Dagur - 06.10.1965, Blaðsíða 8

Dagur - 06.10.1965, Blaðsíða 8
8 r- SMÁTT OG STÓRT . A >■ - • m Mennfaskólinn á Akureyri var seffur sl, MENNTASKÓLINN á Akur- eyri var settur á sunnudaginn. Þórarinn Björnsson skólameist- ari ræddi í setningarræðu sinni um hina einstöku þætti skóla- starfsins, brýndi fyrir nemend- Esæ- um sínum að vinna vel og reglu lega. Ein leiðin til að vaxa, sagði hann, er að lifa fyrir eitt- hvað stæri'a og meira en sjálf- an sig. Og hann benti á, að t. d. gætu nemedur stækkað af því Yfir 700 nemendur í G. A. GAGNFRÆŒJASKÓLI Akur- eyrar var settur s.l. föstudag í Akureyrarkirkju. í skólanum eru 710—715 nem- endur í vetur, í 18 bóknáms- og 7 verknámsdeildum. Kennarar eru 41, þar af 25 fastir kennar- ar. Nýir kennarar, fastir eru: Anna Gunnarsdóttir, Álfhildur Pálsdóttir og Friðjón Júlíusson. Ur ársorloíi koma til starfa Gestur Ólafsson og Þórarinn Guðmundsson. Hver deild skólans er full- skjpuð, svo að hvergi er smuga. í skólasetningarræðu sinni sagði Sverrir Pálsson skóla- stjóri m. a., eftir að hafa lýst þeirri scrgarsögu, að fjölmargir unglingar fá synjun um skóla- vist vegna vöntunar á skólum í lándinu: „Það ætti að vera ykkur íhug- unarefni og hvatningarefni, — nemendur, — sem njótið þeirra forréttinda fram yfir marga jafnaldra ykkar, sem annars staðar eru búsettir, að fá að vera í skóla og nema gagnleg fræði, að vita að allmörgum piltum og stúlkum hefur orðið að neita um skólavist hér, neita um setu á þeim bekkjum, sem þið vermið í vetur. Þið ættuð því að launa svo þessi gæði lífsins, að stunda nám ykkar af kostgæfni. Hefnið ills Hundrað börn í Gler- árskóla í vetur GLERÁRSKÓLI á Akureyri var settur 4. október s.l. Um 100 nemendur verða í skólan- um í vetur og er hann fullset- inn. Við kennaralið skólans hef- ur bætzt nýr kennari, Sigur- ■björg Guðmundsdóttir, sem áð- ur kenndi við Barnaskóla Ak- ureyrar. Fastir kennarar við skólann eru nú þrír, auk skóla- stjórans, Hjartar L. Jónssonar, þeir sömu og s.l. vetur. hlutskiftis olnbogabarnanna, — sem hvergi komast í skóla, — með því að standa ykkur því betur í námi og rækið því bet- ur skyldur ykkar í skóla ykk- ar.“ □ að bsra heill og heiður skóla síns fyrir brjósti. Menntaskólinn á Akureyri hefur nú tekið gistihúsið Varð- bcrg á leigu, en þar er rúm fyr- ir 40 nemendur. AIls eru í skólanum 470 manns, eða um 30 fleiri en í fyrra. í heimavist eru 216. í mötuneyti eru 320—330 nem- endur. '■'MA starfar í 18 bekkjardeild- um og er alveg þéttskipaður, nema tvísetning komi til. En bóklegri kennslu er lokið dag hvern kl. 3 síðdegis. FLÓTTINN FRA SVEITUM TIL STORBORGA UM heim allan eiga sér stað af- drifaríkir „þjóðflutningar“ í flestum löndum. Sjötíu af hundragi jarðarbúa hafast enn við í sveitum, en á hverju ári flytjast eitt eða tvo prósent til borganna. Fáíækrahverfin í útjöðrum margra stórborga verða oft „kirkjugarðar“ þeirra, sem flú- iþ „ haía . svpitirnar. Borgirnar geta'ékki. yeitt þeim viðtöku, og afleiðingarnar verða fátækt, fé- lagslegt rótleysi og óró, afbrot, sjúkdómar, afvegaleitt kynlíf. Nú ríður á miklu að draga úr fólksflutningum til stórborga, sem þegar eru yfirfullar. í því skyni er t. d. hægt að flytja „þægindi borganna“ út í dreif- býlið, skapa aðlaðandi smábæi. Að þessari niðurstöðu komst hin ‘alþjóðlega ■ ráðstefna Sam- einuðu þjóðanna um mannfjölg- um í hejminum, sem haldin var í Belgrad í byrjun september. Hún fjallaði fyrst og fremst um vandamál fólksfjölgunar í borg um og afleiðingar hennar. Yfir 720 þátttakendur frá 81 ríki sátu ráðstefnuna og ræddu málin frá ýmsum hliðum. Eitt vandamálið var áhrif mann- fjölgunar í borgum á öflun matvæla, annað var áhrif menntunar á barnafjölda for- eldra, dánartölu og þörf manna ÞRÍR ENN INNI ENN eru þrír af áhöfn Lang- jökuls í gæzluvarðhaldi og hafa verið það í 50 daga. Má vænta þess, að málsrannsókn sé senn lokið. □ til að flytjast burt, og þannig mætti lengi telja. □ MIKIÐ ER ÞAÐ KÆRU- LEYSI Sunnanblöðin sögðu frá því um helgina, að ölvaður maður hefði slasað 7 manns í ákeyrslu, og þar af einn Iátist. — Um þennan atburð þarf víst ekkert að deila, svo Ijós eru tilvik hins mikla óhapps og svo miskunn- lausar niðurstöðurnar. En þrátt fyrir hin válegu tíðindi, sem því miður eru of algeng og sunnanblöðin segja oft frá, hika þaú ekki við að dýrka vín- drykkjuna og láta fá tækifæri ganga sér úr greipum til þess, — ‘.samanber myndir af vín- drykkju kunnra manna við liin hátíðlegustu tækifæri. Það er mikil kaldhæðni, að gáfaðir menn, sem ritsíýra fjöllesnum blöðum og hafa á þann veg tækifæri til síerkra skoðana- myndana hjá almenningi, skuli Ieyfa sér svo átakanlegt kæru- leysl í sambandi við áfengis- málin. AUSTAN VIÐ „TJALD“ Brezkur kennari var nýlega dæmdur í fimm ára fengelsi í Sovétríkjunum. Hann hafði ver- ið á ferðalagi þar í landi, og var sökin sú, að hann hafði dreift þar bæklingum með áróðri gegn Sovétríkjunum! Þessir bæklingar voru víst samdir af rússneskum mönnum erlendis og prentaðir þar, því að í Sovétríkjunum er ekki Ieyft að prenta gagnrýni á rík- isstjórnina eða þjóðskipulagið. ■ ■ Dráftarvélarslys í Oxnadalnum LAUST eftir hádegi á sunnu- daginn varo það slys nálægt eyðibýlinu Geirhildargörðum í Öxnadal, ao Gísli Jónsson bóndi á Engimýri varð undir dráttarvél. Hann sat sjálíur við stýri, er vélin valt. Gangna- menn, er ekki voru langt und- an, komu á slysstaðinn og fengu dráttarvél frá Hálsi til að lyfta vél þeirri, er oltið hafði, ofan af manninum. Sjúkrabíll og læknir komu síðar á staðinn og var Gísli þegar fluttur í sjúkra- hús. Hann var ekki talinn brot- inn, eftir fyrstu skoðun. (Samkvæmt upplýsingum lög reglunnar). □ Hér á Iandi, og víðar, rækju menn víst upp stór augu, ef einliver væri settur í steininn fyrir að afgreiða stjórnarand- stöðublað, hvort sem það væri prentað innanlands eða utan. Samt er talið, að stjórnarfarið þama eystra sé mildara en það var í tíð Stalíns og er líklega rétt. En það er mikill munur á frjálsri þjóð og ófrjálsri og hollt að hafa það í liuga. Frelsið get- ur að vísu veikt framkvæmda- mátt ríkisvaldsins, en máltæk- ið segir, að enginn viti hvað átt hefur, fyrr en misst liefur. HASKÓLAGREIN HELGA HALLGRÍMSSONAR í sambandi við hina athyglis- verðu grein Helga Hallgríms- sonar grasafræðings á Akureyri sem hér birtist í sumar, um há- skóla á Norðurlandi, er rétt að minna á tillögu til þingsálykt- unar, sem þingmenn Framsókn arflokksins í þessu kjördæmi fluttu á Alþingi s.l. vetur, um framtíðarstaðsetningu skóla og eflingu Akureyrar sem skóla- bæjar. I greinargerð fyrir þeirri til- lögu létu flytjendur liennar svo um mælt, að efla beri Akureyri sem skólabæ, og að stefna þurfi að því á komandi árum að koma þar upp háskóla. Um þessa liugmynd var þó nokkuð rætt, og af sumum í svipuðum tón og fyrrum lieyrðist, þegar sótt var undir högg um stofnun menntaskóla hér. Nú kemur sú frétt frá Færeyjum, að þar sé verið að stofna háskóla og eru þó Færeyingar ekki fjölmenn- ari en Norðurland og Austur- land saman lagt. Rétt er að hug- leiða þetta mál og hrapa ekki að neinu en hafa þó að engu þann „erkibiskupsboðskap“, að enginn staður nema höfuðborg- in sé samboðin slíkri stofnun, sem háskóla. Nýr háskóli getur verið með ýmsu móti, jafnvel aðeins ein deild, a. m. k. fyrst í stað. Nýr skóli kynni að hafa möguleika til að taka upp starfsaðferðir, sem þörf er á, en nú ná ekki fram að ganga vegna ílialdsamr ar vanafestu eða værðar. Nýsfárleg sýmng Dráttarvélarslysið í Öxnadal. HÉR sýndi í fyrrakvöld leik- flokkur, vestan um haf kom- inn, er hér var áður kynnt- ur, og sýndi „Úr kirkjugarð- inum í ,Skeiðarárþorpi‘. Einn leikanda af fjórum vantaði, en ,grafskriftirnar‘ í Ijóða- bálki Masters nutu sín þó mjög vel í meðferð liinna tveggja leikara og söngvar- ans, Johns Gitíings, og öll var sýning þessi hin nýstár- Iegasta, enda var henni vel fagnað af fullu húsi áhorf- enda. □ (Ljósmynd: H. S.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.