Dagur - 10.06.1965, Blaðsíða 2

Dagur - 10.06.1965, Blaðsíða 2
L deild Akureyri-Akranes 2:2 Leikur glataðra tækifæra ÞAÐ var bezta knattspyrnuveð- ur á sunnudaginn er gulir og svartir Akurnesingar hlupu inn á völlinn til að mæta heima- mönnum hér á Akureyri. Akumesingar kusu að leika undan hægri norðan golu. Þeir byrjuðu leikinn á fullri ferð og áður en mínúta var liðin varð Samúel markvörður að grípa inn í leikinn. Akureyringar virt ust ekki vera með á nótunum, það var eins og þeir áttuðu sig varla á því að leikur var haf- inn. Svo jafnast leikurinn og heimamenn ná nokkrum all- hættulegum upphlaupum, er renna út í sandinn, þá upp að marki er komið. Er 10 mínútur eru af leik stöðvar Magnús Rnöttinn á miðjum vallarhelm- ing Akurnesinga, gefur út til vinstri á Valstein, er leikur lag- lega á bakvörðinn og skaut, hörkuskot, Helgi Dan., sem kominn er aftur í mark Akur1 nesinga, ver vel. Mínútu síðar endurtekur Drengja- og kvenna- inót UMSE KVENNA- og drengjamót Ung- mennasambands Eyjafjarðar i frjálsum íþróttum verður hald- ið á íþróttavellinum á Lauga- landi n. k. laugardag 12. júní, og hefst kl. 2 e. h. Konur keppa í 100 m hlaupi, 4x100 m boðhlaupi, kúluvarpi, kringiukasti, langstökki og há- stökki. Drengir keppa í 100, 400 og 1500 m hlaupum, 4x100 m boð- hlaupi, kúluvai-pi, kringlukasti, spjótkasti, langstökki, þrístökki og hástökki. — Rétt til keppni á drengjamótinu hafa piltar 18 ára og yngri. □ sama sagan sig og enn ver Helgi með prýði. 23. mínúta. Margskotið á Ak- urnesingamarkið og Helgi kast- ar sér og bjargar á línu. Tveim mínútum síðar er hom á Akur- eyringa. Matthías tekur gott horn. Það er skotið, og skotið, og aftur skotið og knötturinn lendir ýmist í varnar- eða sókn- arleikmanna, sjálfsagt einir 10 inn á markteig. Að lokum hrekk ur knötturinn út fyrir vítateig, til Ríkarðs, er leikur nú fram- vörð. Hann gefur sér tíma og þrumar í markið, óverjandi. 1:0 fyrir Akranes. Rétt áður í þessari sóknar- lotu, hafði Jón Stefánsson feng- ið slæma byltu og verður að yfirgefa völlinn. Magnús tekur stöðu Jóns, Sævar fer í fram- varðarstöðu og inn kemur Þor- móður í innhgrjastöðu. Það var eins og liðið hefði fengið rot- högg við: missi. Jóns, enda voru ■ mö,rg upphlájip búin að stranda á honum, "©g Akurnesingar sækjá ákaft, en svo finna menn sjálfa.sig.ög fara að spila. Á 38. mínútu leikur Valsteinn á Pét- ur bakvörð þeirra Skagamanna, og hvorki í fyrsta né síðasta sinn í leiknum, upp undir enda- rriörkum, gefur vel fyrir til Skúla, er neglir hann með ihausnum í netið. 1:1 og þannig lauk hálfleikrium, fjörugum og spennandi leik. SÍÐARI HÁLFLEIKUR. Akurnesingar skipta nú um leikaðferð, leika með stuttum sendingúm mann frá manni, en áður höfðu þeiiýnotað langsend- ingar. Þ.eir ná allgóðum tökum á leiknum við og við en heima- ,. menn eru ekki af baki dottnir. Skúlj gefur larigan bolta fram á Stejngrím, er hleypur Krist- inn Gunnlaugsson af sér og skorar mjög fallega, 2:1 fyrir Akureyri og sigurinn blasir við heimamönnum. Hvert upphlaup ið rekur annað, en allt virðist renna út í sandinn, þegar upp að marki andstæðinganna er komið, enda voru Akurnesing- ar engin lömb að leika sér við, með Helga Dan. sem bezta mann liðsins og Ríkharð og Jón Leósson á þönum í vöm og sókn til skiptis. Á 17. mínútu gera Guðni og Númi sig seka um gróf mistök, missa knöttinn fyrir fætur Björns Lár. er sendir í snatri fyrir mark og Donni, sem nú lék miðherja, potar knettinum í markið, 2:2. Akui-eyririgar sæltja mjög fast síðustu mínútur leiksins og á þrem síðustu mínútunum eiga þeir tvö hörkuskot á markið, en Helgi var vel staðsettur og varði frábærlega vel í bæði skiptin, en skotin voru alveg út við stöng, sitt hvoru megin. Og þannig endaði leikurinn, jafn- tefli, 2:2. Dómari var Karl Bergmann. Má kannske segja, að hann hafi komizt skammlítið frá því starfi. Leikurinn var nokkuð harður á köflum og hafði dómarinn ekki tök á honum sem skyldi. Ég hefi ekki séð línuverði rækja sitt starf betur en í þessum leik, enda þótt dómarinn hundsaði þeirra starf oftar en einu sinni. Ég tel að Akurnesingar megi vel við úrslitin una, en ekki Ak- ureyringar, því eftir gangi leiks ins hefðu heimamenn átt að vinna með tveggja marka mun. EFTIR LEIKINN. Guðjón Finnbogason þjálfari Akurnesinga. — Telur þú þetta góðan leik þinna manna? — Fyrri hluti síðari hálfleiks var betur leikinn hjá okkur en verið hefir í sumar. Ég er ekki ,óánægður með jafntefli. Ríkharður fyrirliði. — Finnst þér áhorfendur knattspyrnuleikja hér á Akur- eyri vera hávaðasamari og halda meira með sínum mönn- um en annars staðar gerist? — Nei, alls ekki, hér er gott að leika knattspyrnu. — Úrslitin? — Ekki ósanngjörn. Jón Stefánsson fyrirliði Akur- eyringa. — Leið þér ekki illa sem áhorfandi? — Jú, mér fannst margt fara úrskeiðis hjá okkar mönnum. Svo mættu heimamenn hvetja okkur meira, það er uppörv- andi. Skúli Ágústsson. — Hvað um leikinn? — Það er óskapast yfir því, að við skulum ekki gera mark í hvert skipti og við skjótum á mark, en sannleikurinn er sá, að við fáum mjög litla æfingu í að skjóta á mark. Þetta blessað vallarráð, eða hver það nú er, sem ræður yfir vellinum, lofar okkur af mestu náð að æfa á grasvellinum einu sinni í viku, en þá með því skilyrði, að við komum ekki nálægt mörkun- um. Það væri því ekki til mikils mælst, að við fengjum foranlegt mark, í fullri stærð, sem við gætum haft á hliðarlínu eða miðjum velli og æft skot á það. — Já, það er satt, Skúli. Því má bæta við, að sömu mistökin endurtóku sig fyrir leikinn nú, og á dögunum við Fram á dögunum, að nöfn leik- manna voru þulin í gjallarhorn, er var svo langt í burtu, að ekki varð greint af áhorfend- um, hvað sagt var. Það væri nú ekki frágangssök fyrir háttvirta mótstjórn, að sjá um að hornin yrðu færð fyrir næsta leik. S. B. SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). ir stjórn Ingólfs Ánuannssonar liestamanns, sem claglega eru á ferðinni í útjaðri Akureyrar kaupstaðar, sýnir hvert stefnir liér í bæ. Það er Æskulýðsráð, seni hefur komið þessum reið- skóla á Iaggimar og er þetta hið ánægjulegasta. Og vel reynast hestarnir hinum ungu knöpuni, jafnvel fjörháir hestar fyrirgefa barnabrek og eru liinir Ijúfustu. ÍSLANDSSILDIN HÆKKAR 1 VERÐI Samkvæmt NTB frétt, hækkar Islandssíldin til muna í verði. Samninganefndir Norðmanna og Svía hafa sarnið um stórhækk að verð á síld er Svíar kaupa og nemur hækkunin 133 krónum ísl. á tunnu af saltsíld og verð á kryddsíld og sykursíld um 120 kr. hærra. SKORTUR Á VINNUAFLI SYÐRA Nýlega liafa borizt þær fréttir að sunnan, að vöruflutninga- skip hafði í vor orðið að bíða í marga daga eftir afgreiðslu í Reykjavíkurhöfn, jafnvel allt að því lieila viku, vegna skorts á vinnuafli. Þegar þetta o. fl. af sama tagi er haft í huga, virð- ist það vera að bera í bakka- fullan lækinn ef nú ætti að staðsetja stóriðjufyrirtæki á i Reykjavíkursvæðinu. í augum þeirra, sem eitthvað hugsa um skipulagningu landsbyggðarinn- ar, er það í rauninni fjarstæða, að láta sér cletta slíkt í hug. Ef ráðist er í stóriðju, að tilhlut- an þjóðfélagsins, á auðvitað að nota það tækifæri til að stuðla að jafnvægi milli landshluta. Ef semja á við útlend fyrirtæki um slíkt fyrirtæki, átti að hefja viðræðurnar á því, að gera þeim þetta ljóst. Því miður var það ekki gert. NÝ VIÐHORF AÐ SKAPAST Að einu leyti heíur nú, að því cr virðist, skapast nýtt viðhorf í þessu máli. Áður var talað um 30 þús. tonna verksmiðju, og sú verksmiðjustærð var talin úti- loka virkjun við Dettifoss, vegna vöntunar á orkusölu- möguleikum. Nú er almennt talað um lielmingi stærri verk- smiðju, cða 00 þús. tonna verk- smiðju. Aðalmótbáran gegn því að virkja Dettifoss til aluminí- umvinnslunnar, er þar með úr sögunni. Og margir segja nú, að Sunnlendingum veiti ekki af Búrfellsvirkjuninni — til al- mennra þarfa, er stundir líða. IMINKURINN HAFÐI EKKI MATFRIÐ Fyrir skömmu sáu starfsmenn Akureyrarflugvallar mink einn við ána, nálægt flugvellinum. Þeir munu liafa hugsað til margra æðarhreiðra rétt við flug brautina er þeir hófu árás á ó- vininn. Minksins misstu þeir að vísu en gengu þess í stað fram á nýveiddan silung, scm mink- urinn varð að yfirgefa. Meindýraeyðir kaupstaðarins fór nú á stúfana og fór margar minkaferðir, sem báru ekki ár- angur. En það þóttist hann vita, að dýrið liefði aðsetur í grjóti brúarstöpuls í Eyjafjarðará. — Flugturninn reyndist vel not- hæfur íil að fylgjast með ferð- um meindýra og Sverrir Vil- lijálmsson flugumferðastjóri sá minkinn og skaut hann. □ Frá Lúðrasveit Ak. í DEGI, 2. júní s.l. er að því spurt, hversvegna lúðrasveitin hafi ekki leikið þjóðsöng Norð- manna, þegar norski kórinn kom og söng við hátíðahöld Sj ómannadagsins. Ástæðan var sú, að enginn af lúðrasveitarmönnum hafði hug- mynd um að kórsins væri von, fyrr en nokkrum mínútum áð- ur en hann kom. Hafði því þjóðsöngurinn ekki verið æfð- ur, og ekki einu sinni allar nót- ur meðferðis. — Lúðrasvcit Ak- ureyrar. □ GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.