indalegu skilyrðum og starfs- sviði framhaldandi rannsókna eru vísindamennirnir harla ó- sammála. (Anars eru þeir sára fáir sem hér geta talað af sér- fræðilegri þekkingu; ég vona að Edv. Jensen kunni að meta gagn áskorun hinna 1600 „vísinda- manna“.) Eg get t.d. nefnt einn vísindamann, sem í þekkingu á málinu stóð fylilega jafnfætis prófessor Bröndum- Nielsen, rúnafræðinginn og forntungu- könnuðinn dr. phil. Lis Jacob- sen. Síðustu ritgerð hennar um handritamálið, sem hún birti í „Politiken" skömmu fyrir and- lát sitt, lauk með þessum orðum. „Háskólann í Reykjavík ber afburða hátt í rannsókn hinna auðugu íslenzku fornbókmennta og þeir yfirburðir munu auk- ast með ári hverju. Frá vísinda legu sjónarmiði væri því þess að óska, að hin fornu íslenzku handrit fengju sinn fasta og trausta dvalarstað, þar sem fyrir eru hinir beztu starfskraftar til rannsókna þeirra. Er það nokkr um vafa undirorpið, að þegar stuðlað er að þessu af danskri hálfu, þá sé þar gert í anda Árna Magnússonar?“ Þjóðþing og handritanefnd verða að meta röksemdir beggja aðila, en auðvitað verður ekki dæmt eftir æsinga-magni og mergð, heldur aðeins samkvæmt eðlis- og gæðamagni. Sá eini raunverulegi atkvæðamaður hérlendis á vísindavettvangi handrita-rannsóknanna er tví- mælalaust forstöðumaður Safns Árna Magnússonar, Jón Helga- son, prófessor í forníslenzku, °g frá 1927 sjálfur kunnáttumik ill útgefandi og leiðbeinandi um allar síðari útgáfur. Sem konunglegur danskur em bættirmaður hefir hann ekki tekið til orða í handritamálinu án þess að verða tilneyddur, ann aðhvort vegna áróðurs eða vill- andi mistökum vísindamann- anna eða nefndar þeirrar, sem skipuð er í tilefni afhendingar- um. Fyrir skömmu skoraði hún á prófessor Jón sem kunnáttu- mann hérlendis um úrskurð hans í málinu, og neyddist hann þá til að rjúfa þögn sína. í mjög blátt áfram tón, sem virð ist bera'með sér, að hann sem um 40 ára skeið hefir stjórnað safninu og starfað Lar, sé ef til vill ekkert um of ginnkeyptur fyrir afhendingu, segir hann m. a. þar sem hcmum er ljóst, að ummæli har.s verða að standast rýni sérfræðinganna: „Mikill hluti þess sem út hef ir verið gefið til þessa dags, hef ir verið án nefnandi notkunar bóka úr „Hinu konunglega Bóka safni.“ Sú spurning kemur fyrst til má!a, þegar prentuð hefir ver ið sæmileg útgáfa, og um er að gera að skipa verkinu í bók- menntalegt samhengi, og einn- ig þegar um er að ræða íslenzk ar þýðingar úr erlendum bók- menntum, það er: ekki frumrit aðar ísl. bókmenntir." Mun áætluð skipting valda breytingu í starfsskilyrðum safnsins, sé gert ráð fyrir að hin afhentu handrit séu ljósmynd- uð, og að ísland, er svo ber und ir, lánar handrit? — Hann svar í JÖRGEN BUKDAHL | í — Síðari grein — i ar að aðallega muni verða unn ið með notkun Ijósmynda, einn ig af eigin handritum safnsins. Auk þess mun skipting safnsins ekki valda stöðvun starfsins. Ljósmyndanir handritanna verða alltaf tiltækar. „Einnig má nefna að handritastofnun sú sem nú er reist, og þangað munu einnig ganga hin ísl. handrit er ef til vill verða afhent, hefir vel færa sérfræðinga, sem óef- að munu svara spurningum, er til þeirra kynnu að berast". Auðvitað verða handritin end urbætt, áður en þau verða send. Um ritling framannefndrar hand ritanefndar segir hann: „Hann er mjög áróðurskennd ur og birtir talsvert ýktar og vill andi staðhæfingar, m.a. um lýs ingu hinna ísl. skinnhandrita. Aðeins nokkur þeirra eru illa farin. Ljósmyndatæki safnsins eru óþekk annarra landa. Enn hefir ísland þetta ef til vill ekki“ — og hann bætir við hálf kaldhæðnislega, — „enda hafa þeir raunverulega heldur eng- in skinnhandrit til að ljósmynda „En gera má ráð fyrir, að sér- hver vel fær ljósmyndari, sem leggur stund á þessa tegund ljósmyndunar, muni reyna fyrir sér til þrautar.“ — Með þessum fræðilegu og mjög blátt áfram ummælum virðist mér að þjóðþingið geta látið sér í léttu rúmi liggja hinn frekar hrokafulla og ógnandi tón hinna vísindalegu upphlaups manna, sem eins og áður er nefnt, gengu aftur í grein Jens ens forstöðumanns.* Hið eina viðkvæma atriði þessa máls er ekki hið vísinda- lega, heldur hið lögfræðilega: — eignarétturinn, flókin og við sjárverð spurning, sem lögfræð ingar eru ósammála um. T. d. segir prófessor dr. phil, og jur. Alf Ross í „Ugeskrift for Rets- væsen“ 11/ 5 1957 að lokinni langri skýringu: „ ... í ljósi framangreinds ætti ekki að vera erfitt að átta sig á og skilja, að „eignarréttur“ stofnunarinnar (Háskólans) á Safni Árna Magnússonar er ekki samsvarandi þvi, sem venjulega telst „eignarréttur". Stofnunin (Háskólinn) hefir engan rétt til raunverulega að nota og nytja safnið, en er aftur á móti skyld ug til að halda opinni notkun þess fyrir aðra. Háskólinn hef ir enga heimild til að ráða lög lega yfir Safninu, getur t.d. ekki selt það til Ameríku. Safnið telst ekki til eigna Háskólans þannig, að í því megi leita upp- fyllingar skuldaskyldu Háskól- ans. Rétt á litið er eignarréttur þessi í rauninni ekkert annað en heimild til að stjórna Safn- inu samkvæmt grundvallará- kvæðum stofnunarinnar. Þess- háttar eignarréttur nýtur ekki verndar 73. gr. Stjórnarskrárinn ar um eignarnám." * Þetta gerði þjóðþingið einn ig- Þýðandi. Þepr jarðhifasvæði Ák. fýndist Glappaskotin — Hvern fjandann ætli við för um að bora upp í Glerárgili. — Lofum Sauðkræklingum og Ól- afsfirðingum að bora og kagsa upp á eigin spýtur, fyrst þeir hafa gaman af! — Að okkur kemur á sínum tíma, — og þá með kurt og pi!---------Og sinn tími kom, eftir áratuga nöldur og kjaftæði óviðkomandi náunga! og með sínum tíma kom Norðurlandsborinn mikli til sögunnar undir stjórn og starfrækslu ungra, bráðröskra manna og óefað vel færra! — og furðulegt fyrirbæri: Bornum mikla og glæsilega var beint að Glerárgili, sem vanvirt hafði verið og vanrækt um áratugi- — Og þá eðlilega að jarðhita- svæði Akureyrar, sem vígt var og helgað Akureyri fyrir full- um 35 árum af ungum áhuga- mönnum bæjarins. Og þar virkj uðu þeir með berum höndum 3,6 sek.I. ofanjarðarrennsli 53° heitt og leiddu niður í nýja sund laug bæjarins með allt að 40 stiga hita í laug. Þarna var stórt og víðlent í Glerárgili jarðhitasvæði, ofan frá Laugar hól og niður í á, greiðfært að- komu og sennilega auðvelt til vinnslu. þessu var margsinnis þrautlýst í blöðum Akureyrar um áratugi! En er borinn mikli og glæsi- legi kom til sögunnar, var jarð- hitasvæðið undir Laugarhól horfið, — og hóllinn líka! — Bókstaflega týnt! — Hér hafði verið að verki vélrænn dugnað ur og ábyrgðarlaust fyrirhyggju leysi, sennilega margra þeirra manna, sem með fundarhöldum og undirskriftum vildu heimta borinn mikla úr dauðþyrstum höndum Vestmanneyinga! Og er það tókst ekki, hefir verið haf- izt handa um að undirbúa mót- töku galdratækisins, er til kæmi og þar fylgt vinnuvísind- um kerlingar forðum: — „rata skærin götu sína“, og þurfti hún þá ekki að stjórna þeim! — Jafnsnjall virðist vélakostur Ak ureyringa hafa verið í bið sinni eftir bornum mikla: — Hann hefir stjómað sér sjálfur! — (Framhald á blaðsíðu 7). Þverá í Svarfaðardal MINNING ÞANN 15. þ.m. var að Tjörn í Svarfaðardal jarðsungin Soffía Jónsdóttir fyrrverandi hús- freyja Þverá í Skíðadal en hún lést á Kristneshæli 3. þ.m. Soffía var fædd að Hjaltastöð um í Svarfaðardal 21. júní 1876. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Hallsson er síðar bjó lengi að Þverá og Ólöf Magnúsdótt- ir. Kornung var Soffía tekin í fóstur af hjónunum á Krosshóli Sigfúsi bónda Sigfússyni og konu hans Herdísi. Þar ólst hún upp sem barn þeirra hjóna og dvaldi með þeim til ársins 1900, er hún flutti að Hjaltakoti til unnusta síns Vigfúsar Björnsson ar. Árið 1901 gengu þau í hjóna band og tók Soffía þá við bús- forráðum með manni sínum. Eftir fjögurra á-ra búsetu fluttu þau að Syðri-Másstöðum og voru þar í fimm ár, en fluttu þá að Þverá og bjuggu þar til árs- ins 1937, er synir þeirra hjóna tóku við búinu og jörðinni. Vig- fús dó 1938 — Börn þeirra hjóna voru sex. Ólöf húsfreyja Dalvík dáin. Guðrún Sumarrós húsfreyja búsett í Ólafsfirði. Jón ína húsfreyja Dalvík. Björn ó- giftur til heimilis að Þverá smið ur og fjölhæfur starfsmaður, þarfasti maður Svarfdælingum eins og nú standa sakir. Sveinn bóndi á þverá giftur. Ari ógiftur varkamaður á Dalvik. Auk barna sinna ólu þau Þver árhjcn upp frá frumbernsku sem sitt eigið barn Jóhannes Jó hannesson enda kallaði hann þau jafnan pabba og mömmu. Jóhannes er búsettur á Dalvík. Þegar minnst er Þverárhjón- anna að lokinni lífssögu þeirra verður ekki rakin margbrotin eða umbrotasöm ævisaga heldur hljóðlát, hugljúf og fögur. Þau hjón ólu allan sinn ald- ur innan tignarlegra fjalla Skíðadals, þar slitu þau barns skónum og námu sinn lífslær- dóm, er entist þeim til mikillar giftu, einlæga guðstrú og fús- leika til starfa, svo fjölbreyti- lega sem kostur var á, enda voru þau hjón hvert í sínu lagi einkar vel af guði gefin og hefðu án efa tekið vel á móti frekari andlegri fræðslu, en á þeirra uppvaxtarárum var unt að afla sér, en þeim varð mikið úr því sem þau námu, og ófu sína lífs- voð fagurlega úr þeim efnum er fyrir hendi voru. Mundu vel að rækja skyldur sínar til far- sældar afkomu og skyldur við náungann og sveit sína. Frá þeim mun hver peningur hafa til skila komið er samfélagið lagði þeim á herðar. Allur heim ilisbragur bar þessum dyggðum örugt vitni. Hirðusemin og vel- virknin voru með fágætum. Hús bóndinn frábærlega verklaginn. Veggir húsanna hlaðnir af hon um ýmist af grjóti eingöngu eða af torfi og grjóti, svo sléttir sem heflaðir væru og virtust ekki geta haggast. Þessarar kunnáttu Vigfúsar nutu fleiri en hann sjálfur. Hann var eftirsóttur hleðslumaður og fús og bóngóður er til var leit- að. Öll umgengni hans um pen ingshús var í sama stíl. Það kom eins og af sjálfu sér að því er virðist fyrirhafnarlaust. Við hálf sóðarnir skildum varla hvemig þessu var varið, og þó. Þegar hvert handtak er vandað og aug að og smekkvísin glögg verður verkið fallegt. Hlutur húsfreyjunnar Soffíu í heimilisprýðinni á Þverárheim- ilinu var sannarlega ekki van- ræktur. Fyllsta regla og þrifnað ur. Þau hjónin voru samvalin enda sambúð og samkomulag sem bezt má vera. Á Þverár- heimilið var gott að koma, enda rómað fyrir gestrisni. Það sem hér hefir verið sagt um Þverárhjónin hefir heldur ekki látið sig án vitnisburðar, börn þeirra bera þeim þar óræk astan vottinn, þau hafa dyggi- lega fetað í fótspor foreldra sinna, öll öruggt sæmdarfólk og ágætir þjóðfélagsþegnar. Þó það megi frekast teljast innskot hér, get ég ekki látið það ósagt, að fyrir mínum aug- um og tilfinningum hefur meiri birta og hlýja hvílt yfir Þverá í Skíðadal en nokkru öðru heim- ili úti í Svarfaðardal. Hvað veld ur veit ég ógerla, en svona er það og mun verða meðan ég fæ þann bæ augum litið. Það væri næsta létt að telja hér meira fram, er allt ber að sama brunni, en hér var aldrei hugsunin að flytja langt mál, heldur hitt að færa þeim Þver árhjónum Vigfúsi og Soffíu, mína innilegustu kveðju og þakkir fyrir samfylgdina og allt það er ég og mínir bera fram í nafni allra Svarfdæla. Vigfús og Soffía staðfestu hjú skaparheit sitt 1901 fyrir altari Tjarnarkirkju, sem þó eigi var þeirra sóknarkirkja. Óefað hafa þau ekki á þeim degi hugsað um að kjósa sér legstað, er þar að kæmi, til þess blasti lífið of brosandi við og flestar lífsósk- irnar framundan er langan tíma þyrfti til að fá framgengt. Og víst veitti lífið þeim margar góðar gjafir. En er kemur að lífsleiðarlok- um ber þau enn að sömu kirkj unni. Er það tilviljun? Eg held varla. Mundi ekki heldur hitt hafa ráðið legstaðarvali að minn ingin um trúnaðarheit sitt fyrir altari Tjarnarkirkju hafa vakið upp hugsun þá að í sömu kirkju, frá sama altari skyldu þau kvödd hinni síðustu kveðju. En hvað sem ollið hefir þá veri þau hjartanlega velkomin til hinztu hvíldar í Tjarnar- kirkjugarð. Þór Kr. Eldjám. - Hraktir út... (Framhald af blaðsíðu 8). „þörf“ borgarbúa til tómstunda gamans, þessarar tegundar. Hvort sem þetta stangast við lög og reglur, er réttmætt að virða þessa viðleytni. Samfélag ið er engu bættara þótt það hreki menn með kindur sínar eða hesta úti fyrir einhvei'n vall argarð þéttbýlisins, fyrr en það gei'ir annað af tvennu: Setur strangar og undanþágulausar reglur um skepnuhús í þéttbýl- inu og lætur fara eftir þeim, eða gei'ir allt slíkt útx-ækt þar sem byggð er orðin nokkuð þétt en veitir þá jafnframt fyi’irgreiðslu um ný búfjái'hverfi. Bæjarfélagið á sér svo auð- vitað líka þriðja kostinn, og hann er sá að gera ekkert og láta hlutina þx'óast eins og verkast vill. Sá kosturinn er verstur. I RONALD FANGEN 1 EIRÍKUR HAMARI g Skáldsaga g s § <HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS<I 41 S<HS<HS<HS<HS<HS<HS<HS samt ekki stillt sig né varist hlátri á ný. Honum virtist svo óstjórnlega hlægilegt að heyra Björgvinjar röddina þá arna spjalla um allt þetta nteð sama raddblæ og hrynjandi: Hon- um virtist alltaf hláleg þessi léttúðuga og lygna skírskotun heldra fólksins til dómhneigðar kirkjunnar og mats á synd- inni. Það var einskonar endurminning hans um gamalt stæri læti hans sjálfs, að það fólk sem raunverulega átti að teljast til hærri stéttanna og kappkostaði að láta telja sig til hærri stéttanna og kappkostaði að láta telja sig gáfnastétt, brast ætíð bogalistin, þegar um var að ræða að sjá og skilja, að á siðferðilegum vettvangi væri jafn stórfelldur munur eins og til- dæmis ríkidæmi manna. — Þetta væri einskonar lit- blinda. Þetta var einskonar barnaskapur, sem aðeins gat verið hlægilegur, þegar rekist var á hann hjá fullorðnum sjálf- birgingum. Og nærri lá að vera viðkvæmt er Edith sjálf hló í spjalli sínu. Og sér Hólm sat og horfði á hana og hélt áfram að hlægja að fíflslegum hlátri hennar. Honurn var Ijóst hve uppekli hennar og þroskaskilyrði hlytu að hafa verið kákkennd og fávísleg og valda því, að hún væri á svo barnalegu stigi, og að þessu hlálega ósamsvörum þessarar stúlku, sem verið hefði ástmey Eyríks, var í því fólgin að ásthneigðarlega var htin þroskuð og vitandi, en að öðru leyti barnaleg og leitandi í öllum sínum viðbrögðum, — og svo eins og til skrauts að vera listakona. Honum var því ljóst að allt sem hann gæti sagt henni sem prestur, myndi hrynja af henni af barnalegri forvitni og aðeins teljast fróðlegt og skemmtilegt. En Eiríkur! Hver hefði verið meining hans, sem var svo hreinskilinn piltur og opinskár og gáfaður, og samkvæmt eðlisákvörðun sinni hefði átt að verða ástfanginn af alger- lega jafnborinni stúlku? Gæti á því varið nokkur önnur skýring en sú, að hann hugarfarslega væri orðinn útslitinn og örsnauður, með litlar kröfur til lífsins nema mjög venju- legrar nautnar. En svo hefði hann spyint við fæti einmitt núna. að væri auðvitað sjálf hjónabandshótunin, sem opn- að hefði augu hans og sýnt honum hvílík fjarstæða þetta væri, utangátta við allt það sem lnigur hans og hjarta krafð- ist. Og hvernig ætti nú að snúast við öllu þessu? Gæti hann yfirleitt farið til Eiríks og talfært þetta við hann, væri það ekki hrein fásinna að hann sem prestur færi að grípa fram í þessháttar málefni. Og er Edith hefði spurt, hvort hann gæti nokkuð rennt grun í, hvað það væri sem valdið hefði þess- um sinnaskiptum Eiríks, ætti hann þá að áræða að nefna grun sinn um ungu stúlkuna Ástríði, sem hann að vísu hefði ekki séð síðan fyrir mörgum árurn, og vissi hvorki hvar væri niður komin, né hvort hún væri á lífi? Á hinn bóginn vildi liann gjarnan tala við Eirík, hvern- ig sem allt snerist, og léti Eiríkur ekki verða af því að koma til hans, gæti hann þá allt eins farið til Eiríks. Hann sagði við Edith: — Ég er sammála yður í því, að Eiríkur skuldar yður skýringu á málinu. Og ég skal gera það sem mér er frekast unnt til að fá hann til að verða við þessu, — hafi hann þá nokkra skýringu. — En gerið nú svo vel og segja mér hrein- skilningslega: — Berið þér svo djúpa tilfinningu í brjósti til Eiríks, að yður virðist þér munið verða afar illa sett og óhamingjusöm sökum þess, að hann hefir rofið samband ykkar? Svipur séra Hólms var svo strangur og eftirvæntingarfull- ur, að Edith alveg ósjálfrátt sagði satt: — Nei, séra Hólm, þannig hefi ég hvorki elskað hann né neinn annan. X Eiríkur hafði ákveðið að útkljá öll sín viðskipti, hætta hjá Eylki og bregða sér síðan til Frakklands eins fljótt og urint yrði. En til þess þurfti all-langan tíma, og yrði hann því að snúa sér að þessu tafarlaust. Og er hann kom aftur til borgarinnar um sjöleytið síðdegis daginn eftir jarðarföi'- ina, brá hann sér í leiðinni upp í skrifstofu sína til þess að ná þar í nokkur skjöl. Síðan gæti hann notað kvöldið til að líta í gegnum og athuga allt það, sem hann þyrfti að losa sig við, áður en hann færi. Hann langaði ekki til að láta Fylki hrósa þeim sigri, að hann hefði gengið úr vistinni npp úr þurru. Allt var enn svo óljóst þeiira á nrilli. Eiríkur skildi enn ekkert í mann- inum Fylki, og það var afar óviðunandi og ófullnægjandi, þar sem hann hefði haft svo mikið saman við hann að sælda öll þessi ár. Fylkir var einskonar leyndardómsfull táknmynd af allri „dánardvöl“ Eiríks í vistinni. Það var ekki Fylki að kenna, en á hans vettvangi hefði allt þetta farið fram. Það var sérstök vild milli hans og þess „innibyrgða“ í starfa Eiríks. Eiríkur opnaði fremri skirfstofuna. Hér virtist þá vera einhver? Dyrnar voru opnar inn að skrifstofu Fylkis, og kveikt á skrifborðslampanum, en hann sá þar engan. Jæja, Fylkir væri senniléga einhvers staðar hérna, hann var svo oft vanur því að sitja í skrifstofu sinni síðdegis. — Og yfir- leitt varð ekki annað.sagt nm hann, en að hann væri rnesti vinnuþjarkur, — hann kunní’að „afreka". Eiríkur gekk inn í sína skrifstofu. Hann hrökk víð í dyrunum, eins og hann hefði orðið fyrir þungu höggi. Hjarta hans tók kipp og byltist síðan og barðist í brjósti hans, og bfóðið hraðstreymdi úpp í andlit hant: — Yið skrifborð hans sat Fylkir lögmaður, skúffur borðsins voru opnar, og skjöl hans og skjalahylki voru dreifð rit um allt borðið. Fylkir sat og var einmitt að skrifa eitt- hvað er Eiríkur kom. Fylkir varð hans ekki strax var, en svo mun hann hafa fundið það á sér, hann leit hægt upp úr skjölunum og sá Eirík. Hailn opnaði munninn og lokaði honum aftur, reis hálfvegis upp af stólnum og hneig niður aftur. Eiríkur lueyfði sig ekki. Hvorugur sagði orð. Óþolondi taugatæt- andi mínúta leið, og það varð ofraun, jafnvel fyrir taugar Fylkis, hann spratt skyndilega upp og frarn á gólfið. Hann hrópaði hátt, — og jafn óvæntan atburð hefði Eiríkur alls ekki getað hugsað sér. — í hvaða tilgangi laumist þér hingað inn að mér óvör- um í mínum eigin skrifstofum á þessurn tíma dags! Eiríkur var nokkurnveginn búinn að ná sér og tekinn að átta sig, — jæja, hann ætlar þá að beita hinu gamla bragði að hefja sjálfur árás, þegar maður er staðinn að verki. Hann sagði: — Þetta er mín skrifstofa, ekki yðar, Fylkir lögmaður. — Það eru mínar skrifstofur allt saman, öskraði Fylkir, þetta er mitt firma, og þér sknluð útúr því öllu saman. Eiríkur vék sér frá og fór úr yfirhöfn sinni og ytri plögg- um. Svo sneri hann sér að Fylki og sagði rólega: — Eg hefi beðið lengi eftir þessari tilkynningu yðar, að ég eigi að hypja mig burt úr þessu öllu saman. — Já, það skuluð þér sannarlega! — En þess vegna hefðu þér ekki þurft að brjóta upp mín ar skúffur. Fylkir hélt áfram að hrópa: — En þér hafið brotizt inn í mitt skjalasafn um hábjartan morguninn. — Það er nú allmikið á mununum, Fylkir lögmaður. Þér báðuð mig að sinna einurn yðar gömlu viðskiptamanna. Og þá ætti ég að vera í mínum augljósa rétti til að athuga, hvaða viðskipti og hverskonar firmað hefði áður haft við þennan náunga. Og þrátt fyrir hve óneitanlega forvitinn sem ég hefi verið um yður óg yðar gömlu viðskipti, þá hefi ég aldrei rölt hingað ofaneftir, þegar ég vissi að þér væruð hér ekki, og farið að snuðra í skúffunum yðar. — Það er jnunur á yður og mér, sagði Fylkir spakari. Eiríkur gat ekki stillt sig um að segja: — Já, og einn er sá, að þér finnið ekki slíka furðugripi hjá mér. Það borgar sig ekki að leita hjá mér. Fylkir stóð andartak og starði á Eirík. Svo tók hann í skyndi eitt sinn venjulegu en óvæntu stakkaskipta: hann var í einu vetfangi blíður og elskulegur. o o o — Jæja, jæja, Hamar, sagði hann, ég var ekki eiginlega heppinn í þetta sinn. Takið þessu nú með dálitlu glensi, góði maður, ég hefi nú búið hreina leynilögreglusögu upp í hendurnar á yður. Eiríkur var allruglaður að venju, er Fylkir tók slíkum snöggum og óvæntum stakkaskiptum. En er öllu var á botninn livolft var hann á vissan hátt glaður við þennan æsi-árekstur, þv.í nú hafði hailn loks náð slíku taki á Fylki, að hann gat búizt við að fá að vita eitthvað um hann. Hann sagði því: — Mér er ekkert á móti skapi að fyrirgefa „innbrot“ yðar í skrifstofu mína, ef þér aðeins í endurgjaldsskyni viljið segja mér hreinskilnislega tilgang yðar með þessu. Og til að gera yður hægara um vik skal ég segja yður, að ég hafði ákveðið að tilkynna yður á morgun, að ég gangi rir firmanu. Fylkir leit tortryggnislega á hann: — Er það satt að þér hafið ákveðið það? Dettur yður þetta ekki aðeins í hug núna? — Eg held ég hafi aldrei logið að yðnr, hvers vegna ætti ég þá að gera það, þegar um jafn-alvarlegt mál er að ræða? Framhald.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.