Dagur - 06.10.1965, Blaðsíða 4

Dagur - 06.10.1965, Blaðsíða 4
' 4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. • • Oðruvísi en ætlað var I»EGAR Gunnar Thoroddsen tók við fjármálastjórninni á vegum við- reisnarstjórnarinnar í árslok 1959 var ótæpt gefið í skyn, að unnið yrði að sparnaði í ríkisrekstri. En úr því varð minna en til stóð, svo ekki sé meira sagt. Síðan var ár hvert upp- lýst í blöðum stjórnarinnar, að búið væri að stórlækka skatta á þjóðinni. Niðurstaðan er hins vegar sú, að álögur á þjóðina (ríkistekjur), sem voru innan við 900 millj. kr. samkv. fjárlögum, þegar vinstri stjórnin fór frá, eru á þessu ári komnar upp í rúmlega 3700 rpillj. kr. Verðgildi krónunnar hefur fallið mjög á þessu tímabili, en umsetning ríkissjóðs hefur þó vaxið mun meira en því nemur. Þrátt fyrir hina sívaxandi fjáröflun ríkisins varö — samkvæmt því, sem nú er fram komið — greiðsluhalli hjá ríkissjóði á árinu sem leið. Svo urðu þau tíðindi á s.l. ári, að Gunnar Tlioroddsen hvarf frá em- bætti og af landi burt og annar nýr kom í hans stað. Þá kom það allt í einu upp úr dúrnuin hjá stjórnar- blöðunum, að fjármálastjórnin und- anfarin ár, hefði ekki verið sem skyldi, en jafnframt látið vel yfir því, sem í vændum væri, Magnús Jónsson myndi kippa því í lag, sem fyrirrennari hans hefði vanrækt. Að vísu var þetta sagt með öðrum orð- um en hér er gert, en varð ekki mis- skilið. Síðan hcfur verið frá því sagt, að nýi fjármálaráðherrann hafi sett strangari reglur en áður giltu um meðferð ríkisfjármuna, á sumum sviðum. Með tilliti til þessa er það irú margra manna von, að núverandi fjármálaráðherra beiti sér fyrir því, með sparnaðarráðstöfunum, að koma í veg fyrir áframhaldandi greiðslu- halla, svo að ekki þurfi um sinn að hækka skatta meira en þegar héfur verið gert. Er þá jafnframt géngið út frá, að hægt sé að bæta innheimtu söluskattsins. Sjálfsagt er að styðja ráðherrann til allra skynsamlegra lagfæritiga á ríkisbúskapnum og taka vel þeirri viðleitni, sem beinist í rétta átt á þessu sviði. Áður en ráð- herraskiftin urðu, var búið að hækka söluskattinn tvisvar sinnum. Mun því vcl þegið, ef ekki þarf að lögleiða enn eina hækkun hans á næsía þingi. Áð órevndu er ekki rétt að van- treysta því, að núverandi fjármála- ráðherra geti tekist það, sem fyrir- rennara hans tókst svo hrapalega. □ Ræða Þórarins Eldjárns iireppstjóra á Tjörn, flntt við afhjúpun brjóstlíkans af Zoffaníasi að Hofsá hinn 25. september 1965 VIÐ erum í vissum skilningi sanan komin hér á helgum stað því athöfn sú, er hér fer fram, er bundin Soffaníasi Þorkels- syni. Hann er að vísu ekki fæddur hér á Hofsá, heldur Ytri Másstöðum, 5. apríl 1876, sonur Þorkels Þorsteinssonar þá bónda þar, og síðari konu hans, Sigríðar Jórunnar Sigurðardótt ur bónda á Hálsi í Svarfaðardal, hinni mestu fríðleikskonu og kvenskörungi. Soffanías fluttist að Hofsá með foreldrum sínum, ungur drengur, og ólst þar upp til fuilorðinsára. í huga- Soffaníasar var fæð- ingarsveit hans, Svarfaðardalur, alla stund vafin töfraljóma og Hofsá hinn fagri lundur innan sveitarinnar fögru fjalla. Á uppvaxtarárum Soffanías- ar var árferði hér á landi afar hart. Hafís lá við land vetur eftir vetur, stundum fram á súmar og jafnvel til Höfuðdags, svo bjargir voru þá flestar bann aðar. Lífsbaráttan var harðari en svo, að unga kynslóðin íslenzka í dag fái skilið, og telur jafnvel ýkjur einar, er þjóðmál ber á góma. En saga þessa tímabils er svo skammt undan og hefur svo oft verið sögð að þýðingarlítið er að fara að rifja hana upp hér. Ein af afleiðingum. þessara harðinda verður þó ekki snið- gengin, er minnzt er Soffanías- ar Þorkelssonar, svo mikill ör- lagaveldur, er hún varð í ævi hans og lífskjörum. — Fólks- flutningarnir. til Vesturheims. Sá öri fólksflutningur vest- ur um haf var fyrst og fremst í flestum tilfellum, flótti fólks- ins frá þrotlausu stríði við hvers kyns skort og kulda. Von- leysi um að úr rættist. Vonin um bjartari framtíð barna sinna í hinum Nýja heimi vest- anhafs, hratt mörgum af stað, þó sárindi fylgdu að slíta sig frá vinum, ættingjum og ættlandi. Soffanías Þorkelsson var einn í hópi þeirra ungu manna, er tóku sig upp og fóru í gæfuleit vestur um haf, þá 22 ára. Sett- ist að í Winnipeg í Kanada og gerðist kanadiskur þegn. Soffonias þráði innilega að brjóta sér leið til manndóms og menningar, en eygði ekki leið hér heima á íslandi að því marki. Þar var flest til fyrir- stöðu. Það var honum Ijóst. Fregnirnar um landgæði og möguleika hvers konar, er hinn vestræni heimur hefði að bjóða ungum, þróttmiklum og vilja- sterkum mönnum voru girnileg ar til fróðleiks, og ekki síður hitt, að fá tækifæri til að reyna kraftana og brjótast áfram til sjálfstæðis og fjárhagslegrar vel megunar. Véra má að nokkru hafi ráð- ið um þessa ráðabreytni, að eldri bróðir hans, Þorsteinn, háfði flutzt vestur til Ameríku og hefir e. t. v. hvatt Soffanías til að taka sig upp og flytja vest- ur. Hvað sém þessum bollalegg- ingum líður er hitt staðreynd, að Soffonías flutti til Vestur- heims og gerðist kanadískur þegn. Lífssaga hans er síðan mótuð af þessari ráðabreytni. Varla þarf í efa að draga, að Soffanías hefði brotið sér leið til lifsbjargar, þó heima hefði dvalið. Maðurinn var þannig að allri ytrí og innri gerð, að hvar sem hann hefði haslað sér völl, hefði hann orðið hlutgrfigur í bezta lagi. Atorkan og íramtak- ið, ásamt hyggindum, óbrigðult. Hitt er jafn víst, að lífssaga hans hér heima á gamla Frcni hefði orðið ailt önnur. Ekki eins víðfeðm og fjölþætt og hún varð í hinu nýja heim- kvnni, Kanada. Soffanías kvæntist ári síðar en hann kom vestur. Kona hans var íslenzk að ætt, Jóhanna María Sigurðardóttir, fædd 1886, úr Víðidal í Húnavatns- Stytían af Soffaníasi. sýslu. Hún var 10 árum eldri en Soffanías. Þau hjón eignuð- ust 5 börn, tvo syni og þrjár dætur. Allir eru afkomendur þeirra hjóna búsettir vestan hafs, Fyrstu árin í Vesturheimi vann Soffanías fyrir sér og fjöl- skyldu sinni sem daulaunamað- ur við ýms störf. Vinnu hjá bændum, tvö ár við járnsmíði, þá verzlunarstörf. Ekkert þetta nægði athafnaþrá hans og fékk hann því ekki við unað til lengd ar,; enda meiri fjármálamaSur én svo, að honum dyldist, að leiðin til sæmilegrar lífsafkomu lá ekki í gegnum daglaunasfarf- ið, þar sem laun voru skorin og skommtuð, enda þráði hann að standa á eigin fótum, frjáls í at- höfnum og. öðrum óháður. Eítir nokkur skakkaföll auðn- aoist honum, árið 1929, að stofn- setja iyrirtæki,. er ekki aðeins gaf honum hagnað til bjargálna, heldur nokkurrar auosöfnunar. Fyrirtæki þetta vár kassagerð, og er enn rekið af sonurri Soff- aníasar. Svarfdælingar mega vera stoltir af Soffaníasi, sem full- trúa sínum í Vesturfarahópn- um. Hann reyndist strax örugg- ur fulltrúi í hópi landnemanna. orkelsson í Vesturheimi og mjög snsmma í fremstu ráðum innflýtjend- anna. Þjóðræknismál þeirra og önnur félagsmál lét hann óspart til sín taka, og studdi með at- höfnum og peningaframlögum. Að rekja öll félagsmálastörf Soffaníasar er meira mál en svo, að rakið verði hér í -ör stuttu erindi. En fræðslu í því efni má finna í Æviskrám Vest- ur-íslendinga eftir séra Benja- mín Kristjánsson. Vísa ég til þeirra þeim, er áhuga hafa að kynna sér frekar störf hans, svo og um ættir þær, sem að hon- um stóðu. Fyrir hið mikla og óeigin- giarna starf sitt í þágu Þjóð- ræknisfélags Vestur-íslendinga og önnur merk störf, sæmdi ís- lenzka ríkið Soffanías tvívegis æðstu virðingarmerkjum ríkis- ins, riddarakrossi Fálkaorðunn- ar 1939 og stórriddarakrossi Kálkaorðunnar árið 1959. Kona Soffaníasar, Jóhanna María, dó 1848. Árið 1949 kvæntist Soffanías í annað sinn, þá 72 ára. Síðari kona hans var fædd 1907 í Reykjavík, Sigrún Sigurgeirs- dóttir. Fluttist til Kanada 1930. Hún var hárðreiðslukona og stundaði þá iðn vestra, þar tii hún giftist Soffaníasi. Hún var með honum hér heima, er hann heimsótti ísland síðast og munu því margir við hanna kannast. Þau hjón fluttu vestur að Kyrrahafsströnd Kanada. Þar dó Soffanías 1963. Þessi síðari kona reyndist Soffaníasi í ellinni sem lampi fóta hans og ljós á vegum hans, og taldi hann sig vart mundi fá lifað án hennar. Hann átti þó eftir að þola þá þungu raun, að verða af henni að sjá yfir djúp dauðans. Sálarþrek hans brast þó ekki, enda maðurinn sterk- trúaður og sá ávallt allt sitt ráð og líf í hendi guðs. Langt varð þó eigi til endurfunda, rúm 2 ár. Ég hefi þá stiklað hér á helztu æviatriðum Soffaníasar. Það er óhætt að fullyrða, að Iífssaga hans mótast öll af há- kristilegri lífsskoðun, er setti merki sitt á líf hans og starf í samskiptum við aðra menn og samtíð sína. Hreinskiptinn, einarður en óáleitinn, vinfastur drengskap- ar- og atorkumaður, mikill per- sónuleiki, er vakti athygli. — Þetta eru allt góðir eðliskostir og láta sig ekki án vitnisburðar. Já, — Soffanías fluttist til Ameríku og gerðist Kanadísk- ur þegn. En hann flutti aldrei allur til Vesturheims. Meira en helming hjarta síns og elsku skildi hann eftir í ættlandi sínu og þá fyrst og fremst í Svarfað- ardal, þar sem hann fæddist og sleit barnsskónum. Þessa hluta hjarta síns og elsku leitaði hann æ síðan og varð honum vermireitur og yl- gjafi alla tíð. Og þegar annir hins starfssama heimilisföðurs urðu minni og efnahagur leyfði vitjaði hann þessara verðmæta sinna með heimsókn á æsku- stöðvarnar og til æskuvina og ættmenna, og gladdist hjartan- lega yfir öllu því, er hann sá að stenfnt hafði og stefndi fram á leið í lífskjörum þjóðarinnar og uppeldi æskunnar í ættlandi hans. Slíkur er háttur góðra manna. En Soffaníasi var þetta ekki nóg. Hann vildi sjálfur vera með í bessari framvindu, leggja sitt lóð á vegarskálina. Hann lét Svarfaðardal njóta þess, að starf hans vestra hafði borið honum ríkulega ávexti og állmikil peningaráð. Tvíveg- is gaf hann stórgjafir til skóg- ÞÓRARINN ELDJÁRN. ræktar í báða hreppi Svarfaðar- dals, og nú í dag erum við stödd í öðrum þessum gróðurreit, til að afhjúpa brjóstlíkan af Soff- aníasi, sem vott þess þakklætis og virðingar, er okkur er bæði ljúft og skylt að inna af hönd- um. Um staðsetningu minnismerk isins gat ekki orðið ágreining- ur. Hofsá var helgireitur Soff- aníasar, og þar skal minnismerk ið standa. Ég hefi hér rætt um gjafir Soffaníasar til skógræktar, en þar með er ekki upptalið allt það, er hann gaf Svarfdæling- um. Bókasafn sitt gaf hann bókasöfnunum hér og hafði af- hent það fyrir dauða sinn. Loks skal nefnd kirkju- klukka sú, er hann gaf sinni gömlu sóknarkirkju að Völlum. Sú klukka er svo voldug, að varla mun önnur voldugri né hljómfegurri fyrirfinnast hér á landi. Hún má heita gjöf til allra íbúa Svarfaðardals, því hún sendir hina voldugu hljóma sína, djúpa, alvöruþrungna, en þó kliðmjúka, yfir breiða byggð dalsins. Hún er táknræn gjöf. Hún minnir ,með hljómi sínum, á þá eðlisþætti í sálarlífi gefand- ans, er komu svó berléga fram í lífsháttum hans — alvara, mildi, góðsemd, en þó rögg- semi. — Hún ein mundi nægja til að halda nafni gefandans lifandi svo lengi, sem ómar hennar hljóma innan Svarfaðar dalsfjalla. Soffanías Þorkelsson hefur örugglega tryggt sér virðulegt rúm í Svarfdælskri sögu, þó hann dveldi öll sín manndóms- ár víðsfjarri ættlandi sínu, — í annarri heimsálfu. Er það ekki á þennan hátt, sem unnið skal, svo að við fá- um lifað, þótt við deyjum? □ - HEYFLUTNINGAR (Framhald af blaðsíðu 1). Heyið er keypt á svæðinu frá Mýrdal og allt vestur í Dali. Um þessar mundir eru þeir Pétur Gunnarsson og Kristján Karlsson að athuga ástandið í Vopnafirði og í norðurhluta Norður-Þingeyj arsýslu þar sem óþurrkar og mjög sein spretta þjakaði bændur í sumar. Nú eru 660 tonn af heyi kom- in til Austurlands og um 200 til 300 tonn af bundnu heyi bíða flutnings austur. Norðlendingai' eru að þessu sinni ekki verulega aflögufærir um hey, að fáum stöðum und- anteknum. Heymjöls- og heykögglafram- leiðslan, sem hér á landi er nú, bjai'gar ekki heilum landshlut- um , vegna verðlagsins. Allt útlit er fyrir, að hin miklu heykaup og flutningar, sem nú standa yfir, komi í veg fyrir verulega ,bústofnsfækkun bænda á Austurlandi, sepi yfir vofði vegna uppskerubrests. □ 5 ÁRNI G. EYLÁNDS: KAL OG KENNINGAR XI. Og enn trúi ég því, að það geti verið réttmætt og hyggi- legt að djúpplægja mýrlendi til ræktunar, mjög mikið af því mýrlendi, sem í hönd fer að rækta á næstu árum, en ekki allt, frávik geta verið frá því, að það sé ráðlegt. Ástæður fyr- ir þessari trú minni eru fleiri. Meginástæðan er sú, að ég trúi á auð mýranna og að hægt sé að leysa hann úr læðingi. Ég trúi því þrátt fyrir mörg vonbrigði á því sviði, að áður en langt líður, læri ísl. bændur að rækta land, ekki bara að slétta það og grasklæða, þannig að engin rót leitar til dýptar, allar rætur læðist með yfirborði og undir sé seigt og þétt torf. Ég trúi á sáðræktun — sáðsléttur — en lít ekki á þær sem skammgóðan og vafasaman vermi, að mest skuli miða við, að hinn náttúru- legi innlendi gróður landsins, haldi velli við ræktunina. Her- mann Jónasson sagði eitt sinn við mig, hann var þá búnaðar- ráðherra, að það væri um að gera við nýræktun, að vinna alla jörð sem allra grynnst. Jón- as Pétursson virðist vera sömu skoðunar: „og umfram allt að jarða ekki grasrótina djúpt.“ (Morgunbl. 25. júní). Og þann- ig er með marga framámenn í ræktunarmálum, að því er virð- ist, þótt ekki gangi þeir hreint að verki að afskrifa grasfræ- sáningu og sáðsléttur með öllu. Enn sé ég mýrarnar kalla á dýpri og betri vinnslu heldur en tíðkast yfirleitt, og mýratún- in á enduri'æktun til meiri dýptar. Jarðvegur mýranna, seigur og tyrfinn, býður eftir því að verða að frjómold. Af svölunum við íbúð mína norðan Suðurlandsbrautar, þar sem hún liggur um Sogamýri, sé ég suður yfir mýrina, yfir gömul tún, sem nú eru óðum að verða borginni að bráð. Hér var ræst og ræktað fyrir rösk- lega 40 árum. Kristófer Gríms- son telur sig hafa ræst mýrina mjög skömmu eftir 1921 og sjálfur vann ég hana með þúfna bana þá á næstunni. Síðan voru stofnuð nýbýli í og við Soga- mýrina. Nú er bærinn búinn að taka túnin, mörg þeirra, í sínai' liendur á ný. Um skákii', sem ég sé yfir í 100—200 metra fjar- lægð, er svo ástatt, að þær hafa ekki fengið neinn áburð 3—4 siðustu árin og fyrir tveimur arum var rist ofan af þeim og þökurnar seldar í borgina. Samt er þetta algróið land yfir að líta enn á ný, svo mikill rótar- gróður er í því. Og ég get talið lokræsin — hnausræsin nieira en 40 ára gömul. Þau skera sig úr sem dökkgrænar rákir með langtum kröftugri og betri gróðri heldur en teigamir á milli ræsanna. Hinn 29. júlí fékk ég Ingólf Davíðsson magister til þess að ganga með mér um mýrina og skoða þessi undur. Okkur kom saman um að skilgreina gróður- inn þannig. Á hinum dökkgrænu rákum yfii’ lokræsunum, sem eru skarpt afmarkaðar og segja glöggt til um hvai' þau liggja, er blaðríkt Iláliðagras. Hið sama gildir um mjóa spildu meðfram Suðui'lapdsbraut. Er bersýnilegt að þar hefir ruðn- ingi verið dreift aðeins 4—5 metra út frá skurði. Mýrin á milli ræsa, og að þessari ruðn- ingsspildu frátalinni, er vaxin blendingsgróðri, sennilega mest megnis af innlendum uppruna. Ber þar mest á Túnvingli, Lín- gresi (líklega mest Skriðlín- gresi), Snarrót og Vallarsveif- grasi. Slæðingui' er að Hálm- gresi og Vallarfoxgrasi. Þá er slæðingur af vanræktargrösum svo sem Vallhæru og Lokasjóði, og á blettum sést Fífa. Nær gróðurvana rotblettir (kal?) eru á stöku stað. Verið var að slá mýratún þessi þegar við Ingólfur skoðuðum þau. Nú — 24. ágúst — er löngu búið að hirða af túnunum. Háin er farin að spretta og aftur og skera ræsin sig úr sem dökk grænár rákir með þéttari og kröftugri gróðri heldur en tún- ið ella. Hvað skal nú segja um þetta? Hvað segja þeir sem leggja á ráðin um að hafa ekkert Há- liðagras í fræblöndu þeirri, sem SÍS selur til notkunar í mýr- lendisjarðveg? svo sem ég ræddi um í fyrstu grein minni í Degi 11. ágúst. Og hvað segja þeir, sem segja, að það sé um að gera að vinna alla nýrækt sem allra grynnst, eru hræddir við að „jarða grasrótina" gömlu, vilja hafa hana sem allra mest á yfirborði flagsins þegar land er unnið til ræktunai'? Hér hef- ir grasró'tin — seigasta toríið — verið grafið á allt að því eins meters dýpi. — Og hvað segja búvísindamennirnir, sem nú hafa haslað sér „völl“ í Keldnaholti og ráða yfir skák af Korpúlfsstaðalandi, rétt við mýrina og grænu lokræsin sem ég ræddi um fyrir 25 árum sem merkilegt rannsóknarefni. Nú eiga þeir, sem mest vinna að gróður- og ræktunarrannsókn- um, nær daglega leið um Soga- mýrina og hljóta að hafa veitt gróðúr-úridrinu þar eftirtekt(?). Er þetta ekki rannsóknarefni sem vert er að sinna? Ég spyr enn og aftur. Ljósmyndari Dags/Tímans tók fyrir mig myndir af hinum umrædda gróðri og ræsum í Sogamýrinni. Því miður er ég hræddur um að hin miklu gróð- urbrigði og mismunur sprettu komi ekkí vel fram við prentun myndanna, til þess hefðu þurft litmyndir. Þótt eigi hafi ég öðru en ályktnar-rökum að beita og nokkurri verklegri reynslu, held ég því hiklaust fram, að hin mikla og góða spretta yfir lokræsunum sé ekki og geti ekki verið eingöngu framræslu- atriði. Væri svo, ættu hinar grænu rákir og betri spretta ekki að vera eins skarpt afmarkaðar eins og raun ber vitni. Væri framræslan ein að verki, ætti sprettan að sönnu að vera mest og bezt rétt yfir ræsunum, en hin góða spretta ætti ekki að vera svo afmörkúð, hún ætti einnig að vera góð hið næsta út frá ræs- unum, allt til þess, að hún yrði minnst á miðjum teig á milli ræsa. Nei, hér hljóta önnur öfl en framræslan ein að vera að verki. Og ég álykta að það sé eins konar djúpvinnsla og jarð- vegsblöndun, sem áíti sér stað og þegar lokræsin voru grafin og rutt niður í þau aftur. Meira loft í jarðveginum og betri gróð urskilyrði. Svo sem ég hefi áður sagt, kemur engum til hugar að djúpvinna mýrarjörð til lokræsa dýptar, slíkt er óhugsandi af tæknilegum ástæðum og sökum kostnaðar. Hitt finnst rnér rök- rétt að láta sér til hugar koma að djúpvinna mýrarnar til nokkurrar dýptar framar því, sem tíðkast hefir við þá hrað- ræktun og yfirborðsvinnslu, sem nú má heita einráð við alla nýræktun, eftir að for- vinnslu og forræktun var hætt að mestu —- illu heilli. Það var ekki arfinn einn, sem olli þeirri uppgjöf. Köfnunarefnisáburðar- ofnotkunarfyíliríið átti sinn mikla þátt í því, að farið var að vanmeta búfiáráburðinn og þýð ingu þess að koma honum niður í jörðina og saman við jarðveg- inn. Segja má, að síðan hafi ekki runnið af bændum, vel flestum, á vettvangi ræktunar- málanna. Er nú ekki hugsanlegt að nokkur djúpvinnsla eða djúp- plæging, samræmd réttu mati á búfjáráburðinum og skynsam- legri nctkun hans, sé eitt af sporunum, sem stíga beri í ræktunarmá'.unum, til þess að ná markinu: betri og hagrseimi rækíun. Tækni og þekking leyfir nú betur en nokkru sinni fyrr, að saman geti farið tæknilega full- komin og hagkvæm jarðvinnsla og fullkomin og auðveld hirð- ing og notkun búfjáráburðar. Það er engin nauðsyn lengur að miða allt við það hvað hægt er að pína mikið gras, en oft ekki að sama skapi gott gras, upp úr túnunum með óhófsnotkun til- búins (köfnunarefnis)-áburðar. XII. Ég skal nú að lokum rekja í stuttu máli hvernig ég hefi hugsað méi' það, sem ég kalla djúpvinnslu mýra til nýræktar, hvernig ég hugsaði hér þetta, þegar ég beitti mér fyrir að fyrsti Skerpiplógurinn var tek- inn í notkun, og hvernig ég hugsa mér þetta enn. Landið er plægt helzt- síð- sumars eða að hausti til og látið liggja í strengjum til næsta vors. Plægðir eru breiðir og æði þykkir sírer.gir. Þar með er ekki sagt að plægja þurfi til 50—60 cm dýptar eins og oft er rætt um, aðalatriðið ,er. a3 111 ■■iiiii ii ■ i FÍMMTA GREIN plægja frílega niður úr hinu veltuseiga torfi og velta vel við. Víðast myndi nægja að plægja 35—40 cm djúpt'iriiSáð við lægðir á milli þúfna og ]?áð sem sléttast er í mýrinni. Þótt plægingin verði uqa 50 crn og jafnvel allt að 60 cm djúp, hygg ég að það myndi ekki saka,, en Skerpiplógur af stærri gerðinni vill sækja til um 50 cm dýþtar, eða þar um ef plægðir eru full- breiðir strengir. Næsta Vor er landið herfað með venjulegu diskaherfi, borinn á tilbúinn áburður og sáð til grænfóðurs. Við þá vinnslu á ekki að þuría að vinna neitt að ráði og jafn- vel ekkert niður í grasrót og hið seigasta torf, vinnslan á að vera fljótgerð og auðveld og sáðbeður góður. Á öðru vori er landið plægt á ný, en þá aðeins til venjulegr- ar plógdýptar eða um 20 cm djúpt. Búfjáráburður er borími á áður en plægt er og hanu plægður niður, svo er herfað vandlega og sáð grasfræi. Sé um flatt land að ræða, þar sem áríðandi er að skapa einhvern halla að skurðunum er sjálf- sagt að hefja báðar plægingar á miðjum teig á milli skurða og velta strengjum inn á við. Því fylgir það, að nema dáiítið ofan af skurðbökkum, þar sem Skerpiplógurinn nær ekki til og ýta því inn á teginn. Þuríi ekki að hugsa fyrir því að gera halla á teignum er seinni plæg- ingin gerð þvert yfir frumplæg- inguna. Við lokaplæginguna seinna árið nær plógurinn ofurlítið niður í torf og grasrót, en ekki svo mikið að það torveldi herí- ingu að ráði. í stað þess að plægja landið seinna árið (með heimatraktor og venjulegum eins eða tveggja skera plóg) getur vel komið til mála að herfa eingöngu með plógherfi, hins vegar er ég heldur vantrú- aður á að láta sér nægja að tæta flagið með traktorstæti, eins og nú mun mjög í móð við loka- vinnslu lar.ds til grasfræssán- ingar. Ég á erfitt með að trúa, að þannig land verði viðkvæmara fyrir kali en aðrar nýræktir unnar svo sem nú er títt, sem. mest á yfirborðinu. Fæ ekki skilið, að neinar sjáanlegar ástæður geti legið til þess — nema ein — og þá ástæðu er (Framhald á blaðsíðu 7). Fjörutíu ára gömul sáðslétta í Soganiýrinni við Reykjavík. Lokræsin skera sig úr sem dökkgrænar rákir. Ráðandi gróður en háliðagrasið, þróttmiklð og biaðríkt, og lcafgras. Greinarhöfundurinn, — Árni G. Eylands, — er á myndinni. (Ljósmynd: G. E.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.