Dagur - 04.09.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 04.09.1965, Blaðsíða 8
8 ÍBÚATALA ÞORPANNA íbúatala þorpanna á Norður- landi 1. des. 1964 var þessi: Hvamnistangi Blönduós Skagaströnd . . . . Varmahlíð Hofsós .... 322 .... 678 .... 610 .... 37 .... 302 Grímsey .... 79 Dalvík .... 961 Hrísey .... 308 Litíi-Árskógssandur . . 88 Hauganes .... 131 Hjalteyri .... 111 Svalbarðseyri . . . . .... 57 Grenivík . ... 159 Flatey .... 60 Kópasker . ... 86 Raufarhöfn .... 479 Þórshöfn .... 440 ÍBÚATALA í SÝSLUM OG KAUPSTÖÐUM V.-Húnavatnssýsla 1408 A.-Húnavatnssýsla 2390 Skagaíjarðarsýsla 2622 Sauðórkrókur 1348 Siglufjörður 2496 Ólafsfjörður 1029 Eyjafjarðarsýsla 3899 Suður-Þingeyjarsýsla 2786 Húsavík 1793 Norður-Þingeyjarsýsla 1925 FAMENN SVEITARFÉLÖG Þessi sveitarfélög á Norður- landi höfðu innan við 100 íbúa: Vindhælishreppur í A.-Hún. 91 Skefilsstaðahreppur í Skag. 92 Viðvíkurhreppur í Skag. 93 Fellshreppur í Skag. 67 Grímseyjarhr. í Eyjafjarðars. 79 Öxnadalshr. í Eyjafjarðars. 75 Flateyjarhreppur í S.-Þing. 60 Reykjahreppur í S.-Þing. 88 Fjallahreppur í N.-Þing. 32 Sauðaneshreppur í N.-Þing. 82 KONA BIÐUR AD HEILSA Kona á Ytribrekkunni hcfur heðið hlaðið að færa verkstjórn bæjarins, svo og öðrum, kveðju guðs og sína. En kveðjunni fylgja þær upplýsingar, að úr stóru opnu moldarflagi við Þór- unnarstræti berizt mikið mold- ryk í mörg hús í sunnanátt og mjög til óþæginda. Hún beinir þeirri spumingu til ráðamanna hvort slökkviliðsmenn hafi svo mikið að gera, að þeir geti ekki heft moldrykið með vatni. Myndi þá, ef fyrr liefði verið gert, umrætt flag vera orðið grænt. Grasfræ, sem þar var (Framhald á blaðsíðu 7). Axarfjarðarheiði ófær Gunnarsstöðum Þórshöfn 2. september. Það var þurrkur í gær og dag og það hressir svo- lítið upp á h’eyskapinn, annars var veður vont hér undanfarið. Axarfjarðarheiði hefur verið ófær í viku, en að vísu brauzt jeppi yfir hana á laugardaginn var og gerð var tilraun í gær- morgun, en snúið við. Minni snjór er að sjá eftir því sem sunnar dregur. Veðurgleggsti maður hér um slóðir segir, að haustið verði gott og fleiri eru þeir, sem taka í sama streng. Ó. H. FÓLKSFJÖLDINN 1964 Reiknaðar hafa verið út á Hag- stofunni niðurstöður manntals- ins 1. des. 1964, samkv. þjóðskrá. Samkvæmt þeim var mannfjöldi á íslandi þann dag 190.230, en var á sama tíma árið áður (1963) 186.912. Fólksfjölgunin á árinu hefur þá verið 3318 eða tæplega 1.8%. Hún hefur því ekki náð 2% eins og oft áður á allra síðustu áratugum, og má vera, að rekja megi til útfluín- ings. Af fólksfjölguninni eru 2526 í Kjalarnesþingi (Reykja- vík, Kópavogi, Keflavík, Gull- bringu- og Kjósarsýslu) en 792 annars staðar, þar af 138 í Vest- mannaeyjum og 134 á Akureyri. FÓLKSFJÖLGUNIN A AK- UREYRí Akureyri hefur ekki haldið eðli legri fólksfjölgun sinni á þessu ári. íbúatala bæjarins var T. des. 1963 9398 en eftir árið 9532. Fjölgunin, eins og fyrr var sagt, 134. En samkv. meðalfjölgun- inni í landinu (nál. 1.8%) átti hún að vera rúml. 160. Áreiðan- Iega hefur þó eitthvað fólk flutt til bæjarins á árinu, en brott- flutningur, suður, er sýnilega meiri. Ef svo fer um „hið græna íréð“, höfuðstað Norðurlands, hvað þá um önnur byggðarlög hér norðanlands? BREYTINGAR HÉR OG ÞAR í Norður-Þingeyjarsýslu og á Siglufirði var um beina fólks- fækkun að ræða. í N.-Þing. fækkaði um 24 og á Siglufirði um 77. Á Ólafsfirði stóð íbúa- talan í síað. Húsavfk og Sauð- árkrókur héldu sínu, þ. e. eðli- legri fólksfjölgun. f Eyjafjarð- arsýslu fjölgaði um 41, í Suður- Þingeyjarsýslu um 27, í Vesíur- Húnavatnssýslu um 13, í Aust- ur-Húnavatnssýslu um 6 og í Skagafjarðarsýslu um 3. Allt er þetta neðan við eðlilega fólks- fjölgun á árinu. Á Raufarhöfn stóð íbúatalan í stað en Iækkaði á Þórshöfn. f Flatey á Skjálf- anda fækkaði um einn. Ördeyða yfir öllu Neskaupstað 2. september. Hér liggur ördeyða yfir öllu. Tíðin hefur verið mjög umhleypinga- söm og ekki fært á miðin vegna veðurs. Einhver síld er hérna norðaustur í hafinu, en næst ekki til hennar vegna ótíðar. Heldur hefur gengið illa að ná inn þessum stráum, sem spruttu. í sumar var stofnað hérna sjó mannastofa, þar sem sjómenn geta verið og lesið blöð, spilað á spil eða billiard og fengið veit ingar við vægu verði. Þessi stofa er til húsa þar sem bæjar- skrifstofurnar voru áður en þær voru fluttar í félagsheimilið. Hefur rekstur hennar gengið mjög vel. H. Ó. Arngrímur Bjarnason skrifstofustjóri KEA, Ragnar Borg forstjóri G. Helgason & Melsted h.f., sem heíur söluumboð þessara bókhaldsvéla, og Finnbogi Jónasson aðalgjaldkeri KEA, — við hina fjöl- virku bókhaldsvél frá Olivetti verksmiðjunum. (Ljósmynd: E. D.) Frá hinum fjölmenna húsmæðrafundi á Hótel KEA. Húsmæðrafundir KEA eru mjög vinsælir Þar fór fram kynning nýrra rétta og fræðsla um matvörur og matvöruverzlun HÚSMÆÐRAFUNDUM K.E.A. er nú lokið og var sá síðasti að Hótel KEA nú í vikunni. Þar reyndist aðalsalurinn of lítill, svo mikil var aðsókn úr bænum og einnig úr héraðinu. Hús- mæðrafundirnir voru sex að Þorsteinsson spjallaði um mat- væli og matvöruverzlun. Konur láta vel af fundum þessum, þykja þeir bæði fróð- legir og skemmtilegir. Á hverjum stað var að lckum boðið til kaffidrykkju og að sjálfsögðu stjórnaði Kristinn Þorsteinsson almennum söng til að létta skapið. Hin gífurlega aðsókn hér í bæ gefur bendingu um það, að næstu húsmæðrafundi þarf að undirbúa á annan veg og hafa þá fleiri til að koma í veg fyrir of mikil þrengsli. Q þessu sinni. Hinn kunni húsmæðrakenn- ari, Bryndís Steinþórsdóttir, hafði á fundum þessum sýni- kennslu á grænmetis- og osta- réttum, sem konunum . gafst kosíur á að bragða og læra að búa til. Gunnlaugur P. Kristinsson flutti ávarp og sýndi kvikmynd ina; Bú er landstólpi. Kristinn AÐALSLÁTRUN HEFST 20. SEPT. HJÁ KEA á Akureyri hefst að- alhaustslátrun sauðfjár 20. sept- ember. Búist er við að þar verði í haust slátrað 32.780 fjár, eða aðeins fleira en í fyrra- haust. Þótt aðalslátrun hefjist ekki fyrr en 20. sept. mun einhverju fé verða slátrað áður, eða allt að viku fyrr. Q K.E.A. kaupir lirað- virka bóklialdsvél OLIVETTI verksmiðjurnar á ítalíu eru þekktustu skrifstofu- vélaframleiðendur í heimi, og liafa verið seldar margar skrif- stofuvélar á íslandi af öllum hinum mörgu gerðum, sem þær framleiða af samlagningar-, margföldunar-, reikni, rit- og bókhaldsvélum. Olivetti bók- haldsvélar komu fyrst á mark- aðinn fyrir, um tíu árum síðan. Þær hafa rutt sér mjög til rúm^, vegna þess hve mörg og ólík verkefni þær leysa af hendi og eru auk þess á hag- stæðu verði. Nú er fyrsta raf- eindavélin frá Olivetti verk- smiðjunum komin til landsins. Er það Mercator 5000, sem er með þremur teljurum, rafeinda- reikni með þrem stuðlum og rafritvél með íslenzku letur- borði. Vél þessi er afar hrað- geng og margfaldar á 40 milli- sekundum (40/1000 úr sek- úndu), og er héntug til að færa viðskiptabókhald, þar sem vext- (Framhald á bls. 7). SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.