Dagur - 10.06.1965, Side 1
axminsfer
gólfteppi
annað ekki
EINIR H.F
HAFNARSTRÆTI 81 . SÍMI 115 36
Dagur
XLVÍII. árg. — Akureyri, íiimntudaginn 10. júní 190«' — 45. tbl.
HAFNARSTRÆTI 61 , SÍMI 1 15 36
i■
L
HVÆSANDI 6URJ60S
SUNNAN ÖSKJUVATNS
Oskjuvatn Iiefur lækkað og hitinn í Víti vaxið
TVEIR ungir menn, Sigurgeir
B. Þórðarson og Jón Dalmann
Ármannsson fóru um hvíta-
sunnuhelgina á tveim stórum
bifreiðum austur í Öskju. Færi
var vel sæmilegt að Herðubreið
arlindum, en þegar þeir komu í
Öskjuop, urðu þeir að skilja við
íarartæki sín og ganga 1—IV2
Mst. í Öskju sjálfa. — Er þeir
ikomu að Öskjuvatni sáu þeir,
að vatnið hafði lækkað tölu-
vert, en þeir höfðu ekki tæki-
færi til þess að mæla lækkunina
vegna þess, að mælikvarðinn
borð vatnsins töluvert, en nú er
það ívið lægra.
Einnig sáu ferðamennirnir
gufugos eða gufustróka í fjalls
hlíðinni og einn langstærstan
sunnan við vatnið og heyrðist í
honum hvæsið margra kílómetra
leið. Gufu lagði einnig upp úr
bökkum Öskjuvatns og sums
staðar upp úr vatninu sjálfu.
Þeir gengu niður í Víti og
komust að raun um, að yfirborð
ið hefur lækkað verulega og
flatarmál vatnsyfirborðsins hef
ur minnkað sem svarar einum
TVÆR gröfur Baldurs Sigurðssonar byrja hér að grafa fyrir grunni sex íbúða húss við Mýr-
arveg. (Ljósm.: E. D.)
stóð alveg á þurru. Þegar Askja þriðja síðan í fyrra. Einnig hef
gaus, haustið 1961, lækkaði yfir
BYRJAÐ AÐ SLÁ!
TÚN hafa sprottið mjög ört síð
an til hlýinda brá og mun ljár
hafa verið borinn í jörð á einum
hæ a.m.k. í Skjaldarvik, og sleg-
in töluverð skál, sæmilega sprott
in. En mun þess þó nokkuð að
bíða, að heyskapur hefjist al-
mennt, þótt friðuð og kapprækt
uð tún séu að verða íöluvert
sprottin.
ur leirinn og steinefnaupplausn
ir aukizt mjög og má segja að
Víti sé orðið að leirhver eða vel
á veg komið með að verða það.
Ekki voguðu þeir sér að ganga
alveg niður að yfirborðinu, af
því að leirfög liggja alls staðar
að því og hætta á að sé kvik-
syndi undir og þar að auki sjóð
heitt. Hitinn í Víti virðist vera
meiri en í fyrra og kraumar af
miklum krafti á tveim stöðum.
GosstöSvarnar frá haustinu
1961 eru enn heitar en gufa úr
þeim hefur minnkað.
Ný efnarannsóknarstofa fyrir
landbúnaðinn
Er að hefja starf á Akureyri undir forstöðu Jó-
haunesar Sigvaldasonar landbúnaðarsérfr.
Mokðfli af síld á ausfurmiðum
r
I gærraorgun voru 48 skip á leið til lands með
58.400 mál. - Víða löndunarbið eystra
1 FYRRINÓTT var ágæt síld-
■veiði fyrir austan, og fengu 48
skip 5.400 mál síldar, sem er
.sólarhringsaflinn. Er þetta iang
mesti aflinn það sem af er síld
arvertíðinni.
Strax í gær voru að verða
löndunarstöðvanir eystra, enda
komu sum skipin til Eyjafjarð
ar með afla sinn.
Blaðið leitaði fregna af þess-
■um málum hjá fréttariturum sín
nm og fara þær hér á eftir.
SEXTÁN HLAÐIN SKIP
í HÖFN
Seyðisfirði 9. júní. Fyrsta síldin
kom hingað í nótt og fyrir há-
degi lágu hér 16 skip flest mjög
hlaðin og biðu löndunar og nokk
ur eru á leiðinni. Þrærnar fyll-
ast eflaust strax í nótt eða á
morgun. Búist er við að bræðsla
hefjist um næstu helgi. Þ.J.
FULLAR ÞRÆR
Vopnafirði 9. júní. Allar þrær
eru fullar og búið að taka á móti
um 20 þúsund málum síldar. —
Bræðsla hefst síðar í vikunni,
en þar til bræðsla er hafin er
ekki unnt að taka á móti neinni
síld. K.V.
SÍLD TIL KROSSANESS
Komin voru í gær 5400 mál síld
ar til Krossanessverksmiðjunn
ar og bræðsla hafin. Til viðbótar
voru 2 síldarskip að koma þang-
(Framhald á blaðsíðu 7).
BOÐAÐ var til blaðamanna-
fundar í Rotarysal KEA þriðju-
daginn 8. júní. Skýrt var þar
frá stofnun nýrrar efnarann-
sóknarstofu fyrir landbúnaðinn.
Hún hlaut nafnið Efnarannsókn-
arsíofa Norðurlands. Það var
stjórn Ræktunarfélags Norður-
lands, sem til fundarins boðaði
og skýrði formaður hennar,
Steindór Síeindórsson, frá hinni
nýju stofnun.
Efnarannsóknarstofa Norður-
lands mun fyrst og fremst sjá
um efnagreiningar og rannsókn
ir á jarðvegi, áburði og fóðri.
Það eru miklar upphæðir, sem
hver bóndi ver árlega til áburð
arkaupa. Undirstaða fyrir hag-
kvæmri áburðamotkun, er að
vitað sá um hvaða næringarefni
vanti í jarðveginn, og rétt fóðr
JOIIANNES SIGVALDASON.
un, hvað steinefni snertir, verð
ur naumast framkvæmd án
rannsókna á fóðrinu.
Hér á landi hefur Landbúnað
í nýju samniiigunum felast 10,7
til 17,0% kauphækkanir
Samkomulag á raánudag. Saraningarnir sara-
þykktir hjá þeim félögum, er fundi hafa haldið
A MÁNUDAGSKVÖLDIÐ náð
ist samkomulag milli verkalýðs
félaga á Norður- og Austurlandi
og Vinnuveitendasambands ís-
lands og Vinnumálasambands-
ins. Voru þeir samningar undir
ritaðir með fyrirvara um sam-
þykki viðkomandi verkalýðs-
félaga og undirritaðir.
Félög þau, sem um samning-
ana hafa fjallað, svo sem félög-
in Eining og Bílstjórafélagið
hafa samþykkt þá.
í samningum þessum felst 10,7
—17 % kauphækkanir þegar allt
er talið. Allir taxtar eru hækk
aðir og tilfæringar milli flokka
eru í sömu átt, þá er fjöldi veik
indadaga hækkaður án kaup-
skerðingar o. s. frv. Grunnkaup
hækkunin er 4% og vinnuvikan
styttist úr 48 klst. í 45 klst. Sam
anlagt svarar þetta 10,7—17%
hækkun. — Hvernig svo sem
menn taka hinum nýju samning
um er yfirvofandi verkföllum af
stýrt og er það mikilvægt atriði,
og vissulega er það fagn-
aðarefni — að sjálfsögðu við
það miðað að verkalýðsfélögin
heimafyrir taki sömu afstöðu
og þau, sem þegar hafa sam-
þykkt hina nýju samninga eins
og gert var á Akureyri. □
ardeild Atvinnudeildar Háskól
ans haft nokkra þjónustu á
hendi fyrir bændur með efna-
greiningum á jarðvegi og fóðri.
Rannsóknarstofa Norðurlands
mun leitast við af fremsta
megni að hafa samvinnu við At
vinnudeild Háskólans og einnig
mun hún styrkja það starf, sem
ráðunautar Búnaðarsamband-
anna hafa haft með höndum að
kenna bændum að hagnýta sér
þær upplýsingar, sem fyrir
liggja á hverjum tíma.
Ræktunarfélag Norðurlands
og Búnaðarsamböndin í Norð-
lendingaíjórðungi standa að
þessu fyrirtæki og með því að
hafa þessa rannsóknastofu stað
setta norðanlands, vonast þau til
að frekar verði komist i snert-
(Framhald á blaðsiðu 7).
GEIMFARARNIR
BANDARÍSKU
GEIMFARIÐ, Gemini 4.,
kom úr 97 klukkustunda
ferð sinni á sjötta tímanum á
mánudaginn. Geimfararnir
James McDivitt og Edward
White léku við hvern sinn
fingur, er þyrla liafði „fisk-
að“ þá upp 75 km. frá ákvörð
unarstað, 630 km austur af
Kennedyhöfða.
Geimferð þessi þykir mik
ið afrek og var fylgst með
henni af miklum áliuga um
víða veröld.
Hættulegur staður
BÆJARBÚI biður að koma
þeirri ósk á framfæri, að á hárri
brekkubrún neðan Gilsbakka-
vegar, sunnan við Amarohúsið,
verði umferðaöryggi aukið áður
en slys verða á þeim hættulega
stað.