Dagur - 02.06.1965, Blaðsíða 1

Dagur - 02.06.1965, Blaðsíða 1
Fyrstu fulltrúarnir á sjötugasta og níunda aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga á leið að fundarstað. (Myndirnar tók E. D.) HEILDARVELTA K.E.A. VARÐ YFIR 700 MILLJ. sem dreift var á fundinum, svo og heisiu reksturs- og hagskýrsl ur félagsins, ásamt fjölmörgum öðrum upplýsingum. í nefndri skýrslu segir m.a. að sl. ár hafi verið framkvæmda ár hjá félaginu og farsælt við skiftaár. Meðal framkvæmda er ný og vönduð kjörbúð á Syðri- Brekkunni, við Byggðaveg. Þá voru gerðar stórfelldar breyting ar á gamla verzlunarhúsinu við Haínarstræti, svo þar eru nokkr ar búðir sem nýjar væru. Bygg ingarvörudeildin var flutt í nýtt húsnæði við Glerárgötu, verzlun in í Hrísey var flutt í nýtt hús næði o. s. frv. Haldið er áfram byggingu kjötvinnslustöðvarinn LITLI SURTUR I GÆRMORGUN var flogið yfir Surt í góðu skyggni og sást þá hvar ný eyja hafði skotið upp kollinum litlu austan við Surt. Þar voru gos úr tveim gýgum og þar mun hafa gosið síðan á laugardag. □ Stjóm og framkvsemdastjóri KEA hraða sér á aðalfundinn, en nema þó staðar meðan myndin er tekin. Fremri röð frá vinstri: Jakob Frímannsson framkvæmdastjóri, Jón Jónsson, Kristinn Sig- mundsson. Aftari rckl: Björn Jóhannsson, Brynjólíur Sveinsson stjórnarformaður og Sigurður O. Björnsson. A SIÐASTL. ARI Og seglio verða ekki dregin saraan, sagði lakok Frímannsson á aðalfundi félagsins í gær í GÆBMORGUN, kl. 10,30 hófst liinn 79. aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga í Samkomuhúsinu á Akureyri. Stjórnarformaðurinn, Brynjólfur Sveinsson yfirkenn- ari bauð fulltrúa og gesti vel- komna. Fundarstjórar voru kjörnir Eiríkur Sigurðsson skóla stjóri á Akureyri og Helgi Sím- onarson bóndi á Þverá en fund arritarar Ólafur Skaftason bóndi í Gerðum og Kristján Helgi Sveinsson Akureyri. Við upp- haf fundarins voru mættir 185 fulltrúar samkvæmt athugun kj örbréíanefndar. Brynjólfur Sveinsson minntist látinna samvinnumanna, bænda og sjómanna og risu fundar- menn úr sætum í virðingarskyni við hina látnu. Hann flutti að því loknu skýrslu stjórnar. En sú skýrsla hennar og fram- kvæmdastjórans er að finna í ný útkomnum Félagstíðindum KEA or og þegar er hafin bygging nýrrar mjólkurvinnslustöfjvar og verða þessar tvær fram- kvæmdir mjög dýrar enda til þeirra vandað. Verksmiðjur félagsins hafa all ar aukið framleiðslu sína og sum ar mjög verulega, og Efnagerð- in Flóra, sem hefur því fátíða hlutverki að gegna að efla Menningarsjóð KEA, skilaði sjóðnum 111 þús krónum að þessu sinni, sem er nettohagn- aður. Um framleiðslumálin hefur áð ur verið rætt hér í blaðinu og vísast til þess. Sjávarafurðir jukust lítilsháttar, mjólkin jókst um 6,6% en sauðfjárafurðir voru minni en árið 1963. Fram- leiðsluvörurnar seldust vel, nema helzt mjólkurafurðir, sem eru of miklar fyrir innanlands- markaðinn. í lok þessarar skýrslu segir: Að öll samanlögðu má segja, að starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga á árinu 1964 hafi gengið farsæl- lega. Ber þar fyrst og fremst að (Framhald á blaðsíðu 4). TRYGGVA HELGASYNI NEITAÐ UM LENDINGARLEYFI í FÆREYJUM A FUNDI nieð blaðamönn- uni í gær skýrði Tryggvi Helgason flugmaður á Akur eyri frá því, að sér hefði þá um mcrguninn verið neitað um lendingarleyfi á flugvell inum í Færeyjum, en hann var þá á leið þangað og varð að snúa við. Tryggvið var beðinn að fara för þessa og ílytja vara- hlut í skipið Steingrini trölla, sem er í slipp í Fær- eyjum. Og var þetta fyrsta millilaiidaflugið, sem Ncrð- urflug var beðið um. Ferðin var þegar undirhúin og lagt af stað en snúið við vegna þoku. í gærmorgun var aft- ur lagt upp, beðið um nauð- synícga fyrirgreiðslu, svo sem Jendingarleyfi, og var ölíu hinu fegursta lofað í því efni. En þegar þriðjung- ur leiðarinnar yfir hafið var að baki, kom tilkynning gegn um flugmálastjómina ísl. þess efnis, að danska flugmálastjórnin heimilaði ekki lendingu í Færeyjum, nema í ncyðartilíelíi. Tryggvi sneri þá heimleið- is á vél sinni og hafði ekki í gær fengið neinar upplýs- ingar um mál þetta, sem er hið furðulegasta. Það skal tekið fram, að engir farþegar voru með eða annar flutningur en varahlut urinn, sem mun Iiafa verið um 1 kg að þyngd. □ <$> $*$><$X$>m>$>4><$X$X$X$><$X$x$><$»$X$X$>4<$x$><$><$x$X$X$>&$X$x$X$>&$X$><$><$><$X$x$X$>^^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.