Dagur - 10.06.1965, Side 5

Dagur - 10.06.1965, Side 5
4 9 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síraar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Er viðreisnarkrón- an ónofhæf? ÞEGAR Sjálfstæðisflokkurinn kom upp liinni svokölluðu „viðreisnar- stjórn“ í árslok 1959, var það, sem kunnugt er, talið aðalverkefni þess- arar stjórnar að koma í veg fyrir verðbólgu, skapa stöðugt verðlag í landinu og þar með stöðugt verðgildi krónunnar. Aðferðirnar, sem ákveðið var að beita til að koma þessu í kring, voru að margra dómi ógæfulegar, enda ár- angurinn eftir því. Stjórnin hefur þó verið treg til að viðurkenna mistök sín og vanmátt í þessum efnum. Enn stritast hún við að sitja og lætur eins og viðreisnin frá 1959 sé í fullum gangi. Hún segir eins og skáldið: „Vakri skjóni hann skal heita / honum mun ég nafnið veita / þó að meri það sé brún.“ En á Alþingi rétt undir þinglokin, kom skyndilega hljóð úr horni. Fjár- málaráðherrann fyrrverandi, sem nú er orðinn sendiherra í Danmörku, tók til máls í eldhúsumræðum í út- varpi og sendi hlustendum kveðju sína. Eitt atriða í ræðu hans vakti sér- staka athygli. Hann lét svo um mælt, að vafi léki á, að íslenzk króna væri lengur nothæf í viðskiptum, sakir smæðar sinnar. Kvað hann mjög koma til mála að leggja niður núver- andi gjaldmiðil og taka upp annan, sem væri tíu sinnum verðmeiri, þannig að hver liinna nýju eininga jafngilti 10 krónum. Skýrði hann frá því, að á vegum ríkisstjómarinn- ar liefði verið starfandi nefnd í því máli, en kvaðst ekki gera tillögur um frekari framkvæmdir, enda væri hlutverki sínu í stjórnarráðinu hér með lokið. Vel má vera, að hagkvæmt reynist að skipta um mynt eins og hefur ver- ið gert í sumum löndum öðrum, sem lent hafa í mikilli verðbólgu. Slíkt er að vísu nokkrum erfiðleikum bundið meðan á breytingu stendur og hefur í för með sér kostnað og fyrirhöfn, en í því felst viðurkenn- ing staðreynda, sem ekki er hollt að leyna. Ekki er ástæða til að fara sér óðslega í þessum efnum, og ekki myndi slík ráðstöfun bæta það tjón, sem orðið er. Hitt segir sína siigu, að þessar hugleiðingar um ónothæfi krónunn- ar sem gjaldmiðils skuli koma fram nú á sjötta ári þessarar ríkisstjórnar, sem taldi sig til þess stofnaða, að tryggja verðgildi krónunnar, og frá ekki ómerkari manni en fyrrverandi fjármálaráðherra þeirrar stjórnar. (Framhald á blaðsíðu 7). Urn Codex Regius og Flafeyjarbók íiöfuníjiir segir frá þessum merku bókum í „Kristeligt Dagblad“ 17. maí 1965 IÁNAMÁL RÆNDANNA í ÁP ÁS sinni á ritstjóra blaðs- ins i'yrir skörnmu lýsti þjóSþings rr,aður Edv. Jensen því yfir, að iiann væri andvígur afhendingu Codex Regius og Flateyjarbók- ar. Síðan hefir prófessor Börge Diedrichsen borið fram á þjóð- þingi tillögu um, að þessar tvær bækur skuli strikast út í frum- varpi gjafabréfsins svonefnda, en sú tillaga var kveðin ræki- lega niður. Hér getur nú verið ástæða til að athuga lauslega þessar tvær bækur og leitast við að skilja, hversvegna þessi tvö ritverk, á- samt Snorra-Eddu og „Heims- kringlu" eru svo ómissandi mik ilvæg fyrir íslendinga, og mætti helzt líkja við mikilvægi Gull- hornanna hér hjá oss.* Bæðj eru ritverk þessi skráð á íslandi, handa íslendingum og af íslenzkum mönnum (á sama hátt og ritverk Saxo eru skráð í Danmörku og af Dana, en segja einnig bæði frá Noregi og Sví- þjóð, sem þó tæplega myndu krefjast handritanna af þeim á- stæðum, þótt til hefðu verið. En þau eru ásamt öðrum skinnhand ritum vorum horfin í súginn, í bókakápur og ef til vill í fata- snið og illeppa í skó, eða í um- búðir utan um flugelda kon- ungs). 1 eldri Eddu felst hin fræga Völuspá, ragnarök hinna fornu goða Norðurlanda, og auk þéss hetjuljóð hins germannska sagn heims, sem hin evrópusinnuðu og víðförlu íslenzku skáld og rit höfundar festu brátt sjónir á og björguðu, m.a. handa hinum þaulsætnari heima-dönum. Sérkennileg eigind íslenzkra bókmennta frá öndverðu og fram til daga Halldórs Laxness er hin raunsæa heimahaga- skyggni og hið alheimslega víð sýni. Annars er eldri Edda, eins og hún nú er, bókmenntalegt verk. Forðabúr skálda. En sök- um þess sem að framan er nefnt varð eldri Edda fyrsta Norður- álfu-ritverk á norrænum vett- vangi; kristinna, grískra og róm verskra áhrifa gætir þar víðs- vegar sem fjölbreytts ívafs, og er einmitt þannig, mjög sérkenni lega, íslenzkar bókmenntir. Inn- blástur Völuspár á m.a. rót sína að rekja til Opinberunarbókar Jóhannesar. Ekki sízt á ír- landi — áleiðis til íslands — þaulkynntust menn í írskum klaustrum hinum kristileg- gríska myndaheimi. — Ritverk þetta er samantengt eða í frásögur fært á íslandi um árið 1000. í því er minna af „norrænu" efni en ætlað' er, þótt menn að biblíulegum áhrif um færðu í persónugervi hin út markalausu máttarvöld og gerðu að guðum. — Hinni raun * Gullhornin dönsku: — Afar merkileg fornrit frá um 500 e. Kr. fundin í jörðu (1639 og hið síðara 1734). Stolið úr Listasafni Kaupmannahafnar 1802 og brædd. verulegu norðlenzku goðafræði (goðatrú) er bezt lýst í Schiitt- es: „Hjemligt hedenskab“ og í Kárle Krohns: „Skandinavisk mytologi“. Sem bókmenntalegt ritverk er Eldri-Edda aðal ritverk ísl- enzkra þjóðarbókmennta og snertir á þann hátt ekki hin Norðurlöndin, nema að því leyti sem þau hafa áhuga fyrir ísienzkum bókmenntum. — — Og þá er það Flateyjarbók, er Brynjólfur biskup hafði fengið að gjöf frá Jóni bónda Finns- syni í Flatey á Breiðafirði. Þetta er mikið safnverk m.a. af norskum konungasögum og frásagnir af landfundum íslend- inga, bæði Grænlands og Ame- ríku. Hér eru einnig frásagnir ar íslenzkum afreksverkum: Gunnbjarnar, Eiríks rauða og Leifs. Þeir námu land og byggðu Grænland og stofnuðu þar bisk- upssetur. Atlakviða í eldri Eddu er talið að stafi þaðan, og mikill hluti Fóstbræðrasögu. Frá ís- lenzku nýlendunni Grænlandi, sigldu þeir höf út og fundu Norð ur-Ameríku. En ekki getur þetta snert Danmörku á neinn hátt, sem fyrst kom þangað, er íslenzku sveitirnar höfðu liðið undir lok, og algerlega nýr kyn- stofn hafði setst að í landinu. Ætti Flateyjarbók ekki að teljast með í úrvalinu, mætti segja að hinir íslenzku fræði- menn, sem hér voru með að verki, hafi verið alltof rausnar legir. — Og „Heimskringla“ Snorra, sem fjallar um norska konunga hins upphaflega föður lands, — ætti ritverkið þess- vegna að falla til Noregs? En nú á þjóðþingið að ráða mál inu til lykta eftir um 15 ára ýtar legar rökræður, allmargar bæk ur um málið og hundruð pésa og ritlinga með og móti. Vísinda menn mæla bæði með afhend- ingu og á móti. Og hér gildir ekki aðeins fjölda-dómur, upp- hlaup þúsund andmælinga, held ur fræðilegt eðlis- og gæðamat, og þar er aðeins um fáa menn að ræða. Þjóðþingið ■ verður að velja milli raka og andraka sér fróðra vísindamanna, sem það hefir með höndum. Sömuleiðis lögfræðilegra. Einnig þar eru menn ósammála. Hér verður því þjóðþingið að velja um það, sem sannast telst og réttast. Og þá kemur til athugunar, að kjós- endum var kunnugt að þessu sinni, að nú ættu fulltrúar þeirra á þingi að greiða atkvæði um afhendingu handritanna. Rödd þjóðþingsins er því að þessu sinni rödd þjóðarinnar í hand- ritamálinu! (Leturbr. þýðanda). Svo sem kunnugt er, eignað ist ísland í fyrra allmyndarlega eyju í eldgosum frá hafsbotni. Hver veit nema þeir að þessum eldgosa-umræðum loknum, um andlegan eignarrétt þeirra, end- urheimti handritin sín. ___ Jörgen Bukdahl. MINNINGARSPJÖLD Kvenfél. Hlífar fást í Bókaverzl. Jó- hanns Valdimarssonar og hjá Laufeyju Sigurðardóttir Hlíð arg. 3. Öllum ágóða varið til Dagheimilisins Pálmholt. MEÐAL margra merkilegra mála á 79. aðalfundi KEA í síð ustu viku, voru upplýsingar Arngríras Bjarnasonar skrif stofustjóra KEA um lánamál bænda. Hann sagði m.a. svo: Síðastliðið vor var bændum settur frestur til að leggja inn umsóknir um lán úr lánadeild um landbúnaðarins til 15. marz. Gerðu menn sér vonir um, að svör við lánbeiðnum færu að berast seinni partinn í apríl, með tilliti til þess, að árið á undan var fresturinn til 15. april, og svör tóku að berast síðari hluta maímánaðar. Það dróst þó á langinn, að svör kæmu, og fyrstu svörin dagsett 20. maí síð astliðinn bárust umboðsmanni félagsins í Reykjavík undir mán aðarmótin. Dráttur þessi mun að mestu stafa af því, að miklu fleiri umsóknir um lán til fjár- festingar í fasteignum bárust en bankastjórnin hafði gert ráð fyrir, svo að hvergi nærri var nóg fé í Stofnlánadeild landbún aðarins til þess að fullnægja lánaþörfinni. Mun því banka- stjórninni hafa verið nokkur vandi á höndum um að ákveða hvað gera skyldi, og var þá brugðið á það ráð, að lækka lán veitingar til bænda, þannig að fjárfestingarlán á þessu ári verða aðeins % af því, sem heim ilt er að lána út á hverja fram- kvæmd, en afgangur lánsins veittur á næsta ári. Það er mjög bagalegt, að svör skulu vera dregin svona á lang inn og enn bagalegra, þegar lán in eru lækkuð, eins og raun ber Frostastöðum, 28. maí. — Fyrsta starfsár hins unga tónlistarskóla Skagafjarðar er nú að baki og var skólanum sagt upp í gær, að viðstöddum nokkrum tugum manna. Jafnframt fóru fram nemendatónleikar og sýndu þeir undraverðan árangur hinna ung nemenda, sem flestir eru alger ir byrjendur í listinni, en fyrstu skrefin jafnan torsóttust á þeirri leið, sem kunnugt er. Skólastjórinn, Eyþór Stefáns- son, tónskáld, mælti nokkur orð við upphaf athafnarinnar. Gat hann þess m.a., að í skólanum hefðu verið 20 nemendur og þar af 19 lokið prófi, en einn flutt- ist burtu úr héraðinu fyrir próf. Flestir eru nemendurnir innan fermingaraldurs. Prófdómari var frú Hermína S. Kristjáns- son, yfirkennari í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík, en hún hefur verið skólanum ákaflega vinsamleg og veitt hon um ómetanlegan stuðning frá upphafi. Að þessu sinni var nem endum kennt að leika á píanó og melodiku og einnig fór fram kennsla í tónfræði og tónlistar sögu. Kennarar voru þau frú Eva Snæbjarnardóttir og Eyþór Stefánsson, sem jafnframt ann- aðist skólastjórn. Þrennt var það sem Eyþór vitni. Einkum þar sem mat það, sem lánveitingar eru byggðar á verður að teljast óeðlilega lágt. Enda þótt ákveðnir matsmenn séu í hverri sveit, sem meta til verðs fjárfestingarframkvæmd- ir bænda, er það mat ekki lagt til grundvallar lánveitingu, held ur er matið endurskoðað í bank anum og venjulega fært talsvert niður. Bankinn hefir sett ákveð inn taxta á hverja framkvæmd, sem lánin eru miðuð við. Þann ig eru lán út á fjós miðuð við básafjölda. Samkvæmt taxta bankans, er hver bás í full- byggðu og vel gerðu fjósi met inn á kr. 11,400,- og lánað 60% af þeirri upphæð, eða kr. 6.840 á hvern bás. Nú verður þetta minna í ár, aðeins 40% eða kr. 4560.00. Byggingafróðir menn telja, að básinn kosti ekki undir kr. 15.000.00, og má sjá af því, að nokkuð er þungt fyrir bænd ur að ráðast í miklar fjárfest ingar, þegar lánin eru ekki meiri en þetta. Þessar matsreglur bankans eru gamlai-, eða frá 1962, og mun ekki hafa tekið breytingum síðan, nema að því er varðar lán út á fjósbygging- ar, og þó lítillega. Nú munu matsreglur þessar vera í endur skoðun, og gert ráð fyrír, að nýj ar reglur taki gildi á hausti kom anda. Að öðru leyti er þetta að segja: Þeir bændur, sem fengu lán út á aðeins eina framkvæmd í fyrra fá nú á þessu ári lán út á aðrar framkvæmdir, sem þeir höfðu þá með höndum, og verða væntanlega látnir ganga fyrir. taldi einkum athyglisvert varð andi skólann þetta fyrsta starfs ár hans: hvað góður árangur hefði orðið af hljómlistarkennslu frú Evu, hvað margir drengir væru I hópi nemendanna og að enginn nemandi hefði helzt úr lestinni, en oft vill við brenna, að vanhöld verði í hópi byrj- enda. Áður hefur verið getið um fjárstuðning og aðra fyrir- greiðslu, sem skólinn hefur not ið frá ýmsum aðilum og skal það ekki endurtekið en til við- bótar má geta þess, að Kaup- félag Skagfirðinga hefur nú fært skólanum að gjöf vandað segulbandstæki. Að loknum ávarpsorðum Ey- þórs Stefánssonar hófust nem- endatónleikarnir undir leiðsögn frú Evu en að því búnu af- henti Eyþór prófskírteini og mælti að síðustu nokkrum árn aðar- og hvatningarorðum til nemendanna. Hæstu einkunn við skólann hlaut að þessu sinni Ingibjörg Jónsdóttir, 8,50. Guðjón Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Sauðárkróks, flutti skólanum þakkir og óskir frá Sauðárkróksbæ og sr Þórir Stephensen mælti fyrir munn aðstandenda nemenda. mhg Bankinn er nú að enda við að afgreiða lán til vélakaupa, og er nokkuð af þeim lánum þegar komið hingað. Lán vegna ræktunaríram- kvæmda verða afgreidd með lík um hætti og verið hefir. Um Veðdeild Búnaðarbank- ans, sem veitir lán vegna jarða kaupa, er það að segja, að hún er alveg félaus, og hefir lánað langt umfram getu. Telst mér til, að aðeins 4 veðdeildarlán hafi farið um okkar hendur síð ustu tólf mánuðina, en 8 um- sækjendur hafa enga úrlausn fengið enn. Mér hefir ekki tek izt að fá nein svör við því, hvenær eða með hverjum hætti þessi fjárhagsvandamál Veð- deildarinnar verði leyst, svo að hún geti farið að starfa með eðli legum hætti. Lán til íbúðarhúsabyggingar í sveitum hafa verið veitt kr. 150.000.00 eða jafnhátt og veitt var til samskonar bygginga í kaupstöðum fram að þessu. Með nýsamþykktum lögum hefir þessu nú verið breytt, og hafa lánin til húsbyggjenda í kaup stöðum verið hækkuð í krónur 280.000.00 á íbúð Heyrst hefur, að íbúðalán í sveitum verði einn ig hækkuð. (Framhald af blaðsíðu 8). leika og lykt og bragð og sam- anlagðar myndast aðaleinkunin. Hæstu einkunnir hlutu: Mjólkursamlag KEA Akur- eyri 11,2 stig. Mjólkurbú Flóa- manna, Selfossi 10,7 stig. Mjólk ursamlag Borgfirðinga, Borgar- nesi 10,3 stig. Mjólkursamlag K.A.S.K. Hornafirði 10,3 stig. Mjólkursamlag K.H.B. Egilsstöð um 10,0. Meðaltal 11 sýnishorna var 9,90 stig. Að loknu matinu var smjörið síðan sýnt opinberlega í Mjólk urbúi Flóamanna, og þar gafst mönnum tækifæri til þess að kynnast öllum sýnishornunum. Búnaðarfélag íslands lagði til veglegan silfurskjöld sem bezti smjörgerðarmaðurinn hlaut til eignar. Skjöldin hlaut Ingimar Davíðsson, smjörmeistari á Ak ureyri. Ingimar Davíðsson er Ey firðingur að ætt og hefur unnið í Mjólkursamlagi KEA Akur- eyri frá árinu 1944 og síðastliðin 10 ár sem smjörmeistari mjólk ursamlagsins. Smjörgerð Mjólkursamlags KEA er sú langstærsta hérlend is ,enda býr mjólkursamlagið til liðlega Vs af öllu smjöri lands ins. í sambandi við smjörsýning una var síðan haldinn fræðslu- fundur fyrir þá smjörgerðai'- menn er sóttu sýninguna og var þar einkum rætt um leiðir sem miðuðu að aukinni vöruvöndun. Þá var skifzt á skoðunum um smjörgerð og er slíkt gagnlegt, þegar um er að ræða samræm- ingu á vöru gæðum. Þessum fundi stjórnaði ráðunautur Bún aðarfélags íslands í mjólkur- málum, Hafsteinn Kristinsson. Tónlistarskóla Skagafjarðar slitið RONALD FANGEN EIRÍKUR HAMAR Skáldsaga 45 XI. Eiríkur lokaði sig inni. Hann var hreykinn eins og her- foringi. Að vísu var það aðeins undanhaldið sem hann átti að stjórna, svo að því skyldi lokið í röð og reglu. En hann hafði þó að minnsta kosti sjálfur þá tilfinningu að hann væri sigurherra. Hann sat með öll sín skjöl fyrir framan sig, — þetta var í fyrsta sinn sem hann sat heima við vinnu sína, — og at- hugaði allt rækilega í ró og næði með blikandi bjartri hamingjukennd. Öll þessi skjöl óg allar athugasemdir og tölur, sem hvert eitt var honum vottur og endurminning um öll óyndisár hans, sem oftsinnis höfðu hvílt svo þungt á vitund hans, að upp af því hafði sprottið sú óyndiskennd lians, að allur h'eimurinn væri þreyttur og birti í sífellu eitthvað, sem burðast ætti með áfram án hvíldar. ... nú var allur þungi horfinn, allt var dúnlétt, hann hafði engar skyldur við neitt af þessu, hann átti aðeins að skila því af sér. Og ekki aðeins það að hann skyldi vera laus við allt þetta, heldur skyldi hann snúa sér að einhverju nýju sem biði hans, óljóst enn að vísu eins og landslag í morgun- móðu. Enginn ónáðaði hann, menn bjuggust sennilega við að hann yæri enn heima. I fyrsta sinn undi hann sér ekki fyllilega í íbúð sinni, skildist honum nú fyrst það, sem hann áður liafði ekki séð, að ekkert af því sem hann ætti væri með neinum heimilissvip, allt var það keypt og borg- að og honum sjálfum einskis virði. Að tveim dögum liðnum hafði hann lokið öllu því, sem liann átti að skila Fylki. Inn á milli starfshríðanna gekk Iiann kippkorn út eftir Byggðey, og þessa tvo daga var þessi blíðmjúki vorgrunur í lofti og landsvæði þessu, sem honum þótti dásamlegast í allri borginni. En mest töfrandi við þessa daga var það, að þeir voru á sinn hátt þeir síðustu, því með hverri stund sem leið kom hann nær og nær tak- marki sínu: að fara utan— eins og ganga um löng jarðgöng og nálgast óðum mynnið. Og er hann hugsaði til þess hvað það væri, sem hann þyrfti að ljúka auk sjálfra viðskiptanna, varð hann þess var sér til mikillar gleði, að það var nær ekki neitt. Annars var ef til vill dálítið sárt að hugsa sér, að hér hefði hann stundað starf sitt árum saman án þess að nokkuð væri, sem hann raunverulega hefði tekið föstum tökum, en samt var þetta alls ekki sárt, þetta var, hamingj- unni sé lof, eins og það átti að vera: ekkert hefði bundið tilfinningar hans. Einskis myndi hann sakna, og enginn myndi sakna hans. En Edith? Myndi hún ekki sakna hans? Þarna hafði hann samvizkubit. Að vísu Jhélt hann ekki að hún bæri aðrar til- finningar til hans en þær, sem brátt myndu hverfa, eða hægt reyndist að bæta úr. En það gæti ekki bætt úr skák fyrir hann sjálfan. Hann hefði aldrei elskað hana, en hefði haft samfarir við hana. Hann hefði aldrei kært sig neitt um hugsanir hennar, innra eðli hennar, svo að ekki sé nefnt það sem hún taldi list sína, — en þetta girti þó ekki fyrir að samvistir þeirra höfðu verið á þann hátt, að henni þótti að lokum sjálfsagt að þau giftust. Og er öllu væri á botn- inn hvolft, gæti vel verið að Edith elskaði hann og væri önnur manneskja en sú sem hann þekkti. Allt tilfinningalíf hans hefði verið utangátta, og sennilega hefði hann sökum óyndis síns og óbeitar mælt allt og metið á rangan veg. Hversvegna þá ekki einnig hana? Sennilega einnig hana. \7æri það satt gæti það stöðvað hann í rásinni. En hann vildi ekki, matti ekki láta stöðva sig. En hann yrði að minnsta kosti að gera eitt, sem hann skilyrðislaust skuld- aði henni: skýra henni frá öllu, eins og honum væri það nú orðið fyllilega ljóst. Þriðja daginn sem hann sat heima við vinnu sína, tók hann fyrir sín eigin fjármál til athugunar. Hvað átti hann annars í raun og veru, og var það ekki hálf-lubbamannlegt að hafa lokið starfi sínu þannig á þessum tímum,* að hann hefði l'agt sér upp talsverðan fjárstofn. En annars hefði hann nú, hvað sem tautaði, þrælað fyrir peningunum þeim arna, þeir væru raunverulegur og sanngjarn árangur af óyndis- tímabili hans. Hann taldi sér líka trú um, að þessar fjárupp- *) FyriLÉeimsstyrjöldin 1914—18. hæðir hefði h'ann getað innunnið sér með sarna Jsræladugn- aði á öðru starfssviði en Fylkis lögmanns. En nú hafði hann einmitt unnið fyrir Jaessu á Fylkis vegum, og jafnóðum hafði hann sett Jaað í ýmis hlutabréf og önnur verðbréf, hvergi neinar stórupphæðir, en að öllu meðtöldu ef til vill um tvö-þrjúhundruð-þúsúnd krónur. í handbærum peningum hafði hann ekki meira en ríflega svo, að hann gæti farið utan og dvalið Jrar um tveggja ára skeið, hérumbil tviifalda þá upphæð, sem faðir hans hafði eitt sinn gefið honum. Og Jjað hlyti hann að mega telja sína réttmætu eign. Því ann- að eins myndi hann hafa getað innunnið sér á heilbrigðum tímum. Hitt gæti hann látið standa fast og athugað, hvernig því vegnaði, þótt það væri talsvert spennandi og smáskrítin ráðstöfun. Sennilegast mætti telja, að af þeim fjárhæðum yrði ekki mikið eftir.-að írökkrum árum liðnum. Og er hann var kominn að þeirri niðurstöðu, reyndist honum fljótt og auðvelt að athuga þetta allt saman og semja öll nauðsynleg skilríki handa bankantfm. Meðan hann sat að Jsessu starfi um kvöldið, fékk hann samt óvænta heimsókn. Hann heyrði hringinguna og hlust- aði með eftirvæntingu, er stúlkan opnaði hurðina, og um leið varð hann Jjess var, að hann hefði óttast að það væri Edith, sem kæmi svo óvænt að honum. En það var karl- mannsrödd, og rétt í því kom stúlkan og tilkynnti séra Þór- ólf Hólm. Já, það var raunverulega Hólm sem skyndilega birtist í dyrunum. Hann var óhemju vandræðalegur, blátt áfram ruglaður, og er hann kom inn fyrir, tautaði hann eitthvað óskiljanlegt, svo að Eiríkur, sem gladdist við komu hans og gekk brosandi til móts við hann, gat ekki annað hugsað sér, en að Hólm hlyti að koma í einhverjum sérstaklega alvar- legum erindum. — Hvað gæti það verið? — Það var sannarlega saman að Jsú skyldir koma, sagði Eiríkur. Þú ert kærasti gesturinn sem ég gæti óskað mér. Og Jjá gat Hólm stunið upp á nokkurn veginn skiljan- legan hátt, að Jregar fjallið kæmi ekki til Múhamed o. s. frv. — Nei, ég hefi ekki mátt vera að Jdví, sagði Eiríkur. Þú veizt ef til vill, að nú hefi ég misst föður minn, ég er ný- kominn að heiman. — Já, Jrað hefi ég séð í blöðunum, og ég samhryggist þér innilega, sagði Hólrn framvegis hálfruglaður. Eiríkur horfð- ist ekki í augu við hann. — Jæja, nú skalt þú fá vindilinn hjá mér, sagði Eiríkur, og æskirðu einhvers meira Jjá er Jsér kunnugt, að í mínu veraldlega húsi er margs að vænta. — Nei, sagði Hólm, en fáðu Jjér sjálfur bara blending eða hvað sem þig langar í, og mér er það gleði að horfa á þig- Eirík langaði í blending. Síðan kveiktu Jjeir í vindlun- um. Eiríkur blandaði í glasið, allt skyldi vera í bezta lagi, — en Hólm var framvegis hálfruglaður. Og er liann loks hafði jafnað sig í armstóli Eiríks, sagði hann í svo aumkunarlegum málróm að Eiríkur varð skelk- aður: — Eiríkur, ég verð að játa, að ég kem ekki aðeins til að spjalla við þið mér til skemmtunar. Ég hafði að vísu hugs- að mér að bíða með erindið, Jaangað til færi að losna um tunguböndin, en mér finnst það ekki hreinskilið. — Jæja, hverskonar sorgarfrétt er það? spurði Eiríkur. — Það er það, sagði Hólm og horfðist nú fast í augu við Eirík, að ég fékk heimsókn j. dag af konu, sem fór að spyrja mig um þig, og sagði að þið hefðuð haft samfarir um tveggja ára skeið. — Hefir Edith komið til Jjín? Já, það hefir hún, og það er mér kvalræðislegt hlut- verk að spjalla um Jjetta við Jjig. Eg vil ógjarnan grípa fram í þessháttar málefni. Ég hefi hvorki aldur né þroska til að leika forsjón annarra. Og. ég kem heldur ekki eingöngu af þeirri ástæðu, en hitt var aðal tilgangur minn að heimsækja Jjig eins og í gamla daga til að spjalla við Jsig. En fyrst nú Jsetta hitt hefir komið upp úr kafinu, Jsá gæti ég ekki talað hreinskilnislega við Jsig, fyrr en hefði nefnt J>að. Hve blessaður pilturinn er viðkvæmur, hugsaði Eiríkur. Svipklökkt andlitið, gáfuleg augun, eins og sæi hann raun- verulega glöggt meginþætti hugarfars lians, hlédrægni hans og varúð, tryggð hans, — það var Jsá að minnsta kosti einu sinni eitthvað sem hreif menn — það var Jrá samt mannvera sem Eiríki Jjótti vænt um. Hann fann til hressandi vissu urn það að hann ætti félaga, og að þeir þyrftu ekki að hafa svo mikið saman að sælda, Jjeir ættu að geta hitzt eftir margra ára skilnað, og allt væri Jafnöruggt og áður. Að minnsta kosti héðan af. Því jafn hreinskilinn og Hólm nú hefði verið, hefði Eiríkur ekki getað verið áður, og það var auðvitað skilyrði. Og Eiríkur sagði: — Kæri Þórólfur, Jdú skalt ekki láta Jsetta hryggja Jjig. Það er alveg rétt að þú segir Jretta, mér þykiv bara vænt um það. (Framhald).

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.